Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Fjölskylda í Róm
Þá erum við komin. Varir Leon strukust við háls Lizzy, kunnugleg snerting hans og röddin með hreimnum höfðu sömu áhrif á taugakerfi hennar og flugeldasýningin sem þau höfðu rétt í þessu stungið af frá. Hættuleg. Heillandi. Nógu kraftmikil til að vekja upp þúsund minningar sem henni hafði rétt svo tekist að troða ofan í kassa þessi ár sem voru liðin frá því þau sáust síðast. Hún reyndi að ýta þeim aftur frá sér, örvæntingarfull í þeirri trú sinni að fortíðin skipti ekki máli. Að þessi síðasti tilviljanakenndi fundur þeirra væru örlögin að stýra henni, krefjast þess að Lizzy játaði fyrir Leon að hann væri eini maðurinn sem hún hefði nokkurn tímann elskað. Játning sem myndi vafalaust senda hann hlaupandi aftur heim til hinna sjö hæða Rómar. Það voru liðin fimm ár síðan leiðir þeirra lágu síðast saman. Það kom varla á óvart miðað við að hún starfaði í Sydney en hann í Róm, og líf þeirra, persónulegt eða faglegt, hafði aldrei skarast eins og það hafði gert einu sinni áður hér í New York á starfsnámsárum þeirra sem skurðlæknar. Ekki einn tölvupóstur. Ekki eitt símtal. Engin skilaboð. Ekkert. En hún þekkti hann ennþá nógu vel til að vita að ef hún segðist elska hann myndi það setja tafarlausan punkt við hvað svo sem var að fara að gerast bakvið þessar hótelherbergisdyr. Og guð hjálpi henni, hún vildi fara inn í þetta herbergi. Hún vildi hann. Hann renndi fingurgómunum eftir beru viðbeini hennar. Hún þurfti ekki meira til að gefa frá sér lága stunu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Dýrahvíslarinn
–Líkamshiti, öndun... hvoru tveggja fullkomið. Þetta eru einmitt fréttirnar sem við vildum þennan morguninn, litli minn. Jodie Everleigh setti fjórleggjaða sjúklinginn þeirra eins beinan og hún gat á borðið fyrir framan sig. Marlow var mikið meira á iði en hann hafði verið þegar eigandinn kom með hann í gær, sem var góðs viti. Vesalings litli labradorhvolpurinn hafði verið á West Bow dýraspítalanum yfir nótt með vökva í æð, vegna óútskýrðra uppkasta á eldhúsgólf eiganda síns fyrir fjórum dögum síðan. –Hann er líka loksins farinn að borða vel, sagði Aileen starfsfélagi hennar, þar sem hún mjakaði sér inn á skoðunarstofuna með tvo kaffibolla. Jodie tók við koffínskammtinum sínum, svart kaffi eins og vanalega, og fylgdist með Aileen ýfa mjúkan og gylltan feld hvolpsins við eyru hans, hvatti hann til að reyna að sleikja andlitið á sér frá borðinu. –Var ég búin að segja þér hversu þakklát ég er fyrir að þú ert jafn góð í að vita hvenær ég þarf kaffi eins og þú ert með dýrin? sagði Jodie við hana, leit út um gluggann og tók eftir að það var aftur farið að rigna á gráleit stræti Edinborgar. Aileen gaf henni báða þumla upp vegna hvolpsins og Jodie brosti, bældi niður geispa. Þær höfðu byggt þennan spítala upp saman frá grunni og starfsfólkið þeirra var orðið hennar önnur fjölskylda
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Geðshræring
Lykt af steikarböku og endurtekin skothríð frá vélbyssu gekk ekki upp í huga Ruby Day þar sem hún barðist við að lyfta þungum augnlokum sínum. Langur aksturinn frá Cambridge til Dorset kvöldið áður hafði gert hana úrvinda og hún þráði ekkert annað en að ná meiri svefni til að bæta upp fyrir þessa tuttugu og fjóra tíma. Hún furðaði sig á heita andardrættinum sem blés á grunsamlega vota kinn hennar og náði rétt svo að fókusa á hrjótandi gráa írska úlfhundinn sem teygði úr sér við hlið hennar og tók góðan hluta af rúmi sem var þegar í minni kantinum. Slefblaut bleik tunga hékk út úr munni hans einungis örfáum sentimetrum frá nefi hennar. –Hundur, muldraði hún lágt. –Hvenær ætlarðu að sætta þig við að þetta er mitt rúm, ekki þitt? Ég eyddi formúu í rúmið þitt, það minnsta sem þú getur gert er að sofa öðru hverju á því. Hún þurrkaði sér um kinnina, gretti sig þegar hundaslef bleytti á henni fingurgómana. Yndislegt. Einmitt það sem allar stelpur langaði í... hundaslef sem andlitskrem. Eins og það væri ekki nóg að vakna við andardrátt sem lyktaði eins og kjöt. Hún settist upp og teygði sig eftir bláa náttsloppnum sem lá yfir rúmið til fóta og hrökk upp þegar hjólhýsið nötraði af háværum barsmíðum. Tja, það útskýrði undarlega vélbyssuhljóðið í draumi hennar. Ekki tortímingarvopn heldur einhver að banka af mikilli óþolinmæði á dyrnar á heimili hennar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Óvæntur glaðningur
Amanda Longstreet dró stóru ferðatöskuna sína á eftir sér þar sem hún gekk út úr flugstöðvarbyggingunni í Sidney, Ástralíu. Heitt loftið sem snerti hörund hennar lét vetrarveðrið í Atlanta, Georgíu að baki henni. Hún naut þess að ferðast en hafði aldrei farið þetta langt. Tuttugu og tveir klukkutímar í þröngu sæti með ókunnuga á hvorri hlið hafði ekki verið jafn skemmtilegt og hún hafði séð fyrir sér, en samt óx spennan við að koma til Sidney innra með henni. Hún treysti á að áfangastaðurinn bætti upp fyrir óþægindi flugsins. Piedmont mæðra- og barnamiðstöðin, þar sem hún vann í Atlanta, hefði sennilega greitt fyrir miða á fyrsta farrými fyrir hana, en hún var of skynsöm til að spyrja. Hún vildi mikið frekar sjá peningunum varið í að hjálpa pari sem þráði barn. Hún gekk yfir götuna og hafði í huga að í þessu landi var ekið hinum megin á götunni. Sumt fólk kallaði það vitlausa hlið, en það var í raun og veru ekki þannig, það var bara öðruvísi. Hún kom auga á skiltið fyrir bílana sem voru að sækja farþega og stóð undir því, beið eftir að bíllinn kæmi. Hún leit yfir svæðið og ræskti sig. Doktor Kirri West hafði sagt henni að Sidney væri stórkostleg borg. Enn sem komið var leit þetta út eins og hver annar stór flugvöllur. Flugþreytan hafði vafalaust áhrif á viðhörf Amöndu. Eftir nokkra daga, og tækifæri til að skoða sig um, myndi hún áreiðanlega verða sammála skoðun Kirri. Á þessarri stundu vildi hún ekkert frekar en að komast í íbúðina sína, heimilið næstu sex vikurnar, og skríða upp í rúm. Samt kraumaði spennan innra með henni. Hún gerði ráð fyrir að skoða borgina, en bara eftir að hafa fengið einhverja hvíld og byrjað að vinna á læknastofunni. Reynslan sem hún fengi við að vinna á Harborside frjósemis- og nýburamiðstöðinni var jú ástæðan fyrir því að hún hafði komið hingað.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hugarangur
Kirri leit upp eftir háa skýjakljúfnum og ljómaði. Ótrúlegt. Nýi vinnustaðurinn hennar næstu sex vikurnar var hreint út sagt stórkostlegur. Nýsköpunarmiðstöð lækna uppfyllti allar vonir hennar, að minnsta kosti utan frá. Hún var gríðarhár minnisvarði um frumkvöðlastarf í læknavísindum. Kannski sæju læknarnir þarna það sem bróðir hennar kom ekki auga á. Draumar gátu rætst ef fólk lagði nógu hart að sér. Engu skipti þótt það rigndi eins og hellt væri úr fötu og hún liti út eins og drukknandi rotta? Hún var ekki komin til að ganga í augun á fólki, heldur koma heilanum í gang. Hún var komin til Atlanta í Georgíu! Vorið var rakt og hlýtt, gjörólíkt því sem tiðkaðist í Sydney í Ástralíu, þar sem fólk velti því fyrir sér á þessum árstíma hvort það ætti að hita upp húsin sín eða ekki. Ef allt færi samkvæmt áætlun myndu rannsóknir hennar blómstra um leið og ferskjurnar í Georgíuríki. Hún andaði að sér Georgíuloftinu. Það var gjörólíkt saltri golunni heima. Það var blómailmur af því. Jasmína? Geitatoppur? Hún hafði sex vikur til að komast að því. Ef hún kæmist þá nokkurn tíma út úr rannsóknarstofunni. Þar voru víst saman komnir miklir spekingar og sennilega þyrfti að draga hana út þegar rannsóknarskiptináminu lyki
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Spegilmynd
–Nei. Þú mátt ekki gera það. Lachlan McKendry laut höfði og tók fyrir augun. –Ég er hrædd um að mælirinn sé fullur, drengur minn. Ég held að ég þoli bara ekki meira. –En þú hefur verið á heimilinu frá því að ég man eftir mér, sagði Lachlan og neri á sér gagnaugun. –Það hrynur allt ef þú ferð. –Það er allt hrunið nú þegar. Mamma þín var rétt í þessu að reka hjúkrunarfræðinginn. Enn og aftur. Þá eru þrír farnir á árinu. Hún rekur konurnar ekki einu sinni almennilega. Þær fara bara vegna þess að hún er svo hræðilega leiðinleg við þær. Hún er vonlaus. Hún sagði þessari síðustu að hún væri fábjáni. Heimskari en lög leyfðu. Og að það væri ekki að undra þótt hún þyrfti að vinna í einkageiranum þar sem enginn karlmaður myndi líta við konu sem væri eins og úlfaldi í framan. Vesalings stelpan var hágrátandi þegar hún fór í morgun. –Það get ég ímyndað þér. En við megum ekki við því að missa þig líka, frú Tillman. Vertu svo væn. Lachlan var orðinn verulega taugaspenntur. Ef hin trygga ráðskona fjölskyldunnar færi sína leið gæti hann ekki lengur búið og starfað í New York. Nú var hann staddur í Lundúnum, ekki ýkja fjarri Cotswoldhæðum og stóra, gamla
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hjartamál
Og þó. Var herbergið mannlaust?
Josh kom auga á litla, bera fætur við stóran, bleikan grjónapoka. Svo sá hann enn minni lófa með hálfkreppta fingur eins og barnið væri sofandi.
Eða meðvitundarlaust?
Josh bölvaði í hljóði og vatt sér óðara inn í bjarta og litríka herbergið. Hann sá þegar að telpan var ekki sjúklingur á deildinni. Hún var ekki með plastband um úlnliðinn og hvorki í inniskóm né náttfötum. Skórnir voru fagurbleikir og kjóllinn dökkblár.
Varirnar voru bláar líka.
Josh kraup hjá telpunni og kannaði hvort einhver aðskotahlutur væri í öndunarvegi hennar um leið og hann þreifaði eftir púlsi. Samtímis reyndi hann að komast að því hvort hún andaði.
Svo reyndist ekki vera.
Josh hafði ekki hugmynd um það hversu lengi telpan hafði legið þarna rænulaus. Hún andaði ekki, en púlsinn var þó greinilegur þannig að það var ekki um seinan að bjarga lífi hennar. Ekki gafst tími til að leita að búnaði eins og súrefnisgrímu eða stuðtæki. Aðeins var eitt til ráða og Josh hikaði ekki eitt andartak.
Hann kleip um nefið á stúlkunni og hóf blásturinn.
Blástursaðferðin bar engan árangur. Hann vissi að hann yrði að kalla eftir aðstoð
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Óvænt barn
Hæ, þú.
Jæja, hérna er hún. Mín hinsta ósk. Mér þykir leitt að biðja þig um að gera þetta, en ég hef virkilega engan annan. Þú ert sú eina sem ég treysti og þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig.
Ég verð að biðja þig um þetta. Í þetta sinn er það fyrir Tori og þá getur þú ekki sagt nei!
Ég sagði föður hennar aldrei neitt. Þú veist af hverju, og að það var hið rétta að gera á þeim tíma, en þegar ég nálgast
brottfarastundina get ég ekki annað en hugsað um elsku litlu stúlkuna mína, sem á engan ættingja í öllum heiminum. Ég hef
verið þar. Ég hef upplifað það. Og það er einmanalegur staður að vera á. Hún mun eiga þig að, guðmóður sína, en... hún á föður þarna úti og hann gæti verið stórkostlegur!
Ég legg þetta því á þig. Finndu hann. Hann heitir Cole Branagh og er læknir. Heimilislæknir. Ef hann er læknir hlýtur honum að vera annt um fólk, ekki rétt? Ég vona að hann hafi gott hjartalag. Ég vona að hann geti verið allt sem hún þarfnast.
Ég vil að þú finnir hann, og ef þú heldur að hann sé góður maður láttu hann þá vita af Tori.
Ég þarfnast þess að þú finnir pabba hennar.
Ég veit að þú munt taka réttar ákvarðanir.
Kærar ástarkveðjur til þín, alltaf og að eilífu,
Skye xxxEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ný byrjun
Mamma hins fimm ára gamla Eleazar Rohal kraup fyrir framan hann og tók um axlir hans. Hann gat ekki munað það sem hún sagði, en hann gat munað nákvæmlega það augnablik þegar veröld hans breyttist að eilífu. Augu hans skynjuðu alvarlegu mennina sem stóðu við sitt hvora hlið hennar, menn með svip sem hræddu hann, og það hvernig munnur mömmu hans skalf þegar hún sagðist þurfa að fara burt um tíma.
Hann leit til hliðar þar sem Maddie frænka stóð í dyragættinni og fylgdist með, tárin runnu niður andlit hennar. Þegar mamma hans stóð loksins upp kinkaði hún kolli til Maddie, sem gekk að honum og tók í hönd hans. Ellis hristi sig lausan, reyndi frekar að komast nær mömmu sinni. En hún tók skref til baka, nóg til að vera utan seilingar.
Hann stoppaði. –Mamma?
–Vertu góður, Ellis. Mundu að mamma elskar þig. Núna og alltaf.
En hún gerði það ekki, þá hefði hún verið um kyrrt hjá honum.
Fimm ár liðu. Síðan tíu. Og þó Maddie væri góð og ástrík, hafði Ellis aldrei verið fær um að þurrka út sársaukann við
skyndilega brottför móður hans, eða óttann um að Maddie yrði líka tekin burt af fólki sem hann þekkti ekki. Maddie hafði forðast spurningar hans um það hvort mamma hans væri í fangelsi eða hefði verið rænt, og endurtók einfaldlega orðin sem hún hafði sagt ótal sinnum áður... Mamma varð að fara burt en hún myndi aldrei hætta að elska hann.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Einhleypi pabbinn
Sarah Henderson skoðaði tölvuútprentið fyrir framan hana.
Henni líkaði ekki hvernig niðurstöður rannsóknarinnar á hinni tíu ára gömlu Lindsey litu út. Hjá barni sem var með hjartagalla fyrir hafði það sem byrjaði sem kvef fljótlega snúist upp í öndunarfærasýkingu. Henni virtist hraka dag frá degi þrátt fyrir að vera gefin sýklalyf í æð.
–Þarna ertu, þrumaði djúp rödd doktor Benton fyrir aftan hana.
Henni brá, þegar hún sneri sér við sá hún eldri manninn standa við hlið annars hærri og mun yngri manns í hvítum slopp.
–Sarah, mig langar að kynna þig fyrir doktor David Wright.
Hann er að hefja störf með okkur hérna á deildinni í þessari viku.
Sarah stóð upp og rétti fram hendina. Þegar nýi læknirinn tók í hana leit hún í gullfalleg augu sem voru í óvanalegum lit, blöndu af grænu og gráu, og hún var slegin af déjà vu þegar hún sá dökkbrúnt hárið og sterklega hökuna sem fylgdu þeim. Hún var viss um að hún hefði séð þetta andlit áður, en hvar?
–Er allt í lagi með þig? spurði hlýleg, umhyggjusöm rödd.
Rödd sem hún gat svarið að hún hefði heyrt áður. Var þaðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.