Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Föðurbróðirinn
Jafnt og þétt óx efi Finns um að hann væri að gera rétt og á endanum fékk hann snert af höfuðverk. Ýmis siðferðisleg vafamál fylgdu áætlun hans, enda þótt það hefði verið auðvelt að bægja þeim frá sér þegar hann fékk þessa fáránlegu flugu í höfuðið. Ef til vill var líf hans í þann veginn að gjörbreytast.
–Eruð þið orðnar svangar? spurði hann og leit aftur í.
–Ég á epli, flögur og rúsínur. Ykkur þykja rúsínur góðar, er það ekki?
–Nei.
–Eruð þið þyrstar?
–Nei.
–Það er farið að kólna, ekki satt?
Finn vissi að hann var að tapa baráttunni en varð að halda áfram að tala. Hann varð að láta sem allt væri með
felldu, enda þótt ekkert gæti verið fjær sanni.
Hann var heldur ekki svangur. Það hafði reynst þrautin þyngri að innbyrða hálfa samloku þegar þau gerðu hádegishlé á ferðalagi sínu. Honum hafði næstum því orðið ómótt.
–Sjáið þessi stóru, svörtu ský þarna uppi, sagði hann og reyndi að sýnast glaðlegur. –Er ykkur nógu hlýtt, stelpur?
Hann leit aftur í spegilinn. Fjögur stór, brún augu störðu á hann. Hvernig gátu þriggja ára börn verið svona tortryggin á svipinn? Kannski væri telpurnar bara varkárar.
Hann láði þeim það ekki.
Hann reyndi einu sinni enn. –Ellie? Emma? Viljið þið að ég stansi og finni yfirhafnirnar ykkar? Þessar bleiku og fallegu?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Heimilislæknirinn
–En það hljóta að vera aðrar stöður sem þú getur sótt um. Einhvers staðar lengra í burtu, eins og Glencoe eða Fort William?
Kannski. En núna bjuggu þær hérna. Í Gilloch. Og hún vildi ekki vera svo fjarri ættingjum sínum. Ekki lengur. Grace stækkaði ört og hún vildi ekki að amma hennar missti af uppvexti hennar. Það var einfaldlega ekki í boði að eyða mörgum tímum í að ferðast á milli staða á degi hverjum.
Það hafði verið dásamlegt að búa í Cornwall, en það var liðin tíð. Hún hafði snúið aftur heim þremur árum eftir að Ashley lést.
Aftur á heimaslóðir. Og það hafði verið rétt ákvörðun, að koma heim.
–Þetta starf, hérna í þorpinu, það er þvílíkur happafengur! Ég á eftir að geta farið heim hvenær sem ég þarf. Til dæmis ef
neyðartilvik kæmi upp.
Ósjálfrátt fann hún enn einu sinni fyrir sektarkennd þegar hún hugsaði til þess þegar Ashley lést. Vikum saman hafði hún setið við rúmstokkinn og haldið honum félagsskap, haldið í höndina á honum, lesið fyrir hann, þangað til að dag einn sem hún var kölluð til vinnu. Neyðartilvik hafði komið upp þegar lest hafði farið út af sporunum og það hafði vantað mannskap.
Og Ashley hafði dáið einn. Hún hafði fengið símtalið í vinnunni, frá nágranna sem var með lykil og hafði lofað að líta til með honum. Henni hafði ekki tekist að komast heim í tæka tíð, hafði verið föst í endalausum umferðarhnútum, tafin af umferðarljósum og ökumönnum sem virtust ekki vita hvaða fótstig var bensíngjöf.
Hana hafði bara langað að komast til baka til Grace, sækja hana úr barnagæslu og halda henni þétt upp að sér áður en húnEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Norðurljós
Hún vildi hvorki sjá hann né hugsa um hann.
Hún hefði átt að fara fyrir löngu, en vildi ekki láta hamingju Thomasar flæma sig úr vinnunni. Sannleikurinn var hins vegar sá að ef hún færi ekki burt myndi hann alltaf halda henni í einhvers konar heljargreipum.
Thomas hafði verið leiðbeinandi hennar þegar hún var aðstoðarlæknir. Hann hafði verið til staðar þegar pabbi hennar dó. Hann hafði kennt henni allt sem hún kunni. Og hún hafði haldið að hann elskaði hana.
Svo hafði hún komist að því að hann var í tygjum við aðra konu. Betty hafði slitið sambandinu, en Thomas áfram verið yfirmaður hennar, líka á skurðstofunni. Hún hafði verið föst í vítahring. Hjartað í henni var kramið, pabbi hennar farinn yfir móðuna miklu og hún illa haldin af efasemdum um sjálfa sig.
Thomas hafði notfært sér hana.
Hún var bjálfi.
Nú leit hún í kringum sig á flugvellinum og velti því fyrir sér hvort hún hefði verið asni að segja upp stöðu sinni hjá einum virtasta spítala á austurströnd Bandaríkjanna og halda til Reykjavíkur.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sonurinn
Hann var seinn.
Finn Baird var aldrei seinn fyrir. Ekki lengur. Nú orðið gaf hann sér ætíð tíma til að keyra og finna bílastæði svo að hann
yrði kominn á læknastofuna í tæka tíð. Þá gat hann búið sig andlega undir daginn og komið sér í mjúkinn hjá yfirmanninum í leiðinni. Einnig hafði hann tíma til að laga á sér fótinn áður en hann byrjaði að vinna.
Hann hafði hvorki búist við því að það tæki svona langan tíma að koma fætinum í lag þennan dag né að það yrði svona
sárt.
Það var gremjulegt, vegna þess að hann var að flýta sér og því meir sem hann flýtti sér, þeim mun hægrara gekk allt fyrir
sig.
Í tvo mánuði hafði hann starfað sem sjúkraþjálfari á Barnaspítala heilagrar Margrétar, sem meðal heimamanna gekk
gjarnan undir nafninu Maggan, og lagt sig fram um að verða þekktur fyrir að hafa ævinlega nógan tíma fyrir sjúklingana
sína. Margir þeirra áttu við stærri vandamál að stríða en hann og flestir brostu meðan á meðferðinni stóð. Síendurteknar æfingar voru erfiðar og leiðigjarnar, en Finn reyndi sitt besta til að fá börnin til að hlæja meðan á þeim stóð. Hann reyndi að
telja þeim trú um að ef þau legðu sig fram gætu þau náð hvaða markmiði sem vera skyldi.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Barnið
–Elskaðu hana bara, sagði Emma Hayes við bestu vinkonu sína þegar þreytan eftir fæðinguna helltist yfir hana.
Hún vildi svo gjarnan sofna. En þegar hún vaknaði yrði hún að horfast í augu við þá staðreynd að hún hafði gengið með barnið fyrir Abbie og eignast það. Hennar faðmur yrði tómur.
Abbie horfði án afláts á dýrgripinn sem hún hélt á.
–Það geri ég nú þegar. Ég er algerlega heilluð. Og mér þykir ótrúlega vænt um þig líka.
Emma fékk tár í augun. Einu sinni enn. –Ég veit það.
Um það hafði hún aldrei efast. Kærleikurinn hafði verið ástæðan fyrir því að Emma hafði boðið fram aðstoð sína á
sínum tíma.
–Þetta hefði aldrei gerst ef okkur þætti ekki vænt hvorri um aðra, bætti hún við.
Abbie tyllti sér gætilega á rúmstokkinn og hallaði sér nær Emmu svo að hún sæi barnið betur.
–Ég get ekki lýst tilfinningum mínum, sagði hún. –Ég beið og vonaði svo lengi og nú er hún komin, bætti húnEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bráðaliðinn
Jólalög og klingjandi hljóð frá jólabjöllum smugu inn í höfuðið á Abbie Cook. Á eftir fylgdi hlátur. Nýburar voluðu, tebollum
var klingt og kaffiilmur barst um húsið.
Farðu burt, heimur.
Barnagráturinn stakkst í hjartað á henni eins og beittur hnífur og jók enn á sársaukann sem fyrir var. Hún neitaði að opna
augun og reyndi eftir megni að halda niðri því litla sem hún hafði borðað.
–Gleðileg jól, Abbie. Vaknaðu. Læknirinn fer á stofugang eftir augnablik. Þú gætir jafnvel fengið að fara heim. Viltu ekki
vera heima hjá þér á jóladag, vinan?
Þó að Abbie væri með lokuð augun fann hún tár renna niður kinnina. Hún sneri sér undan. Síst af öllu langaði hana til að fara heim í tóma húsið með tóman maga og kramið hjarta. Það var yndislegt að geta legið þarna í móki undir sænginni, ekki síst þennan dag.
Þetta voru þriðju jólin hennar án Michaels. Þau fyrstu höfðu verið þokukennd og einkennst af samúðarskeytum. Á öðrum
jólunum hafði hún þóst skemmta sér vel með fólki sem fannst að hún ætti ekki að vera ein, enda þótt hún þráði ekkert frekar en einveru. Og nú þetta. Enn eitt árið án skreytinga. Enn eitt árið var að líða án þess að hún hefði efnt loforðið sem hún gaf manninum sínum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Veikar varnir
Cordelia Greenway hallaði sér aftur í stólinn og reyndi að hunsa öran hjartsláttinn og svimann sem helltist yfir hana. Hún andaði djúpt og tók um hálsinn á sér, nuddaði hann létt og lokaði augunum um leið og hún beið eftir því að hreyfingin hefði áhrif.
Svitinn var farinn að leka á milli herðablaða hennar, sem var annað einkenni. Allt í kringum hana var fólk að spjalla saman;
enginn virtist hafa tekið eftir þessu litla „kasti“. Það var alveg eins og hún vildi hafa það. Hún þoldi ekki vesen. Hún þoldi ekki þegar athyglin beindist að henni.
Svo að hún var áfram þögul, nuddaði hálsinn áfram létt og reyndi að róa hjartsláttinn. Líklega hefði hún átt að líta á úrið til
að tímasetja þetta... en hún var svo vön að þurfa að takast á við þetta, svo vön að fela það að henni hafði ekki einu sinni dottið það í hug fyrr en núna. Hún hafði bara farið í sjálfvarnarham.
Með hinni höndinni lyfti hún upp hárinu í hnakkanum, þar sem það límdist við hálsinn. Úff. En þetta var loksins farið að
virka. Hún gat næstum því heyrt hvernig hægja tók á hjartslættinum. Guði sé lof. Nokkrum mínútum síðar dró hún djúpt að sér andann og hallaði höfðinu andartak fram á kalt skrifborðið. Þetta var betra.
Hún tosaði í bolinn sinn, svo að loft kæmist undir hann. Það fyrsta sem hún ætlaði að gera þegar hún kæmi aftur heim var að stíga undir sturtuna.
Hún heyrði hávaða til vinstra handar. Hún leit upp yfir skilrúmið. Nokkrir aðrir rannsakendur hermdu eftir henni, svo að þau litu út eins og fjölskylda af jarðköttum.
Helier prófessor gekk um gólf með símann sinn. Hljóðið hafði komið frá skrifstofu hans. Rödd hans var skræk. Hún hikaði ekkiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Þrekraun
Hún stundi með sjálfri sér. Alex hafði aðeins starfað á deildinni í nokkra mánuði. Hann var afar laginn við sjúklingana,
en félagfærni hans virtist hverfa um leið og hann þurfti að ræða við samstarfsfók sitt eða einhverja aðra um mál sem ekki snertu vinnuna. Hann fór aldrei með vinnufélögunum á krána, snæddi ævinlega hádegisverð einn síns liðs og þegar hann sat á kaffistofunni tók hann aldrei þátt í samræðum.
Hann var áreiðanlega enginn uppskafningur, en Dani taldi líka ólíklegt að hann væri feiminn. Af einhverjum ástæðum hélt hann sig til hlés. Dani samdi vel við alla en vissi ekki hvernig hún ætti að ná sambandi við Alex. Hann sat ásamt henni í skipulagsnefndinni fyrir jólaveislu deildarinnar og var án efa sá erfiðasti sem deildin hefði getað kosið til að gegna því hlutverki, en Dani yrði bara að gera gott úr öllu eftir föngum.
–Vildirðu tala við mig? spurði hann.
–Við þurfum að ræða um jólamálsverð deildarinnar. Ertu upptekinn í hádeginu í dag eða getum við talað um þetta
yfir samloku?
–Ég fer á fund í hádeginu, því miður.
Dani trúði honum ekki, en einhvern veginn urðu þau að skipuleggja jólamáltíðina. Ef hún gæfi Alex frest myndi hann að lokum neyðast til að velja dag. Og ef hann veldi annað af þeim tveimur kvöldum þegar hún var upptekin myndi hún breyta dagskránni sinni, enda vildi hún virkilega koma þessu frá.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sumarást
Hlaupið var Dani mikið hjartans mál. Með því var hún að afla fjár til að kaupa skanna fyrir nýbura á fæðingardeildinni.
–Kannski leyfa skipuleggjendurnir mér að hlaupa í staðinn fyrir þig, sagði Hayley.
Danielle góndi á hana. –Þér finnst hundleiðinlegt að hlaupa.
–Já, en málstaðurinn er góður. Mundu að við ætluðum báðar að vera jákvæðar í ár. Síðasta ár var hörmulegt fyrir okkur báðar.
Tilvera Hayley hafði hrunið fyrir rúmu ári þegar unnusti hennar, Ethan, beið bana við að reyna að bjarga fólki úr brennandi húsi. Leo, eiginmaður Danielle, hafði óvænt yfirgefið hana fyrir níu mánuðum. Þær stöllur höfðu stutt hvor aðra í gegnum hörmungarnar og fyrir mánuði, þegar bráðabirgðaskilnaður Danielle gekk í gegn og ár var liðið frá andláti Ethans, höfðu þær
ákveðið að segja já við öllum tækifærum sem þeim byðust.
Þær töldu að það myndi hjálpa þeim að halda sínu striki og lifa lífinu til fulls. Danielle sagði að besta hefndin fælist í því að hafa það gott og hún ætlaði ekki að eyða ævinni í að gráta mann sem elskaði hana ekki lengur.
–Við ákváðum að lifa sem best og grípa sérhvert tækifæri, sagði Hayley. –Þess vegna verðurðu að segja já viðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bestu vinir
–Ertu að gera hvað? Augu Mikes virtust vera að springa út úr höfðinu á honum. –Þú skalt ekki halda að ég ætli bara að sitja hérna og hlusta á meðan þú segir mér að þú sért að eignast barn með öðrum manni...
–Ég er ekki búin að skuldbinda mig til neins, greip Kitty fram í fyrir honum. Hún reyndi að eyða spennunni með því. Það
var óþolandi þegar hann missti stjórn á skapi sínu. –Ég er bara að íhuga það.
–Jæja, það er eins gott að þú hættir að íhuga það.
–Og þetta er ekki barn annars manns, bætti hún við. Hún vissi að hún ætti bara að þegja. Röksemdafærsla hennar myndi
eingöngu hella olíu á eldinn og gera hann enn reiðari en ef þau ætluðu að ræða þetta vildi hún fá tækifæri til að standa fyrir
máli sínu áður en það stigmagnaðist í rifrildi.
–Er þetta barnið mitt?
–Nei, það yrði barnið hans Cams.
–Og það er annar maður. Ef þú ætlar að eignast börn skaltu fjandinn hafi það eignast þau með mér.
Kitty fannst afar ólíklegt að hún myndi vilja eignast börn með Mike, miðað við núverandi viðhorf hans, en hún hélt þeirri hugsun fyrir sjálfa sig. –En tæknilega séð verður það ekki heldur barnið mitt, útskýrði hún. –Ég myndi bara vera staðgöngumóðirin. Það yrði barnið þeirra Jess og Camerons.
–Hvers vegna í ósköpunum myndi þig langa til að ganga með barn fyrir einhvern annan?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.