Sjúkrasögur

Geðshræring
Geðshræring

Geðshræring

Published Nóvember 2021
Vörunúmer 404
Höfundur Shelley Rivers
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Lykt af steikarböku og endurtekin skothríð frá vélbyssu gekk ekki upp í huga Ruby Day þar sem hún barðist við að lyfta þungum augnlokum sínum. Langur aksturinn frá Cambridge til Dorset kvöldið áður hafði gert hana úrvinda og hún þráði ekkert annað en að ná meiri svefni til að bæta upp fyrir þessa tuttugu og fjóra tíma. Hún furðaði sig á heita andardrættinum sem blés á grunsamlega vota kinn hennar og náði rétt svo að fókusa á hrjótandi gráa írska úlfhundinn sem teygði úr sér við hlið hennar og tók góðan hluta af rúmi sem var þegar í minni kantinum. Slefblaut bleik tunga hékk út úr munni hans einungis örfáum sentimetrum frá nefi hennar. –Hundur, muldraði hún lágt. –Hvenær ætlarðu að sætta þig við að þetta er mitt rúm, ekki þitt? Ég eyddi formúu í rúmið þitt, það minnsta sem þú getur gert er að sofa öðru hverju á því. Hún þurrkaði sér um kinnina, gretti sig þegar hundaslef bleytti á henni fingurgómana. Yndislegt. Einmitt það sem allar stelpur langaði í... hundaslef sem andlitskrem. Eins og það væri ekki nóg að vakna við andardrátt sem lyktaði eins og kjöt. Hún settist upp og teygði sig eftir bláa náttsloppnum sem lá yfir rúmið til fóta og hrökk upp þegar hjólhýsið nötraði af háværum barsmíðum. Tja, það útskýrði undarlega vélbyssuhljóðið í draumi hennar. Ekki tortímingarvopn heldur einhver að banka af mikilli óþolinmæði á dyrnar á heimili hennar

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is