Charlotte Reacher vissi hvað það var að vera ein. Að eiga hvorki heimili né fjölskyldu. Að enginn kærði sig um hana. Að enginn elskaði hana. Þessi einmanaleiki hafði orðið henni hvatning til að hefja listkennslu fyrir táningsstúlkur í Tumbleweed í Texas. Þær fjórar sem nú voru hjá henni voru allar fósturbörn sem þörfnuðust hughreystingar og væntumþykju. Hún gekk brosandi um vinnustofuna þar sem stúlkurnar sátu á bak við strigana sem voru óðum að breytast er þær máluðu á þá. Fyrst þegar þær komu á vinnustofuna, fyrir einum og hálfum mánuði, höfðu þær málað gráar og dapurlegar myndir sem sýndu örvæntinguna í lífi þeirra. Það voru ekki allar stúlkur með bikinívöxt, þær höfðu ekki allar áhuga á andlitsfarða, tískublöðum og klappstýrum. Og þær áttu ekki allar foreldra sem höfðu efni á að láta laga galla þeirra. Þær sjálfsöruggu kunnu að blanda geði við fólk, eignast vini og tjá skoðanir sínar, á meðan aðrar vesluðust upp á sálinni, drógu sig í hlé og þjáðust af litlu sjálfstrausti. Grimmir bekkjarfélagar gerðu illt verra með stríðni og fantaskap, svo að stúlkurnar urðu sífellt minni í sér með hverju hnjóðsyrðinu sem þær fengu að heyra. Þannig hafði þetta verið hjá Charlotte sjálfri þegar hún var að alast upp í kerfinu. Fæðingarblettur hafði kallað á
Jax Clayborn hlammaði sér á trébekkinn á skíðahótelinu og tók af sér lambhúshettuna. Á meðan hann fór úr skónum kom hann símanum fyrir á öxlinni á sér. –Segðu frá. –Tilkynningin barst frá Gallatinsýslu fyrir tuttugu mínútum. Karlmaður á sextugsaldri var einn á ferð á fjallahjólinu sínu þegar á hann var ráðist. Rödd Fenways, læknis í grunnbúðunum, var alvarleg og þung. –Eruð þið viss um að þetta hafi verið grábjörn? spurði Jax og fleygði skónum, jakkanum og húfunni inn í skápinn. –Það er bara nóvember. Þeir eiga að liggja í dvala núna. –Eitthvað hlýtur að hafa lokkað hann út. Mike fann fórnarlambið í vegkantinum. –Hvað var hann stór? Jax þekkti Mike, sem var landvörður og lögregluþjónn. Þeir fóru stundum saman á skíði. Hann þekkti hvern einasta heimamann í litla bænum í Montana og næsta nágrenni. –Björninn? Náunginn sagði að hann hefði verið næstum þriggja metra hár. Litlu munaði að hann rifi af honum handlegginn með hramminum. Ég veit að þú þarft að fara á flugvöllinn, en ég vildi segja þér þetta áður. Jax læsti gamla skápnum sínum og skundaði að dyrunum. Hann var orðinn of seinn á flugvöllinn. En flugvélar lentu svo sem aldrei á tilsettum tíma á þessum slóðum. Hann hugsaði um grábjörninn á meðan hann fór niður hlíðina í stólalyftunni. Svalt vetrarloftið hafði hreinsað lungun í honum þennan morgun. Aldrei þessu vant átti hann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Manning fjölskyldan gekk út úr gjafavöruversluninni, þau voru í fylgd sex öryggisvarða, þeirra á meðal voru þeir Randy Faulk og Jack Thompson. Þeir höfðu verið samstarfsmenn Bishop þegar hann vann hjá leyniþjónustunni fyrir löngu. Með þeim voru þrír núverandi samstarfsmenn Bishop úr röðum Riddara réttvísinnar. Riddararnir höfðu verið ráðnir til að styðja við leyniþjónustuna á meðan á heimsókn þessa mikilvæga fólks til bæjar þeirra stóð. Honum var tilkynnt í gegnum heyrnatækin að búið væri að ná grunsamlega aðilanum og verið væri að yfirheyra hann. Það þýddi samt ekki að fyrrverandi forsetinn væri óhultur, miðað við slæmu tilfinninguna sem Bishop var með í maganum. Hann fylgdist með hinum grunsamlega aðilanum. Sá var ekki nálægt Manning og var ekki á leið í áttina að honum en Bishop var samt ekki rólegur. Það var eitthvað ógnvænlegt í loftinu. Bishop jók hraðann og skokkaði létt til þess að hafa í við þann grunsamlega. Maðurinn var kominn á svæðið sem var lengst frá forsetanum, þar sem minnsta öryggisgæslan var. –Svæði fimm, sagði hann í samskiptatækið. –Hver er að vakta það svæði? Það átti að vera að minnsta kosti einn að vakta það svæði en það svaraði honum enginn. Maðurinn gekk upp smá hæð og hvarf inn á milli tveggja verslana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Rannsóknarlögregluþjónninn Adam Santiago fór aldrei í grímubúning. Stundum þurfti hann reyndar að fara í dulargervi þegar hann var í leynilegri eftirlitsaðgerð, en það taldist varla með. Nú var hann hins vegar kominn á fjáröflunarsamkomu fyrir góðgerðarsamtök, klæddur eins og Zorró. Náunginn í búningaversluninni hafði reynt að fá hann til að kaupa skylmingasverð, en Adam hafði hafnað því þó að sverðið væri vitaskuld ekki ekta. Búningurinn var nógu hallærislegur. Hann bjóst ekki við að þurfa á leikmunum að halda til að flækja málin. Hann hafði að sjálfsögðu keypt svörtu augnagrímuna, sem lá í farþegasætinu. Ef hann væri ekki með augnaumbúnað Zorrós myndi fólk kannski halda að hann hefði bara gleymt að strauja skyrtuna sína. Eða að hann væri nautabani. Margir yrðu hissa að sjá hann þarna, enda var hann mun hrifnari af minni samkvæmum, til dæmis nokkrum ölglösum með vinunum á uppáhaldskránni sinni. Ekki var verra að eiga rómantískt stefnumót að kvöldlagi sem endaði með morgunverði. En samkvæmi kvöldsins var undantekning frá reglunni. Adam hafði meira að segja greitt hundraði dali til þess að koma til þessarar kvöldstundar, sem myndi koma sér vel fyrir tvö eftirlætis góðgerðarsamtök hans í Brightondal, búgarðinn Ruggustólinn og barnaheimilið Krakkabæ. Þegar hann frétti af því að til stæði að halda fjáröflunarsamkomuna ákvað hann að gefa væna fúlgu til málstaðarins og segja fólkinu sem fyrir samkomunni stóð að hann þyrfti því miður að vinna
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Winchester, Tennessee Þriðjudagur 19. október kl. 8:30 Þrítug. Þrítug! Það hljómaði eins og hún væri gömul. Hún leit ellilega út. Naomi Honea starði á spegilmynd sína og gretti sig þegar hún sá að hún var að fá hrukkur við augnkrókana. –Of mikið í sólinni án þess að vera með hatt, tautaði hún. Hún vissi betur. Þetta var bölvun ljósa húðlitarins. Það var rétt en hún gat lítið gert annað en verið úti. Hún var orðinn bóndi, eftir allt saman, eins og pabbi hennar. Hafði verið það undanfarið ár. Hún tók úfið rautt hárið saman í tagl. Hún var líka með sigg í lófunum eins og hann. Naomi horfði rannsakandi í bláu augun sem hún hafði fengið frá mömmu sinni. Augun, hárið og fölu freknóttu húðina hafði hún fengið í arf frá konu sem kenndi henni að vera sterk og þrjósk og fullkomlega sjálfstæð. Hún andvarpaði og sneri sér frá speglinum. Í dag átti hún afmæli. Þetta var fyrsti afmælisdagurinn sem hún hafði eytt algerlega ein. Þetta var málið með að vera einbirni. Þegar foreldrarnir voru látnir var enginn eftir. Tja, reyndar var Donnie, móðurbróðir hennar á lífi en hann var ekki beinlínis þekktur fyrir að halda sambandi. Hann var sjötugur og leit á sig sem kvennagull. Hún gat
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Án bókanna hefði stofan verið dálítið kuldaleg ásýndum. Þar voru nefnilega engin listaverk. Kannski var þetta leiguhúsnæði. Þá vildi konan kannski síður bora í veggina. En á arinhillunni hefði hann átt von á að sjá innrammaðar myndir eða einhverja skrautmuni. Hann hristi höfuðið og gekk að eldhúsdyrunum. Þar nam hann staðar, virti líkið fyrir sér og litaðist um. Ekkert benti til þess að átök hefðu átt sér stað. Líklega hafði fórnarlambið staðið í eldhúsinu, heyrt eitthvað og ætlað að snúa sér við en þá fengið mikið högg á höfuðið. Konan hafði látist samstundis og hnigið niður. Hann settist á hækjur sér hjá líkinu og tók þá eftir óhreinindabletti á hvítu blússunni. Hann stakk í stúf við klæðnaðinn. Þetta var áreiðanlega vinnufatnaður hvítflibbakonu. Hún var í aðskorinni blússu, jakka, svörtu pilsi, háhælaskóm og sokkabuxum. Gljáandi svört handtaska lá á eldhúsborðinu og við hlið hennar farsími. Hafði morðinginn sparkað í konuna að verki loknu? Hann setti á sig einnota hanska í hvelli, opnaði handtöskuna gætilega og tók þaðan seðlaveski. Þar blasti við honum ökuskírteini í glærum plastvasa. Ljósmyndin virtist vera af hinni látnu. Seth skoðaði skírteinið vandlega. Konan hét Andrea Sloan, var dökkhærð með brún augu, í meðallagi há, þrjátíu og sex ára gömul og vildi gefa líffæri að sér látinni. Það var einum of seint í rassinn gripið. Hann setti veskið aftur í töskuna og virti fyrir sér andlit konunnar. Af hverju hafði Andrea Sloan verið myrt? Og af hverju þarna, heima hjá annarri konu? Höfðu þær ef til vill þekkst? Var þetta vinkona eða systir húsráðandans sem hafði komið að henni látinni?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Haltu ró þinni. Jax Diallo endurtók þessi sömu orð aftur og aftur í huganum líkt og hann gerði jafnan þegar hann nálgaðist vettvang þar sem voðaverk höfðu verið framin. Aðkoma að vettvangi slíks var svo sannarlega ekki fyrir viðkvæma og sem sérfræðingur Alríkislögreglunnar í málefnum þolenda var algjört lykilatriði að hann héldi ró sinni og yfirvegun. Bifreið Alríkislögreglunnar var stöðvuð og Jax lygndi aftur augunum í skamma stund til að safna kröftum... búa sig undir það andlega að horfast í augu við afleiðingar sprengjuárásar. ‒Drífum okkur! sagði einn ferðafélaga hans og stökk út úr bifreiðinni. Þrír félagar þeirra við rannsóknadeild Alríkislögreglunnar drifu sig út úr bílnum og Jax sömuleiðis. Napur vorvindur Alaska mætti þeim um leið og dyrnar opnuðust en þögnin var þó það fyrsta sem Jax Diallo skynjaði. Fuglar og dýr höfðu greinilega látið sig hverfa. Lamandi þögnin var annað slagið rofin af snökthljóðum sem Jax gerði ráð fyrir að bærust frá fórnarlömbum sprengjuárásarinnar sem enn voru á svæðinu eða fjölskyldumeðlimum þeirra. Hugsanlega einnig frá neyðarliðum eða lögreglufulltrúum sem líkast til höfðu aldrei áður upplifað nokkuð í ætt við þær hörmungar sem þeir höfðu mætt hér. Í fjarska heyrðist sími hringja, þagna síðan eftir nokkra stund og hefja síðan aftur að hringja. Ekki var ólíklegt að þetta væri vinur eða fjölskyldumeðlimur í leit að ástvini sínum... í örvæntingarfullri von um að viðkomandi svaraði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók