Charlotte Reacher vissi hvað það var að vera ein. Að eiga hvorki heimili né fjölskyldu. Að enginn kærði sig um hana. Að enginn elskaði hana. Þessi einmanaleiki hafði orðið henni hvatning til að hefja listkennslu fyrir táningsstúlkur í Tumbleweed í Texas. Þær fjórar sem nú voru hjá henni voru allar fósturbörn sem þörfnuðust hughreystingar og væntumþykju. Hún gekk brosandi um vinnustofuna þar sem stúlkurnar sátu á bak við strigana sem voru óðum að breytast er þær máluðu á þá. Fyrst þegar þær komu á vinnustofuna, fyrir einum og hálfum mánuði, höfðu þær málað gráar og dapurlegar myndir sem sýndu örvæntinguna í lífi þeirra. Það voru ekki allar stúlkur með bikinívöxt, þær höfðu ekki allar áhuga á andlitsfarða, tískublöðum og klappstýrum. Og þær áttu ekki allar foreldra sem höfðu efni á að láta laga galla þeirra. Þær sjálfsöruggu kunnu að blanda geði við fólk, eignast vini og tjá skoðanir sínar, á meðan aðrar vesluðust upp á sálinni, drógu sig í hlé og þjáðust af litlu sjálfstrausti. Grimmir bekkjarfélagar gerðu illt verra með stríðni og fantaskap, svo að stúlkurnar urðu sífellt minni í sér með hverju hnjóðsyrðinu sem þær fengu að heyra. Þannig hafði þetta verið hjá Charlotte sjálfri þegar hún var að alast upp í kerfinu. Fæðingarblettur hafði kallað á
Þegar Eliana kom niður á hótelbarinn hafði hún ekki ætlað sér að kynnast neinum. Allra síst fjallmyndarlega manninum sem sat á þarnæsta barstól. Hún hafði verið að fylgjast með knattspyrnuleiknum og ekki tekið eftir því að hann settist þar fyrr en hann fór að tala um nýjan framkvæmdastjóra annars liðsins. Það kom henni í opna skjöldu. Yfirleitt gerðu karlmenn ráð fyrir því að hún vissi ekkert um íþróttina. Við fyrstu sýn virtist hann vera ósköp venjulegur, vel klæddur kaupsýslumaður að slaka á eftir langan vinnudag. En því lengur sem hún virti hann fyrir sér, þeim mun meiri fiðringur fór um hana. Maðurinn var hreint einstaklega myndarlegur. Jakkafötin voru sérsaumuð og fóru honum svo vel að það var eins og hann hefði fæðst í þeim. Efnið var svart og hafði á sér þann blæ að maður án mikils sjálfsöryggis hefði tæpast notið sín í þeim. En þessi náungi bjó yfir þögulli en magnaðri ánægju með lífið og tilveruna. Það eina sem stakk í stúf var svarta hárið, sem náði niður á herðar. Hann hafði strokið því kæruleysislega frá augunum á sér. Eliana langaði til að stinga fingrunum á kaf í hárið og draga hann til sín. Fantasían réðst óvænt á hana. Taugarnar voru nógu þandar fyrir og hún hristi höfuðið. Heilinn í henni hlaut að vera þreyttur. Hún beit í vörina til að koma í veg fyrir að hún sleikti þær þegar hún sá hann gjóa augunum á þær eitt andartak.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Courtney Baker var búin að læra að lifa við ótta. Hún var orðin dofin gagnvart honum eins og villt dýr sem stirðnar upp í ljósgeislanum frá veiðimanninum. Hún hafði sagt sjálfri sér svo lengi að hún gæti ekkert gert. Að hún væri of hjálparvana til að sigra í orrustum við Trey Allerton. Að hún yrði bara að þola þetta. En það kom í ljós að meira að segja afkróað dýr getur barist. Kvöldið áður höfðu þau Trey rifist og hann sló hana utanundir. Höggið hafði losað um eitthvað innra með henni og þegar hún lá við hliðina á honum í rúminu um nóttina, eftir að hann hafði sagt henni að hún væri einskis virði og veikgeðja og kæmist ekki af án hans, hafði hún lofað sjálfri sér því að finna leið til að fara frá honum. Þessi ákveðni var ennþá til staðar morguninn eftir. Það var þriðjudagur og Trey þurfti að sinna erindum í bænum. Hann hlaut að hafa fundið það á sér að Courtney ætlaði sér eitthvað því hann heimtaði að taka Ashlyn, dóttur hennar með sér. Courtney hafði látið eins og henni væri alveg sama um það þó að reiðin brynni í henni. Þetta var aðferðin sem Trey notaði til að stjórna henni: Hann notaði dóttur hennar sem vopn. –Ef þú reynir að fara frá mér, hafði hann sagt, –þá meiði ég Ashlynn og það verður þér að kenna að hún þjáist. Ashlynn elskaði Trey. Auðvitað. Hún var ekki nema þriggja ára og Trey var eini pabbinn sem hún hafði þekkt. Hún hlakkaði til að fara með honum því hann gaf henni ís og ný leikföng og sagði henni að hún væri dásamleg.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Alexandra Herrera hafði ekki hugmynd um að líf hennar væri að taka stakkaskiptum fyrr en hún opnaði spádómskökuna. Alex var vinnusöm og metnaðargjörn kona á hraðri uppleið á lögmannsstofunni Kauffman, Judd og Tisdale í Portland. Hún var að massa þetta og það vissu allir á stofunni. Í janúar, eftir tvo mánuði, ætlaði einn meðeigandinn loksins að setjast í helgan stein. Alex tæki við stöðunni hans. Aðeins þrjátíu og þriggja ára yrði hún meðal þeirra áhrifamestu í fyrirtækinu og myndi eiga hlut í því. Hún hafði nefnilega aldrei haft áhuga á að vera meðeigandi án þess að eiga hlutabréf. Hún vildi fá allan pakkann, ekki bara fínan titil. Hún vildi fá sinn hlut af völdunum og hagnaðinum og myndi öðlast það sem hún sóttist eftir. Í því skyni hafði hún lagt gríðarlega hart að sér, nurlað og sparað til að geta borgað námslánin og keypt hlutabréfin. Allt gekk henni í hag. Þó glímdi hún við svolítið vandamál. Það var ekki stórt en afskaplega þreytandi og að undanförnu hafði það ekki látið hana í friði. Hún var alltaf að hugsa um föður sinn. Fyrsta dag júnímánaðar, fyrir tæpu hálfu ári, hafði hinn áttatíu og þriggja ára gamli Leandro Herrera, sem sagður var í fínu formi miðað við aldur, fengið hjartaáfall á golfvellinum við sveitaklúbbinn í Los Angeles. Hann hafði andast í sjúkrabílnum á leiðinni að spítalanum. Leandro hafði arfleitt Alex að öllum eigum sínum í
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Ashlynn fann að það fór hrollur um hana þó að sólin skini milli trjágreinanna og myndaði doppótt mynstur á jörðinni. Hún vafði handleggjunum um sig og hélt fast um piparúðabrúsann í annarri hendinni. Sean, bróðir hennar, hafði samþykkt að hitta einhvern við vatnið og það hafði ekki endað vel fyrir hann. Hún var að vísu ekki á leiðinni til að hitta neinn og Sean hafði farið út um miðja nótt. Hún var á ferðinni um hábjartan dag, annað en kjáninn bróðir hennar, og á stígnum var nóg af göngufólki á ferðinni svo og hjólreiðafólki sem jós rykinu upp á leiðinni upp brattann. Hana sveið í nefið af tárum og hún þerraði nefbroddinn með annarri erminni. Nú gat enginn sagt Sean neitt. Hann hafði haldið úti bloggi um sanna glæpi og gengið mjög vel af því að hann hikaði ekki við að stofna sér í hættu og taka áhættu. Hún varð að feta í fótspor hans ef hún ætlaði að eiga möguleika á að halda blogginu hans áfram. Hún vildi ekki að LA Confidential dæi með bróður hennar. Ashlynn belgdi út kinnarnar og þrammaði áfram. Hún ætlaði að fara alveg að vatninu og svipast um, taka kannski nokkar myndir og bíða eftir næstu skilaboðum, ef þau yrðu fleiri. Ef nafnlausi tengiliðurinn, sem hafði sent henni ábendingu um bíl á kafi í Kawayu-vatninu, myndi ekki senda önnur skilaboð ætlaði hún að leita að annarri sögu til að fjalla um á blogginu. Hún stoppaði undir tré og tók upp símann til að opna kortið af göngusvæðinu en þurfti að stökkva til hliðar til að víkja fyrir skokkurum. Hún kallaði inn í rykmökkinn á eftir þeim: –Hvar á að fara út af stígnum til að komast að vatninu?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Nadia var með gæsahúð á handleggjunum og hún spenntist upp þar sem hún stóð í anddyrinu í blokkinni sinni. Hún horfði vel í kringum sig til þess að sjá hvort það væri einhver að fylgjast með henni. Það eina sem hún sá, eins og alla aðra morgna, var fólk á sömu leið og hún. Á leið í vinnuna. Nema það fór aðeins hraðar yfir en aðra morgna vegna þess að það rigndi. Nadia þrýsti veskinu og skjalatöskunni að sér og vonaði að hún næði að skýla sér betur fyrir rigningunni undir regnhlífinni. Hárin aftan á hálsinum risu þegar hún gekk inn á gangstéttina. Hún hafði ekki tíma fyrir vænisýki. Hún var nú þegar orðin tíu mínútum of sein í vinnuna. Það skipti reyndar litlu máli þar sem hún var sinn eigin yfirmaður en hún átti að mæta á fund sem hún vildi ekki verða of sein á. Þú hefðir átt að hugsa um það á meðan þú gerðir þig fína fyrir vissan öryggissérfræðing með kynþokkafull, brún augu. Nadia sá spegilmynd sína í búðarglugga og hún hægði á sér til þess að skoða sig. Hún var í þröngum, plómulituðum kjól sem undirstrikaði dökka húð hennar. Hann var alveg passlega fleginn, ekki of kynþokkafullur og vinnuhæfur. Svo fullkomnaði hvíta kápan útlitið. Hún hafði klætt sig svona til þess að líða vel og þegar hún sá sjálfa sig í glugganum þá fannst henni hafa tekist vel til. Hún átti skilið hamingju. Síðustu mánuðirnir höfðu verið þeir erfiðustu sem hún hafði upp lifað. Hún gekk frá glugganum en snarstoppaði þegar hún sá mann hinu megin við götuna
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
–Málið er að þau hafa gleymt sannleikanum. Alla vega sumir. Lillian Howard var með möppuna sína undir hendinni og með hárið í hnút. Hún talaði af virðingu og fagmennsku. Kenneth Gray rannsóknarlögreglumaður, yfirmaður sérsveitarinnar, starði í augun á henni. Það var hann sem hafði beðið hana um að koma til sín í viðtal. Þau voru búin að fara í gegnum allar tæknilegu spurningarnar. Þau fóru í gegnum starfsferilinn hennar. Hún hafði unnið á lögreglustöð í Alabama eftir að hafa hafnað starfi hjá FBI. Hann spurði hana ekki af hverju hún hafnaði starfinu og hún útskýrði það ekki. Nú var komið að spjallinu. Mannlega hlutanum. Svona til þess að athuga hvort hún myndi passa á vinnustaðinn eða ekki. Því miður fór hún sjaldan eftir almennum félagsreglum. Þó svo að hún vildi virkilega fá starfið. Það eina sem Kenneth þurfti að gera var að byrja á kurteisisspjalli og hún fengi starfið. –Og hvaða sannleikur er það? spurði hann. Lily var fegin að heyra að hann talaði ekki niður til hennar. Fyrrverandi starfsfélagar voru vanir að gera það. Það hjálpaði örugglega ekki að hún var í yngri kantinum og vildi hafa allt í röð og reglu, sem varð til þess að hún var talin stjórnsöm. En hún kaus að vera kölluð A týpa. Síðan var það minnið hennar. Hún mundi mörg ár aftur í tímann. Lily settist fyrir framan hann. Hún lagði möppuna í kjöltuna á sér og fór með ræðuna sem hún hafði farið ótal sinnum með þegar hún var yngri. –Að Annie McHale er ekki fyrsta stúlkan sem hvarf í Kelby Creek. Hún tók bandið utan af möppunni en opnaði hana ekki. Í
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók