Charlotte Reacher vissi hvað það var að vera ein. Að eiga hvorki heimili né fjölskyldu. Að enginn kærði sig um hana. Að enginn elskaði hana. Þessi einmanaleiki hafði orðið henni hvatning til að hefja listkennslu fyrir táningsstúlkur í Tumbleweed í Texas. Þær fjórar sem nú voru hjá henni voru allar fósturbörn sem þörfnuðust hughreystingar og væntumþykju. Hún gekk brosandi um vinnustofuna þar sem stúlkurnar sátu á bak við strigana sem voru óðum að breytast er þær máluðu á þá. Fyrst þegar þær komu á vinnustofuna, fyrir einum og hálfum mánuði, höfðu þær málað gráar og dapurlegar myndir sem sýndu örvæntinguna í lífi þeirra. Það voru ekki allar stúlkur með bikinívöxt, þær höfðu ekki allar áhuga á andlitsfarða, tískublöðum og klappstýrum. Og þær áttu ekki allar foreldra sem höfðu efni á að láta laga galla þeirra. Þær sjálfsöruggu kunnu að blanda geði við fólk, eignast vini og tjá skoðanir sínar, á meðan aðrar vesluðust upp á sálinni, drógu sig í hlé og þjáðust af litlu sjálfstrausti. Grimmir bekkjarfélagar gerðu illt verra með stríðni og fantaskap, svo að stúlkurnar urðu sífellt minni í sér með hverju hnjóðsyrðinu sem þær fengu að heyra. Þannig hafði þetta verið hjá Charlotte sjálfri þegar hún var að alast upp í kerfinu. Fæðingarblettur hafði kallað á
–Þú þarft ekki að gera þetta. –Ég verð. Það var planið. Pearl hélt áfram að pakka niður í töskurnar sínar, barðist við tárin sem sviðu í augun. Hún ætlaði ekki að gráta fyrir framan hann. –Af hverju? spurði Calum, ringlaður. –Við vorum sammála um að gifta okkur vegna barnsins. Barnið er farið, ég ætla því að halda áfram með mínar áætlanir. Ég ætla að þiggja starfið sem mér var boðið. Hún vonaði að röddin skylfi ekki á meðan hún pakkaði niður. Calum hafði alltaf sagt að þau myndu giftast vegna barnsins. Eftir að þau hefðu lokið kandidatstímanum sínum, um það leyti sem Pearl varð ófrísk, hafði honum boðist starf hérna í San Francisco. Pearl hafði boðist starf í New York. Hún hafði upprunalega hafnað því vegna þess að hún var ófrísk, en núna var það til umræðu. Hún hafði alltaf verið efins um hjónaband. Hann þekkti foreldra hennar, hafði hitt móður hennar, svo hann skildi af hverju hún vildi ekki giftast. Eða skildi í það minnsta af hverju það var enginn tilgangur með því núna þegar barnið var farið. Þegar Pearl varð ófrísk hafði hún verið hrædd. Hjónaband hafði virst eins og öryggisnet. Það hafði virst hið rétta að gera á þeim tíma.Hún elskaði Calum, en þegar þau hófu samband sitt fyrir rúmu ári höfðu þau bæði gert það ljóst frá upphafi að starfsframi þeirra væri í fyrsta sæti.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Gráu augun horfðu fast á hana. Liturinn var óvenjulegur. Yfirleitt voru augun græn, en það fór eftir því hverju hann klæddist. Hann lagði lófana á borðið og hallaði sér fram. Stæltir og sterklegir vöðvar hnykluðust undir stuttermabolnum. Aftur fékk hún gæsahúð. Hélt hann virkilega að hann gæti birst upp úr þurru eftir allan þennan tíma og eftir allt sem hann hafði á samviskunni? –Ekki kalla mig því nafni. Engu skipti þótt hún hefði margoft séð fyrir sér að hún myndi standa andspænis honum eftir alla þessa mánuði. Hún hafði alltaf syrgt hann svolítið. Hún kreppti hnefana undir borðinu. Hún varð að hafa stjórn á sér. Hann var ekki maðurinn sem hún taldi hann hafa verið. Hjartað sló ört og reiðin óx, en hún gat ekki snert hann. Ekki á þann hátt sem máli skipti. Hann hafði séð til þess þegar hún var yfirheyrð æ ofan í æ eftir hvarf hans. Hann hafði kostað hana ferilinn sem hún hafði byggt upp í tíu ár. Nú vildi enginn ráða hana í vinnu nema Blackhawk. Það var of áhættusamt.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Jæja, ætlum við sem sagt að gera þetta? Ákveðið já barst frá öldunum. Doktor Jamison Howe var á morgunskokki á ströndinni. Strigaskórnir gáfu frá sér taktfastan slátt í þykkum sandinum. Sá vinstri nuddaðist í sífellu við litlutána. Við sólarupprás sá hann Emily brosandi út að eyrum. Úr augum hennar skein hamingjan sem hún hafði aldrei týnt, jafnvel ekki eftir allar heilaaðgerðirnar sem hún hafði þurft að gangast undir í kjölfar reiðhjólaslyssins. Nokkrum sekúndum áður en hún fór í síðustu aðgerðina hafði hún lofað honum að þau myndu eignast barnið. Þau myndu stofna fjölskyldu. Hún hafði látið hann sverja að hann myndi ekki hugsa um annað meðan skurðlæknarnir væru að störfum. Framtíðin. Barnið sem þau höfðu lagt svo hart að sér við að reyna að búa til. Hún hafði sagt að það myndi gerast. Hún hafði verið svo sannfærð að hann hafði trúað henni. Og klukkutímum saman hafði hann hugsað um barn sem ekki var til. Hugsað um það hvort barnið yrði stúlka eða drengur. Leikið sér að nöfnum. Séð fyrir sér barnakerru og reiðhjólastól eða bakpoka fyrir lítil stýri. Ferðir í Disneyland. Sundkennslu. Þau Emily þar sem þau stóðu og horfðu á barnið sitt sofa. Þess vegna hafði hann ekki trúað læknunum þegar þeir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Lykt af brenndu gúmmíi fyllti vitin og hún hrökk upp, höfuðið rykktist upp og sársaukinn í því var skerandi. Augun opnuðust snögglega og hún deplaði þeim þegar hún sá tré á hvolfi. Hún beit á jaxlinn þegar hún heyrði hjól snúast hratt með ískrandi hljóði. Henni var illt í kjálkanum. Sætisbeltið grófst inn í hálsinn og hún renndi hendinni niður á við til að toga í það. Svo færðust fingurnir löturhægt á höfuðið, ofan við gagnaugað, þar sem henni var dauðillt. Fingurgómarnir runnu yfir klístrað hár. Hún dró höndina að sér og hélt henni fyrir framan andlitið og reyndi að einbeita sér að rauðu röndunum eftir handleggnum. Blóð. Úr henni. Hún kyngdi, svelgdist á. Það hafði sína ókosti að hanga á hvolfi og hún fór að hlæja. Fólki sem hékk svona í tækjum í skemmtigörðum hlaut að líða svipað... en hún var ekki í skemmtigarði. Höndin strauk eftir beltinu að festingunni. Ef hún opnaði of snöggt myndi höfuðið á henni lenda á bílþakinu. Henni var nógu illt fyrir og þurfti ekki að meiða sig meira. Hún studdi annarri hendinni á bílþakið og losaði beltið með hinni, líkaminn seig saman og hún valt á hliðina í fósturstellingu. Hún þreifaði eftir hurðarhandfanginu og fann það en gat ekki opnað. Fingurnir fálmuðu eftir læsingunni og opnuðu hana, svo
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Ég frétti að þú værir fluttur í bæinn en hélt að fólk væri að gantast. Hann hafði verið næstum áratug í burtu og hún furðaði sig á því að hann skyldi hafa snúið aftur til Jakobsbæjar í Texas. –Já, fyrirgefðu að ég skyldi ekki hafa samband. Það var einkennilegt að hann skyldi segja þetta. Hafði hann ætlað að hitta hana einhvern tíma? –Það er allt í lagi, sagði hún. –Ég veit að það er langt síðan síðast en ég þarf að biðja þig um greiða. Jæja, hann lét að minnsta kosti ekki sem hann væri bara að hringja til að heyra í henni hljóðið. Hvers vegna var hún vonsvikin yfir því? Að sumu leyti óskaði hún þess að hann hefði hringt til að gá hvernig hún hefði það eða hvort hún vildi fá sér kaffi með honum. Það var hálfgert áfall að heyra frá honum eftir öll þessi ár. –Hvað get ég gert fyrir þig? spurði hún. Hún heyrði í einhverju eða einhverjum á bak við hann. Kannski var það bara sjónvarpið. –Ég á ekki í önnur hús að venda með erindi mitt, sagði hann. Forvitni hennar var vakin. Hann var alls ekki sjálfum sér líkur. En á hverju hafði hún svo sem átt von? Hann hafði verið óvirkur á samfélagsmiðlunum eftir að hann gekk í herinn og yfirgaf Jakobsbæ. Hún hafði ekki fylgst
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Hún snerist í hringi og leitaði að skilti sem vísaði að veginum. Ekkert nema fleiri tré og rísandi fjallið fyrir framan hana. Það brakaði í snjónum þegar hún gekk og allt í einu brotnaði grein og féll fyrir framan hana. Hún datt um hana, hún reyndi að grípa í eitthvað til að minnka fallið. Hún greip í grófan börkinn á eikartré og rispaði á sér lófana. Hnén sukku niður í djúpan snjóinn og fötin hennar voru rök og köld. Hún var ekki í úlpu, ekki með húfu né vettlinga. Hún skalf og leit í kringum sig, leitaði að stað. Einhverjum stað þar sem hún gæti falið sig fyrir honum. Skyndilega heyrði hún djúpa rödd. –Þetta er búið! Þú sleppur ekki. Nei... öskraði hún innra með sér. Hún varð að komast undan. Eitthvað sagði henni að hann myndi drepa hana ef hann næði henni. Klakinn festist við fötin hennar þegar hún reyndi að klöngrast áfram í gegnum snjóinn. Eitt skref. Annað skref. Hún sá stíg fyrir framan sig, kannski myndi hann leiða hana að veginum. Eða alla vega eitthvert skjól. Stað til að fela sig á. Hún heyrði dýrahljóð í fjarska. Sléttuúlfur? Villiköttur? Það voru örugglega birnir í þessum fjöllum. Annað skref og annað. Hún festi stígvélið í gróðri. Hún riðaði og greip í eitthvað til að halda í. Neglurnar grófust inn í börkinn á litlu tré. Hún faðmaði það og tók andköf
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók