Flýtilyklar
Flokkar
-
Ástarsögur
-
Liðsforinginn
Desmond Gallagher, sem ævinlega var kallaður Des, stundi þungan þegar hann starði á litríku glerbútana sem lágu á vinnuborðinu hans. Þriðja daginn í röð var hann kominn út í rúmgóðu hlöðuna sína, sem nú þjónaði hlutverki verkstæðis en hafði áður verið skrifstofa, og gerði ekki annað en að sitja og stara. Rispurnar og rákirnar á borðplötunni sýndu svo ekki varð um villst að þarna fór ýmiss konar vinna fram. Bara ekki þennan dag. Og heldur ekki daginn áður. Hann neri á sér skeggbroddana. Yfirleitt dugðu glerbrotin á borðinu til þess að hann fengi hugmynd, jafnvel þótt hann hefði ekki neina sérstaka hönnun í huga. Verkefni dagsins var ófullgerð, steind rúða sem hægt væri að setja í gluggaop eða ramma inn og hengja upp eins og málverk. Rúðurnar voru ávallt vinsælar, en það sem hafði mest gaman af þessa dagana var að vinna verk úr brotnu gleri. Hann mölvaði glerið sjálfur og naut þess síðan að raða brotunum saman og búa til eitthvað nýtt og betra úr þeim. Þó að hann hefði leikið sér að því að búa til smáhluti úr blásnu gleri lét hann stærri verk eiga sig, enda þurfti fleiri en einn til þess að skapa þau. Það stíflaði sköpunargleði hans að þurfa að hugsa um verkefni. Bestu verkin urðu til þegar heilinn sendi fingrunum milliliðalaus skilaboð og hann raðaði brotunum saman án þess að hugsa sérstaklega um útkomuna. Það var í rauninni fáránlegt, en með þessu móti hafði hann getað séð fyrir sér alllengi. Hann var ekki auðugur en átti fyrir salti í grautinn og tekjurnar komu sér vel til viðbótar við örorkubæturnar frá hernum
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Vinsælar bækur
-
Ný móðir
Þegar ofnklukkan hringdi þaut Rosemary fram í eldhús á
ógnarhraða. Hún hafði keypt heilmikið af tækjum í gamla
KacKinnon-bústaðinn á síðustu sex mánuðum en ekki haft efni
á nýrri eldavél. Hitastillirinn á ofninum gat verið harla dyntóttur.
Sem betur fer hegðaði gamla skriflið sér vel í þetta sinn.
Hún þreif pottalepp og dró út bakka með rjómabollum, fagursköpuðum
og gullinbrúnum. Þær voru fullkomnar.
Meðan bollurnar kólnuðu fór hún út að sækja eldivið.
Vindurinn nísti hana í andlitið en Rosemary hrósaði engu að
síður happi þar eð kominn var 19. desember og á Hvíslfjalli
gátu geisað hríðarbyljir og stormar á þessum árstíma. Svolítill
vindur var ekkert til að gera veður út af.
Þegar hún kom inn kraup hún við risavaxinn arininn. Það
snarkaði í kolunum í eldstæðinu og hún þurfti aðeins að bæta
nokkrum drumbum á eldinn og róta aðeins í kolunum. Innan
skamms logaði glatt í arninum svo að hlýtt varð í herberginu.
Hún stóð upp, teygði úr sér og strauk rykið af höndum sér.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ný fjöldskylda
Þetta var í þriðja skipti sem hún sá hann á tveimur dögum. Og þar
sem ímyndunarafl hennar var líflegt hafði Fiona Walsh skapað alls
konar mögulegar útskýringar á því af hverju myndarlegasti maður
sem hún hafði nokkurn tímann séð virtist elta hana á röndum.
Hver var hann? Aðdáandi? Fulltrúi frá lottóinu? Eltihrellir?
Daginn áður hafði hún séð hann um morguninn, beint á móti
húsinu hennar, að halla sér að bíl og tala í farsíma. Hún hafði farið
út til að sækja blaðið og verið þar í nokkrar mínútur, þóst vera
að skoða hálfvisnaða kryddjurtabeðið. Svo hafði hann birst aftur
seinna um daginn, á meðan hún hljóp með hundinn á ströndinni.
Sami bíll. Sömu vel sniðnu fötin. Sama dökka hárið og sterku and
litsdrættirnir.
Nú var hann í reiðskólanum þar sem hún geymdi hestinn sinn.
Fiona stöðvaði Titan, hreinræktaða geldinginn sinn, á sandvell
inum og lyfti hjálminum ofar á höfuðið. Maðurinn var við bílinn
sinn, hallaði sér að hurðinni og fylgdist með henni. Það var ekkert
ógnandi í fasi hans. Hann virtist vera forvitinn, frekar en eitthvað
annað. Fiona fann fyrir yl þegar hún hafði útilokað þá hugmynd að
hann ætlaði sér að ráðast á hana og troða í skottið á bílnum sínum.
Myndarlegur maður, fallegur bíll, föt sem tjáðu sjálfstraust... hún
gat ekki annað en verið forvitin.
Aftur var hann að tala í farsímann, horfa á hana og tala. Fiona
hvatti Titan áfram. Stóri hesturinn hlýddi strax og hún hélt að
hliðinu. Ekki fleiri ágiskanir. Hún ætlaði sér að komast að því hver
maðurinn væri og hvað hann vildi. Núna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Gamlar glæður
Herra Capelli yrði ekki ánægður.
Mary Jane æfði afsakanir sínar þegar hún beygði inn veginn
að Capelli-verkstæðinu. Hún vissi að það var löngu kominn tími
til að litli bíllinn hennar kæmi í skoðun en þetta var byrjunin á
sumarvertíðinni og hún hafði verið svo upptekin á Spruce Bayhótelinu. Það hafði verið skrýtið hljóð í bílnum í nokkurn tíma,
það yrði hún að viðurkenna, en hljóðið var hærra núna en það
hafði verið í fyrstu svo hún hafði alls ekki verið að hunsa eitthvað afar áberandi.
Meira að segja í eigin huga hljómaði þetta ömurlega og herra
Capelli var svo fær í að gefa manni samviskubit með augnaráðinu. Cherry-fjölskyldan hafði komið með alla bíla sína til hans í
þjónustu og viðgerðir eins lengi og hún mundi.
Verkstæðið, sem var gamaldags og huggulegt, stóð við fáfarna
hliðargötu. Art Capelli var bifvélavirki sem sagði satt og rukkaði
aldrei of mikið. Hann átti ekki skilið að þurfa að gera við bílinn
hennar Mary Jane af því að hún hunsaði að sinna honum. Pabbi
hennar var alltaf svo vandvirkur með svona viðhald en hún...
Hún var syndari að því leytinu og vissi það vel.
Núna leið henni illa vegna hljóðsins í bílnum, svona svipað og
henni liði ef hún kæmi til dýralæknis með horaðan kettling með
flís í loppunni sem sýking væri komin í.
Hún lagði fyrir framan verkstæðið, skildi rúðurnar eftir skrúfaðar niður og lykilinn í kveikjulásnum. Það var enginn á skrifstofunni en hún heyrði hljóð frá verkstæðinu og fór því í gegn,
þurfti þó að hika aðeins á meðan augun vöndust minni birtu.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.
-
-
Ást og undirferli
-
Saksóknarinn
Það brakaði í gömlum viðnum undir hné Jonah Watson alríkislögreglumanns sem beygði sig niður til að athuga undir stóla kviðdómsins, sem von var á hvað úr hverju. Í dómshúsinu voru 34 réttarsalir. Hann og fjórir aðrir samstarfsmenn hans í alríkislögreglunni voru að yfirfara allar aðstæður í réttarsalnum áður en rétthöldin hæfust. Enduruppbygging gamla dómshússins í Multnomah sýslu hafði tekið sjö ár og átti nú að vera aðalvettvangur réttarhaldanna yfir Bomber sprengjuaðilanum. Rosalind Eyler átti að mæta fyrir rétt til að svara til saka fyrir sprengingarnar fjórar sem höfðu átt sér stað um alla Portland borg þar sem 32 saklaus fórnarlömb höfðu tapað lífinu. Umstangið og fjölmiðlafárið vegna þessa stóra máls í réttaumdæmi Oregon fylkis var þegar hafið. Mótmælendur höfðu þegar komið sér fyrir við dómshúsið til að styðja átrúnaðargoð sitt og fjölmiðlar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Vinsælar bækur
-
Allt fyrir barnið
Liz Mayfield hafði sparkað af sér skónum löngu fyrir hádegi og nú, með bera fæturna undir rassinum, hunsaði hún svitann sem rann niður bakið á henni. Það hlaut að vera þrjátíu gráðu hiti í forsælu. Gott betur í litlu skrifstofunni hennar, neðst í byggingunni.
Þetta var dagur fyrir sundlaugarpartí og kalda drykki í fallegum glösum. Ekki til að fara í gegnum póst og eiga við ringlaða táninga.
En hún hafði tekið að sér seinni kostinn fyrir nokkrum árum þegar hún hafði hætt í vel launuðu starfi til að taka við starfi hjá Valkostum fyrir ástríkar mæður... VÁM.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í klóm ræningjanna
Daniel Henderson stóð með hendina á skefti
skammbyssunar sem hvíldi í axlarslíðrinu undir
jakkanum. Hann hafði ekki augun af manninum
sem stóð á miðju gólfinu.
–Barnabarns þíns hefur verið saknað í hálfan
mánuð, endurtók Patrick O‘Hara og veðrað andlitið
varð alsett áhyggjuhrukkum. –Ég hef reynt allt annað. Ég fyllti út eyðublað um að stelpunnar væri
saknað en lögreglan hefur engar vísbend ingar. Ég
er að missa vitið. Þess vegna sneri ég mér til þín.
–Hvað ertu að segja? Á ég barnabarn? Kate
Winston, fyrrverandi varaforseti Banda ríkjanna,
stóð hnarreist fyrir framan hann og brá ekki svip.
Eina merkið um að maðurinn hefði komið róti á
huga hennar var náfölt andlitið. Hún leit á syni
sína þrjá, Trey, Thaddeus og Samuel. –Vissuð þið
þetta?
Mennirnir þrír hristu höfuðið.
–Hún er ekki dóttir neins af sonum þínum. Hún
er dótturdóttir þín. Dótturdóttir okkar,sagði O‘Hara.
–Um hvern fjandann ertu að tala? spurði Trey,
sá elsti.
O‘Hara hvessti augun á hann. –Kannski ættirðu
að spyrja mömmu þína um það.
Kate lygndi aftur augunum og lagði höndina á
brjóst sér.
–Þú kemur henni í uppnám, sagði Thad og tók
utan um móður sína. –Þú ættir kannski að fara,
áður en við látum fylgja þér út.
–Nei. O‘Hara varð ekki haggað og hann hafði
ekki augun af Kate. –Ég þarf hjálp til að finna
barnabarnið mitt og þú ert síðasta von mín. Nema
þú viljir ekkert af stelpunni vita, frekar en dóttur
okkar.
Nú fauk í Sam. –Komdu þér út.
Kate stöðvaði hann. –Nei, bíddu, leyfðu honum
að tala.
Patrick leit á bræðurna og svo aftur á Kate.
–Shelby var á háskólabókasafninu á þriðjudagskvöldi fyrir hálfum mánuði að vinna að rannsóknarverkefni. Hún sagðist koma heim um miðnætti. Klukkan tvö um nóttina lokaði ég kránni og
fór ég heim. Hún var ekki þar og bíllinn ekki fyrir
utan. Ég varð áhyggjufullur og keyrði alla leið að
háskólanum í Beth City. Bíllinn hennar var á
stæðinu þar, en Shelby hvergi sjáanleg. Ég veit
ekki hvað ég á til bragðs að taka, sagði hann og
neri á sér hökuna.
Daniel komst við þegar hann sá örvæntinguna í
augum mannsins. Hálfur mánuður var heil eilífð í
svona málum. Lítil von var til þess að hún fyndist
á lífi.
–Hvað er hún gömul? spurði Kate.
–Tuttugu og þriggja ára. Hún er alltaf stundvís,
sagði Patrick og kom nær.
Daniel gekk á milli Patricks og Kate. –Ekki fara
nær en þetta.
Patrick leit á hann. –Mig langaði bara til að
sýna henni mynd af Shelby, sagði hann og horfði
svo á Kate. –Hún er svo lík mömmu sinni. Og
Carrie var mjög lík þér. Dökkhærð með heiðblá
augu. Hann brosti, en varð svo strax alvarlegur
aftur. –Við verðum að finna hana. Hún er allt sem
ég á.
Daniel tók við myndinni og rétti Kate hana.
Trey steig í veg fyrir hann og tók við myndinni.
–Maðurinn er brjálaður. Þú ætlar þó ekki að fara
að hjálpa honum? Hann er að notfæra sér það að
við erum veik fyrir núna... Trey varð litið á
myndina og rak upp stór augu. –Ja, hver fjárinn.
Kate rétti út höndina. –Láttu mig fá myndina.
Trey rétti henni hana. –Þetta hlýtur að vera fölsun. Það er allt hægt í tölvum nú á dögum.
Kate starði lengi á myndina og augun fylltust
tárum. –Þetta gæti verið mynd af mér á yngri
árum. Ég skil þetta ekki, sagði hún og leit á
Patrick.
–Hvað skilurðu ekki? Þú yfirgafst dóttur þína.
Ég ól Carrie upp og hún eignaðist Shelby, sem ég
ól upp líka. Hann benti á myndina. –Shelby Raye
O‘Hara. Gullfalleg og bráðgáfuð ung stúlka sem á
framtíðina fyrir sér. Ég vona að ég finni hana áður
en eitthvað hræðilegt hendir hana. Hann kyngdi.
–Nema það sé of seint.
Daniel óttaðist að eitthvað slæmt hefði komið
fyrir stúlkuna fyrst hennar hafði verið saknað
svona lengi.
–Ég yfirgaf ekki dóttur mína. Hún dó, hvíslaðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hermaðurinn
Það voru vandræði í aðsigi. Haley Barnes fann
það á sér. Hugboðin brugðust henni sjaldan.
Hún stóð fyrir utan skjólshúsið sem hún rak
fyrir ófrískar unglingsstúlkur og horfði út yfir
hálfdimma götuna. Enginn var á ferli þetta
kvöld. Meira að segja heimilislausi maðurinn
sem hafði tekið sér bólfestu annars staðar í
raðhúsalengjunni var hvergi sjáanlegur. Inni ornuðu stúlkurnar hennar sér við arineldinn.
Allar nema ein, sú sem olli henni mestum
áhyggjum.
Hún hristi af sér háskatilfinninguna sem ásótti
hana, hljóp niður á gangstétt og hélt rakleiðis að
jarðlestarstöðinni þar sem götubörnin héldu
stundum til. Hún hefði átt að fylgjast betur með
Lindsey. Stúlkan bar öll einkenni þunglyndis.
Hún borðaði ekki, svaf ekki og vildi ekki tala við
Haley. Hún þagði bara, laumaðist út þegar
enginn sá til og nú voru liðnir níu tímar síðan
hún hvarf.
Haley álasaði Lindsey ekki fyrir að vera langt
niðri. Hún var fjórtán ára og þunguð. Kærastinn
hafði yfirgefið hana og foreldrarnir vildu ekki
sjá hana. Haley hafði staðið í sömu sporum. Hún
skildi örvæntingu hennar og ótta við framtíðina.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.
-
-
Ást og afbrot
-
Glæpahringurinn
Alison Hill stakk Bonnie, dóttur sinni, undir burðarskýluna og gekk hröðum skrefum í kaldri morgungolunni. Aprílmánuður í Kentucky var fallegur en kaldur og Allison þurfti að sinna svolitlu áður en hún fór inn. Mason nágranni hennar, eldri maður, var vanur að koma út á veröndina þegar hann heyrði bílinn hennar koma eftir malarveginum en hélt sig inni í dag. Hann hafði ekki komið til dyra þegar hún bankaði og síminn hans var á tali. Mason var einn af fáum sem Allison þekkti sem var ennþá með heimasíma og þar að auki veggtengdan. Hann neitaði að stilla símann þannig að hann væri látinn vita ef einhver væri að reyna að hringja meðan hann var að tala í símann því hann sagðist ekki geta talað við nema einn í einu. Franny dóttir hans, sem bjó í Minneapolis og hafði sífelldar áhyggjur af pabba sínum eftir að hann fékk hjartaáfallið, var yfirleitt sú eina sem hringdi í hann. Allison flýtti sér meðfram húsinu og inn í skuggsælan garðinn bak við húsið til að gefa hænsnunum og taka eggin úr hænsnakofanum. Hún hafði lofað Franny að sjá um þetta meðan Mason var að jafna sig. Annar fjölskylduvinur sá um að slá garðinn og sinna honum. Hún heyrði niðinn í ánni í bland við goluþytinn þegar hún nálgaðist hænsnakofann. Jörðin var mjúk og blaut eftir rigninguna kvöldið áður og Allison lagði handlegginn um Bonnie þegar hún fann að golan var að aukast og dró húfuna betur yfir ljósar krullurnar. Hún átti ekki nema örfáa daga eftir af þriggja mánaða fæðingarorlofinu og var strax farin að sakna þess að eyða tíma með henni. Sem betur fór vann hún á dagheimili sem þýddi að það yrði ekki langt á milli þeirra
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Vinsælar bækur
-
Heltekinn
Nei, ég þarf ekki lífstíðarbirgðir af Viagra. Michelle Girard hnuss- aði og eyddi tölvupóstinum án þess að opna hann. Kannski gæti Alec Wright, tölvukennarinn í skólanum, stungið upp á betri rusl- póstsíu svo svona lagað kæmist ekki í innhólfið hennar.
Þegar músarbendillinn var yfir næstu skilaboðum, fann hún fyrir kvíða og höndina skalf aðeins. Fyrirsögnin var eins og högg í kvið- inn. Líkist dóttirin móðurinni?
Sömu skilaboð og fyrir mánuði síðan, annar óþekktur sendandi. Og eins og í mánuðinum áður, eyddi hún skilaboðunum án þess að opna þau eða lesa. Svo hreinsaði hún úr rusladallinum. Hún vissi ekki hvort eitthvert innihald væri í póstinum og vildi ekki komast að því.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Illt blóð
Hann var óþekktarangi.
Það myndu félagar hans í alríkislögreglunni segja ef þeir sæju
til hans núna. Hann var á leið inn í einn salinn í háskólanum þar
sem fyrirlestur var um það bil að hefjast.
Það var langt um liðið síðan Mark Flynn hafði verið í slíku
umhverfi. Þegar hann opnaði dyrnar heyrði hann skvaldrið í fróðleiksfúsum nemendum og sá gljáandi viðarpúltið fremst í stofunni. Hann minntist þess hvað honum hafði þótt gaman í háskóla
og notið þess að drekka í sig þekkinguna.
Skólafélagar hans höfðu kallað hann Heilann, en há greindarvísitala hans og fróðleiksþorsti höfðu gert það að verkum að
hann undi sér betur í alríkislögreglunni en fjármálageiranum.
Salurinn minnti á leikhús og setið var í flestum sætum. Þar eð
hann ætlaði ekki að hlýða á fyrirlesturinn til enda valdi hann sér
sæti aftarlega í salnum.
Eftir smástund myndi félagsfræðiprófessorinn Melinda Grayson hefja fyrirlestur sinn. Hann vissi ekki hvert efni dagsins væri,
aðeins að fyrirlesturinn fjallaði um siðblindingja. Hann var heldur ekki hingað kominn til að hlusta. Hann ætlaði að fylgjast með,
mynda sér skoðun og kanna hvort hugboð hans reyndist rétt.
Flestir félaga hans voru á því að ekkert væri að marka það.
Darby-háskóli í bænum Vengeance í Texas, skammt frá Dallas,
hafði verið heppinn að fá Melindu til starfa. Hún var mjög hátt
skrifuð og hefði getað fengið vinnu hvar sem henni sýndist. Mark
þótti kyndugt að hún skyldi hafa valið Darby, en oft var val fólks
einkennilegt og einnig aflið sem knúði það áfram. Hann vissi til
dæmis að margir vina hans og samstarfsmanna litu á hann sVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Bræðrabönd
Þessi fréttatilkynning var að berast... gefin hefur verið út barnsránsviðvörun vegna Hank Forte sem er sex ára. Hank sást síðast á sveitamarkaðnum í Amarillo. Brody Bloodworth fékk sting í hjartað þegar mynd af drengnum birtist á skjánum. Litli drengurinn var ljóshærður, í svörtum stuttermabol, gallabuxum og kúrekastígvélum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.
-
-
Ást og óvissa
-
Samsærið
Alyssa Haxel vaknaði til meðvitundar og fylltist skelfingu þegar hún komst að raun um að hún var innilokuð í litlu rými. Höfuðverkurinn varð allt að því óbærilegur þegar hún barðist við að reyna að muna hvar hún var og hvers vegna hún var þarna stödd. Hún fálmaði í kringum sig og þrýsti á veggina á allar hliðar til þess að kanna hvort þeir gæfu eftir. Efnið í þeim sveigðist þegar hún ýtti á þá en veggirnir gáfu ekki eftir. Þá hóf hún að þreifa eftir sprungum þar sem hún gæti mögulega náð handfestu en hreyfingarnar ollu henni sársauka. Hún gerði tilraun til að rétta úr fótleggjunum en tókst það ekki almennilega vegna þess hve lítið rýmið var. Hvar var hún eiginlega stödd? Hvað hafði eiginlega komið fyrir hana? Af hverju var lokuð inni í þessu litla rými? Hugur hennar var í þokumóðu og nístandi höfuðverkur hvolfdist yfir hana þegar hún reyndi að muna. Það var svartamyrkur allt í kringum hana. Hún gat engan veginn munað hvar hún hafði verið eða hvað hún hafði verið að gera áður en hún endaði hér... hvar sem hér nú var. Höfuðverkurinn versnaði þegar hún reyndi að rifja það upp. Magakrampi fékk hana til þess að hnipra sig saman og draga fótleggina nær kviðnum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Vinsælar bækur
-
Leyndarmál hennar
Zane Chisholm varð hissa þegar barið var að dyr- um. Hann hafði eytt hlýjum sumardeginum á hestbaki, að smala nautgripum. Nú vildi hann bara komast úr stígvélunum og fara snemma í háttinn. Síst af öllu vildi hann félagsskap.
En sá sem bankaði virtist ekki ætla að hætta því í bráð. Þar sem hann bjó á enda moldarvegs fékk hann sjaldan óboðna gesti... nema bræður
sína fimm. Það þrengir hringinn, hugsaði hann þegar hann gekk að glugganum og leit út.
Bíllinn sem stóð fyrir utan var lítill, límónu- grænn og með númeraplötu merktri ríkisháskól- anum í Montana. Greinilega ekki einn bræðra hans, hugsaði hann og glotti. Enginn af Chisholm-karlmönnunum léti sjá sig í svona stelpulegum bíl. Sérstaklega ekki límónugræn- um.
Skrýtnara var þó að sjá ungu ljóskuna sem barði að dyrum. Hún hlaut að vera villt og í leit að leiðbeiningum. Eða að selja eitthvað.
Forvitni hans var vakin og hann fór til dyra. Þegar dyrnar opnuðust sá hann að augu hennar voru blá og andlitið gullfallegt. Hún var í rauðum, þröngum kjól sem féll yfir líkamann eins og vatn. Konan var glæsileg.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brögð í tafli
Munnvikin á Lonnie sigu. –Hvað áttu við með hvað
er þetta? Þetta eru listmunir.
–Er einkasamsafnið þitt haugur af gömlum, brotnum
leirpottum? spurði annar mannanna háðslega. Nú var
Lonnie að verða reiður. Eftir öll þessi ár hafði hann loks
ákveðið að segja frá safninu sínu og voru þetta viðbrögðin? Hann benti á ferkantaða fígúru í glerkassa.
–Þetta er sjaldgæf eftirlíking af manni frá Mið-Ameríku. Næstum því 5000 dollara virði. Hann benti á
annan kassa. –Og þessi drykkjarflaska er frá Anasazimenningarþjóðinni í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Ég
borgaði þrjú þúsund fyrir hana. Kassinn þarna er fullur
af gripum frá Mississippi Indíánum. Hvaða safn sem er
myndi vilja fá hvaða hlut sem er af þessu.
–Hvar fékkstu þá?
Þetta kom frá besta vini hans í hópnum sem horfði á
Lonnie eins og hann væri svikahrappur.
–Hér og þar.
–Á svarta markaðnum?
Lonnie yppti öxlum.
–Hvað um þetta?
Lonnie sneri sér við til að dást að forsögulegri, útskorinni steinskál. Handfangið var grófgerð eftirlíking
af mannshöfði sem vísaði frá skálinni sjálfri, hauskúpan
var þakin þunnu lagi af gulli.
–Þetta eru nýjustu innkaupin mín, sagði Lonnie
hróðugur. –Staðbundin, héðan frá Wyoming. Enginn
veit frá hvaða ættbálki en hún er gömul. Forsöguleg. Ég
borgaði líka fúlgu fyrir hana.
–Var það einhver heimamaður sem seldi þér hana?
Hver?
Lonnie hristi höfuðið. –Nei, nei, ég segi ekki frá því.
Hann lofaði mér samt fleiri gripum. Sagðist ætla dýpra,
hvað sem það þýðir.
Það var eins og það kólnaði snögglega í herberginu,
eins og norðlægur vindur hefði allt í einu blásið yfir snævi
þakinn tind Klettafjalla. Lonnie leit af öðrum mann inum á
hinn. Augnaráð hvorugs þeirra lét nokkuð uppi.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Makleg málagjöld
Hún bar fingur að vörum, gaf honum merki um
að hafa hljótt.
Hver fjandinn?
Til að gera þetta enn furðulegra, gaf hún hon-
um merki um að koma nær.
Declan velti því fyrir sér. Hann velti líka fyrir
sér að kalla til hennar en hún hristi höfuðið ákaft
og gaf honum aftur merki um að hafa hljóð.
Hann reyndi að sjá hvort hún væri vopnuð en
gat ekki verið viss. En þar sem hún hafði haft gott
tækifæri til að skjóta á hann án þess að gera það,
ákvað Declan að taka áhættu. Hann stakk byss-
unni ekki í slíðrið en gekk nær.
Já, þetta var kona. Um það bil 165 sentímetrar
á hæð. Nokkur hár höfðu sloppið undan derhúf-
unni og honum sýndist hún vera dökkhærð.
–Inn, hvíslaði hún og kinkaði kolli að bakdyr-
unum. –Gerðu það, bætti hún við.
Ef hún var glæpamaður var hún kurteis glæpa-
maður, svo mikið var víst. Síðustu orðin höfðu
engin áhrif á Declan en annað mátti segja um ótt-
ann sem hann heyrði í rödd hennar. Eða eitthvað.
Það var eitthvað sem sagði honum að hún væri
ekki morðingi.
Líklega ekki.
Hann hafði áður haft rangt fyrir sér. Og var
með ör á bringunni til að sanna það.
En stöðvaði það hann?
Honum til vanþóknunar, stöðvaði það hann
ekki. Hann hafði aldrei verið varkár maður og þótt
þetta virtist vera góður tími til að byrja á því, gekk
Declan enn nær og leitaði enn að merkjum um að
hún væri vopnuð.
Allt í lagi, hún var vopnuð.
Dularfulli gesturinn færði jakkann til hliðar og í
ljós kom skammbyssa... Glock... í axlarhulstri. Þar
sem hún gerði enga tilraun til að draga byssuna
upp, gekk Declan enn nær, upp hliðartröppurnar.
Hann benti líkVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.
-
-
Örlagasögur
-
Grimmdarverk
Bæði upplitaði, blái bíllinn og eigandi hans, hin holdgranna og hörkulega Reggie Lamb, voru farin að láta á sjá. Hún pírði augun og leit yfir hóp komufarþeganna á Tallahassee alþjóðaflugvellinum. Sólin og lífið höfðu markað djúp för í húð hennar og ljósu krullurnar voru orðnar gráar. Hún var bara 49 ára en leit út fyrir að vera minnst áratug eldri. Eða svo fannst Theu Lamb sem fylgdist með henni úr hópnum. Svo skammaðist hún sín fyrir dómhörkuna. Hún hafði ekki lagt ferðina á sig til að veltu sér upp úr göllum móður sinnar heldur af því nú hafði annað barn horfið í bænum Black Creek í Flórída og Thea hafði flogið frá Washington DC til að hjálpa við leitina. Black Creek. Heiti heimabæjar hennar passaði ágætlega inn í þungbúið landslagið við landamæri Flórída og Georgíu. Svæðið var það syðsta í Sólskinsríkinu en Thea hefði frekar kallað það myrkt en sólríkt. Stór svæði skógarþykknis breiddu úr sér ofan á neðanjarðarneti hella og uppspretta. Þetta var staður sem þaggaði niður óp og faldi bein að eilífu. Lykt af mosa og eðju, þefurinn úr martröðum hennar, sótti á Theu svo hún dró andann djúpt og kæfði hann með flugvélaútblæstrinum. Fyrra barnið sem hvarf, fyrir 28 árum, hafði verið Maya, tvíburasystir hennar. Henni hafði verið rænt úr herberginu sem þær sváfu báðar í. Minningarnar um þá nótt sóttu að henni og hún þurfti að minna sjálfa sig á að hún væri fullorðin
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Vinsælar bækur
-
Talinn af
Þremur mánuðum síðar
Farsíminn hennar Jessicu hringdi þar sem hún sat við skrifborðið og fór yfir stærðfræðipróf. Hún hrökk í kút og kyngdi
kekki á meðan hún tók símann úr vasa jakkans sem hékk á stólnum. Eftir allan þennan tíma ætti símhringing ekki að valda þessum viðbrögðum, en samt var raunin þessi og þannig yrði það eflaust áfram. Að minnsta kosti þar til lík hans fyndist. Eða þar til
hún kæmist að sannleikanum.
Hún svaraði. –Já? Rödd hennar var lág því hún þekkti ekki
númerið sem birst hafði á skjánum og það reyndi alltaf á
taugarnar. Hve oft hafði hún ímyndað sér að fá fréttir um Alex
frá einhverjum ókunnum? Næstum eins oft og hún hafði ímyndað
sér að fá símtal frá honum sjálfum einhvers staðar í annarri
heimsálfu, þar sem hann hafði ákveðið að byrja nýtt líf án hennar.
Það var vandinn þegar eiginmaður manns hvarf. Maður vissi ekki
hvort hann væri dáinn eða lifandi; maður lifði í óvissu og upplausn. Allar fréttir voru betri en engar.
Sá sem hringdi var sölumaður sem vildi vita hvort ekki þyrfti
að fara yfir ástand pípulagna hjá henni. Hún var fljót að losa sig
við náungann. Sannleikurinn var sá að heimilið hennar var líka í
óvissu. Ef ekki væri fyrir Billy Summers og þrautseigju hans
þegar kom að viðhaldinu, léti hún líklega allt grotna niður í
kringum sig.
Og því varð að ljúka. Hún varð að taka sig taki. Kannski var
kominn tími til að hugsa um að selja húsið, kaupa minni íbúð.
Gæti hún það? Ekki enn. En spurningin leitaði á hana... hvað
myndi hún gera ef Alex birtist skyndilega?
Sólin skein inn um háa gluggana og það var of heitt þarna
9
inni. Hún krosslagði handleggina á skrifborðinu og hallaði sér
fram, lokaði augunum. Svefnleysið á næturnar kom henni oftVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ljósmóðir í lífshættu
Sum börn koma snögglega í heiminn með spörkum og öskrum. Önnur taka andköf. Svo eru börn sem opna faðminn og ná taki á manni. Hvert ungbarn er einstakt. Hver fæðing kraftaverk.Rachel Devon naut þess að vera ljósmóðir.Hún brosti til nýfædda barnsins í fangi sér. Litla stúlkan, sem var bara tveggja stunda gömul, starði á vetrarsólina fyrir utan gluggann. Hvað skyldi hún verða þegar hún yrði stór? Hvert myndi hún ferðast? Fyndi hún ástina? Gangi þér vel, litla stúlka. Ég er enn að leita.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Mansal
Því fyrr sem þessari rannsókn lyki, þeim mun betra. Eftir átta mánaða starf var Brady Masters alríkislögreglumaður að því kominn að missa þolinmæðina. Hann þráði að komast aftur til Quantico og hafði úr eigin vasa greitt fyrir sæti í leiguflugi frá Albequerque til flugvallarins í Grand-sýslu skammt frá Granby í Colorado.Hann laut höfði meðan hann gekk út úr litlu flugvélinni og niður á flughlaðið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.
-
-
Sjúkrasögur
-
Suðrænn seiður
Fram að þessu hafði lífið ekki gefið Rebeccu Stone ástæðu til að trúa á losta við fyrstu sýn, hvað þá ást. Heilbrigð skynsemi var henni fremur að skapi. En þennan dag fór hún að trúa. Á lostann, að minnsta kosti. Henni var funheitt á næmustu svæðum líkamans eins og hún væri táningsstelpa að bíða eftir að fá koss frá aðalsöngvara strákahljómsveitar. Það var magnað, ekki síst vegna þess að fáeinum sekúndum áður höfðu hormónarnir hagað sér eins og venjulega hjá hinum þrjátíu og sjö ára gamla enska lækni, sem var raunsær að eðlisfari og í ástarsorg. Hún leit niður á geirvörturnar sínar. Jamm. Þær fundu þetta greinilega. Sjávarhitinn var fullkominn og ekki hægt að kenna honum um stinninguna. Léttu bárurnar undir brimbrettinu hennar höfðu ekki neikvæð áhrif heldur. Þær voru að minnsta kosti skárri en þeytivindan í þvottavélinni hennar. Hana hafði hún reyndar bara prófað einu sinni. Í tilraunaskyni, að sjálfsögðu. Allt fyrir vísindin. Hún horfði aftur yfir á ströndina og leitaði að manninum sem hafði kveikt svona eftirminnilega í henni. Þarna var hann. Ja, hérna! Að vísu var hann allfjarri henni og hún gleraugnalaus, þannig að órarnir léku í rauninni stærra hlutverk en veruleikinn. Ef guðirnir voru hávaxnir, svarthærðir, með gullna húð og flúr á réttum stöðum var hún tilbúin að taka á móti þeim.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Vinsælar bækur
-
Á nýjum stað
Summer Hoyts hélt í hönd sonar síns þegar þau gengu á milli verslananna. Svalur andvarinn bætti úr skák því mjög margir höfðu komið út þetta laugardagskvöld til að sjá risastóra jóla- tréð í miðri þaklausu verslunarmiðstöðinni.
Þetta yrðu fyrstu jólin þeirra í Ballarat. Fyrstu jólin fjarri álaginu sem fylgdi gamla lífinu þeirra í Sydney. Hafði hún gert það rétta? Summer fann fyrir kvíða, og ekki í fyrsta skipti síðan þau höfðu stigið upp í flugvélina fyrir tveimur dögum og komið í nýja bæinn. Hún hafði rifið sig og son sinn upp með rótum og farið burt frá hégómlega lífinu sem þau höfðu neyðst til að lifa í Sydney. Hún hristi höfuðið til að skýra hugann og sagði sjálfri sér að hún hefði gert það rétta. Hún hafði fengið fullt forræði yfir syni sínum og nú var rétti tíminn til að skapa nýtt líf, fjarri valdasjúku tengdafólkinu. Í Ballarat hafði verið auglýst eftir nýjum barnalækni og hún hafði gripið tækifærið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Björgunarleiðangurinn
Mannvera, sem var svartklædd frá hvirfli til ilja, steig út úr
bílnum farþegamegin.
Hávaxin. Sterkleg. Teygði sig í eitthvað sem hlaut að vera
þungur bakpoki í aftursætinu og lyfti honum fyrirhafnarlaust á
aðra öxlina.
Og svo sneri hann sér við og Rebecca sá andlitið undir hárinu
sem var eins svart og einkennisbúningurinn. Hún sá miskunnarlausa
andlitsdrætti mannsins sem hún hataði svo heitt að
áfallið rændi hana andardrættinum og fékk hjartað til að slá svo
hratt að það var sársaukafullt við rifbeinin.
–Getur ekki verið.
–Hvað? Gráhærður maður í einkennisbúningi með merki
stærstu þyrlubjörgunarsveitar Nýja Sjálands færði sig frá
litlum hópi fólks framan við stórt kort sem þakti vegg
inni á skrifstofu hans á annarri hæðinni. –Sagðirðu eitthvað,
Bec?
Orðin höfðu verið eins og kvalafull stuna innra með henni
en hún hafði greinilega sagt þau upphátt. Kannski höfðu þau
meira að segja borist lengra en til eyrna yfirmannsins, Richards.
Það gæti útskýrt af hverju maðurinn fyrir utan hafði snúið
höfðinu svona snöggt til að líta upp. Af hverju augnaráðið
hafði lent beint á andliti hennar.
Hún fann hvernig hann varð grafkyrr þegar hann þekkti
hana. Var erfitt að bera svona þunga sektarkennd?
Hún vonaði það.
–Aha... nú var röddinVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Eina vonin
Lowri lyfti upp hendinni og ýtti á takkann á dyrasímanum.
Setrið var stórt, mun stærra en hún hafði búist við. Það stóð
í hlíð, með útsýni yfir Garda-vatn, eign sem hlaut að
vekja aðdáun allra. Í gegnum skrautlegt járnhliðið sá hún
fullkomnar grasflatir og gretti sig. Þótt það hefði verið
augljóst á þeim litla tíma sem þau áttu saman að Vincenzo
væri ríkur, hafði hún ekki áttað sig á því hve ríkur hann
var.
Svona hús hlaut að vera afar dýrt í rekstri og svo var það
íbúðin í fína hverfinu í Mílanó. Ekki einu sinni frábær skurðlæknir eins og Vincenzo hafði efni á tveimur svona eignum.
Hann hlaut að vera úr ríkri fjölskyldu sem hjálpaði honum að
fjármagna lífsstílinn. Sú tilhugsun kom henni úr jafnvægi.
Síst vildi hún að hann teldi hana vera á höttunum eftir peningum.
–Si?
Karlmannlega röddin sem kom úr hátalaranum gerði henni
hverft við. Lowri bar hönd að brjóstinu, þar sem hjartað sló
ört. Það voru fimm ár síðan hún hafði hitt Vincenzo og hún
hafði ekki verið í neinum samskiptum við hann síðan þá,
samt átti hún ekki í neinum erfiðleikum með að þekkja rödd
hans. Það var sem röddin væri greypt í huga hennar, hefði
legið í dvala allan þennan tíma. Skyndilega vöknuðu upp
minningar, sérstaklega minningar um síðustu nóttina þeirra
saman...Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.
-
-
Hljóðbækur
-
Engin grið
Charlotte Reacher vissi hvað það var að vera ein. Að eiga hvorki heimili né fjölskyldu. Að enginn kærði sig um hana.
Að enginn elskaði hana. Þessi einmanaleiki hafði orðið henni hvatning til að hefja listkennslu fyrir táningsstúlkur í Tumbleweed í Texas. Þær fjórar sem nú voru hjá henni voru allar fósturbörn sem þörfnuðust hughreystingar og væntumþykju.
Hún gekk brosandi um vinnustofuna þar sem stúlkurnar sátu á bak við strigana sem voru óðum að breytast er þær máluðu á þá. Fyrst þegar þær komu á vinnustofuna, fyrir einum og hálfum mánuði, höfðu þær málað gráar og dapurlegar myndir sem sýndu örvæntinguna í lífi þeirra.
Það voru ekki allar stúlkur með bikinívöxt, þær höfðu ekki allar áhuga á andlitsfarða, tískublöðum og klappstýrum. Og þær áttu ekki allar foreldra sem höfðu efni á að láta laga galla þeirra.
Þær sjálfsöruggu kunnu að blanda geði við fólk, eignast vini og tjá skoðanir sínar, á meðan aðrar vesluðust upp á sálinni, drógu sig í hlé og þjáðust af litlu sjálfstrausti. Grimmir bekkjarfélagar gerðu illt verra með stríðni og fantaskap, svo
að stúlkurnar urðu sífellt minni í sér með hverju hnjóðsyrðinu sem þær fengu að heyra.
Þannig hafði þetta verið hjá Charlotte sjálfri þegar hún var að alast upp í kerfinu. Fæðingarblettur hafði kallað áVerð á hljódbókVerð á hljódbókmeð VSK995 kr.
Vinsælar bækur
-
-
Ódýri netpakkinn
-
Febrúar 2023
6 rafbækur saman í pakka með 10% afslætti
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK5.370 kr. Verð áður5.970 kr.
Vinsælar bækur
-
Apríl 2020
6 rafbækur saman í pakka með 10% afslætti
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK5.370 kr. Verð áður5.970 kr. -
Mars 2020
6 rafbækur saman í pakka með 10% afslætti
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK5.370 kr. Verð áður5.970 kr. -
Mars 2017
6 rafbækur saman í pakka 4 rafbækur og 2 tímarit með 10% afslætti
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK4.860 kr. Verð áður5.400 kr.
-
-
Höfundar
-
Samsærið
Alyssa Haxel vaknaði til meðvitundar og fylltist skelfingu þegar hún komst að raun um að hún var innilokuð í litlu rými. Höfuðverkurinn varð allt að því óbærilegur þegar hún barðist við að reyna að muna hvar hún var og hvers vegna hún var þarna stödd. Hún fálmaði í kringum sig og þrýsti á veggina á allar hliðar til þess að kanna hvort þeir gæfu eftir. Efnið í þeim sveigðist þegar hún ýtti á þá en veggirnir gáfu ekki eftir. Þá hóf hún að þreifa eftir sprungum þar sem hún gæti mögulega náð handfestu en hreyfingarnar ollu henni sársauka. Hún gerði tilraun til að rétta úr fótleggjunum en tókst það ekki almennilega vegna þess hve lítið rýmið var. Hvar var hún eiginlega stödd? Hvað hafði eiginlega komið fyrir hana? Af hverju var lokuð inni í þessu litla rými? Hugur hennar var í þokumóðu og nístandi höfuðverkur hvolfdist yfir hana þegar hún reyndi að muna. Það var svartamyrkur allt í kringum hana. Hún gat engan veginn munað hvar hún hafði verið eða hvað hún hafði verið að gera áður en hún endaði hér... hvar sem hér nú var. Höfuðverkurinn versnaði þegar hún reyndi að rifja það upp. Magakrampi fékk hana til þess að hnipra sig saman og draga fótleggina nær kviðnum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Vinsælar bækur
-
Frost og funi
–Við höfum fullkomnar aðstæður hér á Bayview Grace og á
meðal starfsfólks okkar eru sumir af bestu skurðlæknum landsins. Dr. Virginia Potter gnísti tönnum en brosti svo sínu besta
brosi til stjórnarinnar og fjárfestanna.
Hún þoldi ekki þennan hluta starfsins en sem yfirmaður
skurðdeildarinnar neyddist hún til að sinna því. Hún vildi frekar
skíta sig út, vinna með hinum neyðarlæknunum, en hún var vön
smjaðrinu. Að vinna fyrir styrkjum og vera á listum ótal skólastjóra hafði kennt henni að sannfæra fólk. Þannig hafði hún
komist í gegnum skólann. Barnæska hennar hafði vissulega ekki
búið hana undir það.
Virginia saknaði þess samt að bjarga mannslífum. Hún fékk
enn tíma á skurðstofunni en alls ekki eins mikinn og hún vildi.
Þetta er það sem þú vildir, sagði hún við sjálfa sig. Það var
frami eða fjölskylda. Enginn millivegur. Faðir hennar hafði
sannað það fyrir henni. Hann hafði eytt meiri tíma með fjölskyldunni í stað þess að rísa upp í starfi. Vegna þess, og af því
að hann hafði lent í slysi, hafði honum strax verið sagt upp
þegar verksmiðjan færði sig suður á bóginn. Virginia hafði lært
á því. Til að ná árangri, gat maður ekki átt bæði.
Það voru gildin sem faðir hennar hafði kennt henni. Að reyna
alltaf það besta, að teygja sig til toppsins. Það var fórn sem maður
þurfti að færa. Það var staðan sem hún vildi.
Að gera ekki sömu mistök í lífinu og hann hafði gert. Tryggja
þak yfir höfuðið og mat á borðið. Það var það sem henni hafði
verið kennt að væri merki árangurs.
Aðrir eiga bæði.Hún ýtti þeirri hugsun frá sér. Nei. Hún vildi
ekki fjölskyldu. Hún gat ekki misst fleiri. Hún ætlaði ekki aðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ný móðir
Þegar ofnklukkan hringdi þaut Rosemary fram í eldhús á
ógnarhraða. Hún hafði keypt heilmikið af tækjum í gamla
KacKinnon-bústaðinn á síðustu sex mánuðum en ekki haft efni
á nýrri eldavél. Hitastillirinn á ofninum gat verið harla dyntóttur.
Sem betur fer hegðaði gamla skriflið sér vel í þetta sinn.
Hún þreif pottalepp og dró út bakka með rjómabollum, fagursköpuðum
og gullinbrúnum. Þær voru fullkomnar.
Meðan bollurnar kólnuðu fór hún út að sækja eldivið.
Vindurinn nísti hana í andlitið en Rosemary hrósaði engu að
síður happi þar eð kominn var 19. desember og á Hvíslfjalli
gátu geisað hríðarbyljir og stormar á þessum árstíma. Svolítill
vindur var ekkert til að gera veður út af.
Þegar hún kom inn kraup hún við risavaxinn arininn. Það
snarkaði í kolunum í eldstæðinu og hún þurfti aðeins að bæta
nokkrum drumbum á eldinn og róta aðeins í kolunum. Innan
skamms logaði glatt í arninum svo að hlýtt varð í herberginu.
Hún stóð upp, teygði úr sér og strauk rykið af höndum sér.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.
-
-
Ókeypis rafbók
-
Þyrluslysið
Það fyrsta sem Sam tók eftir hjá henni var óttinn í augnaráðinu. Jæja, kannski ekki það fyrsta. Ef hann var heiðarlegur við sjálfan sig sá hann fyrst að augun voru tælandi. Það er að segja, ef hægt er að lýsa augum sem tælandi. Jú, augum hennar, ákvað hann. Ekki spurning. Stór augu, umkringd dökkum augnhárum, skærgræn á litinn. En já, núna lýstu þau ótta.
Verð á rafbók
Vinsælar bækur
-
Þyrluslysið
Það fyrsta sem Sam tók eftir hjá henni var óttinn í augnaráðinu. Jæja, kannski ekki það fyrsta. Ef hann var heiðarlegur við sjálfan sig sá hann fyrst að augun voru tælandi. Það er að segja, ef hægt er að lýsa augum sem tælandi. Jú, augum hennar, ákvað hann. Ekki spurning. Stór augu, umkringd dökkum augnhárum, skærgræn á litinn. En já, núna lýstu þau ótta.
Verð á rafbók
-
-
Ókeypis hljóðbók
Vinsælar bækur
-
Seríur
-
Samsærið
Alyssa Haxel vaknaði til meðvitundar og fylltist skelfingu þegar hún komst að raun um að hún var innilokuð í litlu rými. Höfuðverkurinn varð allt að því óbærilegur þegar hún barðist við að reyna að muna hvar hún var og hvers vegna hún var þarna stödd. Hún fálmaði í kringum sig og þrýsti á veggina á allar hliðar til þess að kanna hvort þeir gæfu eftir. Efnið í þeim sveigðist þegar hún ýtti á þá en veggirnir gáfu ekki eftir. Þá hóf hún að þreifa eftir sprungum þar sem hún gæti mögulega náð handfestu en hreyfingarnar ollu henni sársauka. Hún gerði tilraun til að rétta úr fótleggjunum en tókst það ekki almennilega vegna þess hve lítið rýmið var. Hvar var hún eiginlega stödd? Hvað hafði eiginlega komið fyrir hana? Af hverju var lokuð inni í þessu litla rými? Hugur hennar var í þokumóðu og nístandi höfuðverkur hvolfdist yfir hana þegar hún reyndi að muna. Það var svartamyrkur allt í kringum hana. Hún gat engan veginn munað hvar hún hafði verið eða hvað hún hafði verið að gera áður en hún endaði hér... hvar sem hér nú var. Höfuðverkurinn versnaði þegar hún reyndi að rifja það upp. Magakrampi fékk hana til þess að hnipra sig saman og draga fótleggina nær kviðnum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Vinsælar bækur
-
Ævintýraþrá
–Viltu að ég geri hvað í kvöld?
Harriet svelgdist næstum því á engiferkexkökunni sem hún var nýbúin að dýfa í teið. Hvernig vissi yfirmaður hennar alltaf
hvernig átti að koma henni úr jafnvægi? Vissi hann ekki að það voru næstum helgispjöll að trufla manneskju á svona stundu?
–Flytja fyrirlesturinn í kvöld. Þú tekur aldrei heiðurinn af verkum þínum og þetta væri fullkomið tækifæri til að sýna
rannsóknir þínar.
Bailey læknir rétti henni munnþurrku og brosti. –Mylsna.
–Æ!
Enn meiri vandræðagangur. Kökumylsna skreytti nú dökkbláan búning hennar. Hefðbundin tíguleg framkoma. Eða þannig. Yfirleitt fór aðsniðinn kjóllinn grönnum vexti Harriet vel… bjó til þá blekkingu að hún væri meiri kvenmaður en strákastelpa. En nú þegar blaut engiferkexkaka var framan á henni líktist hún meira… jæja… maður var ýmsu vanur á barnadeild spítalans. Hún tók við munnþurrkunni og hló vandræðalega.
Hún hafði fengið alls konar sull í búninginn í gegnum árin og þetta taldist ekki alvarlegt. Ekki að það væri þægileg stund að nudda bringuna með munnþurrku fyrir framan yfirmanninn.
–Ég veit ekki…
Hún ákvað að nota gamalkunna afsökun. –Systir mín þarfnast mín…
–Systir þín býr í Los Angeles. Góð tilraun, Harriet.
–Reyndar er hún að koma í heimsókn?
Hmm. Þetta átti ekki að hljóma eins og spurning.
–Hvenær?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hvarfið
Lexie Forbes fór sjaldnast snemma úr vinnunni á svæðisskrifstofu FBI í Kansas City en þetta föstudagssíðdegi hætti hún að
vinna klukkan þrjú og gekk að bílnum sínum á bílastæðinu. Það
var ekkert á skrifborðinu hennar sem lá á, bara þessir venjulegu
glæponar og perrar handa henni að eltast við. En hún hafði
vaknað um morguninn og fundið fyrir vægum kvíða sem hún
hafði ekki alveg náð að hrista af sér.
Hún vissi ástæðuna fyrir kvíðanum... Lauren, tvíburasystir
hennar. Þær voru einstaklega nánar og töluðu saman í síma að
minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á dag en undanfarna tvo
daga hafði Lexie ekki náð sambandi við systur sína.
Hún gekk yfir bílastæðið en fyrstu haustlaufin fuku um fætur
hennar og svöl golan vakti óvænta gæsahúð á hand leggj unum.
Hún kom að bílnum, opnaði lásinn og smeygði sér svo undir
stýri. Hún var nýbúin að stinga lyklinum í svissinn og setja í
gang þegar tilfinningin helltist yfir hana, óbærilegur sársauki
sem kviknaði svo snöggt í hnakkanum að hún náði ekki andanum sem snöggvast.
Hann varði bara í augnablik og hvarf svo, hún sat eftir og
barðist við að ná andanum og hélt dauðahaldi um stýrið.
–Úff, sagði hún með andköfum. Hvað var þetta eiginlega?
Hún teygði upp skjálfandi hönd og lagaði baksýnisspegilinn svo
hún gæti séð spegilmynd sína.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brúðkaupsferðin
Það small taktfast í lághæluðum götuskóm Cassie Miller á
flísagólfinu á ganginum sem lá að skrifstofu yfirmanns hennar. Þegar rannsakandi hjá FBI var kallaður á skrifstofu Forbes
yfirmanns hafði það yfirleitt í för með sér sambland af spennu
og svolítinn kvíðahroll.
Spennan var miklu meiri en kvíðinn hjá Cassie því hún gat
ekki ímyndað sér neitt sem hún hefði gert til að koma sér í
vandræði. Þetta tæpa ár sem hún hafði starfað á svæðisskrifstofunni í Kansas City, Missouri, hafði hún ekki einu sinni
komist nálægt því að fá áminningu. Cassie gerði sér far um að
fylgja leikreglunum.
Hún var meira en tilbúin fyrir nýtt verkefni. Það voru
nokkrir mánuðir síðan hún hafði gert eitthvað annað en að
skrifa skýrslur og lesa gamlar málsskýrslur til að fá nýtt
sjónar horn á málin. Hún var æst í að komast í einhvern hasar.
Hún hikaði og lagaði kragann á hvítu blússunni sinni undir
létta dökkbláa jakkanum, strauk svo feimnislega niður eftir
þrönga dökkbláa pilsinu til að fullvissa sig um að það væri
ekki krumpað. Henni fannst betra að sýna sína bestu hlið
þegar hún gekk fyrir yfirmanninn.
Hún lagði af stað aftur en sporin urðu svolítið hikandi. Hún
sá manninn sem nálgaðist skrifstofuna úr gagnstæðri átt. Hann
var í þröngum, bláum gallabuxum og bláum stuttermabol sem
lá þétt að breiðum herðum. Göngulagið var kæruleysislegt og
gaf í skyn sjálfsöryggi og kannski svolítinn hroka.
Það var þrennt í lífinu sem Cassie var í nöp við: óreiðu,
bráð læti og sjóðheita manninn sem nálgaðist úr hinni áttinni,
Mick McCane rannsakanda.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.
-
-
Áskrift
Vinsælar bækur
-
Desember 2019
Þú halar bókunum beint niður frítt ef að þú ferð í áskrift
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK0 kr.