Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Spítalaerfinginn
Þegar Eliana kom niður á hótelbarinn hafði hún ekki ætlað sér að kynnast neinum. Allra síst fjallmyndarlega
manninum sem sat á þarnæsta barstól.
Hún hafði verið að fylgjast með knattspyrnuleiknum og ekki tekið eftir því að hann settist þar fyrr en hann
fór að tala um nýjan framkvæmdastjóra annars liðsins.
Það kom henni í opna skjöldu. Yfirleitt gerðu karlmenn ráð fyrir því að hún vissi ekkert um íþróttina.
Við fyrstu sýn virtist hann vera ósköp venjulegur, vel klæddur kaupsýslumaður að slaka á eftir langan
vinnudag. En því lengur sem hún virti hann fyrir sér, þeim mun meiri fiðringur fór um hana. Maðurinn var
hreint einstaklega myndarlegur.
Jakkafötin voru sérsaumuð og fóru honum svo vel að það var eins og hann hefði fæðst í þeim. Efnið var svart
og hafði á sér þann blæ að maður án mikils sjálfsöryggis hefði tæpast notið sín í þeim. En þessi náungi bjó yfir
þögulli en magnaðri ánægju með lífið og tilveruna.
Það eina sem stakk í stúf var svarta hárið, sem náði niður á herðar. Hann hafði strokið því kæruleysislega frá
augunum á sér. Eliana langaði til að stinga fingrunum á kaf í hárið og draga hann til sín.
Fantasían réðst óvænt á hana. Taugarnar voru nógu þandar fyrir og hún hristi höfuðið. Heilinn í henni hlaut
að vera þreyttur. Hún beit í vörina til að koma í veg fyrir að hún sleikti þær þegar hún sá hann gjóa augunum á
þær eitt andartak.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Flugstjórinn
Sterklega vélhjólið renndi sér mjúklega í beygjuna og brunaði eftir fáförnum vegunum. Læknirinn Lincoln
Oakes, Oakes lávarður í augum þeirra sem þekktu til fjölskyldunnar, var á leiðinni í vinnuna.
Hann kom aldrei of seint. Aldrei.
Í rauninni var hann ekki of seinn í þetta sinn. Hópurinn átti ekki að hittast á sjúkraflugvellinum fyrr en klukkan
sjö og hann hafði enn tuttugu mínútur til stefnu. En það dugði ekki til að róa hann. Hann var tíu mínútum seinna
á ferðinni en venjulega. Hann vildi helst koma fyrstur manna til vinnu.
En klukkan var ekki eina ástæðan fyrir óróleika hans.
Skelfilegu og sífelldu martraðirnar um síðasta átakasvæðið sem hann hafði verið sendur á höfðu sitt að segja
líka.
Hann jók hraðann og naut þess að heyra drunurnar í vélinni þegar hann tók næstu beygju.
Eins og það myndi einhverju breyta.
Að bruna eftir sveitavegunum dygði hvorki til að losna við draugana sem ásóttu hann né þagga niður í röddunum
sem hvísluðu að honum ásökunarorðum á næturnar.
Martraðirnar breyttu höfðinu á honum í orrustuvöll og í hvert sinn sem hann hrökk upp með andfælum gat hann
næstum því heyrt skothvellina, fundið reykjarlyktina og skynjað sjóðheitt sólskinið í Afganistan.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ástareldur
–Ekki láta mig þurfa að fara í skólann. Gerðu það.
Fraser deplaði augunum ótt og títt að konunni í farþegasætinu við hliðina á honum þegar hún starði á ljósu
steinbygginguna með brágræna þakinu og skiltinu sem á stóð: „Velkomin í Bowness-miðskólann“.
–Ég er með magapínu.
Hann stundi og neri á sér magann í leit að meðaumkun.
En henni varð bersýnilega ekki haggað þennan dag.
Hún lét brúnir síga, ranghvolfdi í sér stífmáluðum augunum og herti taglið í hárinu.
–Nei, það er ekkert að þér.
–Gerðu það. Ekki láta mig þurfa að fara, Lily, sagði hann, horfði á hana döprum augum og togaði í handlegginn á henni. –Geturðu skrifað handa mér vottorð um að ég sé veikur?
Hún hvessti á hann augun. –Á það ekki að vera þitt verk?
–Mig vantar einhvern ábyrgan til að gera það fyrir mig, sagði hann kankvíslega. –Þekkirðu einhvern?
–Hættu þessu, pabbi.
Með tregðu brosti hún loksins og gaf honum létt olnbogaskot.
–Í alvöru, þú ert verri en ég. Þú verður að fara. Þetta er vinnan. Þú skrifaðir undir samning og allt. Hættu þessari vitleysu.
–Ég kom þér samt til að brosa.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sonur bráðaliðarins
Fyrsta útkallið kom þrjátíu og sjö sekúndum eftir að morgunvaktin hófst. Annabel fagnaði því. Hún hafði
átt erfiðan morgun og kaffið var naumast byrjað að hafa áhrif.
–Heathrow-flugvöllur, flugstöðvarbygging tvö, fall eftir svima. Komufarþegi frá Finnlandi, engin saga enn.
Sextíu og tveggja ára gamall karlmaður. Hugsanlegir höfuðáverkar eftir fallið.
–Drífum okkur, sagði Annabel og brosti við félaga sínum í sjúkraflutningunum. Síðan kveikti hún á sírenunni og spennti beltið. –Ég þarf að bæta úr þessum ömurlega morgni með einhverjum hætti, til dæmis með því að bjarga mannslífi.
Tom, sem hafði verið félagi hennar lengi, ók út af sjúkrabílastæðinu. Penny á skiptiborðinu veifaði í kveðjuskyni þegar þau keyrðu út á götuna. Morgunumferðin var að mestu liðin hjá.
–Aidan? spurði hann og sendi henni samúðarfullt auganráð.
Tom var gersemi. Hún gat ekki annað en verið opinská við hann þegar þau voru í vinnunni. Nú leit hún á
hann og ranghvolfdi augunum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Slysalæknirinn
–Laura?
Röddin var dimm, mjúk og undarlega kunnugleg. Hún hafði ekki heyrt hana árum saman, en enn fór hjartað
kollhnís þegar hún heyrði hana.
Nei. Það er óhugsandi.
En hjartað hélt áfram að kútveltast og allt í einu varð hún ringluð og fann fyrir svima.
Enga vitleysu. Blóðsykurinn er bara lágur. Kannski ertu taugaóstyrk fyrir viðtalið. Og þetta getur hvort eð
er ekki verið hann. Ekki þarna.
Hægt, rólega og með tregðu leit hún upp og horfði í þessi ógleymanlegu, gráu augu. Augu sem höfðu strítt,
hlegið og einu sinni brunnið fyrir hana.
En ekki núna. Á þessu andartaki voru þau svolítið hissa.
Hún kannaðist við þá tilfinningu.
Hvað er hann að gera hér?
Viðtalið? Nei. En af hverju var hann þá í jakkafötum?
Og ef hann hafði sótt um starfið var hún ofurliði borin.
Hann var alltof fær og sannfærandi. Hann hefði átt að verða sölumaður en ekki læknir. Hann gat sannfært hvern
sem var um hvað sem vera skyldi og ráðningarnefndin myndi falla fyrir því eins og allir aðrir. Til dæmis hún.
Næstum því. En hún hafði ekki gert honum auðvelt fyrir.
Hún hafði hafnað honum æ ofan í æ á meðan þau voru í læknanáminu og höfnunin hafði verið nýmæli fyrir hinn
vinsæla Tom Stryker, sem sýndi engin merki um uppgjöf og í kjölfarið hafði orðið til eins konar leikur. Hann spurði
og hún sagði nei.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Háskaför
Dana Warren opnaði dyrnar að skrifstofum Skógræktarinnar, létt á fæti og vonglöð í hjarta. Hennar stund
var runnin upp. Það sem hún hafði unnið að árum saman. Yfirmaðurinn hafði kallað hana á sinn fund. Í
þjóðarskóginum Deschutes, skammt fyrir sunnan Bend í Oregon, loguðu eldar. Slökkva þurfti nýja og smærri elda
áður en þeir sameinuðust þeim stóra. Flokkurinn sem hún stjórnaði var næstur í röðinni til að stökkva.
Hún hafði þjálfað sig fyrir þessa stund og var tilbúin að vinna verkið. Adrenalínið streymdi um hana þegar
hún hugsaði til þess að senn myndi hún stökkva. Hún lifði fyrir það og naut þess. Í fallhlífasveit slökkviliðs
Skógræktarinnar voru fáar konur en hundruð karla. En hún hafði staðið fast á sínu gagnvart karlmönnunum og
áunnið sér virðingu þeirra. Þess vegna hafði hún orðið mjög stolt þegar hún var hækkuð í tign.
Hún arkaði beinustu leið að skrifborði slökkviliðsstjórans, hallaði sér yfir öxlina á honum og virti tölvuskjáinn fyrir sér.
–Hvað höfum við, Gus?
–Ekkert handa þér enn, en þess verður áreiðanlega ekki langt að bíða.
Dana setti stút á munninn. Gus skjátlaðist sjaldan. Hans verk fólst í því að ákvarða eldsmatinn, stefnu bálsins,
vindhraðann og fjölda þeirra manna sem senda þurfti til að berjast við eldinn. Hann var mjög fær á sínu sviði.
Í þeim svifum kallaði Leo Thomas, forstöðumaður fallhlífaslökkviliðs flugmiðstöðvarinnar í Redmond íEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lífsbjörg
–Mamma eldar alltaf kássu þegar við finnum nýtt þang. Þetta dugar rosalega lengi. Jenny starði á hauginn af sjóblautum sjávargróðrinum sem krakkarnir höfðu dregið upp úr Þangskurðarvogi. Sjórinn flæddi um eldhúsgólfið og þaralyktin var strax orðin megn. Fannst þeim að hún ætti að elda þetta? Í alvöru? –Við fáum það ekki ferskara, æpti Ruby spennt. –Og það er hellingur eftir til að setja á grindurnar. Um leið og veðrið skánar þurfum við að sækja dráttarvélina. Og það með voru þau farin, Sam, Ruby og Tom, tólf, átta og sex ára gömul. Á eftir þeim lölluðu Nipper og Pepper, tveir ástralskir fjárhundablendingar. Hún ætti að stöðva þau. Í tvo sólarhringa hafði veðrið verið kolvitlaust. Eflaust hafði alls kyns rusli skolað á land. Góð móðir myndi halda börnunum sínum inni, kenna þeim heima og sjá til þess að þau væru þurr og hrein. Óhult. En öryggið var ekki á dagskrá þessara krakka og hún var ekki móðir þeirra. Í eyrum krakkanna hljómaði orðið öryggi næstum dónalega. Hún hafði með naumindum forðast að vara þau við þegar þau hlóðu bálköst í bakgarðinum til að baka kartöflur en þó krafist þess að þau tendruðu bálið lengra frá húsinu. Hins vegar hafði hún ekki getað setið með hendur í skauti þegar hinn sex ára gamli Tom hugðist stinga fyrsta bitanum upp í sig.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Suðrænn seiður
Fram að þessu hafði lífið ekki gefið Rebeccu Stone ástæðu til að trúa á losta við fyrstu sýn, hvað þá ást. Heilbrigð skynsemi var henni fremur að skapi. En þennan dag fór hún að trúa. Á lostann, að minnsta kosti. Henni var funheitt á næmustu svæðum líkamans eins og hún væri táningsstelpa að bíða eftir að fá koss frá aðalsöngvara strákahljómsveitar. Það var magnað, ekki síst vegna þess að fáeinum sekúndum áður höfðu hormónarnir hagað sér eins og venjulega hjá hinum þrjátíu og sjö ára gamla enska lækni, sem var raunsær að eðlisfari og í ástarsorg. Hún leit niður á geirvörturnar sínar. Jamm. Þær fundu þetta greinilega. Sjávarhitinn var fullkominn og ekki hægt að kenna honum um stinninguna. Léttu bárurnar undir brimbrettinu hennar höfðu ekki neikvæð áhrif heldur. Þær voru að minnsta kosti skárri en þeytivindan í þvottavélinni hennar. Hana hafði hún reyndar bara prófað einu sinni. Í tilraunaskyni, að sjálfsögðu. Allt fyrir vísindin. Hún horfði aftur yfir á ströndina og leitaði að manninum sem hafði kveikt svona eftirminnilega í henni. Þarna var hann. Ja, hérna! Að vísu var hann allfjarri henni og hún gleraugnalaus, þannig að órarnir léku í rauninni stærra hlutverk en veruleikinn. Ef guðirnir voru hávaxnir, svarthærðir, með gullna húð og flúr á réttum stöðum var hún tilbúin að taka á móti þeim.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Nótt á Ítalíu
Ekki var auðvelt fyrir Kendru Johnson að finna stíginn til Tordigliano-strandar, en til allrar hamingju vísuðu Lejla og Ahmed Graovac henni veginn. –Efsti hlutinn af stígnum er yfirleitt ekki sýndur á kortum, útskýrði Ahmed þegar þau gengu niður mjóa og grýtta slóðina. –Hann er eins konar strönd heimamanna og vinsæll meðal bátaeigenda. Fáir ferðamenn koma hingað, jafnvel á háannatímanum. Nákvæmlega þannig stað hafði Kendra beðið Graovacsystkinin um að finna handa sér þegar hún kynntist þeim í Napólí og fór að spjalla við þau. Samkvæmt hennar reynslu var miklu betra að fara þangað sem heimamenn vöndu komur sínar. Þá fékk maður raunverulega og skýra mynd af svæðinu eða landinu. Hún hafði hins vegar ekki átt von á því að systkinin tækju sér frídag í miðri viku til að sýna henni umhverfið. –Það er lítið að gera núna, svaraði Lejla þegar Kendra spurði hvort hún þyrfti ekki að vinna þennan dag. –Eigandi kaffihússins þar sem ég vinn verður sjálfsagt feginn að þurfa ekki að borga mér. En þegar ferðamennirnir fara að koma vinn ég myrkranna á milli. –Og ég vil bæta enskuna mína, gall í Ahmed. Hann brosti breitt. –Ég þarf að æfa mig áður en ég fer að vinna. Þannig stóð á því að hún var á gangi eftir mjóum stíg sem hlykkjaðist frá aðalveginum niður að sjó. Hátt grasið beggja vegna straukst við fætur hennar og fersk vorgolan lék um vangana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ný framtíð
Læknirinn Owen Ledger blés á hendur sínar og nuddaði þeim svo saman. Það var ískalt og ekki þótti honum skemmtilegt að þurfa að standa við lestarstöðina í Sendlingaflóa í stórhríð. Hann bretti upp jakkakragann og stappaði fótunum. Í sama bili sá hann ljósin á lestinni í gegnum hríðarbylinn og varð alls hugar feginn. Nýi læknirinn var að koma og brátt yrðu þau kominn í hlýjuna í bílnum hans. Childs læknir yrði farmiðinn hans burt frá þessum stað. Hann gat ekki beðið eftir að fara og byrja upp á nýtt á nýjum stað þar sem enginn þekkti hann eða dæmdi hann vegna fortíðar hans. Enginn myndi horfa á hann meðaumkunaraugum. Jæja, augun voru kannski ekki full af meðaumkun, en það fannst honum samt. Íbúar eyjunnar Morrow vissu of mikið um hann og það var erfitt að búa til þá hæfilegu fjarlægð sem hann varð að sýna í læknisstarfinu. Hann þekkti fólkið, fjölskyldur þess, vini og daglegt amstur. Íbúarnir voru aðeins nokkur hundruð talsins og sögusagnir því fljótar að berast um alla eyna. Þegar alvarleg mál voru annars vegar, til dæmis þegar hann þurfti að færa fólki dapurlegar fréttir, var erfitt að halda þeirri fjarlægð sem hann þarfnaðist til að vernda sjálfan sig og fólkið. Allir höfðu verið viðstaddir brúðkaup hans og flestir dansað við brúðina. Allir höfðu verið viðstaddir útför hennar. Lestin nam staðar, dyrnar opnuðust og farþegar gengu frá borði. Hann kannaðist við Gerry Farmer, sem veifaði til hans, og Peter Atkins, sem heilsaði honum með handabandi og spurði hvort hann vantaði far.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.