Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Sonur dýralæknisins
Ellie lyfti litla loðboltanum upp að andliti sínu og knúsaði hann.
Hvolpatími eftir erfiða aðgerð var alltaf endurnærandi. –Hver er besti pínu ponsu hvolpurinn?
Kolsvarti labradorinn tyllti loppunni á nefið á henni og sleikti kinn hennar með pínulitlu bleiku tungunni. Þrátt fyrir að hún hefði átt milljón hvolpastundir eins og þessa var hjarta Ellie samt sem áður að rifna á saumunum.
–Þú ert svo sannarlega sá sætasti.
Eins og til að mótmæla fóru allir hinir hvolparnir, skrautleg blanda af gylltum, rauðum, svörtum og einum súkkulaðibrúnum, að klifra upp og detta niður fótleggi hennar, og keppast um knús.
Fjögurra vikna gamlir og fullir af lífi. Fullkomið got tíu hvolpa sem náði yfir allt litróf labradorsins. Þetta var síðasta got
Esmeröldu, heittelskaðrar labradortíkur Ellie, þó hún vissi að hún væri ekki fullkomlega hlutlaus var hún sannfærð um að það væri fyrir bestu.
Hún tók annan upp og andaði að sér yndislegum hvolpailminum. Mmm... Fullkomið. Hún gat ekki beðið eftir að Mav kæmi heim úr brimbrettaskólanum. Hlátur sonar hennar í sambland við hvolpaknús... hreint himnaríki.
–Smá hvolpameðferð í gangi?
Ellie leit upp og sá læriföður sinn til langs tíma brosa til hennar. –Ha! Þú stóðst mig að verki, Henry.
–Erfið aðgerð?
–Mjög. Hún sagði honum frá Golden retriver hundinum sem hafði slasast þegar hann hrasaði á meðan hann hélt á stóru priki.
–Og munnholið?
–Það var gríðarlegt magn af flísum á tungunni og í munninum. Ein stór föst í hálsinum, grey kallinn. Hann er sofandi núna.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Í örmum læknisins
Amy Woodell lagfærði hlýrann á græna kjólnum sínum einu sinni enn þar sem hún gekk inn á glæsilegt hótelið. Hún hafði rakið saumana upp og saumað hann upp á nýtt í tilraun til að stytta faldinn bara örlítið. En það hafði ekki alveg leyst vandamálið.
Í flýtinum við að pakka niður fyrir ferðina til Brasilíu hafði hún tekið vitlausa skó með sér. Hælarnir á silfurlitu opnu
skónum hennar voru nokkrum sentimetrum lægri en á svörtu pinnahælunum sem hún hefði annars farið í. En hún hafði
bæst á síðustu stundu við þann hóp af fólki sem myndi taka þátt í sumarprógrami á hinu stórkostlega Paulista háskólasjúkrahúsi. Með stífri dagskránni sem fylgdi og seinkuðu flugi í kjölfarið hafði hún ekki haft neinn tíma til að fara og versla. Hún hafði sett silfurlitað belti um mittið á sér sem aðra tilraun til að koma í veg fyrir að kjóllinn hennar myndi dragast eftir gólfinu.
Hún svipaðist um á milli pálmatrjánna og suðrænna skreytinganna og kom auga á kunnuglegt andlit í fjöldanum. Krysta, hét hún það ekki? Það hafði verið löng biðröð á flugvellinum en sem betur fer hafði hún hitt Krystu, sem var einnig einn af sumarlæknunum, sérfræðingur í endurbyggingu andlita. Þær höfðu strax náð vel saman, vinalegt viðmót hinnar konunnar hjálpaði til við að róa taugar hennar.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Frændurnir
Þessi kona yrði honum áreiðanlega að falli.
Hugboðið laust Jake Cooper er hann horfði yfir vel skóaðan mannfjöldann sem var kominn til hátíðarkvöldverðar vegna
opnunar sumardagskrár hins víðfræga sjúkrahúss Hospital Universitário Paulista í Brasilíu.
Hann vissi það en samt starði hann. Og jafnvel þótt félagar hans reyndu að spjalla við hann gat hann ekki haft augun af þessari æstu konu.
Flavia Maura hét hún, en þekktari sem selvagem-konan.
Ótamin. Villimannleg. Frumskógarkonan.
Jake efaðist ekki um það eitt andartak að hún væri stórhættuleg geðheilsu hans.
Hún stóð hjá tveimur öðrum konum, en í hans augum voru hinar konurnar tvær bara grámyglulegir flekkir við hliðina á
Flaviu. Það sama gilti um alla aðra í salnum. Þeir höfðu horfið um leið og hann leit þessa konu augum. Fyrst hélt hann að eitthvað væri að sjóninni hjá sér, en svo áttaði hann sig á því að hann var einfaldlega hugfanginn.
Hann var þangað kominn til að taka þátt í þjálfunarnámskeiði. Þetta sumar hittust helstu og færustu sérfræðingar í
heimi á sviði læknifræði til þess að kenna hver öðrum nýjustu tækni og vísindi en einnig til að læra af starfssystkinum sínum.
Sjálfur var hann þátttakandi í tilraunum með eitur, sem unnið var úr sporðdrekum, til að lýsa upp krabbameinsfrumur. ÞegarEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ástarblossi
Ef það var eitthvað sem doktor Francisco Carvahlo hafði vit á fyrir utan læknisfræðilega sérþekkingu sína á lýtalækningum, var það tíska, og formlegur klæðnaður doktor Krystu Simpson fékk hann nærri því til að gráta.
Það var ekki að hann liti út fyrir að vera ódýr. Þvert á móti hafði hún líklega borgað ágætis summu fyrir kjólinn, og hönnun hans var óaðfinnanleg, með mjúklegri fellingu við hálsmálið og samantekið mitti.
Nei. Hann gat ekkert fundið að kjólnum sem slíkum, þó hann væri úr tísku, en á doktor Simpson var hann örstutt frá
því að vera viðurstyggð.
Í fyrsta lagi var hann að minnsta kosti einu númeri of stór og hékk á henni eins og poki. Í öðru lagi eyðilagði fölgrænn litur kjólsins litarhaft hennar, sem var brúnt með ríkum koparlitum undirtóni og freknum, og gerði hana gulleita.
Til að toppa þetta allt saman myndu skórnir hennar hæfa betur konu þrisvar sinnum eldri, með plattfót og staðfasta óbeit á öllu kvenlegu eða í tísku.
Hver gekk í klunnalegum flatbotna skóm við fínan kjól?
Það gerði doktor Simpson greinilega.
Það hjálpaði ekki til að hún stóð við hliðina á fallegri konu í glæsilegum, blágrænum kjól með einum axlarhlíra sem klæddi hana óendanlega vel. Francisco þekkti hana ekki og gerði ráð fyrir að hún væri einn af erlendu sérfræðingunum. Við hina hlið hennar var doktor Flávia Maura, virtur sérfræðingur íEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stolin nótt
Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Vælandi bremsuhljóð. Skellur þegar höfuðið á Abigail Phillips small á hnakkapúðanum og bíllinn kipptist til
þegar drapst á vélinni. Óttinn við að eitthvað verra myndi gerast fékk Abby til að klemma augun aftur í nokkrar sekúndur og grípa um stýrið eins og líf hennar lægi við.
Myndi bíllinn hennar verða fyrir öðru höggi og kastast inn í umferðina eða á næsta ljósastaur?
En það var bara þögn núna og bíllinn hennar var jafn stöðugur og hann hafði verið fyrir ákeyrsluna, þegar Abby
hafði verið fyrst til að stöðva við rautt ljós. Hún gerði sér grein fyrir að það hafði bara verið keyrt aftan á hana og
það var sjálfsagt ekkert stórmál. Hún myndi gjarnan vilja stökkva út og kanna skemmdirnar á bílnum en það var ekki
að fara að gerast. Það sem hún gerði var að draga andann djúpt nokkrum sinnum og reyna að ná stjórn á því hvernig
hjartað í henni barðist upp við rifbeinin. En í stað þess að hægja á sér missti það úr slag þegar einhver barði á gluggann og gerði henni aftur bylt við.
Augu hennar galopnuðust. Það var andlit á glugganum hennar núna. Mjög áhyggjufullt andlit.
–Guð minn góður... heyrði hún hann segja. –Mér þykir þetta svo leitt. Ertu meidd?
Hann reyndi að opna en dyrnar voru læstar. Abby varEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Feimnin sigruð
–Hvað er þetta?
–Ekkert. Annalise Phillips reyndi að brjóta blaðið saman aftur og troða því ofan í umslagið á sama tíma. Yfirvegun
hennar virkaði ekki alveg og Abby yngri systir hennar pírði augun með vantrúarsvip.
–Þetta umslag er með glugga. Þetta er reikningur, er það ekki?
–Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég með allt undir stjórn. Lisa fylgdist með þar sem Abby stýrði hjólastólnum
sínum að hinni hlið eldhúsborðsins. Hún hafði alltaf haft lag á að sannfæra Abby um að hún gæti bjargað sér og það hafði reynst vera raunin í svo mörg ár að það var orðin sjálfkrafa og einlæg fullvissa. Af hverju var Lisa þá vör við að einhver andsstyggðar kvíði læddist upp að henni í þetta skiptið?
–Sjáðu... Það var gott að það var eitthvað til staðar sem fékk hana til að hugsa um annað. –Það er líka bréf til þín.
Enginn gluggi.
–Í alvöru? Abby færði fartölvuna sína af hnjánum á sér yfir á borðið og teygði sig eftir bréfinu. –Kannski er þetta
staðfesting á tíma í bílprófið. Hún brosti breitt til Lisu. –Ég trúi ekki ennþá að þér hafi tekist að fjármagna breytingarnar
á bílnum mínum. Það er það mest spennandi sem hefur gerst...
Það var góð tilfinning að geta brosað og baðað sig upp úr ljóma þess að hafa afrekað eitthvaðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lífgjöf
Rhiann
Kvíði safnaðist fyrir djúpt í maga Rhiann þegar dyrnar að skoðunarstofunni opnuðust með hægu og ógnvekjandi ískri. Breiðar herðar í hvítum sloppi fylltu upp í dyrnar og augu hennar reikuðu yfir kunnuglegt vaxtarlag læknisins og áttuðu sig á fíngerðum breytingum sem tíminn hafði valdið.
Fyrir þremur árum síðan hafði andlit hans ekki verið rist þessum djúpu línum. Það voru fleiri silfurgrá hár í vöngum hans en hana minnti, en hann var jafn grannur og myndarlegur og nokkru sinni.
Doktor Patrick Scott steig inn, augu hans horfðu niður á skjáinn á silfurlitri fartölvu í höndum hans. Hreyfingar hans báru með sér kryddaðan ilm af rakspíranum hans inn í lítið herbergið, þægileg anganin breyddi yfir sótthreinsilyktina og snertu við hluta af henni sem höfðu legið í dvala frá skilnaðinum.
En ofan á karlmannlegan ilminn sem hann bar með sér fylgdi honum einnig depurð sem gaf harmleik til kynna.
–Halló, frú... Masters... hm...
Djúp og hás rödd hans dó út og himinblá augu hans litu upp og mættu hennar þegar hann þekkti nafnið. Örlítið gervibrosið sem hann hafði á vörunum þegar hann opnaði dyrnar dofnaði hratt.
Miðað við kuldann sem lagðist yfir andlit hans hafði fjandskapurinn sem hann bar til hennar ekki minnkað frá því hún sá hann síðast.
Dyrnar að skoðunarherberginu lokuðust með smelli að baki honum og það skrölti örlítið í fartölvunni þegar hann lagði hana harkalega frá sér á borðið.
–Hvað ert þú að gera hérna?
Kuldinn sem ekki rödd hans eðlislægur sendi hroll niður eftir bakinu á henni.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Herlæknirinn
Fögur var hún þar sem hún stóð úti í garði og naut morgunbirtunnar.
Hann horfði á hana um þetta leyti á hverjum degi. Hún fór í gönguna sína, sat í nokkrar mínútur á lágum steinvegg við
blómabeðin og gekk síðan inn á ný.
Einu sinni hafði hann velt því fyrir sér hvað lægi svona þungt á henni. Hún var með sama svip og margir sjúklinga
hans. Hún brosti ævinlega við honum og heilsaði honum kurteislega. En á bak við brosið bjó einhver dapurleiki.
Hún hét Lizzie.
En hvað þýddi svo sem fyrir hann að reyna að greina hana?
Ef hann hefði ekki fundið ljósmynd í pjönkum sínum hefði hann ekki vitað að hann hefði verið trúlofaður. Það var merkilegt hversu þokukenndar minningarnar um hana voru áður en hann lenti í slysinu. Nancy var andlit sem hann mundi óljóst eftir úr heimi sem var honum næstum gleymdur. Hann mundi ekki einu sinni hvernig eða hvers vegna þau höfðu trúlofast.
Hún virtist alls ekki vera hans manngerð. Hún var of ístöðulaus, uppáþrengjandi og ágjörn.
Lizzie í garðinum virtist aftur á móti vera fullkomin. Fögur, snjöll og í fullkomnu jafnvægi við allt og alla.
Hvað var eiginlega um að vera? Hafði hann breyst svo mikið að kona, sem hann hafði eitt sinn laðast að, höfðaði ekki tilEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lækningin
–Svo þú ert konan sem ég ætla að gera ófríska? Gaman að hitta þig aftur.
–Sæll, herra Garrett. Kayla O´Connell tók í hendina á manninum sem Liam, bróðir hennar, og Tom, maðurinn hans,
höfðu komið henni saman við fyrir þessa þungunarumræðu.
Þar fór sú hugmynd að þetta væri ekkert meira en viðskiptasamband, það þurfti ekki nema eitt handtak, eina snertingu frá honum til að hné hennar yrðu að búðingi. Hún hefði helst viljað að hann kæmi ekki nálægt þessu. Það hefði verið mikið auðveldara að gera þetta með ókunnugum. Það hafði komið henni nógu mikið úr jafnvægi að hitta Jamie í brúðkaupi bróður hennar.
–Æ, Kayla, ég hefði haldið að við gætum notað skírnarnöfnin. Jamie er fínt.
Jafnvel þó hæglátt, kynþokkafullt bros hans dáleiddi hana, gerði fágaður þokki hans hana alltaf taugaóstyrka. Hann
minnti hana á foreldra hennar og framhliðina sem þau voru vön að setja upp fyrir heiminn að sjá, til að fela syndirnar sem áttu sér stað bak við luktar dyr. Hann var svo sannarlega eitthvað fyrir augað, en hann vissi það, og naut alltof mikið þeirrar staðreyndar að hún roðnaði í hvert sinn sem hann nálgaðist hana.
En fyrst hann var stóri bróðir Tom var engin leið að forðast hann. –Takk fyrir að koma, Jamie.
–Þú veist að ég myndi gera hvað sem þú biður um. Þú þarft bara að segja til. Hann hélt augnaráði hennar andartaki lengur en nauðsynlegt var og það fór skjálfti um líkama hennar við undirliggjandi tillöguna. Það sem hræddi hana meira en óskammfeiliðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Einhleypur pabbi
–Ó, nei... þér getur ekki verið alvara.
–Mér þykir það leitt, doktor Cunningham, en svona er þetta. Ég er viss um að þú skilur að við skipuleggjum ekki
bráðatilfelli botnlangabólgu. Við gerum okkar besta til að finna einhvern sem getur leyst af, en ef við erum raunsæ
mun það ekki gerast fyrr en eftir áramótin. Fólk vill vera með fjölskyldum sínum yfir hátíðarnar og... þetta er svo
stuttur fyrirvari. Það er tuttugasti desember, í guðanna bænum. Veistu, það eru bara nokkrir dagar til jóla.
Auðvitað vissi hann það. Það var englahár á undarlegustu stöðum á bráðadeildinni hérna á Cheltenham Royal sjúkrahúsinu og lítið jólatré í biðstofunni. Nokkrir starfsmenn voru farnir að ganga með eyrnalokka með blikkandi ljósum eða hárspangir með hreindýrshornum eða litlar rauðar húfur með dúskum og hann var sífellt að heyra fólk raula jólalög. Það hafði meira að segja komið maður í jólasveinabúningi með sjúkrabíl fyrr um daginn, eftir að hafa hugsanlega fengið hjartaáfall þegar hann var að takast á við allt smáfólkið sem vildi sitja á hné hans og láta taka af sér mynd í stærstu verslun bæjarins.
Og auðvitað vissi hann að fólk vildi vera með fjölskyldum sínum. Eða fannst því bera skyldaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.