Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Suðrænn seiður
Fram að þessu hafði lífið ekki gefið Rebeccu Stone ástæðu til að trúa á losta við fyrstu sýn, hvað þá ást. Heilbrigð skynsemi var henni fremur að skapi. En þennan dag fór hún að trúa. Á lostann, að minnsta kosti. Henni var funheitt á næmustu svæðum líkamans eins og hún væri táningsstelpa að bíða eftir að fá koss frá aðalsöngvara strákahljómsveitar. Það var magnað, ekki síst vegna þess að fáeinum sekúndum áður höfðu hormónarnir hagað sér eins og venjulega hjá hinum þrjátíu og sjö ára gamla enska lækni, sem var raunsær að eðlisfari og í ástarsorg. Hún leit niður á geirvörturnar sínar. Jamm. Þær fundu þetta greinilega. Sjávarhitinn var fullkominn og ekki hægt að kenna honum um stinninguna. Léttu bárurnar undir brimbrettinu hennar höfðu ekki neikvæð áhrif heldur. Þær voru að minnsta kosti skárri en þeytivindan í þvottavélinni hennar. Hana hafði hún reyndar bara prófað einu sinni. Í tilraunaskyni, að sjálfsögðu. Allt fyrir vísindin. Hún horfði aftur yfir á ströndina og leitaði að manninum sem hafði kveikt svona eftirminnilega í henni. Þarna var hann. Ja, hérna! Að vísu var hann allfjarri henni og hún gleraugnalaus, þannig að órarnir léku í rauninni stærra hlutverk en veruleikinn. Ef guðirnir voru hávaxnir, svarthærðir, með gullna húð og flúr á réttum stöðum var hún tilbúin að taka á móti þeim.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Nótt á Ítalíu
Ekki var auðvelt fyrir Kendru Johnson að finna stíginn til Tordigliano-strandar, en til allrar hamingju vísuðu Lejla og Ahmed Graovac henni veginn. –Efsti hlutinn af stígnum er yfirleitt ekki sýndur á kortum, útskýrði Ahmed þegar þau gengu niður mjóa og grýtta slóðina. –Hann er eins konar strönd heimamanna og vinsæll meðal bátaeigenda. Fáir ferðamenn koma hingað, jafnvel á háannatímanum. Nákvæmlega þannig stað hafði Kendra beðið Graovacsystkinin um að finna handa sér þegar hún kynntist þeim í Napólí og fór að spjalla við þau. Samkvæmt hennar reynslu var miklu betra að fara þangað sem heimamenn vöndu komur sínar. Þá fékk maður raunverulega og skýra mynd af svæðinu eða landinu. Hún hafði hins vegar ekki átt von á því að systkinin tækju sér frídag í miðri viku til að sýna henni umhverfið. –Það er lítið að gera núna, svaraði Lejla þegar Kendra spurði hvort hún þyrfti ekki að vinna þennan dag. –Eigandi kaffihússins þar sem ég vinn verður sjálfsagt feginn að þurfa ekki að borga mér. En þegar ferðamennirnir fara að koma vinn ég myrkranna á milli. –Og ég vil bæta enskuna mína, gall í Ahmed. Hann brosti breitt. –Ég þarf að æfa mig áður en ég fer að vinna. Þannig stóð á því að hún var á gangi eftir mjóum stíg sem hlykkjaðist frá aðalveginum niður að sjó. Hátt grasið beggja vegna straukst við fætur hennar og fersk vorgolan lék um vangana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ný framtíð
Læknirinn Owen Ledger blés á hendur sínar og nuddaði þeim svo saman. Það var ískalt og ekki þótti honum skemmtilegt að þurfa að standa við lestarstöðina í Sendlingaflóa í stórhríð. Hann bretti upp jakkakragann og stappaði fótunum. Í sama bili sá hann ljósin á lestinni í gegnum hríðarbylinn og varð alls hugar feginn. Nýi læknirinn var að koma og brátt yrðu þau kominn í hlýjuna í bílnum hans. Childs læknir yrði farmiðinn hans burt frá þessum stað. Hann gat ekki beðið eftir að fara og byrja upp á nýtt á nýjum stað þar sem enginn þekkti hann eða dæmdi hann vegna fortíðar hans. Enginn myndi horfa á hann meðaumkunaraugum. Jæja, augun voru kannski ekki full af meðaumkun, en það fannst honum samt. Íbúar eyjunnar Morrow vissu of mikið um hann og það var erfitt að búa til þá hæfilegu fjarlægð sem hann varð að sýna í læknisstarfinu. Hann þekkti fólkið, fjölskyldur þess, vini og daglegt amstur. Íbúarnir voru aðeins nokkur hundruð talsins og sögusagnir því fljótar að berast um alla eyna. Þegar alvarleg mál voru annars vegar, til dæmis þegar hann þurfti að færa fólki dapurlegar fréttir, var erfitt að halda þeirri fjarlægð sem hann þarfnaðist til að vernda sjálfan sig og fólkið. Allir höfðu verið viðstaddir brúðkaup hans og flestir dansað við brúðina. Allir höfðu verið viðstaddir útför hennar. Lestin nam staðar, dyrnar opnuðust og farþegar gengu frá borði. Hann kannaðist við Gerry Farmer, sem veifaði til hans, og Peter Atkins, sem heilsaði honum með handabandi og spurði hvort hann vantaði far.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Kraftaverkið í kastalanum
Á því lék enginn vafi. Þetta yrðu bestu jól allra tíma. Læknirinn Abby Hawkins nam staðar, yfir sig glöð að sjá fyrstu snjókornin falla niður á aðalgötuna í Inverness í Skotlandi. Hún starði upp í stálgráan himininn og minnti sennilega mjög á einhvern af litlu sjúklingunum sínum á barnadeildinni. Hún var nógu vel upp alin til að reka ekki út úr sér tunguna en rétti þó út hanskaklædda höndina í von um að góma eina flygsu eða svo. Hún gerði sér grein fyrir því að hún var að stífla umferð gangandi fólks á stígnum, en þarna var fjöldi manns að kaupa inn fyrir jólin. Samt var einhvern veginn ekki annað hægt en að staldra við og drekka í sig þetta töfrum líka andartak. –Hefurðu aldrei séð snjó fyrr? Abby leit snöggt til hliðar. Maðurinn sem hafði ávarpað hana ók leigubíl og hafði stöðvað hann við hliðina á henni. –Ekki um jólin, svaraði hún og brosti út að eyrum. –Ekki á Nýja-Sjálandi. –Þú ert langt að heiman, sagði maðurinn. Umferðin mjakaðist nú áfram og hann byrjaði að skrúfa rúðuna upp. –Jæja, þá er best að þú njótir þess. Snjórinn er fallegur núna en svo verður hann að slabbi. Það gerist alltaf
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Læknirinn í Karíbahafi
Þó að læknirinn Mina Haraldson hefði ekki búist við að heyra dyrabjölluna hringja tók hún varla eftir því. Hún reis upp af púðanum í sófanum og starði annars hugar á sjónvarpið, þar sem bjarmi frá þætti sem hún mundi ekki eftir leiftraði um stofuna hennar. Þykk heilaþokan var enn þyngri en bútasaumsteppið sem hún hafði breitt yfir sig til að fá frið fyrir umheiminum. Hana minnti óljóst að eitthvað óvenjulegt hefði gerst, en ekki vissi hún hvað það var. Ekki fyrr en bjallan gall að nýju. Hún þurfti hvorki að fara til dyra eða sjá hver þetta væri. Hún hafði hvorki pantað mat né neitt annað. Foreldrar hennar höfðu talið að þeirra væri ekki lengur þörf og farið til Flórída eins og þau gerðu jafnan á veturna. Bróðir hennar var heima hjá sér í Bresku-Kólumbíu. Það vissi hún vegna þess að hún hafði verið neydd til að hljóma glaðlega kvöldið áður þegar þau áttu sitt hefðbundna föstudagssímtal. Ef henni hefði mistekist að sannfæra Braden um að sér liði vel hefði hann sagt eitthvað. Hún hlaut að hafa staðið sig vel. Hann hafði kvatt án þess að reyna að yfirheyra hana og trúað orðum hennar um að allt væri í stakasta lagi. Fyrst læknisferill hennar var á enda ætti hún ef til vill að íhuga að gerast leikari. Einhentur leikari var að minnsta kosti fýsilegri kostur en einhentur skurðlæknir. Hún myndi skrifa það á listann yfir framtíðaráform sín, ef hún gerði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Óskabarn læknisins
Hlauptu, Lily. Strax. Komdu þér burt frá Max Bryant. Í hvelli. Áður en það verður of seint. Áður en persónutöfrar hans heilla hjarta þitt svo að ekki verður aftur snúið. Hjartað sló ört en líkaminn naut þess að hvíla hjá honum og þess vegna var hún svolítið ringluð. Max var glaumgosi sem taldi að konur væru aðeins gerðar til þess að veita honum ánægju. Og nú lá hún þarna í rúminu hans. Hún hafði notað hann sér til gagns og gamans en nú langaði hana í meira. Vináttu, umhyggju og samveru. Jafnvel framtíð. En það yrði aldrei. Hann var ekki maður af því tagi sem festi ráð sitt og hún hafði þegar verið í sambandi þar sem karlmaðurinn braut öll loforð sín. Lily hryllti sig. Við tilhugsunina um að fara fram úr rúmi Max í síðasta sinn leið henni eins og hlekkir kæmu í veg fyrir að hún losnaði við þá vaxandi tilfinningu að hann væri að taka sér bólfestu í hjarta hennar og vekti hana til lífsins á þann hátt sem aldrei gengi upp með honum. Að minnsta kosti ekki til lengri tíma litið. Og til langs tíma vildi hún líta. Þau höfðu átt stórkostlega daga saman, en hún mátti ekki gleyma því að hann var sífellt að stríða henni á því hvað hún væri rík. Það var eins og það skipti mestu máli
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bráðaliðarnir
Sophie hafði komist að þeirri niðurstöðu að til væru þrenns konar karlmenn. Fyrsta afbrigðið þekkti hún mætavel. Þeir menn sögðust elska konuna, fullyrtu að hún væri miðdepill alheims þeirra og ætti hjarta þeirra óskipt, en yfirgáfu hana síðan vegna þess að hún var orðin „flókin“ eða „krefjandi“. Í næsta hópi voru indælu drengirnir. Þeir voru fáir og strjálir. Reyndar var hún ekki viss um að þeir væru til þegar öllu var á botninn hvolft. Hún hafði aldrei hitt slíkan mann. Hins vegar hafði hún heyrt vinkonur sínar tala um þá. Þetta voru strákarnir í húsinu á móti sem virtust ekki vera neitt sérstakir við fyrstu sýn en voru síðan klófestir af heppnari keppinautum áður en konan gerði sér grein fyrir því að hamingjan hafði verið beint fyrir framan nefið á henni allan tímann. Svo var það þriðja afbrigðið. Í þeim hópi voru menn sem gjarnan létu mynda sig sem hálfnakta brunaverði og voru gefnir út á dagatölum. Þeir héldu á litlum, sætum hvolpum á meðan þeir sýndu olíuborna vöðvana á sér. Allir voru þeir með festulega höku. þriggja daga skegg, mjallhvítar tennur og ómældan kynþokka. Einn af þessum náungum gekk inn í sjúkrabílageymsluna til hennar einmitt núna. –Allamalla, muldraði hún og reyndi að hætta að góna á manninn og þykjast vera að athuga búnaðinn í afturhluta sjúkrabílsins. Stundum gægðist hún þó yfir þakið til að ganga úr skugga um að maðurinn væri raunverulegur en ekki ofskynjun
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Játningin
Stacy Williams, yfirvarðstjóri í slökkviliðinu, steig út um afturdyrnar á brunabílnum um leið og hann stansaði við innkeyrslu sjúkrabíla við spítalann í Key West. Með henni í för voru flestir manna hennar. Aðeins örfáir höfðu orðið eftir á slökkvistöðinni til að sinna neyðarútköllum, eins og verklagsreglur kváðu á um. Hinir voru þangað komnir vegna þess að einn úr hópnum lá á börunum þennan dag. Hún rölti á eftir sjúkraflutningamönnunum sem ýttu börunum á undan sér. Á þeim lá Reed Parker, varaslökkviliðsstjóri. Stacy gat ekki horft framan í náfölan manninn. Hann hafði verið í slökkviliðinu í tvo áratugi og helgað líf sitt björgun hinna ágætu íbúa Key West. Þennan dag var það þriggja barna faðirinn sem þurfti á björgun að halda. –Hvernig hljóðar samantektin? spurði læknirinn á bráðamóttökunni þegar bráðaliðarnir óku sjúklingnum inn. Stacy horfði stöðugt á Reed og lét ekki ysinn á slysadeildinni, sem barst út um dyrnar í hvert sinn sem rennihurðin hreyfðist, trufla sig. –Fjörutíu og eins árs gamall slökkviliðsmaður í Kew West, svaraði annar sjúkraflutningamaðurinn, Jackson Durand að nafni. –Hann kastaðist af mótorhjólinu sínu og missti meðvitund. Opið beinbrot á vinstra læri.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stormurinn
Yfirvofandi stórslys ollu því yfirleitt að fólk flúði háskann. Sjúkraflutningamaðurinn Jackson Durand var ekki í þeim hópi. Sjúkrabíllinn hans nam staðar við dyrnar að bráðamóttökunni á sjúkrahúsinu í Key West. Jackson hoppaði út um bakdyrnar ásamt Ned, félaga sínum. Kjörbróðir Jacksons, læknirinn Luis Durand, beið þeirra í dyrunum, tilbúinn að taka málið að sér. –Fjörutíu og eins árs gamall slökkviliðsmaður, sagði Jackson um leið og þeir Ned létu sjúkrabörurnar síga niður á jörðina. –Hann var á mótorhjólinu sínu og kastaðist af því. Hélt meðvitund allan tímann á vettvangi. Augljóslega brotinn á vinstra læri. Sjúklingurinn á börunum stundi hátt og reyndi að setjast upp, en Jackson hélt honum föstum með annarri hendi á meðan þeir rúlluðu honum inn á slysadeildina og inn eftir björtum gangi í átt að lausri stofu. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar slógust í hópinn á leiðinni. –Herra minn, geturðu sagt mér hvað þú heitir? spurði Luis. Sjúklingurinn kveinkaði sér þegar hann var færður af börunum yfir í sjúkrarúm. Einn hjúkrunarfræðingurinn lyfti teppinu sem huldi hann til að skoða áverkann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Afleysingalæknirinn
Jax Clayborn hlammaði sér á trébekkinn á skíðahótelinu og tók af sér lambhúshettuna. Á meðan hann fór úr skónum kom hann símanum fyrir á öxlinni á sér. –Segðu frá. –Tilkynningin barst frá Gallatinsýslu fyrir tuttugu mínútum. Karlmaður á sextugsaldri var einn á ferð á fjallahjólinu sínu þegar á hann var ráðist. Rödd Fenways, læknis í grunnbúðunum, var alvarleg og þung. –Eruð þið viss um að þetta hafi verið grábjörn? spurði Jax og fleygði skónum, jakkanum og húfunni inn í skápinn. –Það er bara nóvember. Þeir eiga að liggja í dvala núna. –Eitthvað hlýtur að hafa lokkað hann út. Mike fann fórnarlambið í vegkantinum. –Hvað var hann stór? Jax þekkti Mike, sem var landvörður og lögregluþjónn. Þeir fóru stundum saman á skíði. Hann þekkti hvern einasta heimamann í litla bænum í Montana og næsta nágrenni. –Björninn? Náunginn sagði að hann hefði verið næstum þriggja metra hár. Litlu munaði að hann rifi af honum handlegginn með hramminum. Ég veit að þú þarft að fara á flugvöllinn, en ég vildi segja þér þetta áður. Jax læsti gamla skápnum sínum og skundaði að dyrunum. Hann var orðinn of seinn á flugvöllinn. En flugvélar lentu svo sem aldrei á tilsettum tíma á þessum slóðum. Hann hugsaði um grábjörninn á meðan hann fór niður hlíðina í stólalyftunni. Svalt vetrarloftið hafði hreinsað lungun í honum þennan morgun. Aldrei þessu vant átti hann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.