Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Stormurinn
Yfirvofandi stórslys ollu því yfirleitt að fólk flúði háskann. Sjúkraflutningamaðurinn Jackson Durand var ekki í þeim hópi. Sjúkrabíllinn hans nam staðar við dyrnar að bráðamóttökunni á sjúkrahúsinu í Key West. Jackson hoppaði út um bakdyrnar ásamt Ned, félaga sínum. Kjörbróðir Jacksons, læknirinn Luis Durand, beið þeirra í dyrunum, tilbúinn að taka málið að sér. –Fjörutíu og eins árs gamall slökkviliðsmaður, sagði Jackson um leið og þeir Ned létu sjúkrabörurnar síga niður á jörðina. –Hann var á mótorhjólinu sínu og kastaðist af því. Hélt meðvitund allan tímann á vettvangi. Augljóslega brotinn á vinstra læri. Sjúklingurinn á börunum stundi hátt og reyndi að setjast upp, en Jackson hélt honum föstum með annarri hendi á meðan þeir rúlluðu honum inn á slysadeildina og inn eftir björtum gangi í átt að lausri stofu. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar slógust í hópinn á leiðinni. –Herra minn, geturðu sagt mér hvað þú heitir? spurði Luis. Sjúklingurinn kveinkaði sér þegar hann var færður af börunum yfir í sjúkrarúm. Einn hjúkrunarfræðingurinn lyfti teppinu sem huldi hann til að skoða áverkann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Afleysingalæknirinn
Jax Clayborn hlammaði sér á trébekkinn á skíðahótelinu og tók af sér lambhúshettuna. Á meðan hann fór úr skónum kom hann símanum fyrir á öxlinni á sér. –Segðu frá. –Tilkynningin barst frá Gallatinsýslu fyrir tuttugu mínútum. Karlmaður á sextugsaldri var einn á ferð á fjallahjólinu sínu þegar á hann var ráðist. Rödd Fenways, læknis í grunnbúðunum, var alvarleg og þung. –Eruð þið viss um að þetta hafi verið grábjörn? spurði Jax og fleygði skónum, jakkanum og húfunni inn í skápinn. –Það er bara nóvember. Þeir eiga að liggja í dvala núna. –Eitthvað hlýtur að hafa lokkað hann út. Mike fann fórnarlambið í vegkantinum. –Hvað var hann stór? Jax þekkti Mike, sem var landvörður og lögregluþjónn. Þeir fóru stundum saman á skíði. Hann þekkti hvern einasta heimamann í litla bænum í Montana og næsta nágrenni. –Björninn? Náunginn sagði að hann hefði verið næstum þriggja metra hár. Litlu munaði að hann rifi af honum handlegginn með hramminum. Ég veit að þú þarft að fara á flugvöllinn, en ég vildi segja þér þetta áður. Jax læsti gamla skápnum sínum og skundaði að dyrunum. Hann var orðinn of seinn á flugvöllinn. En flugvélar lentu svo sem aldrei á tilsettum tíma á þessum slóðum. Hann hugsaði um grábjörninn á meðan hann fór niður hlíðina í stólalyftunni. Svalt vetrarloftið hafði hreinsað lungun í honum þennan morgun. Aldrei þessu vant átti hann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sannleikurinn
–Ertu virkilega að fara frá okkur? Doktor Logan Fox leit upp frá tölvuskjánum og brosti til gamla mannsins sem beið á biðstofunni eftir að röðin kæmi að honum. Nokkur lítil börn sátu og lásu bækur á flísalögðu gólfinu og hópur af mæðrum stóð við hliðina á leiksvæði yngstu barnanna í hinum enda biðstofunnar, pískrandi og hlæjandi þar sem þær biðu eftir að vera kallaðar upp. Logan brosti þakklátur til starfsmannsins í móttökunni og þræddi sig að heimamanninum sem hafði orðið góður vinur hans mánuðina sem hann vann á eyjunni Möltu. Maðurinn sem hafði hjálpað honum gegnum mörg löng, einmanaleg kvöld, þar sem þeir leystu heimsmálin sameiginlega í mannþröng hverfisbarsins. –Ég ætla vissulega að gera það, Matthew. Eftir innan við tvo tíma verð ég um borð í flugvél á leiðinni til Englands. Leigubíllinn er væntanlegur eftir klukkutíma til að fara með mig á flugvöllinn. –Erum við búin að fæla þig burtu með öllu sólskininu okkar og bröttu, þröngu strætunum? sagði gamli maðurinn glettnislega og brosti breitt til Logan. Vinstri hönd hans hélt um brúnan göngustaf úr viði, staf sem hafði tekið Logan vikur að sannfæra hann um að nota. Logan brosti og hristi höfuðið. –Nei, það er kominn tími til að ég fari heim og gangi frá því sem eftir er af dánarbúi föður míns. Taki þá fáu hluti sem ég vil eiga áður en húsið og allt innanstokks verður selt. Ég hef frestað því nógu lengi, lögfræðingarnir hóta að senda hóp af málaliðum til að ræna
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Milljarðamæringurinn
Fjandi kalt. Doktor Henry Blake gretti sig yfir fyrstu snjókornunum sem svifu um í loftinu. Hann hataði kuldann. Hann hataði ferska loftið, skógana og vindkælinguna og hann gretti sig yfir skýjuðum himninum, vonaði að hann gæti brætt hvert einasta fjandans snjókorn sem féll til jarðar. Af hverju er ég aftur hérna? Og þá mundi hann greinilega af hverju hann var kominn aftur til Colorado í bitrum febrúarkuldanum. Hann mundi af hverju hann hafði verið dreginn í burtu frá sínu hlýja, fallega heimili við ströndina í Los Angeles... til að takast á við vandamál að beiðni föður síns. Hann hafði fæðst í Aspen, Colorado. Það var þar sem faðir hans var fylkisstjóri og sat í stjórnum margra sjúkrahúsa í fylkinu. Þrátt fyrir að þetta væri fæðingarstaður Henry eyddi fjölskylda hans ekki miklum tíma hérna. Foreldrar hans voru efnað heldra fólk og kom bara til Aspen þegar snjórinn var ferskur svo þau gætu umgengist ríka og fræga fólkið. Foreldrar hans kusu frekar Denver, DC eða New York. Hvar sem hinir valdamiklu vinir þeirra héldu til voru foreldrar hans ekki langt undan. Þar sem hann hafði alltaf verið skilinn eftir einn. Aleinn í stóru húsi í Denver. Aleinn í heimavistarskóla á jólunum. Aleinn og hræddur.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Nýtt upphaf í Róm
Það gerðist eins og hendi væri veifað. Eða kannski voru það nokkrar sekúndur. En þegar Autumn horfði á Sharon og Gavin, starfssyskini sín, snúa sér hlæjandi að hvort öðru undir ræðu föður brúðarinnar sá hún eitthvað. Það var eins og risastórt neonskilti benti á hin nýbökuðu brúðhjón. Það hvernig þau horfðu hvort á annað á þessu augnabliki. Ástin. Tengingin. Heitin. Lífið sem þau vonuðust eftir saman. Allt á þessu sekúndubroti. Autumn Fraser kyngdi, munnur hennar skraufþurr þar sem hún strauk höndum sínum eftir kórallitu silki brúðarmeyjakjólsins. Hún teygði sig ósjálfrátt eftir glasinu fyrir framan sig og þambaði, gretti sig nærri því yfir volgu hvítvíninu. Þetta hafði verið frekar afslappað brúðkaup, sem þýddi að þegar ræðuhöldunum var lokið hafði hún fært sig frá háborðinu til að setjast við hlið Louis, mannsins sem hún hafði lifað fyrir undanfarið ár. Lífið var þægilegt. Starf hennar sem sérfræðingur í barnaskurðlækningum þýddi að hún var á sífelldu flakki um heiminn til að aðstoða við erfiðar aðgerðir. Louis var álíka upptekinn sem sérfræðingur í taugaskurðlækningum. Stundum voru þau eins og skip sem mætast um nótt. Þau höfðu kynnst fyrir nokkrum árum síðan og stofnað til þægilegs sambands. Henni líkaði við hann. Hún gerði það virkilega. En á þessu augnabliki var hjarta hennar að gera óþægilega hluti innan í brjósti hennar.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjölskylda í Róm
Þá erum við komin. Varir Leon strukust við háls Lizzy, kunnugleg snerting hans og röddin með hreimnum höfðu sömu áhrif á taugakerfi hennar og flugeldasýningin sem þau höfðu rétt í þessu stungið af frá. Hættuleg. Heillandi. Nógu kraftmikil til að vekja upp þúsund minningar sem henni hafði rétt svo tekist að troða ofan í kassa þessi ár sem voru liðin frá því þau sáust síðast. Hún reyndi að ýta þeim aftur frá sér, örvæntingarfull í þeirri trú sinni að fortíðin skipti ekki máli. Að þessi síðasti tilviljanakenndi fundur þeirra væru örlögin að stýra henni, krefjast þess að Lizzy játaði fyrir Leon að hann væri eini maðurinn sem hún hefði nokkurn tímann elskað. Játning sem myndi vafalaust senda hann hlaupandi aftur heim til hinna sjö hæða Rómar. Það voru liðin fimm ár síðan leiðir þeirra lágu síðast saman. Það kom varla á óvart miðað við að hún starfaði í Sydney en hann í Róm, og líf þeirra, persónulegt eða faglegt, hafði aldrei skarast eins og það hafði gert einu sinni áður hér í New York á starfsnámsárum þeirra sem skurðlæknar. Ekki einn tölvupóstur. Ekki eitt símtal. Engin skilaboð. Ekkert. En hún þekkti hann ennþá nógu vel til að vita að ef hún segðist elska hann myndi það setja tafarlausan punkt við hvað svo sem var að fara að gerast bakvið þessar hótelherbergisdyr. Og guð hjálpi henni, hún vildi fara inn í þetta herbergi. Hún vildi hann. Hann renndi fingurgómunum eftir beru viðbeini hennar. Hún þurfti ekki meira til að gefa frá sér lága stunu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Dýrahvíslarinn
–Líkamshiti, öndun... hvoru tveggja fullkomið. Þetta eru einmitt fréttirnar sem við vildum þennan morguninn, litli minn. Jodie Everleigh setti fjórleggjaða sjúklinginn þeirra eins beinan og hún gat á borðið fyrir framan sig. Marlow var mikið meira á iði en hann hafði verið þegar eigandinn kom með hann í gær, sem var góðs viti. Vesalings litli labradorhvolpurinn hafði verið á West Bow dýraspítalanum yfir nótt með vökva í æð, vegna óútskýrðra uppkasta á eldhúsgólf eiganda síns fyrir fjórum dögum síðan. –Hann er líka loksins farinn að borða vel, sagði Aileen starfsfélagi hennar, þar sem hún mjakaði sér inn á skoðunarstofuna með tvo kaffibolla. Jodie tók við koffínskammtinum sínum, svart kaffi eins og vanalega, og fylgdist með Aileen ýfa mjúkan og gylltan feld hvolpsins við eyru hans, hvatti hann til að reyna að sleikja andlitið á sér frá borðinu. –Var ég búin að segja þér hversu þakklát ég er fyrir að þú ert jafn góð í að vita hvenær ég þarf kaffi eins og þú ert með dýrin? sagði Jodie við hana, leit út um gluggann og tók eftir að það var aftur farið að rigna á gráleit stræti Edinborgar. Aileen gaf henni báða þumla upp vegna hvolpsins og Jodie brosti, bældi niður geispa. Þær höfðu byggt þennan spítala upp saman frá grunni og starfsfólkið þeirra var orðið hennar önnur fjölskylda
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Geðshræring
Lykt af steikarböku og endurtekin skothríð frá vélbyssu gekk ekki upp í huga Ruby Day þar sem hún barðist við að lyfta þungum augnlokum sínum. Langur aksturinn frá Cambridge til Dorset kvöldið áður hafði gert hana úrvinda og hún þráði ekkert annað en að ná meiri svefni til að bæta upp fyrir þessa tuttugu og fjóra tíma. Hún furðaði sig á heita andardrættinum sem blés á grunsamlega vota kinn hennar og náði rétt svo að fókusa á hrjótandi gráa írska úlfhundinn sem teygði úr sér við hlið hennar og tók góðan hluta af rúmi sem var þegar í minni kantinum. Slefblaut bleik tunga hékk út úr munni hans einungis örfáum sentimetrum frá nefi hennar. –Hundur, muldraði hún lágt. –Hvenær ætlarðu að sætta þig við að þetta er mitt rúm, ekki þitt? Ég eyddi formúu í rúmið þitt, það minnsta sem þú getur gert er að sofa öðru hverju á því. Hún þurrkaði sér um kinnina, gretti sig þegar hundaslef bleytti á henni fingurgómana. Yndislegt. Einmitt það sem allar stelpur langaði í... hundaslef sem andlitskrem. Eins og það væri ekki nóg að vakna við andardrátt sem lyktaði eins og kjöt. Hún settist upp og teygði sig eftir bláa náttsloppnum sem lá yfir rúmið til fóta og hrökk upp þegar hjólhýsið nötraði af háværum barsmíðum. Tja, það útskýrði undarlega vélbyssuhljóðið í draumi hennar. Ekki tortímingarvopn heldur einhver að banka af mikilli óþolinmæði á dyrnar á heimili hennar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Óvæntur glaðningur
Amanda Longstreet dró stóru ferðatöskuna sína á eftir sér þar sem hún gekk út úr flugstöðvarbyggingunni í Sidney, Ástralíu. Heitt loftið sem snerti hörund hennar lét vetrarveðrið í Atlanta, Georgíu að baki henni. Hún naut þess að ferðast en hafði aldrei farið þetta langt. Tuttugu og tveir klukkutímar í þröngu sæti með ókunnuga á hvorri hlið hafði ekki verið jafn skemmtilegt og hún hafði séð fyrir sér, en samt óx spennan við að koma til Sidney innra með henni. Hún treysti á að áfangastaðurinn bætti upp fyrir óþægindi flugsins. Piedmont mæðra- og barnamiðstöðin, þar sem hún vann í Atlanta, hefði sennilega greitt fyrir miða á fyrsta farrými fyrir hana, en hún var of skynsöm til að spyrja. Hún vildi mikið frekar sjá peningunum varið í að hjálpa pari sem þráði barn. Hún gekk yfir götuna og hafði í huga að í þessu landi var ekið hinum megin á götunni. Sumt fólk kallaði það vitlausa hlið, en það var í raun og veru ekki þannig, það var bara öðruvísi. Hún kom auga á skiltið fyrir bílana sem voru að sækja farþega og stóð undir því, beið eftir að bíllinn kæmi. Hún leit yfir svæðið og ræskti sig. Doktor Kirri West hafði sagt henni að Sidney væri stórkostleg borg. Enn sem komið var leit þetta út eins og hver annar stór flugvöllur. Flugþreytan hafði vafalaust áhrif á viðhörf Amöndu. Eftir nokkra daga, og tækifæri til að skoða sig um, myndi hún áreiðanlega verða sammála skoðun Kirri. Á þessarri stundu vildi hún ekkert frekar en að komast í íbúðina sína, heimilið næstu sex vikurnar, og skríða upp í rúm. Samt kraumaði spennan innra með henni. Hún gerði ráð fyrir að skoða borgina, en bara eftir að hafa fengið einhverja hvíld og byrjað að vinna á læknastofunni. Reynslan sem hún fengi við að vinna á Harborside frjósemis- og nýburamiðstöðinni var jú ástæðan fyrir því að hún hafði komið hingað.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hugarangur
Kirri leit upp eftir háa skýjakljúfnum og ljómaði. Ótrúlegt. Nýi vinnustaðurinn hennar næstu sex vikurnar var hreint út sagt stórkostlegur. Nýsköpunarmiðstöð lækna uppfyllti allar vonir hennar, að minnsta kosti utan frá. Hún var gríðarhár minnisvarði um frumkvöðlastarf í læknavísindum. Kannski sæju læknarnir þarna það sem bróðir hennar kom ekki auga á. Draumar gátu rætst ef fólk lagði nógu hart að sér. Engu skipti þótt það rigndi eins og hellt væri úr fötu og hún liti út eins og drukknandi rotta? Hún var ekki komin til að ganga í augun á fólki, heldur koma heilanum í gang. Hún var komin til Atlanta í Georgíu! Vorið var rakt og hlýtt, gjörólíkt því sem tiðkaðist í Sydney í Ástralíu, þar sem fólk velti því fyrir sér á þessum árstíma hvort það ætti að hita upp húsin sín eða ekki. Ef allt færi samkvæmt áætlun myndu rannsóknir hennar blómstra um leið og ferskjurnar í Georgíuríki. Hún andaði að sér Georgíuloftinu. Það var gjörólíkt saltri golunni heima. Það var blómailmur af því. Jasmína? Geitatoppur? Hún hafði sex vikur til að komast að því. Ef hún kæmist þá nokkurn tíma út úr rannsóknarstofunni. Þar voru víst saman komnir miklir spekingar og sennilega þyrfti að draga hana út þegar rannsóknarskiptináminu lyki
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.