Sjúkrasögur

Nótt á Ítalíu
Nótt á Ítalíu

Nótt á Ítalíu

Published Janúar 2023
Vörunúmer 418
Höfundur Ann McIntosh
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Ekki var auðvelt fyrir Kendru Johnson að finna stíginn til Tordigliano-strandar, en til allrar hamingju vísuðu Lejla og Ahmed Graovac henni veginn. –Efsti hlutinn af stígnum er yfirleitt ekki sýndur á kortum, útskýrði Ahmed þegar þau gengu niður mjóa og grýtta slóðina. –Hann er eins konar strönd heimamanna og vinsæll meðal bátaeigenda. Fáir ferðamenn koma hingað, jafnvel á háannatímanum. Nákvæmlega þannig stað hafði Kendra beðið Graovacsystkinin um að finna handa sér þegar hún kynntist þeim í Napólí og fór að spjalla við þau. Samkvæmt hennar reynslu var miklu betra að fara þangað sem heimamenn vöndu komur sínar. Þá fékk maður raunverulega og skýra mynd af svæðinu eða landinu. Hún hafði hins vegar ekki átt von á því að systkinin tækju sér frídag í miðri viku til að sýna henni umhverfið. –Það er lítið að gera núna, svaraði Lejla þegar Kendra spurði hvort hún þyrfti ekki að vinna þennan dag. –Eigandi kaffihússins þar sem ég vinn verður sjálfsagt feginn að þurfa ekki að borga mér. En þegar ferðamennirnir fara að koma vinn ég myrkranna á milli. –Og ég vil bæta enskuna mína, gall í Ahmed. Hann brosti breitt. –Ég þarf að æfa mig áður en ég fer að vinna. Þannig stóð á því að hún var á gangi eftir mjóum stíg sem hlykkjaðist frá aðalveginum niður að sjó. Hátt grasið beggja vegna straukst við fætur hennar og fersk vorgolan lék um vangana.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is