Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Birtir af degi
Aðeins eitt námskeið eftir.
Tveir mánuðir til viðbótar. Það var allt og sumt.
Samantha Doxtator dró djúpt andann og leit á verkefnaskrána. Hún þurfti bara að leiðbeina einum bráðatækni í þjálfun
og þá gæti hún hætt þjálfarastarfinu hjá Health Airog farið í
flugþjálfunina þeirra í Thunder Bay.
Thunder Bay var draumurinn hennar. Hún hafði keypt hús
þar. Henni hafði loks tekist að veita syni sínum það líf sem
hann átti skilið og það besta af öllu var að hún myndi vinna við
að fljúga og bjarga mannslífum.
Hún gekk til verkefnastjórans, Lizzie Bathurst, sem var að
dreifa skýrslum um verðandi bráðatækna til leiðbeinandanna.
–Góðan daginn, Lizzie.
Lizzie svaraði ekki en það var ekkert óvanalegt.
–Hverjum á ég svo að leiðbeina í þessum síðastatíma mínum?
Samantha klappaði, spennt, saman höndunum.
Hún var tilbúin að flytja til Thunder Bay. Meirihluti fjölskyldu hennar hafði flutt þangað þegar faðir hennar lést. Þar
gæti Adam sonur hennar alist upp með frænkum og frændum.
Hann myndi hafa garð til að leika sér í, í stað þess að leika sér
á palli fyrir utan íbúð á fyrstu hæð.
Adam gæti hlaupið og leikið sér úti eins og hún hafði gert
þegar hún var barn að alast upp í sveitinni.
Adam hafði kannski ekki föður sinn lengur en hann myndVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hjartalæknirinn
Klukkan var hálfsjö að morgni og ströndin var yfirgefin, fyrir
utan nokkra skokkara og einn mann á göngu með hundinn sinn.
Eftir heita og erfiða nótt var hafgolan afar svalandi.
–Þú lítur út eins og eitthvað sem hefur skolað upp á land.
Euan Scott settist á veðraðan stól sem beið hans á veröndinni. Það var afar freistandi að loka augunum. –Já, ég veit.
Ef það er eitthvað betra líður mér...
–Enn verr? Það brakaði í viðnum þegar David Watson hallaði sér fram í sínum stól og virti Euan betur fyrir sér. –Hvað
gerðist?
–Ein stúlkan á stöðinni, Kirsty... Euan deplaði augunum,
reyndi að losna við myndina af gullnu hári og bláum vörum
Kirsty úr huganum. –Hún tók of stóran skammt í gær.
David hristi höfuðið. –Hvernig er líðan hennar?
–Hún þraukar. Hjartað hætti þrisvar sinnum að slá og það
voru blæðingar í höfuðkúpunni. Foreldrar hennar eru hjá henni.
–Fjandinn. Og henni gekk svo vel...
Euan vildi ekki hugsa um það. Hann vildi ekki heldur hugsa
um hvernig Kirsty yrði þegar hún vaknaði. Ef hún vaknaði.
–Já. Hann nuddaði á sér andlitið og reyndi að reka burt þær
hugsanir. Það voru aðrir krakkar sem þörfnuðust hans og hann
mátti ekki brotna niður vegna eins. –Hvað er á dagskránni
þessa vikuna?
–Fyrst ferð þú heim og sefur.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Óvænt þungun
–Sjáðu þennan!
–Hvern? spurði Ingrid og leit yfir myrkvaðan barinn þar sem
hún og bestu vinkonur hennar á sjúkrahúsinu voru að fagna
stöðu hækkun hennar.
–Þennan. Við endann, sagði Philomena og flautaði til áhersluauka. –Ég er viss um að hann gæti látið mig mala í alla nótt.
Ingrid sneri sér í sætinu til að sjá á hvern vinkona hennar
benti. Þegar hún sá karlmanninn sem hafði breytt krabbameinslækninum virta, dr. Philomenu Reminsky í kött, svelgdist henni
næstum á drykknum sínum.
Maðurinn var hár, stæltur og í hermannafötum, sat við enda
barsins og virtist hafa allar konur staðarins á eftir sér. Hann var
snoðaður en hún sá á augabrúnunum að hann var dökkhærður.
Líklega væri hann enn glæsilegri með síðara hár. Engu að síður
fór honum það vel að vera snoðaður.
Maðurinn virtist vera fáskiptur.
Það var eitthvað sem sagði umheiminum að abbast ekki upp á
hann, samt virtist það laða kvenfólk að.
Það voru nokkrir aðrir hermenn á barnum en hann var einn,
horfði á sjónvarpið í horninu og virtist ekki taka eftir neinu í
kringum sig.
Tók ekki eftir neinu eða var sama.
Ingrid elskaði háa, dökka og fámála menn.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Dularfulla stúlkan
Einhver var í hesthúsinu.
Miðað við höfuðhreyfingar hestsins hennar þá var einhver
þarna. Trisha Bolton lét afturfót hans hvíla á læri sínu og hikaði. Hún hélt á hófjárninu og hlustaði. Frábært. Það hafði tekið
nokkurn tíma að fá Brutus til að lyfta síðasta fætinum svo hún
gæti klárað að skrapa hófana. Hún vildi ekki gefa honum til
kynna að hún væri búin fyrr en verkinu væri í raun lokið. Hún
efaðist um að hann yrði samstarfsfús í annarri skipti... þó að
hún byði honum gulrót.
Brutus fnæsti og færði þyngdina yfir á hina hliðina. Kannski
var hann bara óþolinmóður og vildi komast út í hagann að bíta
eins og hinir hestarnir.
–Rólegur, vinur.
Hún lagfærði gripið á hófinum svo að hann rynni ekki af læri
hennar og ofan á fótinn á henni. –Við erum alveg að verða búin.
–Halló? hrópaði hún til öryggis. –Ég er hérna í stíunni.
Enginn svaraði.
Hún hleypti brúnum er hún heyrði mjúkt fótatak í fjarska
sem nálgaðist hana. Það var þá einhver þarna. Það var stigið
gætilega til jarðar og það heyrðist lítið í skósólunum. Þetta
voru greinilega ekki reiðstígvél.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Heitur snjór
Þrjátíu skref að hliðinu hennar. Neve taldi þau öll. Eftir það
nægðu tíu skref til að færa hana eftir stígnum. Þau reyndust
vera ellefu af því að hún rann til á svellinu og greip í handriðið á veröndinni til að styðja sig. Þung sjúkrataskan hennar
lenti á jörðinni.
Hún veifaði hendinni fyrir framan skynjarann sem tengdur
var við ljósið á veröndinni. Ekkert gerðist. Það var ennþá rafmagnslaust. Gaseldavélin í eldhúsinu myndi þó gefa frá sér
yl og hún hlakkaði til að komast inn. Einmitt þegar hún var
að stinga lyklinum í skrána, hringdi farsíminn hennar. Fjárinn. Ef hún þyrfti að fara aftur út í snjóinn í kvöld...
Þá yrði bara að hafa það. Hún gengi aftur frá húsinu og
vonaði að það tæki ekki tuttugu mínútur að koma bílnum í
gang í það skiptið. Hún sá sjálfa sig fyrir sér að drekka heitt
kakó og láta tærnar þiðna við eldavélina en nú var sú hugmynd að dofna í huga hennar.
–Já, Maisie. Hvað ertu með handa mér?
–Góðar fréttir...
–Er það? Neve hætti á frekari vonbrigði og opnaði útidyrnar, steig inn fyrir og lagði frá sér töskuna á ganginum. Það
var lítið hlýrra hérna en eldhúsdyrnar voru lokaðar gegn
kuldanum í hinum hlutum gamla sveitahússins. –Er óhætt
fyrir mig að fara úr kápunni?
–Ertu ekki enn komin heim?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Systirin
–Þetta ertþá þú.
Djúp rödd Seans Booke leiddi í líkama Jane og fékk allt
innra með henni til að titra. Hún lokaði augunum í örstutta
stund og hélt sér rólegri, að minnsta kosti á ytra byrðinu. Það
gengi ekki að láta fyrrverandi máginn hrella hana. Með kurteist bros á andlitinu sneri hún sér að honum, lagaði gleraugun ósjálfrátt og rétti úr öxlunum, togaði aðeins í ermarnar
til að tryggja að þær hyldu úlnliðina. Það var varnartækni
sem þróast hafði með árunum til að fela örin sem minntu
hana stöðugt á myrkasta tíma lífs hennar.
Sean Booke stóð fyrir framan hana, hraustlegri, myndarlegri og meira ógnandi en síðast þegar hún hafði séð hann,
sem hafði verið við útför systur hennar fyrir þremur árum.
Þá hafði hann verið í svörtum jakkafötum sem höfðu smellpassað við skap hans og í erfidrykkjunni hafði hún haft fá
tækifæri til að tala við hann því hann hafði einhvern veginn
alltaf verið annars staðar en hún.
Loks hafði hún áttað sig. Sean hafði ekki viljað tala við
hana og miðað við raddblæ hans hafði ekkert breyst. Hann
hélt á spjaldtölvu og tveimur sjúkraskýrslum. Jane ræskti sig.
–Hvernig hefurðu það, Sean? Hún hrósaði sjálfri sér í
hljóði fyrir það hve kurteis og fagmannleg hún hljómaði um
leið og hún gekk á undan honum inn í fundarherbergi barnaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Vegir ástarinnar
Lucas Carvalho var heppinn maður.
Það sögðu læknarnir honum í það minnsta. Ef hann gæti
bara munað af hverju.
Það var ekki eins og hann gæti ekki munað neitt. Hann gat
það. Hann vissi hvað hann hét fullu nafni, að hann væri
lýtalæknir frá Kaliforníu og að hann hafði komið til Brasilíu til
að vera á læknaráðstefnu.
Það voru þó stórar gloppur í minni hans sem þurfti að ráða
bót á. Það var eins og mikilvægar upplýsingar hefðu þurrkast
út í einni svipan. Eins og til dæmis hvernig hann hafði endað
hér með höndina í fatla og skurð neðarlega á kviðnum... eða af
hverju hann lá í sjúkrarúmi.
Og bróðir hans... maðurinn sem hafði staðið yfir honum
þegar hann vaknaði eftir aðgerðina fyrir þremur dögum. Bróðirinn sem hann hafði ekki séð í næstum þrjátíu ár, hafði farið í
fyrradag til Bandaríkjanna í áríðandi erindagjörðum.
Erindið varðaði konu.
Viprur fóru um varir hans. Síðast þegar hann elti konu var
þegar... heili hans reyndi að finna svar.
Nei. Það hafði aldrei gerst. Og myndi aldrei gerast.
Hann vonaði að minnsta kosti að hann hafi ekki gert einhverja vitleysu á þeim tíma sem hann gat ekki munað eftir.
Sæti hjúkrunarfræðingurinn sem kom og heimsótti hann
nokkrum sinnum hafði fullvissað hann um að það var hann
sem hafði talað bróður sinn til og hvatt hann til að fara á eftirVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Leikur að eldi
Marcos vildi ekki að faðir hans færi en hann hafði samt farið...
eins og hann gerði alla daga.
Marcos sat í rykinu fyrir utan húsið þeirra og fór gætilega í
gegnum hlassið sem pabbi hans hafði komið með deginum
áður. Plast hér. Málmur hér... Passaðu að skera þig ekki.Ryðgaður skápur sem hann og bróðir hans þurftu að draga að hrúgunni. Marcos hafði nappað skrúfjárni úr bakpoka föður síns
svo að hann gæti reynt að taka skápinn í sundur.
Hann þurfti að gera eins mikið og hann gat áður en pabbi
kæmi heim því hann verkjaði í hjartað að sjá hendurnar á
pabba titra þegar hann reyndi að stinga skrúfjárninu í skrúfuna... og svo hræðslusvipinn á andliti hans þegar hann gat ekki
gert það.
–Gættu bróður þíns.
Orð föður hans ómuðu í eyrum hans eins og alla aðra
morgna frá því hann hafði séð mömmu í þessum skrítna kassa.
Pabbi hans hafði litið út fyrir að vera virkilega hræddur þann
dag líka. Marcos hafði bara verið dapur og svangur.
Hann hélt því áfram að fylgjast með Lucas og færa hluti af
einum stað til annars. Bróðir hans teiknaði línu með spýtu í
moldina og fætur hans voru næstum svartir. Marcos gretti sig.
Hvar voru sandalarnir hans? Það var fullt af beittum hlutum
hérna úti. En Lucas hlustaði aldrei. Sama hversu oft Marcos
talaði við hann. Hann arkaði til bróður síns, sparkaði af sér
skónum og benti á þá.
Lucas herpti munninn en hann stakk fótunum í þá. Hann var
reiður. Marcosi var sama. Það var á hans ábyrgð að Lucas slasaði sig ekki.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brosið sem breytti öllu
–Verða fleiri börn? spurði konan lágri röddu.
Hann vissi ekki hvort óttinn í röddinni stafaði af því að
hún vildi fleiri börn eða af því að hún vildi ekki lenda í
annarri eins upplifun.
–Við þurftum að loka eggjaleiðara, sagði hann blíðri
röddu. –En þú ert með annan svo þú getur líklega eignast
annað barn, ef þú vilt.
Chase vissi ekki hvort það gæti orðið. En börnin sem hún
átti nú þegar áttu ennþá móður sína. Hann kreisti hönd hennar
og brosti. –Litlu börnin sem komu með þér voru áhyggjufull.
Brátt verðurðu nógu sterk til að fara heim og þau verða
ánægð með að fá maman aftur.
Bros lék um varir hennar þegar augun lokuðust. Chase
skildi hana eftir í öruggum höndum svæfingarhjúkrunarfræðingsins og klæddi sig úr hlífðarfötunum áður en hann
gekk út. Rakur hitinn umlukti hann eins og bómullarvettlingur
þegar hann steig út úr loftkældu steypuhúsinu sem innihélt
heilsugæslu og skurðstofu læknasamtakanna.
Þótt klukkan væri hálftíu að kvöldi var ekki orðið dimmt í
þessum hluta Vestur-Afríku og hann hafði ekki fyrir því að
taka litla vasaljósið upp úr vasanum. Brátt yrði slökkt á rafmagninu og garnagaulið minnti hann á það að hann hafðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Skuldbundinn
Charlie Lang lokaði fartölvunni og lagði hana á bekkinn sem
hún sat á en hélt áfram að stara á bölvaðan gripinn eins og
hann ætti sök á öllum hennar vandamálum. Kvíðinn innra
með henni óx með hverri misheppnaðri tilraun.
–Ég á aldrei eftir að finna hann, er það?
Pabbi sat á hækjum sér við eitt af blómabeðunum rétt hjá
henni og var að reyta illgresi.
–Föður Aimee? Hver veit, elskan. Þú hefur úr svo litlu að
moða.
Reyndar var það næstum ekkert. –Hversu margir læknar
eru í landhernum sem heita Marshall Hunter?
Hana svimaði af þessu öllu. –Ég hlýt að vera búin að senda
mörg hundruð tölvupósta.
–Ég reikna þá með því að sá síðasti hafi ekki skilað árangri.
–Rétt.
Eins og allir hinir. –Af hverju lét hann mig fá þetta netfang
ef hann ætlaði að loka því?
Af hverju hafði Marshall látið hana fá netfang yfir höfuð
þegar hann hafði lagt mikið á sig til að tryggja að hún skildi
það að það gæti ekki orðið neitt meira á milli þeirra eftir að
þessu stundarsambandi lyki?
Síðasta daginn þegar hann var á leið aftur í stríðið og hún
færi fljótlega aftur til Nýja Sjálands, hafði henni þá fundist
hún vera að missa eitthvað sérstakt? Hún hafði svo sannarlega
fundið fyrir missi. Hafði honum skyndiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.