Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Draumalæknirinn
Stacey Wilton ók út í kant. Hún horfði á húsið og fann fortíðarþrána gjósa upp innra með sér. Hún sneri lyklinum til að
drepa á vélinni, losaði sætisbeltið og opnaði dyrnar án þess
að taka augun af húsinu. Síðdegissólin á bláum septemberhimni undirstrikaði bara fegurð staðarins.
Það var svo breytt... einhvern veginn minna. Sem var fá-
ránlegt, hús hvorki stækkuðu né minnkuðu. Samt var það eins
og minnið sagði henni. Lóðin hafði verið endurgerð, stóra
tréð sem þær systurnar höfðu klifrað í var farið og engin
skuggi féll á gluggana, þess í stað var garðurinn fullur af litríkum blómum. Stacey brosti. Faðir hennar hefði elskað það.
Hún hallaði sér að bílnum og drakk í sig húsið sem hafði
verið heimili hennar fyrstu fjórtán ár ævi hennar. Þetta var
staður sem hún hafði aldrei ætlað að yfirgefa en svo hafði
hún lært að lífið var aldrei fullkomið. Móðir þeirra hafði
gengið út, yfirgefið þau öll.
Stacey og systur hennar höfðu verið rétt tæplega fimm ára,
orðnar spenntar fyrir skólanum, þegar móðir þeirra hafði
sagst hafa fengið nóg. Faðir þeirra hafði verið heimilislæknirinn á staðnum, hafði unnið mikið og á öllum tímumVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Fjölskyldan um jólin
–Passaðu þig! Hrópinu fylgdi niðurbælt óp sem fékk hárin
aftan á hálsi Camerons Roberts til að rísa.
Svo heyrðist hávaði sem hlaut að koma frá hjólabretti
annars tvíburans, að lenda öfugt á stéttinni. Maginn í honum herptist saman. Hvað nú? Gátu strákarnir lent endalaust
í vandræðum? Þeir voru bara átta ára en voru á við heilt
rúgbýlið.
Hann var þegar lagður af stað og setti hekkklippurnar á
útiborðið þegar hann gekk hratt framhjá því. –Marcus?
Andrew? Eruð þið ómeiddir?
–Pabbi, flýttu þér. Hún þarf lækni. Ég gerði þetta ekki
viljandi. Ég lofa. Mér þykir það leitt. Marcus birtist við
endann á heimreiðinni þeirra og tár streymdu niður andlit
hans.
Hnúturinn harðnaði í maganum. Hvað hafði Marcus gert
núna? Og hvar var Andrew? Hafði eitthvað komið fyrir
hann? Það myndi útskýra óttann í grátnum. En hann hafði
sagt að hún þyrfti lækni. –Hvað gerðist? Hann ýfði hárið á
Marcus og bað til foreldraguðsins um miskunn.
Eins og alltaf var foreldraguðinn í fríi. –Ég bið bara um
einn rólegan dag, tautaði hann þegar hann kom að rauð-
hærðu konunni sem lá á stéttinni.
Þjáningarsvipur var á andliti hennar og í augunum sem
beindust að honum. Hún andaði ört og hann sá bringuna
rísa og hníga. Blóð var á vinstri olnboganum og hafði
runnið niður handlegginn, líklega eftir samstuð viðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Faðir fyrir slysni
–Þú gætir þegar verið orðinn faðir.
Max Winthrop sat sem lamaður í sætinu og starði vantrúaður á vin sinn, sem einnig var læknir.
Fyrir hálftíma hafði hann staðið fyrir utan tæknifrjóvgunarstofuna og reynt að átta sig á líðan sinni.
Var hann óviss?
Kvíðinn?
Áfram með þig, hafði hann sagt sjálfum sér. Þú hefur tekið ákvörðunina, farðu nú inn og hittu Pete.
En þarna stóð hann og hugurinn þaut sjö ár aftur í tímann...
Fyrir sjö árum hafði hann verið ákveðinn í að sigrast á nýgreindu krabbameini og hafði skilið eftir hluta af sjálfum sér þarna... innlögn til framtíðarinnar.
Þá hafði það verið fyrsta skrefið í jákvæðu viðbrögðunum hans, annað skrefið hafði verið að byrja á stífri meðferð.
Þriðja skrefið hafði verið að ljúka meðferð og fara beint í fjórða skrefið, að klífa Everest-fjall.
Það hafði ekki verið slæm áætlun fyrir mann á miðjum þrítugsaldri sem hafði skyndilega komist að því að hann var með illkynja eitlaæxli. Þáverandi unnusta hans hafði verið efins um fjórða skrefið í áætluninni en hafði þó samþykkt að hann þyrfti sérstakt markmið.
Hann grunaði að hún hefði frekar viljað giftast, þótt hún hefði aldrei nefnt það.
Nú, tveimur unnustum og miklum breytingum síðar, hafði hann ákveðið að kominn væri tími til að láta eyðileggja frosna sæðið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Töfrar jólanna
Það sem Emma Sinclair þurfti núna var töfrasproti. Töfrasproti sem hún gæti veifað yfir dagatalinu og látið desembermánuð hverfa. Breytt honum í janúar og byrjun á nýju ári. Nýju lífi. Eða ekki.
Kannski gæti hún notað sprotann til að frysta tímann. Svo alltaf yrði byrjun desembermánaðar, þar sem henni leið svo vel að hún gat ímyndað sér að síðustu ár hefðu aðeins verið slæmur draumur.
Loftið var orðið þungt í pínulitlu íbúðinni í London. Emma opnaði rifu á gluggann til að hleypa fersku lofti inn. Loftið var mjög ferskt. Himinninn var dökkur og skýin greini lega full af raka sem varla félli í formi fallegra snjókorna. Kannski kæmi bítandi slydda. Eða ísköld þoka.
London gat verið svo grá á þessum árstíma.
Svo nöpur. Það var bara komið fram á mitt síðdegi en ljós höfðu alls staðar verið kveikt. Á götunni fyrir neðan og í glugg um húsanna sem hún sá. Ekki bara venjuleg ljós. Sumir höfðu þegar sett upp jólatré og búðirnar á neðstu hæðinni höfðu þau með marglitum blikkljósum. Einhver var í jólasveinabúningi á götunni, að dreifa auglýsingum, líklega að bjóða afslátt af einhverju.
Fólk var á hlaupum, klætt í yfirhafnir og með trefla. Regnhlífar birtust á götunni þegar skýin ákváðu að sleppa svolitlu
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Leyndarmál þeirra
–Ef þú vilt bjarga barninu þínu með söngli og höfrungunum
sem éta fiskinn okkar skaltu bara kasta peningunum frá þér.
Höfrungaathvarfið er að fífla þig og þú æðir beint til þeirra.
Þetta var einmitt það sem dr. Jack Kincaid vildi ekki heyra.
Hann leit á fölt barnið í farþegasætinu og vonaði að Harry
hlustaði ekki á.
Andlit litla drengsins var tómt og sviplaust, en þannig var
það líka alltaf. Harry hafði varla talað nokkuð eftir bílslysið
sem kostaði foreldra hans lífið.
–Athvarfið virðist vera að byggja upp gott orðspor, sagði
hann og datt ekkert annað í hug. Hann vildi ekki vera hérna en
þurfti að taka bensín. Náunginn sem vann inni á bensínstöðinni,
feitur, sóðalegur og hafði greinilega ekkert betra að gera,
hafði rölt út til að spjalla.
Engin furða að honum virtist leiðast. Hér voru fáir bílar á
ferð. Jack var yfir 450 kílómetra frá Perth, á leið inn í einn
strjálbýlasta hluta Ástralíu, Dolphin Bay.
Höfrungar. Lækningar. Hann hugsaði um öll veggspjöldin
sem hann hafði séð og varð óglatt.
Hvað var hann að gera hérna?
–Er strákurinn veikur? spurði maðurinn og Jack notaði takka
á fjarstýringunni til að loka glugganum, svo Harry heyrði ekki
meira.
Harry sýndi engin viðbrögð. Hann virtist ekkert taka eftir
því að verið var að útiloka hann frá samtalinu. Hann virtist
aldrei taka eftir því.
–Hann meiddist í bílslysi fyrir nokkru, sagði hann. BensíniðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Birtir af degi
Aðeins eitt námskeið eftir.
Tveir mánuðir til viðbótar. Það var allt og sumt.
Samantha Doxtator dró djúpt andann og leit á verkefnaskrána. Hún þurfti bara að leiðbeina einum bráðatækni í þjálfun
og þá gæti hún hætt þjálfarastarfinu hjá Health Airog farið í
flugþjálfunina þeirra í Thunder Bay.
Thunder Bay var draumurinn hennar. Hún hafði keypt hús
þar. Henni hafði loks tekist að veita syni sínum það líf sem
hann átti skilið og það besta af öllu var að hún myndi vinna við
að fljúga og bjarga mannslífum.
Hún gekk til verkefnastjórans, Lizzie Bathurst, sem var að
dreifa skýrslum um verðandi bráðatækna til leiðbeinandanna.
–Góðan daginn, Lizzie.
Lizzie svaraði ekki en það var ekkert óvanalegt.
–Hverjum á ég svo að leiðbeina í þessum síðastatíma mínum?
Samantha klappaði, spennt, saman höndunum.
Hún var tilbúin að flytja til Thunder Bay. Meirihluti fjölskyldu hennar hafði flutt þangað þegar faðir hennar lést. Þar
gæti Adam sonur hennar alist upp með frænkum og frændum.
Hann myndi hafa garð til að leika sér í, í stað þess að leika sér
á palli fyrir utan íbúð á fyrstu hæð.
Adam gæti hlaupið og leikið sér úti eins og hún hafði gert
þegar hún var barn að alast upp í sveitinni.
Adam hafði kannski ekki föður sinn lengur en hann myndVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hjartalæknirinn
Klukkan var hálfsjö að morgni og ströndin var yfirgefin, fyrir
utan nokkra skokkara og einn mann á göngu með hundinn sinn.
Eftir heita og erfiða nótt var hafgolan afar svalandi.
–Þú lítur út eins og eitthvað sem hefur skolað upp á land.
Euan Scott settist á veðraðan stól sem beið hans á veröndinni. Það var afar freistandi að loka augunum. –Já, ég veit.
Ef það er eitthvað betra líður mér...
–Enn verr? Það brakaði í viðnum þegar David Watson hallaði sér fram í sínum stól og virti Euan betur fyrir sér. –Hvað
gerðist?
–Ein stúlkan á stöðinni, Kirsty... Euan deplaði augunum,
reyndi að losna við myndina af gullnu hári og bláum vörum
Kirsty úr huganum. –Hún tók of stóran skammt í gær.
David hristi höfuðið. –Hvernig er líðan hennar?
–Hún þraukar. Hjartað hætti þrisvar sinnum að slá og það
voru blæðingar í höfuðkúpunni. Foreldrar hennar eru hjá henni.
–Fjandinn. Og henni gekk svo vel...
Euan vildi ekki hugsa um það. Hann vildi ekki heldur hugsa
um hvernig Kirsty yrði þegar hún vaknaði. Ef hún vaknaði.
–Já. Hann nuddaði á sér andlitið og reyndi að reka burt þær
hugsanir. Það voru aðrir krakkar sem þörfnuðust hans og hann
mátti ekki brotna niður vegna eins. –Hvað er á dagskránni
þessa vikuna?
–Fyrst ferð þú heim og sefur.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Óvænt þungun
–Sjáðu þennan!
–Hvern? spurði Ingrid og leit yfir myrkvaðan barinn þar sem
hún og bestu vinkonur hennar á sjúkrahúsinu voru að fagna
stöðu hækkun hennar.
–Þennan. Við endann, sagði Philomena og flautaði til áhersluauka. –Ég er viss um að hann gæti látið mig mala í alla nótt.
Ingrid sneri sér í sætinu til að sjá á hvern vinkona hennar
benti. Þegar hún sá karlmanninn sem hafði breytt krabbameinslækninum virta, dr. Philomenu Reminsky í kött, svelgdist henni
næstum á drykknum sínum.
Maðurinn var hár, stæltur og í hermannafötum, sat við enda
barsins og virtist hafa allar konur staðarins á eftir sér. Hann var
snoðaður en hún sá á augabrúnunum að hann var dökkhærður.
Líklega væri hann enn glæsilegri með síðara hár. Engu að síður
fór honum það vel að vera snoðaður.
Maðurinn virtist vera fáskiptur.
Það var eitthvað sem sagði umheiminum að abbast ekki upp á
hann, samt virtist það laða kvenfólk að.
Það voru nokkrir aðrir hermenn á barnum en hann var einn,
horfði á sjónvarpið í horninu og virtist ekki taka eftir neinu í
kringum sig.
Tók ekki eftir neinu eða var sama.
Ingrid elskaði háa, dökka og fámála menn.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Dularfulla stúlkan
Einhver var í hesthúsinu.
Miðað við höfuðhreyfingar hestsins hennar þá var einhver
þarna. Trisha Bolton lét afturfót hans hvíla á læri sínu og hikaði. Hún hélt á hófjárninu og hlustaði. Frábært. Það hafði tekið
nokkurn tíma að fá Brutus til að lyfta síðasta fætinum svo hún
gæti klárað að skrapa hófana. Hún vildi ekki gefa honum til
kynna að hún væri búin fyrr en verkinu væri í raun lokið. Hún
efaðist um að hann yrði samstarfsfús í annarri skipti... þó að
hún byði honum gulrót.
Brutus fnæsti og færði þyngdina yfir á hina hliðina. Kannski
var hann bara óþolinmóður og vildi komast út í hagann að bíta
eins og hinir hestarnir.
–Rólegur, vinur.
Hún lagfærði gripið á hófinum svo að hann rynni ekki af læri
hennar og ofan á fótinn á henni. –Við erum alveg að verða búin.
–Halló? hrópaði hún til öryggis. –Ég er hérna í stíunni.
Enginn svaraði.
Hún hleypti brúnum er hún heyrði mjúkt fótatak í fjarska
sem nálgaðist hana. Það var þá einhver þarna. Það var stigið
gætilega til jarðar og það heyrðist lítið í skósólunum. Þetta
voru greinilega ekki reiðstígvél.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Heitur snjór
Þrjátíu skref að hliðinu hennar. Neve taldi þau öll. Eftir það
nægðu tíu skref til að færa hana eftir stígnum. Þau reyndust
vera ellefu af því að hún rann til á svellinu og greip í handriðið á veröndinni til að styðja sig. Þung sjúkrataskan hennar
lenti á jörðinni.
Hún veifaði hendinni fyrir framan skynjarann sem tengdur
var við ljósið á veröndinni. Ekkert gerðist. Það var ennþá rafmagnslaust. Gaseldavélin í eldhúsinu myndi þó gefa frá sér
yl og hún hlakkaði til að komast inn. Einmitt þegar hún var
að stinga lyklinum í skrána, hringdi farsíminn hennar. Fjárinn. Ef hún þyrfti að fara aftur út í snjóinn í kvöld...
Þá yrði bara að hafa það. Hún gengi aftur frá húsinu og
vonaði að það tæki ekki tuttugu mínútur að koma bílnum í
gang í það skiptið. Hún sá sjálfa sig fyrir sér að drekka heitt
kakó og láta tærnar þiðna við eldavélina en nú var sú hugmynd að dofna í huga hennar.
–Já, Maisie. Hvað ertu með handa mér?
–Góðar fréttir...
–Er það? Neve hætti á frekari vonbrigði og opnaði útidyrnar, steig inn fyrir og lagði frá sér töskuna á ganginum. Það
var lítið hlýrra hérna en eldhúsdyrnar voru lokaðar gegn
kuldanum í hinum hlutum gamla sveitahússins. –Er óhætt
fyrir mig að fara úr kápunni?
–Ertu ekki enn komin heim?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.