Sjúkrasögur

Bráðaliðarnir
Bráðaliðarnir

Bráðaliðarnir

Published Ágúst 2022
Vörunúmer 413
Höfundur Louisa Heaton
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Sophie hafði komist að þeirri niðurstöðu að til væru þrenns konar karlmenn. Fyrsta afbrigðið þekkti hún mætavel. Þeir menn sögðust elska konuna, fullyrtu að hún væri miðdepill alheims þeirra og ætti hjarta þeirra óskipt, en yfirgáfu hana síðan vegna þess að hún var orðin „flókin“ eða „krefjandi“. Í næsta hópi voru indælu drengirnir. Þeir voru fáir og strjálir. Reyndar var hún ekki viss um að þeir væru til þegar öllu var á botninn hvolft. Hún hafði aldrei hitt slíkan mann. Hins vegar hafði hún heyrt vinkonur sínar tala um þá. Þetta voru strákarnir í húsinu á móti sem virtust ekki vera neitt sérstakir við fyrstu sýn en voru síðan klófestir af heppnari keppinautum áður en konan gerði sér grein fyrir því að hamingjan hafði verið beint fyrir framan nefið á henni allan tímann. Svo var það þriðja afbrigðið. Í þeim hópi voru menn sem gjarnan létu mynda sig sem hálfnakta brunaverði og voru gefnir út á dagatölum. Þeir héldu á litlum, sætum hvolpum á meðan þeir sýndu olíuborna vöðvana á sér. Allir voru þeir með festulega höku. þriggja daga skegg, mjallhvítar tennur og ómældan kynþokka. Einn af þessum náungum gekk inn í sjúkrabílageymsluna til hennar einmitt núna. –Allamalla, muldraði hún og reyndi að hætta að góna á manninn og þykjast vera að athuga búnaðinn í afturhluta sjúkrabílsins. Stundum gægðist hún þó yfir þakið til að ganga úr skugga um að maðurinn væri raunverulegur en ekki ofskynjun

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is