Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Hentugt hjónaband
Grant Smythe læknir gjóaði augunum á vögguna. Aðeins einn dagur var liðinn frá því að faðir hans og stjúpa voru lögð til hinstu hvílu og barnfóstran hafði hætt. Gekk bara út. Hvað annað gæti farið úrskeiðis? Faðir hans snéri sér eflaust við í gröfinni núna vegna þess að Grant hafði verið veitt forræði yfir litlu hálfsystur sinni. Hann var nokkuð viss um að faðir hans hafi aldrei ætlað sér að segja barninu frá því að það ætti systkini. Grant gekk um gólf í anddyrinu á fyrrum heimili föður síns. Hvar er barnfóstran? Hvenær ætlar þessi kona að koma? Hann leit á klukkuna á símanum. Hún ætti að vera komin. Það var beðið eftir honum á skurðstofunni. Lifrin sem átti að græða í sjúklinginn gæti ekki beðið að eilífu. Barnið kjökraði. Grant renndi fingrunum í gegnum hárið. Þetta var enn ein leið föður hans að láta honum líða eins og hann gæti ekki gert neitt rétt. Síðasti sjúki brandarinn. Kjökrið breyttist í grát. Hvar var...? Hvað hét hún aftur...? Sydney, Sara, Sharon eða eitthvað. Barnið gaf frá sér kröftugt öskur. Hvað var að? Hann hafði ekki komið nálægt börnum síðan hann var í læknaskólanum. Þá hafði það líka varað stutt. Barn. Hann var svo bitur að hann gat ekki einu sinni kallað litla krílið sínu rétta nafni. Grant leit á grettið lítið andlit barnsins sem bjó sig undir að gefa frá sér aðra roku. Lily. Hann ætti ekki að láta gremjuna í garð föður síns bitna á saklausu barni. –Lily, hvíslaði hann. Hún lokaði munninum og horfði á Grant. Hann rak í rogastans. Barnið var gullfallegt. Hún var svo lík Evelyn. Móður sinni. Konunni sem hann hafði ætlað að kvænast. Lily hefði getað verið dóttir hans. Í það minnsta
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Kraftaverk á jólunum
–Þá byrjar það, sagði Kristie og stakk höfðinu inn í herbergi frænku sinnar. –Hvað byrjar? spurði Jess og lauk við fléttuna og setti rauða prjónahúfu yfir ljóst hárið. Hún tók upp sólgleraugun sín og skíðahanskana áður en hún elti frænku sína út úr fimm stjörnu íbúð fjölskyldu þeirra. –Aðgerðin. Að finna kærasta handa Jess, sagði Kristie. –Ha? Af hverju? –Af því að þú ert að verða átján ára og þú veist ekki hverju þú hefur misst af. Það er kominn tími til að finna gullfallegan strák handa þér. Strák sem þú stenst ekki, einhvern sem getur kysst sér leið inn í fílabeinsturninn þinn og sópað undan þér fótunum. Við höfum talað um þetta. Þær höfðu gert það en Kristie var alltaf að tala um stráka á einn eða annan hátt og Jess hunsaði hana að mestu leyti. Kristie var vitlaus í stráka... hún varð ástfangin á svona tveggja vikna fresti... en Jess var öðruvísi. Flestir strákar sem Jess hitti virtust vera óþroskaðir og kjánalegir. Hún skildi ekki hvaða læti þetta voru. Sautján og átján ára strákar voru einmitt það. Strákar. Og Jess vildi draumaprins. Draumaprinsinn kæmi þegar hann kæmi. Hún efaðist um að Kristie gæti kallað hann fram. –Ég held að þú sért að gleyma nokkru, sagði Jess þegar þær létu skíðin falla á snjóinn og festu við klossana, tilbúnar að takast á við fyrsta skíðadaginn í Moose River Alpine Resort.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Fjölskylda?
Að vera einstæð móðir var erfitt og hún fékk allan þann stuðning sem hún gat viljað frá ættingjum og vinum. Þar sem hún var einkabarn átti hún því miður hvorki bróður né systur sem gátu tekið þátt í lífi Charlies. Hann átti enga móðursystur eða móðurbróður, það voru engin systkinabörn. Ekki hennar megin og ætt föðurins skipti ekki máli því hann var bara upplýsingar á blaði. Tölfræði sem hafði höfðað til hennar. Stundum velti hún fyrir sér hvort hún ætti að eignast annað barn svo Charlie yrði ekki alinn upp einsamall. Del trúði því að börn hefðu gott af að eiga systkini og ætlaði að hugsa málið betur eftir eitt eða tvö ár. –Við finnum út úr því, Charlie, sagði hún við barnið sem hún hélt á. –Á einn eða annan hátt fær þetta hamingjuríkan endi. Að vera einhleyp móðir tók heilmikinn tíma þegar þau voru bara tvö... hún og Charlie. Hún varð alltaf hissa á því hvernig svona lítið barn gat tekið svona mikinn tíma á hverjum degi. Það var eins og hann reyndi alltaf að trufla hana þegar hún átti lausa stund. En hún elskaði þetta, elskaði það val að hafa orðið einstæð móðir. Enginn faðir var í spilinu, nema sæðisgjafi 3045, og hún var þakklát fyrir góð gen hans því hann hafði gefið henni heilbrigt og fallegt barn. Fullkomið barn, hvað hana varðaði.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Sonur læknisins
Heima í Englandi hafði þetta virst svo góð hugmynd. Nú var hún ekki jafn viss. Hvað ef eitthvað færi úrskeiðis, eitthvað sem hún hafði ekki séð fyrir? Hún gæti skapað fleiri vandamál ef hún færi ekki varlega. Amy Prentice fann kvíðann vaxa á meðan hún og átta ára sonur hennar, Jacob, biðu í röðinni við ferjuna sem færi með þau á litlu grísku eyjuna Constantis. Allt hafði virst svo einfalt þegar þau lögðu af stað um morguninn. Hún færi með Jacob til Constantis í frí og á meðan segði hún honum að faðir hans væri grískur. Þessa stundina vissi Jacob mjög lítið um föður sinn annað en það að hann væri læknir og ynni í Bandaríkjunum, þess vegna hittu þau hann aldrei. Jacob hafði sætt sig við það án þess að spyrja nokkurs, eða hafði að minnsta kosti gert það þar til börnin í bekknum hans fóru að stríða honum. Mörg barnanna bjuggu líka hjá einstæðum foreldrum en þau áttu þó einhvers konar samband við hitt foreldrið
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Framtíðarsýn
Undanfarið ár hafði verið Dylan Jacobs erfitt, svo ekki væri dýpra í árinni tekið. Hann hafði ekki einasta komist að því að hann ætti barn, heldur að móðirin, sem hafði leynt hann barninu, lægi fyrir dauðanum. Hann langaði til að vera henni reiður fyrir hvort tveggja, en gremjan hafði fjarað út á leiðinni að spítalanum þar sem hún lá banaleguna. Og um leið og hann horfði í grænu augun dóttur sinnar, sem voru nákvæmlega eins og augun hans, bráðnaði hann fyrir henni.
Það hafði verið auðvelt að heillast af Maribel. Hún var rjóð í kinnum, dökka hárið var liðað og hláturinn yndislegri en sólargeisli.
Hins vegar hafði herþjónusta hans í Afganistan verið barnaleikur miðað við það að ala upp og annast tveggja ára telpu sem hafði nýlega misst allt sem hún átti.
Eitt ár gat svo sannarlega skipt sköpum.
Dylan settist á hækjur sér við enda gangsins, rétt utan sjónmáls, og hlustaði á hljóðið í rafmagnstannburstanum hennar Maribel uns það þagnaði. Næst heyrði hann létt fótatak hennar á bambusgólfinu á ganginum. Hann kannaðist við leikinn, enda höfðu þau farið í hann á hverjum morgni síðan hún fluttist til hans í
Mason Ridge. HúnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Í móðurstað
Sam Marcus stóð í stúkunni fyrir ofan skurðstofuna í St. Francis of the Valley spítalanum og beið þess að barnið hans missti auga. Sem barnalæknir hafði hann orðið vitni að mörgum skurðaðgerðum en aldrei aðgerð á neinum sem hann unni. Í þetta skiptið þurfti hann stuðning svo hann hallaði sér að glugganum til að sjá son sinn betur og til að fæturnir gæfu sig ekki.
Hann horfði á svæfingalækninn svæfa litla drenginn og skurðlækninn undirbúa aðgerðina. Hjartað barðist í brjósti hans og svitinn perlaði á efri vörinni er skurðlæknirinn gerði fyrsta skurðinn. Hann þerraði svitann skjálfhentur og reyndi að átta sig á því sem var að gerast.
Augað fjarlægt með skurðaðgerð.
Tæplega þriggja ára sonur hans, sem hann hafði nýverið ættleitt, var með sjónukímfrumnaæxli svo það þurfti að fjarlægja augað. Hann kyngdi og hristi höfuðið, enn ekki fær um að trúa þessu.
Hann hafði heillast af Danilo, litla munaðarleysingjanum, í síðustu læknaferð hans til Filippseyja. Fellibylur hafði skollið á og eftir stóðu mörg munaðarlaus börn sem þurfti að sinna. Hann hafði ekki verið að leita að syni eða dóttur. Nei, það hafði verið fjarri honum. En þarna hafði einn lítill eins árs drengur vakið athygli hans, drengur sem hafði misst alla fjölskylduna sína í fellibylnum og náð að lifa af í tvo sólarhringa aleinn. Litla hetjan.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Í felum
Hendur dr. Meredith Dennison voru bundnar fyrir aftan bak og höfuðið á henni í stórri fötu, andlitið nokkrum millimetrum frá vatninu á meðan hún reyndi að bíta í gúmmítúttur sem flutu þar. Vinnufélagar hennar skellihlógu... hún ætlaði að drepa þau öll. Þau höfðu gert fyrirsát og skipulagt óvænta barnagjafaveislu, sem hafði verið falleg hugmynd... en hún hefði alveg viljað sleppa samkvæmisleikjunum.
–Svona nú, Merry, gríptu eina með tönnunum, sagði Olivia úr móttökunni glaðlega.
–Ég borða kvöldmat með foreldrum Richards á Le Gout klukkan sjö, sagði hún og lyfti höfðinu aðeins. –Ég get ekki mætt með blautt hár. Snobbaði þjónninn hleypir mér ekki inn.
–Þú hefur nægan tíma til að laga hárið, sagði Emma, góð vinkona sem var líka heimilislæknir. –Viltu ekki fá gjafirnar?
–Þetta er kúgun, sagði hún með vanþóknun.
–Já, en þetta er skemmtilegt. Emma skellihló. –Þetta er hefnd fyrir auðmýkinguna sem þú lést mig þola í gæsaveislunni minni.
Meredith sneri höfðinu til hliðar til að sjá vinkonu sína.
–Ég fékk glæsilega karlkyns fatafellu til að nudda sér upp við þig og þú drekkir mér.
Emma ranghvolfdi augunum. –Þetta var ekki sérlega heillandi því hann kom til mín viku fyrr vegna kynsjúkdóms. Í stað þess að dást að vöðvunum sá ég bara fyrir mér einkenni
sjúkdómsins og kúgaðist næstum þvíVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Barnalán
Hún lagðist, setti fæturna upp á sófaarminn og teygði sig í fjarstýringuna. Þetta hafði verið langur dagur á
sjúkrahúsinu og hún ákvað að fara í langt bað, eftir sjónvarpsfréttirnar og matinn. Svo ætlaði hún að lesa bók og
fara snemma í háttinn.
Hún kveikti á sjónvarpinu og góða skapið hvarf þegar hún sá ljótar myndir af átta bíla árekstri á Pacific Coast -
hraðbrautinni. Maginn í henni herptist saman við sjónina.
Jade var áhyggjulaus í lífi sínu en leið illa þegar hún sá harmleiki á skjánum. Það voru ekki bara fórnarlömbin
sem hún hugsaði um. Hún hafði samúð með ættingjunum, sem myndu aldrei eiga sama líf aftur.
Þær systurnar höfðu verið þannig. Þær höfðu þurft að púsla lífi sínu saman aftur eftir að foreldrar þeirra dóu í
bílslysi þegar þær voru táningar. Það hafði breytt lífi þeirra beggja. Ruby, eldri systirin, hafði breyst á augabragði. Hún hafði orðið varkárari og viljað stöðugleika, Jade hafði hins vegar stýrt lífinu í gagnstæða átt. Hún
hafði ákveðið að fá sem mest út úr lífinu. Lífið var stutt.
Þeim orðum lifði hún eftir. Í sjónvarpinu sáust blikkljós lögreglunnar og sjúkrabíla
skammt frá ónýtum bílunum, sem sumir voru í klessu upp við steypta staura. Umferðarhnútur teygði sig langt í báðar
áttir. Allur hryllingurinn var tekinn upp úr þyrlu. Jade horfði á og reiknaði með að einhver hlyti að hafa látiðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Endurfundir í París
Tori Wells stóð rétt fyrir innan innganginn að stóra
fundarsalnum á Hotel de Nice og kyngdi kekki, reyndi að
halda ró sinni á meðan hún horfði yfir mannfjöldann og
hlustaði á þau ótal tungumál sem heyrðust. Það bætti ekki
orðspor hennar ef hún brosti eins og trúður.
Spennan sem hafði verið til staðar síðan hún flaug af
stað frá Auckland tveimur dögum fyrr var við það að láta
hana dansa á staðnum, í lárperugrænu skónum sem voru
glænýir og rándýrir. Franskir, auðvitað. Þeir kostuðu jafn
mikið og það kostaði að brauðfæða litla borg en hún hafði
ekkert samviskubit yfir því að hafa leyft sér að kaupa þá.
Alls ekkert.
Það hafði verið einfalt að samþykkja að flytja ræðu fyrir
allt þetta fólk. Jafnvel þótt hún efaðist um að heimsfrægu
sérfræðingarnir hefðu áhuga á því sem hjartasérfræðingur
frá Nýja-Sjálandi hefði að segja um hjartavandamál barna
sem þjáðust af gigtsótt, hafði hún ekki getað neitað boði
nefndarinnar. Hún hefði komið þótt Monsieur Leclare hefði
beðið hana að tala um sniglakapphlaup, tækifærið til að
heimsækja Frakkland hafði verið of freistandi. Hann hefði
getað sparað margar evrur ef hann hefði vitað að hún hefði
sætt sig við að gista í tjaldi á ströndinni, en hann hafði lofað svítu á fallegu hóteli við Miðjarðarhafið og hafði staðið
við það. Miðjarðarhafið. Spennan jókst.
Og svo... Hún brosti. Svo vildi hann að hún færi til Parísar, eftir ráðstefnuna, til að segja læknanemum frá starfi sínu.
Jeminn. París? Hve flott var það? Hún kreisti hendurnar
saman og herpti saman varirnar til að öskra ekki af gleði.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Hetjan
Dr. Cassidy Mahoney hafði flúið borgina og flutt í smábæ í
Cascade-fjöllunum. Þar hafði hún síst af öllu búist við að enda í
fangelsinu. Þetta var fyrsta skipti hennar í fangelsi og fnykur af
gömlu áfengi og einhverju alltof mannlegu fékk hana til að vona
að þetta yrði það síðasta.
Ekkert hefði getað búið hana undir hann... 190 sentímetra háan
og herðabreiðan mann með grjótharða vöðva, svo fullan af testó-
steróni að heill salur af femínistum hefði getað fallið í ómegin.
Hann lá á mjóum bedda sem dugði ekki undir breiðar axlirnar
og löngu leggina og söng um fallega senjórítu með leiftrandi augu
og varir sem brögðuðust eins og fínasta vín. Gamli maðurinn í
næsta klefa söng glaðlega með, hljómaði eins og ryðguð bílvél á
leið upp fjallaskarð, en klefafélagi hans hraut svo hátt að rúðan í
litla glugganum hátt uppi á veggnum nötraði.
Cassidy hikaði í dyrunum, glennti upp augun og fannst hún
vera stödd í kvikmynd án handrits. Allur bærinn, Crescent Lake,
hafði verið eins og úr kvikmynd og hún átti enn erfitt með að trúa
því að hana væri ekki að dreyma.
Satt að segja hefði hún ekki getað ímyndað sér að fá lögreglufylgd á fógetaskrifstofuna eins og stórglæpamaður... þótt það væri
aðeins til að veita fanga læknisaðstoð.
Innar á ganginum bölvaði einhver hátt og sagði þeim að halda
kjafti. Hazel Porter, fíngerða konan sem leiddi Cassidy í óvissuna,
opnaði dyrnar betur og gaf henni merki um að elta.
–Fullt hús í kvöld, sagði Hazel með sinni rámu reykingarödd.
Hún hljómaði eins og hún hefði byrjað að reykja í vöggunniVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr.