Eitt andvarp sagði allt og fyrir Deönnu Lambert tjáði andvarpið fortíð, nútíð og framtíð. Hún starði á andlit sitt í speglinum í góða mínútu, vissi ekki hvað andlitið sem starði á móti var að segja henni. Gera það? Ekki gera það? Krossa fingurna og vona það besta? –Það er engin hjálp í þér, sagði hún við spegilmynd sína, lyfti svo upp rauða toppnum og safnaði kjarki til að skoða magann á sér einu sinni enn. Hún strauk burt annað tár. Upp og niður. Þannig var líf hennar nú. Upp og niður. –Ég vildi að ég vissi hvað ég á að gera. Vildi að einhver segði mér það bara. En í aðstæðum eins og hennar var ekki til neinn leiðarvísir. Aðeins eftirsjá. Meiri eftirsjá en hún kunni að eiga við. Og sársauki. Guð, sársaukinn var þrúgandi. Deanna virti fyrir sér magann, sem var orðinn hluti af daglegri rútínu hennar. Hún glennti sundur fingurna yfir heitu holdinu, sagði sér að hún fyndi fyrir barninu undir fingurgómunum. Það var kjánalegt af henni en barnið var hennar eina tenging við Emily, og hún vildi halda í þá tengingu. Finna fyrir tengingunni eins og áður. Reiða sig á hana. En það gat hún ekki. Ekki lengur. En þetta barn... það var öðruvísi. Von sem hún var ekki tilbúin að taka á móti. Leyfi til að halda áfram. Blessun sem hún gat þegið. Annað tár rann niður vanga hennar og hún kramdi það með
–Við erum komin með gjafa. Max Maitland setti höndina á öxl bróður síns. Fyrsta skrefið í því að laga allt saman. Guð mátti vita að það var þörf á því. Líka hugrekkis og hæfileika hans sem skurðlæknis. Líf Jamie litla valt á því að þetta tækist. Mistök komu ekki til greina. Ekki núna. Ekki þegar svona mikið var í húfi. –Já, við erum með gjafa. Augu Mitchells ljómuðu af von þegar þeir gengu að borði hjúkrunarfræðinganna. –Mig. –Ha? Nei. Það var slys... verið er að fljúga með nýrun hingað. Við þurfum að gera nokkrar rannsóknir en við fyrstu sýn virðist allt henta. Max gat ekki hætt á að hafa bróður sinn einnig á skurðarborðinu. –Ég sé um ígræðsluna, auðvitað. Við erum bara að bíða eftir öðrum í teyminu. –Nei. Ég vil gera þetta. Ég vil gefa syni mínum nýra. Ég verð að gera þetta, fjandinn hafi það. Barkakýlið hreyfðist upp og niður í hálsinum á Mitch þegar hann kyngdi. Hann hélt um brún skrifborðsins svo hnúarnir hvítnuðu. Max vissi hve erfitt það hafði verið fyrir bróður hans að verða faðir. Enn erfiðara að komast að því að barnið sem hann var nýlega búinn að hitta myndi deyja án hjálpar. Max dró hann burt frá símunum, skjáunum og gráti barnanna, og leit svo í augun á Mitch. Grjóthart augnaráðið sem hann notaði speglaðist í augum bróður hans. Augu þeirra voru svo lík. Maitland-augu. Eins og Jamie hafði. Bróðursonur hans. Max varð þungt fyrir brjósti. Hve lengi hafði hann óskað
–Viltu koma og líta á þennan unga strák fyrir mig, Katie? Það mátti heyra eitthvað skrýtið í rödd Colins McKenzie og Katie leit upp til hans, velti fyrir sér hvað hefði truflað aðstoðarvarðstjórann sem yfirleitt var svo afslappaður. –Auðvitað. Hún hafði verið að leita í skápunum að sjúkrabirgðum, athuga hvort hún þyrfti að panta eitthvað, en nú hætti hún því og sneri sér að honum. –Hvað er að? Hún var á vakt á lögreglustöðinni tvö kvöld í viku, fyrri part kvöldsins aðra vaktina og seinni partinn hina, sem passaði vel við vaktirnar hennar sem barnalæknir á bráðamóttöku sjúkrahússins. Hér gerðist aldrei neitt merkilegt. Samfélagið á skosku eyjunni var lítið, glæpir voru fátíðir og hlutverk Katie sem læknir lögreglunnar var yfirleitt að sinna smotteríi eins og að búa um rispur eða meta ástand ungmenna sem höfðu innbyrt of mikið áfengi
John Watson brosti að einhverju sem einn af félögum hans sagði þar sem mennirnir þrír gengu í gegnum gróðurinn í Blá- fjöllunum í Ástralíu. Þeir höfðu verið á fótum frá því sex um morguninn, að ganga að hellaþyrpingu og kanna þá. Þurr leðja og skítur voru á fötunum hans, vöðvar líkamans loguðu af þeim þægilega sársauka sem fylgir góðri æfingu. Þeir höfðu sigið niður í hella, klifrað mikið og hann mundi ekki eftir ánægju- legri degi.
–Finnst þér það ekki, John? spurði Stephen Brooks og John leit á kollega sinn. John hafði bara unnið á Katoomba-sjúkra- húsinu í sex mánuði og þessar helgargönguferðir voru orðnar reglulegar. Hann hnyklaði aðeins brýnnar, velti fyrir sér hvort hann væri að verða of tengdur öllu saman, ekki bara svæðinu heldur líka fólkinu sem hann vann með. Halda fjarlægðinni. Það hafði verið lífsregla hans síðustu þrjú árin.
Summer Hoyts hélt í hönd sonar síns þegar þau gengu á milli verslananna. Svalur andvarinn bætti úr skák því mjög margir höfðu komið út þetta laugardagskvöld til að sjá risastóra jóla- tréð í miðri þaklausu verslunarmiðstöðinni.
Þetta yrðu fyrstu jólin þeirra í Ballarat. Fyrstu jólin fjarri álaginu sem fylgdi gamla lífinu þeirra í Sydney. Hafði hún gert það rétta? Summer fann fyrir kvíða, og ekki í fyrsta skipti síðan þau höfðu stigið upp í flugvélina fyrir tveimur dögum og komið í nýja bæinn. Hún hafði rifið sig og son sinn upp með rótum og farið burt frá hégómlega lífinu sem þau höfðu neyðst til að lifa í Sydney. Hún hristi höfuðið til að skýra hugann og sagði sjálfri sér að hún hefði gert það rétta. Hún hafði fengið fullt forræði yfir syni sínum og nú var rétti tíminn til að skapa nýtt líf, fjarri valdasjúku tengdafólkinu. Í Ballarat hafði verið auglýst eftir nýjum barnalækni og hún hafði gripið tækifærið.
Mér þykir leitt að valda þér vonbrigðum en allir karlmenn sem ég hitti eru ýmist veikir eða slasaðir og það kemur ekki til greina að ég giftist einhverjum þeirra. Lara kom síðasta plástrinum fyrir á fótlegg konunnar og leit svo brosandi á sjúklinginn. –Svo er ástin það sem ég þarf síst á að halda núna.
Alexandra Katherine Prendergast, hvað segir þú? Sek...? Dómarinn hikaði og teygði á kveljandi augnablikinu svo að hjarta hennar herptist af sársauka.Þegar Alex hélt að hún myndi öskra af gremju og niðurlægingu bætti hann hæðnislega við –...eða saklaus?Munnur hennar var skraufþurr. Tungan virtist tvisvar sinnum stærri en venjulega. Tárin runnu niður vanga hennar.
Hann hafði keyrt alla nóttina til að forðast þyngstu umferðina. Nú stöðvaði hann bílinn á vegarkantinum til að sjá sólina rísa og Benedict Legrange fann efasemdirnar brjótast upp á ný. Hvað vonaðist hann til að gera með því að koma hingað? Hann þekkti sannleikann betur en nokkur annar, hví var hann að sóa tímanum? Hann var ekki faðir barnsins.
Camille Lawson ýtti upp stofuhurðinni og gekk inn. Hann var þar sem hjúkrunarkonurnar á sjúkrahúsinu höfðu sagt að hann héldi áreiðanlega til. Þarna sat hann við lítið borð, sötraði kaffi og las dagblaðið. Hún nýtti tækifærið að virða hann fyrir sér áður en hann yrði hennar var. Hávaxinn, grannur og fáránlega myndarlegur með sitt kolsvarta hár sem farið var að grána lítilsháttar í vöngunum. Það hefði átt að gera hann ellilegri en sú var ekki raunin. Ef eitthvað var, þá gerðu gráu hárin hann enn myndarlegri.
Kannski var til einföld leið til að útskýra af hverju hún hafði þóst vera tvíburasystir sín, tælt karlmann í rúmið til sín með blekkingum og farið úr bænum án þess að segja nokkrum. Kannski var til einföld leið til að útskýra það án þess að hljóma eins og tillitslaus og siðlaus drusla. En Jena Piermont fann leiðina ekki. –Þú hefur verið heima í tvær vikur, sagði Jaci, tvíburasystir Jenu, og hallaði sér aftur í sófanum til að geta lyft fótunum upp á sófaborðið.