Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Í móðurstað
Sam Marcus stóð í stúkunni fyrir ofan skurðstofuna í St. Francis of the Valley spítalanum og beið þess að barnið hans missti auga. Sem barnalæknir hafði hann orðið vitni að mörgum skurðaðgerðum en aldrei aðgerð á neinum sem hann unni. Í þetta skiptið þurfti hann stuðning svo hann hallaði sér að glugganum til að sjá son sinn betur og til að fæturnir gæfu sig ekki.
Hann horfði á svæfingalækninn svæfa litla drenginn og skurðlækninn undirbúa aðgerðina. Hjartað barðist í brjósti hans og svitinn perlaði á efri vörinni er skurðlæknirinn gerði fyrsta skurðinn. Hann þerraði svitann skjálfhentur og reyndi að átta sig á því sem var að gerast.
Augað fjarlægt með skurðaðgerð.
Tæplega þriggja ára sonur hans, sem hann hafði nýverið ættleitt, var með sjónukímfrumnaæxli svo það þurfti að fjarlægja augað. Hann kyngdi og hristi höfuðið, enn ekki fær um að trúa þessu.
Hann hafði heillast af Danilo, litla munaðarleysingjanum, í síðustu læknaferð hans til Filippseyja. Fellibylur hafði skollið á og eftir stóðu mörg munaðarlaus börn sem þurfti að sinna. Hann hafði ekki verið að leita að syni eða dóttur. Nei, það hafði verið fjarri honum. En þarna hafði einn lítill eins árs drengur vakið athygli hans, drengur sem hafði misst alla fjölskylduna sína í fellibylnum og náð að lifa af í tvo sólarhringa aleinn. Litla hetjan.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Í felum
Hendur dr. Meredith Dennison voru bundnar fyrir aftan bak og höfuðið á henni í stórri fötu, andlitið nokkrum millimetrum frá vatninu á meðan hún reyndi að bíta í gúmmítúttur sem flutu þar. Vinnufélagar hennar skellihlógu... hún ætlaði að drepa þau öll. Þau höfðu gert fyrirsát og skipulagt óvænta barnagjafaveislu, sem hafði verið falleg hugmynd... en hún hefði alveg viljað sleppa samkvæmisleikjunum.
–Svona nú, Merry, gríptu eina með tönnunum, sagði Olivia úr móttökunni glaðlega.
–Ég borða kvöldmat með foreldrum Richards á Le Gout klukkan sjö, sagði hún og lyfti höfðinu aðeins. –Ég get ekki mætt með blautt hár. Snobbaði þjónninn hleypir mér ekki inn.
–Þú hefur nægan tíma til að laga hárið, sagði Emma, góð vinkona sem var líka heimilislæknir. –Viltu ekki fá gjafirnar?
–Þetta er kúgun, sagði hún með vanþóknun.
–Já, en þetta er skemmtilegt. Emma skellihló. –Þetta er hefnd fyrir auðmýkinguna sem þú lést mig þola í gæsaveislunni minni.
Meredith sneri höfðinu til hliðar til að sjá vinkonu sína.
–Ég fékk glæsilega karlkyns fatafellu til að nudda sér upp við þig og þú drekkir mér.
Emma ranghvolfdi augunum. –Þetta var ekki sérlega heillandi því hann kom til mín viku fyrr vegna kynsjúkdóms. Í stað þess að dást að vöðvunum sá ég bara fyrir mér einkenni
sjúkdómsins og kúgaðist næstum þvíVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Barnalán
Hún lagðist, setti fæturna upp á sófaarminn og teygði sig í fjarstýringuna. Þetta hafði verið langur dagur á
sjúkrahúsinu og hún ákvað að fara í langt bað, eftir sjónvarpsfréttirnar og matinn. Svo ætlaði hún að lesa bók og
fara snemma í háttinn.
Hún kveikti á sjónvarpinu og góða skapið hvarf þegar hún sá ljótar myndir af átta bíla árekstri á Pacific Coast -
hraðbrautinni. Maginn í henni herptist saman við sjónina.
Jade var áhyggjulaus í lífi sínu en leið illa þegar hún sá harmleiki á skjánum. Það voru ekki bara fórnarlömbin
sem hún hugsaði um. Hún hafði samúð með ættingjunum, sem myndu aldrei eiga sama líf aftur.
Þær systurnar höfðu verið þannig. Þær höfðu þurft að púsla lífi sínu saman aftur eftir að foreldrar þeirra dóu í
bílslysi þegar þær voru táningar. Það hafði breytt lífi þeirra beggja. Ruby, eldri systirin, hafði breyst á augabragði. Hún hafði orðið varkárari og viljað stöðugleika, Jade hafði hins vegar stýrt lífinu í gagnstæða átt. Hún
hafði ákveðið að fá sem mest út úr lífinu. Lífið var stutt.
Þeim orðum lifði hún eftir. Í sjónvarpinu sáust blikkljós lögreglunnar og sjúkrabíla
skammt frá ónýtum bílunum, sem sumir voru í klessu upp við steypta staura. Umferðarhnútur teygði sig langt í báðar
áttir. Allur hryllingurinn var tekinn upp úr þyrlu. Jade horfði á og reiknaði með að einhver hlyti að hafa látiðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Endurfundir í París
Tori Wells stóð rétt fyrir innan innganginn að stóra
fundarsalnum á Hotel de Nice og kyngdi kekki, reyndi að
halda ró sinni á meðan hún horfði yfir mannfjöldann og
hlustaði á þau ótal tungumál sem heyrðust. Það bætti ekki
orðspor hennar ef hún brosti eins og trúður.
Spennan sem hafði verið til staðar síðan hún flaug af
stað frá Auckland tveimur dögum fyrr var við það að láta
hana dansa á staðnum, í lárperugrænu skónum sem voru
glænýir og rándýrir. Franskir, auðvitað. Þeir kostuðu jafn
mikið og það kostaði að brauðfæða litla borg en hún hafði
ekkert samviskubit yfir því að hafa leyft sér að kaupa þá.
Alls ekkert.
Það hafði verið einfalt að samþykkja að flytja ræðu fyrir
allt þetta fólk. Jafnvel þótt hún efaðist um að heimsfrægu
sérfræðingarnir hefðu áhuga á því sem hjartasérfræðingur
frá Nýja-Sjálandi hefði að segja um hjartavandamál barna
sem þjáðust af gigtsótt, hafði hún ekki getað neitað boði
nefndarinnar. Hún hefði komið þótt Monsieur Leclare hefði
beðið hana að tala um sniglakapphlaup, tækifærið til að
heimsækja Frakkland hafði verið of freistandi. Hann hefði
getað sparað margar evrur ef hann hefði vitað að hún hefði
sætt sig við að gista í tjaldi á ströndinni, en hann hafði lofað svítu á fallegu hóteli við Miðjarðarhafið og hafði staðið
við það. Miðjarðarhafið. Spennan jókst.
Og svo... Hún brosti. Svo vildi hann að hún færi til Parísar, eftir ráðstefnuna, til að segja læknanemum frá starfi sínu.
Jeminn. París? Hve flott var það? Hún kreisti hendurnar
saman og herpti saman varirnar til að öskra ekki af gleði.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Hetjan
Dr. Cassidy Mahoney hafði flúið borgina og flutt í smábæ í
Cascade-fjöllunum. Þar hafði hún síst af öllu búist við að enda í
fangelsinu. Þetta var fyrsta skipti hennar í fangelsi og fnykur af
gömlu áfengi og einhverju alltof mannlegu fékk hana til að vona
að þetta yrði það síðasta.
Ekkert hefði getað búið hana undir hann... 190 sentímetra háan
og herðabreiðan mann með grjótharða vöðva, svo fullan af testó-
steróni að heill salur af femínistum hefði getað fallið í ómegin.
Hann lá á mjóum bedda sem dugði ekki undir breiðar axlirnar
og löngu leggina og söng um fallega senjórítu með leiftrandi augu
og varir sem brögðuðust eins og fínasta vín. Gamli maðurinn í
næsta klefa söng glaðlega með, hljómaði eins og ryðguð bílvél á
leið upp fjallaskarð, en klefafélagi hans hraut svo hátt að rúðan í
litla glugganum hátt uppi á veggnum nötraði.
Cassidy hikaði í dyrunum, glennti upp augun og fannst hún
vera stödd í kvikmynd án handrits. Allur bærinn, Crescent Lake,
hafði verið eins og úr kvikmynd og hún átti enn erfitt með að trúa
því að hana væri ekki að dreyma.
Satt að segja hefði hún ekki getað ímyndað sér að fá lögreglufylgd á fógetaskrifstofuna eins og stórglæpamaður... þótt það væri
aðeins til að veita fanga læknisaðstoð.
Innar á ganginum bölvaði einhver hátt og sagði þeim að halda
kjafti. Hazel Porter, fíngerða konan sem leiddi Cassidy í óvissuna,
opnaði dyrnar betur og gaf henni merki um að elta.
–Fullt hús í kvöld, sagði Hazel með sinni rámu reykingarödd.
Hún hljómaði eins og hún hefði byrjað að reykja í vöggunniVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Draumalæknirinn
Stacey Wilton ók út í kant. Hún horfði á húsið og fann fortíðarþrána gjósa upp innra með sér. Hún sneri lyklinum til að
drepa á vélinni, losaði sætisbeltið og opnaði dyrnar án þess
að taka augun af húsinu. Síðdegissólin á bláum septemberhimni undirstrikaði bara fegurð staðarins.
Það var svo breytt... einhvern veginn minna. Sem var fá-
ránlegt, hús hvorki stækkuðu né minnkuðu. Samt var það eins
og minnið sagði henni. Lóðin hafði verið endurgerð, stóra
tréð sem þær systurnar höfðu klifrað í var farið og engin
skuggi féll á gluggana, þess í stað var garðurinn fullur af litríkum blómum. Stacey brosti. Faðir hennar hefði elskað það.
Hún hallaði sér að bílnum og drakk í sig húsið sem hafði
verið heimili hennar fyrstu fjórtán ár ævi hennar. Þetta var
staður sem hún hafði aldrei ætlað að yfirgefa en svo hafði
hún lært að lífið var aldrei fullkomið. Móðir þeirra hafði
gengið út, yfirgefið þau öll.
Stacey og systur hennar höfðu verið rétt tæplega fimm ára,
orðnar spenntar fyrir skólanum, þegar móðir þeirra hafði
sagst hafa fengið nóg. Faðir þeirra hafði verið heimilislæknirinn á staðnum, hafði unnið mikið og á öllum tímumVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Fjölskyldan um jólin
–Passaðu þig! Hrópinu fylgdi niðurbælt óp sem fékk hárin
aftan á hálsi Camerons Roberts til að rísa.
Svo heyrðist hávaði sem hlaut að koma frá hjólabretti
annars tvíburans, að lenda öfugt á stéttinni. Maginn í honum herptist saman. Hvað nú? Gátu strákarnir lent endalaust
í vandræðum? Þeir voru bara átta ára en voru á við heilt
rúgbýlið.
Hann var þegar lagður af stað og setti hekkklippurnar á
útiborðið þegar hann gekk hratt framhjá því. –Marcus?
Andrew? Eruð þið ómeiddir?
–Pabbi, flýttu þér. Hún þarf lækni. Ég gerði þetta ekki
viljandi. Ég lofa. Mér þykir það leitt. Marcus birtist við
endann á heimreiðinni þeirra og tár streymdu niður andlit
hans.
Hnúturinn harðnaði í maganum. Hvað hafði Marcus gert
núna? Og hvar var Andrew? Hafði eitthvað komið fyrir
hann? Það myndi útskýra óttann í grátnum. En hann hafði
sagt að hún þyrfti lækni. –Hvað gerðist? Hann ýfði hárið á
Marcus og bað til foreldraguðsins um miskunn.
Eins og alltaf var foreldraguðinn í fríi. –Ég bið bara um
einn rólegan dag, tautaði hann þegar hann kom að rauð-
hærðu konunni sem lá á stéttinni.
Þjáningarsvipur var á andliti hennar og í augunum sem
beindust að honum. Hún andaði ört og hann sá bringuna
rísa og hníga. Blóð var á vinstri olnboganum og hafði
runnið niður handlegginn, líklega eftir samstuð viðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Faðir fyrir slysni
–Þú gætir þegar verið orðinn faðir.
Max Winthrop sat sem lamaður í sætinu og starði vantrúaður á vin sinn, sem einnig var læknir.
Fyrir hálftíma hafði hann staðið fyrir utan tæknifrjóvgunarstofuna og reynt að átta sig á líðan sinni.
Var hann óviss?
Kvíðinn?
Áfram með þig, hafði hann sagt sjálfum sér. Þú hefur tekið ákvörðunina, farðu nú inn og hittu Pete.
En þarna stóð hann og hugurinn þaut sjö ár aftur í tímann...
Fyrir sjö árum hafði hann verið ákveðinn í að sigrast á nýgreindu krabbameini og hafði skilið eftir hluta af sjálfum sér þarna... innlögn til framtíðarinnar.
Þá hafði það verið fyrsta skrefið í jákvæðu viðbrögðunum hans, annað skrefið hafði verið að byrja á stífri meðferð.
Þriðja skrefið hafði verið að ljúka meðferð og fara beint í fjórða skrefið, að klífa Everest-fjall.
Það hafði ekki verið slæm áætlun fyrir mann á miðjum þrítugsaldri sem hafði skyndilega komist að því að hann var með illkynja eitlaæxli. Þáverandi unnusta hans hafði verið efins um fjórða skrefið í áætluninni en hafði þó samþykkt að hann þyrfti sérstakt markmið.
Hann grunaði að hún hefði frekar viljað giftast, þótt hún hefði aldrei nefnt það.
Nú, tveimur unnustum og miklum breytingum síðar, hafði hann ákveðið að kominn væri tími til að láta eyðileggja frosna sæðið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Töfrar jólanna
Það sem Emma Sinclair þurfti núna var töfrasproti. Töfrasproti sem hún gæti veifað yfir dagatalinu og látið desembermánuð hverfa. Breytt honum í janúar og byrjun á nýju ári. Nýju lífi. Eða ekki.
Kannski gæti hún notað sprotann til að frysta tímann. Svo alltaf yrði byrjun desembermánaðar, þar sem henni leið svo vel að hún gat ímyndað sér að síðustu ár hefðu aðeins verið slæmur draumur.
Loftið var orðið þungt í pínulitlu íbúðinni í London. Emma opnaði rifu á gluggann til að hleypa fersku lofti inn. Loftið var mjög ferskt. Himinninn var dökkur og skýin greini lega full af raka sem varla félli í formi fallegra snjókorna. Kannski kæmi bítandi slydda. Eða ísköld þoka.
London gat verið svo grá á þessum árstíma.
Svo nöpur. Það var bara komið fram á mitt síðdegi en ljós höfðu alls staðar verið kveikt. Á götunni fyrir neðan og í glugg um húsanna sem hún sá. Ekki bara venjuleg ljós. Sumir höfðu þegar sett upp jólatré og búðirnar á neðstu hæðinni höfðu þau með marglitum blikkljósum. Einhver var í jólasveinabúningi á götunni, að dreifa auglýsingum, líklega að bjóða afslátt af einhverju.
Fólk var á hlaupum, klætt í yfirhafnir og með trefla. Regnhlífar birtust á götunni þegar skýin ákváðu að sleppa svolitlu
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Leyndarmál þeirra
–Ef þú vilt bjarga barninu þínu með söngli og höfrungunum
sem éta fiskinn okkar skaltu bara kasta peningunum frá þér.
Höfrungaathvarfið er að fífla þig og þú æðir beint til þeirra.
Þetta var einmitt það sem dr. Jack Kincaid vildi ekki heyra.
Hann leit á fölt barnið í farþegasætinu og vonaði að Harry
hlustaði ekki á.
Andlit litla drengsins var tómt og sviplaust, en þannig var
það líka alltaf. Harry hafði varla talað nokkuð eftir bílslysið
sem kostaði foreldra hans lífið.
–Athvarfið virðist vera að byggja upp gott orðspor, sagði
hann og datt ekkert annað í hug. Hann vildi ekki vera hérna en
þurfti að taka bensín. Náunginn sem vann inni á bensínstöðinni,
feitur, sóðalegur og hafði greinilega ekkert betra að gera,
hafði rölt út til að spjalla.
Engin furða að honum virtist leiðast. Hér voru fáir bílar á
ferð. Jack var yfir 450 kílómetra frá Perth, á leið inn í einn
strjálbýlasta hluta Ástralíu, Dolphin Bay.
Höfrungar. Lækningar. Hann hugsaði um öll veggspjöldin
sem hann hafði séð og varð óglatt.
Hvað var hann að gera hérna?
–Er strákurinn veikur? spurði maðurinn og Jack notaði takka
á fjarstýringunni til að loka glugganum, svo Harry heyrði ekki
meira.
Harry sýndi engin viðbrögð. Hann virtist ekkert taka eftir
því að verið var að útiloka hann frá samtalinu. Hann virtist
aldrei taka eftir því.
–Hann meiddist í bílslysi fyrir nokkru, sagði hann. BensíniðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.