Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Sumarást
Hlaupið var Dani mikið hjartans mál. Með því var hún að afla fjár til að kaupa skanna fyrir nýbura á fæðingardeildinni.
–Kannski leyfa skipuleggjendurnir mér að hlaupa í staðinn fyrir þig, sagði Hayley.
Danielle góndi á hana. –Þér finnst hundleiðinlegt að hlaupa.
–Já, en málstaðurinn er góður. Mundu að við ætluðum báðar að vera jákvæðar í ár. Síðasta ár var hörmulegt fyrir okkur báðar.
Tilvera Hayley hafði hrunið fyrir rúmu ári þegar unnusti hennar, Ethan, beið bana við að reyna að bjarga fólki úr brennandi húsi. Leo, eiginmaður Danielle, hafði óvænt yfirgefið hana fyrir níu mánuðum. Þær stöllur höfðu stutt hvor aðra í gegnum hörmungarnar og fyrir mánuði, þegar bráðabirgðaskilnaður Danielle gekk í gegn og ár var liðið frá andláti Ethans, höfðu þær
ákveðið að segja já við öllum tækifærum sem þeim byðust.
Þær töldu að það myndi hjálpa þeim að halda sínu striki og lifa lífinu til fulls. Danielle sagði að besta hefndin fælist í því að hafa það gott og hún ætlaði ekki að eyða ævinni í að gráta mann sem elskaði hana ekki lengur.
–Við ákváðum að lifa sem best og grípa sérhvert tækifæri, sagði Hayley. –Þess vegna verðurðu að segja já viðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bestu vinir
–Ertu að gera hvað? Augu Mikes virtust vera að springa út úr höfðinu á honum. –Þú skalt ekki halda að ég ætli bara að sitja hérna og hlusta á meðan þú segir mér að þú sért að eignast barn með öðrum manni...
–Ég er ekki búin að skuldbinda mig til neins, greip Kitty fram í fyrir honum. Hún reyndi að eyða spennunni með því. Það
var óþolandi þegar hann missti stjórn á skapi sínu. –Ég er bara að íhuga það.
–Jæja, það er eins gott að þú hættir að íhuga það.
–Og þetta er ekki barn annars manns, bætti hún við. Hún vissi að hún ætti bara að þegja. Röksemdafærsla hennar myndi
eingöngu hella olíu á eldinn og gera hann enn reiðari en ef þau ætluðu að ræða þetta vildi hún fá tækifæri til að standa fyrir
máli sínu áður en það stigmagnaðist í rifrildi.
–Er þetta barnið mitt?
–Nei, það yrði barnið hans Cams.
–Og það er annar maður. Ef þú ætlar að eignast börn skaltu fjandinn hafi það eignast þau með mér.
Kitty fannst afar ólíklegt að hún myndi vilja eignast börn með Mike, miðað við núverandi viðhorf hans, en hún hélt þeirri hugsun fyrir sjálfa sig. –En tæknilega séð verður það ekki heldur barnið mitt, útskýrði hún. –Ég myndi bara vera staðgöngumóðirin. Það yrði barnið þeirra Jess og Camerons.
–Hvers vegna í ósköpunum myndi þig langa til að ganga með barn fyrir einhvern annan?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Heimþrá
–Til hamingju, Claudia. Þú átt von á tvíburum!
Dökkbrún augu Claudia Monticello, sem hún fékk frá ítölskum föður, stækkuðu í ljósu andlitinu, en húðina fékk hún frá írskri móður. Hún starði skelfd og vantrúuð til skiptis á magann og á svarthvíta kornótta myndina á skjánum og svo leit hún á brosmildan lækninn og loks upp í loftið þar sem hún reiknaði með að himnaríki væri. Ekki að hún héldi að foreldrar hennar væru að brosa til hennar af himnum ofan eftir það sem hún hafði gert.
Allt í einu varð funheitt í herberginu og hún átti erfitt með að ná andanum. Hún greip sveittum höndum um brúnina á rannsóknarbekknum. Tvö börn. Hún opnaði örlítið munninn en hún brosti ekki. Hún hristi höfuðið í afneitun og nagaði neglur.
Læknirinn brosti enn og horfði á skjáinn. Hann var greinilega ekki meðvitaður um skelfinguna sem hafði gripið sjúklinginn
hans og færði til sónarinn til að fá betri myndir.
Þetta hlutu að vera mistök, hugsaði Claudia. Læknirinn hlaut að hafa lesið vitlaust út úr myndunum.
En Claudia vissi sjálf að þetta voru engin mistök. Börnin voru tvö og þarna voru tveir aðskildir hjartslættir. Læknirinn benti á þá. Claudia var ekki eins spennt og læknirinn. Hún var tuttugu og níu ára og allt annað en spennt fyrir því að verða einstæð tvíburamóðir. Og það voru margar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi var hún mörg þúsund kílómetra í burtu frá heimahögunum… og í öðru lagi þá myndu börnin aldrei hitta föður sinn.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ævintýraþrá
–Viltu að ég geri hvað í kvöld?
Harriet svelgdist næstum því á engiferkexkökunni sem hún var nýbúin að dýfa í teið. Hvernig vissi yfirmaður hennar alltaf
hvernig átti að koma henni úr jafnvægi? Vissi hann ekki að það voru næstum helgispjöll að trufla manneskju á svona stundu?
–Flytja fyrirlesturinn í kvöld. Þú tekur aldrei heiðurinn af verkum þínum og þetta væri fullkomið tækifæri til að sýna
rannsóknir þínar.
Bailey læknir rétti henni munnþurrku og brosti. –Mylsna.
–Æ!
Enn meiri vandræðagangur. Kökumylsna skreytti nú dökkbláan búning hennar. Hefðbundin tíguleg framkoma. Eða þannig. Yfirleitt fór aðsniðinn kjóllinn grönnum vexti Harriet vel… bjó til þá blekkingu að hún væri meiri kvenmaður en strákastelpa. En nú þegar blaut engiferkexkaka var framan á henni líktist hún meira… jæja… maður var ýmsu vanur á barnadeild spítalans. Hún tók við munnþurrkunni og hló vandræðalega.
Hún hafði fengið alls konar sull í búninginn í gegnum árin og þetta taldist ekki alvarlegt. Ekki að það væri þægileg stund að nudda bringuna með munnþurrku fyrir framan yfirmanninn.
–Ég veit ekki…
Hún ákvað að nota gamalkunna afsökun. –Systir mín þarfnast mín…
–Systir þín býr í Los Angeles. Góð tilraun, Harriet.
–Reyndar er hún að koma í heimsókn?
Hmm. Þetta átti ekki að hljóma eins og spurning.
–Hvenær?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjölskylda í jólagjöf
–Flýttu þér, Riley. Það er komið að þér. Harkalegt höggið í öxlina henti honum næstum úr stólnum. Riley hló og sneri sér við.
Frank Cairney, einn af hjúkrunarfræðingunum í endurhæfingunni, stóð þarna með bakpokann á öxlinni. –Á ég að fara að taka frá pláss við barinn fyrir okkur?
Riley kinkaði kolli. –Ég þarf bara að klára nokkrar skýrslur og svo kem ég. Takk, strákar.
Hann vélritaði hratt inn í rafrænu skýrsluna og gerði ítarlega skýrslu um ástand Jake Ashford, hermanns sem hafði slasast í
Afganistan og lá nú inni á endurhæfingarspítala hersins í Waterloo Court.
Það var seint um eftirmiðdag á föstudegi. Þeir sem gátu farið heim höfðu farið heim. En sumir sjúklinganna myndu ekki geta farið heim til sín á næstunni. Jake var einn af þeim.
Starf í endurhæfingarstofnun hafði ekki verið á planinu hjá Riley. En vegna fjölskylduaðstæðna hafði kollegi hans ekki
getað hafið störf á tilsettum tíma, svo að spítalann vantaði einhvern til að fylla í skarðið. Skurðlækningareynsla Rileys í bæklunarlækningum hafði vakið athygli og tilflutningi hans hafði verið frestað um nokkrar vikur.
En í dag var síðasta vaktin hans. Satt best að segja var hann feginn. Starfsfólkið og stuðningsteymið á Waterloo Court var frábært og endurhæfingarstarfið í heimsklassa, en Riley kunni við hraðann á neyðarvaktinni. Næsta mánudag yrði hann kominn til Sierra Leone, þar sem önnur hrina af ebólu virtist vera að brjótast út.
Hann lauk við skýrslurnar og gekk niður ganginn að rúmum sjúklinganna. Hann heyrði hlátur hennar áður en hann kom auga á hana.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Allt fyrir Amy
Spítalaslúðrið var svolítið eins og vindurinn: Ófyrirsjáanlegt og átti til að rjúka upp í eina eða aðra áttina. Upplýsingar gátu
hæglega endað í öðrum enda spítalans áður en þær bárust fólkinu sem þær varðaði. Það kom því Chloe Delancourt ekki
sérlega á óvart að hún komst alla leið á kaffiteríuna áður en hún heyrði hluta af fréttum sem vörðuðu hana sjálfa.
–Hvað er þetta sem ég heyrði um kærastann þinn og eitthvert barn?
Einn af læknunum kom til hennar þar sem hún stóð aftast í röðinni.
–Kærastann minn?
Jake var löngu horfinn og ef hann átti barn þá hafði það ekkert með hana að gera.
Petra brosti. –Allt í lagi, hann er þá ekki kærastinn þinn. En þar sem hann er myndarlegur, einhleypur og býr hjá þér þá má
líta á það sem aðgerðarleysi af þinni hálfu.
–Áttu við Jon?
Chloe hafði bara hitt Jonathan Lambert í samtals tíu mínútur frá því hann flutti inn fyrir tveimur vikum.
–Hversu mörgum myndarlegum mönnum býrðu með á þessari stundu?
–Bara þessum eina…
Tíu mínúturnar höfðu dugað til að hún tæki eftir því að hannvar vissulega myndarlegur… og var með dýrðlegt bros… enEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Tvö hjörtu
–Hann er fífl. Mér líkar ekki við hann. Ég ætla sko aldrei að vinna með honum, hvað þá giftast honum!
Það sem Iolana sagði ekki var Andrew Tremblay læknir er kannski asni, en hann er ótrúlega kynþokkafullur og það eina sem mig langar er að stökkva á hann og kyssa hann eða kyrkja hann.
Litli bróðir hennar þurfti samt ekki að heyra þann hluta.
Enginn þurfti reyndar að heyra það.
Þá myndi mannorð hennar skaddast. Mannorðið sem hún hafði haft mikið fyrir að byggja upp eftir að David skildi við hana í sárum fyrir tveimur árum. Hún þurfti að hafa óflekkað mannorð. Það var nógu slæmt að hún var dóttir yfirskurðlæknisins.
Það þýddi að hún varð að leggja mun meira á sig til að sanna sig.
Hún fékk enga frípassa.
–Svona nú, Lana. Hann er besti íþróttalæknirinn og sá sem veit mest um brimbretti. Hann ætlar að koma mér í meistaradeildina eftir tvo mánuði. Ég þarf á honum að halda.
–Ekki að ræða það, Keaka. Ekki að ræða það.
Iolana brosti með sjálfri sér þegar hún notaði havaíska nafn Jack því hún vissi að það fór í taugarnar á honum. Þó að hann notaði það þegar hann var að keppa á brimbretti.
Jack hleypti brúnum, krosslagði handleggina og starði á hana.
–Það þýðir ekkert að nota dauðastöruna á mig, Keaka. Ég fann hana upp.
Iolana gekk framhjá honum. Hún hafði sjálf kennt honum dauðastöruna. Hún hafði nánast ein séð um að ala Jack upp eftir að móðir þeirra fór.
–Pabbi sækir um græna kortið fyrir hann sem vinnuveitandi hans.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjölskylda á jólum
Þetta var slæmur dagur hjá Trinity Walker. Líf hennar hafði verið fullt af slæmum dögum, svo að þetta var bara dropi í hafið. En því miður voru þeir farnir að hafa samlegðaráhrif.
Hún var tuttugu og fjögurra ára gömul, en skyndilega fannst henni hún vera ævaforn.
Hún þurfti bara þrjá daga í viðbót. Á mánudaginn myndi hún fá bæturnar greiddar inn á bankareikninginn sinn og fyrsti
skóladagur Oscars myndi renna upp.
Loksins myndi hún geta komið einhverri reglu á líf þeirra.
Reglulegir barnlausir tímar sem yrðu helgaðir starfi sem myndi færa henni reglulegar tekjur fyrir hlutum eins og leigu, í stað
þess að þurfa að reiða sig á bætur og ýmis önnur áhættusöm úrræði. Það var ekkert líf að fá að sofa á sófanum hjá fólki,
óáreiðanleg gistiheimili, eins herbergis leigurými í samnýttum húsum og einstaka nótt, eins og nýliðin nótt, í gömlu Mözdunni. Hvorki fyrir hana né fimm ára barn hennar.
Af og til var hún heppin og fékk starf sem einhvers konar gisting fylgdi: herbergi, stundum lítil íbúð eða leiguherbergi.
En það entist sjaldan lengi. Oftar en ekki voru það heilsuvandamál Oscars sem höfðu bundið enda á starfið og húsnæðið
í framhaldi af því. Í gær hafði það verið Skelfilegi Todd.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Jólaljósin
Sydney Harper staðfesti upplýsingarnar um sig á snertiskjánum við dyr læknastofunnar og gekk inn á biðstofuna.
Hún var full. Næstum troðfull. Ellefu stólar af tólf voru uppteknir og hún kannaðist við öll andlitin. Þetta fólk sá hún
á hverjum degi í þorpinu. Nokkrir höfðu komið til hennar á dýralæknastofuna sem hún rak. Voru þau öll á undan henni?
Þurfti hún að bíða fram að hádegi til að hitta Preston lækni?
Hún var sjálf með sjúklinga sem biðu, enda var þetta annasamur árstími. Það voru að koma jól. Sjálfsagt vildu allir hitta lækninn sinn áður en hátíðahöldin byrjuðu.
Hún stundi þungan, arkaði inn og leitaði í töskunni sinni að bókinni sem hún hafði ævinlega meðferðis þegar svona
stóð á.
Hún settist á auða stólinn, opnaði bókina og stakk bókamerkinu milli fingra sér. Hún reyndi að einbeita sér að orðunum á síðunni, en hún var þreytt í augunum og las sömu málsgreinina æ ofan í æ. Orðin neituðu að síast inn í höfuðið á henni og fá merkingu.
Þetta var engin ný bóla. Á hverju ári þegar dagsetningin nálgaðist gerði líkami hennar uppreisn og hún gat ekki sofið.
Dagsetningin myndi vofa yfir henni um alla framtíð ásamt óttanum við að þurfa að komast í gegnum jólin enn á ný,
endurupplifa liðna atburði og finnast þeir hafa gerst í gær.
Áfallið. Hræðsluna. Samviskubitið.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gamla húsið
Hvernig gat svo margt farið svona skelfilega úrskeiðis?
Ellie Thomas fann útlínur símans sem hún hélt upp að eyranu. Brúnirnar urðu skarpari þegar hún herti takið á símanum, urðu áþreifanlegar og raunverulegar.
Það sem hún hafði heyrt gat alls ekki verið raunverulegt.
Eða hvað?
–Ava…ertu þarna ennþá?
Það var andartaksþögn og síðan heyrði hún aftur rödd vinkonu sinnar. Bestu vinkonu eins lengi og hún mundi eftir sér.
Sambandið hafði enst alla barnæskuna, í gegnum áfallið sem fylgdi skurðaðgerð og lyfjameðferð Övu þegar þær voru unglingar. Hún átti góðar minningar frá því að hún var brúðarmær Övu tveimur árum áður og dekkri minningar tengdar örvæntingu bestu vinkonu sinnar yfir því að geta ekki orðið móðir, sem var fylgifiskur meðferðarinnar sem hafði bjargað lífi hennar. Vinskapurinn hafði virst órjúfanlegur, þar til fyrir tveimur vikum…
–Já…ég er ennþá hérna. Hún heyrði niðurbælt snökt. –Mér þykir þetta leitt, mér þykir þetta svo leitt, Ellie.
Leitt? Eins og það kippti bara öllu í lag?
–Hvar ertu? Ellie heyrði hljóðið í einhvers konar tilkynningu og hávær umhverfishljóð. Var Ava stödd á lestarstöð?
–Talaðu við mig, Ava. Við getum leyst úr þessu. Ég hef verið að reyna að hringja í þig í heila viku.
Alveg síðan að hún hafði heyrt að Marco, glæsilegur en heldur hviklyndur eiginmaður Övu, hefði pakkað saman ogEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.