Sjúkrasögur

Tvö hjörtu
Tvö hjörtu

Tvö hjörtu

Published Mars 2018
Vörunúmer 360
Höfundur Amy Ruttan
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Hann er fífl. Mér líkar ekki við hann. Ég ætla sko aldrei að vinna með honum, hvað þá giftast honum!
Það sem Iolana sagði ekki var Andrew Tremblay læknir er kannski asni, en hann er ótrúlega kynþokkafullur og það eina sem mig langar er að stökkva á hann og kyssa hann eða kyrkja hann.
Litli bróðir hennar þurfti samt ekki að heyra þann hluta.
Enginn þurfti reyndar að heyra það.
Þá myndi mannorð hennar skaddast. Mannorðið sem hún hafði haft mikið fyrir að byggja upp eftir að David skildi við hana í sárum fyrir tveimur árum. Hún þurfti að hafa óflekkað mannorð. Það var nógu slæmt að hún var dóttir yfirskurðlæknisins.
Það þýddi að hún varð að leggja mun meira á sig til að sanna sig.
Hún fékk enga frípassa.
–Svona nú, Lana. Hann er besti íþróttalæknirinn og sá sem veit mest um brimbretti. Hann ætlar að koma mér í meistaradeildina eftir tvo mánuði. Ég þarf á honum að halda.
–Ekki að ræða það, Keaka. Ekki að ræða það.
Iolana brosti með sjálfri sér þegar hún notaði havaíska nafn Jack því hún vissi að það fór í taugarnar á honum. Þó að hann notaði það þegar hann var að keppa á brimbretti.
Jack hleypti brúnum, krosslagði handleggina og starði á hana.
–Það þýðir ekkert að nota dauðastöruna á mig, Keaka. Ég fann hana upp.
Iolana gekk framhjá honum. Hún hafði sjálf kennt honum dauðastöruna. Hún hafði nánast ein séð um að ala Jack upp eftir að móðir þeirra fór.
–Pabbi sækir um græna kortið fyrir hann sem vinnuveitandi hans.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is