Sjúkrasögur

Lífsbjörg
Lífsbjörg

Lífsbjörg

Published Mars 2023
Vörunúmer 420
Höfundur Marion Lennox
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Mamma eldar alltaf kássu þegar við finnum nýtt þang. Þetta dugar rosalega lengi. Jenny starði á hauginn af sjóblautum sjávargróðrinum sem krakkarnir höfðu dregið upp úr Þangskurðarvogi. Sjórinn flæddi um eldhúsgólfið og þaralyktin var strax orðin megn. Fannst þeim að hún ætti að elda þetta? Í alvöru? –Við fáum það ekki ferskara, æpti Ruby spennt. –Og það er hellingur eftir til að setja á grindurnar. Um leið og veðrið skánar þurfum við að sækja dráttarvélina. Og það með voru þau farin, Sam, Ruby og Tom, tólf, átta og sex ára gömul. Á eftir þeim lölluðu Nipper og Pepper, tveir ástralskir fjárhundablendingar. Hún ætti að stöðva þau. Í tvo sólarhringa hafði veðrið verið kolvitlaust. Eflaust hafði alls kyns rusli skolað á land. Góð móðir myndi halda börnunum sínum inni, kenna þeim heima og sjá til þess að þau væru þurr og hrein. Óhult. En öryggið var ekki á dagskrá þessara krakka og hún var ekki móðir þeirra. Í eyrum krakkanna hljómaði orðið öryggi næstum dónalega. Hún hafði með naumindum forðast að vara þau við þegar þau hlóðu bálköst í bakgarðinum til að baka kartöflur en þó krafist þess að þau tendruðu bálið lengra frá húsinu. Hins vegar hafði hún ekki getað setið með hendur í skauti þegar hinn sex ára gamli Tom hugðist stinga fyrsta bitanum upp í sig.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is