Sjúkrasögur

Eina vonin
Eina vonin

Eina vonin

Published 1. des. 2014
Vörunúmer 321
Höfundur Alice Sharpe
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Lowri lyfti upp hendinni og ýtti á takkann á dyrasímanum.
Setrið var stórt, mun stærra en hún hafði búist við. Það stóð
í hlíð, með útsýni yfir Garda-vatn, eign sem hlaut að
vekja aðdáun allra. Í gegnum skrautlegt járnhliðið sá hún
fullkomnar grasflatir og gretti sig. Þótt það hefði verið
augljóst á þeim litla tíma sem þau áttu saman að Vincenzo
væri ríkur, hafði hún ekki áttað sig á því hve ríkur hann
var.
Svona hús hlaut að vera afar dýrt í rekstri og svo var það
íbúðin í fína hverfinu í Mílanó. Ekki einu sinni frábær skurðlæknir eins og Vincenzo hafði efni á tveimur svona eignum.
Hann hlaut að vera úr ríkri fjölskyldu sem hjálpaði honum að
fjármagna lífsstílinn. Sú tilhugsun kom henni úr jafnvægi.
Síst vildi hún að hann teldi hana vera á höttunum eftir peningum.
–Si?
Karlmannlega röddin sem kom úr hátalaranum gerði henni
hverft við. Lowri bar hönd að brjóstinu, þar sem hjartað sló
ört. Það voru fimm ár síðan hún hafði hitt Vincenzo og hún
hafði ekki verið í neinum samskiptum við hann síðan þá,
samt átti hún ekki í neinum erfiðleikum með að þekkja rödd
hans. Það var sem röddin væri greypt í huga hennar, hefði
legið í dvala allan þennan tíma. Skyndilega vöknuðu upp
minningar, sérstaklega minningar um síðustu nóttina þeirra
saman...

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is