Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Ráðgátan við vatnið
Ashlynn fann að það fór hrollur um hana þó að sólin skini milli trjágreinanna og myndaði doppótt mynstur á jörðinni. Hún vafði handleggjunum um sig og hélt fast um piparúðabrúsann í annarri hendinni. Sean, bróðir hennar, hafði samþykkt að hitta einhvern við vatnið og það hafði ekki endað vel fyrir hann.
Hún var að vísu ekki á leiðinni til að hitta neinn og Sean hafði farið út um miðja nótt. Hún var á ferðinni um hábjartan
dag, annað en kjáninn bróðir hennar, og á stígnum var nóg af göngufólki á ferðinni svo og hjólreiðafólki sem jós rykinu
upp á leiðinni upp brattann. Hana sveið í nefið af tárum og hún þerraði nefbroddinn með annarri erminni. Nú gat enginn sagt Sean neitt.
Hann hafði haldið úti bloggi um sanna glæpi og gengið mjög vel af því að hann hikaði ekki við að stofna sér í hættu og taka áhættu. Hún varð að feta í fótspor hans ef hún ætlaði að eiga möguleika á að halda blogginu hans áfram. Hún vildi ekki að LA Confidential dæi með bróður hennar.
Ashlynn belgdi út kinnarnar og þrammaði áfram. Hún ætlaði að fara alveg að vatninu og svipast um, taka kannski nokkar myndir og bíða eftir næstu skilaboðum, ef þau yrðu fleiri. Ef nafnlausi tengiliðurinn, sem hafði sent henni ábendingu um bíl á kafi í Kawayu-vatninu, myndi ekki senda önnur skilaboð ætlaði hún að leita að annarri sögu til að fjalla um á blogginu.
Hún stoppaði undir tré og tók upp símann til að opna kortið af göngusvæðinu en þurfti að stökkva til hliðar til að víkja fyrir skokkurum. Hún kallaði inn í rykmökkinn á eftir þeim: –Hvar á að fara út af stígnum til að komast að vatninu?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Horfnu stúlkurnar
Hlið fangelsisins lokaðist á eftir Lori. Hún steig fast á bensíngjöfina um leið og hún þurrkaði tár af vanganum með
handarbakinu. Tárin komu alltaf eftir heimsóknina. Hún leyfði þeim ekki að koma meðan hún sat andspænis Danny.
Hún hafði ekki verið með neinar góðar fréttir fyrir bróður sinn sem var á sjötta ári afplánunar fyrir glæp sem
hann framdi ekki. Eins og Danny hefði myrt kærustuna sína? Hann hafði elskað Elenu meira en nokkurn annan í
veröldinni.
Hann hafði elskað hana af ástríðu. Lágværa röddin í höfðinu á henni hvíslaði: of mikið? Lori bægði þessum
orðum frá sér um leið og hún þurrkaði annað tár sem læddist niður vanga hennar.
Saksóknarinn hafði haldið því fram að Danny hefði myrt Elenu í hita augnabliksins og þess vegna hafði hann verið
ákærður fyrir manndráp en ekki morð. Hann hafði játað en bara til að fá þennan samning. Hann hafði fullyrt við
Lori að hann hefði ekki myrt Elenu og hún trúði honum.
Út af fingrafarinu.
Hún spretti fingrum á stýrinu, sveitt í lófunum, þegar hún ók út á hraðbrautina sem lá til baka til Los Angeles.
Lögreglan hafði fundið fingrafar á vettvangi, þegar Elena var myrt, sem var ekki hægt að bera kennsl á. Það hafði
ekki tekist ennþá en lögreglan hafði eiginlega hætt að leita þegar Danny játaði morðið á sig.
Lori hafði leitað að eiganda fingrafarsins síðan. Eftir framhaldsskólann hafði hún ætlað í réttarmeinafræði en
dularfulla fingrafarið hafði leitt hana yfir í fingrafaragreiningu og hún vann sem fingrafarasérfræðingur hjá lögreglunni
í LA.
Hún var nýbúin með verkefni hjá starfshóp sem hafðiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skuggar fortíðar
Stone Lawson lögreglustjóri seig niður í stólinn og starði á bréfið sem var merkt: „Til eldri útgáfunnar af mér“. Hann
hafði opnað tímahylki á vígsluhátíðinni daginn áður og dregið upp bréf sem bekkjarfélagar hans höfðu skrifað sjálfum sér til að spá fyrir um hvernig líf þeirra yrði mörgum árum síðar.
Hann hafði lofað sjálfum sér því að feta í fótspor pabba síns og ganga í lögregluna. Hann hafði haldið að hann yrði búinn að eignast konu og slatta af strákum, sitt eigið fótboltalið, en það hafði allt breyst daginn sem skotárásin var framin. Daginn sem Mickey, litli bróðir hans, hafði orðið blindur eftir að hafa fengið skot í sig.
Stone kreppti hnefana. Hann var eldri bróðirinn og hefði átt að vernda Mickey.
Hann fann sektarkenndina blossa upp í hvert sinn sem hann sá Mickey eða talaði við hann. Þeir höfðu verið miklir vinir
þegar þeir voru að alast upp, spilað fótbolta og farið saman að veiða, en svo hafði framtíð Mickey breyst snögglega. Hann lokaði augunum og sá bróður sinn fyrir sér berjast fyrir lífi sínu, kyngdi svo sársaukanum og hringdi í Mickey.
Hann svaraði ekki og Stone varð áhyggjufullur. Vonandi var Mickey ekki blindfullur. Hann var farinn að drekka allt
of mikið.
Aðstoðarlögreglustjórinn stakk höfðinu inn fyrir gættina.
–Lögreglustjóri, Hazel LeCroy var að hringja. Hún sagði að einhver hefði brotist inn í veðlánarabúðina og stolið byssu.
Það gat ekki boðað gott.
Hann lét aðra á stöðinni vita af því hvert hann var að fara og fór út í bíl. Hann var með slæma tilfinningu fyrir þessu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sannleikurinn
Þau voru öll sek.
Reiðin ólgaði í honum meðan hann las boðskortið sem hann hélt á:
Þér er hér með boðið á vígsluathöfn nýja framhaldsskólans í Briar Ridge.
Taktu þátt í því að vígja bygginguna með okkur.
Hún verður tileinkuð minningu þeirra sem létust í skotárásinni í framhaldsskólanum í Briar Ridge og
við skulum fagna nýju upphafi.
Kate McKendrick,
skólastjóri framhaldsskólans í Briar Ridge.
Hann kreppti hnefana. Fyrir 15 árum síðan hafði skotárásin í skólanum klofið bæinn. Fjórir nemendur höfðu látist og einn kennari og margir særst. Ned Hodgins, sem stóð fyrir árásinni, hafði síðan skotið sig.
Bekkjarfélagar hans höfðu verið í áfalli. Engum hafði dottið í hug að Ned gæti gert eitthvað þessu líkt en allir höfðu verið of uppteknir á íþróttaleikjum, dansleikjum og í félagslífinu til að taka eftir því að Ned var illa staddur.
Að aðrir voru líka skildir útundan.
Hann opnaði árbókina og klippti út myndirnar af öllum þeim sem höfðu ekki komið vel fram við Ned. Gert eitthvað á hlut hans. Hann lagði myndirnar skipulega á eldhúsborðið.
Þau voru öll svo vinsæl. En eigingjörn.
Hann bankaði á myndina af Kate með fingrinum. Hún hafði viljað láta rífa gamla skólann. Eyðileggja fortíðina. Þurrka hana burtu eins og ekkert hefði gerst.
Hún varð að gjalda fyrir það.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eftirförin
Lana Iona tók af sér svuntuna með andvarpi. Það var lýjandi að vera yfirkokkur hjá Carriage House, fínasta veitingahúsinu í Great Falls, ekki síst á laugardagskvöldum þegar staðurinn var opinn lengi frameftir og þau þurftu líka að undirbúa síðbúna morgunverðinn fyrir næsta dag. Sem betur fór höfðu bæði hún og starfsfólkið verið í sínu besta formi um kvöldið og ekki verið komið fram að miðnætti þegar hún var búin að vinna. Sennilega var það persónulegt met.
Hún tók dótið sitt úr skápnum sínum, slökkti ljósin í eldhúsinu og fór síðustu yfirferðina áður en hún læsti öllu og
fór fram.
Carriage House var í sögufrægu húsi sem var eldra en Lana sem var nýorðin þrítug. Hún hafði eytt afmælisdeginum
helgina áður við vinnu, í staðinn fyrir að halda upp á afmælið með vinum eða ættingjum. Að hluta til af því að allir vinir
hennar voru komnir með maka og börn og foreldrar hennar höfðu farið á eftirlaun síðasta haust og flutt til Montana en
að hluta til af því að hún elskaði vinnuna sína næstum því jafn mikið og þetta hús.
Tim Williams, eigandi veitingahússins, hafði engu til sparað þegar húsið var gert upp og árangurinn var eftir því. Þetta
var vinsæll staður fyrir alls konar veislur og fundi og Lana var viss um að eldamennskan hennar ætti einhvern þátt í því líka.
Þetta var draumastarfið hennar. Hún vann 14 tíma á dag og ilmaði alltaf af grilluðu kjöti eða smjörsósu en það var
þess virði. Það var hægt að sofa seinna, ekki satt?
–Tim? kallaði hún og gekk að ganginum sem lá að skrifstofunum. Tim hafði verið annars hugar allan daginn og
hún vildi vera viss um að það væri allt í lagi að skilja hann einan eftir. Ef hún gæti hjálpað honum eitthvað ætlaði hún að reyna það. –Það er læst að framan og bakdyramegin og ég erEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Horfna vitnið
Jen Jordan lagaði sex mánaða gamlan son sinn, D.J., í burðarskýlunni sem hún var með framan á sér á leiðinni gegn um félagsheimilið í Crestwood, Kentucky. Dagar hennar sem sundþjálfara höfðu breyst og eftir að Dylan yngri fæddistkenndi hún sund á kvöldin. Hún saknaði sundkennslunnar á daginn ekki eftir að hún eignaðist sinn eigin fullkomna engil til að annast um. Hún og D.J. höfðu verið að ljúka átta vikna kennslulotu hjá Water Babies, sundnámskeiðum sem áttu að hjálpa foreldrum og tveggja ára börnum þeirra að slaka á og tengjast sterkari böndum. Jen var tilbúin til að halda upp á þetta. Síminn hennar tók við endalausum skilaboðum, póstum og tilkynningum þegar hún gekk út úr gömlu steinsteyptu byggingunni með fréttum af öllu sem hún hafði misst af meðan hún var með námskeiðið. Hún valdi númerið hjá Madison, meðleigjanda sínum, á leiðinni gegnum anddyrið. Madison hafði ekki svarað símtölum frá Jen fyrir námskeiðið en þær voru báðar með sama staðsetningarappið í símanum sem hafði sýnt að Madison væri stödd í almenningsgarðinum. Hún fór oft þangað til að hugsa. Jen bjóst við að Madison hefði gleymt sér yfir góðri bók, eða í góðum hlaupatúr, en nú var sólin að setjast og Madison ætti að vera komin heim. Ef heppnin var með væri Madison ekki búin að borða því Jen ætlaði að hafa eitthvað gott í matinn í kvöld.
–Hvað eigum við að kaupa í kvöldmatinn? spurði hún D.J. meðan hún beið eftir að síminn færi að hringja.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Feluleikur
Gina Ricci flýtti sér eins og hún gat. Hún fann að kvíðinn innra með henni jókst meira og meira. Það var komið haust og svalt úti og undir venjulegum kringumstæðum hefði hún notið þess að ganga heim eftir kvöldvaktina í dýraathvarfinu en núna var eitthvað að. Hún fann það á sér. Hún lagði lófann á magann sem var aðeins farinn að stækka og minnti sjálfa sig á að Tony, fyrrverandi kærastinn hennar sem var ekki með öllum mjalla, gæti hvorki náð til hennar né ófædda barnsins hennar. –Þetta er allt í lagi, sagði hún, til að róa eigin taugar og hughreysta barnið. –Ég gerði allt rétt núna og það getur ekki verið að hann sé hérna. Þessi orð voru orðin að möntru eftir að hún flutti til Great Falls í Kentucky. Þetta var fjórði viðkomustaður hennar á tveimur mánuðum í felum. Hún hafði lært að notast einungis við reiðufé og leigði íbúð þar sem umsjónarmaðurinn var tilbúinn til að sleppa bakgrunnskönnunum og athugun á lánstrausti. Hún hafði fundið vinnu og lækni sem var tilbúinn til að sinna henni, þó að hún væri ekki með sjúkratryggingu, og naut þess að vera ein. Í þetta skipti var hún vongóð. Hún setti hettuna yfir höfuðið í súldinni og flýtti sér í áttina að heimili sínu. Verslanirnar sem stóðu við litlu götuna voru að loka og barirnir að opna. Gina taldi skrefin og hugsaði um köldu regndropana, frekar en allt sem gæti farið úrskeiðis. Vöðvarnir voru stífir en þreyttir eftir langan vinnudag hjá BFF dýraathvarfinu og slakandi sturta var eitthvað sem hún gat vel hugsað sér. 6 klukkustunda vinna við að hjálpa dýrum og fólki við að finna nýju bestu vini sína var lýjandi vinna, svo að ekki sé minnst á öll dýrahárin sem fylgdu vinnunni.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Glæpahringurinn
Alison Hill stakk Bonnie, dóttur sinni, undir burðarskýluna og gekk hröðum skrefum í kaldri morgungolunni. Aprílmánuður í Kentucky var fallegur en kaldur og Allison þurfti að sinna svolitlu áður en hún fór inn. Mason nágranni hennar, eldri maður, var vanur að koma út á veröndina þegar hann heyrði bílinn hennar koma eftir malarveginum en hélt sig inni í dag. Hann hafði ekki komið til dyra þegar hún bankaði og síminn hans var á tali. Mason var einn af fáum sem Allison þekkti sem var ennþá með heimasíma og þar að auki veggtengdan. Hann neitaði að stilla símann þannig að hann væri látinn vita ef einhver væri að reyna að hringja meðan hann var að tala í símann því hann sagðist ekki geta talað við nema einn í einu. Franny dóttir hans, sem bjó í Minneapolis og hafði sífelldar áhyggjur af pabba sínum eftir að hann fékk hjartaáfallið, var yfirleitt sú eina sem hringdi í hann. Allison flýtti sér meðfram húsinu og inn í skuggsælan garðinn bak við húsið til að gefa hænsnunum og taka eggin úr hænsnakofanum. Hún hafði lofað Franny að sjá um þetta meðan Mason var að jafna sig. Annar fjölskylduvinur sá um að slá garðinn og sinna honum. Hún heyrði niðinn í ánni í bland við goluþytinn þegar hún nálgaðist hænsnakofann. Jörðin var mjúk og blaut eftir rigninguna kvöldið áður og Allison lagði handlegginn um Bonnie þegar hún fann að golan var að aukast og dró húfuna betur yfir ljósar krullurnar. Hún átti ekki nema örfáa daga eftir af þriggja mánaða fæðingarorlofinu og var strax farin að sakna þess að eyða tíma með henni. Sem betur fór vann hún á dagheimili sem þýddi að það yrði ekki langt á milli þeirra
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vitnavernd
Maisy Daniels reyndi að láta fara betur um sig á hörðum eldhússtólnum og strauk yfir magann sem hafði einu sinni verið flatur en var orðinn eins og melóna eftir að hún var komin á síðasta hluta meðgöngunnar. Hún brosti við tilhugsunina en saknaði þess ekki að hafa verið grennri. Ekki núna að minnsta kosti. Líkami hennar var að sinna frábæru verkefni sem ekki allir gátu sinnt og Maisy fannst sér sómi sýndur með því. Barnið hennar varð sterkara með hverjum deginum og hún gat ekki beðið eftir að hitta litla krílið. Hún hugsaði um fæðinguna, um öndunina sem hún var búin að æfa og jákvæða hugarfarið og klassísku tónlistina í bakgrunninum. Fæðingaráætlunin var fullkomin og úthugsuð niður í smæstu smáatriði. Það eina sem skipti máli var að barnið endaði í fangi ástríkrar móður sinnar og án þess að einhver reyndi að drepa þau. Með öðrum orðum, við aðstæður sem voru gjörólíkar aðstæðunum sem höfðu ríkt þegar barnið var getið. –Hæ. Clara Spencer, fulltrúi hjá vitnaverndinni, kom inn í litla vel kynta eldhúsið og brosti hughreystandi eins og venjulega. Ljósa hárið var orðið grásprengt og hún var komin með hláturhrukkur um munninn. –Afsakaðu, ég varð að svara þessu. Við erum ennþá á áætlun í dag og ætlum meira að segja að flýta þessu aðeins. Hvernig líður þér? –Vel. Maisy rétti úr sér í stólnum og virti konuna fyrir sér. Sambland af lögreglukonu og Mary Poppins og þær höfðu orðið mjög nánar vinkonur á undanförnum mánuðum. Hún var líka sú eina sem Maisy hitti reglulega. –Var eitthvað skrýtið við símtalið? spurði Maisy því hún skynjaði undarlegt óöryggi í augnaráði Clöru
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Öryggisgæsla
Gwen Kind beygði sig til að teygja á hásinunum og ná andanum við hliðina á fjölfarnasta hlaupastígnum í New Plymouth, Kentucky. Hún hafði verið að vonast til að geta hrist af sér ónotatilfinninguna um að einhver væri að fylgjast með henni áður en hún færi heim í sturtu en það tókst greinilega ekki. Hún rétti úr sér og sneri upp á sig, dró að sér svalt haustloftið og horfði á litlu skýin, sem andardráttur hennar myndaði, svífa burtu. Októbermánuður var fallegur í haustlitunum í New Plymouth. Þeir sem voru á ferli voru vel klæddir í svalanum, í skærlitum jökkum og með húfur. Mikið notaður stígurinn lá inn á milli vel snyrtra trjáa og umhverfis vatn sem var alltaf þéttsetið af gæsum. Metro-garðurinn var aldrei mannlaus og þess vegna fór Gwen þangað til að hlaupa. Hún kunni betur að meta morgunhlaupin á fáfarnari hlaupa- og hjólastíg sem hún var vön að heimsækja áður en hún fór í vinnuna en undanfarið hafði henni liðið ónotalega þegar hún var ein á ferð. Síðast hafði hún næstum hlaupið beint í bílinn því henni fannst eins og hún væri ekki einsömul þó að hún sæi ekkert annað en íkorna og fuglahópa hér og þar. Innsæið sagði henni að breyta rútínunni sinni og reynslan samþykkti það. Það voru ekki liðin nema 6 ár síðan hún varð fyrir fólskulegri árás í þemaviku háskólans. Hún hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum eitt kvöldið. Henni var nauðgað, hún var barin og stungin og skilin eftir meðvitundarlaus. Hún andvarpaði og dró bíllykilinn upp úr vasanum. Hún saknaði hlaupa- og hjólastígsins en hún myndi lifa þetta af. Hún hafði hætt ýmsu sem skipti hana meira máli, allt fyrir öryggið. Uppáhaldsstaðurinn til að hlaupa á taldist engin fórn í samanburðinum þó að Metro-garðurinn væri yfirfullur og martraðarkenndur.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.