Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Launungarmál
–Af hverju myrtirðu konuna, Stephen? spurði Rosemary March og horfði yfir rispað borðið á yngri bróður sinn. –Og ekki segja að það hafi verið til að ræna hana og fá peninga fyrir fíkniefnum. Ég veit að þú ert ekki þannig. Rosemary horfði á 28 ára karlmanninn sem hún hafði reynt að ala upp eftir að flugslys fyrir nokkrum árum hafði gert þau munaðarlaus. Hún reyndi að láta sem fólk fylgdist ekki með þeim í gegnum gluggana. Það var auðveldara en að láta sem hún fyndi ekki fyrir innilokunarkennd í þessum litla heimsóknarklefa í fylkisfangelsinu í Missouri. En það var ómögulegt að hunsa glamrið frá hlekkjunum sem Stephen March var með um ökkla og úlnliði. –Þú spyrði mig í hvert skipti sem þú kemur, Rosemary. –Af því að ég er ekki ánægð með svörin sem þú hefur gefið mér. Hún strauk fingri eftir kraganum á blússunni sinni og sagði sjálfri sér að hún svitnaði vegna sumarhitans í Missouri, ekki vegna augnaráðsins sem hún fékk frá öðrum fanga eða þeirrar ráðgátu af hverju bróðir hennar hafði myrt konu sem hann þekkti ekki. –Ég þoli ekki að sjá þig hérna. –Þú verður að hætta að velta þér upp úr þessu. Ég á skilið að vera hérna. Trúðu mér. Það hefði aldrei orðið neitt úr mér hvort sem er. –Það er ekki satt. Listrænir hæfileikar þínir hefðu getað... –En ég nýtti þá ekki. Hann hamraði fingrunum á borðplötuna. Þannig hafði hann alltaf verið. Ofvirkur. Alltaf á hreyfingu, alltaf fullur af orku. Faðir þeirra hafði komið honum í frjálsar íþróttir, móðir þeirra hafði fengið honum teikniblýant. Sú útrás gat þó ekki keppt við amfetamínfíknina sem hafði eyðilagt líf hans. –Að missa mömmu og pabba afsakaði ekki að
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Hulduleikur
–Af hverju er málið flokkað sem kalt? Olivia Watson rannsóknarlögreglumaður settist á hækjur sér hjá líkinu sem lá á þykku skrifstofuteppinu. Það hafði fengið þungt höfuðhögg. Blóðpollurinn virtist nógu nýr. Það sem talið var vera morðvopnið, verðlaunagripur fyrir sjálfboðastörf sem tekinn hafði verið af skrifborði þess látna, hafði þegar verið sett í poka og merkt af tæknimanninum sem stóð skammt frá og talaði við réttarlækninn. Einkennisklæddur lögreglumaður og tveir öryggisverðir héldu aftur af starfsfólkinu, sem var gáttað og sorgmætt. Kober & félagar, almannatengslafyrirtækið. Þarna voru einnig forvitnir áhorfendur úr öðrum fyrirtækjum í byggingunni. Rannsóknarlögreglumennirnir tveir voru hinum megin í herberginu að tala við einkaritarann, sem hafði komið í vinnuna eftir hálfs dags dekur í heilsulind og fundið líkið. Þeir virtust hafa góða stjórn á öllu. Af hverju að kalla á hana, sem var í deild í fjórða umdæmi sem sinnti gömlum málum? Olivia hvíldi framhandleggina á lærunum á sér og virti f yrir sér hinn látna, sem virtist vera á sjötugsaldri. Þetta háhýsi úr stáli og gleri í miðborg Kansas City var næstum jafn nýtt og morðið sjálft. Hún var vön að vinna með rykuga kassa og krufningarskýrslur sem vöktu margar spurningar sem ekki hafði verið svarað. Hún vann með beinagrindur og uppþornuð lík, eða áætluð fórnarlömb sem aldrei höfðu fundist. Flestir töldu að deildin hennar fengi auðveldari verkefni en þær sem sinntu nýjum glæpum. Hún vildi líta þannig á það að það þyrfti meiri gáfur, innsæi og þrautseigju en í öðrum deildum lögreglunnar í Kansas City.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Eldur
–Stuttbuxur eru fyrir börn og íþróttamenn.
Ætlarðu að kippa mér út úr verkefninu ef ég fer ekki í þær?
Thomas lokaði brúnu möppunni þar sem verkefni Wills var útlistað. Hugsanlegt verkefni. En verra gat það verið, hugsaði Thomas með sér.
Þeir gætu verið að þrátta um þetta í viðurvist annarra en ekki inni á skrifstofunni hans. Hann vissi ekki hvort Will var alvara eða ekki. Óvissan og óróleikinn settu viðvörunarbjöllur í gang í huga hans. Stuttbuxurnar voru greinilega mikið mál en hann afréð að spyrja ekki hvers vegna. Í áranna rás hafði Thomas unnið með fjölda manna og kvenna sem gerðu ótrúlega hluti á vettvangi og fólk sem studdi þau úr höfuðstöðvunum.
Lánið gat ekki leikið við hann að eilífu varðandi ráðningar. Það var líklega kominn tími til að setjast í helgan stein og láta einkalífið ganga fyrir vandamálum þjóðarinnar. En þjóðin þarfnaðist hans og hafði farið fram á sérþekkingu hans einu sinni enn. Ef hann setti saman rétta hópinn gæti hann kvatt starfið sáttur og sæll.
–Ég hef skipt um skoðun, Will. Þú ert ekki rétti maðurinn í þetta starf.
–Af því að ég vil ekki bera út póst í þessum fáránlegu stuttbuxum?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Vitfirring
Braydon Thatcher rannsóknarlögreglumaður leit á bryggjuna með reiði sem hann hafði lært að byrgja inni. Það skipti ekki máli hvað langur tími leið, þessi staður var hans persónulega helvíti.
–Ég skil það bara ekki. Við Amanda rifumst stundum en aldrei svo heiftarlega að hún myndi fara.
Brandon leit af bryggjunni, sem bar ekki lengur nafn Bartlebee heldur nafn Alcaster, og leit á Marinu Alcaster. Hún var að rúmlega sextug en leit út fyrir að vera áttræð. Horaðir útlimir virtust brothættir og hún var hokin. Allir í Culpepper vissu þó að hún var afar skapstygg. Skrækirnir hennar gátu heyrst um allan bæinn.
Þess vegna var enginn, hvorki Braydon né félagi hans Tom Langdon, hissa á að heyra að Amanda væri farin. Mamma hennar neitaði þó að trúa því.
–Hvenær rifust þið síðast? spurði Tom og gjóaði augunum á Braydon þegar Marina hikaði. –Rifust þið í gærkvöldi?
Marina herpti saman varirnar. –Ég myndi ekki kalla það rifrildi... en við töluðum saman.
Braydon lyfti brúnum og Tom skrifaði hjá sér. –Hvernig var samtalið?
Marina setti aðra hönd á mjöðmina. –Hávært samtal. Hún hnussaði.
–Var Amanda reið þegar þessu háværa samtali lauk?
–Jæja, já. Hún settist inn í bílinn sinn og fór. En hún kom aftur seinna! bætti hún við áður en Braydon eða Tom gátu sagt nokkuð. –Sjáið... Hún benti yfir öxlina á sér, á bláa Hondu.
–Þetta er bíllinn hennar.
–Og hefurðu ekki séð hana síðan?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Saklaus
Mike Ferguson krosslagði fæturna til skiptis.
Enda þótt glæsilega hótelherbergið væri hlaðið hormónaþrunginni spennu var þessi hreyfing eina vísbendingin um að hún hefði áhrif á hann. Að minnsta kosti enn um sinn.
Ferguson tók öllu með jafnaðargeði. Ekkert mat hann meira í fari fólks en jafnaðargeð. Mönnunum tveimur fyrir framan hann veitti svo sannarlega ekki af slíku.
Annar hélt krumlunum um hálsinn á hinum og var á nálum.
Jafnvel á ystu nöf. Hann ætti að vera rólegur og öruggur með sig. Þannig urðu menn færir í þessu starfi. Þess í stað notaði
hann þótta og beitti þvingunum til að hafa sitt fram.
Maðurinn á hnjánum var ekki hótinu skárri. Mannleysa, sem hrein. Hann hefði að minnsta kosti hrinið ef hann hefði komið
upp einhverju meiru en lágværum stunum. Ef hann hefði verið harðari af sér hefði honum verið sleppt fyrir löngu og í stað ofbeldis hefði átt sér stað samtal á sanngjörnum nótum.
Ferguson andvarpaði.
Mennirnir tveir voru báðir veiklyndir í hans augum. Hann skammaðist sín fyrir að vinna með þeim.
Ferguson var svo hjartanlega sama um þá að hann mundi ekki einu sinni hvað þeir hétu. Því miður þurfti hann á þeim að halda við þetta verkefni. Þeir voru nefnilega einu mennirnir sem vissu jafn mikið og Mike um starfsemi hans. Þeir vissu að í eitt skipti á tuttugu árum hafði hann misst stjórn á sér við það að reyna að vernda allt það sem hann hafði lagt svo hart að sér við að eignast.
–Þú þykist hafa fundið Mike Ferguson, hvæsti annar maðurVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Samsæri við Svartagljúfur
-Drunurnar frá sprengingunni bergmáluðu í göngunum. Lauren reyndi að hlaupa, þar eð hún óttaðist grjóthrun, en fæturnir vildu ekki hlýða henni. Hún sá varla handa sinna skil í myrkrinu. Rykið var að kæfa hana og hún var með suð í eyrunum eftir sprenginguna. Hún opnaði munninn og ætlaði að öskra, en kom ekki upp nokkru hljóði.
Sterkur hrammur þreif í höndina á henni og dró hana í áttina að ljósinu. Skothvellir kváðu við fyrir aftan þau og möl og grjóti rigndi yfir þau. Maðurinn dró hana fram fyrir sig og skýldi henni. –Farðu, skipaði hann og ýtti henni áfram. –Hlauptu!
Hún tók á rás og vék sér undan grjótregninu. Daufa skíman framundan varð smám saman skærari. Fótatak ómaði fyrir aftan hana og hún ætlaði að reka upp óp, en þetta var þá bara maðurinn. Faðmlag hans var hlýtt og hughreystandi. –Þetta verður allt í lagi, sagði hann. –Þú ert hörð af þér. Þú getur þetta.
Hann var svo viss í sinni sök að hún trúði honum, enda þótt allt benti til hins gagnstæða.
Aftur skulfu hellarnir og stærri hnullungar hrundu nú í kringum þau. Einn lenti á öxlinni á henni svo að hún féll niður á hnén.
Maðurinn dró hana á fætur og svo hlupu þau af stað í áttina að frelsinu.
Svalt næturloftið kallaði fram tár í augum hennar. Hún starði upp í óskýran stjörnuhimininn og snökti. Hún hafði ekki séð
stjörnur svo vikum skipti. Hún andaði að sér frelsinu sem hún hafði óttast að fá aldrei framar.
–Geturðu gengið? spurði maðurinn og studdi hana með því að taka um mittið á henni.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Svartagljúfur
Sophie settist undir stýrið á bílaleigubílnum og stakk
lyklinum í kveikjuna. Hana langaði ekki til að vera
þarna frekar en á öðrum stöðum þar sem hún hafði leitað að Lauren á síðustu árum. Hún var bara hræddari
núna og vondaufari. Lauren hafði gert margt brjálæðislegt í áranna rás en aldrei verið svona lengi í burtu. Hún
hafði heldur aldrei verið á stað þar sem hún náði ekki til
hennar. Stundum, þegar Lauren átti mjög erfitt, fannst
Sophie að hún væri eina manneskjan sem náði sambandi við hana.
Hún bakkaði út úr stæðinu og ók áleiðis að útkeyrslunni á almenningsgarðinum. Lögreglan í Denver hafði
verið alúðleg og full samúðar. En hún hafði ekki fundið
nein merki um að Lauren hefði verið numin á brott og
taldi að hún hefði stungið af. Það var í rökréttu samhengi við sögu hennar. –Okkur skilst að systir þín hafi
átt við þunglyndi að stríða, hafði rannsóknarlögreglu-
þjónninn sagt.
–Hún hafði stjórn á því og var undir læknishendi,
hafði Sophie svarað.
Úr augum hans hafði hún lesið samúð, en litla von.
Hún leit á klukkuna á símanum sínum. Það voru
fimm mínútur þar til hún átti að hitta manninn úr sérsveitinni sem fékkst við glæpi á þessu svæði. Í þetta
sinn yrði hún ákveðin.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Rauðhærða konan
–Myndir þú frekar vilja standa frammi fyrir hálfri tylft
fjölmiðlamanna á fjölmiðlafundi en að lenda í skotbardaga við
eiturlyfjasmyglara í óbyggðunum?
Graham Ellison höfuðsmaður horfði fýlulega á þann sem
spurði, Lance Carpenter lögreglumann frá Montrose-sýslu. –Er
þetta brelluspurning? Ég hef þó allavega tækifæri nálægt eiturlyfjasmyglurunum. Það skiptir ekki máli hvað ég segi á þessum fjölmiðlafundum. Fjölmiðlar snúa því eins og þeir vilja.
–Ef spurningarnar verða of erfiðar, settu þá upp illskusvip og
segðu þeim að öryggi óbreyttra borgara sé þitt helsta kappsmál.
Carpenter klappaði Graham á bakið. –Þú átt eftir að standa þig
vel.
Graham leit yfir hóp blaðamanna, myndatökufólks og fréttabíla sem biðu á bílastæðinu utan við hjólhýsið sem þjónaði hlutverki höfuðstöðva fyrir Löggæslusveitina... gælunafn sem starfshópur, samsettur af fólki frá mörgum stofnunum, sem átti að
glíma við glæpi á landi í almenningseigu í suðvestur-Colorado,
hafði fengið. –Öryggi borgaranna er mitt helsta kappsmál, sagði
hann. –Eða eitt þeirra. Það er margt sem veldur mér áhyggjum
og ég þarf ekki að láta fjölmiðlamenn segja mér hvernig ég á að
vinna vinnuna mína eða eyða tíma mínum með því að telja upp
hvernig ég sinni vinnunni vitlaust á allan hátt.
–Ég held að þú hafir ekki um neitt að velja í þetta sinn. Lance
leit yfir öxlina á Graham og horfði á hópinn sem fór stækkandi.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Á hættuslóðum
Abby Stewart var ekki villt. Hún hafði kannski rölt út af
skipulagðri leið sinni en hún var ekki villt.
Hún var vísindamaður og fyrrum hermaður sem hafði verið
sæmd heiðursmerki. Hún var með GPS-tæki og kort og góða tilfinningu fyrir áttum. Hún gat ekki verið villt. En hún gat viðurkennt að hún var svolítið ringluð þar sem hún stóð í miðjum
óbyggðum í Colorado. Vandamálið var að svæðið umhverfis
Black Canyon í Gunnison-þjóðgarðinum varð allt eins í útliti
með tímanum: þúsundir hektara af ósléttu, vegalausu óbyggðalandi sem var vaxið furutrjám og kyrkingsleg auðn með stórkostlega fjallasýn í bakgrunninum. Fólk villtist hérna á hverju
ári.
En Abby var ekki ein af þeim, hún minnti sjálfa sig á það aftur. Hún dró andann djúpt og skoðaði GPS-tækið sem hún hélt á.
Þarna var grunni skorningurinn sem hún var nýkomin framhjá
og í vestur voru fjallsrætur Cimarron-fjallsins. Þarna var stað-
setningin. Á skjánum sást að hún hafði gengið tæpa 5 kílómetra
frá bílnum sínum. Það eina sem hún þurfti að gera var að taka
stefnuna í norðvestur og þá kæmist hún aftur á staðinn þar sem
hún lagði og einbreiða moldarslóðann sem hún hafði ekið eftir.
Henni varð rórra, setti GPS-tækið aftur ofan í bakpokann og
virti landslagið fyrir sér. Í augum venjulegs áhorfanda leit stað-
urinn sennilega frekar eyðilega út... háslétta þakin kyrkingslegu
grasi, kaktusum og vanþroskuðum einirunnum.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Leitin að barninu
Þegar fyrstu skothvellirnir heyrðust, hljóp Stacy í átt til þeirra.
Ekki af því að hún vildi taka þátt í skotbardaga heldur af því að
þriggja ára gamall sonur hennar, Carlo, hafði verið að leika sér
í stofunni fremst í húsinu. Skothvellirnir virtust koma þaðan.
–Carlo! æpti hún og þaut niður ganginn að stofunni, þar sem
strákurinn var oft með bílana sína í stóru leðurhúsgögnunum,
að láta sem bílarnir væru að keyra í fjöllum.
Karlmenn hrópuðu innan um skothvellina. Einn lífvarða fjölskyldunnar hljóp framhjá henni með sjálfvirka byssu í höndunum. Stacy tók varla eftir honum. Hún varð að ná til Carlos.
Stofan í veglega bústaðnum í Colorado var í rúst, húsgögn
lágu á hliðinni, rifin og tætt. Glerbrot og ísmolar voru á gólfinu
en það leit út fyrir að allir væru farnir. Stofan var tóm og skothvellirnir komu innar úr stóra húsinu.
–Carlo? kallaði Stacy og barðist gegn kvíðanum. Ef einhver
af þessum heimsku mönnum hafði meitt son hennar, myndi
hún tæta þá í sundur með berum höndum.
–Mamma?
Hrædd röddin fékk hana næstum til að kikna í hnjánum.
–Carlo? Hvar ertu, elskan?
–Mamma, ég er hræddur.
Stacy fylgdi röddinni í dimmt horn undir innbyggðu skrifborði. Hún kraup niður og leit undir borðið... og beint í brún
augu sonar síns.
Hún rétti út hendurnar og hann kom til hennar, vafði hana
örmum og grúfðiandlitið í öxl hennar. Hún klappaði honum á
bakið og andaði að sér ilminum af honum... barnasjampó og
hnetusmjör. –Hvaða menn voru þetta, mamma?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr.