Flýtilyklar
Ást og afbrot
Horfnu stúlkurnar
Lýsing
Hlið fangelsisins lokaðist á eftir Lori. Hún steig fast á bensíngjöfina um leið og hún þurrkaði tár af vanganum með
handarbakinu. Tárin komu alltaf eftir heimsóknina. Hún leyfði þeim ekki að koma meðan hún sat andspænis Danny.
Hún hafði ekki verið með neinar góðar fréttir fyrir bróður sinn sem var á sjötta ári afplánunar fyrir glæp sem
hann framdi ekki. Eins og Danny hefði myrt kærustuna sína? Hann hafði elskað Elenu meira en nokkurn annan í
veröldinni.
Hann hafði elskað hana af ástríðu. Lágværa röddin í höfðinu á henni hvíslaði: of mikið? Lori bægði þessum
orðum frá sér um leið og hún þurrkaði annað tár sem læddist niður vanga hennar.
Saksóknarinn hafði haldið því fram að Danny hefði myrt Elenu í hita augnabliksins og þess vegna hafði hann verið
ákærður fyrir manndráp en ekki morð. Hann hafði játað en bara til að fá þennan samning. Hann hafði fullyrt við
Lori að hann hefði ekki myrt Elenu og hún trúði honum.
Út af fingrafarinu.
Hún spretti fingrum á stýrinu, sveitt í lófunum, þegar hún ók út á hraðbrautina sem lá til baka til Los Angeles.
Lögreglan hafði fundið fingrafar á vettvangi, þegar Elena var myrt, sem var ekki hægt að bera kennsl á. Það hafði
ekki tekist ennþá en lögreglan hafði eiginlega hætt að leita þegar Danny játaði morðið á sig.
Lori hafði leitað að eiganda fingrafarsins síðan. Eftir framhaldsskólann hafði hún ætlað í réttarmeinafræði en
dularfulla fingrafarið hafði leitt hana yfir í fingrafaragreiningu og hún vann sem fingrafarasérfræðingur hjá lögreglunni
í LA.
Hún var nýbúin með verkefni hjá starfshóp sem hafði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók