Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Skyttan
Andre Diaz reis upp við dogg, ringlaður og sá ekkert fyrir reyknum sem fyllti svefnherbergið hans. Þegar hann dró andann fannst honum hann vera að kafna. Þreyttur heilinn reyndi að átta sig á því hvað um væri að vera.
–Andre! Stattu upp!
Rödd eldri bróður hans barst í gegnum reykinn. Skelfingu lostinn svipti Andre af sér sænginni og stökk fram úr svo að
við lá að hann hrasaði.
–Við verðum að vera snöggir, sagði Cole. Hann var alltaf yfirvegaður, en í þetta sinn greindi Andre ótta í rólegri röddinni.
Andre staulaðist gegnum dimmt herbergið og átti erfitt með að anda. Frammi á gangi logaði ljós, en þegar hann komst að dyrunum til bræðra sinna sá hann að birtan kom ekki frá ljósaperu.
Húsið var að brenna.
–Haltu þér fast í mig, sagði Cole. –Marcos, taktu í hina höndina á Andre. Ekki sleppa. Drífum okkur.
Andre hélt sér fast í skyrtu stóra bróður síns og fann hönd litla bróður þeirra taka um öxlina á sér. Síðan hröðuðu þeir
sér að stiganum.
Veggirnir stóðu í ljósum logum. Þegar Andre leit upp sá hann að loftið var alelda líka.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fyrirsát
Carolina Lambert sneri sér í rólunni til að geta horft á R.J. Dalton þegar þau ræddu saman. Hann ruggaði sér fram og aftur í uppáhalds ruggustólnum sínum, leit annað slagið á hana en mun oftar starði hann eitthvert út í bláinn. Hún fékk sting í hjartað við tilhugsunina um hve hratt honum fór aftur. Hann hafði þegar tórað tveimur árum lengur en nokkur hafði gert ráð fyrir en staðreyndin var sú að óskurðtækt meinið í höfði hans gaf engan grið. Það var einungis spurning um tíma hvenær stundin rynni upp en þó varð hún að játa að hún öfundaði hann vegna þess að andlega var hann flestum sprækari.
Hrumar hendur hans skulfu svo óstjórnlega að hann þurfti að halda báðum höndum um bollann þegar hann dreypti á svörtu kaffinu. –Ég geri ráð fyrir að Brit hafi beðið þig að hafa ofan af fyrir gamlingjanum á meðan hún færi með Kimmie í ungbarnaskoðun.
−Það þarf ekki að biðja mig um að heimsækja þig. Það er mér sönn ánægja að verja tíma með þér, sagði Carolina sannleikanum samkvæmt. En hann hafði rétt fyrir sér. Brit tengdadóttir hans skipulagði líf fjölskyldunnar með þeim hætti að R.J. væri aldrei einsamall lengur en nokkrar mínútur í senn.
−Þú ert engum lík, Carolina, og besti fjandans nágranni sem skálkur eins og ég gæti óskað sér. Og svona fjallmyndarleg að auki.
Ég trúi því ekki enn að þú skulir enn valsa um ógift. Það eru allavega þrjú eða fjögur ár frá því Hugh dó, eða hvað?
−Fjögur og hálft.
−Það er dágóður tími með lífiðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skuggamót
−Þetta er djásnið í safninu mínu, óvænta uppákoman sem ég lofaði á síðustu sýninguna.
Jade Dalton starði gjörsamlega agndofa á hálsmenið. Endalaus röð fullkominna demanta og grænna smaragða dinglaði um
fingur Quaid Vaquero. –Þetta er stórfenglegt. Þetta er… Jade átti ekki orð. −Orð fá ekki lýst þessu gersemi.
−Það gleður mig að þér líst vel á það. Það tók mig heilt ár að finna fullkomna demanta sem eru um þrjúhundruð talsins, handsniðnir og hver og einn settur með hvítagulli.
−Ég þori varla að spyrja um verðið, sagði Jade.
Quaid brosti. –Tvö hundruð tuttugu og fimm. Verð óumsemjanlegt. Þar að auki læt ég það ekki frá mér nema til manneskju sem kann ekki einungis að meta gæðin heldur einnig fegurð þess og listrænt gildi.
−Tvö hundruð tuttugu og fimm þúsund?
Hann brosti líkt og honum væri skemmt yfir einfeldni hennar.
–Tvö hundruð tuttugu og fimm milljónir dollara, vinan.
−Núna gerirðu mig virkilega skelkaða! Hvað í ósköpunum
ertu að gera með þessi verðmæti hérna á hótelherberginu? Ég hringi strax í öryggisfyrirtækið! Ég held að fulltrúi Reggie Lassiter standi vaktina í kvöld. Hann sér til þess að koma hálsmeninu fyrir í öryggishólfi þar sem hann og hans teymi gæta
þess öllum stundum.
−Taktu því rólega. Við erum ein um að vita af gripnum hér og auk þess er djásnið tryggt í bak og fyrir.
−Þetta er samt sem áður ekki skynsamleg ráðstöfun, herra Vaquero. Ég hefði aldrei samþykkt þetta fyrirkomulag ef þúEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Miðnæturriddarinn
Brit Garner vaknaði við pirrandi titringinn í farsímanum sínum sem lá á náttborðinu. Hún skellti koddanum yfir höfuðið og reyndi að útiloka suðið sem þagnaði um stund en hófst að nýju eftir stutt hlé. Félagi hennar átti ekki gott í vændum ef þetta reyndist vera hann! Hún seildist í símann, leit á skjáinn og svaraði. –Það er eins gott að erindið sé mikilvægt, Rick Drummond!
−Fyrir þig stendur valið ekki á milli lífs og dauða en þú ættir
að drífa þig í líkhúsið.
−Hvaða hluta af því að ég sé í fríi og hafi í hyggju að sofa fram að hádegi á hverjum degi skilur þú ekki?
−Ég skil þetta alltsaman og veit að þú átt skilið að taka þér frí eftir brjálæðislega vinnu síðustu mánuðina en ég held að þú viljir sjá þetta.
−Ég hef áður séð lík. Eiginlega hafði hún séð þau einum of mörg og sem var ein ástæða þess að hún þurfti á fríi að halda.
Faðir hennar hafði aðvarað hana um að svona væri líf lögreglumannsins.
−Líttu bara aðeins við. Það kallar ekki á neina vinnu af þinni hálfu. Ég held í alvöru að þú ættir að sjá þetta.
−Af hverju er svona mikilvægt að ég sjái þetta tiltekna lík?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
−Líttu bara aðeins við, Brit. Ég býð í kaffi og morgunverð á eftir.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Griðastaður
Faith Ashburn notaði breiðan augnlínupensil til að gera brún augun meira áberandi og færði sig frá speglinum til að skoða farðann sem hún hafði borið á fölt hörundið. Angistarfull augun sem horfðu á móti voru það eina af andlitinu sem hún þekkti.
Augun endurspegluðu tilfinningarnar. Hún var ráðvillt, föst í martröð. Kvíðinn var svo sterkur að henni leið eins og það
væri að kvikna í maganum á henni.
En hún ætlaði að fara þangað aftur í kvöld, inn í reykinn og þuklið, augnaráðið sem skreið yfir hörundið eins og loðnar
kóngulær. Hún ætlaði að brosa og þola allan ósómann í von um... alltaf í von um einhverjar upplýsingar sem gætu leitt
hana til sonar síns.
Cornell var orðinn 18 ára. Karlmaður líkamlega en andlega og tilfinningalega var hann ennþá barn, allavega í huga hennar.
Trúgjarn og óreyndur drengur sem þurfti á mömmu sinni og lyfjunum sínum að halda.
Berir fætur Faith sukku í þykka ljósfjólubláa teppið þegar hún gekk inn í svefnherbergið þar sem hún klæddi sig í
mynstraðar sokkabuxur. Svo tók hún fleginn, dræsulegan svartan kjól út úr skápnum og klæddi sig í hann.
Efnið strekktist yfir ber brjóstin þegar hún renndi mjóum hlýrunum upp á axlirnar. Geirvörturnar voru huldar efni en
kjóllinn var nógu fleginn til að gefa í skyn að hún væri til í að sýna allt ef hún fengi gott boð.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Dýrkeypt réttlæti
–Við í kviðdómnum teljum að hinn ákærði, Edward Blanco sé saklaus af öllum ákæruliðum vegna morðsins á Evelyn Cox.
Allir í salnum tóku andköf um leið og svo heyrðust örvæntingarstunur og grátur frá ættingjum Evelyn sem vissu að réttlætinu hafði ekki verið fullnægt.
Aðstoðarfólk verjandans, Leif Dalton, klöppuðu honum á bakið og vildi taka í hönd hans. Edward Blanco brosti sama sakleysislega brosinu og hann hafði sýnt kviðdómnum undanfarnar vikur meðan vitnaleiðslur fóru fram en í þetta skipti sást fyrirlitning á réttarhöldunum og öllum þeim tengdum í svörtum augum hans.
Leif forðaðist augnsamband þegar Blanco þakkaði honum ákaft fyrir. Svo sneri hann sér við og tókst að nikka til kviðdómenda og dómara. Hann tók í hendur samstarfsfólksins en tilneyddur og án þess að meina nokkuð með því.
Hann var næstum því viss um að núna, í annað skipti á ævinni, hefði hann hjálpað morðingja til að sleppa við refsingu og fá frelsið aftur og eflaust myndi hann fremja annað morð...
nema einhver yrði á undan að drepa hann.
Saksóknararnir höfðu ekki átt möguleika. Sönnunargögnin gegn Blanco voru einfaldlega ekki fyrir hendi. Allt sem aðalsaksóknarinn bar á borð var byggt á líkum og það nægði kviðdómurum ekki lengur. Þeir vildu sönnunargögn eins og þeirsáu í endalausum lögregluþáttum í sjónvarpinu, DNA-samsvörun, morðingja sem leit út eins og morðingi en ekki myndarlegan og vel menntaðan mann sem þeir myndu velja sem tengdason.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Tvíburasysturnar
Dagar R.J. Daltons voru taldir. Hrollur fór um hann við tilhugsunina. Það var taugaskurðlækninum líkt að vera ekkert að skafa af hlutunum þótt lækninum væri auðvitað ekki um að kenna. R.J. létti fætinum af bensíngjöfinni á nýja Dodge Ram pallbílnum sínum og beygði inn á malarveginn að Þurrárgilsbúgarðinum. Hann gæti nú varla kvartað eftir öll þau sjötíu og átta ár sem hann hafði fengið að lifa. Flest öll auk þess á eigin skilmálum. Aldrei hafði hann forðast slagsmál eða neitað sér um almennilega skemmtun. Reyndar var hann ekki stoltur af öllum sínum gjörðum í gegnum tíðina en hann hafði ekki banað annarri manneskju og ekki getið barn með kvenmanni án þess að giftast henni fyrst... eða allavega boðist til að giftast henni. Síðasti villikötturinn sem hann ruglaði reitum sínum saman við hafði sagt honum skýrt og skorinort hvað hann gæti gert við bónorðið. Fögur sem syndin sjálf en svo sannarlega alsett þyrnum og broddum. Ekki þar með sagt að Kiki eða aðrar hans fyrrverandi væru líklegar til að planta blómum á leiðið þegar búið væri að hola honum undir leirtorfu í Texas. Satt best að segja var allteins við því að búast að einungis örfáar nágrannahræður yrðu þeir einu sem létu sjá sig við útför hans. Flestir af sýndarmennsku einni saman en aðrir í tilraun til að frá fréttir af því hve skammarlega lágt verð væri mögulega hægt að bjóða fyrir Þurrárgilsbúgarðinn. Sanngjarnara væri að jarða mann áður en maður dræpist. Þannig kæmist maður að raun um hverjir raunverulegir vinir manns voru. Þá kæmist hann líka að hví hvort eitthvert barna hans ætti skilið að erfa búgarðinn sem tilheyrt hafði fjölskyldunni í tvær kynslóðir.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjársjóðurinn
–Já, það er ég, sagði hún. –Ég vissi það. Hann rétti fram höndina. Bros hans var heillandi. –Gary Dodge sagði mér að svipast um eftir glæsilegri, ljóshærðri konu. –Þú hlýtur að vera Frank Hastings, sagði hún. Hana langaði til að skella upp úr og ranghvolfa augunum en hún sat á sér. Hún vissi vel að hún var þreytuleg og útkeyrð að sjá. –Kallaðu mig Frankie, sagði hann og sleppti hendi hennar. –Má ég setjast? Hún kinkaði kolli og hann settist andspænis henni. Hún hafði séð mynd af honum og vissi því að hann var aðlaðandi, en myndin hafði hvorki komið orkunni til skila sem einkenndi hann né kvikri forvitninni í augunum. Vonir hennar um að hafa yfirhöndina gagnvart honum minnkuðu til muna þegar hann horfði á hana og leyndi því ekki að hann var að vega hana og meta. Hún vissi að hann átti gríðarstóran búgarð í miðju Idaho ríki ásamt föður sínum og bræðrum. Hann var sólbrúnn, trúlega af útiverunni, en samt var hann ekkert sérlega kúrekalegur. Það þótti henni merkilegt. Hann brosti aftur, líkt og hann vissi að hann væri undir smásjánni hjá henni. Ósjálfrátt bar hún hann saman við sinn fyrrverandi. Hún horfði í gaupnir sér og skammaðist sín. Það þýddi ekkert að hugsa um gamla kærasta. Hún varð að einbeita sér að máli ömmu sinnar. –Er eitthvað að? spurði hann. Hún hristi höfuðið. –Nei. –Þakka þér fyrir að fallast á að hitta mig, sagði hann. Í sama bili kom þjónn aðvífandi. Frankie pantaði sér krabbakökur og salat án þess að hafa litið á matseðilinn. Kate bað
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skálkaskjól
Sierra Hyde faldi geispann á bak við krepptan hnefann og hélt á hvítvínsglasinu í hinni þar sem hún sat við langa mahóníborðið á barnum. Tónlistin, básarnir innar í salnum og stóru speglarnir... henni fannst hún hafa komið hingað áður en athygli hennar var þó fyrst og fremst bundin kvenmanni sem sat einsömul í dimmum bás innst í salnum. Konan var Natalia Bonaparte, þrjátíu og þriggja ára gömul og starfaði sem atvinnuráðgjafi. Tíð augnatillit á demöntum skreytt úr sem hún bar um úlnliðinn benti til þess að náunginn, sem hún hafði mælt sér mót við, væri seinn fyrir en það vissi Sierra fyrir. Hún var þarna stödd til að ná ljósmynd af náunganum og konunni saman. Samkvæmt skjólstæðingi Sierru, Savönnuh Papadakis, yrði sá náungi brátt fyrrverandi eiginmaður Savönnuh. Það var eins gott að rétti náunginn léti sjá sig því það var orðið ansi þreytandi að fylgja Nataliu eftir þótt það hefði einungis staðið yfir í tvo daga. Á þeim stutta tíma hafði hún þurft að sækja hvert öldurhúsið á fætur öðru þar sem Natalia reyndist vera ansi virk á félagslega sviðinu. −Má bjóða þér annan? spurði barþjónninn. Sierra leit undrandi á glasið í hönd sér og sá að það var hálftómt. –Við skulum láta engiferöl duga, svaraði hún. Ef heppnin væri með henni léti eiginmaður skjólstæðings hennar sjá sig fljótlega þannig að hún næði nokkrum ljósmyndum af þeim skötuhjúunum saman og gæti síðan drifið sig heim. Hún þurfti á góðum nætursvefni að halda eftir að hafa hangið yfir kvenmanninum á diskóteki hálfa nóttina á undan. Barþjónninn hellti engiferöli í glas handa henni og í sömu andrá voru útidyrnar að kránni opnaðar. Tveir ungir piltar.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Varmenni
–Ég vil fara til mömmu, kveinaði strákurinn. Maðurinn kom í símann. –Lily? Hélstu virkilega að þú fengir að sjá hann aftur? –Þetta er ekki Lily. mælti Chance. –Ég er vinur Charlies. Ert þú Jeremy Block? –Hvaða máli skiptir það? –Drengurinn er í uppnámi. Hvað er um að vera? –Ekkert sem þér kemur við, sagði Block og rauf sambandið. Enginn númerabirtir var á símanum á búgarðinum svo að Chance valdi kóða til að komast að því úr hvaða númeri hafði verið hringt. Hann skrifaði númerið á miða og hringdi svo í það. Hann fékk samband við símsvara, þar sem Block sagði hringjandanum hryssingslega að skilja eftir nafn og númer, en af svæðisnúmerinu sá Chance að Charlie var í Boise eða í grennd við þá borg. Hann hringdi í gamlan fjölskylduvin, rannsóknarlögregluþjóninn Robert Hendricks, og sagði honum frá símtalinu. –Láttu mig fá númerið, sagði Hendricks. –Þú verður að bjarga stráknum, sagði Chance. Kendricks þagði andartak. –Gerard sagði mér að þú vildir ekkert vita af Lily Kirk eftir að hún fór frá búgarðinum. Var það misskilningur hjá honum? –Nei. En nú er Charlie í hættu og þá horfir málið öðruvísi við. –Hann er ekki í hættu, sagði Hendricks hægt. Chance rétti úr sér? –Ha? Hvernig geturðu fullyrt það? Ertu búinn að gleyma Jodie Brown og það sem hann gerði við Kinsey af því að hann hélt að hún væri Lily?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr.