Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Samsæri við Svartagljúfur
-Drunurnar frá sprengingunni bergmáluðu í göngunum. Lauren reyndi að hlaupa, þar eð hún óttaðist grjóthrun, en fæturnir vildu ekki hlýða henni. Hún sá varla handa sinna skil í myrkrinu. Rykið var að kæfa hana og hún var með suð í eyrunum eftir sprenginguna. Hún opnaði munninn og ætlaði að öskra, en kom ekki upp nokkru hljóði.
Sterkur hrammur þreif í höndina á henni og dró hana í áttina að ljósinu. Skothvellir kváðu við fyrir aftan þau og möl og grjóti rigndi yfir þau. Maðurinn dró hana fram fyrir sig og skýldi henni. –Farðu, skipaði hann og ýtti henni áfram. –Hlauptu!
Hún tók á rás og vék sér undan grjótregninu. Daufa skíman framundan varð smám saman skærari. Fótatak ómaði fyrir aftan hana og hún ætlaði að reka upp óp, en þetta var þá bara maðurinn. Faðmlag hans var hlýtt og hughreystandi. –Þetta verður allt í lagi, sagði hann. –Þú ert hörð af þér. Þú getur þetta.
Hann var svo viss í sinni sök að hún trúði honum, enda þótt allt benti til hins gagnstæða.
Aftur skulfu hellarnir og stærri hnullungar hrundu nú í kringum þau. Einn lenti á öxlinni á henni svo að hún féll niður á hnén.
Maðurinn dró hana á fætur og svo hlupu þau af stað í áttina að frelsinu.
Svalt næturloftið kallaði fram tár í augum hennar. Hún starði upp í óskýran stjörnuhimininn og snökti. Hún hafði ekki séð
stjörnur svo vikum skipti. Hún andaði að sér frelsinu sem hún hafði óttast að fá aldrei framar.
–Geturðu gengið? spurði maðurinn og studdi hana með því að taka um mittið á henni.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Svartagljúfur
Sophie settist undir stýrið á bílaleigubílnum og stakk
lyklinum í kveikjuna. Hana langaði ekki til að vera
þarna frekar en á öðrum stöðum þar sem hún hafði leitað að Lauren á síðustu árum. Hún var bara hræddari
núna og vondaufari. Lauren hafði gert margt brjálæðislegt í áranna rás en aldrei verið svona lengi í burtu. Hún
hafði heldur aldrei verið á stað þar sem hún náði ekki til
hennar. Stundum, þegar Lauren átti mjög erfitt, fannst
Sophie að hún væri eina manneskjan sem náði sambandi við hana.
Hún bakkaði út úr stæðinu og ók áleiðis að útkeyrslunni á almenningsgarðinum. Lögreglan í Denver hafði
verið alúðleg og full samúðar. En hún hafði ekki fundið
nein merki um að Lauren hefði verið numin á brott og
taldi að hún hefði stungið af. Það var í rökréttu samhengi við sögu hennar. –Okkur skilst að systir þín hafi
átt við þunglyndi að stríða, hafði rannsóknarlögreglu-
þjónninn sagt.
–Hún hafði stjórn á því og var undir læknishendi,
hafði Sophie svarað.
Úr augum hans hafði hún lesið samúð, en litla von.
Hún leit á klukkuna á símanum sínum. Það voru
fimm mínútur þar til hún átti að hitta manninn úr sérsveitinni sem fékkst við glæpi á þessu svæði. Í þetta
sinn yrði hún ákveðin.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Rauðhærða konan
–Myndir þú frekar vilja standa frammi fyrir hálfri tylft
fjölmiðlamanna á fjölmiðlafundi en að lenda í skotbardaga við
eiturlyfjasmyglara í óbyggðunum?
Graham Ellison höfuðsmaður horfði fýlulega á þann sem
spurði, Lance Carpenter lögreglumann frá Montrose-sýslu. –Er
þetta brelluspurning? Ég hef þó allavega tækifæri nálægt eiturlyfjasmyglurunum. Það skiptir ekki máli hvað ég segi á þessum fjölmiðlafundum. Fjölmiðlar snúa því eins og þeir vilja.
–Ef spurningarnar verða of erfiðar, settu þá upp illskusvip og
segðu þeim að öryggi óbreyttra borgara sé þitt helsta kappsmál.
Carpenter klappaði Graham á bakið. –Þú átt eftir að standa þig
vel.
Graham leit yfir hóp blaðamanna, myndatökufólks og fréttabíla sem biðu á bílastæðinu utan við hjólhýsið sem þjónaði hlutverki höfuðstöðva fyrir Löggæslusveitina... gælunafn sem starfshópur, samsettur af fólki frá mörgum stofnunum, sem átti að
glíma við glæpi á landi í almenningseigu í suðvestur-Colorado,
hafði fengið. –Öryggi borgaranna er mitt helsta kappsmál, sagði
hann. –Eða eitt þeirra. Það er margt sem veldur mér áhyggjum
og ég þarf ekki að láta fjölmiðlamenn segja mér hvernig ég á að
vinna vinnuna mína eða eyða tíma mínum með því að telja upp
hvernig ég sinni vinnunni vitlaust á allan hátt.
–Ég held að þú hafir ekki um neitt að velja í þetta sinn. Lance
leit yfir öxlina á Graham og horfði á hópinn sem fór stækkandi.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Á hættuslóðum
Abby Stewart var ekki villt. Hún hafði kannski rölt út af
skipulagðri leið sinni en hún var ekki villt.
Hún var vísindamaður og fyrrum hermaður sem hafði verið
sæmd heiðursmerki. Hún var með GPS-tæki og kort og góða tilfinningu fyrir áttum. Hún gat ekki verið villt. En hún gat viðurkennt að hún var svolítið ringluð þar sem hún stóð í miðjum
óbyggðum í Colorado. Vandamálið var að svæðið umhverfis
Black Canyon í Gunnison-þjóðgarðinum varð allt eins í útliti
með tímanum: þúsundir hektara af ósléttu, vegalausu óbyggðalandi sem var vaxið furutrjám og kyrkingsleg auðn með stórkostlega fjallasýn í bakgrunninum. Fólk villtist hérna á hverju
ári.
En Abby var ekki ein af þeim, hún minnti sjálfa sig á það aftur. Hún dró andann djúpt og skoðaði GPS-tækið sem hún hélt á.
Þarna var grunni skorningurinn sem hún var nýkomin framhjá
og í vestur voru fjallsrætur Cimarron-fjallsins. Þarna var stað-
setningin. Á skjánum sást að hún hafði gengið tæpa 5 kílómetra
frá bílnum sínum. Það eina sem hún þurfti að gera var að taka
stefnuna í norðvestur og þá kæmist hún aftur á staðinn þar sem
hún lagði og einbreiða moldarslóðann sem hún hafði ekið eftir.
Henni varð rórra, setti GPS-tækið aftur ofan í bakpokann og
virti landslagið fyrir sér. Í augum venjulegs áhorfanda leit stað-
urinn sennilega frekar eyðilega út... háslétta þakin kyrkingslegu
grasi, kaktusum og vanþroskuðum einirunnum.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Leitin að barninu
Þegar fyrstu skothvellirnir heyrðust, hljóp Stacy í átt til þeirra.
Ekki af því að hún vildi taka þátt í skotbardaga heldur af því að
þriggja ára gamall sonur hennar, Carlo, hafði verið að leika sér
í stofunni fremst í húsinu. Skothvellirnir virtust koma þaðan.
–Carlo! æpti hún og þaut niður ganginn að stofunni, þar sem
strákurinn var oft með bílana sína í stóru leðurhúsgögnunum,
að láta sem bílarnir væru að keyra í fjöllum.
Karlmenn hrópuðu innan um skothvellina. Einn lífvarða fjölskyldunnar hljóp framhjá henni með sjálfvirka byssu í höndunum. Stacy tók varla eftir honum. Hún varð að ná til Carlos.
Stofan í veglega bústaðnum í Colorado var í rúst, húsgögn
lágu á hliðinni, rifin og tætt. Glerbrot og ísmolar voru á gólfinu
en það leit út fyrir að allir væru farnir. Stofan var tóm og skothvellirnir komu innar úr stóra húsinu.
–Carlo? kallaði Stacy og barðist gegn kvíðanum. Ef einhver
af þessum heimsku mönnum hafði meitt son hennar, myndi
hún tæta þá í sundur með berum höndum.
–Mamma?
Hrædd röddin fékk hana næstum til að kikna í hnjánum.
–Carlo? Hvar ertu, elskan?
–Mamma, ég er hræddur.
Stacy fylgdi röddinni í dimmt horn undir innbyggðu skrifborði. Hún kraup niður og leit undir borðið... og beint í brún
augu sonar síns.
Hún rétti út hendurnar og hann kom til hennar, vafði hana
örmum og grúfðiandlitið í öxl hennar. Hún klappaði honum á
bakið og andaði að sér ilminum af honum... barnasjampó og
hnetusmjör. –Hvaða menn voru þetta, mamma?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Í hefndarhug
Elizabeth Giardino dó fjórtánda febrúar. Í þrjúhundruð sextíu og fjóra daga hafði Anne Gardener forðast að hugsa um þann hræðilega dag en þegar fjórtándi febrúar nálgaðist aftur leyfði hún sér að syrgja í nokkrar mínútur. Hún stóð í kennslustofunni í lok dagsins, umkringd Valentínusarskrauti sem nemendurnir höfðu gert, og leyfði minningunum að fylla hugann. Elizabeth... aldrei Betsy eða Beth... með fjólubláan lit í hárinu, að halla sér hættulega langt yfir handriðið á svölum þakhýsis föður síns í Manhattan, að veifa til blaðasnápanna sem tóku ótal myndir frá íbúðinni fyrir neðan. Elizabeth, í kjól sem kostaði tíu þúsund dali og fáránlega háum hælum, að drekka kampavín sem kostaði 500 dali flaskan og dansa í morgunsárið á næturklúbbi í St. Tropez á meðan þrír alvarlegir menn í dökkum jakkafötum fylgdust með öllu. Elizabeth, með blóðblett á brjósti hvíta kjólsins, að öskra á meðan mennirnir þrír drógu hana burt.
Anne lokaði augunum og útilokaði síðustu minninguna. Hún græddi ekkert á að rifja þau andartök upp. Fortíðin var liðin og henni yrði ekki breytt.
Samt gat hún ekki hrist af sér ónotatilfinninguna. Hún leit út um gluggann á falleg snævi þakin fjöll undir túrkísbláum himni. Rogers, Kaliforníu, hefði allt eins getað verið á annarri plánetu, staðurinn var svo gjörólíkur New York. Tindarnir voru dáleiðandi, jarðtengdu mann að vissu leyti. Hluti af henni vildi vera þarna alla ævi en hún efaðist um að það yrði þannig. Eftir eitt ár, kannski tvö, þyrfti hún eflaust að halda áfram. Hún mátti ekki skjóta rótum.
Hún dró andann djúpt að sér, tók svo upp veskið sitt og handtöskuna, smeygði sér í jakkann. Hún læsti stofunni og gekk af stað út á bílastæðið. Það small í lágum hælunum á stígvélunum á gólfdúkunum á ganginum.
Bílastæðið hennar var nálægt hliðarinngangi, beint undir öryggi sl jósi sem logaði flesta morgna þegar hún mætti. En það var engin þörf fyrir ljósið í dag, þótt skuggarnir væru teknir að lengjast þegar febrúarsólin hélt niður að náttstað sínum á bak við fjöllin.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Brotlending
Brody Donovan hagræddi sér í sætinu og gerði sitt besta til að rétta úr löngum fótleggjunum. Unga myndarlega konan í sætisröðinni við hliðina, brosti til hans.
–Langt flug, ekki satt? sagði hún.
Langt flug, seinkun flugtaks og fjandanum órólegra flug síðustu tuttugu mínúturnar. Hann leit á úrið sitt og reiknaði lauslega í huganum hve langan tíma hann hefði til að ná tengifluginu. –Já, svaraði hann kurteislega og lokaði síðan augunum til að losna við frekari samræður. Hann hafði enga löngun til spjalls. Friður og ró var það sem hann var á höttunum eftir. Næstu tíu dagana ætlaði hann að njóta þagnarinnar og gleyma öllu um niðurgrafnar jarðsprengjur, málmbrot á kafi í hörundi og þjáningum fórnarlamba stríðshrjáðra landa sem hann hafði unnið við að lappa saman síðustu árin. Hann hafði í hyggju að gleyma stríðinu með öllu og ímynda sér að öll dýrin í skóginum gætu verið vinir.
Fyrirhugaður áfangastaður kallaði á smávægilega lykkju á leiðinni en hann lét sig hafa það. Beint flug frá Miami til höfuðborgar Brasilíu, síðan minni vél um klukkutíma í norðurátt til staðar þar sem hvítur sandur, fagurblár sjór og ískalt romm beið hans. Húsið hafði Mack McCann vinur hans útvegað honum. Greiðalaun, hafði vinur hans sagt. Fyrir aðstoð hans við að bjarga lífi Hope Minnow. Þegar Mack fékk fregnir af því að Brody hefði í huga að fara í frí til Suður Ameríku án þess að hafa ákveðinn áfangastað í huga, þá brást hann skjótt við með því að innheimta einn greiða hér og annan þar og skyndilega stóð Brody til boða strandhús í Brasilíu.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Ofsótt
Mack McCann þurrkaði svitann úr augunum og teygði sig í
kaldan bjórinn. Hann hafði verið að pússa fjalir í þessari
óvenju heitu vorsól, að því er virtist tímunum saman. En
hann sá árangur. McCann-kofinn, sem hafði verið sprengdur
upp fyrir sjö mánuðum, myndi rísa á ný.
Kofinn yrði að vera tilbúinn fyrir brúðkaup Chandler og
Ethans seint í júní. Systir hans hafði viljað giftast í Crow
Hollow. Ethan hafði ekki viljað bíða en hafði samþykkt það
því hann gerði allt fyrir Chandler.
Það var mesta furða að systir hans hafði fallið fyrir einum
besta vini hans. Þeir Ethan Moore, auk Brodys Donovan, höfðu
eytt mótunarárum sínum í kofum McCann- og Donovan-fjölskyldnanna.
Strákarnir þrír höfðu varið mörgum sumrum í að
ráfa um skógana og veiða í vötnunum hátt uppi í Klettafjöllum
Colorado, án þess að vita að vináttan myndi ná yfir allan heiminn
næstu tuttugu árin.
Ethan hafði skráð sig í herinn og flogið þyrlum. Brody
hafði farið í háskóla, svo í læknaskóla og svo komið öllum á
óvart með því að skrá sig í flugherinn. Og Mack, jæja, hann
hafði gert nákvæmlega það sem hann hafði langað að gera
frá sjö ára aldri.
Hann hafði gerst njósnari.
Svona nokkurn veginn.
Gagnaöflun sjóhersins. Hann hafði starfað í fleiri löndum
en hann hafði tölu á og við bæði bestu og verstu kringumstæður
sem fólk gat upplifað. Silkilök og veglegar máltíðir í
Katar, moldargólf og baunir í Kongó.
Hann hafði setið til borðs með forsetum og prinsessum.
Hann hafði setið við hliðina á fátækum bændum og þvegið
fötin sín í gruggugum ám. Leikvöllur hans var hvar sem upplýsingaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á flótta
Chandler McCann hafði útvarpið lágt stillt því hugsanirnar í
höfði hennar voru svo háværar, kveiktu höfuðverk sem sykurlausa gosið hafði engin áhrif á. Allt kvöldið höfðu ljós bílanna
sem mættu henni verið of skær, höfðu lýst upp fjöllin svo þau
virtust hreyfast óþægilega, höfðu neytt hana til að grípa fastar
um stýrið.
Hún var þakklát þegar hún gat beygt af hraðbrautinni og vissi
að nú var tæpur hálftími þar til hún kæmi í kofann. Það voru tvö
ár síðan hún hafði komið þangað. Í það skipti hafði hún sest upp
í flugvél í Denver og flugþjónninn hafði varla haft tíma til að
bjóða drykki áður en vélin lenti á flugvellinum í Eagle-sýslu
fimmtíu mínútum síðar. Flugvélin hafði verið full af skíðamönnum á leið til Vail, sem var tæpum fimmtíu kílómetrum austar.
Mack hafði sótt hana á jeppanum og þau höfðu haldið í hina
áttina, í gegnum fjöllin. Bróðir hennar hafði verið afslappaður
þegar hann keyrði eftir hlykkjóttum vegum þar sem vegaröxlin
var sama og engin.
Þann dag hafði sólin skinið í fjöllunum. Í kvöld hafði verið
dimmt tímunum saman og hún hafði verið þakklát fyrir hálfa
tunglið sem hékk lágt á himninum. Klukkan yrði orðin rúmlega
tíu þegar hún kæmi í kofann. Það skipti ekki máli. Enginn beið
hennar.
Hún átti að vera að vinna. Eins og alltaf.
Vissulega ekki á flótta.
Tíu mínútum síðar sá Chandler bílljós framundan og stillti á
lágu ljósin. Jeppinn mætti henni og hún sá móta fyrir tveimur íVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Fjölskylduleyndarmál
Faðir þinn var myrtur. Þú gætir orðið næst.
London Breck leit upp af miðanum og greip um handlegg
þjónsins, sem var að snúa sér undan. –Fyrirgefðu. Hver lét þig
hafa skilaboðin?
Ungi maðurinn galopnaði augun og London sleppti hvíta jakkanum hans.
–Eins og ég sagði þér, ungfrú Breck, fann ég samanbrotið
blaðið á bakkanum mínum. Nafnið þitt var skrifað á það. Ég...
veit ekki hver setti það þar og... ég las það ekki.
Hún braut blaðið saman og setti í veskið sitt, tók tíu dala seðil
upp í staðinn. –Allt í lagi. Takk fyrir að koma þessu til mín.
Þjónninn stakk seðlinum í vasann og flýtti sér burt.
Einhver hafði ákveðið að grínast í henni, eða kannski var þetta
upphafið að einhverri blekkingu. London strauk hárlokk aftur fyrir
eyrað. Ef þessi svikahrappur taldi sig geta leikið á hana eða Breck
Global Enterprises, þekkti hann ekki lögfræðingahópinn hennar.
Hún rétti úr bakinu og leit rólega í kringum sig. Brosið var svo
stíft að hana verkjaði í vangana. Það fylgdi hlutverki hennar á
fjáröfluninni. Að safna fé var eina starfið sem hún hafði haft, það
eina sem hún kunni að gera.
Hún lyfti kampavínsglasi af nálægum bakka og beindi athyglinni að gestunum í sal Fairmont-hótelsins. Hver hafði sent henni
skilaboðin? Einn glæsilegur í horninu vakti athygli hennar.
Þótt kjólfötin uppfylltu klæðastaðalinn þarna, sást á honum að
þetta var utangarðsmaður. Kjólfötin gátu ekki falið kraft mannsins, og þá var hún ekki bara að hugsa um breiðar axlirnar.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.