Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Brotlending
Brody Donovan hagræddi sér í sætinu og gerði sitt besta til að rétta úr löngum fótleggjunum. Unga myndarlega konan í sætisröðinni við hliðina, brosti til hans.
–Langt flug, ekki satt? sagði hún.
Langt flug, seinkun flugtaks og fjandanum órólegra flug síðustu tuttugu mínúturnar. Hann leit á úrið sitt og reiknaði lauslega í huganum hve langan tíma hann hefði til að ná tengifluginu. –Já, svaraði hann kurteislega og lokaði síðan augunum til að losna við frekari samræður. Hann hafði enga löngun til spjalls. Friður og ró var það sem hann var á höttunum eftir. Næstu tíu dagana ætlaði hann að njóta þagnarinnar og gleyma öllu um niðurgrafnar jarðsprengjur, málmbrot á kafi í hörundi og þjáningum fórnarlamba stríðshrjáðra landa sem hann hafði unnið við að lappa saman síðustu árin. Hann hafði í hyggju að gleyma stríðinu með öllu og ímynda sér að öll dýrin í skóginum gætu verið vinir.
Fyrirhugaður áfangastaður kallaði á smávægilega lykkju á leiðinni en hann lét sig hafa það. Beint flug frá Miami til höfuðborgar Brasilíu, síðan minni vél um klukkutíma í norðurátt til staðar þar sem hvítur sandur, fagurblár sjór og ískalt romm beið hans. Húsið hafði Mack McCann vinur hans útvegað honum. Greiðalaun, hafði vinur hans sagt. Fyrir aðstoð hans við að bjarga lífi Hope Minnow. Þegar Mack fékk fregnir af því að Brody hefði í huga að fara í frí til Suður Ameríku án þess að hafa ákveðinn áfangastað í huga, þá brást hann skjótt við með því að innheimta einn greiða hér og annan þar og skyndilega stóð Brody til boða strandhús í Brasilíu.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Ofsótt
Mack McCann þurrkaði svitann úr augunum og teygði sig í
kaldan bjórinn. Hann hafði verið að pússa fjalir í þessari
óvenju heitu vorsól, að því er virtist tímunum saman. En
hann sá árangur. McCann-kofinn, sem hafði verið sprengdur
upp fyrir sjö mánuðum, myndi rísa á ný.
Kofinn yrði að vera tilbúinn fyrir brúðkaup Chandler og
Ethans seint í júní. Systir hans hafði viljað giftast í Crow
Hollow. Ethan hafði ekki viljað bíða en hafði samþykkt það
því hann gerði allt fyrir Chandler.
Það var mesta furða að systir hans hafði fallið fyrir einum
besta vini hans. Þeir Ethan Moore, auk Brodys Donovan, höfðu
eytt mótunarárum sínum í kofum McCann- og Donovan-fjölskyldnanna.
Strákarnir þrír höfðu varið mörgum sumrum í að
ráfa um skógana og veiða í vötnunum hátt uppi í Klettafjöllum
Colorado, án þess að vita að vináttan myndi ná yfir allan heiminn
næstu tuttugu árin.
Ethan hafði skráð sig í herinn og flogið þyrlum. Brody
hafði farið í háskóla, svo í læknaskóla og svo komið öllum á
óvart með því að skrá sig í flugherinn. Og Mack, jæja, hann
hafði gert nákvæmlega það sem hann hafði langað að gera
frá sjö ára aldri.
Hann hafði gerst njósnari.
Svona nokkurn veginn.
Gagnaöflun sjóhersins. Hann hafði starfað í fleiri löndum
en hann hafði tölu á og við bæði bestu og verstu kringumstæður
sem fólk gat upplifað. Silkilök og veglegar máltíðir í
Katar, moldargólf og baunir í Kongó.
Hann hafði setið til borðs með forsetum og prinsessum.
Hann hafði setið við hliðina á fátækum bændum og þvegið
fötin sín í gruggugum ám. Leikvöllur hans var hvar sem upplýsingaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á flótta
Chandler McCann hafði útvarpið lágt stillt því hugsanirnar í
höfði hennar voru svo háværar, kveiktu höfuðverk sem sykurlausa gosið hafði engin áhrif á. Allt kvöldið höfðu ljós bílanna
sem mættu henni verið of skær, höfðu lýst upp fjöllin svo þau
virtust hreyfast óþægilega, höfðu neytt hana til að grípa fastar
um stýrið.
Hún var þakklát þegar hún gat beygt af hraðbrautinni og vissi
að nú var tæpur hálftími þar til hún kæmi í kofann. Það voru tvö
ár síðan hún hafði komið þangað. Í það skipti hafði hún sest upp
í flugvél í Denver og flugþjónninn hafði varla haft tíma til að
bjóða drykki áður en vélin lenti á flugvellinum í Eagle-sýslu
fimmtíu mínútum síðar. Flugvélin hafði verið full af skíðamönnum á leið til Vail, sem var tæpum fimmtíu kílómetrum austar.
Mack hafði sótt hana á jeppanum og þau höfðu haldið í hina
áttina, í gegnum fjöllin. Bróðir hennar hafði verið afslappaður
þegar hann keyrði eftir hlykkjóttum vegum þar sem vegaröxlin
var sama og engin.
Þann dag hafði sólin skinið í fjöllunum. Í kvöld hafði verið
dimmt tímunum saman og hún hafði verið þakklát fyrir hálfa
tunglið sem hékk lágt á himninum. Klukkan yrði orðin rúmlega
tíu þegar hún kæmi í kofann. Það skipti ekki máli. Enginn beið
hennar.
Hún átti að vera að vinna. Eins og alltaf.
Vissulega ekki á flótta.
Tíu mínútum síðar sá Chandler bílljós framundan og stillti á
lágu ljósin. Jeppinn mætti henni og hún sá móta fyrir tveimur íVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Fjölskylduleyndarmál
Faðir þinn var myrtur. Þú gætir orðið næst.
London Breck leit upp af miðanum og greip um handlegg
þjónsins, sem var að snúa sér undan. –Fyrirgefðu. Hver lét þig
hafa skilaboðin?
Ungi maðurinn galopnaði augun og London sleppti hvíta jakkanum hans.
–Eins og ég sagði þér, ungfrú Breck, fann ég samanbrotið
blaðið á bakkanum mínum. Nafnið þitt var skrifað á það. Ég...
veit ekki hver setti það þar og... ég las það ekki.
Hún braut blaðið saman og setti í veskið sitt, tók tíu dala seðil
upp í staðinn. –Allt í lagi. Takk fyrir að koma þessu til mín.
Þjónninn stakk seðlinum í vasann og flýtti sér burt.
Einhver hafði ákveðið að grínast í henni, eða kannski var þetta
upphafið að einhverri blekkingu. London strauk hárlokk aftur fyrir
eyrað. Ef þessi svikahrappur taldi sig geta leikið á hana eða Breck
Global Enterprises, þekkti hann ekki lögfræðingahópinn hennar.
Hún rétti úr bakinu og leit rólega í kringum sig. Brosið var svo
stíft að hana verkjaði í vangana. Það fylgdi hlutverki hennar á
fjáröfluninni. Að safna fé var eina starfið sem hún hafði haft, það
eina sem hún kunni að gera.
Hún lyfti kampavínsglasi af nálægum bakka og beindi athyglinni að gestunum í sal Fairmont-hótelsins. Hver hafði sent henni
skilaboðin? Einn glæsilegur í horninu vakti athygli hennar.
Þótt kjólfötin uppfylltu klæðastaðalinn þarna, sást á honum að
þetta var utangarðsmaður. Kjólfötin gátu ekki falið kraft mannsins, og þá var hún ekki bara að hugsa um breiðar axlirnar.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Bryggjan
Dragreipin skullu utan í möstrin á seglbátunum við bryggjuna
svo að bergmálaði yfir vatnið. Hljóðið var óhugnanlegt og
minnti á feigðarboða.
–Hann vill hefna sín á þér af því að þú lékst á hann og ef þú
gætir þín ekki nær hann þér.
Það fór hrollur um Kacie Manning. Hún starði á manninn
sem stóð rétt fyrir framan hana. Andlit hans var hulið af hafnaboltahúfu og klút sem hann hafði bundið fyrir munn og höku.
–Værirðu ekki til í að fara til lögreglunnar og segja henni
þetta? Hann má ekki viðhafa svona hótanir úr fangelsinu.
Skuggaveran yppti öxlum. –Ég ætla ekki að reita Dan til
reiði. Maðurinn er alger siðblindingi. Ef fangelsisstjórinn kemur í heimsókn til Dans veit hann hver það var, sem kjaftaði frá.
Aftur fór hrollur um Kacie, ekki bara vegna kuldans heldur
orða mannsins. –Hvernig kemur Dan skilaboðum út fyrir fangelsið? Öll samskipti hans eru vöktuð.
Maðurinn blístraði. –Ég hélt að þú þekktir Daniel Walker.
Skrifaðirðu ekki bók um hann?
–Jú, það veistu, annars værum við ekki hér.
–Þá ættirðu að vita til hvers honum er trúandi. Hann er ekki
bara siðblindur, Kacie. Hann er líka slóttugur.
Hún fékk gæsahúð og neri á sér handleggina. Þessi fyrrverandi fangi þekkti Daniel Walker auðheyrilega vel. –Játaði hannVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Illur ásetningur
Oftar en ekki tapar maður störukeppni við lík.
Christina deplaði augunum og leit af líflausum augum fórnarlambsins. Hún hafði verið á þrítugsaldri og stór skurður var á hálsinum á henni. Tarotspili hafði verið komið fyrir á milli fingra
hennar.
Tarotspil... Christina vissi sitthvað um þau. Hún hefði búist við
að sjá dauðann á hvítum hesti á spilinu, en þess í stað hafði morðinginn skilið eftir spil með mynd af yngismey og ljóni, tákni um
styrk.
Hún leit af líkinu og virti fyrir sér trén. Það skrjáfaði í laufblöðunum af óþolinmæði. –Hefur einhver rannsakað svæðið í kring?
Fitch undirforingi hjá lögreglunni í San Francisco veifaði fölri
hendi. –Gjörðu bara svo vel, Sandoval fulltrúi.
Hún beit saman tönnum og arkaði að trjánum. Ef ekki væri
fyrir tarotspilið, væri hún alls ekki hérna.
Þéttur gróðurinn var eins og svalt faðmlag, dempaði raddir
rannsóknarmannanna á bak við hana. Sólin var enn að reyna að
rífa burt þokuna og skein hér og þar á milli laufblaðanna og
myndaði sólstafi og skugga.
Hún andaði að sér ilminum af eucalyptus-trjánum, sem hreinsaði skilningarvitin og sendi adrenalínið af stað. Fórnarlambið
hafði verið að skokka á stígnum, annað hvort snemma í morgunVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brúin
Hann vildi drepa hana.
–Elise.
Hvíslað nafnið sveif í þokunni, blandaðist henni, umkringdi
hana.
Hana verkjaði í augun af því að reyna að sjá í gegnum hvítu
þokuslæðuna sem lagst hafði yfir strönd San Francisco, en ef hún
gat ekki séð hann, gæti hann ekki séð hana.
Og þannig ætlaði hún að halda því.
Þokulúður baulaði og hún nýtti sér hljóðið til að nálgast öldurnar
sem gældu við grýtta ströndina. Ef þess gerðist þörf, færi hún út í
kaldan sjóinn.
Hún lagðist flöt í sandinn og sandkornin loddu við glossið á
vörum hennar. Henni fannst heil eilífð síðan hún hafði hallað sér
að upplýstum speglinum í klúbbnum og sett glossið á sig.
–Elise, komdu og sýndu þig.
Hún fékk nýtt lag af gæsahúð við að heyra rödd hans. Fingur
hennar krepptust um plöntu sem óx í sandinum hægra megin við
hana, eins og hún gæti kippt henni upp með rótum og notað sem
vopn.
Ef hann næði henni, fengi hann ekki að draga hana í bílinn sinn.
Frekar berðist hún og léti lífið hér.
Vatnið gjálfraði og kvalari hennar bölvaði. Hann hlaut að hafa
stigið út í vatnið. Og líkaði það ekki.
Hún lyfti höfðinu upp og horfði í þokuvegginn. Ljósin á norðurturni Golden Gate-brúarinnar blikkuðu til hennar. Hljóð frá bílum
á brúnni blönduðust við gjálfur vatnsins og hún heyrði ekkert annað,Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ógnir óvinar
Víðátta himinsins... passar. Flatlendi... passar. Stormský á leið yfir...
passar.
Dante Thunder Horse horfði á það sem var fyrir framan hann, eins
og hann væri að merkja við listann fyrir flugtak, á hefðbundnum degi
í upphafi vetrar í Norður Dakóta, fyrir fyrstu alvöru stórhríð vetrarins.
Þetta hafði verið skrýtinn desembermánuður. Yfirleitt snjóaði kringum
þakkargjörðarhátíðina og snjórinn hélst vel fram í apríl.
Í ár hafði snjórinn komið um svipað leyti og hrekkjavakan og
bráðnað og jarðvegurinn var enn ekki orðinn frosinn.
Miðað við kuldann og skýin á himninum var fyrsti alvöru snjókoman um að bil að bresta á hjá þeim. Krakkarnir í Grand Forks yrðu
spenntir. Jólafríið var í nánd og þau fengju hvít jól eftir allt saman.
Dante var í 150 kílómetra fjarlægð frá heimavelli, á flugi meðfram
landamærum Bandaríkjanna og Kanada sem landamæravörður, eða
flugmaður, við landamæravörslu úr lofti á vegum Tollgæslunnar og
landamæravörslunnar. Dante var í sendiferð til að kanna hugsanlega
umferð ólöglegra innflytjenda sem áhyggjufullur borgari hafði hringt
og tilkynnt um. Bóndi hafði séð mann á vélsleða koma yfir landamærin frá Kanada.
Hann taldi að þetta væri einhver að leika sér sem vissi ekki að
hann hefði gert eitthvað af sér. Það var sama, Dante varð að kanna
málið. Hann reiknaði ekki með að neitt óvenjulegt eða mjög hættulegt
gerðist. Það var miklu minni umferð ólöglegra innflytjenda yfir
landamærin að Kanada heldur en við landamæri Bandaríkjana
sunnanverð. Flestar ferðir hans fóru í það að dást að útsýninu og virða
fyrir sér einstaka elg eða björn á ferð.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Þolraunin
Elena Sophia Carranza gaf inn til að komast upp bratta og
grýtta hæðina og halda í við Hector. Til allrar hamingju hafði
hann gefið sér tíma til að kenna henni að aka vélhjóli við erfiðar
aðstæður. Erfiðara landslag fyrirfannst varla en við Big Bendþjóðgarðinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
–Þú getur þetta, ungfrú Elena, en þú verður að sýna dirfsku,
hafði Hector sagt þegar þau hófu flóttann háskalega. –Þegar
við erum lögð af stað eigum við ekki afturkvæmt.
Það hafði hún vitað allt frá byrjun. Antonio, fyrrverandi
unnusti hennar, myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en hann fyndi
hana. Ef það gerðist fengi hún svo sannarlega fyrir ferðina.
Hún hafði kreist höndina á Hector. –Þú verður að kalla mig
Sophiu héðan í frá. Elena er ekki lengur til.
–Já, hafði hann sagt áður en hann settist á hjólið sitt og
brunaði af stað.
Miklu skipti að Sophia einbeitti sér að takmarki sínu. Annars
dæi hún. Margir höfðu fórnað miklu til að hjálpa henni að
komast út úr búðunum. Hector hafði hætt lífinu og framtíð
sinni til að hjálpa henni að komast áleiðis. Það minnsta sem
hún gat gert fyrir hann var að halda í við hann og aka ekki svo
hægt að það stofnaði þeim í hættu. Þau voru komin yfir landamærin til Bandaríkjanna og enn hafði enginn orðið þeirra var.
Nú þurftu þau bara að útvega sér aðstoð.
Þau höfðu farið yfir Rio Grande á vaði fyrir dögun og haldið
inn í gljúfrin, eftir stígum sem hlykkjuðust upp og niður. Þau
hugðust komast eins langt norður og mögulegt var áður enVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Lífvörður í háska
Yfir maðurinn sagði að hann væri hálfviti að hafa hætt lífi sínu. Hann gat
samt ekki séð eftir því að hafa gerst sjálfskipaður löggæslumaður á yfirráðasvæði Talibana, sem hann hafði jafnað við jörðu á eigin spýtur, að
öðru leyti en því að hafa bundið enda á frama sinn í hernum.
Eftir það sem þeir gerðu við krakkann...
Chuck hristi höfuðið til að losna við myndirnar úr huganum. Þetta var
fortíðin. Wild Oak Canyon og Covert Cowboys hf. voru framtíðin.
Hann dró andann djúpt staddur í útjaðri bæjarins, horfði í suður, andaði
að sér heitu, þurru loftinu og andaði frá sér aftur. Það voru ekki margir
sem skildu aðdráttarafl þessarar þurru eyðimerkur eða völdu sér að búa
þarna. Aðkomumenn entust ekki lengi, ekki á þessari endalausu víðáttu af
flötu og óbreytanlegu landslagi með Davisfjöllin í fjarlægð sem litu út fyrir að vera nær en þau voru í raun og veru.
Fjandans. Chuck hefði kannski ekki komið aftur ef honum hefði ekki
boðist að ganga til liðs við CCI, leynilegu samtökin sem Hank Derringer,
milljarðamæringurinn og búgarðseigandinn hafði stofnsett nýlega. Það
voru of margar minningar í Wild Oak Canyon, bæði góðar og slæmar.
Hvert sem hann sneri sér rifjuðust upp minningar um PJ.
PJ á hestbaki yfir eyðilegt landið, PJ að brosa upp til hans úr uppáhalds
sundhylnum þeirra til að biðja hann að koma til sín, PJ að segja að hún
myndi elska hann að eilífu...
Að eilífu hafði verið allt of stutt. Hún hafði grátbeðið hann um að
bjóða sig ekki fram í þetta úthald til Afganistan, viljað að hann biði þangað til deildin hans væri boðuð til starfa svo þau fengju svolítið lengri tíma
saman áður en hann lenti í lífsháska. Þjóðvarðliðasveitin, sem hann var í,
hafði ekki verið á lista til að fara í úthald fyrr en eftir 12 mánuði þegar það
var kallað eftir sjálfboðaliðum.
Chuck hafði heimtað að fara, sagt henni að skVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.