Kade Ryland alríkislögreglufulltrúi hljóp upp tröppurnar á sjúkrahúsinu í Silver Creek. Hvað svo sem það var sem gekk á var það slæmt. Enginn vafi á því. Skilaboðin í talhólfinu staðfestu það. Farðu strax á sjúkrahúsið, hafði Grayson sagt skipandi. Þar sem Grayson bróðir hans var lögreglustjórinn í Silver Creek gátu fréttirnar ekki verið góðar.
Nate Ryland lögreglufulltrúi leit einu sinni á leikskólabygginguna og vissi að eitthvað var að. Hann laumaði hendinni yfir Glockbyssuna. Eftir tíu ár í lögreglunni í San Antonio voru það ósjálfráð viðbrögð. En það var ekkert vanalegt eða ósjálfrátt við harða hnútinn sem myndaðist í maganum.
Kayla Brennan leit svo sannarlega ekki út fyrir að vera morðingi. Það var fyrsta hugsun varafógetans Dades Ryland þegar augnaráð hans féll á ljóskuna sem hljóp niður stigann. Önnur hugsun hans fór í aðra átt. Slæma átt. Hann tók vel eftir dökkfjólubláa kjólnum sem loddi við líkama hennar. Glæsilegar útlínur.
Grayson Ryland lögreglustjóri gat ekki hrist af sér tilfinninguna um að einhver fylgdist með honum. Hann renndi hendinni yfir Smith&Wesson byssuna í leðuraxlarhulstrinu og steig út úr lögreglubílnum. Hann lyfti höfðinu, hlustaði og horfði í kringum sig á þéttan skóginn sem var að kæfa gula bústaðinn. Framdyrnar voru lokaðar og gluggatjöldin dregin fyrir.
Pierce Thunder Horse var aumur í rófubeininu og lærin mótmæltu langri setu svo hann færði sig til í hnakknum. Hann hafði ekki verið á hestbaki í rúmlega tvo mánuði. Það gafst ekki oft ástæða til þess að fulltrúar hjá alríkislögreglunni legðu á hesta. Heimsóknir hans á fjölskyldubúgarðinn voru yfirleitt stuttar.
Tuck Thunder Horse starði á símann sinn og velti því fyrir sér að hafa áfram slökkt á honum á meðan flugvélin hans nálgaðist flugstöðina í Bismarck, Norður-Dakóta. Hann var ekki á vakt núna og það var freistandi því honum hafði einfaldlega verið sagt að hvílast og jafna sig. Og eftir endalausar skýrslutökur og svo sjö tíma ferðalag frá Quantico, Virginíu, langaði hann bara að komast í næsta rúm og sofa.
Hann hafði nálgast hana síðasta klukkutímann, var að ná til hennar, óstöðvandi andstæðingur sem var að þreyta hana. Kuldinn seildist inn í þykka hanskana og stígvélin, alveg inn að beini. Alexi Katya Ivanov ýtti fastar á bensíngjöf vélsleðans, þakklát fyrir að sleðinn sem hún stal hafði verið með fullan bensíntank.
Carter Flagstone myndi fyrr deyja en að fara aftur í fangelsið. Sem gæti gerst ef hann kæmist ekki að því hver kom sökinni á hann fyrir morðið. Hann sneri sér í bælinu, sem hann hafði búið sér til í ónotaðri hlöðu á Bucking Bronc Lodge búgarðinum, andaði að sér heylyktinni, ferska loftinu og frelsinu.
–Carter slapp úr fangelsinu. –Ha? Hjarta Brandons Woodstock byrjaði að slá örar þegar hann heyrði áhyggjurnar í rödd besta vinar síns. –Hvernig? –Ég veit ekki öll smáatriðin enn, sagði Johnny og var greinilega spenntur. –Eftir ródeóið fór ég að hitta hann í fangelsinu og lét hann fá símanúmer einkaspæjara sem ég réði til að rannsaka mál hans.
Rachel Presley var að kafna. –Ég sagði þér að ég myndi aldrei sleppa þér. Hún fékk krampa af ótta þegar hún heyrði illskulega rödd eiginmannsins. Rex hafði fundið hana. Aftur. –Nei, hvíslaði hún hás. –Gerðu það… Hún reyndi að losa hendur hans af hálsinum á sér en hann herti takið og neglurnar grófust inn í hálsinn og lokuðu fyrir öndunarveginn.