Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Ágústmáni
–Þetta er einhver Valentínusardagsbölvun, sagði Duff Watson við sjálfan sig. Smókingfötin sem leigan hafði látið hann fá voru áreiðanlega númeri of lítil.
Hvað skyldi fjölskyldan hans segja ef hann tæki af sér slaufuna og hneppti efstu skyrtutölunni frá? Þessi klæðnaður
var bara fyrir apa. En systir hans yrði fúl og faðir hans færi hjá sér. Seamus afi myndi hlæja og bræður hans stríða honum til æviloka. Þá var betra að láta sig hafa það.
Duff var hann ævinlega kallaður, þó að hann héti Thomas.
Hamingja systur hans skipti hann miklu máli og hann hafði meira að segja fallist á að vera svaramaður unnusta hennar.
En það eina sem var venjulegt við þennan dag var skammbyssan í hulstrinu við mjóbakið á honum og skjöldur rannsóknarlögregluþjónsins sem hann geymdi í vasanum.
Yngri bræður hans tveir, Niall og Keir, röltu fyrir aftan hann. Bræðurnir voru að fylgja brúðarmeyjunum að altarinu.
Watson-bræðurnir þrír voru allir lögregluþjónar í þriðja ættlið. Faðir þeirra var löggæslumaður og afi þeirra hafði
verið það líka. Bræðurnir voru gjörólíkir. Niall var sá gáfaði.
Hann var réttarlæknir og vann á glæparannsóknarstofunni.
Hann virtist ekkert kippa sér upp við pompið og praktina í kringum sig. Hann virtist fremur vera að reikna út skrefa-Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Niðurtalningin
−Þú er nú meiri rugludallurinn, fulltrúi Watson.
Keir Watson skellihló framan í Natalie Fensom Parker, brúðarmeyjuna sem var förunautur hans upp að altarinu við brúðkaup systur hans. Hann lagaði dumbrautt bindið við vesti í stíl sem hann klæddist undir svörtum smókingfötum og bar
höndina að enni sér að hermannasið á leið framhjá Al Junkert.
Al var gamall fjölskylduvinur og einnig fyrrum lögreglumaður og samstarfsfélagi föður Keir, Thomas, eða þar til sundurskotinn fótleggur hafði rekið hann á eftirlaun fyrir aldur fram. –Það er ekki rétt, frú. Ég segi ávallt satt og þú ert fegursta ólétta konan hér í dag. Enginn gestanna getur slitið af þér augun.
Blómvöndurinn sem engu var líkara en hvíldi á útþöndum kvið Natalie hristist allur til þegar hún flissaði. –Augu allra eru
á systur þinni og Gabe í dag. Það er enginn sem horfir á mig vagga hérna upp að altarinu.
−Það gerir eiginmaður þinn reyndar.
−Ég gæti trúað að Jim fylgist frekar með þér, sagði hún og brosti út að eyrum til eiginmanns síns þegar þau gengu hjá
sætaröðinni þar sem hann stóð. –Þau Olivia systir þín hafa starfað hlið við hlið um tíma og ég fylgist því óneitanlega náið
með ykkur Watson bræðrunum. Þriðju kynslóðar lögreglumenn á eftir föður ykkar og afa. Hann Jim minn þekkir nú vel orðspor ykkar innan lögreglunnar.
−Að ég stefni að því að vera ámóta seigur og hann er úrræðagóður? Að ég ætli mér að verða aðstoðarvarðstjóri áður en
ég næ þrjátíu og fimm ára aldri?
−Nei, að þú sért daðrari fram í fingurgóma. Hún þrýstiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fósturbarnið
Niall Watson hefði heldur viljað vera að kryfja lík á rannsóknarstofunni en standa við altarið og gæta bræðra sinna.
En ekki gat hann sagt nei við systur sína á brúðkaupsdaginn hennar. Ásamt silfurborðbúnaðinum sem hann hafði pantað á netinu var það hluti af gjöf hans til Oliviu og unnusta hennar að fara í sitt fínasta púss og standa andspænis kirkjugestum, sem ýmist brostu eða táruðust.
Olivia var yngst Watson-systkinanna fjögurra og eina stúlkan í hópnum. Hún hafði beðið hann um að sjá til þess að bræður þeirra, Duff og Keir, hegðuðu sér almennilega.
Það var snjallræði hjá henni. Óþekku bræðrunum yrði haldið á mottunni og Niall neyddur til að taka virkan þátt í athöfninni. Með því að láta hann fá afmarkað verkefni færi hann ekki að hugsa um líkið sem hann hafði skoðað daginn áður á rannsóknarstofunni í suðurhluta Kansasborgar, athugasemdirnar sem hann átti eftir að slá inn í tölvuna eða staðreyndir um fórnarlamb drukknunar sem hann vildi fara yfir aftur áður en hann léti rannsóknarlögreglunni niðurstöðurnar í té.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leynileikur
–Þetta er slæm hugmynd, muldraði Marcos Costa með sjálfum sér þegar hann ók glæsilegum blæjubílnum, sem fíkniefnalögreglan hafði útvegað honum, út í óbyggðirnar í Maryland. Eða frekar upp í óbyggðirnar. Hann fann hvernig hann
fór sífellt hærra þegar hann gaf bílnum inn á malarveginum upp í Appalachiafjöllin.
–Þetta var þín hugmynd, rödd félaga hans svaraði úr opinni farsímalínunni.
–Hún þarf ekki að vera góð fyrir það, grínaðist Marcos.
Sannleikurinn var sá að þetta var stórgóð hugmynd. Ef hann lifði þetta af.
Fíkniefnalögreglan hafði verið að reyna að komast nálægt Carlton Wayne White árum saman en maðurinn var jafn sjúklega tortrygginn og hann var útsmoginn. Fram að þessu höfðu þeir ekki einu sinni vitað heimilisfangið hans.
Og þeir vonuðu að heimilisfangið sem Marcos var á leið til núna væri í rauninni setrið hans Carltons en ekki bara gömul
kolanáma þar sem eiturlyfjabarón gæti grafið líkið af leynilegum útsendara sem komið hafði verið upp um. Það er að
segja, hann.
–Samkvæmt GPS-tækinu er ég nálægt, sagði Marcos við félaga sinn. –Ég ætla að fela símann núna. Ég hef aðeins samband við þig í gegnum hann ef ég lendi í vandræðum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lykilvitni
Henni hafði tekist það! Shaye Mallory brosti með sjálfri sér þar sem hún rölti með innkaupapokana áleiðis að tíu ára gömlu fólksbifreiðinni sinni sem hún hafði lagt í útjaðri bílastæðisins við matvöruverslunina. Hún hafði haldið út heila viku í fullri vinnu á rannsóknastofu Jannis héraðs í réttarmeinafræði.
Heil vika án þess að verða fyrir skotárás.
Vissulega tilefni til fagnaðar og einmitt af því tilefni var stór súkkulaðiís í öðrum innkaupapokanum. Hún reyndi sitt besta til að kenna ekki í brjósti um sjálfa sig fyrir að fagna þessum áfanga ein síns liðs á föstudagskvöldi. Það voru auðvitað ekki nema tvö ár frá því hún flutti til Maryland, eftir að hafa fengið vinnu sem tölvusérfræðingur á rannsóknastofu lögreglunnar í réttarmeinafræði. Á þeim tíma höfðu byssukúlur verið henni álíka framandi og að búa ein og fjarri stórfjölskyldunni. Jafnvel þótt hún hefði eignast vini á rannsóknastofunni, þá var enginn þeirra svo náinn vinur að hún trúði viðkomandi fyrir því að hana langaði til að halda upp á heila viku við vinnu án þess að verða fyrir skotárás eða fá tauaáfall. Að halda upp á áfangann með fjölskyldunni í gegnum tölvuna var líka einum of aumkunarvert og þá fengju þau bara áhyggjur af henni.
Sannleikurinn var þó sá að dagurinn í dag markaði þáttaskil íEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skyttan
Andre Diaz reis upp við dogg, ringlaður og sá ekkert fyrir reyknum sem fyllti svefnherbergið hans. Þegar hann dró andann fannst honum hann vera að kafna. Þreyttur heilinn reyndi að átta sig á því hvað um væri að vera.
–Andre! Stattu upp!
Rödd eldri bróður hans barst í gegnum reykinn. Skelfingu lostinn svipti Andre af sér sænginni og stökk fram úr svo að
við lá að hann hrasaði.
–Við verðum að vera snöggir, sagði Cole. Hann var alltaf yfirvegaður, en í þetta sinn greindi Andre ótta í rólegri röddinni.
Andre staulaðist gegnum dimmt herbergið og átti erfitt með að anda. Frammi á gangi logaði ljós, en þegar hann komst að dyrunum til bræðra sinna sá hann að birtan kom ekki frá ljósaperu.
Húsið var að brenna.
–Haltu þér fast í mig, sagði Cole. –Marcos, taktu í hina höndina á Andre. Ekki sleppa. Drífum okkur.
Andre hélt sér fast í skyrtu stóra bróður síns og fann hönd litla bróður þeirra taka um öxlina á sér. Síðan hröðuðu þeir
sér að stiganum.
Veggirnir stóðu í ljósum logum. Þegar Andre leit upp sá hann að loftið var alelda líka.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fyrirsát
Carolina Lambert sneri sér í rólunni til að geta horft á R.J. Dalton þegar þau ræddu saman. Hann ruggaði sér fram og aftur í uppáhalds ruggustólnum sínum, leit annað slagið á hana en mun oftar starði hann eitthvert út í bláinn. Hún fékk sting í hjartað við tilhugsunina um hve hratt honum fór aftur. Hann hafði þegar tórað tveimur árum lengur en nokkur hafði gert ráð fyrir en staðreyndin var sú að óskurðtækt meinið í höfði hans gaf engan grið. Það var einungis spurning um tíma hvenær stundin rynni upp en þó varð hún að játa að hún öfundaði hann vegna þess að andlega var hann flestum sprækari.
Hrumar hendur hans skulfu svo óstjórnlega að hann þurfti að halda báðum höndum um bollann þegar hann dreypti á svörtu kaffinu. –Ég geri ráð fyrir að Brit hafi beðið þig að hafa ofan af fyrir gamlingjanum á meðan hún færi með Kimmie í ungbarnaskoðun.
−Það þarf ekki að biðja mig um að heimsækja þig. Það er mér sönn ánægja að verja tíma með þér, sagði Carolina sannleikanum samkvæmt. En hann hafði rétt fyrir sér. Brit tengdadóttir hans skipulagði líf fjölskyldunnar með þeim hætti að R.J. væri aldrei einsamall lengur en nokkrar mínútur í senn.
−Þú ert engum lík, Carolina, og besti fjandans nágranni sem skálkur eins og ég gæti óskað sér. Og svona fjallmyndarleg að auki.
Ég trúi því ekki enn að þú skulir enn valsa um ógift. Það eru allavega þrjú eða fjögur ár frá því Hugh dó, eða hvað?
−Fjögur og hálft.
−Það er dágóður tími með lífiðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skuggamót
−Þetta er djásnið í safninu mínu, óvænta uppákoman sem ég lofaði á síðustu sýninguna.
Jade Dalton starði gjörsamlega agndofa á hálsmenið. Endalaus röð fullkominna demanta og grænna smaragða dinglaði um
fingur Quaid Vaquero. –Þetta er stórfenglegt. Þetta er… Jade átti ekki orð. −Orð fá ekki lýst þessu gersemi.
−Það gleður mig að þér líst vel á það. Það tók mig heilt ár að finna fullkomna demanta sem eru um þrjúhundruð talsins, handsniðnir og hver og einn settur með hvítagulli.
−Ég þori varla að spyrja um verðið, sagði Jade.
Quaid brosti. –Tvö hundruð tuttugu og fimm. Verð óumsemjanlegt. Þar að auki læt ég það ekki frá mér nema til manneskju sem kann ekki einungis að meta gæðin heldur einnig fegurð þess og listrænt gildi.
−Tvö hundruð tuttugu og fimm þúsund?
Hann brosti líkt og honum væri skemmt yfir einfeldni hennar.
–Tvö hundruð tuttugu og fimm milljónir dollara, vinan.
−Núna gerirðu mig virkilega skelkaða! Hvað í ósköpunum
ertu að gera með þessi verðmæti hérna á hótelherberginu? Ég hringi strax í öryggisfyrirtækið! Ég held að fulltrúi Reggie Lassiter standi vaktina í kvöld. Hann sér til þess að koma hálsmeninu fyrir í öryggishólfi þar sem hann og hans teymi gæta
þess öllum stundum.
−Taktu því rólega. Við erum ein um að vita af gripnum hér og auk þess er djásnið tryggt í bak og fyrir.
−Þetta er samt sem áður ekki skynsamleg ráðstöfun, herra Vaquero. Ég hefði aldrei samþykkt þetta fyrirkomulag ef þúEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Miðnæturriddarinn
Brit Garner vaknaði við pirrandi titringinn í farsímanum sínum sem lá á náttborðinu. Hún skellti koddanum yfir höfuðið og reyndi að útiloka suðið sem þagnaði um stund en hófst að nýju eftir stutt hlé. Félagi hennar átti ekki gott í vændum ef þetta reyndist vera hann! Hún seildist í símann, leit á skjáinn og svaraði. –Það er eins gott að erindið sé mikilvægt, Rick Drummond!
−Fyrir þig stendur valið ekki á milli lífs og dauða en þú ættir
að drífa þig í líkhúsið.
−Hvaða hluta af því að ég sé í fríi og hafi í hyggju að sofa fram að hádegi á hverjum degi skilur þú ekki?
−Ég skil þetta alltsaman og veit að þú átt skilið að taka þér frí eftir brjálæðislega vinnu síðustu mánuðina en ég held að þú viljir sjá þetta.
−Ég hef áður séð lík. Eiginlega hafði hún séð þau einum of mörg og sem var ein ástæða þess að hún þurfti á fríi að halda.
Faðir hennar hafði aðvarað hana um að svona væri líf lögreglumannsins.
−Líttu bara aðeins við. Það kallar ekki á neina vinnu af þinni hálfu. Ég held í alvöru að þú ættir að sjá þetta.
−Af hverju er svona mikilvægt að ég sjái þetta tiltekna lík?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
−Líttu bara aðeins við, Brit. Ég býð í kaffi og morgunverð á eftir.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Griðastaður
Faith Ashburn notaði breiðan augnlínupensil til að gera brún augun meira áberandi og færði sig frá speglinum til að skoða farðann sem hún hafði borið á fölt hörundið. Angistarfull augun sem horfðu á móti voru það eina af andlitinu sem hún þekkti.
Augun endurspegluðu tilfinningarnar. Hún var ráðvillt, föst í martröð. Kvíðinn var svo sterkur að henni leið eins og það
væri að kvikna í maganum á henni.
En hún ætlaði að fara þangað aftur í kvöld, inn í reykinn og þuklið, augnaráðið sem skreið yfir hörundið eins og loðnar
kóngulær. Hún ætlaði að brosa og þola allan ósómann í von um... alltaf í von um einhverjar upplýsingar sem gætu leitt
hana til sonar síns.
Cornell var orðinn 18 ára. Karlmaður líkamlega en andlega og tilfinningalega var hann ennþá barn, allavega í huga hennar.
Trúgjarn og óreyndur drengur sem þurfti á mömmu sinni og lyfjunum sínum að halda.
Berir fætur Faith sukku í þykka ljósfjólubláa teppið þegar hún gekk inn í svefnherbergið þar sem hún klæddi sig í
mynstraðar sokkabuxur. Svo tók hún fleginn, dræsulegan svartan kjól út úr skápnum og klæddi sig í hann.
Efnið strekktist yfir ber brjóstin þegar hún renndi mjóum hlýrunum upp á axlirnar. Geirvörturnar voru huldar efni en
kjóllinn var nógu fleginn til að gefa í skyn að hún væri til í að sýna allt ef hún fengi gott boð.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.