Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Undir kyrru yfirborði
–Hvað get ég gert fyrir ykkur, nefndu það bara. Jess lagði frá sér kaffið. –Rétt áðan var Amber, yngri systir Barb, kölluð
inn til yfirheyrslu vegna morðmáls.
Jess hnykklaði brýrnar. –Ég var ekki búin að frétta af því.
Var framið morð í gær? Fyrir aðeins fáum mánuðum hefði Jess verið búin að fá allar upplýsingar um svona mál, jafnvel
áður en nokkur var handtekinn. En ekki lengur. Dan passaði sig á því að tala ekki um vinnuna eftir að þau voru komin heim. Ef mikið lá við gat hún þó fengið hann til að hjálpa sér með ákveðnar upplýsingar. Það var stóri kosturinn við að vera
gift lögreglustjóranum. Hún fann hlýjuna sem kom yfir hana við að hugsa til eiginmannsins. Hann var virkilega góður maður.
–Dan sagði mér eins og mikið og hann gat. Hann fullyrti að þetta væri bara formsatriði en ég hef samt áhyggjur. Ég sagði
honum að ég myndi tala við þig. Gína andvarpaði. –Ég held ekki að hann hafi verið ánægður með það. Mér sýndist hann
áfjáður í halda morðmálum og slíkum hroða frá móður barna sinna.
Fyrir tveimur árum hefði Jess orðið afbrýðisöm yfir því að Gína hefði talað við Dan. Þau höfðu einu sinni verið par, alltaf að hætta og byrja saman aftur. Núna leit hún á Gínu sem vinkonu sína. –Ekki hafa áhyggjur af Dan. Jess hristi hausinn.
–Ég hef margoft sagt það við hann að þótt ég sé ekki lögga lengur þá muni ég ekki hætta að rannsaka morðmál.
–Ef hann réði ferðinni, þá myndi hann örugglega vilja að þú hættir að vinna, sagði Gína stríðnislega. –Við vitum báðar
að hann vill fyrir hvern mun að þú sért öruggEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Raddirnar
Birmingham, Alabama.
Mánudagur 19. september kl. 15.30
Jess Harris Burnett, fyrrum varðstjóri, lagfærði nafnskiltið á nýja gamla skrifborðinu í miðri litlu skrifstofunni. Hornskrifborð í sama stíl stóð við vegginn undir glugganum. Hún var með gott útsýni út á götu, eitthvað annað en félagi hennar sem var með útsýni yfir húsasundið bak við bygginguna. Hún hafði boðist til að kasta upp á útsýnið en hann hafði heimtað að hún
tæki það sem skárra var. Buddy Corlew, gamall vinur hennar sem nú var orðinn viðskiptafélagi, kaus skrifstofu með mögulegri útgönguleið bakatil. Hann hreykti sér af því að hafa unnið í nógu mörgum málum varðandi maka sem héldu framhjá til að kunna að meta að geta komist fljótt undan.
Jess andvarpaði og virti skrifstofuna fyrir sér. Hún leit alls ekki svo illa út núna þegar hún var búin að koma sér fyrir. Hún
hafði haft efasemdir um að skipta um starf en þær voru að mestu horfnar, líka sögusagnirnar í fjölmiðlum og meira að segja í deildinni. Fólk sem henni þótti vænt um skildi ástæður hennar fyrir að skipta um starf og studdi hana. Hún saknaði samt hópsins í stórglæpadeildinni og að sumu leyti starfsins á vettvangi en núna voru fjölskylda og vinir þau sem mestu máli skiptu.
Bestu vinkonur Jess, Lori Wells og Sylvia Baron, höfðu hjálpað henni að innrétta skrifstofurnar. Húsið var eitt af elstu húsunum í Birmingham og þær höfðu valið gamaldags stíl.
Jess færði stólana tvo framan við skrifborðið aðeins til og gekk frá til að virða þetta fyrir sér. –Alls ekki slæmt.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Þjóðgarðurinn
Sjö. Flestir héldu að það væri happatala. Hann hafði meira að segja haldið það sjálfur. Þetta átti að vera sjöunda ferðin
hans, síðasta verkefnið á önninni, síðasta hreingerningin áður en hann gæti farið til Mexíkó að sleikja sólskinið allan veturinn. Senjorítur, sjóskíði og bjór... allt sem þurfti til að verða hamingjusamur.
En nú starði hann á rándýrið og var kominn á þá skoðun að sjö væri óhappatala.
Grábjörninn hoppaði um á framfótunum eins og hundur sem langaði til að leika sér, en hann var nógu vel að sér um
birni til að vita að þessum var ekki leikur í hug. Nei, þessi hegðun var ógnandi.
Hann gekk eitt skref aftur á bak án þess að hafa augun af bangsa. Svört augu dýrsins virtu hann fyrir sér og lögðu á
hann mat.
Hann hefði gefið aleiguna til að vera þriggja metra hár á þessu augnabliki. Ekki í fyrsta sinn.
–Góður bangsi, sagði hann og rétti hendurnar upp. –Góður bangsi. Svo leit hann um öxl, en maðurinn sem hannEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Námuréttindin
Allt var mælt í tíma í Montana, ekki í eknum kílómetrum eða gæðum eða fórn. Það tók til dæmis ekki nema tvær klukkustundir að aka frá Missoula til Butte. Og kærastinn hennar?
Tæpir þrír mánuðir. Hún hafði verið 16 ára, of ung til að sambandið gæti kallast alvarlegt en nógu gömul til að verða ófrísk.
Þá hafði sambandinu lokið á innan við 10 sekúndum og hún var skilin eftir með fallega dóttur og fölnaða drauma.
Það voru 13 ár síðan. 13 ár af hræðslu, auðmýkt og gleði.
Nætur sem var eytt í að róa dótturina þegar hún fékk í eyrun og dagar sem var eytt í baráttu til að komast þangað sem hún var...
lögreglufulltrúi í smábæ í fastri vinnu og með stöðugar tekjur.
Hún var sú eina sem var nógu sterk til að sjá fyrir mömmu sinni og dóttur. Þær þurftu á henni að halda.
Draumar voru fyrir þá sem höfðu efni á þeim og það hefði Blake West aldrei.
Gamla talstöðin í bílnum vaknaði til lífsins með braki þegar rödd konunnar hjá neyðarlínunni fyllti bílinn. –Blake, mamma
þín hringdi, sagði að það væri vesen heima hjá þér.
Hún svaraði, –ekki hika við að minna mömmu á að neyðarlínunúmerið er bara fyrir neyðartilvik.
–Þú skalt segja mömmu þinni það, sagði konan og hló.
Blake hristi höfuðið við tilhugsunina um að segja mömmu sinni, írskri konu sem var gamaldags í sér, að hún mætti ekki gera eitthvað. Það gengi betur að sannfæra páfann um að gangaaf kaþólskri trú.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Verndargæsla
Thomas Watson fann til í andlitinu af áreynslu við að halda aftur af tárunum þegar hann sá dóttur sína í brúðarkjólnum.
–Pabbi, þetta er allt í lagi. Olivia Mary Watson var búin að pakka öllum hversdagsklæðnaði niður ásamt byssu og skildi og
var komin í perlusaumaðan fílabeinshvítan kjól sem sýndi svart á hvítu að hún var fullorðin kona, nokkuð sem hann var tregur til að viðurkenna. Hún strauk honum um vangann og brosti, minnti Thomas á eiginkonuna sem hann hafði misst en hún hafði fallið fyrir byssukúlu frá dópuðum innbrotsþjófi þegar Olivia var smábarn. –Ég verð alltaf litla stelpan þín.
Hún hafði hætt að vera litla stelpan hann daginn sem hún réð sig í lögregluna í Kansas City, þar sem hann sjálfur, faðir hans og þrír eldri bræður hennar voru líka lögreglumenn, en faðir mátti láta undan tilfinningaseminni á degi eins og þessum. Þau stóðu í gættinni að fataherberginu í kirkjunni og heyrðu tónlistina sem var spiluð fyrir athöfnina en Thomas mundi eftir skrámuðum hnjám, pirrandi eldri bræðrum og ástarsorg sem hafði útheimt ráðgjöf, þolinmæði og faðmlög frá honum.
–Þú ert gullfalleg, svo lík mömmu þinni. Hann strauk blúnduna í slörinu sem brúður hans sjálfs hafði borið 35 árum fyrr þegar hann hafði verið nýútskrifaður lögreglumaður sem hafði verið sendur til Englands í fyrsta verkefni sitt erlendis. Mary Kilcannon hafði verið óbreyttur borgari sem vann á herstöðinni. Hann hafði bjargað henni frá fullum hermanni á barnum eitt kvöldið og þau höfðu farið að spjalla, talað saman þar til nýr dagur rann upp, kysstst fyrsta kossinum og orðið ástfangin.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ágústmáni
–Þetta er einhver Valentínusardagsbölvun, sagði Duff Watson við sjálfan sig. Smókingfötin sem leigan hafði látið hann fá voru áreiðanlega númeri of lítil.
Hvað skyldi fjölskyldan hans segja ef hann tæki af sér slaufuna og hneppti efstu skyrtutölunni frá? Þessi klæðnaður
var bara fyrir apa. En systir hans yrði fúl og faðir hans færi hjá sér. Seamus afi myndi hlæja og bræður hans stríða honum til æviloka. Þá var betra að láta sig hafa það.
Duff var hann ævinlega kallaður, þó að hann héti Thomas.
Hamingja systur hans skipti hann miklu máli og hann hafði meira að segja fallist á að vera svaramaður unnusta hennar.
En það eina sem var venjulegt við þennan dag var skammbyssan í hulstrinu við mjóbakið á honum og skjöldur rannsóknarlögregluþjónsins sem hann geymdi í vasanum.
Yngri bræður hans tveir, Niall og Keir, röltu fyrir aftan hann. Bræðurnir voru að fylgja brúðarmeyjunum að altarinu.
Watson-bræðurnir þrír voru allir lögregluþjónar í þriðja ættlið. Faðir þeirra var löggæslumaður og afi þeirra hafði
verið það líka. Bræðurnir voru gjörólíkir. Niall var sá gáfaði.
Hann var réttarlæknir og vann á glæparannsóknarstofunni.
Hann virtist ekkert kippa sér upp við pompið og praktina í kringum sig. Hann virtist fremur vera að reikna út skrefa-Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Niðurtalningin
−Þú er nú meiri rugludallurinn, fulltrúi Watson.
Keir Watson skellihló framan í Natalie Fensom Parker, brúðarmeyjuna sem var förunautur hans upp að altarinu við brúðkaup systur hans. Hann lagaði dumbrautt bindið við vesti í stíl sem hann klæddist undir svörtum smókingfötum og bar
höndina að enni sér að hermannasið á leið framhjá Al Junkert.
Al var gamall fjölskylduvinur og einnig fyrrum lögreglumaður og samstarfsfélagi föður Keir, Thomas, eða þar til sundurskotinn fótleggur hafði rekið hann á eftirlaun fyrir aldur fram. –Það er ekki rétt, frú. Ég segi ávallt satt og þú ert fegursta ólétta konan hér í dag. Enginn gestanna getur slitið af þér augun.
Blómvöndurinn sem engu var líkara en hvíldi á útþöndum kvið Natalie hristist allur til þegar hún flissaði. –Augu allra eru
á systur þinni og Gabe í dag. Það er enginn sem horfir á mig vagga hérna upp að altarinu.
−Það gerir eiginmaður þinn reyndar.
−Ég gæti trúað að Jim fylgist frekar með þér, sagði hún og brosti út að eyrum til eiginmanns síns þegar þau gengu hjá
sætaröðinni þar sem hann stóð. –Þau Olivia systir þín hafa starfað hlið við hlið um tíma og ég fylgist því óneitanlega náið
með ykkur Watson bræðrunum. Þriðju kynslóðar lögreglumenn á eftir föður ykkar og afa. Hann Jim minn þekkir nú vel orðspor ykkar innan lögreglunnar.
−Að ég stefni að því að vera ámóta seigur og hann er úrræðagóður? Að ég ætli mér að verða aðstoðarvarðstjóri áður en
ég næ þrjátíu og fimm ára aldri?
−Nei, að þú sért daðrari fram í fingurgóma. Hún þrýstiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fósturbarnið
Niall Watson hefði heldur viljað vera að kryfja lík á rannsóknarstofunni en standa við altarið og gæta bræðra sinna.
En ekki gat hann sagt nei við systur sína á brúðkaupsdaginn hennar. Ásamt silfurborðbúnaðinum sem hann hafði pantað á netinu var það hluti af gjöf hans til Oliviu og unnusta hennar að fara í sitt fínasta púss og standa andspænis kirkjugestum, sem ýmist brostu eða táruðust.
Olivia var yngst Watson-systkinanna fjögurra og eina stúlkan í hópnum. Hún hafði beðið hann um að sjá til þess að bræður þeirra, Duff og Keir, hegðuðu sér almennilega.
Það var snjallræði hjá henni. Óþekku bræðrunum yrði haldið á mottunni og Niall neyddur til að taka virkan þátt í athöfninni. Með því að láta hann fá afmarkað verkefni færi hann ekki að hugsa um líkið sem hann hafði skoðað daginn áður á rannsóknarstofunni í suðurhluta Kansasborgar, athugasemdirnar sem hann átti eftir að slá inn í tölvuna eða staðreyndir um fórnarlamb drukknunar sem hann vildi fara yfir aftur áður en hann léti rannsóknarlögreglunni niðurstöðurnar í té.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leynileikur
–Þetta er slæm hugmynd, muldraði Marcos Costa með sjálfum sér þegar hann ók glæsilegum blæjubílnum, sem fíkniefnalögreglan hafði útvegað honum, út í óbyggðirnar í Maryland. Eða frekar upp í óbyggðirnar. Hann fann hvernig hann
fór sífellt hærra þegar hann gaf bílnum inn á malarveginum upp í Appalachiafjöllin.
–Þetta var þín hugmynd, rödd félaga hans svaraði úr opinni farsímalínunni.
–Hún þarf ekki að vera góð fyrir það, grínaðist Marcos.
Sannleikurinn var sá að þetta var stórgóð hugmynd. Ef hann lifði þetta af.
Fíkniefnalögreglan hafði verið að reyna að komast nálægt Carlton Wayne White árum saman en maðurinn var jafn sjúklega tortrygginn og hann var útsmoginn. Fram að þessu höfðu þeir ekki einu sinni vitað heimilisfangið hans.
Og þeir vonuðu að heimilisfangið sem Marcos var á leið til núna væri í rauninni setrið hans Carltons en ekki bara gömul
kolanáma þar sem eiturlyfjabarón gæti grafið líkið af leynilegum útsendara sem komið hafði verið upp um. Það er að
segja, hann.
–Samkvæmt GPS-tækinu er ég nálægt, sagði Marcos við félaga sinn. –Ég ætla að fela símann núna. Ég hef aðeins samband við þig í gegnum hann ef ég lendi í vandræðum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lykilvitni
Henni hafði tekist það! Shaye Mallory brosti með sjálfri sér þar sem hún rölti með innkaupapokana áleiðis að tíu ára gömlu fólksbifreiðinni sinni sem hún hafði lagt í útjaðri bílastæðisins við matvöruverslunina. Hún hafði haldið út heila viku í fullri vinnu á rannsóknastofu Jannis héraðs í réttarmeinafræði.
Heil vika án þess að verða fyrir skotárás.
Vissulega tilefni til fagnaðar og einmitt af því tilefni var stór súkkulaðiís í öðrum innkaupapokanum. Hún reyndi sitt besta til að kenna ekki í brjósti um sjálfa sig fyrir að fagna þessum áfanga ein síns liðs á föstudagskvöldi. Það voru auðvitað ekki nema tvö ár frá því hún flutti til Maryland, eftir að hafa fengið vinnu sem tölvusérfræðingur á rannsóknastofu lögreglunnar í réttarmeinafræði. Á þeim tíma höfðu byssukúlur verið henni álíka framandi og að búa ein og fjarri stórfjölskyldunni. Jafnvel þótt hún hefði eignast vini á rannsóknastofunni, þá var enginn þeirra svo náinn vinur að hún trúði viðkomandi fyrir því að hana langaði til að halda upp á heila viku við vinnu án þess að verða fyrir skotárás eða fá tauaáfall. Að halda upp á áfangann með fjölskyldunni í gegnum tölvuna var líka einum of aumkunarvert og þá fengju þau bara áhyggjur af henni.
Sannleikurinn var þó sá að dagurinn í dag markaði þáttaskil íEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.