Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Tálbeita
Regla númer 4: Fórnarlambið ætti aldrei að vera einhver sem þú þekkir. Hann pírði augun og horfði á stúlkuna sem lá í hnipri í aftursætinu á bílnum hans. Hann þekkti Kelsey eiginlega ekki. Það taldist ekki með að hafa séð hana og vita hvað hún hét – var það nokkuð? Hann hafði hvorki þekkt Shelby né Marissu heldur. Þær vissu ekki hvað hann hét og höfðu aldrei virt hann viðlits. Hann gat næstum því ímyndað sér að Kelsey væri að brosa til hans þegar hann pírði augun svona. Það var betra en svipurinn sem hafði komið á hana síðast þegar hún horfði á hann. Hann brosti á móti. Skrjáfhljóð sem barst frá enda stígsins þurrkaði brosið af andliti hans og fékk hjartað til að hamast. Ekki á góðan hátt eins og það hafði gert þegar hann snerti Kelsey í fyrsta skipti. Hann hélt niðri í sér andanum þangað til hann sá íkorna hoppa niður úr tré. Dýrið sneri höfðinu í áttina til hans og horfði á hann hvössum augum. Hann stappaði niður fætinum og dýrið þaut upp í næsta tré. Hann krækti handleggjunum undir handleggi Kelsey og dró hana út úr bílnum. Hælarnir á skónum hennar lentu á mjúkri jörðinni. Hann ætlaði að setja hana við stíginn en ekki of langt frá. Einhver þurfti að sjá hvað hann hafði haft fyrir stafni áður en dýrin náðu til hennar. Hann hafði gert þau mistök með Shelby. Þennan stað hafði hann ákveðið fyrirfram og komið þangað nokkrum sinnum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuleg vitneskja
Katlin Andrews reyndi að ná betra taki á stýrinu með sveittum lófunum. Bros hennar var tryllingslegt meðan hún ók eftir dimmum götunum í versta hluta bæjarins. Hún var nýbúin að fá sönnunina sem hana vantaði til að birta bestu frétt ævinnar og gat ekki beðið eftir að sjá andlitið á yfirmanninum þegar hún sannaði þetta fyrir honum. Honum hafði fundist að hún væri of ung og reynslulaus til að bera kennsl á alvörufréttir en það var rangt. Það var ekki nóg með að hún hefði neglt fréttina, þetta var meiri háttar afhjúpun. Sigurtilfinningin streymdi um hana þegar hún ók út úr hverfinu, þakklát fyrir að vera á heimleið. Nokkrar götur í viðbót, þá var hún komin að þjóðveginum. Svo ætlaði hún að vinna það sem eftir var nætur við að ganga frá sögunni og hnýta lausa enda. Það sem hún hafði fundið í kvöld átti eftir að breyta lífi hennar, það var hún viss um. Hún sá bílljós í baksýnisspeglinum sem trufluðu hugsanaferlið. Þau nálguðust hratt og Katlin steig ákveðin á bensíngjöfina. Innsæið gerði vart við sig. Enginn sem var á ferðinni í þessu hverfi og á þessum tíma sólarhrings gat haft neitt gott í hyggju og hana langaði ekkert að hugsa um ástæðuna fyrir því að einhver bíll var að elta hana núna.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skuggabaldur
Svitinn rann niður gagnaugun á Lyndy Wells og niður á milli herðablaðanna. Hún var á leiðinni til baka að bílnum sínum eftir erfiða kvöldgöngu. Tæp 14 aukakíló voru nóg til að fá hvern sem var til að svitna en þegar óþægileg stígvél og ullarkápa bættust við var gangan mjög erfið. Það var ekki nóg með að hún ætti ennþá eftir að losa sig við 7 kíló eftir meðgönguna heldur bar hún barnið í poka framan á sér, klætt í þykkan kuldagalla. Gus var orðinn 5 mánaða og henni fannst kominn tími til að losna við þessi aukakíló. Það var komið fram á haust og stutt þangað til það færi að snjóa í litla bænum í norðurhluta Kentucky. Þá yrðu kvöldgöngurnar ekki kaldar lengur heldur ómögulegar en þangað til ætlaði hún að gera sitt besta til að ganga 8000 skref á dag, eða nálægt því, með son sinn framan á sér. Núna langaði hana ekki til neins annars en að setjast inn í bíl og drekka úr vatnsflöskunni. Hún stoppaði aðeins við vatnið til að liðka fæturna aðeins til að reyna að minnka sviðann og ná andanum. Dagarnir voru orðnir svo stuttir að hún átti von á að flestir væru farnir að halda sig heima, nema hún.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Horfin
Emma Hart gat ekki losnaði við óþægilega tilfinningu um að eitthvað væri að. Þessi tilfinning hafði angrað hana allan daginn og gert hana órólega. Sara, systir hennar og sambýlingur, virtist finna fyrir þessu líka þó að hún hefði ekki sagt neitt. Sara hafði setið með farsímann sinn og minnisbók mestallan daginn og varla sagt orð eða borðað neitt. Það var ekki líkt henni að vera inni heilan dag nema það væri vitlaust veður. Emma hafði sinnt endalausum húsverkum, uppgefin eins og aðrar nýbakaðar mæður, og sinnt syni sínum til að reyna að losna við þessa tilfinningu um yfirvofandi vandræði. Það hafði ekki tekist og nú var sólin að setjast. Ef eitthvað var jákvætt við þetta allt saman var það að þessi skrýtni dagur var loksins að verða liðinn og morgundagurinn var alltaf betri. Hún krosslagði ökklana þar sem hún sat í rólunni á veröndinni bak við húsið og horfði á fallegt sólarlagið og Henry, litla fullkomna drenginn sinn. Hún lyfti honum upp og hreyfði hann svolítið til þangað til hún sá tannlaust bros. Hún lifði fyrir þetta. Bros breiddist yfir varir hennar þegar hún lét hann síga aftur niður í kjöltuna. –Einhvern tímann á ég eftir að kenna þér að snara kálfa og ríða út, alveg eins og afi þinn kenndi okkur Söru. Það hefði verið gott ef pabbi Henry hefði verið tiltækur til að kenna honum þessa hluti eins og pabbi hennar hafði kennt henni sjálfri en það þýddi ekkert að hugsa um það sem ekki gat orðið. Pabbi Henry var hermaður í leyfi þegar þau hittust og hann hafði alist upp á búgarði eins og hún, ekki langt frá staðnum þar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Yfirhylming
Violet Ames ók rólega eftir kunnuglegum hlykkjóttum veginum í River Gorge, Kentucky. Hún þerraði tárin og bað. Það voru mörg ár síðan hún kom síðast í afskekkta bæinn í fjöllunum þar sem amma hennar hafði alið hana upp og svona hafði hún ekki hugsað sér að snúa aftur. Í hennar útgáfu voru endalaus faðmlög og þrefaldur skammtur af súkkulaðikökunni hennar ömmu. Það yrði ekkert slíkt í kvöld. Violet hafði athyglina á dökkum sveitaveginum fyrir framan sig og líka á sofandi barninu fyrir aftan sig. Maggie var 8 mánaða gömul og svaf róleg í litla bílstólnum. Þreytan hafði orðið tárunum yfirsterkari þegar bíllinn ók út af bílastæðinu við sjúkrahúsið. Violet nuddaði augun og reyndi að halda ró sinni en þetta hafði verið erfiður dagur. Það hafði verið hringt af sjúkrahúsinu um morguninn og henni sagt að amma hennar, 78 ára gömul ekkja, hefði fallið úr stiga í hlöðunni og næstum dáið. Þetta var stórundarlegt. Hlaðan hjá ömmu hennar var gömul og hafði ekki verið notuð eftir að afi hennar dó fyrir mörgum árum síðan. Af hverju hafði amma hennar verið þar inni og af hverju hafði hún verið uppi í stiga? Þarna var ekkert sem þurfti stiga til að komast að nema gamla heyloftið og þar var ekkert nema uppsafnað ryk margra áratuga. Violet nuddaði auma vöðvana í hálsinum aftanverðum og öxlunum með annarri hendinni og hélt þétt um stýrið með hinni. Hún gat ekki melt allt sem hafði gerst þennan hræðilega dag. –Hvað var hún eiginlega að gera? hvíslaði Violet út í milt sumarloftið sem streymdi inn um rifuna á bílglugganum
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Uppgjörið
Dagurinn hjá Declan Nash var ekkert sérstakur. Það hellirigndi en ekki nóg með það, gamli og trausti pallbíllinn hafði ákveðið að hætta að vera traustur. –Svona nú, Fiona. Hann strauk mælaborðið og reyndi að lokka bílinn til að hætta að hósta og gefa frá sér óheillavænlegt skrölthljóð. Fordbíllinn Fiona tók ekkert mark á honum. Declan játaði ósigur sinn með því að beygja inn á næstu afrein. Það var bensínstöð við endann á henni og hann ók upp að henni og andvarpaði. –Eftir allt sem við höfum þurft að þola ákveður þú að pakka saman núna? Hér af öllum stöðum? Borgin Kilwin í Tennessee var í klukkustundarfjarlægð frá þeim eftir þjóðveginum sem þýddi að Overlook, heimabærinn hans, var í 80 mínútna akstursfjarlægð í hina áttina. Hann var reyndar ekki á heimleið. Hann var lögreglustjórinn í Wildmansýslu en hér og nú var hann ekkert annað en maður sem var nýkominn í frí. Eða reyndi það að minnsta kosti. Declan andvarpaði inni í bílnum. Dökkblái kúrekahatturinn, sem hann notaði bara á frídögum sem þýddi að hann gekk eiginlega aldrei með hann, lá á farþegasætinu og gerði gys að honum. –Þú verður regnhlíf bráðum, sagði hann við hattinn. Hann steig út og opnaði vélarhlífina. Regnið skemmti sér við að rennbleyta hann á meðan. Reykjamökk lagði upp úr vélinni og hann fann sterka olíulykt. Declan fór að bílstjórahliðinni aftur og sótti símann sinn. Um leið dó á inniljósinu. Straumlaus
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skipt um hlutverk
Sannleikurinn var sá að konan sem var nýkomin í veisluna var ekki héðan en það var ekki allur sannleikurinn. Af hverju var hún komin hingað?
Var hún væntanlegur stuðningsaðili einhverra af góðgerðasamtökunum sem þau unnu með?
Hafði hún komið til að spyrja út í reksturinn á samtökunum Second Wind fyrst þau höfðu flutt starfsemi sína í litla bæinn Overlook í Tennessee?
Var hún fjölmiðlakona? Með einhverjum í veislunni?
Desmond Nash reyndi að halda athyglinni við gestina sem höfðu þyrpst í kringum hann eins og hann væri sýningardýr í dýragarði en það var erfitt að líta af konunni sem gekk um salinn eins og hún væri þaulvön svona atburðum. Desmond fannst hún líkjast sjávardís þegar hann horfði á hana.
Sítt rautt hár sem liðaðist yfir axlirnar og niður á bakið eins og vatnsfall, augabrúnir í stíl og óræð dökk augu sem löðuðu Desmond til sín þó að það væri langt á milli þeirra. Hún var á háum hælum og hann hugsaði að hann þyrfti sennilega að horfa aðeins niður fyrir sig til að horfa í þessi dökku augu.
Áhuginn var ekki bundinn við þetta eingöngu. Hún var sjálfsörugg og þokkafull í hreyfingum. Eins og aðrir í veislunni var hún spariklædd. Svart silkið myndaði andstæðu við fölt og freknótt hörundið, hálsmálið var flegið og efnið lagðist þétt að mjöðmunum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjarvistasönnunin
Julian Mercer þekkti þessa konu ekki neitt en um leið og bláu augun litu á hann vissi hann þrennt um hana.
Í fyrsta lagi að hún bar ósýnilegar en þungar byrðar. Þegar hún gekk eftir garðinum, eftir misstórum steinunum sem höfðu verið lagðir í lóðina til að mynda stíg, var göngulagið þyngslalegra en það hefði átt að vera. Hún var að hugsa um eitthvað og það var henni þungbært. Kurteislegt brosið, sem hún varð að setja upp sem eigandi gistiheimilisins, var þvingað.
Í öðru lagi að eitthvað hafði sært hana. Ekki bara líkamlega, þó að Julian sæi litla en vel greinilega örið á vinstra kinnbeininu. Hann bar sinn skammt af örum og það var kannski þess vegna sem hann fann að það var líka svolítið hik á henni, eins og hana langaði til að hitta hann en vildi samt að hann færi. Að vera kyrr eða leggja á flótta. Julian fannst þetta bæði áhugavert og truflandi.
Í þriðja lagi var ljóshærða ókunnuga konan, sem var á leiðinni til hans, gullfalleg.
Ljósar flétturnar yfir axlirnar glönsuðu í sólinni og hörundið var útitekið. Þessi kona hafði ekki eytt ævinni við skjái heldur utandyra. Tær blá augu virtu hann fyrir sér um leið og honum varð litið á freknurnar á vöngum hennar. Hann efaðist ekkert um að hún væri líka freknótt á handleggjum og fótleggjum sem voru huldir svörtum sokkabuxum og langerma kjól. Hún var í flatbotna skóm en þurfti varla að líta upp til að horfast í augu við hann um leið og hún stoppaði fyrir framan hann.
–Þú ert mjög stundvís hr. Mercer. Hún rétti fram höndina.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Erfið fortíð
Caleb Nash rannsakandi skipti á gallabuxunum fyrir hlaupastuttbuxur og vonaði í lengstu lög að enginn sem hann þekkti sæi hann.
Þetta var einstaklega góður dagur í Overlook, ekki of mikill raki og ekki of mikill hiti heldur. Hann þurfti að þrífa frjókornin af bílnum áður en hann færi í vinnuna nema hann vildi að Jazz, félagi hans, færi að nöldra. Hún minnti hann alltaf á að þau væru fulltrúar löggæslunnar, bílarnir meðtaldir, en það var auðvelt fyrir hana að segja það. Hún ók um á ljótum gráum fólksbíl sem frjókornin sáust ekkert á, svo að ekki sé minnst á að maðurinn hennar var bílasali.
Caleb ók um á gömlum dökkbláum pallbíl sem gulu frjókornin sáust greinilega á og ekki átti hann maka í starfi sem hægt var að njóta góðs af. Sú sem hann var síðast í sambandi með hafði hætt með honum af því að hann var giftur vinnunni og hafði ekki áhuga á öðru hjónabandi. Hennar orð, ekki hans, og hún hafði aldrei verið hrifin af þessum litla bæ. Það síðasta sem hún hefði haft áhyggjur af var að hann æki um á bíl sem var þakinn frjókornum.
Það var þó ekkert miðað við kjaftaganginn ef einhver í bænum sæi einn þríburanna úti að skokka í svona stuttum stuttbuxum.
Þegar fjölskyldan var annars vegar höfðu bæjarbúar nóg til að tala um og hann vildi forðast að bæta berum fótleggjum sínum við það allt saman. Líka forðast að lögreglustjórinn sæi hann því hann fengi að heyra það næstu mánuðina.
Mamma hans hafði kíkt í heimsókn og misst sig í vortiltekt sem hann hafði ekki beðið um en ekki getað stöðvað. Afleiðingarnar voru meðal annars þær að hún hafði hent íþróttafötunum hans.
Núna var hann að setja eyrnatólin í eyrun við endann á Connor’sEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leyndarmál eyðimerkurinnar
Dimm skýin söfnuðust saman yfir Catalinafjöllunum og himnarnir opnuðust. Regnið skall á þjóðveginum og gufan steig upp af þurru malbikinu. Fyrsta regntímabil þessa ársfjórðungs var skollið á í Sonoraneyðimörkinni af miklum krafti, eins og hellt væri úr fötu.
Jolene steig fast á bremsurnar og afturendinn á bílnum skreið aðeins til. Hún sló á stýrið með flötum lófa og æpti: –Lærðu að keyra!
Hún gat ekki hætt á að lenda í slysi núna, ekki með þennan farm í bílnum. Farsíminn, sem lá á mælaborðinu, hringdi og hún leit á skjáinn, sá nafn frænda síns og svaraði eftir að hafa stillt á hátalarann.
–Hæ Wade, hvað segirðu?
–Þetta er amma.
–Amma, af hverju leyfir þú mér ekki að kaupa farsíma handa þér fyrst þú ert alltaf að fá símann hjá Wade lánaðan?
–Ég skil ekki af hverju ég get ekki notað gamla símann minn lengur. Hún skellti í góm. –Þetta eru engar framfarir.
Jolene geiflaði varirnar. –Það var hætt að nota landlínur á verndarsvæðinu, amma, því fólkið hélt að allir væru komnir með farsíma.
–Það var ekki rétt. Hún hóstaði.
–Ertu ennþá stífluð?
–Þetta er ekkert. Ég hringdi til að athuga hvenær þú kemur.
Wade sagði mér að þú hefðir farið úr bænum í nokkra daga.
Púlsinn herti á sér. –Hvað er að?
–Það er ekkert að. Þarf alltaf eitthvað að vera að? Mig langaði bara að hitta eitt af uppáhalds barnabörnunum mínum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.