Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Hættuleg fortíð
Skemmdarverk. Luke Broughton steig nokkrum sinnum á bremsurnar til að athuga hvort það væru kröppu beygjurnar á fjallveginum sem ollu því að bíllinn hans rásaði inn á miðjan veginn og hann náði ekki að hægja ferðina en vissi samt betur. Innra með sér. Einhver vildi hann feigan. Hann sá glitta í tvo svarta jepplinga milli trjánna vinstra megin við sig sem óku eftir veginum á eftir honum. Þeir brunuðu áfram og það voru ekki nema 7-800 metrar í þá. Ein hárnálabeygja í viðbót og þeir yrðu komnir að honum. Reyndar yrði ekki langt í að hann missti stjórn á bílnum á þessum ofsahraða og færi út af veginum í einhverri beygjunni. Hann hafði ekið herjeppum á söndugum vegum í Mið-Austurlöndum og í fjöllum Afganistan en þetta var ekki léttvopnað ökutæki og Teton-fjöllin í norðvestur-Wyoming voru allt öðruvísi. Hærri og brattari. Vegirnir voru betri en þétt laufskrúðug trén skyggðu á útsýnið. Hnúarnir hvítnuðu þegar hann þétti dauðahaldið um stýrið til að taka næstu beygju. Afturhluti bílsins slóst til en hann náði stjórninni aftur. Hinu megin við vegriðið var þverhnípi. Hann reyndi að skipta bílnum niður en gírkassinn var kominn í verkfall. Skemmdarverk, engin spurning, sem einhver hafði framið á bílnum hans. Einhver sem kunni vel til verka til að þagga niður í fólki sem þvældist fyrir með því að láta afleiðingarnar líta út fyrir að vera slys
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Verndarinn
–Mamma, hann var víst að daðra við þig. Hazel Cooper dýralæknir hrökk við þegar eldri dóttir hennar opnaði dyrnar á skoðunarherberginu. Hún krumpaði blaðið, með óþægilegu skilaboðunum, saman í kúlu og stakk henni í sloppvasann, límdi bros á andlitið og sneri sér við. –Áttu við Burke? Ég var útötuð í mítlum og óhreinindum upp að olnbogum. Hann kom með Gunny til að ég gæti hreinsað eyrun á honum og gengið úr skugga um að lyfin væru að vinna bug á sýkingunni. Hann hjálpaði mér með því að halda Gunny og við ræddum um að það þarf fljótlega að bólusetja hundinn við mjógirnasótt. Ekkert daðurslegt við það. Ashley Cooper setti á sig hanska áður en hún sópaði óhreinum grisjum og bómullarhnoðrum af stálborðinu í ruslafötuna. –Ég hefði átt að halda hundinum. Burke þurfti þess ekki. –Gunny er uppáhaldið hans og Burke fer ekki langt frá hundinum. –Ég sá það, sagði Ashley stríðin, –því hann fór ekki langt frá þér heldur og þú færðir þig ekki frá þegar hann straukst við þig. Hazel hristi höfuðið yfir þessu kjánalega tali. –Ég vildi að hann sæi að sýkingin er horfin. –Ég held að þú mótmælir of mikið. Ashley dró gluggatjaldið til hliðar til að Hazel sæi út á bílastæðið og manninn í lögreglubúningnum sem var að hleypa Gunny, þýska fjárhundinum sínum, upp í aftursætið á bílnum. –Hann er piparsveinn, ekki satt? Ég skal veðja að flestum konum líst mjög vel á hann. Samt kemur hann hingað með hundinn sinn til að skiptast á bröndurum við þig og koma aðeins of nálægt þér. Jedediah Burke var rétt í þessu að gefa hundinum skipun um að stökkva upp í bílinn. Svarti og brúni hundurinn var sterkur
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Með morðingja á hælunum
–Slepptu mér. Virginia Brennan prófessor losaði sig úr þéttu taki mannsins en þá greip hann aftur í hana með báðum höndum. –Hvar er Lombard? Gamli hvíthærði maðurinn var með sterkan hreim sem minnti hana á Chekov í sjónvarpsþættinum Star Wars, sem hún elskaði að horfa á, en þessi maður var enginn draumaprins unglingsstúlkna eða hetja úr geimnum. –Ég veit það ekki dr. Zajac og svona yfirgangur hjálpar ekkert til. Kammertónlistin í bakgrunninum hljómaði undarlega ósamhljóma þegar Gigi fann að hún var komin með bakið að veggnum utan við stóra salinn á Muehlebach hótelinu. –Þú getur ekki falið hann fyrir mér, sagði samstarfsmaður hennar ásakandi. –Ég er ekki að því. Hún ýtti á bringuna á manninum og blótaði í hljóði þegar par sem átti leið fram hjá þóttist ekki sjá framkomu mannsins, manns sem var virtur rannsóknarmaður, og gerði ekkert til að stöðva hann. Evgeni sá þau líka og sleppti henni. Kannski til að mannorð hans biði ekki hnekki í augum styrktaraðilanna sem styrktu sameiginlegar rannsóknir hans og Ian Lombard. Gigi færði sig fjær svo hann næði ekki til hennar og benti inn á ganginn þar sem salernin voru. Þar hafði hún síðast séð vin sinn og læriföður, Ian Lombard. –Ég sá ykkur rífast fyrir nokkrum mínútum síðan en hann er farinn. Hún þurfti sjálf að hitta Ian svo hún gæti forðað sér úr þessari martröð, samblandi af hávaða og fólki í móttöku háskólans sem var haldin í miðri Kansas City, og farið heim. Hana verkjaði í andlitið þegar hún setti upp enn eitt brosið sem hefði passað vel á andlitið á almannatengli. –Ég er líka að leita að Ian og ég vonaði að þú hefðir séð hann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lögregluvernd
1. maí. Þjóðhátíðardagur Lukinburg. St. Feodor, á tröppunum við torgið framan við höllina. –Eftir þrjá mánuði verður St. Feodor gestgjafi þegar hópur fyrirmenna frá systurborg okkar í Bandaríkjunum kemur í heimsókn. Við ætlum að kynna Bandaríkjamennina fyrir heillandi landinu okkar og sýna þeim að þeir þurfa jafnmikið á okkur að halda og við á þeim. Þeir þurfa á fallegu náttúrunni og hæfileikaríka fólkinu okkar að halda. Smellir frá myndavélum í mannþrönginni blönduðust saman við suðið frá fjölmiðlafólkinu sem sagði fréttirnar á mismunandi tungumálum og hávaðinn var eins og bakgrunnshljóð fyrir brestina í gamla hátalarkerfinu. Allir biðu eftir að litla fjallalandið Lukinborg í Austur-Evrópu færi að blómstra aftur eftir margra áratuga kúgun og tæki sinn réttmæta sess á sviði heimsins einu sinni enn. Svarthærð kona í kremlitaðri dragt kom aftan að prinsinum við ræðupúltið og ýtti laust í öxlina á honum. –Ekki gleyma að nefna nafn borgarinnar yðar tign, sagði hún. –Takk Galina, hvíslaði prinsinn og sneri sér aftur að hljóðnemanum. –Kansas City í Missoury, systurborg okkar, verður félagi okkar í Lukinborg til framtíðar og saman munum við njóta virðingar og blómstra. Við verðum frábærir vinir. Fagnaðarlætin voru ærandi. Prinsinn lagaði gleraugun aðeins og horfði yfir mannfjöldann gegnum skothelda glerið sem umlukti ræðupúltið, framhjá skiltunum þar sem lýst var yfir stuðningi við nýja stjórnarfarið og á þungbúna mótmælendur sem voru ekki eins jákvæðir og biðu eftir tækifæri til að láta í sér heyra. Áður fyrr hefði mannþröng af þessari stærð í borginni,
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Brúðarmær í hættu
Okkur er það mikil ánægja að bjóða þér í ... –Þetta hlýtur að vera grín. Conor Wildman renndi augunum yfir boðskortið í brúðkaupið. Upphleypt bleik hjörtu og fjólubláir borðar skreyttu pappírinn og litla spjaldið með upplýsingunum um hvert átti að senda svarið við boðinu. Þetta hlaut að vera grín. En var það ekki. Kærastan hans fyrrverandi var ansi ósvífin að bjóða honum í brúðkaupið sitt. Ennþá ósvífnara af téðri fyrrverandi að ætla að giftast fyrrum besta vini hans. Hann var ekki bitur. Conor hnussaði, fékk óvart heitt kaffi upp í nefið, og blótaði. Já, svona vel leið honum við að sjá nöfn Joe og Lisu saman, eins og þegar heitur svartur drykkur brennir nasaholurnar. Hann hefði átt að leyfa pósti gærdagsins að liggja á bekknum og skoða hann eftir vinnu í kvöld, eða eftir drykk eftir vinnu sem var enn betra. Nei, hann hefði átt að henda fölbleika umslaginu í ruslið og fara svo beint á barinn þar sem hann og vinir hans í lögreglunni voru vanir að hittast. Heimilisfang sendandans hafði ekki verið á umslaginu til þess að hann myndi ekki henda því beint í ruslið. Ef hann hefði verið búinn að fá kaffi hefði hann kannski rekið augun í að umslagið var sent frá Arlington, Virginiu, en hann var nýkominn úr morgunsturtunni og rétt búinn að hella í fyrsta kaffibollann svo minningin um það sem hann hafði glatað undanfarin tvö ár náði að koma honum á óvart. Það skipti ekki máli þó að hann skildi alveg ástæðuna fyrir því að Lisa sagði honum upp. Of margar lygar sem hann varð að segja, of margar nætur í vinnu þegar hann vann hjá vitnaverndinni. Það var samt sárt að vera sagt upp og röksemdirnar gátu ekki dregið úr sársaukanum við að fá
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leiðangurinn
Jason Hunt hékk á fingurgómunum í nokkur þúsund metra hæð og síminn hans hringdi. Nokkur hundruð metrar í viðbót, þá hefði símasambandið dottið út. Hann treysti á handstyrk sinn og öruggt grip og naut þagnarinnar milli hringinganna. Sumarsólin skein skært fyrir ofan hann og geislarnir voru hlýir á hörundinu. Hitinn endurkastaðist af storkubergsklettunum sem hann hafði verið að klifra upp undanfarna klukkustund. Hann hefði getað haldið sig við merktu leiðina eins og túristarnir en hann hefði ekki viljað missa af þessu útsýni. Heiðskír himinn. Margir kílómetrar milli þessa fjalls og næsta. Snjór á fjallatoppunum, síðan silfurgrátt storkuberg og við tók dökkgræn og brún trjálína. Hann sá meira að segja glitta í grábláar útlínur vatnsins, Jenny Lake, þaðan sem hann hékk. Hann færði takið til að geta snúið sér og andaði að sér lofti sem var svalara og hreinna en í nokkrum öðrum heimshluta sem hann hafði heimsótt. Hann hafði heimsótt fleiri en hann kærði sig um. Héðan sá hann alla leið yfir í dalinn, Jackson Hole, milli fjallanna í fjarska ... En síminn hans hélt áfram að hringja. Hann virti bergið fyrir sér í leit að næsta stað fyrir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Grafin Leyndarmál
Winchester, Tennessee Þriðjudagur 19. október kl. 8:30 Þrítug. Þrítug! Það hljómaði eins og hún væri gömul. Hún leit ellilega út. Naomi Honea starði á spegilmynd sína og gretti sig þegar hún sá að hún var að fá hrukkur við augnkrókana. –Of mikið í sólinni án þess að vera með hatt, tautaði hún. Hún vissi betur. Þetta var bölvun ljósa húðlitarins. Það var rétt en hún gat lítið gert annað en verið úti. Hún var orðinn bóndi, eftir allt saman, eins og pabbi hennar. Hafði verið það undanfarið ár. Hún tók úfið rautt hárið saman í tagl. Hún var líka með sigg í lófunum eins og hann. Naomi horfði rannsakandi í bláu augun sem hún hafði fengið frá mömmu sinni. Augun, hárið og fölu freknóttu húðina hafði hún fengið í arf frá konu sem kenndi henni að vera sterk og þrjósk og fullkomlega sjálfstæð. Hún andvarpaði og sneri sér frá speglinum. Í dag átti hún afmæli. Þetta var fyrsti afmælisdagurinn sem hún hafði eytt algerlega ein. Þetta var málið með að vera einbirni. Þegar foreldrarnir voru látnir var enginn eftir. Tja, reyndar var Donnie, móðurbróðir hennar á lífi en hann var ekki beinlínis þekktur fyrir að halda sambandi. Hann var sjötugur og leit á sig sem kvennagull. Hún gat
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gildran
Regla númer eitt: Skildu engin vitni eftir. Þau horfðust í augu. Hann lét látnu konuna detta úr fanginu á sér og tók eitt varfærnislegt skref í áttina að áhorfandanum sem faldi sig bak við runnann. Augun glitruðu í myrkrinu en nú þöndust þau út eins og hjá dádýri sem bílljós falla á. Áhorfandinn lagði á flótta. Hann horfði á bráðina sem lá við fætur hans og hljóp af stað á eftir vitninu, með reglu númer eitt í huga. Það skrjáfaði í ruslapokanum, sem hann hafði klætt sig í, þegar hann hljóp inn á milli trjánna með byssuna niður með síðunni. Hann hafði þurft að beina byssu að Ashley til að neyða hana inn í bílinn sinn en hann hafði verið með hanska þegar hann kyrkti hana, alveg eins og stóð í handbókinni. Hann hljóp um í nokkrar mínútur og leitaði en fann enga slóð eða ummerki sem sýndu hvert manneskjan hafði hlaupið. Hafði hann eða hún séð hann? Séð líkið? Hann hallaði höfðinu aftur og virti fyrir sér myrkan næturhimininn ofan við trjátoppana. Kannski var þetta ekki vitni eftir allt saman. Maðurinn togaði derhúfuna betur niður á ennið. Kannski hafði hann skilið eftir sannanir þegar hann hljóp á eftir manneskjunni inn á milli trjánna. Hann beygði sig, lagði hendurnar á hnén og andaði ört. Sveittir lófarnir límdust við plastið. Hann heyrði í bílvél og leit snöggt upp. Of seinn. Hann eða hún var sloppin og var kannski að hringja í lögregluna. Maðurinn sneri sér við og flýtti sér til baka að rjóðrinu þar sem hann hafði skilið Ashley eftir. Núna hafði hann ekki eins langan tíma til að ljúka þessum leiðangri. Hann hafði klúðrað fyrsta morðinu sínu en var ákveðinn í að ljúka verkinu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Beitan
Regla númer þrjú: Ekki taka óþarfa áhættu fyrir frægðina eða til að fá athygli. Hann hnussaði og svolítið af munnvatni rann niður á hökuna. Hann þurrkaði það af sér með handarbakinu. Var ekki þjálfarinn vanur að segja: Kjarkleysi er það sama og að ná ekki árangri. Eða var það: Enginn sársauki er það sama og enginn árangur? Honum sjálfum var alveg sama. Hann seig niður í bílstjórasætið. Inniljósið skein á spjaldtölvuna sem hann hélt á í hendinni og hann strauk laust með fingurgómnum eftir kantinum á henni meðan hann las af mikilli græðgi grein um hugsanlegan þriðja eftirhermumorðingjann sem hermdi eftir Spilamanninum, morðingja sem gekk laus fyrir 20 árum síðan. Fyrsti morðinginn, Jordy Lee Cannon, hafði fengið viðurnefnið eftirherman í fjölmiðlum. Sá sem kom á eftir honum, Cyrus Fisher, var kallaður eftirherman 2.0. Nú var lögreglan búin að finna lík sem hafði verið skilið eftir við San Gabrielfjöllin og óttaðist að þriðji raðmorðinginn væri að verki sem notaði sömu aðferð og Spilamaðurinn. Fjölmiðlar urðu að finna töffaralegra nafn en þessi heimskulegu nöfn fyrir hann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Blóðhefnd
Regla númer 3: Skildu aldrei eftir fingraför eða DNA. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af því. Hann var varkár og þrifinn og vildi líka miklu frekar fremja verknaðinn heima hjá þeim. Það róaði þær kannski að vera innan um eigur sínar og hann var ekkert skrímsli. Frekar leiðbeinandi – eða kannski miðlari. Hvern langaði til að þvælast um alla LA með lík í skottinu í leit að stað til að losa sig við líkið? Það var ómögulegt að segja hver fylgdist með. Hvort það voru myndavélar eða ekki. Myndavélar fylgdu manni alls staðar þessa dagana en það var hægt að losa sig við rafrænt eftirlit með því að fylgjast vel með. Hann gerði það. Nauðganir? Honum varð óglatt við tilhugsunina. Kynlíf var viðbjóðslegt og hann myndi aldrei skilja líkamsvessa sína eftir inni í einhverjum. Konan undir honum gaf frá sér hást kokhljóð og hann hrökk við. Best að halda sig að verki. Hann kreisti líftóruna úr Andreu með hanskaklæddum höndunum og horfði á blikið hverfa úr útstæðum augunum. Limur hans harðnaði þegar valdatilfinningin fyllti líkamann og hann lokaði augunum til að njóta tilfinningarinnar. Bara nokkrar sekúndur af eftirlátssemi. Hann ætlaði aldrei að segja neinum frá kynferðislegu lönguninni og vissi ekki af hverju þetta gerðist. Hann bað ekki um neitt og framdi verknaðinn ekki þess vegna svo hann skammaðist sín svolítið fyrir þetta. Hann sleppti takinu um háls Andreu og spretti fingrum. Það
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.