Ást og afbrot

Leitin að barninu
Leitin að barninu

Leitin að barninu

Published Febrúar 2016
Vörunúmer 353
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

Þegar fyrstu skothvellirnir heyrðust, hljóp Stacy í átt til þeirra.
Ekki af því að hún vildi taka þátt í skotbardaga heldur af því að
þriggja ára gamall sonur hennar, Carlo, hafði verið að leika sér
í stofunni fremst í húsinu. Skothvellirnir virtust koma þaðan.
–Carlo! æpti hún og þaut niður ganginn að stofunni, þar sem
strákurinn var oft með bílana sína í stóru leðurhúsgögnunum,
að láta sem bílarnir væru að keyra í fjöllum.
Karlmenn hrópuðu innan um skothvellina. Einn lífvarða fjölskyldunnar hljóp framhjá henni með sjálfvirka byssu í höndunum. Stacy tók varla eftir honum. Hún varð að ná til Carlos.
Stofan í veglega bústaðnum í Colorado var í rúst, húsgögn
lágu á hliðinni, rifin og tætt. Glerbrot og ísmolar voru á gólfinu
en það leit út fyrir að allir væru farnir. Stofan var tóm og skothvellirnir komu innar úr stóra húsinu.
–Carlo? kallaði Stacy og barðist gegn kvíðanum. Ef einhver
af þessum heimsku mönnum hafði meitt son hennar, myndi
hún tæta þá í sundur með berum höndum.
–Mamma?
Hrædd röddin fékk hana næstum til að kikna í hnjánum.
–Carlo? Hvar ertu, elskan?
–Mamma, ég er hræddur.
Stacy fylgdi röddinni í dimmt horn undir innbyggðu skrifborði. Hún kraup niður og leit undir borðið... og beint í brún
augu sonar síns.
Hún rétti út hendurnar og hann kom til hennar, vafði hana
örmum og grúfðiandlitið í öxl hennar. Hún klappaði honum á
bakið og andaði að sér ilminum af honum... barnasjampó og
hnetusmjör. –Hvaða menn voru þetta, mamma?

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is