Ást og afbrot

Sannleikurinn
Sannleikurinn

Sannleikurinn

Published Júní 2023
Vörunúmer 441
Höfundur Rita Herron
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Þau voru öll sek.
Reiðin ólgaði í honum meðan hann las boðskortið sem hann hélt á:
Þér er hér með boðið á vígsluathöfn nýja framhaldsskólans í Briar Ridge.
Taktu þátt í því að vígja bygginguna með okkur.
Hún verður tileinkuð minningu þeirra sem létust í skotárásinni í framhaldsskólanum í Briar Ridge og
við skulum fagna nýju upphafi.
Kate McKendrick,
skólastjóri framhaldsskólans í Briar Ridge.
Hann kreppti hnefana. Fyrir 15 árum síðan hafði skotárásin í skólanum klofið bæinn. Fjórir nemendur höfðu látist og einn kennari og margir særst. Ned Hodgins, sem stóð fyrir árásinni, hafði síðan skotið sig.
Bekkjarfélagar hans höfðu verið í áfalli. Engum hafði dottið í hug að Ned gæti gert eitthvað þessu líkt en allir höfðu verið of uppteknir á íþróttaleikjum, dansleikjum og í félagslífinu til að taka eftir því að Ned var illa staddur.
Að aðrir voru líka skildir útundan.
Hann opnaði árbókina og klippti út myndirnar af öllum þeim sem höfðu ekki komið vel fram við Ned. Gert eitthvað á hlut hans. Hann lagði myndirnar skipulega á eldhúsborðið.
Þau voru öll svo vinsæl. En eigingjörn.
Hann bankaði á myndina af Kate með fingrinum. Hún hafði viljað láta rífa gamla skólann. Eyðileggja fortíðina. Þurrka hana burtu eins og ekkert hefði gerst.
Hún varð að gjalda fyrir það.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is