Flýtilyklar
Brauðmolar
Örlagasögur
-
Fangi fortíðar
–Málið er að þau hafa gleymt sannleikanum. Alla vega sumir.
Lillian Howard var með möppuna sína undir hendinni og með hárið í hnút. Hún talaði af virðingu og fagmennsku.
Kenneth Gray rannsóknarlögreglumaður, yfirmaður sérsveitarinnar, starði í augun á henni. Það var hann sem hafði
beðið hana um að koma til sín í viðtal. Þau voru búin að fara í gegnum allar tæknilegu spurningarnar. Þau fóru í gegnum starfsferilinn hennar. Hún hafði unnið á lögreglustöð í Alabama eftir að hafa hafnað starfi hjá FBI. Hann spurði hana ekki af hverju hún hafnaði starfinu og hún útskýrði það ekki. Nú var komið að spjallinu. Mannlega hlutanum.
Svona til þess að athuga hvort hún myndi passa á vinnustaðinn eða ekki. Því miður fór hún sjaldan eftir almennum félagsreglum. Þó svo að hún vildi virkilega fá starfið. Það eina sem
Kenneth þurfti að gera var að byrja á kurteisisspjalli og hún fengi starfið.
–Og hvaða sannleikur er það? spurði hann.
Lily var fegin að heyra að hann talaði ekki niður til hennar.
Fyrrverandi starfsfélagar voru vanir að gera það. Það hjálpaði örugglega ekki að hún var í yngri kantinum og vildi hafa allt í röð og reglu, sem varð til þess að hún var talin stjórnsöm. En
hún kaus að vera kölluð A týpa.
Síðan var það minnið hennar. Hún mundi mörg ár aftur í tímann.
Lily settist fyrir framan hann. Hún lagði möppuna í kjöltuna á sér og fór með ræðuna sem hún hafði farið ótal sinnum með þegar hún var yngri.
–Að Annie McHale er ekki fyrsta stúlkan sem hvarf í Kelby Creek.
Hún tók bandið utan af möppunni en opnaði hana ekki. ÍEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Minnisleysi
Þeir meðlimir lögregludeildar Dawn héraðs sem voru viðstaddir voru allir sem einn klæddir sínu fínasta pússi
og með kampavínsglas eða bjórflösku í hönd. Chamblin lögreglustjóri stóð í miðjum hálfhringnum sem þeir
mynduðu í miðjum salnum og hóf kampavínsglasið í skál. –Ská fyrir ævilangri hamingju til handa tveimur bestu
leynilögreglumönnum sem ég hef nokkurn tíma starfað með, drundi í honum þar sem hann reigði sig rjóður í
vöngum og brosandi hringinn. –Skál fyrir okkar manni, Kenneth, og einni uppáhalds samstarfskonu okkar, Willu!
Meðlimir hópsins klingdu saman glösum og hlátrasköll glumdu. Sterling Costner þótti þetta afar áhugaverð og
skemmtileg sjón, ekki síst með hliðsjón af andrúmsloftinu sem ríkt hafði á stöðinni áður en hann yfirgaf starf sitt og
deildina fimm árum áður. Á þeim tíma höfðu alls óskyldar tilfinningar ráðið ríkjum í hópnum. Svik. Reiði. Bugun.
En hér voru þeir allir saman komnir fimm árum síðar og til að fagna giftingu eins úr hópnum. Sterling hafði
tekið sérstaklega eftir hve hvítur Brutus Chamblin var orðinn fyrir hærum. Hann hafði aðeins verið farinn að
grána fimm árum áður en núna var hann orðinn algrár og Sterling fannst hann óeðlilega þreytulegur ásýndum.
–Sterling Costner, að mér heilum og lifandi!
Þeir tókust í hendur en síðan faðmaði Sterling eldri manninn að sér. Honum hafði alla tíð þótt vænt um
lögreglustjórann.
–Ég vissi ekki að þú værir fluttur aftur í bæinn, sagði Brutus og tók ofan kúrekahattinn og lagði að brjósti sér.
Á árum áður höfðu þeir Brutus verið þeir einu á stöðinni sem gengu daglega með kúrekahatt og líkast til var þannigEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Morð eða mannshvarf
–Ég var ekki lengi að komast að niðurstöðu, þó að hún sé ekki góð. Lovett rannsakandi lét kassann detta á borðið hjá
lögreglustjóranum og það heyrðist dynkur þegar hann lenti.
–Við þurfum hjálp og þá er ég að tala um sérstaka hjálp, ekki bara mig og ótakmarkað magn af kaffi.
Chamblin lögreglustjóri andvarpaði. Axlirnar sigu og bumb an stækkaði. Hann sat við skrifborðið sitt en var ekki
ánægður með það. Hann kunni vel að meta að vera á ferðinni, ekki að sitja yfir pappírsvinnu. Miðað við hvernig hafði gengið í Kelby Creek undanfarið ár eða svo, allt frá rólegheitum og yfir í brjáluð læti, var erfitt að slaka á og þá sérstaklega bak við skrifborð.
Chamblin hafði ekki verið í sem bestu skapi áður en rannsakandinn kom inn og þegar hann heyrði þessa niðurstöðu
var hann hræddur um að skapið færi ekki batnandi.
Chamblin sagði það sem lá ljóst fyrir: Þú vilt starfshóp.
Lovett kinkaði kolli. –Svona lítill staður þarf alla jafna ekki á þannig hópi að halda en miðað við sögu Kelby Creek
erum við með mörg óleyst mál sem við verðum að rannsaka.
Mál sem við héldum að hefðu verið leyst en voru það ekki.
Sem við héldum að við værum með rétta gerandann í en ...
–Við erum það ekki. Chamblin lauk setningunni. Hann andvarpaði aftur og benti á kassann. –Erum við með nóg af
málum til að stofna starfshóp? Hvað felur það í sér? Tvær manneskjur? Fjórar? Hvernig hefðir þú staðið að þessu í
Seattle?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Heima að lokum
Staðan hefði verið allt önnur ef Bella Greene hefði hitt nýjasta starfsmann lögregludeildar Dawn héraðs sex
mánuðum fyrr. Þá hefði hún getað fylgst með honum stíga út úr sportbílnum sínum, klæddan gallabuxum sem
fóru honum syndsamlega vel og skartandi brosi sem fengið hefði hvaða kvenpersónu sem var til þess að kikna í
hnjánum og samræður þeirra hefðu hafist á áhugaverðum nótum. Þær samræður hefðu hæglega getað innifalið svo
lítið daður og jafnvel örlítinn kinnroða þar sem hún var aldrei þessu vant ekki klædd vinnugalla heldur í sínum
fínasta kjól og á háum hælum.
En orðsendingin sem hún hélt í hendi sér... svo fast að neglurnar skárust inn í lófa hennar... klippti á öll eðlileg
viðbrögð af hennar hálfu. Bella kærði sig því kollótta um hve myndarlegur náunginn var með sitt sólbrúna hörund,
dökku augu, breiðu augabrúnir, hvassa nef, sterklega vangasvip og hrafnsvarta, sléttgreidda hár. Útlitið gerði
það samt að verkum að æskuást hennar á A.C. Slater í kvikmyndinni Bjargað af bjöllunni var það fyrsta sem kom
upp í huga hennar þegar hún sá hann stíga út úr bílnum.
En ekkert af þessu skipti máli því staðreyndin var sú að hún þekkti þennan náunga ekki nokkurn skapaðan hlut og
bláókunnugur karlmaður var ekki manneskja sem Bella kaus að hitta þarna við bilaða pallbílinn sinn á fáförnum
sveitavegi. Allra síst eftir að hún hafði verið að enda við að rekast á orðsendinguna í verkfærakassanum sínum þegar
hann ók í kant og stöðvaði bifreiðina handan vegarins tilEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Smábæjarleyndarmál
Þegar Annie McHale var saknað leitaði allur bærinn að henni. Þremur árum síðar hvarf Fallon Dean. Aðeins
þrír leituðu hans.
Gordon rannsóknarlögregluþjónn var þriðji leitarmaðurinn. Hann var kominn undir sextugt, átti aðeins viku
eftir þar til hann settist í helgan stein og var viss um að Fallon hefði bara stungið af. En ekkert hafði verið svo
ein falt í Kelby Creek í Alabama. Ekki síðan hneykslið sem kallað var Flóðið hafði skekið Dawn-sýslu og
næstum eyðilagt litla bæinn. Eftir hvatningu frá settum lögreglustjóra hafði Gordon frestað starfslokum sínum
til að ganga úr skugga um að ekkert illt hefði hent hinn tuttugu og þriggja ára gamla pilt.
Þreytti, skapstyggi maðurinn hafði fyrir vikið orðið enn þreyttari og skapstyggari. Hann hafði rannsakað
málið súr á svip. Hann var ekki sérlega nærgætinn þegar hann lagði spurningar fyrir fólk og það hafði ekki mikinn áhuga á að svara honum.
Bærinn átti sér sögu sem íbúarnir vildu fegnir gleyma.
En Fallon hafði valdið slysi sem sumir voru ekki tilbúnir að láta liggja á milli hluta.
Svo var það Larissa Cole.
Larissa hafði boðið fram aðstoð sína áður en Gordon var falið að rannsaka málið. Þegar Dean-fjölskyldan
kom til Kelby Creek fimm árum áður hafði hún tekið henni tveim höndum og sýnt systkinunum móðurkærleika sem hvorugt þeirra hafði fengið mjög lengi. EnguEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Launbrögð
Avery Bolt dró útidyrnar að stöfum á eftir sér og smeygði sér inn í skuggana til þess að geta svipast um í holi neðri
hæðarinnar í gamla húsinu. Hún varð að fara afar gætilega. Eitt feilspor gæti reynst banvænt ef húseigandinn
var vopnaður.
Góða stund stóð hún hreyfingarlaus í myrkrinu og lagði við hlustirnar. Dauðaþögn var í húsinu að undanskildu
suðinu í lofkælingarkerfinu og taktföstu tifi í gamalli afaklukku einhversstaðar skammt í burtu. Ekkert sem benti
til annars en að íbúi hússins væri steinsofandi. Að lokum áræddi Avery að lýsa með litla pennaljósinu út í myrkrið
og lét augun reika yfir víðáttumikið holið. Húsgögnin litu öll sem eitt út fyrir að vera rándýrir forngripir. Öryggis-
kerfi var hvergi sýnilegt. Það var vissulega heppilegt fyrir hana en þó fremur undarlegt í þessu hverfi sem varð að
teljast í fínni kantinum á mælikvarða bæjarins.
Tunglskinið flóði í gegnum glerið í frönsku dyrunum þar sem hún hafði komið inn. Það stirndi á marmarann
í arninum í geislum þess.
Avery læddist á tánum yfir gljáfægt viðargólfið að tvöföldum dyrum sem reyndust liggja inn í minni gestastofu.
Gluggatjöldin voru dregin fyrir gluggana og því kolsvarta myrkur þar inni. Avery staðnæmdist í dyragættinni þegar
geisli vasaljóssins hafnaði á tveimur glitrandi augum.
Hún hrökk við en áttaði sig síðan á að þarna voru tugir postulínsbrúða sem störðu blindandi út í myrkrið að baki
glerinu í ævagömlum glerskáp. Skósíðu blúndukjólarnir og máluðu andlitin löðuðu hana nær og AveryEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lukkupeningurinn
Langt inni í helli nálægt Black Creek í Flórída hafði beinagrind karlmannsins NN legið falin í næstum þrjá áratugi. Réttarmannfræðingurinn sem lögreglustjórinn á staðnum hafði hringt í reiknaði með að hinn látni hefði verið tæplega þrítugur þegar hann dó. Hann hafði verið hávaxinn, grannur og rétthentur, með góðar tennur og sterk bein. Og hann hafði verið myrtur á hrottalegan hátt. Sleginn í hnakkann og stunginn í brjóstið oftar en einu sinni. Óhóflegt, hugsaði Eve Jareau og gretti sig í huganum þar sem hún stóð og virti fyrir sér beinagrindina, sem hafði verið lögð gætilega á bakið á stálborðið. Hún fékk gæsahúð og það kom henni á óvart. Hún var ekki ókunnug dauðanum. Á þeim sex árum sem hún hafði starfað hjá lögreglunni í Black Creek hafði hún séð fólk sem hafði beðið bana í skotárásum, umferðarslysum eða af náttúrulegum orsökum. Hún skildi ekki af hverju þessar óþekktu líkamsleifar höfðu svona mikil áhrif á hana. Ef til vill var það umhverfið. Byggingin sem hýsti réttarmannfræðistofuna var gömul og það brakaði í henni hér og þar. Þrátt fyrir ljósin í loftinu virtist sífelldur skuggi hvíla yfir borðunum með veðruðu beinunum og hillunum með munum til mannfræðirannsókna. Ekki bætti rigningin, sem buldi á gluggunum, úr skák. Hrollur fór um Eve og hún leit á yfirmann sinn, lögreglustjórann Nash Bowden, sem stóð hinum megin við borðið. Hann leit ekki upp, hvort sem hann varð var við augnaráð hennar eða ekki.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Grimmdarverk
Bæði upplitaði, blái bíllinn og eigandi hans, hin holdgranna og hörkulega Reggie Lamb, voru farin að láta á sjá. Hún pírði augun og leit yfir hóp komufarþeganna á Tallahassee alþjóðaflugvellinum. Sólin og lífið höfðu markað djúp för í húð hennar og ljósu krullurnar voru orðnar gráar. Hún var bara 49 ára en leit út fyrir að vera minnst áratug eldri. Eða svo fannst Theu Lamb sem fylgdist með henni úr hópnum. Svo skammaðist hún sín fyrir dómhörkuna. Hún hafði ekki lagt ferðina á sig til að veltu sér upp úr göllum móður sinnar heldur af því nú hafði annað barn horfið í bænum Black Creek í Flórída og Thea hafði flogið frá Washington DC til að hjálpa við leitina. Black Creek. Heiti heimabæjar hennar passaði ágætlega inn í þungbúið landslagið við landamæri Flórída og Georgíu. Svæðið var það syðsta í Sólskinsríkinu en Thea hefði frekar kallað það myrkt en sólríkt. Stór svæði skógarþykknis breiddu úr sér ofan á neðanjarðarneti hella og uppspretta. Þetta var staður sem þaggaði niður óp og faldi bein að eilífu. Lykt af mosa og eðju, þefurinn úr martröðum hennar, sótti á Theu svo hún dró andann djúpt og kæfði hann með flugvélaútblæstrinum. Fyrra barnið sem hvarf, fyrir 28 árum, hafði verið Maya, tvíburasystir hennar. Henni hafði verið rænt úr herberginu sem þær sváfu báðar í. Minningarnar um þá nótt sóttu að henni og hún þurfti að minna sjálfa sig á að hún væri fullorðin
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Banaráð
Callie Stevens gekk rösklega eftir gangstéttinni í áttina að lögreglustöðinni. Það var fyrsti desember. Byrjunin á uppáhaldsárstímanum hennar. Um nóttina höfðu bæjarstarfsmenn í Rock Ridge, þessum litla bæ í Kansas, hengt rauð og hvít ljós á alla ljósastaurana í miðbænum sem var nú orðinn mjög hátíðlegur. Callie elskaði jólin og var staðráðin að gera vinnustaðinni sinn svolítið hátíðlegan að þessu sinni. Slíkt hafði hingað til verið harðbannað á lögreglustöðinni, þar sem hún var afgreiðslustjóri, því að Mac McKnight fógeti var lítið gefinn fyrir jólaskraut. Henni hitnaði um vanga þegar hún hugsaði um myndarlega fógetann sem hún í huga sér kallaði herra Heitan. Ef jólin í ár yrðu eins og í fyrra myndi Heitur fógeti byrja að vera í vondu skapi í dag og vera það yfir allar hátíðarnar. –Við þurfum nú smá jól, muldraði hún og opnaði bakdyrnar á lögreglustöðinni. Hún var á vakt frá klukkan fjögur síðdegis til miðnættis. Þá kæmi Glenda Rivers að leysa hana af. –Er ekki kalt úti? spurði Johnny Matthews þegar hún kom inn. –Jú, miðað við árstíma, svaraði Callie og hengdi af sér hvítu vetrarkápuna sína. –Er eitthvað að gerast í kvöld?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skuggahrellir
–Ainsley, tilbúin pöntun, kallaði Eddie Burwell, öðru nafni Big Ed, úr lúgunni á milli eldhússins og borðsalarins á Dusty Gulch Café. Ainsley Meadows flýtti sér að lúgunni til að sækja pöntunina. –Þetta lítur aldeilis vel út, Big Ed, sagði hún um sérrétt dagsins, opna nautakjötssamloku með salati. Big Ed sendi henni sitt tannlausa bros. Hann sagði öllum að hann hefði losað sig við tennurnar til að geta betur fundið bragðið af matnum sem hann eldaði. En sögusagnir voru um að hann hefði í raun og veru misst tennurnar í slagsmálum fyrir mörgum árum. Þá var hann ungur og hafði komist í kast við lögin. Hún bar pöntunina til Tim Nelson, sem var einn af fastakúnnunum. Aðlaðandi eldri maður með hvítt hár og ljúfur í lund. Hún hafði alltaf gaman að því að þjóna honum til borðs. –Gjörðu svo vel, herra Nelson, sagði hún og setti diskinn fyrir hann. –Á ég að færa þér meira kaffi? –Ekki núna, svaraði hann. –En þú hugsar alltaf svo vel um mig þegar ég kem hingað. –Ég geri mitt besta, svaraði hún og brosti. Hún reyndi svo sannarlega að gera sitt besta í starfi sínu hérna á Dusty Gulch Café. Ef allt færi að óskum gæti þessi litli bær í Kansas orðið framtíðarheimili hennar. Big Ed var ekki aðeins kúnstugur kokkur heldur líka eigandi veitingahússins. Þegar hann hafði ráðið hana sem
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.