Örlagasögur

Svikráð
Svikráð

Svikráð

Published Október 2023
Vörunúmer 414
Höfundur Tyler Anne Snell
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hvarf Annie McHale var upphafið að endalokunum fyrir Kelbyvog. Bæjarbúar áttuðu sig ekki á því á þeim tíma...
hvorki á meðan leitin að ungu stúlkunni stóð yfir né heldur þegar krafa um lausnargjald barst sem sannaði að henni
hefði raunverulega verið rænt. Ekki heldur þegar guðfaðir Annie, Barkley, sem gegnt hafði stöðu lögreglustjóra í
bænum fimm árum áður en atburðirnir áttu sér stað, tók aftur við lögreglustjórastarfinu tímabundið. Enn hafði
enginn áttað sig þegar umsátrið í almenningsgarðinum átti sér stað og Helen Murphy lét lífið þar sem hún sat á
teppi á miðri grasflötinni og beið eiginmanns síns sem hafði tafist vegna þess að hann hafði lent í skothríðinni.
Það var ekki fyrr en fulltrúi Alríkislögreglunnar, Jacqueline... Jackie... Ortega, hvarf í leiðangri í leit að Annie að
almenning fór að gruna að eitthvað virkilega slæmt væri í vændum. Í framhaldi af því höfðu bæði lögreglustjórinn og
bæjarstjórinn verið handteknir fyrir að standa að baki ráninu á Annie og það var ekki fyrr en þá sem bæjarbúar gerðu sér flestir hverjir grein fyrir að óafturkræfar breytingar höfðu orðið í samfélagi Kelbyvogs.
Þeir sem höfðu haldið lengst í von um óbreytt ástand glötuðu vonum sínum endanlega þegar í ljós kom að víðtæk
spilling hafði grafið um sig í bænum árum saman án þess að nokkur hefði áttaði sig á því. Það var þó ekki fyrr en
fimm árum síðar sem Jones Murphy, þá orðinn ekkill eftir að Helen lést í umsátrinu, áttaði sig að lokum.
Jones stóð sjálfan sig að því að aka lengri leiðina að heimili föður síns í stað þess að taka stystu leiðina í gegnum

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is