Flýtilyklar
Brauðmolar
Örlagasögur
-
Púsluspil
–Hvaða sjö stafa orð lýsir manneskju sem hagar sér eins og asni við þá sem eru að reyna að hjálpa henni?
Maggie Carson færði þyngdina yfir á hinn fótinn og andvarpaði af pirringi. Andardrátturinn blés villuráfandi hárlokki
frá andlitinu. Hún reyndi að stinga hárinu aftur í teygjuna sem hélt því saman í tagli en það gekk ekki. Það var eins og SuðurAlabama væri með sótthita en hún hafði ekki miklar áhyggjur af veðrinu.
Ekki meðan hún var að brjótast inn.
Öllu heldur reyndi að brjótast inn.
–Þú ætlar ekki að svara mér, er það nokkuð?
Hún leit á manninn sem sat á hækjum sér við hliðina á henni og fiktaði í læsingunni, augnaráði sem hefði sannað að það var
satt sem sagt var um hana, hún stóð á sínu. Maðurinn þóttist ekki sjá það, horfði beint fram fyrir sig og hélt áfram að fikta
með fingrunum.
Þessir fingur.
Þessar hendur.
Hjálpi mér, það sem hún gæti gert með þær.
Maggie hristi höfuðið til að bægja hugsuninni frá sér, undrandi á að hún skyldi hafa stungið upp kollinum. Matt Walker var að vísu augnakonfekt og skoraði 12 á skalanum 1 til 10, það var ekki hægt að neita því, en hann var rannsakandinn
Matt Walker. Maður sem hafði án þess að depla auga kallað hana einskis nýtan æsifréttablaðamann, sagt að hún hvetti til
múgæsingar og væri smánarblettur á mannkyninu. Hún álasaðiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Martröð
Regnið lenti með þvílíku offorsi á rúðunni að Alyssa Garner hætti næstum því við að fara inn í bankann.
Hún ýtti gleraugunum upp á nefrótina og rýndi út um rúðuna, lagði mat á þessa örfáu metra milli bílhurðarinnar og
skyggnisins yfir dyrum bankans. Ef hún notaði tveggja vikna gamla dagblaðið, sem hún hafði kastað á bílgólfið aftur í, sem
bráðabirgðaregnhlíf yrði hún kannski ekki blaut inn að skinni.
Alyssa virti fötin sín fyrir sér. Hún vann á skrifstofu fyrirtækis Jeffreys&sona og þó að hún væri sú eina sem var ekki í
fjölskyldunni sá hún um rekstur skrifstofunnar að öllu leyti.
Það þýddi að hún var fyrsta manneskjan sem fólk sá þegar það gekk þar inn. Þó að hún væri ekki í ættinni átti hún stóran hlut í fyrstu áhrifunum af litla fyrirtækinu. Þetta þýddi að hún var í vel pressaðri hvítri blússu, þröngu pilsi og svörtum, háhæluðum skóm sem bættu töluverðu við hæðina hjá henni, fatnaði sem passaði ekki við veðrið fyrir utan.
Hún saug neðri vörina og hugsaði með sér hvort hún ætti að fresta bankaferðinni þangað til daginn eftir. Svo andvarpaði hún í uppgjöf. Þó að stærri fyrirtæki þyldu það alveg að leggja ekki inn daglega gat fyrirtæki á borð við Jeffries ekki leyft sér það.
Alyssa tók farsímann upp úr handtöskunni og stakk honum inn undir pilsstrenginn framan á maganum þannig að hann
væri ekki áberandi, stakk peningatöskunni undir annan handlegginn og greip dagblaðið. Hávær þruma reið af en Alyssa
hljóp frá bílnum og að bankanum án þess að vindurinn næði aðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mæðgurnar
Billy Reed horfði á líkið og óskaði þess að hann gæti kýlt eitthvað. Mjög fast.
–Þetta er fáránlegt, sagði Suzy, sem stóð við hliðina á honum. –Hún er ekki einu sinni orðin fullveðja.
Félagi hans hafði lög að mæla. Courtney Brooks hafði orðið sextán ára fyrir hálfum mánuði. Bíllinn sem hún fannst í var afmælisgjöf frá pabba hennar. Það vissi Billy vegna þess að hann hafði kannast við stúlkuna lengi. Hún tilheyrði einni af mörgum fjölskyldum í Carpenter í Alabama sem höfðu búið þar kynslóðum saman.
Nú lá hún örend í aftursætinu á gamalli Hondu.
–Er búið að láta foreldrana vita? spurði Billy.
Hann hafði komið á staðinn fimm mínútum á eftir félaga sínum. Suzanne Simmons. Umferðin hafði verið þung og þegar
hann loksins komst á vettvang voru þar fyrir bráðaliðar, lögregluþjónninn sem svarað hafði tilkynningunni og drengurinn
sem hafði fundið líkið. Þau stóðu öll í kringum bílinn og biðu þess sem koma skyldi.
–Nei, Rockwell vildi hringja í þá, svaraði Suzy.
Billy lyfti brúnum. Hví skyldi lögreglustjórinn vilja gera það sjálfur? Hann var ekki einu sinni kominn á glæpavettvanginn.
Suzy tók eftir svipnum á honum. –Þeir pabbi hennar rennaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ógnin
Josh Duvane kom upp úr sjónum, dró munnstykkið út úr sér og ýtti grímunni upp. –Við fundum hana, kallaði hann til hópsins í bátnum.
Hann heyrði að einhver blótaði. Sennilega lögreglustjórinn á staðnum. Josh vissi að hann hafði vonast til að finna fórnarlambið á lífi. Það var ekki svo gott. Josh synti að bátnum. Sjórinn gjálfraði í kringum hann, dökkur og úfinn því það var farið að hvessa. Ef heppnin væri með þeim gætu þeir náð fórnarlambinu upp áður en stormurinn skylli á.
Stórt ef.
Hann greip í stigann aftan á bátnum og hífði sig upp.
–Ertu viss um að þetta sé Tonya? spurði Hayden Black lögreglustjóri og rétti höndina til Josh.
Tonya Myers, 22 ára gamall háskólanemi sem hafði horfið fyrir viku. Jú, hann var því miður viss. –Þetta er hún.
Hann leit aftur ofan í sjóinn. Öldurnar vögguðu bátnum.
Hann þurfti iðulega að fara niður á mikið dýpi starfsins vegna, sem einn af meðlimum úrvalshópsins USERT sem var skammstöfun fyrir neðansjávarleitar- og gagnasöfnunarteymið. Hann leitaði að vísbendingum, sönnunargögnum og á slæmum dögum, eins og í dag, leitaði hann að hinum látnu.
–Þá eru líkin orðin þrjú, sagði Hayden og gnísti tönnum. Það glampaði á ljósa hárið í dvínandi dagsbirtunni. –Þrjú lík á
undanförnum þremur vikum.
Þess vegna var Josh þarna. FBI vissi að þau þurftu að leita raðmorðingja í rólega strandbænum og Josh hafði verið sendur
til að aðstoða liðsmenn FBI á staðnum... og lögreglustjórann.
Leiðir Josh og Hayden höfðu áður legið saman. Einu sinniEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lífsháski
–Haltu þig í burtu frá honum, Jill, sagði amma Jillian West og bandaði höfðinu í átt að löngu timburbryggjunni. Á bryggjukantinum stóð unglingspiltur og horfði út yfir hafið. Hann leit út fyrir að vera á svipuðum aldri en þó líklega ívið eldri en Jill.
−Hann boðar ekkert nema vandræði.
Í augum Jill leit ungi pilturinn ekki út fyrir að boða nein vandræði. Hann var með ljóst, sítt hár og víður stuttermabolur
hans bærðist rólega í golunni.
−Ég skrepp inn í smá stund, sagði amma hennar og klappaði á öxlina á Jill. –Vertu kyrr hérna á meðan.
Amma hennar hvarf inn í litlu minjagripaverslunina skammt frá timburbryggjunni og Jill heyrði hana heilsa vinkonu sinni
áður en hurðin lokaðist á hæla hennar. Amma hennar átti endalaust af vinum í bænum Hope í Flórída. Það var sama hvert
þær fóru, alltaf hitti hún einhvern sem hún kannaðist við. Fótatak Jillian á sandölunum heyrðist varla þegar hún gekk út á
timburbryggjuna og áfram í átt til ljóshærða stráksins. Hún hafði flutt til ömmu sinnar nokkrum vikum áður en hafði þó
ekki fengið tækifæri til að kynnast öðrum unglingum í bænum.
Amma hennar þekkti heil ósköp af fólki en enga á aldri við Jillian. Hún hafði því ekki getað spjallað við aðra þrettán til
fjórtán ára unglinga á meðan hún var að venjast þeim skyndilegu og erfiðu breytingum sem orðið höfðu í lífi hennar eftir að
foreldrar hennar létust.
Skyndilega leit ljóshærði pilturinn um öxl. Jill staðnæmdist í sömu sporum en píndi sjálfa sig til að lyfta hendinni og veifa
klaufalega. Síðan fetaði hún nokkur skref áfram en staðnæmdist aftur þegar hann einblíndi áfram á hana og hallaði undir flattEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Syndir foreldranna
15. október var fimmtudagur. Þremur dögum áður hafði ég orðið ellefu ára. Þennan fimmtudag kom pabbi heim úr vinnunni og angaði af tóbaki og áfengi. Um andlitið lék kjánalega brosið sem hann sýndi yfirleitt bara ókunnugum. Hann sparkaði af sér skónum, fleygði hafnaboltahúfunni sinni í átt að snaganum við dyrnar og hitti ekki, en tilkynnti síðan að hann ætlaði að fara með mér í verslunarmiðstöðina á laugardaginn til hátíðabrigða.
Eins og ævinlega þegar hann flutti miklar tilkynningar beið hann þess að ég sýndi einhver merki um spenning eða ánægju,
jafnvel gleði, en ég var jafn dauf í dálkinn og endranær. Fyrirætlun hans féll mér ekki í geð. Ég fékk gæsahúð og brjóstsviða.
Verslunarmiðstöðvar voru eftirlætis veiðilendurnar hans.
Þar voru margar búðir, sægur fólks og nægar flóttaleiðir. Ég hefði glöð sleppt afmælisveislum og öðrum viðburðum til æviloka til þess að þurfa aldrei framar að fara í verslunarmiðstöðvar.
Hann beið og ég reyndi að kreista fram bros, en það tókst ekki. Mér leið bara illa. Ég gat ekki gert þetta einu sinni enn.
Auðvitað las hann hug minn. Hann vissi alltaf hvað ég var að hugsa. Góða skapið hvarf á augabragði og brosið varð að
grettu. Hann reiddi upp höndina til að slá mig, eins og hann hafði margoft gert áður, en en af einhverjum ástæðum hætti
hann við það.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Óleyst morðmál
Tilfinningin sem hríslast hafði um líkama hans þegar hann fékk útrás fyrir reiði sína í garð líffræðilegs föður síns var ólýsanleg.
Það var sem rafstuð hríslaðist um allan líkama Rainier Fitzgerald og afleiðing þess var afar vel heppnað kjaftshögg. Eitt einasta kjaftshögg en sem kostaði hann ríflega þrjú ár ævinnar auk mörg hundruð þúsund króna sektar og svo að segja allan vinahópinn. Þær stundir komu að hann óskaði þess að hafa gert alvöru úr því að drepa bölvaðan drullusokkinn. Örlítið fastara högg eða nokkur högg til viðbótar og lífi þessa aumingja væri lokið. Rainier iðraðist þess síður en svo að hafa barið föður sinn… hann harmaði einungis að hafa ekki látið af því verða löngu fyrr.
Það ískraði í hjörum fangelsishliðsins þegar það opnaðist hægt og rólega. Rainier hafði kviðið þessum degi allt frá því hann var lokaður inni í þessu helvíti. Hann lygndi aftur augunum og dró djúpt andann í svölu, rykmettuðu andrúmsloftinu.
Eftir þriggja ára fangelsisvist var hann loks frjáls maður að nýju.
Þunnt snjólag á götunum og hreindýrshorn sem stóðu út úr glugga svartrar fólksbifreiðar á planinu fyrir utan fangelsið voru einu merkin um að jólahátíðin nálgaðist. Hornin voru svo fáránlega hallærisleg að hann skellti ósjálfrátt upp úr en hrökk við þegar hann heyrði ráma, framandi hljóðið af eigin hlátri.
Á miða sem límdur var á innanverða framrúðu bifreiðarinnar stóð að hún væri í eigu ríkisfangelsis Montanafylkis.
Rainier leit í kringum sig í von um að koma auga á Wyatt áEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eldsvoði
Það var sama hvað Whitney Barstow reyndi að gleyma atburðinum þegar hún hafði næstum látið lífið í eldsvoðanum en hún gat það ekki. Minningin dofnaði ekki, var alltaf jafn ljóslifandi.
Reykur hafði fyllt lungun, eytt öllu súrefni og hún hafði fengið höfuðverk. Rammur reykurinn lagðist eins og hönd yfir vitin á
henni og því meir sem hún reyndi að draga andann, því þéttara varð takið. Hún hafði reynt að rífa þessa ósýnilegu hönd í burtu, hafði klórað sig, svo enn sáust dauf ör til merkis um örvæntinguna sem hafði gripið hana.
Hún mátti ekki loka augunum án þess að henni fyndist hún komin aftur í hlöðuna. Hurðin var lokuð og þegar neistinn læsti
sig í heyið var eins og sprengja hefði sprungið. Hún heyrði enn hvininn þegar eldtungurnar læstu sig í skraufþurran eldsmatinn.
Og hitinn. Þvílíkur hiti. Það hafði komið fyrir að hún vaknaði kaldsveitt upp af draumi þar sem hún var stödd í miðju eldhafinu.
Tár rann af hvarmi þar sem hún sat og horfði út að hlöðunni á Dunrovin-búgarðinum og minntist þeirra sem höfðu farist í brunanum. Það kæmi enginn í staðinn fyrir Feyki, svarta gæðinginn hennar. Hún mundi ennþá eftir töðuilminum af andardrætti hans og gangmýktinni þar sem hún sat í hnakknum. Lífið yrði aldreiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Í tæka tíð
Waylon Fitzgerald trúði því statt og stöðugt að allir menn væru eins þegar um langanir væri að ræða. Fernt þráði fólk
öðru fremur: þokkalegt kynlíf, þægilega fjárhagsstöðu, hamingju og endurgoldna ást. Til allrar lukku hafði hann aldrei verið eins og fólk var flest. Draumar hans voru miklu stærri.
Hann vildi eignast allt þetta og ótal margt fleira. Hann langaði til að ferðast um heiminn, hjálpa fólki í neyð og láta drauma sína rætast. Þokkalegt var honum ekki nóg.
Það heyrðust brak og brestir í heyrnartólum þyrlunnar.
–Hvar viltu að ég lendi?
Flugstjórinn benti út um gluggann á Black Hawk-þyrlunni þegar þeir flugu yfir tjörnina á túninu þar sem mamma hans hafði hestana venjulega á þessum árstíma.
Fólkið hans yrði ekki ánægt með að hann skyldi koma með þyrlu, en vegna hvarfs fyrrverandi konu sinnar hafði hann orðið að taka næsta flug. Svo heppilega vildi til að vinur hans var að flytja frá einni herstöð til annarrar og bauð honum far.
Waylon hafði alltaf notið þess að ferðast í þyrlu. Hann leit út um gluggann og virti fyrir sér Dunrovin-búið og gestabústaðina í kringum stóra íbúðarhúsið.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Smábæjarglæpir
Ekkert gat gert kvenmann jafn hratt og jafn illa brjálaðan og karlmaður var fær um að gera. Sama máli gilti um hryssur og
stóðhesta. Sönnunar fyrir því þurfti ekki að leita lengra en í höltu hryssunni sem var ástæða þess að Bianca var kölluð á
Dunrovin búgarðinn í smábænum Mystery í Montanafylki.
Skjótta hryssan bakkaði afturendanum út í horn á stíunni líkt og eðlisávísunin segði henni að nauðsynlegt væri að verjast en úti í náttúrunni hefði stóðhross hiklaust nýtt sér meiðsl hennar og veikleika til að drepa hana.
Bianca fussaði við tilhugsunina um hve lík dýr og fólk í raun voru. Berstrípuð og nafnlaus, án tengslanets, félagslegs baklands og fjármuna var manneskjan ekkert annað en dýr.
Samkvæmt frú Fitz hafði skjótta hryssan verið í látum og lent í slagsmálum við aðra hryssu. Hryssunum tveimur hafði fram til þessa lynt vel saman innan valdapíramída hópsins en það tók snöggum breytingum þegar grábleiki stóðhesturinn nálgaðist þær um of. Þá höfðu hryssurnar rokið saman og sem endað hafði með því að skjótta hryssan slasaðist illa á fæti. Bianca var ekki viss um hvort leggur hryssunnar var brotinn eða einungis sprunginn en það gæti hún ekki sagt til um án þess að þreifa á honum.
−Sæl, vinan, sagði Bianca í gæluróm um leið og hún opnaðistíuna varfærnislega og fikraði sig síðan rólega nær hryssunni.
Hryssan fnæsti hátt og leit ekki augnablik af Biöncu. Skelfing skein úr augum hennar og óreglulegur andardrátturinn benti til
þess að hún væri bæði hrædd og kvalin. Vinstri leggur hennarEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.