Flýtilyklar
Brauðmolar
Örlagasögur
-
Illur unnusti
Alla ævi hafði hann litið upp til Joes McCullen, dáðst að ást föður síns á náttúrunni og stjórnunarháttum hans á ættaróðalinu, Skeifulæk. Það hafði gengið í erfðir mann fram af manni og gert sérhvern eiganda þess að sönnu karlmenni.
Pabbi hans var feikilegur harðjaxl og hafði lagt hart að sér alla tíð. Hann hafði ræktað hesta og nautgripi og komið fram við vinnufólk sitt af virðingu og myndugleika.
En bráðum færi hann yfir móðuna miklu og Maddox yrði að taka við búinu. Hann var svo sem undir það búinn. Búgarðurinn var hluti af lífi hans og tilveru. Það gæfi lífi hans tilgang að annast hann og gæta öryggis bæjarbúa um leið.
Hann mætti Mary, ráðskonunni og eldabuskunni sem hafði að miklu leyti alið hann upp, við dyrnar að herbergi föður síns. Mary var lágvaxin, feitlagin og einbeitt kona sem hafði vafið hann örmum síðan hann var lítill.
–Hvernig hefur hann það?
–Hann hvílist, svaraði hún og tók upp bakka með tekatli og tómum bolla. –Hann vill gjarnan hitta þig.
Maddox barði laust að dyrum, opnaði þær svo og beitti sig hörðu til að láta ekki breytingarnar snerta sig of djúpt sem
orðið höfðu á þessum stóra, sterka manni sem hafði kennt honum að skjóta af riffli, sitja hest og snara kálfa. Pabbi hans hafði horast enn meira en áður, augun voru hálfsokkin og hönd hans skalf er hann hóstaði og bar hana að munni sér.
Fari það kolað. Maddox var maður aðgerða og athafna.
Hann leysti vandamál fólks. Hann þoldi ekki að vera svona
bjargarlaus.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Tvöfeldni
mánuði. –Já, en það er mynd í bíó núna sem mig langar mikið til að sjá. Hún hristi höfuðið. –Bull. Þú veist að við Summer horfum yfir leitt á einhverja rómantíska þvælu á þessum degi og þú veist líka að hún er ekki væntanleg heim úr brúðkaupsferðinni fyrr en á morgun. Þú ert að hlaupa í skarðið. Hann trommaði á eldhúsbekkinn með þumlinum eins og gjarnan þegar hann var strekktur. –Hún var ómöguleg yfir því að vera í burtu. Ég lofaði henni þessu. Summer, tvíburasystir hennar, hafði gifst stóru ástinni sinni, Bray Hollister, fyrir nokkrum mánuðum. Þau höfðu frestað brúð kaupsferðinni þangað til börn Summer gætu tekið sér frí úr skólanum. Bray hafði skipulagt ferðina og Summer gat ekki spillt henni með því að segja honum að hún vildi fara heim degi fyrr. En Summer leið afar illa út af þessu. Þær Trish höfðu rætt málið. Trish hafði fullvissað hana um að allt yrði í besta lagi. Summer hafði verið nógu skynsöm til að nefna ekki að hún ætlaði að fá sér staðgengil. –Systir þín verður reið við mig ef ég geri þetta ekki rétt, sagði Milo. –Hvort ertu hræddur við hana eða kraftakarlinn, eiginmann hennar? –Bæði. Hún brosti. Milo var ekki hræddur við neinn. Frá því að hann hóf störf á kaffihúsinu höfðu þau lent nokkrum sinnum í erfiðleikum með viðskiptavini. Yfirleitt tókst Milo að lempa fólk til, taka utan um það og fylgja því út um dyrnar og fá það til að lofa sér því að koma aldrei aftur. Hann var tilbúinn að verja þau. Einu sinni þegar hann lá á eldhúsgólfinu að gera við eldhústæki hafði hún komið auga á ökkla
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eltingarleikur
Þriðjudagur kl. 16:00 Bray fór út úr flugvélinni í St. Louis, Missouri og rölti gegnum flugstöðina ásamt hinum farþegunum. Hann hafði sofið alla leiðina en það var ekki nema tveggja tíma flug frá New York svo blundurinn nægði alls ekki til að bæta upp svefnleysi undanfarinna þriggja mánaða þar sem hvíld, sem fór yfir fjóra tíma á nóttu, taldist lúxus. Þegar maður vann sem fulltrúi eiturlyfjalögreglunnar var lúxus ekki í orðaforðanum en nú átti hann fimm daga frí framundan, frí sem hann hafði svo sannarlega unnið sér inn eins og yfirmaðurinn orðaði það, til að vinna upp svefninn. Hann hafði verið ákveðinn í því í marga mánuði að fara til Missouri fyrir þakkargjörðarhátíðina. Hafði átt von á að Chase byði upp á kalkún í fínu en frekar líflausu íbúðinni sinni í St. Louis en alls ekki reiknað með að Chase flytti máltíðina á fjölskylduheimilið í Ravesville eða að hann hefði bætt einhverju við fríhelgina. Hann hafði verið kæruleysislegur, Bray vissi núna að hann hafði verið of kæruleysislegur, þegar hann spurði hvort Bray væri ekki til í að lengja dvölina fram á sunnudag. Bray hafði haldið að hann vantaði hjálp til að gera húsið klárt í sölu en næstum dottið af stólnum þegar Chase tilkynnti að hann ætlaði að ganga í hjónaband á laugardaginn, daginn eftir þakkargjörðina, og hvort Bray væri til í að vera svaramaður. Bray hafði hlegið og játað. Svo hafði Chase haldið áfram, greinilega ekki áttað sig á að Bray, sem var orðinn 37 ára, þurfti tíma til að jafna sig eftir svona áfall. Hann vildi kaupa fjölskylduheimilið, setjast að í Ravesville með Raney, eiginkonu sinni.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Brúður á flótta
Cal Hollister lét yfirleitt ekkert stöðva sig, þar með talið veðrið, en þegar ískalt regnið var orðið að snjókomu sem varð að enn meiri snjókomu þannig að milliríkjavegurinn varð illfær varð meira að segja hann að viðurkenna að það væri kominn tími á að taka sér pásu. Hann var í klukkustundar fjarlægð frá Kansas City í Missouri og búinn að fylla bæði bensíntankinn og magann. Hann hallaði sér aftur í slitnu sætinu í básnum á veitingahúsinu, sem var vinsælt hjá vörubílstjórum, og horfði á sjónvarpið sem hékk uppi í horninu. Hljóðið var ekki á en á borðanum sem fór um skjáinn stóð: Vetrarhríð lamar miðvesturríkin. Cal hætti að lesa af sömu ástæðu og hann hafði slökkt á útvarpinu í bílaleigubílnum áðan. Honum var alveg sama. Ætlaði ekki að láta svolítinn ís og snjó stöðva sig. Hann var á leiðinni heim til Ravesville. Hugmyndin hafði skotið rótum eftir að Cal hafði talað við bróður sinn í síðasta mánuði og komist að því að Chase var að gera gamla húsið, sem þeir bræðurnir höfðu erft eftir móður sína, tilbúið á sölu. Chase hafði ekki beðið um hjálp. Hann gerði það aldrei og allra síst Cal en það var kominn tími til að breyta því. Cal hafði þá lokið sendiförinni og gert ráðstafanir til að komast heim til Bandaríkjanna. Það hafði tekið mánuð en loks var hann kominn, staddur í 150 km fjarlægð norðvestan við áfangastaðinn, rúmlega þremur vikum of snemma fyrir þakkargjörðarkvöldverðinn. –Búinn? spurði gengilbeinan sem átti leið framhjá básnum. –Þetta var mjög gott, sagði Cal. Konan hafði hvatt hann til að prófa rétt dagsins, svínasteik, og ekki síst ef hann væri að flýta sér. Hann var ekki á hraðferð en hafði farið eftir þessu. Hún brosti. –Ég veit það. Fólk verður alltaf hissa, reiknar ekki
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Falin vitni
Chase Hollister heyrði farsímann hringja og dró koddann betur yfir eyrun. Síminn hringdi fjórum sinnum og svo fór símtalið í talhólf. Hálfri mínútu seinna hófust hringingarnar aftur. –Fjandinn, tautaði hann og kastaði koddanum burtu. Hann leit á númerið, sá að þetta var bróðir hans og teygði sig í símann. –Ég hef ekki sofið neitt í 28 tíma, sagði hann, –það er eins gott að þetta sé þess virði. –Brick er dáinn, sagði Bray. Chase settist upp í rúminu. Hann hafði ekki heyrt þetta nafn í rúmlega 8 ár. Það var lengra síðan hann hafði sjálfur tekið sér það í munn. –Hvernig? –Bílslys. Systir hans var með honum. Það var haldin tvöföld jarðarför fyrir nokkrum dögum. Chase hafði hitt eldri hálfsystur stjúpföður síns einu sinni eða tvisvar. Hann mundi að hann hafði fundið á sér að það væri eitthvað skrýtið við hana þó að hann hefði bara verið unglingur. Genamengi fjölskyldunnar var slæmt. –Meiddust einhverjir aðrir? spurði Chase. –Nei. Einn bíll, Brick og Adelle voru þau einu sem voru í honum. Brick var á leiðinni til læknis. Chase lagðist niður aftur. Honum var sama um smáatriðin. –Ég ætla aftur í rúmið. –Lögfræðingur mömmu hringdi, sagði Bray. –Við eigum húsið. Chase sveiflaði sér fram úr rúminu með lipurri hreyfingu. Berir fæturnir lentu á mjúkri mottunni, svo gekk hann eftir gljáfægðu parketgólfinu eftir ganginum og inn í eldhús. Tjöldin voru dregin upp og hann nakinn. Honum var alveg sama. Varð
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Tryggð
–Halló Sullivan. Sullivan leit snöggt upp þegar hann heyrði lága, hása röddina sem hann hafði heyrt allt of oft... í draumum sínum. Hann deplaði augunum, var viss um að hann væri að ímynda sér konuna sem stóð í gættinni að skrifstofunni. Hristi meira að segja höfuðið eins og hreyfingin myndi duga til að láta konuna hverfa. Hún hvarf ekki. Hún hló og við það straukst stuttklippt, rautt hárið við fíngerðan kjálkann. –Nei, fyrirgefðu, þú getur ekki deplað mér burtu eða óskað þess að ég sé ekki hérna, ég er hér. Celia James gekk inn og lokaði á eftir sér. Hann stóð snöggt á fætur. –Ég myndi ekki óska mér þess að þú værir ekki hér. Reyndar þveröfugt. Röddin hafði verið heldur hrjúf svo hann ræskti sig. Vildi ekki hræða hana burtu því hann var með áætlun sem snerist um hana. Hún var þarna, í raun og veru. –Ættir þú að vera hér? Þú varðst fyrir skoti. Celia bandaði því frá sér. –Smáskeina. Ég hef fengið þær verri. Það vottaði fyrir depurð í augnaráðinu. –Það var Elizabeth sem fékk kúlu í sig. Ég var hrædd um hana um tíma en ég frétti að henni liði betur núna. Hann kinkaði kolli og gekk aðeins nær. Elizabeth Snow var konan sem Mac bróðir hans ætlaði að giftast eins fljótt og hægt væri. Hún hafði líka orðið fyrir skoti fyrir stuttu, þegar hún stóð frammi fyrir morðingja sem var ákveðinn í að myrða hana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skuggi fortíðar
Hún hefði átt að vera ein. Elizabeth Snow var á seinni vaktinni á litla bókasafninu í útjaðri Austin, Texas. Hún átti að sjá um að loka húsinu og setja kerfið á. Hún ætti að vera sú eina þarna inni. Af hverju hafði hún þá heyrt lágvært fótatak bakatil? Elizabeth stirðnaði upp rétt hjá útidyrunum. Hún var með handtöskuna sína á öxlinni og fingurnir héldu ansi þétt um ólina. Skuggar þungra bókahillna gnæfðu yfir henni, eins og þeir væru að teygja sig í hana. Alla jafna var bókasafnið eins og athvarf í hennar augum. Öruggt. Tryggt. En... Það var orðið framorðið. Skuggarnir voru svartir og... Hún heyrði greinilegan dynk eins og bók hefði fallið af hillu eða verið hent af henni. Elizabeth kyngdi og kallaði, –er einhver þarna? Bókasafnið er lokað. Þú verður að fara. Hún reyndi að tala eins ákveðið og hún gat. Þögn. Kannski var ímyndaraflið aðeins of auðugt. Hún hafði notað síðustu helgi til að horfa á hryllingsmyndamaraþon í sjón varpinu. Kannski var hún... Dynkur. Jæja, þetta hljómaði eins og bók sem lendir á gólfinu. Einhver var að leika sér að henni. Þau höfðu aldrei lent í vandræðum með öryggismálin fyrr en nú. Stundum sofnaði fólk á bókasafninu, lét fara vel um sig við eitt borðanna og missti af tilkynningunni um að nú ætti að fara að loka. Þegar hún fór síðustu ferðina um safnið var hún vön
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skuldadagar
Allir elska brúðkaup. Það var allavega gengið út frá því að allir elskuðu brúðkaup og nýyfirstaðið brúðkaup hafði vissulega verið fallegt. Brúðurin, Ava McGuire hafði hreint og beint geislað þegar hún tók um hönd eiginmanns síns, Mark Montgomery, að athöfninni lokinni. Hávær fagnaðarlæti brutust út á meðal gestanna þegar presturinn lýsti því yfir að þau væru núna hjón. Já, gengið var að því sem vísu að allir elskuðu brúðkaup en síðasta klukkutímann hafði Jamie Myers hugsað um það eitt að grípa rétta tækifærið til að lauma sér í burtu. Að sjálfsögðu líkaði henni mjög vel við Övu og Mark sem bæði voru yndislegar manneskjur. Það var bara... Mannmergðin. Allur þessi hávaði. Raddirnar. Fólkið. Sömuleiðis að verða vitni að einhverju sem ég á aldrei eftir að öðlast sjálf. Að tilheyra stórfjölskyldu. Þessi auðveldu samskipti þeirra á milli. Það varð henni hreinlega ofviða að verða vitni að því... vegna þess að það minnti hana á fjölskyldulífið sem hún hafði sjálf glatað. −Það er kominn tími til að kasta brúðarvendinum! Jamie kveinkaði sér í hljóði. Scarlett McGuire hafði hrópað þetta háum róm og brosti síðan skelmislega til Jamie... eins og hún áttaði sig á að Jamie myndi fremur vaða eld og reyk en að gera tilraun til að grípa þennan fjandans brúðarvönd. Scarlett þekkti Jamie sennilega betur en nokkur annar þarna í brúðkaupinu. Jamie gerði heiðarlega tilraun til að olnboga sig í burtu en átti sér engrar undankomu auðið. Mannmergðin þrengdi að og hún færðist nær og nær brúðinni. Nei! Jamie fórnaði höndum og reyndi að slá brúðarvöndinn í burtu þegar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
hann stefndi beint til hennar.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Grunsemdir
–Hjálpaðu mér! Ópið var hátt, langvinnt, sársaukafullt í nóttinni. Mark Montgomery stóð á pallinum framan við húsið hjá sér og starði upp í stjörnubjartan himininn en sneri sér snöggt við þegar hann heyrði hræðsluöskrið. Hann sá hana ekki strax, það var of dimmt. Svo heyrðist greinilegt hófatak nálægt honum. Einhver kom ríðandi og stefndi hratt til hans. Hann stökk niður af pallinum. –Hjálpaðu mér! Ópið var ennþá hærra og greinilega kona sem æpti. Það voru engar konur á búgarðinum þetta kvöld. Mamma hans hafði dáið fyrir nokkrum árum og engar konur í hópi vinnu mannanna sem voru á vakt núna. Svo sá hann hestinn sem ruddist inn í rjóðrið við húsið. Stór og falleg svört meri sem hann þekkti... Lady. Merin tilheyrði McGuire-fjölskyldunni, nágrönnum hans sem bjuggu í 15 kílómetra fjarlægð. Hvað gengur eiginlega... Lítil vera sat í hnipri á bakinu á Lady og hélt fast í hestinn. Hrossið titraði, rennsveitt eftir reiðferðina sem virtist hafa verið erfið. Reiðtúr seint að kvöldi? –Mark?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Leynd og lygar
Hann hafði bjargað henni frá helvíti.
Jennifer Wesley sneri sér aðeins til og leit á manninn í rúminu við hliðina á sér. Hann var sakleysislegur sofandi, hættulaus, en hún vissi að það var blekking.
Það var ekkert sakleysislegt við Brodie McGuire. Maðurinn var vel þjálfaður hermaður. Hættulegur. Banvænn. Afl sem þurfti
að gera ráð fyrir.
Hún hafði verið viss um að henni yrði aldrei bjargað. Fangarar hennar höfðu verið nógu öruggir með sig, vissir um að hún
slyppi aldrei. Svo hafði Brodie birst.
Hún strauk yfir harðan kjálkann á honum, yfir dökka skeggbroddana. Grænu augun opnuðust við snertingu hennar, alveg
með á nótunum.
Hann var nakinn. Hún líka. Eftir björgunina, þegar þau voru sloppin undan föngurum hennar og komin í nokkuð öruggt
skjól, hafði adrenalínið og hræðslan sem hafði fyllt hana svo lengi breyst í eitthvað allt annað. Ástríðan var svo sterk að það
hafði komið Jennifer á óvart.
Hann hafði ekki dregið hana á tálar. Ekki notfært sér aðstæður, það hafði verið hún sem var svo ákveðin í að kyssa hann.
Finna einhverja ánægju til að bægja martröðum og hræðslu frá sér.
Hann renndi augunum rólega yfir andlitið á henni. Hún fann fyrir skrítinni tilfinningu um að hann væri að reyna að leggja andlitsdrættina á minnið.
–Þakka þér fyrir, hvíslaði Jennifer.
Hann lyfti dökkum augabrúnum.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr.