Flýtilyklar
Brauðmolar
Örlagasögur
-
Ljósmóðir í Montana
Rödd hennar titraði af kvíða, sem var skiljanlegt því hún var í þann veginn að eignast sitt fyrsta barn. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum höfðu Misty og Clinton ákveðið að fara í torfæruakstur og höfðu fest bílinn í gömlum árfarvegi sem var blautur eftir nýlega snjóbráð. Veðrið var ekki slæmt, miðað við að nóvember var byrjaður, en myrkrið var að nálgast. Með því kæmi meiri kuldi.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á öruggum stað
Olivia Loughton var köld og ein, á ráfi um dimmar götur Denver. Kaldur nóvembervindur reif í síðustu gulu laufin sem héngu á greinum og hún þurfti að halda peysunni að sér því rennilásinn var ónýtur. Dökkbláu peysuna hafði hún fundið í óskilamunum sjúkrahússins. Hún hafði skilið blóðugu úlpuna eftir.Hún gat ekki skilið minningarnar jafn auðveldlega við sig. Með hræðilegum smáatriðum mundi hún eftir bílslysinu í fjöllunum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Mansal
Því fyrr sem þessari rannsókn lyki, þeim mun betra. Eftir átta mánaða starf var Brady Masters alríkislögreglumaður að því kominn að missa þolinmæðina. Hann þráði að komast aftur til Quantico og hafði úr eigin vasa greitt fyrir sæti í leiguflugi frá Albequerque til flugvallarins í Grand-sýslu skammt frá Granby í Colorado.Hann laut höfði meðan hann gekk út úr litlu flugvélinni og niður á flughlaðið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ljósmóðir í lífshættu
Sum börn koma snögglega í heiminn með spörkum og öskrum. Önnur taka andköf. Svo eru börn sem opna faðminn og ná taki á manni. Hvert ungbarn er einstakt. Hver fæðing kraftaverk.Rachel Devon naut þess að vera ljósmóðir.Hún brosti til nýfædda barnsins í fangi sér. Litla stúlkan, sem var bara tveggja stunda gömul, starði á vetrarsólina fyrir utan gluggann. Hvað skyldi hún verða þegar hún yrði stór? Hvert myndi hún ferðast? Fyndi hún ástina? Gangi þér vel, litla stúlka. Ég er enn að leita.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Einnar nætur gaman
Fógetafulltrúinn Royce McCall dró upp .45 kalíbera Colt skammbyssu og steig á bak við stórt tré sem ísinn hafði brynjað. Almáttugur.Þessu þurfti hann engan veginn á að halda. Það var of kalt til að skiptast á skotum, of kalt til að handtaka einhvern, en hann gæti þurft að gera bæði.Hann kíkti á veiðikofann, sérstaklega á eina gluggann sem sneri að honum. Hann sá enga hreyfingu en hafði séð spor í snjónum sem einhver hafði reynt að fela. Sporin lágu frá skóginum og beint að kofanum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Lífsgjöfin
Jake McCall fógeti vissi að það sem hann ætlaði að gera gæti sett konu í mikla hættu. Kannski ylli það dauða hennar. Hann var ekki viss um að geta lifað með því en hann gat ekki heldur hætt á hinn kostinn. Að setja líf Maggie Gallagher í hættu, og hans eigið, var hans eini kostur.Hann hvatti folann áfram og hófatakið heyrðist vel frá frosinni jörðinni.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ógnarvald
Það hafði verið brotist inn á nokkrum stöðum í hverfinu síðustu vikurnar og allir grunuðu tiltekinn strák. Hann kom af sundruðu heimili... nokkuð sem Lisa þekkti afar vel... og hafði hagað sér afar illa frá því hann komst á unglingsaldur. Lisa hafði búið þarna í eitt og hálft ár, á þeim tíma hafði strákurinn verið handtekinn þrisvar sinnum. Tvisvar fyrir fíkniefnabrot og einu sinni fyrir innbrot. Það var nokkuð ljóst að hann stefndi á fjórða skiptið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Saklaus uns sekt er sönnuð
Skær sólin vermdi andlit hans. Væri Mac Riordan þarna eingöngu til að njóta veðurblíðunnar þá hefði hann staldrað við til að leyfa hlýjum geislunum að bræða kuldann sem virtist hafa tekið sér bólfestu í líkama hans undanfarna daga. Þess í stað horfði hann í kringum sig án þess að missa sjónar á bráðinni. Hann virti fyrir sér gróskumikinn almenningsgarðinn þar sem fólk naut vorblíðunnar.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Nýtt upphaf
Jake Vernelli setti rúðuþurrkurnar á fullan hraða og herti tak sitt á stýri GMC pallbílsins sem var frá árinu 1969. Á fallegu sumarkvöldi hefði verið klukkustund eftir af dagsbirtu en það var ekkert fallegt við þetta kvöld. Það var dimmt og ljótt, passaði fullkomlega við skap Jakes.Þegar Chase hafði lýst Wyattville, Minnesota, hafði vinur hans fegrað staðreyndirnar aðeins, eins og hann var vanur. Bærinn er dálítið afskekktur.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Fífldjarfur flótti
Letilegir dropar mynduðu sérstakt mynstur á grænum laufblöðunum. Ekki rigning... ekki ennþá, bara rakt loftið í regnskógi SuðurAmeríku. Þroskaðir ávextir féllu niður úr mangótrjánum og einn þeirra lenti næstum því á capuchin-apa. Dýrið stökk til hliðar með skræk, sem sendi nokkra páfagauka með rauðgula vængi fljúgandi upp í loftið. Mjúk og harkaleg hljóð blönduðust saman og mynduðu sinfóníu, iðandi af lífi... morgunsöng frumskógarins.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.