Flýtilyklar
Brauðmolar
Örlagasögur
-
Bylurinn
–Hægðu á þér, Sarah. Fallið hérna megin er ferlega hátt.
–Þetta eru bara fimm metrar. Sarah Bentley hikaði og beindi
geisla vasaljóssins fram af brúninni þar sem myrkrið gleypti geislann. Það var skýjað þessa nótt og engin birta frá tunglinu. Hún
yppti öxlum og gekk áfram. Það marraði í frosnum snjó undir
stígvélunum hennar. –Ég myndi ekki kalla þetta fall. Þetta er aflíðandi brekka. Þú hefur verið í brattari skíðabrekkum.
–Ekki um miðja nótt, sagði vinkona hennar, Emily Layton.
–Ekki án skíða.
Þessi skógarstígur lá frá Gistiheimili Bentley að borunarstað
Hackman Oil og stígurinn var nokkurn veginn bein lína, sem
þýddi að hann var stysta leiðin á milli staðanna tveggja. En það
þýddi ekki endilega fljótlegasta. Sarah velti fyrir sér hve gáfulegt
það hefði verið að fara þessa leið. Hún stansaði á stígnum og sneri
sér að vinkonu sinni. –Af hverju keyrðum við ekki?
–Í textaboðunum frá BAF var talað um að nota stíginn. Gufuský var við munninn á Emily, þar sem yfirleitt mátti finna bros.
–Stígurinn var sérstaklega nefndur.
–Ég tek ekki við skipunum frá þeim ösnum. Henni líkaði ekki
við BAF, öfgakenndan umhverfisverndarhóp sem gerði margt
heimskulegt. –Í hvaða rugli er ég að lenda?
–Ég var búin að segja þér það. Emily ranghvolfdi augunum og
stappaði niður fæti, hagaði sér eins og táningur en ekki tuttugu og
átta ára gömul kona sem yrði gift innan skamms. –Ég fékk textaboð um miðnættið þar sem stóð að BAF ætlaði að senda Hackman
Oil skilaboð. Þeir vilja að ég komi til þeirra og sögðu mér að hafa
hljótt og koma eftir skógarstígnum. Ég þurfti að hafa þig með tilVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Uppgjörið
Annar lögreglumaðurinn kom að hlið hennar. –Sagðirðu að
þig grunaði hver hefði gert þetta?
Hún kinkaði kolli. –Victor Brant.
Lögreglumaðurinn skrifaði hjá sér. –Er hann skjólstæðingur þinn?
Hún hló næstum því að þeirri hugmynd að eigingjarni fanturinn
Victor Brant viðurkenndi að hann þarfnaðist hjálpar. –Nei.
Konan hans er skjólstæðingur minn.
–Og er herra Brant ósáttur við það?
–Hann er ósáttur við alla sem hlýða ekki hverju orði hans og
alla sem hugsa ekki eins og hann. Hann er versti fantur sem hægt
er að finna... farsæll, myndarlegur, dáður af kollegum og samfélaginu
öllu.
–Þú meinar að fólk trúi ekki frú Brant þegar hún segir frá því
sem maðurinn hennar gerir.
–Enginn trúði henni. Lögreglan var send tvisvar sinnum heim
til þeirra. Í bæði skiptin neitaði lögreglan að yfirheyra herra
Brant. Síðast gerðu lögreglumennirnir ekki annað en að skipuleggja
golf með Brant daginn eftir.
Lögreglumaðurinn hnyklaði brýrnar. –Var það lögreglan í
Jackson?
–Nei. Brant-hjónin bjuggu í Willow Grove. Það var lögreglan
þar. Bæjarstjórinn er náskyldur herra Brant. Lögreglustjórinn er
frændi hans. Skilurðu hvað ég meina?
–Já, frú, og mér líkar það engan veginn. En ég get fullvissað
þig um að hvorki bæjarstjórinn í Jackson né lögreglustjórinn láta
herra Brant komast upp með nokkuð. Ef hann ber ábyrgð á
þessari hótun verður hann kærður. En ég skil ekki þessi skilaboð.
Hann lyfti upp plastpoka með miðanum í. –Hvað hefur þú sem
hann telur að tilheyri sér?
Joelle dró andann djúpt að sér. –Konuna hans.
Lögreglumaðurinn glennti upp augun. –Fyrirgefðu?
–Auk þess að vera ráðgjafi fyrir konur er ég líka sjálfboðaliði
hjá samtökum sem hjálpa konum að... færa sigVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Gamlar syndir
Systir mín hefði getað dáið.
Sú hugsun hríslaðist um hana þegar hún hlustaði á fréttamanninn segja í subbulegum smáatriðum frá hræðilegu kvöldinu á eign
móður þeirra. Orðin lömuðu hana næstum því. Systir hennar
hefði getað dáið og Danae hafði ekki einu sinni sagt henni að þær
væru skyldar.
Eftir dauða móður þeirra höfðu systurnar þrjár verið aðskildar
af stjúpföður þeirra, Trenton Purcell, og fluttar burt til að vera
aldar upp hjá fjarskyldum ættingjum. Danae var aðeins tveggja
ára þegar það gerðist, ekki nógu gömul til að muna nokkuð eftir
lífi sínu í Calais. Eina barnæskan sem hún mundi eftir hafði verið
í Kaliforníu, en fyrir nokkrum árum hafði hún farið að færa sig
rólega yfir landið, í áttina til Louisiana. Þótt hún myndiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hættulegur arfur
Einu sinni fyrir langa löngu, í pínulitlu þorpi í fenjamýrinni, bjó
falleg ekkja og yndislegar dætur hennar þrjár. Konan elskaði dætur
sínar og heimilið en eftir því sem tíminn leið varð hún einmana.
Myndarlegur og svikull ókunnugur maður heillaði hana upp úr
skónum og hún varð brúður í annað sinn.
En því fylgdi ekki eilíf hamingja.
Alaina LeBeau starði yfir skrifborðið á einn aðaleiganda lög
fræðistofunnar og barðist við að hafa stjórn á tilfinningum sínum.
Loks varð reiðin skynseminni yfirsterkari.
–Þú sagðir mér að ef ég næði að bæta árangurinn hjá mér gæti ég
orðið meðeigandi, sagði hún. Hún gat rétt svo haldið aftur af öskri
við fréttirnar um að Kurt McGraw, Kip, lögfræðingur sem bjó yfir
töluvert minni hæfileikum en hún og hafði vafasamt orð á sér, hefði
fengið að gerast meðeigandi en henni hafði verið lofað þeirri stöðu.
Everett Winstrom III brosti róandi. –Svona nú. Ég sagði ekki að
þú fengir pottþétt stöðuna. Ég sagði bara að ef þú sannaðir að þú
ynnir málin þín fyrir rétti teldi ég að meðeigandastaða væri á næsta
leiti og ég held það ennþá.
–Hvenær yrði það nákvæmlega? Fyrirtækið er þannig byggt upp
að það bætast ekki við meðeigendur nema í stað þeirra sem fara á
eftirlaun. Það eru komnir yngri lögfræðingar í stað allra upphaflegu
eigendanna. Það gætu liðið tuttugu ár áður en einhver ykkar fer á
eftirlaun.
–Þú verður ennþá ung eftir tuttugu ár.
–Eftir tuttugu ár verður Kurt ennþá yngri en ég og sennilega enVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Uppvakningurinn
Josie Bettencourt starði á hóp vinnumanna sem hafði safnast
saman fyrir framan ættarheimili hennar á plantekrunni og í fyrsta
sinn í langan tíma datt henni ekkert í hug til að segja.
Foringi hópsins, Ray, kreóli sem var sennilega á sextugsaldri,
gekk fram. –Við þurfum á vinnunni að halda ungfrú Bettencourt
og við kippum okkur ekki upp við hefðbundna hættu í fenjamýrum en þetta er annað.
Hún dró andann djúpt og blés frá sér aftur. –Ég vil að þið
útskýrið fyrir mér aftur hvað þið sáuð, nákvæmlega.
Ray kinkaði kolli. –Við vorum að gera við girðingu norðan
megin á landareigninni þegar við heyrðum ýlfur en þetta var ekki
í neinu fenjadýri sem við þekkjum. Svo heyrðum við eitthvað
hreyfast í runnunum, eitthvað stórt.
–Sástu það?
–Það kom út úr runnunum í nokkurra metra fjarlægð frá
staðnum sem við vorum að vinna á. Horfði beint á okkur, fór svo
aftur inn í runnana og hvarf.
–Hvernig leit það út?
–Stærra en ég, þrjátíu til sextíu sentimetrum hærra og með
sítt, grátt hár. Andlit eins og api og gul augu.
Jæja, þetta hljómaði ekkert betur í annað sinn.
–Ertu viss um að þetta hafi ekki verið björn?
Ray rétti úr sér. –Ég veit hvernig birnir líta út, frú. Ég sé
fjölskyldu minni oft fyrir mat úr þessum fenjamýrum. Hann
benti á vinnumennina. –Þeir vita líka allir hvernig birnir líta út.
Við sáum allir það sama.
Mennirnir kinkuðu kolli og tvístigu, voru greinilega órólegir.
–Ég veit ekki hvað ég á að segja, sagði hún loks. –Ég skoða
málið með Emmett en bið ykkur um að fara ekki.
Ray leit á mennina en flestir þeirra horfðu til jarðar. –Ég get
ekki talað fyrir aðra, sagði hann, –en ég held áfram að vinnaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Dularfulla þorpið
Nóvember 1833
Ungi kreólinn opnaði kofadyrnar og settist á stól við rúmið.
Fimmtíu og sjö ára gamli Frakkinn sem lá í rúminu yrði ekki
mikið lengur í þessum heimi. Það eina sem hélt honum lifandi
voru fréttirnar sem kreólinn kom með.
–Fannstu son minn? spurði Frakkinn og fór svo að hósta.
Ungi kreólinn kveinkaði sér þegar deyjandi maðurinn hnipraði
sig saman og skalf af sársauka. –Já.
Deyjandi maðurinn rétti úr sér og reyndi að ná andanum.
–Hvar er hann?
Kreólinn leit niður á moldargólfið. Hann hafði vonað að maðurinn
yrði dáinn þegar hann kæmi aftur í þorpið. Vonaði að hann
þyrfti aldrei að segja orðin sem nú voru á vörum hans. Loks leit
hann aftur á Frakkann. –Hann er dáinn.
–Vitleysa! Þeir hafa sagt að ég sé dáinn í meira en áratug.
Komdu með son minn!
–Eitthvað slæmt var að ganga í New Orleans í fyrra, eitthvað
sem læknarnir gátu ekki lagað. Margir dóu.
Angistin í svip mannsins var næstum meiri en kreólinn þoldi
að sjá. –Þú hefðir ekki getað gert neitt, sagði hann í von um að
gera hinstu andartök Frakkans bærilegri.
–Ég hefði ekki átt að skilja hann eftir en það var ekkert hérna
fyrir hann... að fela sig í fenjunum allt sitt líf.
–Þú gerðir það sem þú áttir að gera. Þú gast ekki vitað þetta.
Deyjandi maðurinn settist upp með miklum erfiðleikum. –Þú
þarft að gera annað fyrir mig. Annað enn mikilvægara.
Kreólinn hnyklaði brýnnar. –Hvað?
–Undir rúminu er kista. Taktu hana fram, en farðu varlega.
Hún er þung.
Kreólinn kraup hjá rúminu og leit undir það. Hann sá kistuna
í horninu og togaði í handfangið á hliðinni, en hún haggaðist
varla. Þá reyndi hann meira á sig, togaði af öllu afli og mjakaðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í fenjunum
Sálfræðingurinn Alexandria Bastin kreisti farsímann sinn fast
við orð frænku sinnar. –Segðu þetta aftur. Henni hlaut að hafa
misheyrst.
–Nornin tók hana! Hún tók barnið mitt! Grátur Söru nísti
eyrað á Alex í gegnum símann.
–Róaðu þig, Sara, sagði Alex og gaf hjúkrunarkonu merki
um að fara, sem leit á hana til að sjá hvort Alex þyrfti hjálp.
–Dragðu andann djúpt að þér og segðu mér allt. Hún flýtti sér
inn ganginn og inn á skrifstofuna til að sleppa frá hávaðanum á
göngum sjúkrahússins. –Hvenær hvarf Erika?
–Seinni partinn í dag. Hún fór að leika við vinkonu sína sem
býr neðar við götuna. Móðursýkin fékk Söru til að hækka róminn
við hverja setningu. –Hún átti að koma heim klukkan þrjú
en kom aldrei. Ég beið og beið en hún kom aldrei.
–Hvað sagði móðir vinkonunnar?
–Að Erika hefði farið heim á réttum tíma. Hún er farin, Alex,
og enginn trúir mér. Barnið mitt! Hvað varð um barnið mitt?
Sara fór að gráta. –Ég hringdi og hringdi en þú svaraðir aldrei.
Alex greip veskið sitt úr skrifborðsskúffu og læsti skrifstofunni.
–Ég er á leiðinni. Sara, heyrirðu í mér?
Alex heyrði bara örvæntingarfullan grát þegar hún flýtti sér
inn í lyftuna. Strax og lyftudyrnar lokuðust, slitnaði sambandið.
Alex leit á skjáinn og bölvaði þegar hún sá hve mörgum
símtölum frá frænkunni hún hafði misst af. Hún hafði verið
upptekinn allan seinni partinn, að gefa skýrslu á nefndarfundi.
Hún hafði slökkt á símanum sínum en sá nú eftir því.
Hún reyndi að nota hugaraflið til að fá lyftuna til að fara
hraðar niður. Strax og lyftudyrnar opnuðust í bílakjallaranum,Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hættulegar minningar
–Byssa!
Levi Cooper ríkislögreglumaður snéri sér í heilan hring og litaðist
um eftir manneskjunni sem hafði hrópaði þetta og til að fá staðfestingu
á að um byssu væri að ræða. Hann sá ekkert en hann gat ekki
farið að hætta lífi Jolene. Hann færði sig.
–Allir niður!
Þeir fáu sem viðstaddir voru jarðarförina heyrðu viðvörunina og
dreifðust í allar áttir. Allir nema hið raunverulega skotmark.
Hann hljóp því af stað. Hann rann og hrasaði á leið sinni niður
hæð ina, óð drullu í hellidembu og hljóp til að bjarga lífi hennar.
Hann sá að Jolene Atkins stóð enn undir tjaldhimninum sem útfarar
þjónustan hafði komið upp. Stóð enn við hlið kistu föður síns og
axlir hennar hristust eins og hún væri að gráta.
Hún leitaði ekki skjóls.
Levi ýtti blómaskreytingu til hliðar til að komast fyrr til hennar.
Hann hefði átt að hlusta á skynsemina og vera hjá henni allan tímann.
Hann heyrði skot. Valmöguleikar? Annað hvort að fleygja sér í moldina
eða hlaupa eins og þeir sem hann sá útundan sér. Hann henti sér
fram til að ná Jolene niður með sér.
Hann stökk af öllum krafti og lenti harkalega ofan á henni. Hann
reyndi að snúa sér eins og hann mögulega gat til að taka af henni
höggið. Þau runnu eftir gervigrasinu og út í moldina.
Kransar hrundu ofan á kistuna.
Rósir og önnur blóm duttu ofan á þau.
Regnið skall á þeim eins og ísnálar.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Arfleifðin
Það var aldrei svona dimmt í Brooklyn. Ef hún hefði verið heima hjá sér hefði Gabby Rousseau getað treyst á götuljós eða bjarma frá búðarglugga, eða eilífan bjarmann frá Manhattan handan ár- innar. En hérna? Í fjöllunum í Colorado? Hún sá ekki þrjá metra fram fyrir sig, jafnvel þótt hún væri með háu ljósin á. Þung ský lokuðu á stjörnurnar og rigningin buldi á þreytta Fordinum hennar.
Hún velti fyrir sér að keyra út í kant og bíða þar til stormurinn gengi yfir en vogaði sér það ekki. Hvað ef dekkin sykkju í leðj- una við hliðina á þessum mjóa vegi sem var þakinn holum? Hvar yrði hún þá? Föst. Í rigningu. Og enginn leigubíll á stóru svæði.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Gíslataka
Sunnudagur, 21:57
Rafmagnið hafði verið tekið af byggingunni en neyðarljósin nægðu Kelly Evans þegar hún gekk að útgönguljósi sjöttu hæðar- innar. Hjarta hennar sló hratt og hendurnar skulfu. Hvert skref færði hana nær hættu en hún hafði ekki um neitt að velja. Hún varð að bjarga hinum gíslunum.Hún opnaði dyrnar undir útgönguljósinu og hélt þeim opnum. Þegar hún lokaði dyrunum myndu þær læsast á eftir henni og hún kæmist ekki inn um þær frá stigaganginum.
Hún hélt niðri í sér andanum og lagði við hlustir. Höfðu þeir sett vörð hérna? Var hún að ganga í gildru? Reykur frá sprenging- unni sem lokaði stigaganginum á jarðhæðinni mettaði loftið og erti hálsinn á henni. Hún klemmdi varirnar saman og kæfði hósta sem hefði getað komið upp um staðsetningu hennar.
Hún lokaði dyrunum svo varlega að smellurinn heyrðist varla. Hún steig frá veggnum, hallaði sér fram, greip í handriðið og horfði upp á við. Á hverri hæð var útgönguljós en skuggarnir skekktu allt svo stiginn virtist ná óendanlega langt. Kelly hóf gönguna.
Þegar hún var á milli sjöundu og áttundu hæðarinnar tók hún sér hvíld til að ná andanum. Níunda hæðin var sú hættulegasta. Trask var þar og byssumennirnir. Ef hún kæmist framhjá gæti hún náð alla leið upp á þak.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.