Flýtilyklar
Brauðmolar
Örlagasögur
-
Þráhyggja
Hún stakk lyklinum í skrána. Þegar hún reyndi að snúa honum, fann hún dálitla mótstöðu í lásnum. Við þetta örlitla frávik
hikaði hún. Eðlisávísunin blossaði upp.
Kuldinn. Það gætiverið kuldinn. Það hafði snöggkólnað í dag.
Líklega varþað kuldinn.
Hún stakk hendinni í vasann og tók um símann sinn. Hikaði.
Hún gat ekki hringt aftur í Gil. Hún hafði hringt þrisvar sinnum í
tengiliðinn hjá vitnavernd í þessum mánuði. Allt að ástæðulausu.
Síðast, eftir að hann kom þjótandi til hennar, hafði hún séð
pirring í augum hans þótt hann reyndi að fela viðbrögðin. Hann
gat ekki skilið það. Hún hafði verið í Chicago í tæpt ár. Of lengi.
Hún fann það á sér að tíminn var að renna út.
Hún opnaði töskuna með lausu hendinni og greip um skeftið á
.45 kalíbera skammbyssu sem hún hafði keypt á svarta markaðnum. Gil hafði kannski lesið skýrsluna hennar en hann skildi ekki
óttann sem alltaf fylgdi henni. Arkímedes var ekki dæmigerður
raðmorðingi. Hann var gáfaður. Vandvirkur. Og af einhverjum
ástæðum var Lyssa í sigti hans.
Með höndina á byssunni, ýtti hún á hurðina og steig inn fyrir
þröskuldinn.
Koparkennd blóðlyktin fyllti vit hennar.
Gil Masters lá á gólfinu, dauður, í blóðpolli.
Arkímedes hafði fundið hana.
Hún neyddi sig til að líta á andlit Gils. Einhver hafVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Samsærið
Hún rankaði rólega við sér og fann nístandi sársauka í gagnauganu, eins og einhver hefði stungið hana þar með ísnál. Án þess
að opna augun reyndi hún að lyfta upp hendinni til að snerta höfuðið, en handleggurinn neitaði að hreyfast, næstum eins og hann
væri festur við líkamann. Þetta gerði hana ringlaða og hún neyddi
augun til að opnast. Myrkrið var algjört. Loftið í kringum hana var
þungt og illa lyktandi, fnykur af mold, blautri ull og...
Og blóði.
Guð. Hvar var hún? Örvæntingin blossaði upp og stíflaði hálsinn.
Hún barðist við að hreyfa sig en handleggirnir voru dofnir. Eitthvað hélt henni fastri, eins og í spennitreyju. Hún lyfti upp höfðinu og andlitið lenti á einhverju sem líktist helst ódýru teppi. Hún
klóraði með fingrunum undir sér og fann fyrir mynstrinu í efninu.
Þetta gat ekki verið að gerast.
Ósjálfrátt greip hún andann á lofti og fann myrkrið þrýstast að
sér eins og brjóstkassinn væri í skrúfstykki.
Var hún grafin lifandi?
Maginn kútveltist og gallbragð kom í munninn. Hún mátti ekki
kasta upp. Hún varð að sleppa burt.
Hún sneri upp á sig, barðist gegn kæfandi fangelsinu, klóraði í
gróft efnið. Það var fyrir ofan hana, undir henni, í kringum hana.
Hún barðist við að losa sig og kvíðinn jókst stöðugt.
Hún ruggaði sér fram og aftur. Mold og ryk þyrluðust yfir
hana. Hún andaði að sér og lungun fylltust af fúlu loftinu. Hún
varð að komast burt.
–Hjálp, reyndi hún að öskra en fór þá að hósta, eins og hún
hefði klárað loftbirgðirnar.
Verra var að teppið hafði kæft röddina. Hvar sem hún var
grafin, gæti einhver heyrt til hennar? –Ó, Guð. Hjálpið mér. GeriðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Talinn af
Þremur mánuðum síðar
Farsíminn hennar Jessicu hringdi þar sem hún sat við skrifborðið og fór yfir stærðfræðipróf. Hún hrökk í kút og kyngdi
kekki á meðan hún tók símann úr vasa jakkans sem hékk á stólnum. Eftir allan þennan tíma ætti símhringing ekki að valda þessum viðbrögðum, en samt var raunin þessi og þannig yrði það eflaust áfram. Að minnsta kosti þar til lík hans fyndist. Eða þar til
hún kæmist að sannleikanum.
Hún svaraði. –Já? Rödd hennar var lág því hún þekkti ekki
númerið sem birst hafði á skjánum og það reyndi alltaf á
taugarnar. Hve oft hafði hún ímyndað sér að fá fréttir um Alex
frá einhverjum ókunnum? Næstum eins oft og hún hafði ímyndað
sér að fá símtal frá honum sjálfum einhvers staðar í annarri
heimsálfu, þar sem hann hafði ákveðið að byrja nýtt líf án hennar.
Það var vandinn þegar eiginmaður manns hvarf. Maður vissi ekki
hvort hann væri dáinn eða lifandi; maður lifði í óvissu og upplausn. Allar fréttir voru betri en engar.
Sá sem hringdi var sölumaður sem vildi vita hvort ekki þyrfti
að fara yfir ástand pípulagna hjá henni. Hún var fljót að losa sig
við náungann. Sannleikurinn var sá að heimilið hennar var líka í
óvissu. Ef ekki væri fyrir Billy Summers og þrautseigju hans
þegar kom að viðhaldinu, léti hún líklega allt grotna niður í
kringum sig.
Og því varð að ljúka. Hún varð að taka sig taki. Kannski var
kominn tími til að hugsa um að selja húsið, kaupa minni íbúð.
Gæti hún það? Ekki enn. En spurningin leitaði á hana... hvað
myndi hún gera ef Alex birtist skyndilega?
Sólin skein inn um háa gluggana og það var of heitt þarna
9
inni. Hún krosslagði handleggina á skrifborðinu og hallaði sér
fram, lokaði augunum. Svefnleysið á næturnar kom henni oftVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Voðaverk
Eftir að hafa rennt augunum yfir biðsvæðið, gekk Nate Matthews
löngum skrefum lengra inn í flugstöðina í Shatterhorn, Nevada.
Kona sem stóð við afgreiðsluborð brosti kvíðin til hans þegar
hún leit upp frá tölvunni sinni. Líklega var þetta ömurlega febrúarveður að skemma áætlanirnar.
–Ég er dálítið seinn, útskýrði hann. –Ég átti að hitta vini hérna
en sé þá ekki. Geturðu sagt mér hvort þeir séu komnir?
–Í þessu veðri? Varla, sagði hún. –Engar einkaflugvélar hafa
lent síðasta klukkutímann. Við skulum sjá. Hvað heita vinir þínir?
–Jessica og Alex Foster frá Blunt Falls, Montana. Hann flýgur
Cessnu sem hann á sjálfur.
Hún leit á tölvuskjáinn, blaðaði svo í pappírum og fór að tala
við mann sem sat við skrifborð á bak við glervegg. –Herra Foster
sendi inn flugáætlunina sína en það eru engin gögn um að hann
hafi lent. Þú virðist hafa komið á undan honum. Ég myndi þó
varla búast við honum í kvöld. Veðrið versnar hratt, sérstaklega
uppi í háloftunum.
Nate hallaði sé að afgreiðsluborðinu eitt augnablik. Bílferðin
hafði ekki gengið áfallalaust; reyndar hafði hann verið heppinn að
lifa af þegar dekk sprakk og hann lenti næstum í árekstri. Svo
hafði hann komist að því að varadekkið var líka sprungið. Að fá
dráttarbíl, koma bílnum til Vegas og láta gera við dekkið hafði
tekið tíma. Alex og Jessica hefðu átt að lenda áður en stormurinn
kom.
Maðurinn fyrir aftan hann ræskti sig og Nate vék frá afgreiðsluborðinu. Hann fann rólegt horn og hringdi heim til Alex,
til að athuga hvort nokkuð hefði komið upp á. Jessica svaraði.
–Er allt í lagi? spurði hann eftir að hafa kynnt sig.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Bylurinn
–Hægðu á þér, Sarah. Fallið hérna megin er ferlega hátt.
–Þetta eru bara fimm metrar. Sarah Bentley hikaði og beindi
geisla vasaljóssins fram af brúninni þar sem myrkrið gleypti geislann. Það var skýjað þessa nótt og engin birta frá tunglinu. Hún
yppti öxlum og gekk áfram. Það marraði í frosnum snjó undir
stígvélunum hennar. –Ég myndi ekki kalla þetta fall. Þetta er aflíðandi brekka. Þú hefur verið í brattari skíðabrekkum.
–Ekki um miðja nótt, sagði vinkona hennar, Emily Layton.
–Ekki án skíða.
Þessi skógarstígur lá frá Gistiheimili Bentley að borunarstað
Hackman Oil og stígurinn var nokkurn veginn bein lína, sem
þýddi að hann var stysta leiðin á milli staðanna tveggja. En það
þýddi ekki endilega fljótlegasta. Sarah velti fyrir sér hve gáfulegt
það hefði verið að fara þessa leið. Hún stansaði á stígnum og sneri
sér að vinkonu sinni. –Af hverju keyrðum við ekki?
–Í textaboðunum frá BAF var talað um að nota stíginn. Gufuský var við munninn á Emily, þar sem yfirleitt mátti finna bros.
–Stígurinn var sérstaklega nefndur.
–Ég tek ekki við skipunum frá þeim ösnum. Henni líkaði ekki
við BAF, öfgakenndan umhverfisverndarhóp sem gerði margt
heimskulegt. –Í hvaða rugli er ég að lenda?
–Ég var búin að segja þér það. Emily ranghvolfdi augunum og
stappaði niður fæti, hagaði sér eins og táningur en ekki tuttugu og
átta ára gömul kona sem yrði gift innan skamms. –Ég fékk textaboð um miðnættið þar sem stóð að BAF ætlaði að senda Hackman
Oil skilaboð. Þeir vilja að ég komi til þeirra og sögðu mér að hafa
hljótt og koma eftir skógarstígnum. Ég þurfti að hafa þig með tilVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Uppgjörið
Annar lögreglumaðurinn kom að hlið hennar. –Sagðirðu að
þig grunaði hver hefði gert þetta?
Hún kinkaði kolli. –Victor Brant.
Lögreglumaðurinn skrifaði hjá sér. –Er hann skjólstæðingur þinn?
Hún hló næstum því að þeirri hugmynd að eigingjarni fanturinn
Victor Brant viðurkenndi að hann þarfnaðist hjálpar. –Nei.
Konan hans er skjólstæðingur minn.
–Og er herra Brant ósáttur við það?
–Hann er ósáttur við alla sem hlýða ekki hverju orði hans og
alla sem hugsa ekki eins og hann. Hann er versti fantur sem hægt
er að finna... farsæll, myndarlegur, dáður af kollegum og samfélaginu
öllu.
–Þú meinar að fólk trúi ekki frú Brant þegar hún segir frá því
sem maðurinn hennar gerir.
–Enginn trúði henni. Lögreglan var send tvisvar sinnum heim
til þeirra. Í bæði skiptin neitaði lögreglan að yfirheyra herra
Brant. Síðast gerðu lögreglumennirnir ekki annað en að skipuleggja
golf með Brant daginn eftir.
Lögreglumaðurinn hnyklaði brýrnar. –Var það lögreglan í
Jackson?
–Nei. Brant-hjónin bjuggu í Willow Grove. Það var lögreglan
þar. Bæjarstjórinn er náskyldur herra Brant. Lögreglustjórinn er
frændi hans. Skilurðu hvað ég meina?
–Já, frú, og mér líkar það engan veginn. En ég get fullvissað
þig um að hvorki bæjarstjórinn í Jackson né lögreglustjórinn láta
herra Brant komast upp með nokkuð. Ef hann ber ábyrgð á
þessari hótun verður hann kærður. En ég skil ekki þessi skilaboð.
Hann lyfti upp plastpoka með miðanum í. –Hvað hefur þú sem
hann telur að tilheyri sér?
Joelle dró andann djúpt að sér. –Konuna hans.
Lögreglumaðurinn glennti upp augun. –Fyrirgefðu?
–Auk þess að vera ráðgjafi fyrir konur er ég líka sjálfboðaliði
hjá samtökum sem hjálpa konum að... færa sigVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Gamlar syndir
Systir mín hefði getað dáið.
Sú hugsun hríslaðist um hana þegar hún hlustaði á fréttamanninn segja í subbulegum smáatriðum frá hræðilegu kvöldinu á eign
móður þeirra. Orðin lömuðu hana næstum því. Systir hennar
hefði getað dáið og Danae hafði ekki einu sinni sagt henni að þær
væru skyldar.
Eftir dauða móður þeirra höfðu systurnar þrjár verið aðskildar
af stjúpföður þeirra, Trenton Purcell, og fluttar burt til að vera
aldar upp hjá fjarskyldum ættingjum. Danae var aðeins tveggja
ára þegar það gerðist, ekki nógu gömul til að muna nokkuð eftir
lífi sínu í Calais. Eina barnæskan sem hún mundi eftir hafði verið
í Kaliforníu, en fyrir nokkrum árum hafði hún farið að færa sig
rólega yfir landið, í áttina til Louisiana. Þótt hún myndiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hættulegur arfur
Einu sinni fyrir langa löngu, í pínulitlu þorpi í fenjamýrinni, bjó
falleg ekkja og yndislegar dætur hennar þrjár. Konan elskaði dætur
sínar og heimilið en eftir því sem tíminn leið varð hún einmana.
Myndarlegur og svikull ókunnugur maður heillaði hana upp úr
skónum og hún varð brúður í annað sinn.
En því fylgdi ekki eilíf hamingja.
Alaina LeBeau starði yfir skrifborðið á einn aðaleiganda lög
fræðistofunnar og barðist við að hafa stjórn á tilfinningum sínum.
Loks varð reiðin skynseminni yfirsterkari.
–Þú sagðir mér að ef ég næði að bæta árangurinn hjá mér gæti ég
orðið meðeigandi, sagði hún. Hún gat rétt svo haldið aftur af öskri
við fréttirnar um að Kurt McGraw, Kip, lögfræðingur sem bjó yfir
töluvert minni hæfileikum en hún og hafði vafasamt orð á sér, hefði
fengið að gerast meðeigandi en henni hafði verið lofað þeirri stöðu.
Everett Winstrom III brosti róandi. –Svona nú. Ég sagði ekki að
þú fengir pottþétt stöðuna. Ég sagði bara að ef þú sannaðir að þú
ynnir málin þín fyrir rétti teldi ég að meðeigandastaða væri á næsta
leiti og ég held það ennþá.
–Hvenær yrði það nákvæmlega? Fyrirtækið er þannig byggt upp
að það bætast ekki við meðeigendur nema í stað þeirra sem fara á
eftirlaun. Það eru komnir yngri lögfræðingar í stað allra upphaflegu
eigendanna. Það gætu liðið tuttugu ár áður en einhver ykkar fer á
eftirlaun.
–Þú verður ennþá ung eftir tuttugu ár.
–Eftir tuttugu ár verður Kurt ennþá yngri en ég og sennilega enVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Uppvakningurinn
Josie Bettencourt starði á hóp vinnumanna sem hafði safnast
saman fyrir framan ættarheimili hennar á plantekrunni og í fyrsta
sinn í langan tíma datt henni ekkert í hug til að segja.
Foringi hópsins, Ray, kreóli sem var sennilega á sextugsaldri,
gekk fram. –Við þurfum á vinnunni að halda ungfrú Bettencourt
og við kippum okkur ekki upp við hefðbundna hættu í fenjamýrum en þetta er annað.
Hún dró andann djúpt og blés frá sér aftur. –Ég vil að þið
útskýrið fyrir mér aftur hvað þið sáuð, nákvæmlega.
Ray kinkaði kolli. –Við vorum að gera við girðingu norðan
megin á landareigninni þegar við heyrðum ýlfur en þetta var ekki
í neinu fenjadýri sem við þekkjum. Svo heyrðum við eitthvað
hreyfast í runnunum, eitthvað stórt.
–Sástu það?
–Það kom út úr runnunum í nokkurra metra fjarlægð frá
staðnum sem við vorum að vinna á. Horfði beint á okkur, fór svo
aftur inn í runnana og hvarf.
–Hvernig leit það út?
–Stærra en ég, þrjátíu til sextíu sentimetrum hærra og með
sítt, grátt hár. Andlit eins og api og gul augu.
Jæja, þetta hljómaði ekkert betur í annað sinn.
–Ertu viss um að þetta hafi ekki verið björn?
Ray rétti úr sér. –Ég veit hvernig birnir líta út, frú. Ég sé
fjölskyldu minni oft fyrir mat úr þessum fenjamýrum. Hann
benti á vinnumennina. –Þeir vita líka allir hvernig birnir líta út.
Við sáum allir það sama.
Mennirnir kinkuðu kolli og tvístigu, voru greinilega órólegir.
–Ég veit ekki hvað ég á að segja, sagði hún loks. –Ég skoða
málið með Emmett en bið ykkur um að fara ekki.
Ray leit á mennina en flestir þeirra horfðu til jarðar. –Ég get
ekki talað fyrir aðra, sagði hann, –en ég held áfram að vinnaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Dularfulla þorpið
Nóvember 1833
Ungi kreólinn opnaði kofadyrnar og settist á stól við rúmið.
Fimmtíu og sjö ára gamli Frakkinn sem lá í rúminu yrði ekki
mikið lengur í þessum heimi. Það eina sem hélt honum lifandi
voru fréttirnar sem kreólinn kom með.
–Fannstu son minn? spurði Frakkinn og fór svo að hósta.
Ungi kreólinn kveinkaði sér þegar deyjandi maðurinn hnipraði
sig saman og skalf af sársauka. –Já.
Deyjandi maðurinn rétti úr sér og reyndi að ná andanum.
–Hvar er hann?
Kreólinn leit niður á moldargólfið. Hann hafði vonað að maðurinn
yrði dáinn þegar hann kæmi aftur í þorpið. Vonaði að hann
þyrfti aldrei að segja orðin sem nú voru á vörum hans. Loks leit
hann aftur á Frakkann. –Hann er dáinn.
–Vitleysa! Þeir hafa sagt að ég sé dáinn í meira en áratug.
Komdu með son minn!
–Eitthvað slæmt var að ganga í New Orleans í fyrra, eitthvað
sem læknarnir gátu ekki lagað. Margir dóu.
Angistin í svip mannsins var næstum meiri en kreólinn þoldi
að sjá. –Þú hefðir ekki getað gert neitt, sagði hann í von um að
gera hinstu andartök Frakkans bærilegri.
–Ég hefði ekki átt að skilja hann eftir en það var ekkert hérna
fyrir hann... að fela sig í fenjunum allt sitt líf.
–Þú gerðir það sem þú áttir að gera. Þú gast ekki vitað þetta.
Deyjandi maðurinn settist upp með miklum erfiðleikum. –Þú
þarft að gera annað fyrir mig. Annað enn mikilvægara.
Kreólinn hnyklaði brýnnar. –Hvað?
–Undir rúminu er kista. Taktu hana fram, en farðu varlega.
Hún er þung.
Kreólinn kraup hjá rúminu og leit undir það. Hann sá kistuna
í horninu og togaði í handfangið á hliðinni, en hún haggaðist
varla. Þá reyndi hann meira á sig, togaði af öllu afli og mjakaðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.