Flýtilyklar
Brauðmolar
Örlagasögur
-
Leyndarmálið við vatnið
Jackson Revannaugh leið eins og hann væri að nálgast til Oz
þegar þotan steypti sér niður á milli gróinna akra í endalausum
röðum. Hvergi að sjá merki um þéttbýli þarna í nágrenni alþjóðaflugvallar Kansasborgar. Klukkan var að ganga átta um kvöld og
hann gat ekki beðið eftir að komast út úr vélinni.
Flugið frá Baton Rouge hafði verið ríflega þriggja tíma langt
og ekki var nóg með að ungbarn hafði gaulað alla leiðina, heldur
hafði krakkinn í sætaröðinni fyrir aftan sparkað með reglulegu
millibili í stólbakið hjá honum.
Jackson var vægt sagt úfinn í skapi þegar hann reis upp úr
sætinu. Of lítill svefn síðastliðnar tvær vikur ofan á langa og
þreyt andi flugferð í litlu olnbogarými ásamt þeirri staðreynd að
lítill poki með kartöfluflögum var eina næringin sem hann hafði
látið inn fyrir sínar varir síðustu átta tímana olli því að hann var
síður en svo hamingjusamur.
Sem betur fór tók það hann einungis örfáar mínútur að koma
sér frá borði. Hann greip stóru íþróttatöskuna úr farangursgeymslunni fyrir ofan sætið en í henni rúmuðust helstu nauðsynjar fyrir fyrirhugaða dvöl hans í Kansasborg í Missouri. Síðan
arkaði hann aftur eftir flugvélinni og að næsta útgangi.
Tvöfaldar dyr lágu út úr flugstöðvarbyggingunni. Rakur júlíhiti Miðvesturríkjanna reyndist ansi frábrugðinn andrúmsloftinu
í Bachelor Moon í Lousiana þar sem hann hafði síðustu vikurnar
unnið sleitulaust að rannsókn á hvarfi hjóna og ungrar stjúpdóttur þeirra. Honum hafði verið kippt úr því máli án þess aðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Sporlaust
Segðu mér aftur hvers vegna við erum að athuga hvar fyrrverandi FBI-fulltrúi frá skrifstofunni í Kansas City er, sagði
FBI-fulltrúinn Andrew Barkin úr aftursætinu.
FBI-fulltrúinn Gabriel Blankenship hægði á bílnum þegar
þeir nálguðust smábæinn Bachelor Moon í Louisiana. –Við
gerum þetta fyrir kurteisi sakir, af því að skrifstofan í Kansas
City bað um það.
–Fyrir rúmum tveimur árum var Sam Connelly virtur FBIfulltrúi, hann kom hingað í tveggja vikna frí og varð ást fanginn af Daniellu Butler, sem á gistihúsið í Bachelor Moon,
sagði Jackson Revannaugh úr farþegasætinu. –Sönn ást var
sterkari en framavonin. Sam hætti hjá FBI, flutti hingað og
þau Daniella giftust.
–Sam varð einnig stjúpfaðir dóttur Daniellu, Macy. Í
morgun fengum við símtal frá rekstrarstjóra gistihússins,
sem sagði að öll þrjú væru horfin, sagði Gabriel.
–Óvenjulegt að við séum sendir á staðinn, þar sem ekki
einu sinni sólarhringur er liðinn, sagði Jackson.
–Rekstrarstjórinn sagði þau hafa horfið í gærkvöldi.
Gabriel horfði á veginn framundan, vissi að gistihúsið var
fimmtán kílómetrum frá litla bænum.
Eðlisávísunin sagði honum að þetta væri tímasóun, einhver misskilningur á milli rekstrarstjórans og fjölskyldunnar.
Það tók einn og hálfan tíma að keyra frá skrifstofunni þeirra
í Baton Rouge og þeir höfðu ekki verið sendir af stað fyrr enVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Grafinn lifandi
Sandöldurnar voru nær blindandi í júnísólinni og adrenalín þaut
um æðar Seths Hawkins þegar hann stöðvaði pallbílinn sinn og
drap á vélinni.
Deadman‘s-sandöldurnar. Það var næstum ár síðan hann
hafði síðast komið hingað til Amber Lake, smábæjarins í
Oklahoma, til að heimsækja systur sína og systurdóttur, auk þess
að upplifa spennuna sem fylgdi því að sigrast á sandöldunum.
Seth setti á sig gleraugu til að hlífa augunum og steig út úr
bílnum. Öldurnar risu framundan, eins og landslag á öðrum
hnetti, tíu kílómetrum frá bænum.
Í fjarska heyrðist vélarhljóð og hann vissi að hann fengi
svæðið ekki fyrir sig einan. Það skipti svo sem ekki máli, það
var nægt pláss fyrir alla.
Hann hafði keyrt hingað frá heimili sínu í Kansas City
snemma um morguninn, hafði borðað hádegismat með Lindu
og Samönthu, systur sinni og dóttur hennar, en hann hafði viljað
komast sem fyrst út á sandöldurnar. Þar skipti ekkert máli nema
barátta mannsins við náttúruöflin.
Eftir nokkrar mínútur hafði hann náð torfæruhjólinu sínu
niður af pallinum. Á meðan hann setti á sig hlífarnar og hjálminn, dró hann andann djúpt að sér til að fylla lungun af hlýju
loftinu.
Næstu vikuna yrði hann ekki FBI-fulltrúinn Seth Hawkins...
hann yrði Seth í fríi, að heimsækja ættingja sína og njóta þessVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brúðkaupsferðin
Það small taktfast í lághæluðum götuskóm Cassie Miller á
flísagólfinu á ganginum sem lá að skrifstofu yfirmanns hennar. Þegar rannsakandi hjá FBI var kallaður á skrifstofu Forbes
yfirmanns hafði það yfirleitt í för með sér sambland af spennu
og svolítinn kvíðahroll.
Spennan var miklu meiri en kvíðinn hjá Cassie því hún gat
ekki ímyndað sér neitt sem hún hefði gert til að koma sér í
vandræði. Þetta tæpa ár sem hún hafði starfað á svæðisskrifstofunni í Kansas City, Missouri, hafði hún ekki einu sinni
komist nálægt því að fá áminningu. Cassie gerði sér far um að
fylgja leikreglunum.
Hún var meira en tilbúin fyrir nýtt verkefni. Það voru
nokkrir mánuðir síðan hún hafði gert eitthvað annað en að
skrifa skýrslur og lesa gamlar málsskýrslur til að fá nýtt
sjónar horn á málin. Hún var æst í að komast í einhvern hasar.
Hún hikaði og lagaði kragann á hvítu blússunni sinni undir
létta dökkbláa jakkanum, strauk svo feimnislega niður eftir
þrönga dökkbláa pilsinu til að fullvissa sig um að það væri
ekki krumpað. Henni fannst betra að sýna sína bestu hlið
þegar hún gekk fyrir yfirmanninn.
Hún lagði af stað aftur en sporin urðu svolítið hikandi. Hún
sá manninn sem nálgaðist skrifstofuna úr gagnstæðri átt. Hann
var í þröngum, bláum gallabuxum og bláum stuttermabol sem
lá þétt að breiðum herðum. Göngulagið var kæruleysislegt og
gaf í skyn sjálfsöryggi og kannski svolítinn hroka.
Það var þrennt í lífinu sem Cassie var í nöp við: óreiðu,
bráð læti og sjóðheita manninn sem nálgaðist úr hinni áttinni,
Mick McCane rannsakanda.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Bærinn við vatnið
Amberly Nightsong fylgdist með börnunum streyma út úr grunnskólanum, alla vega í laginu og að stærð og á litinn, og skreyta
síðasta gras sumarsins þegar þau hlupu að skólarútum og kyrrstæðum bílum sem biðu.
Eins og venjulega fylltist hún væntumþykju þegar hún sá litla,
grannvaxna, dökkhærða strákinn hlaupa í áttina til sín, andlitið var
uppljómað í sælubrosi.
Hann opnaði farþegahurðina, kastaði skærbláa bakpokanum
sínum í aftursætið og settist svo inn í bílinn. –Hæ mamma.
–Hæ Max, hvernig var dagurinn hjá þér? spurði hún og beið
eftir að hann spennti sig niður, ók svo af stað frá gangstéttinni.
–Góður, nema í frímínútunum þegar Billy Stamford kallaði mig
stelpustrák af því að ég er með hálsmen.
Amberly leit á son sinn og hálsfestina sem hún hafði sett um
hálsinn á honum þegar hann var þriggja ára. Þetta var sama festin
og amma Amberly hafði sett um hálsinn á henni þegar hún var
þriggja ára.
Silfuruglan hafði verið hönnuð og handsmíðuð af afa hennar og
var verndargripur gegn hinu illa. Hráskinnsreiminni sem hún hékk
í hafði margoft verið skipt út gegnum árin og þó að Amberly lifði
ekki samkvæmt siðum Cherokeefólksins, forfeðra sinna, hafði
henni fundist að happagripur frá afa hennar, sem var ætlaður sem
verndargripur, myndi ekki koma að sök.
–Sagðir þú honum að þetta væri ekki venjuleg hálsfesti heldur
mjög sérstök verndarfesti? Útskýrðir þú fyrir honum að uglan og
fjallaljónið væru einu skepnurnar sem voru vakandi alla sköpunarVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hvarfið
Lexie Forbes fór sjaldnast snemma úr vinnunni á svæðisskrifstofu FBI í Kansas City en þetta föstudagssíðdegi hætti hún að
vinna klukkan þrjú og gekk að bílnum sínum á bílastæðinu. Það
var ekkert á skrifborðinu hennar sem lá á, bara þessir venjulegu
glæponar og perrar handa henni að eltast við. En hún hafði
vaknað um morguninn og fundið fyrir vægum kvíða sem hún
hafði ekki alveg náð að hrista af sér.
Hún vissi ástæðuna fyrir kvíðanum... Lauren, tvíburasystir
hennar. Þær voru einstaklega nánar og töluðu saman í síma að
minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á dag en undanfarna tvo
daga hafði Lexie ekki náð sambandi við systur sína.
Hún gekk yfir bílastæðið en fyrstu haustlaufin fuku um fætur
hennar og svöl golan vakti óvænta gæsahúð á hand leggj unum.
Hún kom að bílnum, opnaði lásinn og smeygði sér svo undir
stýri. Hún var nýbúin að stinga lyklinum í svissinn og setja í
gang þegar tilfinningin helltist yfir hana, óbærilegur sársauki
sem kviknaði svo snöggt í hnakkanum að hún náði ekki andanum sem snöggvast.
Hann varði bara í augnablik og hvarf svo, hún sat eftir og
barðist við að ná andanum og hélt dauðahaldi um stýrið.
–Úff, sagði hún með andköfum. Hvað var þetta eiginlega?
Hún teygði upp skjálfandi hönd og lagaði baksýnisspegilinn svo
hún gæti séð spegilmynd sína.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Þráhyggja
Hún stakk lyklinum í skrána. Þegar hún reyndi að snúa honum, fann hún dálitla mótstöðu í lásnum. Við þetta örlitla frávik
hikaði hún. Eðlisávísunin blossaði upp.
Kuldinn. Það gætiverið kuldinn. Það hafði snöggkólnað í dag.
Líklega varþað kuldinn.
Hún stakk hendinni í vasann og tók um símann sinn. Hikaði.
Hún gat ekki hringt aftur í Gil. Hún hafði hringt þrisvar sinnum í
tengiliðinn hjá vitnavernd í þessum mánuði. Allt að ástæðulausu.
Síðast, eftir að hann kom þjótandi til hennar, hafði hún séð
pirring í augum hans þótt hann reyndi að fela viðbrögðin. Hann
gat ekki skilið það. Hún hafði verið í Chicago í tæpt ár. Of lengi.
Hún fann það á sér að tíminn var að renna út.
Hún opnaði töskuna með lausu hendinni og greip um skeftið á
.45 kalíbera skammbyssu sem hún hafði keypt á svarta markaðnum. Gil hafði kannski lesið skýrsluna hennar en hann skildi ekki
óttann sem alltaf fylgdi henni. Arkímedes var ekki dæmigerður
raðmorðingi. Hann var gáfaður. Vandvirkur. Og af einhverjum
ástæðum var Lyssa í sigti hans.
Með höndina á byssunni, ýtti hún á hurðina og steig inn fyrir
þröskuldinn.
Koparkennd blóðlyktin fyllti vit hennar.
Gil Masters lá á gólfinu, dauður, í blóðpolli.
Arkímedes hafði fundið hana.
Hún neyddi sig til að líta á andlit Gils. Einhver hafVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Samsærið
Hún rankaði rólega við sér og fann nístandi sársauka í gagnauganu, eins og einhver hefði stungið hana þar með ísnál. Án þess
að opna augun reyndi hún að lyfta upp hendinni til að snerta höfuðið, en handleggurinn neitaði að hreyfast, næstum eins og hann
væri festur við líkamann. Þetta gerði hana ringlaða og hún neyddi
augun til að opnast. Myrkrið var algjört. Loftið í kringum hana var
þungt og illa lyktandi, fnykur af mold, blautri ull og...
Og blóði.
Guð. Hvar var hún? Örvæntingin blossaði upp og stíflaði hálsinn.
Hún barðist við að hreyfa sig en handleggirnir voru dofnir. Eitthvað hélt henni fastri, eins og í spennitreyju. Hún lyfti upp höfðinu og andlitið lenti á einhverju sem líktist helst ódýru teppi. Hún
klóraði með fingrunum undir sér og fann fyrir mynstrinu í efninu.
Þetta gat ekki verið að gerast.
Ósjálfrátt greip hún andann á lofti og fann myrkrið þrýstast að
sér eins og brjóstkassinn væri í skrúfstykki.
Var hún grafin lifandi?
Maginn kútveltist og gallbragð kom í munninn. Hún mátti ekki
kasta upp. Hún varð að sleppa burt.
Hún sneri upp á sig, barðist gegn kæfandi fangelsinu, klóraði í
gróft efnið. Það var fyrir ofan hana, undir henni, í kringum hana.
Hún barðist við að losa sig og kvíðinn jókst stöðugt.
Hún ruggaði sér fram og aftur. Mold og ryk þyrluðust yfir
hana. Hún andaði að sér og lungun fylltust af fúlu loftinu. Hún
varð að komast burt.
–Hjálp, reyndi hún að öskra en fór þá að hósta, eins og hún
hefði klárað loftbirgðirnar.
Verra var að teppið hafði kæft röddina. Hvar sem hún var
grafin, gæti einhver heyrt til hennar? –Ó, Guð. Hjálpið mér. GeriðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Talinn af
Þremur mánuðum síðar
Farsíminn hennar Jessicu hringdi þar sem hún sat við skrifborðið og fór yfir stærðfræðipróf. Hún hrökk í kút og kyngdi
kekki á meðan hún tók símann úr vasa jakkans sem hékk á stólnum. Eftir allan þennan tíma ætti símhringing ekki að valda þessum viðbrögðum, en samt var raunin þessi og þannig yrði það eflaust áfram. Að minnsta kosti þar til lík hans fyndist. Eða þar til
hún kæmist að sannleikanum.
Hún svaraði. –Já? Rödd hennar var lág því hún þekkti ekki
númerið sem birst hafði á skjánum og það reyndi alltaf á
taugarnar. Hve oft hafði hún ímyndað sér að fá fréttir um Alex
frá einhverjum ókunnum? Næstum eins oft og hún hafði ímyndað
sér að fá símtal frá honum sjálfum einhvers staðar í annarri
heimsálfu, þar sem hann hafði ákveðið að byrja nýtt líf án hennar.
Það var vandinn þegar eiginmaður manns hvarf. Maður vissi ekki
hvort hann væri dáinn eða lifandi; maður lifði í óvissu og upplausn. Allar fréttir voru betri en engar.
Sá sem hringdi var sölumaður sem vildi vita hvort ekki þyrfti
að fara yfir ástand pípulagna hjá henni. Hún var fljót að losa sig
við náungann. Sannleikurinn var sá að heimilið hennar var líka í
óvissu. Ef ekki væri fyrir Billy Summers og þrautseigju hans
þegar kom að viðhaldinu, léti hún líklega allt grotna niður í
kringum sig.
Og því varð að ljúka. Hún varð að taka sig taki. Kannski var
kominn tími til að hugsa um að selja húsið, kaupa minni íbúð.
Gæti hún það? Ekki enn. En spurningin leitaði á hana... hvað
myndi hún gera ef Alex birtist skyndilega?
Sólin skein inn um háa gluggana og það var of heitt þarna
9
inni. Hún krosslagði handleggina á skrifborðinu og hallaði sér
fram, lokaði augunum. Svefnleysið á næturnar kom henni oftVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Voðaverk
Eftir að hafa rennt augunum yfir biðsvæðið, gekk Nate Matthews
löngum skrefum lengra inn í flugstöðina í Shatterhorn, Nevada.
Kona sem stóð við afgreiðsluborð brosti kvíðin til hans þegar
hún leit upp frá tölvunni sinni. Líklega var þetta ömurlega febrúarveður að skemma áætlanirnar.
–Ég er dálítið seinn, útskýrði hann. –Ég átti að hitta vini hérna
en sé þá ekki. Geturðu sagt mér hvort þeir séu komnir?
–Í þessu veðri? Varla, sagði hún. –Engar einkaflugvélar hafa
lent síðasta klukkutímann. Við skulum sjá. Hvað heita vinir þínir?
–Jessica og Alex Foster frá Blunt Falls, Montana. Hann flýgur
Cessnu sem hann á sjálfur.
Hún leit á tölvuskjáinn, blaðaði svo í pappírum og fór að tala
við mann sem sat við skrifborð á bak við glervegg. –Herra Foster
sendi inn flugáætlunina sína en það eru engin gögn um að hann
hafi lent. Þú virðist hafa komið á undan honum. Ég myndi þó
varla búast við honum í kvöld. Veðrið versnar hratt, sérstaklega
uppi í háloftunum.
Nate hallaði sé að afgreiðsluborðinu eitt augnablik. Bílferðin
hafði ekki gengið áfallalaust; reyndar hafði hann verið heppinn að
lifa af þegar dekk sprakk og hann lenti næstum í árekstri. Svo
hafði hann komist að því að varadekkið var líka sprungið. Að fá
dráttarbíl, koma bílnum til Vegas og láta gera við dekkið hafði
tekið tíma. Alex og Jessica hefðu átt að lenda áður en stormurinn
kom.
Maðurinn fyrir aftan hann ræskti sig og Nate vék frá afgreiðsluborðinu. Hann fann rólegt horn og hringdi heim til Alex,
til að athuga hvort nokkuð hefði komið upp á. Jessica svaraði.
–Er allt í lagi? spurði hann eftir að hafa kynnt sig.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.