Flýtilyklar
Brauðmolar
Örlagasögur
-
Prísund
Bennet Stevens hafði lært að vera heillandi og brosa kurteislega til fólks sem hann þoldi ekki áður en hann lærði að
ganga. Hann hafði verið alinn upp meðal lögfræðinga og stjórnmálamanna og kunni að skrúfa frá persónutöfrunum og
beita kænsku þegar við átti.
Ákvörðun hans um að gerast lögregluþjónn hafði komið foreldrum hans á óvart og þeir voru ekki yfir sig hrifnir af henni, en voru ekki fólk af því tagi sem stóð í vegi fyrir því að menn gætu látið drauma sína rætast.
Eftir fimm ára starf í vegalögreglunni í Texas hafði Bennet fengið fleiri stöðuhækkanir en flestir félaga hans. Hann velti
því fyrir sér hvort foreldrar hans væru að fá hann til að kveðja starfið með því að gera honum lífið alltof létt.
Hann var ekki síður þreyttur á létta lífinu í aðalstöðvum vegalögreglunnar í Austin en á pólitískum veislum heima hjá
foreldrum sínum þar sem ætlast var til þess að hann daðraði við ungar stúlkur og heillaði stífa jakkafatamenn með sögum
af hugrekki sínu og dirfsku.
Þess vegna var hann staðráðinn í að leysa eitt af elstu, óleystu málunum sem vegalögreglan hafði á sinni könnu.
Tímasetningin var afbragð, þar eð félagi hans í rannsóknardeild óleystra glæpamála var að fara í langt leyfi. Þá fengi Bennet tækifæri til að rannsaka málið upp á eigin spýtur.
Hann leit á téðan félaga sinn, Vaughn Cooper, sem hallaði sér upp að dyrastafnum á skrifstofunni þeirra og talaði lágt í farsímann.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ískaldur í innsta hring
Gabby Torres hætti að telja dagana í upphafi sjötta ársins. Hún vissi ekki hvers vegna það var þá. Fyrstu sex árin höfðu verið sársaukafull, einangrandi og hræðileg. Hún hafði misst allt.
Fjölskylduna. Framtíðina. Frelsið.
Það eina sem hún átti núna var…lífið sjálft, sem í hennar tilfelli var ekki mikið líf þegar á allt var litið.
Fyrstu fjögur árin hafði hún barist eins og ljón. Hún réðst á allt og alla sem komu nálægt henni. Í hvert skipti sem fangari
hennar kom og sagði henni eitthvað hræðilegt, hafði hún slegist harðar en hún hélt hún gæti.
Kannski hefði hún orðið þreytt á að berjast ef maðurinn hefði ekki verið svona kátur þegar hann sagði henni að faðir
hennar væri dáinn, tveimur árum eftir að hann tók hana til fanga. En í hvert skipti sem hann birtist mundi hún hve glaðhlakkalega hann hafði sagt henni þessar hræðilegu fréttir. Það endurnýjaði baráttuviljann í hvert einasta skipti.
En það undarlegasta við þessi átta ár í haldi var, að þó hún hefði verið barin nokkrum sinnum höfðu Folinn og menn hans
ekki þvingað sig upp á hana eða hinar stúlkurnar.
Árum saman hafði hún velt fyrir sér hver tilgangur þeirra væri og af hverju hún væri þarna. Það voru aðeins einstaka verk sem Folinn neyddi hana og hinar stúlkurnar til að vinna, eins og að sauma dóppoka inn í bílasessur eða því um líkt.
En hún hafði verið hér átta ár og var þreytt á að reyna að finna út af hverju hún væri þarna eða hver tilgangurinn meðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ástríður í eyðimörkinni
Vaughn var ekki viðkunnanlegur maður. Áður fyrr hafði hann verið fljótari til að brosa og grínast en tólf ár í lögreglunni og þrjú í rannsóknardeild óleystra mála hjá Texaslögreglunni höfðu slípað í burtu alla meðfædda persónutöfra.
Hann var ekki maður sem trúði á nauðsyn þess að viðhafa létt hjal, kurteisi eða láta sem staðan væri öðruvísi en hún var.
Hann var alls ekki maður sem trúði á dáleiðslu jafnvel þó konan sem beitti henni á vitnið á þessari stundu virkaði bæði örugg og fær.
Hann treysti þessu ekki, hvorki henni né því sem hún gerði og hann var meira en lítið ergilegur yfir að vitnið virtist bregðast við undir eins. Hann var ekki lengur eirðarlaus og hrópandi að hann vissi ekkert. Þegar Natalie Torres hafði lokið sér af var hann rólegur og þægilegur.
Vaughn hafði ekki trú á þessu eitt augnablik.
–Ég sagði það, sagði Bennet Stevens og gaf honum olnbogaskot. Bennet hafði verið félagi hans síðastliðin tvö ár og Vaughn líkaði vel við hann. Suma daga. Þetta var ekki þannig dagur.
–Þetta er ekki raunverulegt. Hann er að leika. Vaughn gerði enga tilraun til að lækka röddina. Það var með ráðum gert og hann leitaði vandlega eftir einhverjum viðbrögðum frá vitninu sem átti að heita dáleitt.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Verndarvitni
Singapore, laugardagur 10. október.
Hún var einu sinni falleg.
Nú lýsti af húð hennar í birtunni af flúrljósunum. Rauðleitur lokkur féll yfir vellagaða augabrúnina og á vörunum vottaði
fyrir glimmerglossi.
–Það er synd, sagði útfararstjórinn þar sem hann hélt sólbrúnni hendi um skjannahvítt lakið.
–Allt lífið framundan. Tuttugu og fimm ára eða þar um bil.
Hann hristi höfuðið.
–Ég reyni að hugsa um það í hvert sinn sem ég fer út úr húsi.
Að njóta stundarinnar. Maður veit aldrei. Og í þessu starfi er maður minntur á þetta á hverjum degi. Grásprengdur lokkur
straukst yfir ennið. –Ég reyni að hugsa ekki um það, það myndi gera mig brjálaðan.
–Það er satt, sagði Josh Sedovich. –Nokkra hugmynd um hvernig hún dó?
Útfararstjórinn kinkaði kolli. –Hún var slegin í hnakkann með bitlausu vopni. Ég sem hélt alltaf að Singapore væri svo friðsæl, allt þar til ég tók við þessu starfi. Því miður er þetta ekkert öðruvísi en annarsstaðar.
–Af hverju fer þetta alltaf svona? Tímabundin áritun til að ferðast um heiminn, og svo allt í einu er allt búið. Josh strauk
sér um hálsinn. –Djöfull er heitt hérna inni.
–Það er engin loftkæling hérna, sagði útfararstjórinn. –Var það hún sem þú varst að leita að?
–Nei, því miður. Hann kreppti hnefann. Því miður fyrir óþekktu stúlkuna sem lá á borðinu.
Líklega hafði verið framið morð, mögulega kveikt í ogEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Morðhugur
Jordon James alríkislögreglufulltrúi hataði tvennt... veturinn og morð... og var um það bil að sökkva sér niður í hvort tveggja. Hún hrukkaði ennið og starði út um litla gluggann á þyrlunni sem flutti hana frá Kansas City til ferðamannabæjarins Branson í Missouri.
Þegar þau fóru frá Kansas City hafði jörðin verið vetrarbrún og milt veður. Því miður seig hitamælirinn eftir því sem
þau nálguðust Branson og 10 sentimetra snjólag hafði fallið í bænum um nóttina.
Þyrlan flaug inn til lendingar en Jordon sá fyrir sér strönd og skært sólskin, sólstól og áfengan ávaxtadrykk. Hún hafði
pantað sér langþráð frí í Flórida í lok næstu viku. Vonandi yrði þetta mál í Branson fljótleyst svo hún þyrfti ekki að fresta þessu langþráða fríi.
Hún hafði verið send hingað sem ráðgjafi, sem greiði yfirmannsins við bæjarstjórann í Branson. Það eina sem hún vissi
var að þrjú morð höfðu verið framin á jafnmörgum mánuðum á vinsælu gistiheimili. Nýjasta fórnarlambið hafði verið stungið til bana og þerna hafði fundið líkið í herberginu daginn áður.
Jordon gat alveg unnið með öðrum þegar þess þurfti en kaus að vinna ein. Hún hafði á tilfinningunni að Tom Langford yfirmaður hefði valið hana í starfið vitandi það að hún yrði að reyna að vinna með lögreglustjóra sem vildi örugglega
ekki hafa hana þarna.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Týndi bróðirinn
Ryder Banks þurfti að fara í sturtu, fá sér kaldan bjór og leggja sig almennilega.
Þrír mánuðir undir fölsku flaggi höfðu borgað sig. Hann hafði náð mannfjandanum sem skipulagði mansal þar sem unglingsstúlkum var rænt og þær seldar sem kynlífsþrælar.
Sjúkur andskoti.
Hann nuddaði þrútin augun um leið og hann opnaði kofadyrnar. Þungt loft og ryk sem tók á móti honum báru því vitni að hann hafði ekki komið þarna í marga mánuði.
Hann var þreyttur en samt uppspenntur ennþá svo hann sótti bjór í ísskápinn, sparkaði af sér skónum og kveikti á fréttunum.
–Þetta er Maddox McCullen, lögreglustjórinn í Pistol Whip, Wyoming. Fréttamaðurinn benti á hávaxinn, herðabreiðan og
dökkhærðan mann. –Lögreglustjórinn var að handtaka manninn sem var ábyrgur fyrir því að Tyler Elmore, þriggja ára, var rænt og morðinu á móður drengsins, Sondru Elmore. Lögreglustjóri?
–Maðurinn sem við handtókum heitir Jim Jasper og er líka lögreglustjóri, sagði McCullen lögreglustjóri. –Hann játaði
morðið á sig.
–En maðurinn sem var upphaflega ákærður fyrir morðið?
Fréttamaðurinn leit á minnispunktana sína. –Cash Koker, var það ekki?
McCullen kinkaði kolli. –Jasper viðurkenndi einnig að hafa komið sökinni á Koker svo allar ákærur á hendur honum hafa
verið felldar niður. McCullen brosti. –Og svo ég minnist nú á persónulegt mál, við bræðurnir komumst að því að herra Koker, Cash, er bróðir okkar. Honum og tvíburabróður hans var rænt frá fjölskyldunni þegar þeir voru nýfæddir.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Verjandinn
Ray McCullen stóð andspænis bræðrum sínum, Maddox og Brett, og var með hnút í maganum. Mánuðum saman höfðu þeir leitað tvíburabræðranna sem hafði verið rænt frá foreldrum þeirra við fæðingu. Tvíburarnir yrðu þrítugir í þessum mánuði. Ray hafði bæði góðar og slæmar fréttir að færa. –Ég fann annan tvíburann.
Maddox kreppti hnefana. –Þú virðist ekki vera sérlega ánægður með það.
–Hvar er hann? spurði Brett.
–Eftir að þeir fæddust voru þeir skildir eftir í kirkjum um það bil klukkustundarakstur frá Pistol Whip. Það virðist sem annar hafi verið ættleiddur, en hinn var veiklulegur og endaði á fósturheimili. Hjúkrunarkona tók hann að sér um tíma og gaf honum nafnið Cash Koker.
–Hvar er hann nú niðurkominn? spurði Maddox.
Ray snéri sér að töflu á veggnum þar sem þeir höfðu safnað saman öllum vísbendingum um ferðir drengjanna. Hann festi ljósmynd á töfluna. –Ég notaði aldursþróunarhugbúnað og sérstakt forrit til að hafa uppi á tvíförum. Þetta er hann.
Maddox virti myndina fyrir sér. –Hann lítur út eins og McCullen. Sami þrjóskusvipurinn. Dökkhærður.
–Hann er með sama háa ennið og þú Maddox, sagði Brett.
Maddox ræskti sig. –Bar erfðaefnunum saman? Ray kinkaði kolli. –Já, það var sýni frá honum í kerfinu, en ég
vil láta gera annað próf til staðfestingar.
–Ég tek undir það, sagði Maddox.
–Veit hann af okkur? spurði Brett.
–Það held ég ekki.
Maddox krosslagði hendur. –Þú sagðir að erfðasýni úr honum væri í kerfinu. Þýðir það það sem ég held að það þýði?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sonur sléttunnar
Roan Whitefeather aðstoðarlögreglustjóri stakk í stúf á landi McCullen-fjölskyldunnar.
En hérna var hann nú samt, úti í horni í brúðkaupsveislu Ray McCullen og Scarlet Lovett. Utangarðsmaður eins og alltaf.
Þrátt fyrir að vera blóðskyldur McCullen-fjölskyldunni. Þrátt fyrir að Joe McCullen væri líka faðir hans.
Hann var einn. Og ætlaði ekki að fara að breyta því.
Maddox, Brett og Ray höfðu ekki hugmynd um að hann væri hálfbróðir þeirra. Hann hafði meira að segja ekki vitað það sjálfur fyrr en fyrir nokkrum mánuðum þegar móðir hans lést og hann fann fjandans fæðingarvottorðið.
Vegna alls þess sem dunið hafði yfir McCullen-fjölskylduna undanfarna viku, tvo eldsvoða á búgarðinum, og þá bombu að Joe ætti son að nafni Bobby með hjákonu sinni, Barböru, ætlaði Roan að halda faðerni sínu leyndu.
Hljóð barst frá hæðinni til hægri og hann snarsnérist. Þeir höfðu ekki enn haft hendur í hári brennuvargsins og þess vegna varð hann að vera á verði. Öll fjölskyldan var í hátíðarskapi og þess vegna ekki með varann á sér. Það gæfi hverjum sem teldi sig eiga harma að hefna tækifæri til að láta til skarar skríða.
Maddox, lögreglustjórinn í bænum og yfirmaður Roans, stóð fyrir framan hópinn á flötinni við lækinn og lyfti kampavínsglasi til heiðurs brúðhjónunum.
Eitt andartak fylltist hann öfund er hann sá Ray kyssa Scarlet og hina bræðurna og konur þeirra samfagna og faðmast.
Það hafði eitt og annað gengið á, en núna voru þau öll ein fjölskylda.
Eina fjölskyldan sem hann hafði kynnst var móðir hans ogEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hálfbróðirinn
Ray McCullen hataði öll leyndarmálin og lygarnar.
Hann fyrirleit pabba sinn, Joe McCullen ennþá meira fyrir að neyða sig til að þegja yfir þeim.
Þó að bræður hans, Maddox og Brett, héldu að honum væri ekki annt um fjölskylduna hafði hann þagað til að vernda þá.
Guð mátti vita að sannleikurinn um pabba hans hafði nagað hann.
Núna var hann kominn heim á búgarðinn Horseshoe Creek og beið eftir að pabbi hans dæi, sorgin nagaði hann. Joe McCullen var ekki fullkominn eins og Maddox og Brett héldu að hann væri en Ray elskaði hann samt.
Fjandans.
Væntumþykjan var jafn mikil og hatrið þó að hann vildi það ekki.
Maddox stóð teinréttur á ganginum fyrir framan herbergi pabba síns meðan Brett var inni hjá honum og svipur hans var óræður.
Ray tvísté og svitnaði. Þeir Brett höfðu verið kallaðir á búgarðinn að beiðni pabba þeirra, hann vildi tala við þá báða áður en hann dæi.
Allt í einu opnuðust dyrnar. Brett kom fram, nuddaði augun og þrammaði svo buldi í gólfinu þegar hann hljóp niður tröppurnar. Maddox lyfti brúnum, merki um að það væri komið að Ray sem beit á jaxlinn og gekk inn í herbergið.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Launsonurinn
McCullen-búgarðurinn við Pistol Whip var langt frá því að vera
óskastaður Bretts McCullen.
Hann ók eftir löngu heimreiðinni að Skeifulæk, býli fjölskyldu sinnar, og fann til í fætinum eftir síðustu byltu. Það voru
hans ær og kýr að sitja á hestbaki og taka þátt í kúrekakeppnum
og -sýningum.
En hann var orðinn þrítugur og kannski að verða fullgamall
til að misþyrma afturendanum á sér í hringnum æ ofan í æ. Og í
síðustu viku, þegar hann vaknaði í rúminu hjá einni grúppíunni,
brjóstamikilli ljósku sem hét annaðhvort Brandy eða Fifi, varð
honum ljóst að öllum var í rauninni alveg sama um hann.
Fáir þekktu í raun og veru manninn sem Brett hafði að
geyma.
Ef til vill var það vegna þess að hann var snjall leikari. Hlutverk óþekka stráksins hentaði honum vel. Hann var óttalaus
reiðmaður, töfrandi náungi sem brosti í myndavélina og fékk á
broddinn á hverju kvöldi.
Það var auðveldara en að sýna innri manninn og særast.
Hann slökkti ljósin og starði á íbúðarhúsið um stund. Minningarnar streymdu fram í hugann. Hann sá sjálfan sig og bræður
sína þar sem þeir léku sér, æfðu sig í að snara girðingarstaura,
ríða út á enginu og fara með pabba sínum í nautgriparekstur.
Eldri bróðir hans, Maddox, var sá ábyrgi og eftirlæti föður
þeirra. Ray var tveimur árum yngri en Brett, uppreisnarseggur
og vandræðagripur. Þeim föður hans kom ekki vel saman.
Brett hafði aldrei uppfyllt væntingar pabba síns og að lokum
gefist upp á því að reyna. Lífið átti að vera skemmtilegt, fullt af
kvenfólki, hestamennsku, kúrekasýningum... Alger draumur.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.