Jake McCall fógeti vissi að það sem hann ætlaði að gera gæti sett konu í mikla hættu. Kannski ylli það dauða hennar. Hann var ekki viss um að geta lifað með því en hann gat ekki heldur hætt á hinn kostinn. Að setja líf Maggie Gallagher í hættu, og hans eigið, var hans eini kostur.Hann hvatti folann áfram og hófatakið heyrðist vel frá frosinni jörðinni.
Það hafði verið brotist inn á nokkrum stöðum í hverfinu síðustu vikurnar og allir grunuðu tiltekinn strák. Hann kom af sundruðu heimili... nokkuð sem Lisa þekkti afar vel... og hafði hagað sér afar illa frá því hann komst á unglingsaldur. Lisa hafði búið þarna í eitt og hálft ár, á þeim tíma hafði strákurinn verið handtekinn þrisvar sinnum. Tvisvar fyrir fíkniefnabrot og einu sinni fyrir innbrot. Það var nokkuð ljóst að hann stefndi á fjórða skiptið.
Skær sólin vermdi andlit hans. Væri Mac Riordan þarna eingöngu til að njóta veðurblíðunnar þá hefði hann staldrað við til að leyfa hlýjum geislunum að bræða kuldann sem virtist hafa tekið sér bólfestu í líkama hans undanfarna daga. Þess í stað horfði hann í kringum sig án þess að missa sjónar á bráðinni. Hann virti fyrir sér gróskumikinn almenningsgarðinn þar sem fólk naut vorblíðunnar.
Jake Vernelli setti rúðuþurrkurnar á fullan hraða og herti tak sitt á stýri GMC pallbílsins sem var frá árinu 1969. Á fallegu sumarkvöldi hefði verið klukkustund eftir af dagsbirtu en það var ekkert fallegt við þetta kvöld. Það var dimmt og ljótt, passaði fullkomlega við skap Jakes.Þegar Chase hafði lýst Wyattville, Minnesota, hafði vinur hans fegrað staðreyndirnar aðeins, eins og hann var vanur. Bærinn er dálítið afskekktur.
Letilegir dropar mynduðu sérstakt mynstur á grænum laufblöðunum. Ekki rigning... ekki ennþá, bara rakt loftið í regnskógi SuðurAmeríku. Þroskaðir ávextir féllu niður úr mangótrjánum og einn þeirra lenti næstum því á capuchin-apa. Dýrið stökk til hliðar með skræk, sem sendi nokkra páfagauka með rauðgula vængi fljúgandi upp í loftið. Mjúk og harkaleg hljóð blönduðust saman og mynduðu sinfóníu, iðandi af lífi... morgunsöng frumskógarins.
Sylvia Michaels lyfti gaddavírsgirðingunni varlega frá og lyfti öðrum fætinum yfir hana. Svitinn spratt út á enninu við áreynsluna og rann niður í augun. Hún gat ekki þurrkað af sér svitann því hún þurfti að nota báðar hendurnar. Um leið og hún steig yfir girðinguna, festust gallabuxurnar hennar á gaddavírnum með þeim fleiðingum að hún skar sig illa á kálfanum. Hún rak upp óp og datt beint á andlitið, hóstandi upp rauðu ryki.
Fingurinn kipptist til og hann tók eins og ósjálfrátt í gikkinn. Byssan hristist í hönd hans þegar kúlan þaut fram eftir hlaupinu. Hann hitti í mark.Hann hitti alltaf...Maðurinn datt fram fyrir sig á steinhleðsluna á pallinum. Blóðið gegnvætti fötin og safnaðist í poll undir líkinu.Thad Kendall gekk til hans og settist á hækjur sér, tók púlsinn
Ef Natalie hefði ekki verið í svo sárri þörf fyrir kaffi að hún sá varla skýrt hefði hún gengið út af kaffihúsinu í hvelli þó að hún væri búin að borga fyrir lattekaffið.Hún leit á úrið og reyndi að standast freistinguna að slá taktinn með skótánni í flísagólfið. Hún fann að maðurinn sem stóð við hlið hennar virti hana vandlega fyrir sér.
Devin Kendall fór eins og venjulega seint af skrifstofunni sinni hjá Kendall fjarskiptafyrirtækinu, löngu eftir að aðalumferðartíminn var liðinn. Hann gekk út í ílakjallarann og veifaði þegar Craig frændi hans ók framhjá.Devin var uppgefinn þegar hann steig upp í lexusjepplinginn og hallaði sér aftur í djúpu leðursætinu. Hann var svo þreyttur að hann gæti sofnað á staðnum. Þyrfti ekki annað en að halla sætinu og loka augunum.
Ashton John Kendall strunsaði út úr herberginu á lögreglustöðinni og hunsaði augnaráð félaga sinna í rannsóknarlögreglunni. Hann hélt að bakherbergi þar sem rannsóknardeildin hafði sín skrifborð.Hann hafði ekkert sofið um nóttina eftir að hafa fært fjölskyldu sinni slæmu fréttirnar. Guð, það hafði verið erfitt.Hann hefði líka getað talað við Rachel kvöldið áður en... nei. Til þess hafði hann verið reiður. Alltof reiður.