Örlagasögur

Í eldlínunni
Í eldlínunni

Í eldlínunni

Published Nóvember 2015
Vörunúmer 319
Höfundur Lisa Childs
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Ég vil fá alvöru verkefni, útskýrði Cooper og gekk um gólf á
lítilli, dökkþiljaðri skrifstofu Logan. –Ekki brelluverkefni sem
mamma plataði þig í.
–Brellu? spurði Logan, röddin sem var venjulega svo djúp steig í
uppgerðarsakleysi. –Af hverju heldurðu að þetta sé brella?
Gremjan var eins og hnútur í maganum. –Af því að mamma
hefur verið að reyna að fá mig til að fara í þetta fjandans brúðkaup
frá því áður en ég komst upp í flugvélina...
–Heim, sagði Logan fyrir hann. –Þú ert kominn heim. Tanya
Chesterfield og Stephen Wochholz eru vinir þínir. Af hverju ættir þú
ekki að fara í brúðkaup þeirra?
Af því að tilhugsunin um að Tanya giftist einhverjum manni og
hvað þá Stephen olli honum ógleði. Hann hristi höfuðið. –Við vorum
vinir í framhaldsskóla, minnti Cooper bróður sinn og sjálfan sig
á. –Það eru 12 ár síðan.
Tanya var svo falleg að það var undarlegt að hún var ekki þegar
gift og komin með börn. Það var ekki eins og hún væri stúrin hans
vegna. Nokkrir kossar voru það eina sem var á milli þeirra í skólanum
og svo urðu þau sammála um að þau yrðu betri sem vinir,
eins og þau Stephen voru. En núna var hún að giftast Stephen...
Það var samt vit í því. Meira vit í því en hefði orðið í sambandi
þeirra Tanyu. Hún var erfingi að mörgum milljónum og hann var
fyrrum sjóliði sem vann fyrir stóra bróður sinn.
Kannski...
Logan beindi athyglinni að honum, virti hann fyrir sér bláum,
pírðum augum. Cooper var svo líkur Logan og tvíburabróður hans,
með sömu bláu augun og svarta hárið, að fólk hafði oft spurt hvort
þeir væru þríburar. Cooper var 18 mánuðum yngri en tvíburarnir.
Þeir létu hann aldrei gleyma því.
Loks sagði Logan. –Stephen lítur ennþá á þig sem vin. Hann bað
um að þú yrðir svaramaður hans.
–Hvernig veistu það? spurði hann. Áður en bróðir hans gat
svarað kom Cooper sjálfur með svarið. –Mamma... Honum þótti
mjög vænt um konuna en hún var ótrúlega þreytandi. –Hún er með
þetta fjandans brúðkaup á heilanum!
–Brúðkaup eru það sem hún vinnur við, svaraði

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is