Flýtilyklar
Brauðmolar
Örlagasögur
-
Dularfulla þorpið
Nóvember 1833
Ungi kreólinn opnaði kofadyrnar og settist á stól við rúmið.
Fimmtíu og sjö ára gamli Frakkinn sem lá í rúminu yrði ekki
mikið lengur í þessum heimi. Það eina sem hélt honum lifandi
voru fréttirnar sem kreólinn kom með.
–Fannstu son minn? spurði Frakkinn og fór svo að hósta.
Ungi kreólinn kveinkaði sér þegar deyjandi maðurinn hnipraði
sig saman og skalf af sársauka. –Já.
Deyjandi maðurinn rétti úr sér og reyndi að ná andanum.
–Hvar er hann?
Kreólinn leit niður á moldargólfið. Hann hafði vonað að maðurinn
yrði dáinn þegar hann kæmi aftur í þorpið. Vonaði að hann
þyrfti aldrei að segja orðin sem nú voru á vörum hans. Loks leit
hann aftur á Frakkann. –Hann er dáinn.
–Vitleysa! Þeir hafa sagt að ég sé dáinn í meira en áratug.
Komdu með son minn!
–Eitthvað slæmt var að ganga í New Orleans í fyrra, eitthvað
sem læknarnir gátu ekki lagað. Margir dóu.
Angistin í svip mannsins var næstum meiri en kreólinn þoldi
að sjá. –Þú hefðir ekki getað gert neitt, sagði hann í von um að
gera hinstu andartök Frakkans bærilegri.
–Ég hefði ekki átt að skilja hann eftir en það var ekkert hérna
fyrir hann... að fela sig í fenjunum allt sitt líf.
–Þú gerðir það sem þú áttir að gera. Þú gast ekki vitað þetta.
Deyjandi maðurinn settist upp með miklum erfiðleikum. –Þú
þarft að gera annað fyrir mig. Annað enn mikilvægara.
Kreólinn hnyklaði brýnnar. –Hvað?
–Undir rúminu er kista. Taktu hana fram, en farðu varlega.
Hún er þung.
Kreólinn kraup hjá rúminu og leit undir það. Hann sá kistuna
í horninu og togaði í handfangið á hliðinni, en hún haggaðist
varla. Þá reyndi hann meira á sig, togaði af öllu afli og mjakaðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í fenjunum
Sálfræðingurinn Alexandria Bastin kreisti farsímann sinn fast
við orð frænku sinnar. –Segðu þetta aftur. Henni hlaut að hafa
misheyrst.
–Nornin tók hana! Hún tók barnið mitt! Grátur Söru nísti
eyrað á Alex í gegnum símann.
–Róaðu þig, Sara, sagði Alex og gaf hjúkrunarkonu merki
um að fara, sem leit á hana til að sjá hvort Alex þyrfti hjálp.
–Dragðu andann djúpt að þér og segðu mér allt. Hún flýtti sér
inn ganginn og inn á skrifstofuna til að sleppa frá hávaðanum á
göngum sjúkrahússins. –Hvenær hvarf Erika?
–Seinni partinn í dag. Hún fór að leika við vinkonu sína sem
býr neðar við götuna. Móðursýkin fékk Söru til að hækka róminn
við hverja setningu. –Hún átti að koma heim klukkan þrjú
en kom aldrei. Ég beið og beið en hún kom aldrei.
–Hvað sagði móðir vinkonunnar?
–Að Erika hefði farið heim á réttum tíma. Hún er farin, Alex,
og enginn trúir mér. Barnið mitt! Hvað varð um barnið mitt?
Sara fór að gráta. –Ég hringdi og hringdi en þú svaraðir aldrei.
Alex greip veskið sitt úr skrifborðsskúffu og læsti skrifstofunni.
–Ég er á leiðinni. Sara, heyrirðu í mér?
Alex heyrði bara örvæntingarfullan grát þegar hún flýtti sér
inn í lyftuna. Strax og lyftudyrnar lokuðust, slitnaði sambandið.
Alex leit á skjáinn og bölvaði þegar hún sá hve mörgum
símtölum frá frænkunni hún hafði misst af. Hún hafði verið
upptekinn allan seinni partinn, að gefa skýrslu á nefndarfundi.
Hún hafði slökkt á símanum sínum en sá nú eftir því.
Hún reyndi að nota hugaraflið til að fá lyftuna til að fara
hraðar niður. Strax og lyftudyrnar opnuðust í bílakjallaranum,Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hættulegar minningar
–Byssa!
Levi Cooper ríkislögreglumaður snéri sér í heilan hring og litaðist
um eftir manneskjunni sem hafði hrópaði þetta og til að fá staðfestingu
á að um byssu væri að ræða. Hann sá ekkert en hann gat ekki
farið að hætta lífi Jolene. Hann færði sig.
–Allir niður!
Þeir fáu sem viðstaddir voru jarðarförina heyrðu viðvörunina og
dreifðust í allar áttir. Allir nema hið raunverulega skotmark.
Hann hljóp því af stað. Hann rann og hrasaði á leið sinni niður
hæð ina, óð drullu í hellidembu og hljóp til að bjarga lífi hennar.
Hann sá að Jolene Atkins stóð enn undir tjaldhimninum sem útfarar
þjónustan hafði komið upp. Stóð enn við hlið kistu föður síns og
axlir hennar hristust eins og hún væri að gráta.
Hún leitaði ekki skjóls.
Levi ýtti blómaskreytingu til hliðar til að komast fyrr til hennar.
Hann hefði átt að hlusta á skynsemina og vera hjá henni allan tímann.
Hann heyrði skot. Valmöguleikar? Annað hvort að fleygja sér í moldina
eða hlaupa eins og þeir sem hann sá útundan sér. Hann henti sér
fram til að ná Jolene niður með sér.
Hann stökk af öllum krafti og lenti harkalega ofan á henni. Hann
reyndi að snúa sér eins og hann mögulega gat til að taka af henni
höggið. Þau runnu eftir gervigrasinu og út í moldina.
Kransar hrundu ofan á kistuna.
Rósir og önnur blóm duttu ofan á þau.
Regnið skall á þeim eins og ísnálar.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Arfleifðin
Það var aldrei svona dimmt í Brooklyn. Ef hún hefði verið heima hjá sér hefði Gabby Rousseau getað treyst á götuljós eða bjarma frá búðarglugga, eða eilífan bjarmann frá Manhattan handan ár- innar. En hérna? Í fjöllunum í Colorado? Hún sá ekki þrjá metra fram fyrir sig, jafnvel þótt hún væri með háu ljósin á. Þung ský lokuðu á stjörnurnar og rigningin buldi á þreytta Fordinum hennar.
Hún velti fyrir sér að keyra út í kant og bíða þar til stormurinn gengi yfir en vogaði sér það ekki. Hvað ef dekkin sykkju í leðj- una við hliðina á þessum mjóa vegi sem var þakinn holum? Hvar yrði hún þá? Föst. Í rigningu. Og enginn leigubíll á stóru svæði.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Gíslataka
Sunnudagur, 21:57
Rafmagnið hafði verið tekið af byggingunni en neyðarljósin nægðu Kelly Evans þegar hún gekk að útgönguljósi sjöttu hæðar- innar. Hjarta hennar sló hratt og hendurnar skulfu. Hvert skref færði hana nær hættu en hún hafði ekki um neitt að velja. Hún varð að bjarga hinum gíslunum.Hún opnaði dyrnar undir útgönguljósinu og hélt þeim opnum. Þegar hún lokaði dyrunum myndu þær læsast á eftir henni og hún kæmist ekki inn um þær frá stigaganginum.
Hún hélt niðri í sér andanum og lagði við hlustir. Höfðu þeir sett vörð hérna? Var hún að ganga í gildru? Reykur frá sprenging- unni sem lokaði stigaganginum á jarðhæðinni mettaði loftið og erti hálsinn á henni. Hún klemmdi varirnar saman og kæfði hósta sem hefði getað komið upp um staðsetningu hennar.
Hún lokaði dyrunum svo varlega að smellurinn heyrðist varla. Hún steig frá veggnum, hallaði sér fram, greip í handriðið og horfði upp á við. Á hverri hæð var útgönguljós en skuggarnir skekktu allt svo stiginn virtist ná óendanlega langt. Kelly hóf gönguna.
Þegar hún var á milli sjöundu og áttundu hæðarinnar tók hún sér hvíld til að ná andanum. Níunda hæðin var sú hættulegasta. Trask var þar og byssumennirnir. Ef hún kæmist framhjá gæti hún náð alla leið upp á þak.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ljósmóðir í Montana
Rödd hennar titraði af kvíða, sem var skiljanlegt því hún var í þann veginn að eignast sitt fyrsta barn. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum höfðu Misty og Clinton ákveðið að fara í torfæruakstur og höfðu fest bílinn í gömlum árfarvegi sem var blautur eftir nýlega snjóbráð. Veðrið var ekki slæmt, miðað við að nóvember var byrjaður, en myrkrið var að nálgast. Með því kæmi meiri kuldi.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á öruggum stað
Olivia Loughton var köld og ein, á ráfi um dimmar götur Denver. Kaldur nóvembervindur reif í síðustu gulu laufin sem héngu á greinum og hún þurfti að halda peysunni að sér því rennilásinn var ónýtur. Dökkbláu peysuna hafði hún fundið í óskilamunum sjúkrahússins. Hún hafði skilið blóðugu úlpuna eftir.Hún gat ekki skilið minningarnar jafn auðveldlega við sig. Með hræðilegum smáatriðum mundi hún eftir bílslysinu í fjöllunum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Mansal
Því fyrr sem þessari rannsókn lyki, þeim mun betra. Eftir átta mánaða starf var Brady Masters alríkislögreglumaður að því kominn að missa þolinmæðina. Hann þráði að komast aftur til Quantico og hafði úr eigin vasa greitt fyrir sæti í leiguflugi frá Albequerque til flugvallarins í Grand-sýslu skammt frá Granby í Colorado.Hann laut höfði meðan hann gekk út úr litlu flugvélinni og niður á flughlaðið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ljósmóðir í lífshættu
Sum börn koma snögglega í heiminn með spörkum og öskrum. Önnur taka andköf. Svo eru börn sem opna faðminn og ná taki á manni. Hvert ungbarn er einstakt. Hver fæðing kraftaverk.Rachel Devon naut þess að vera ljósmóðir.Hún brosti til nýfædda barnsins í fangi sér. Litla stúlkan, sem var bara tveggja stunda gömul, starði á vetrarsólina fyrir utan gluggann. Hvað skyldi hún verða þegar hún yrði stór? Hvert myndi hún ferðast? Fyndi hún ástina? Gangi þér vel, litla stúlka. Ég er enn að leita.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Einnar nætur gaman
Fógetafulltrúinn Royce McCall dró upp .45 kalíbera Colt skammbyssu og steig á bak við stórt tré sem ísinn hafði brynjað. Almáttugur.Þessu þurfti hann engan veginn á að halda. Það var of kalt til að skiptast á skotum, of kalt til að handtaka einhvern, en hann gæti þurft að gera bæði.Hann kíkti á veiðikofann, sérstaklega á eina gluggann sem sneri að honum. Hann sá enga hreyfingu en hafði séð spor í snjónum sem einhver hafði reynt að fela. Sporin lágu frá skóginum og beint að kofanum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.