Flýtilyklar
Brauðmolar
Örlagasögur
-
Játningar
–Ertu... að fara? Scarlett Stone starði á manninn fyrir framan sig og fann til í hjartanu. Nei, þetta var ekki sársauki... hjartað var að bresta.
–Ég fékk ný verkefni, sagði Grant McGuire, djúp röddin var laus við sína venjulegu hlýju. –Ég fer á morgun og veit ekki hvenær ég kem aftur. Sólin var að setjast og endurspeglaðist í ljósu hári hans. Grant... hávaxinn, myndarlegur, fullkominn.
Hún hafði útskrifast úr framhaldsskóla fyrir nokkrum mánuðum. Háskólinn beið hennar. Dagarnir áður en skólinn byrjaði áttu að vera upphafið að nýju lífi. Nýju lífi sem hún vildi eyða með honum.
Grant var fjórum árum eldri en hún. Vinsæll, sjálfsöruggur, sterkur. Hann hafði verið í hernum í nokkur ár en komið að heimsækja hana. Í hvert sinn sem hann kom heim eyddi hann tímanum með henni.
En hann er að fara aftur...
Hann lyfti hendinni og siggrónir fingurgómarnir strukust yfir vanga hennar. Snertingin rak eitthvað af hrollinum burtu. Skrýtið. Ágústkvöld í Texas ætti ekki að vera svona kalt, af hverju var hún með gæsahúð á handleggjunum?
–Þú átt eftir að njóta þess að vera í háskólanum, sagði Grant með þessari lágværu rödd sem fékk magann í henni til að taka smádýfu. –Þetta verður skemmtilegasti tími ævi þinnar. Hönd hans féll niður. –En ég þarf að fara aftur.
Hann var alltaf að fara. –Af hverju?
–Búgarðurinn... staðurinn er ekki fyrir mig, Scarlett. Ég þarf eitthvað meira.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Hver er morðinginn?
Daniel Carson sat við litla skrifborðið á lögreglustöðinni í Lost Lagoon. Rimlagardínurnar voru lokaðar svo það var fullkomið næði á skrifstofunni. Fyrir utan litla glerbúrið heyrðist í mönnunum í vaktherbergi lögreglumannanna, samræðurnar hljómuðu eins og lágvært suð.
Þeir voru allir að ræða um komu nýja lögreglustjórans sem ríkissaksóknari hafði tilnefnt til að taka við stöðunni og uppræta alla spillingu sem gæti verið að finna í deildinni áður en hægt væri að kjósa nýjan lögreglustjóra í litla bænum.
Það var tæpur mánuður síðan Trey Walker, fyrrum lögreglustjóri, og Jim Burns bæjarstjóri höfðu verið handteknir fyrir eiturlyfjasölu og morðtilraun. Þeir höfðu flutt varning sinn í undirgöngum frá fenjamýrinni að húsi Trey og þaðan fóru eiturlyfin í bíla og ekið var með þau út úr fylkinu.
Hneykslið hafði skekið litla bæinn í fenjamýrum Mississippi.
Daniel var næstráðandi lögreglustjórans og hafði þar af leiðandi verið settur lögreglustjóri til bráðabirgða en þetta var starf sem hann hafði ekki viljað fá og gat ekki beðið eftir að tæki enda.
Hún ætti að koma á hverri stundu. Olivia Bradford lögreglustjóri sem hafði verið send hingað frá Natchez. Daniel vissi ekkert um konuna en átti von á kvenskörungi sem hafði ekki einungis vald til að reka þá sem hún vildi heldur var með
alla forkólfa í ríkinu á bak við sig.
Það var ekkert skrýtið þó að menn kviðu fyrir að hitta nýja yfirmanninn, væru bæði kvíðnir og órólegir. Hausar fengju að
fjúka ef hún fyndi eitthvað eða einhvern sem ekki væri viðeigandi í deildinni. Allir höfðu áhyggjur af starfi sínu.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Afturgangan
Þetta var fullkomið kvöld fyrir draugagöngu. Tunglið í
Mississippi var næstum falið bak við þokuna sem skreið yfir
landið og göturnar í litla bænum Lost Lagoon.
Savannah Sinclair batt vasaljósið með tvöfalda geislanum,
sem hékk við mittið á henni undir hvítum, þunnum, skósíðum
kjólnum, betur við sig. Hún hafði lýst andlitið með púðri og
vissi að flestir myndu telja að það sem hún aðhafðist væri
meira en lítið undarlegt.
Kannski hafði hún verið meira en lítið undarleg síðustu tvö
árin eftir að eldri systir hennar og besta vinkona, Shelly, hafði
verið myrt og fundist fljótandi í lóninu.
Líf Savannah hafði breyst til frambúðar þessa nótt. Hún
hafði breyst til frambúðar og það sem hún ætlaði sér að gera
núna, á miðnætti, sannaði að dauði Shelly hafði ennþá djúpstæð áhrif á hana sem hún gat ekki hrist af sér.
Hún starði á draugalega spegilmynd sína og velti því fyrir
sér hvort hlutirnir væru öðruvísi ef morðið á Shelly hefði verið
upplýst og morðingi hennar handtekinn.
Hún sneri sér snöggt frá speglinum og gekk út af baðherberginu. Klukkan á náttborðinu í svefnherberginu sýndi tölurnar
23:30. Tímabært að leggja í hann.
Hún slökkti öll ljós í fjögurra svefnherbergja húsinu sem
hafði einu sinni verið heimili fjölskyldu hennar, greip vasaljós
sem passaði í lófann og smeygði sér út um bakdyrnar.
Dimm nóttin umlukti hana og hún leit snöggt á hús næsta
nágranna, ánægð með að öll ljós voru slökkt og nágranninn,
Jeffrey Allen, var örugglega kominn í háttinn.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Dauðadómurinn
Blóðslettur á timburgólfi og veggjum. Svo mikið blóð.
Öskrið sat fast í hálsinum á Avery Tierney, níu ára. Fósturfaðir
hennar, Wade Mulligan, lá á gólfinu. Máttlaus. Hjálparvana. Það
blæddi úr honum.
Augun voru þanin. Hvíturnar eins og mjólk á litinn. Varirnar bláar.
Skyrtan rifin eftir óteljandi hnífsstungur.
Það var kalt í herberginu. Vindurinn hvein eins og draugur í gamla
húsinu. Það skrölti í gluggarúðum. Marraði í gólfinu.
Hún skalf og nötraði af hryllingi.
Svo af létti.
Gamli og illgjarni yfirgangsseggurinn gat aldrei meitt hana aftur.
Aldrei komið inn í svefnherbergið hennar. Aldrei hvíslað ljótum hlutum í eyrun á henni.
Aldrei neytt hana til að gera þessa hluti...
Það heyrðist hljóð. Hún neyddi sig til að líta af blóðugri kássunni
og svo upp. Hank bróðir hennar stóð við hliðina á líkinu.
Með hníf í hönd.
Hann rumdi, lyfti hnífnum og stakk Wade aftur. Líkami Wade
kipptist til. Hank gerði þetta aftur. Aftur og aftur.
Blóðið draup af skaftinu og hnífsblaðinu. Meira blóð spýttist á
skyrtuna hans. Hendurnar voru útataðar.
Augun voru tryllingsleg. Spennt. Full af reiði.
Hún opnaði munninn til að öskra aftur en Hank lagði fingur á varirnar og hvíslaði, –uss.
Avery kinkaði kolli en leið eins og hún þyrfti að kasta upp. Hún
vildi að hann hætti.
Hún vildi að hann stingi Wade aftur til að hann væri örugglega dáinn.
Sírena vældi fyrir utan. Blá ljós snerust, skinu inn um gluggana
framan á húsinu.
Hank leit snöggt við, óttaglampi í augunum.
Svo var dyrunum hrundið upp og tveir lögreglumenn komu æðandi
inn.
Hank lét hnífinn detta á gólfið svo það glamraði í honum og reyndi
að flýja. Stærri lögreglumaðurinn náði taki um mittið á honum.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Barnshvarfið
Sage Freeport hét því að treysta karlmanni aldrei aftur.
Ekki eftir meðferðina sem hún hafði fengið hjá Trace Lanier. Loforð um ást og eilífa hamingju... þangað til hún varð ófrísk.
Þá höfðu loforð hans gufað upp, eins og regndropar á sjóðheitri
gangstétt.
Benji sonur hennar, sem var þriggja ára gamall, hafði aldrei hitt
pabba sinn. Hún hafði haft áhyggjur af því að hann hefði enga
karlkyns fyrirmynd og gert sitt besta til að gegna hlutverki beggja
foreldra. Samt gat hún ekki kastað bolta þótt lífið lægi við og lá við
yfirliði við að setja orm á öngulinn ef hún fór til að veiða í tjörninni.
Svo hafði Ron Lewis birst fyrir nokkrum mánuðum og heillað
hana með góðmennsku sinni og greind og komið fram við Benji eins
og hann ætti hann sjálfur.
Augnaráðið hvarflaði að trénu á borðinu sem þau Benji höfðu
skreytt daginn áður. Þau höfðu búið til skraut til að hengja á tréð og
þegar hann var sofnaður um kvöldið hafði hún pakkað gjöfinni hans
inn. Hann yrði í sjöunda himni á jólunum þegar hann fengi boltann og
hanskann sem hann hafði beðið um.
Hún tók plötu með kanilsnúðum út úr ofninum til að láta þá kólna
áður en gestir hennar á gistiheimilinu kæmu á fætur til að fá morgunmat, fór svo upp að athuga um soninn.
Benji var yfirleitt vaknaður um þetta leyti, þvældist fyrir í eldhúsinu þegar hún var að elda, spjallaði og spurði endalausra spurninga og
nældi sér í beikon um leið og hún tók það af pönnunni.
En Benji var ekki í rúminu sínu þegar hún opnaði dyrnar inn til
hans. Nokkur leikföng lágu á gólfinu, merki um að hann hefði farið á
fætur til að leika sér eftir að hún setti hann í rúmið kvöldið áður.
Hún hugsaði með sér að hann væri í einhverjum leik og flýtti sér
inn á baðherbergið.
Hann var ekki þar heldur.
Hún leit undir rúmið hans og hrukkaði ennið. –Benji? Hvar ertu,
elskan?
Ekkert svar.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Gljúfrið
Kelly Lambert vildi ekki deyja.
En góða mannveran, sem hafði boðið henni far þegar bíllinn
hennar bilaði fyrir utan Sunset Mesa og hún hafði óttast að
þurfa að ganga eftir fáförnum vegi í myrkri, hafði reynst vera
brjálæðingur.
Fúll andardráttur barst að kinninni á Kelly og hún kúgaðist.
–Gerðu það... bað hún.
En hún náði ekki að segja fleira, því að hendurnar hertu
beltið um hálsinn á henni. Steinar ultu undan fótum hennar
þegar árásarmaðurinn dró hana nær gilbrúninni og neyddi hana
til að horfa niður á klettana á botni gilsins.
Tugir metra skildu hana og klettana að. Jafnvel þótt henni
tækist að lenda milli kletta yrði fallið henni að bana.
–Þarna áttu heima, tautaði tryllingslega röddin. –Vondar
stelpur eins og þú eiga skilið að deyja.
–Nei, hættu, gerðu það, hvíslaði hún. –Af hverju ertu að
gera mér þetta?
Reiðileg augu mændu á hana. –Þú veist það.
Kelly reyndi að ná andanum, en leðrið hertist sífellt meira að
hálsinum á henni.
Hún vissi það ekki. Vissi ekki hvers vegna þessi mannvera
vildi hana feiga. Eða nokkur maður yfir höfuð.
Árásarmaðurinn ýtti henni nær barminum. Fæturnir á Kelly
dingluðu fram af brúninni eins og á tuskudúkku.
Hún barðist um enn á ný og reyndi að sleppa, en ólyfjanin
sem hún hafði fengið gerði hana of veikburða. Það var vonlaust
að berjast á móti. Hún gat hvorki hreyft hendurnar né sparkað
með fótunum.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Hengiflug
Hin sextán ára gamla Tawny-Lynn Boulder tók í sætisbrúnina er eitthvað skall aftan á rútunni og svipti henni til hægri svo að hún skrapaði vegriðið.
Það hvein í dekkjunum, vagnstjórinn missti stjórn á rútunni og það gneistaði af hliðunum þegar hún kastaðist til. Hinar stúlkurnar í hafnaboltaliðinu öskruðu allt í kringum hana. Rúður brotnuðu í mél.
Hún leit til hliðar og ríghélt sér til að detta ekki á ganginn. Hengiflugið var aðeins örfáa metra frá henni. Hún datt utan í sætið þegar vagninn valt. Systir hennar, Peyton, hrópaði upp yfir sig þegar höfuðið á henni skall í toppinn á vagninum. Skór flaug yfir sætið. Íþróttataska skoppaði eftir ganginum. Ruth, besta vinkona Peyton, reyndi að klóra sig í áttina til hennar með blóðugar hendur.
Síðan rann vagninn, sveiflaðist til og skautaði í átt að hengiflug inu. Brothljóð heyrðust er vagninn fór í gegnum vegriðið. Eitt
skelfilegt augnablik hékk hann á barmi hengiflugsins.Fleiri öskur, meira blóð. Síðan féll vagninn fram af bakkanum og ofan í gljúfrið fyrir neðan.
–Peyton! hrópaði Tawny-Lynn. Peyton kastaðist yfir sætið. Fleiri glerbrotum rigndi yfir vagninn er hann skall utan í klett.
Hún rak höfuðið í eitthvað og öxlin á henni skall utan í vagninn. Svo missti hún meðvitund um tíma. Skömmu síðar rankaði hún við sér. Hún fann til. Fóturinn á henni var fastur undir málmbrún á einu sætinu. Hún leitaði að Peyton og óttaðist að hún væri dáin.
Þær höfðu rifist litlu fyrr. Kjánalegar systradeilur. Hún vildi sættast.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Brúðkaup til bjargar
Einhver vill borga til að láta ráða Parker Payne af dögum.
Parker heyrði fullyrðinguna fyrir sér í huganum en hún var ekki það eina sem bergmálaði í huga hans. Hann var ennþá með hávaðann í eyrunum eftir sprenginguna sem hafði sent hann á sjúkrahús og tvo starfsmenn Payne Protection öryggisfyrirtækisins í líkhúsið.
Hjartað var fullt af sektarkennd og sársauka. Hann hefði átt að vera í jeppanum, ekki Douglas og Terry. Þeir höfðu ekki haft hugmynd um sprengjuna sem var tengd við startarann og stokkið inn í jeppann hans til að sækja hádegismat. Hann hafði hlaupið út til að ná þeim því hann ætlaði að breyta pöntuninni en orðið of seinn. Doug sneri lyklinum og jeppinn sprakk í loft upp, breyttist í haug af glerbrotum og málmbútum. Tveir góðir menn létu lífið og skildu eftir sig elskaðar eiginkonur og börn.
Þetta hefði átt að vera Parker. Það var ekki nóg með að hann ætti hvorki konu né börn til að láta eftir sig heldur var það hann sem einhver vildi feigan.
Hann barðist við sársaukann og uppnámið eftir heilahristinginn sem olli honum dúndrandi höfuðverk og óskýrri sjón. Hann lokaði augunum og reyndi að einbeita sér að samtalinu umhverfis sjúkrarúmið.
Mamma hans nöldraði. –Við ættum að færa þetta samtal fram á gang svo Parker geti hvílt sig. Fingur hennar struku yfir ennið á honum, eins og þegar hann var lítill strákur með hita eða skrámað hné eða þegar pabbi hans dó. Hún hafði alltaf verið til staðar fyrir börnin sín þó að hún sjálf hefði ekki haft neinn til að halla sér að.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Eldfimt samband
Sólin skein skært og hvítu múrsteinarnir á kirkjunni glóðu. Þetta var frábær dagur fyrir brúðkaup. Logan Payne gat hins vegar ekki gleymt því að í dag fór líka fram jarðarför. Hann hafði haldið að þegar morðingi föður hans dæi fengi hann sjálfur loksins frið. Hins vegar hafði maðurinn fengið of stuttan dóm og ekki lifað nema í fimmtán ár af dómnum og það var engin sanngirni í því.
Kannski var Logan órólegur því honum fannst þetta óréttlátt.
Eða kannski vegna nýlegra morðtilræða við hann.
Hann bægði óróleikanum frá sér og einbeitti sér að brúðhjónunum. Lyfti hendinni með fuglafræjunum í lófanum og veifaði til yngri bróður síns og nýju konunnar hans. Engir áttu það frekar skilið en þau að verða hamingjusöm, aðallega eftir allt sem þau höfðu þurft að þola til að geta verið saman.
Nikki systir hans leit á hann gegnum tárin sem glitraði á í hlýlegum, brúnum augum hennar. ––Ertu að verða tilfinninganæmur stóri bróðir? spurði hún stríðin. Fjölskyldan stríddi hvert öðru misk unnarlaust.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Í eldlínunni
Ég vil fá alvöru verkefni, útskýrði Cooper og gekk um gólf á
lítilli, dökkþiljaðri skrifstofu Logan. –Ekki brelluverkefni sem
mamma plataði þig í.
–Brellu? spurði Logan, röddin sem var venjulega svo djúp steig í
uppgerðarsakleysi. –Af hverju heldurðu að þetta sé brella?
Gremjan var eins og hnútur í maganum. –Af því að mamma
hefur verið að reyna að fá mig til að fara í þetta fjandans brúðkaup
frá því áður en ég komst upp í flugvélina...
–Heim, sagði Logan fyrir hann. –Þú ert kominn heim. Tanya
Chesterfield og Stephen Wochholz eru vinir þínir. Af hverju ættir þú
ekki að fara í brúðkaup þeirra?
Af því að tilhugsunin um að Tanya giftist einhverjum manni og
hvað þá Stephen olli honum ógleði. Hann hristi höfuðið. –Við vorum
vinir í framhaldsskóla, minnti Cooper bróður sinn og sjálfan sig
á. –Það eru 12 ár síðan.
Tanya var svo falleg að það var undarlegt að hún var ekki þegar
gift og komin með börn. Það var ekki eins og hún væri stúrin hans
vegna. Nokkrir kossar voru það eina sem var á milli þeirra í skólanum
og svo urðu þau sammála um að þau yrðu betri sem vinir,
eins og þau Stephen voru. En núna var hún að giftast Stephen...
Það var samt vit í því. Meira vit í því en hefði orðið í sambandi
þeirra Tanyu. Hún var erfingi að mörgum milljónum og hann var
fyrrum sjóliði sem vann fyrir stóra bróður sinn.
Kannski...
Logan beindi athyglinni að honum, virti hann fyrir sér bláum,
pírðum augum. Cooper var svo líkur Logan og tvíburabróður hans,
með sömu bláu augun og svarta hárið, að fólk hafði oft spurt hvort
þeir væru þríburar. Cooper var 18 mánuðum yngri en tvíburarnir.
Þeir létu hann aldrei gleyma því.
Loks sagði Logan. –Stephen lítur ennþá á þig sem vin. Hann bað
um að þú yrðir svaramaður hans.
–Hvernig veistu það? spurði hann. Áður en bróðir hans gat
svarað kom Cooper sjálfur með svarið. –Mamma... Honum þótti
mjög vænt um konuna en hún var ótrúlega þreytandi. –Hún er með
þetta fjandans brúðkaup á heilanum!
–Brúðkaup eru það sem hún vinnur við, svaraðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.