Flýtilyklar
Brauðmolar
Örlagasögur
-
Tryggð
–Halló Sullivan. Sullivan leit snöggt upp þegar hann heyrði lága, hása röddina sem hann hafði heyrt allt of oft... í draumum sínum. Hann deplaði augunum, var viss um að hann væri að ímynda sér konuna sem stóð í gættinni að skrifstofunni. Hristi meira að segja höfuðið eins og hreyfingin myndi duga til að láta konuna hverfa. Hún hvarf ekki. Hún hló og við það straukst stuttklippt, rautt hárið við fíngerðan kjálkann. –Nei, fyrirgefðu, þú getur ekki deplað mér burtu eða óskað þess að ég sé ekki hérna, ég er hér. Celia James gekk inn og lokaði á eftir sér. Hann stóð snöggt á fætur. –Ég myndi ekki óska mér þess að þú værir ekki hér. Reyndar þveröfugt. Röddin hafði verið heldur hrjúf svo hann ræskti sig. Vildi ekki hræða hana burtu því hann var með áætlun sem snerist um hana. Hún var þarna, í raun og veru. –Ættir þú að vera hér? Þú varðst fyrir skoti. Celia bandaði því frá sér. –Smáskeina. Ég hef fengið þær verri. Það vottaði fyrir depurð í augnaráðinu. –Það var Elizabeth sem fékk kúlu í sig. Ég var hrædd um hana um tíma en ég frétti að henni liði betur núna. Hann kinkaði kolli og gekk aðeins nær. Elizabeth Snow var konan sem Mac bróðir hans ætlaði að giftast eins fljótt og hægt væri. Hún hafði líka orðið fyrir skoti fyrir stuttu, þegar hún stóð frammi fyrir morðingja sem var ákveðinn í að myrða hana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skuggi fortíðar
Hún hefði átt að vera ein. Elizabeth Snow var á seinni vaktinni á litla bókasafninu í útjaðri Austin, Texas. Hún átti að sjá um að loka húsinu og setja kerfið á. Hún ætti að vera sú eina þarna inni. Af hverju hafði hún þá heyrt lágvært fótatak bakatil? Elizabeth stirðnaði upp rétt hjá útidyrunum. Hún var með handtöskuna sína á öxlinni og fingurnir héldu ansi þétt um ólina. Skuggar þungra bókahillna gnæfðu yfir henni, eins og þeir væru að teygja sig í hana. Alla jafna var bókasafnið eins og athvarf í hennar augum. Öruggt. Tryggt. En... Það var orðið framorðið. Skuggarnir voru svartir og... Hún heyrði greinilegan dynk eins og bók hefði fallið af hillu eða verið hent af henni. Elizabeth kyngdi og kallaði, –er einhver þarna? Bókasafnið er lokað. Þú verður að fara. Hún reyndi að tala eins ákveðið og hún gat. Þögn. Kannski var ímyndaraflið aðeins of auðugt. Hún hafði notað síðustu helgi til að horfa á hryllingsmyndamaraþon í sjón varpinu. Kannski var hún... Dynkur. Jæja, þetta hljómaði eins og bók sem lendir á gólfinu. Einhver var að leika sér að henni. Þau höfðu aldrei lent í vandræðum með öryggismálin fyrr en nú. Stundum sofnaði fólk á bókasafninu, lét fara vel um sig við eitt borðanna og missti af tilkynningunni um að nú ætti að fara að loka. Þegar hún fór síðustu ferðina um safnið var hún vön
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skuldadagar
Allir elska brúðkaup. Það var allavega gengið út frá því að allir elskuðu brúðkaup og nýyfirstaðið brúðkaup hafði vissulega verið fallegt. Brúðurin, Ava McGuire hafði hreint og beint geislað þegar hún tók um hönd eiginmanns síns, Mark Montgomery, að athöfninni lokinni. Hávær fagnaðarlæti brutust út á meðal gestanna þegar presturinn lýsti því yfir að þau væru núna hjón. Já, gengið var að því sem vísu að allir elskuðu brúðkaup en síðasta klukkutímann hafði Jamie Myers hugsað um það eitt að grípa rétta tækifærið til að lauma sér í burtu. Að sjálfsögðu líkaði henni mjög vel við Övu og Mark sem bæði voru yndislegar manneskjur. Það var bara... Mannmergðin. Allur þessi hávaði. Raddirnar. Fólkið. Sömuleiðis að verða vitni að einhverju sem ég á aldrei eftir að öðlast sjálf. Að tilheyra stórfjölskyldu. Þessi auðveldu samskipti þeirra á milli. Það varð henni hreinlega ofviða að verða vitni að því... vegna þess að það minnti hana á fjölskyldulífið sem hún hafði sjálf glatað. −Það er kominn tími til að kasta brúðarvendinum! Jamie kveinkaði sér í hljóði. Scarlett McGuire hafði hrópað þetta háum róm og brosti síðan skelmislega til Jamie... eins og hún áttaði sig á að Jamie myndi fremur vaða eld og reyk en að gera tilraun til að grípa þennan fjandans brúðarvönd. Scarlett þekkti Jamie sennilega betur en nokkur annar þarna í brúðkaupinu. Jamie gerði heiðarlega tilraun til að olnboga sig í burtu en átti sér engrar undankomu auðið. Mannmergðin þrengdi að og hún færðist nær og nær brúðinni. Nei! Jamie fórnaði höndum og reyndi að slá brúðarvöndinn í burtu þegar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
hann stefndi beint til hennar.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Grunsemdir
–Hjálpaðu mér! Ópið var hátt, langvinnt, sársaukafullt í nóttinni. Mark Montgomery stóð á pallinum framan við húsið hjá sér og starði upp í stjörnubjartan himininn en sneri sér snöggt við þegar hann heyrði hræðsluöskrið. Hann sá hana ekki strax, það var of dimmt. Svo heyrðist greinilegt hófatak nálægt honum. Einhver kom ríðandi og stefndi hratt til hans. Hann stökk niður af pallinum. –Hjálpaðu mér! Ópið var ennþá hærra og greinilega kona sem æpti. Það voru engar konur á búgarðinum þetta kvöld. Mamma hans hafði dáið fyrir nokkrum árum og engar konur í hópi vinnu mannanna sem voru á vakt núna. Svo sá hann hestinn sem ruddist inn í rjóðrið við húsið. Stór og falleg svört meri sem hann þekkti... Lady. Merin tilheyrði McGuire-fjölskyldunni, nágrönnum hans sem bjuggu í 15 kílómetra fjarlægð. Hvað gengur eiginlega... Lítil vera sat í hnipri á bakinu á Lady og hélt fast í hestinn. Hrossið titraði, rennsveitt eftir reiðferðina sem virtist hafa verið erfið. Reiðtúr seint að kvöldi? –Mark?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Leynd og lygar
Hann hafði bjargað henni frá helvíti.
Jennifer Wesley sneri sér aðeins til og leit á manninn í rúminu við hliðina á sér. Hann var sakleysislegur sofandi, hættulaus, en hún vissi að það var blekking.
Það var ekkert sakleysislegt við Brodie McGuire. Maðurinn var vel þjálfaður hermaður. Hættulegur. Banvænn. Afl sem þurfti
að gera ráð fyrir.
Hún hafði verið viss um að henni yrði aldrei bjargað. Fangarar hennar höfðu verið nógu öruggir með sig, vissir um að hún
slyppi aldrei. Svo hafði Brodie birst.
Hún strauk yfir harðan kjálkann á honum, yfir dökka skeggbroddana. Grænu augun opnuðust við snertingu hennar, alveg
með á nótunum.
Hann var nakinn. Hún líka. Eftir björgunina, þegar þau voru sloppin undan föngurum hennar og komin í nokkuð öruggt
skjól, hafði adrenalínið og hræðslan sem hafði fyllt hana svo lengi breyst í eitthvað allt annað. Ástríðan var svo sterk að það
hafði komið Jennifer á óvart.
Hann hafði ekki dregið hana á tálar. Ekki notfært sér aðstæður, það hafði verið hún sem var svo ákveðin í að kyssa hann.
Finna einhverja ánægju til að bægja martröðum og hræðslu frá sér.
Hann renndi augunum rólega yfir andlitið á henni. Hún fann fyrir skrítinni tilfinningu um að hann væri að reyna að leggja andlitsdrættina á minnið.
–Þakka þér fyrir, hvíslaði Jennifer.
Hann lyfti dökkum augabrúnum.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Játningar
–Ertu... að fara? Scarlett Stone starði á manninn fyrir framan sig og fann til í hjartanu. Nei, þetta var ekki sársauki... hjartað var að bresta.
–Ég fékk ný verkefni, sagði Grant McGuire, djúp röddin var laus við sína venjulegu hlýju. –Ég fer á morgun og veit ekki hvenær ég kem aftur. Sólin var að setjast og endurspeglaðist í ljósu hári hans. Grant... hávaxinn, myndarlegur, fullkominn.
Hún hafði útskrifast úr framhaldsskóla fyrir nokkrum mánuðum. Háskólinn beið hennar. Dagarnir áður en skólinn byrjaði áttu að vera upphafið að nýju lífi. Nýju lífi sem hún vildi eyða með honum.
Grant var fjórum árum eldri en hún. Vinsæll, sjálfsöruggur, sterkur. Hann hafði verið í hernum í nokkur ár en komið að heimsækja hana. Í hvert sinn sem hann kom heim eyddi hann tímanum með henni.
En hann er að fara aftur...
Hann lyfti hendinni og siggrónir fingurgómarnir strukust yfir vanga hennar. Snertingin rak eitthvað af hrollinum burtu. Skrýtið. Ágústkvöld í Texas ætti ekki að vera svona kalt, af hverju var hún með gæsahúð á handleggjunum?
–Þú átt eftir að njóta þess að vera í háskólanum, sagði Grant með þessari lágværu rödd sem fékk magann í henni til að taka smádýfu. –Þetta verður skemmtilegasti tími ævi þinnar. Hönd hans féll niður. –En ég þarf að fara aftur.
Hann var alltaf að fara. –Af hverju?
–Búgarðurinn... staðurinn er ekki fyrir mig, Scarlett. Ég þarf eitthvað meira.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Hver er morðinginn?
Daniel Carson sat við litla skrifborðið á lögreglustöðinni í Lost Lagoon. Rimlagardínurnar voru lokaðar svo það var fullkomið næði á skrifstofunni. Fyrir utan litla glerbúrið heyrðist í mönnunum í vaktherbergi lögreglumannanna, samræðurnar hljómuðu eins og lágvært suð.
Þeir voru allir að ræða um komu nýja lögreglustjórans sem ríkissaksóknari hafði tilnefnt til að taka við stöðunni og uppræta alla spillingu sem gæti verið að finna í deildinni áður en hægt væri að kjósa nýjan lögreglustjóra í litla bænum.
Það var tæpur mánuður síðan Trey Walker, fyrrum lögreglustjóri, og Jim Burns bæjarstjóri höfðu verið handteknir fyrir eiturlyfjasölu og morðtilraun. Þeir höfðu flutt varning sinn í undirgöngum frá fenjamýrinni að húsi Trey og þaðan fóru eiturlyfin í bíla og ekið var með þau út úr fylkinu.
Hneykslið hafði skekið litla bæinn í fenjamýrum Mississippi.
Daniel var næstráðandi lögreglustjórans og hafði þar af leiðandi verið settur lögreglustjóri til bráðabirgða en þetta var starf sem hann hafði ekki viljað fá og gat ekki beðið eftir að tæki enda.
Hún ætti að koma á hverri stundu. Olivia Bradford lögreglustjóri sem hafði verið send hingað frá Natchez. Daniel vissi ekkert um konuna en átti von á kvenskörungi sem hafði ekki einungis vald til að reka þá sem hún vildi heldur var með
alla forkólfa í ríkinu á bak við sig.
Það var ekkert skrýtið þó að menn kviðu fyrir að hitta nýja yfirmanninn, væru bæði kvíðnir og órólegir. Hausar fengju að
fjúka ef hún fyndi eitthvað eða einhvern sem ekki væri viðeigandi í deildinni. Allir höfðu áhyggjur af starfi sínu.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Afturgangan
Þetta var fullkomið kvöld fyrir draugagöngu. Tunglið í
Mississippi var næstum falið bak við þokuna sem skreið yfir
landið og göturnar í litla bænum Lost Lagoon.
Savannah Sinclair batt vasaljósið með tvöfalda geislanum,
sem hékk við mittið á henni undir hvítum, þunnum, skósíðum
kjólnum, betur við sig. Hún hafði lýst andlitið með púðri og
vissi að flestir myndu telja að það sem hún aðhafðist væri
meira en lítið undarlegt.
Kannski hafði hún verið meira en lítið undarleg síðustu tvö
árin eftir að eldri systir hennar og besta vinkona, Shelly, hafði
verið myrt og fundist fljótandi í lóninu.
Líf Savannah hafði breyst til frambúðar þessa nótt. Hún
hafði breyst til frambúðar og það sem hún ætlaði sér að gera
núna, á miðnætti, sannaði að dauði Shelly hafði ennþá djúpstæð áhrif á hana sem hún gat ekki hrist af sér.
Hún starði á draugalega spegilmynd sína og velti því fyrir
sér hvort hlutirnir væru öðruvísi ef morðið á Shelly hefði verið
upplýst og morðingi hennar handtekinn.
Hún sneri sér snöggt frá speglinum og gekk út af baðherberginu. Klukkan á náttborðinu í svefnherberginu sýndi tölurnar
23:30. Tímabært að leggja í hann.
Hún slökkti öll ljós í fjögurra svefnherbergja húsinu sem
hafði einu sinni verið heimili fjölskyldu hennar, greip vasaljós
sem passaði í lófann og smeygði sér út um bakdyrnar.
Dimm nóttin umlukti hana og hún leit snöggt á hús næsta
nágranna, ánægð með að öll ljós voru slökkt og nágranninn,
Jeffrey Allen, var örugglega kominn í háttinn.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Dauðadómurinn
Blóðslettur á timburgólfi og veggjum. Svo mikið blóð.
Öskrið sat fast í hálsinum á Avery Tierney, níu ára. Fósturfaðir
hennar, Wade Mulligan, lá á gólfinu. Máttlaus. Hjálparvana. Það
blæddi úr honum.
Augun voru þanin. Hvíturnar eins og mjólk á litinn. Varirnar bláar.
Skyrtan rifin eftir óteljandi hnífsstungur.
Það var kalt í herberginu. Vindurinn hvein eins og draugur í gamla
húsinu. Það skrölti í gluggarúðum. Marraði í gólfinu.
Hún skalf og nötraði af hryllingi.
Svo af létti.
Gamli og illgjarni yfirgangsseggurinn gat aldrei meitt hana aftur.
Aldrei komið inn í svefnherbergið hennar. Aldrei hvíslað ljótum hlutum í eyrun á henni.
Aldrei neytt hana til að gera þessa hluti...
Það heyrðist hljóð. Hún neyddi sig til að líta af blóðugri kássunni
og svo upp. Hank bróðir hennar stóð við hliðina á líkinu.
Með hníf í hönd.
Hann rumdi, lyfti hnífnum og stakk Wade aftur. Líkami Wade
kipptist til. Hank gerði þetta aftur. Aftur og aftur.
Blóðið draup af skaftinu og hnífsblaðinu. Meira blóð spýttist á
skyrtuna hans. Hendurnar voru útataðar.
Augun voru tryllingsleg. Spennt. Full af reiði.
Hún opnaði munninn til að öskra aftur en Hank lagði fingur á varirnar og hvíslaði, –uss.
Avery kinkaði kolli en leið eins og hún þyrfti að kasta upp. Hún
vildi að hann hætti.
Hún vildi að hann stingi Wade aftur til að hann væri örugglega dáinn.
Sírena vældi fyrir utan. Blá ljós snerust, skinu inn um gluggana
framan á húsinu.
Hank leit snöggt við, óttaglampi í augunum.
Svo var dyrunum hrundið upp og tveir lögreglumenn komu æðandi
inn.
Hank lét hnífinn detta á gólfið svo það glamraði í honum og reyndi
að flýja. Stærri lögreglumaðurinn náði taki um mittið á honum.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Barnshvarfið
Sage Freeport hét því að treysta karlmanni aldrei aftur.
Ekki eftir meðferðina sem hún hafði fengið hjá Trace Lanier. Loforð um ást og eilífa hamingju... þangað til hún varð ófrísk.
Þá höfðu loforð hans gufað upp, eins og regndropar á sjóðheitri
gangstétt.
Benji sonur hennar, sem var þriggja ára gamall, hafði aldrei hitt
pabba sinn. Hún hafði haft áhyggjur af því að hann hefði enga
karlkyns fyrirmynd og gert sitt besta til að gegna hlutverki beggja
foreldra. Samt gat hún ekki kastað bolta þótt lífið lægi við og lá við
yfirliði við að setja orm á öngulinn ef hún fór til að veiða í tjörninni.
Svo hafði Ron Lewis birst fyrir nokkrum mánuðum og heillað
hana með góðmennsku sinni og greind og komið fram við Benji eins
og hann ætti hann sjálfur.
Augnaráðið hvarflaði að trénu á borðinu sem þau Benji höfðu
skreytt daginn áður. Þau höfðu búið til skraut til að hengja á tréð og
þegar hann var sofnaður um kvöldið hafði hún pakkað gjöfinni hans
inn. Hann yrði í sjöunda himni á jólunum þegar hann fengi boltann og
hanskann sem hann hafði beðið um.
Hún tók plötu með kanilsnúðum út úr ofninum til að láta þá kólna
áður en gestir hennar á gistiheimilinu kæmu á fætur til að fá morgunmat, fór svo upp að athuga um soninn.
Benji var yfirleitt vaknaður um þetta leyti, þvældist fyrir í eldhúsinu þegar hún var að elda, spjallaði og spurði endalausra spurninga og
nældi sér í beikon um leið og hún tók það af pönnunni.
En Benji var ekki í rúminu sínu þegar hún opnaði dyrnar inn til
hans. Nokkur leikföng lágu á gólfinu, merki um að hann hefði farið á
fætur til að leika sér eftir að hún setti hann í rúmið kvöldið áður.
Hún hugsaði með sér að hann væri í einhverjum leik og flýtti sér
inn á baðherbergið.
Hann var ekki þar heldur.
Hún leit undir rúmið hans og hrukkaði ennið. –Benji? Hvar ertu,
elskan?
Ekkert svar.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr.