Flýtilyklar
Brauðmolar
Örlagasögur
-
Fjölskylduerjur
Þetta var ekki endilega það sem Cody Wyatt hafði dreymt um, að flytja heim á búgarð ömmu sinnar og setjast þar að. Jafnvel þótt hann væri yngstur af sex ráðríkum bræðrum hafði Cody aldrei verið neitt sérstaklega góður í því að láta segja sér fyrir verkum. Hann sætti sig við ráðríki ömmu sinnar, enda hafði hún bjargað honum og bræðrum hans og alið þá upp. Engum datt í hug að andmæla Pauline ömmu. Bræðrunum sex kom misvel saman. Sá elsti, Jamison, hafði bjargað þeim öllum úr klóm föður þeirra og mótorhjólagengis hans og komið þeim fyrir með leynd hjá móðurömmu þeirra. Móðir þeirra var löngu látin. Jamison hafði reynt að ala Cody upp sem sinn eigin son og það hafði pirrað Cody. Hann leit upp til elsta bróður síns en það voru svo mörg ár í milli þeirra að hann hafði aldrei haft mikinn skilning á ábyrgð Jamisons, allra síst fyrstu árin. Brady og Gage voru tvíburar. Þeir voru svo mjög samrýmdir að þeir næstum töluðu sitt eigið tungumál. Cody var mjög hlýtt til þeirra beggja. Tucker var næstur Cody í aldri. Hann dáði Jamison enda var hann prýddur sömu góðu eiginleikum og stóri bróðir hans. En bæði Dev og Cody áttu sér dekkri hliðar og voru einir bræðranna um það. Erfitt skaplyndi Devs hafði næstum orðið honum að bana fyrir nokkrum árum og þar með hafði Cody ákveðið að gera sitt til þess að hafa hemil á erfiðu skaplyndi sínu og beina því í réttan farveg. En það var ekki auðvelt fyrir hann þessa dagana. Nú var hann aftur kominn á búgarðinn eftir síðasta leiðangur með Norðurstjörnu. Þessi aðgerð átti að fara leynt en ýmislegt hafði engu að síður lekið út um aðkomu hans að henni. Hann saknaði Norðurstjörnu og þess trúnaðar sem ríkti þar á
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hildarleikur
Bluesteel í suðurhluta Dakota var svo lítill bær að hann var sjaldnast merktur sem punktur á landakortum. Þar gerðist því ekki margt sem var einmitt ein helsta ástæða þess að Jamison Wyatt var hæstánægður með að starfa þar sem lögreglustjóri og einn þriggja laganna varða í bænum sem smæðar sinnar vegna heyrði formlega undir lögregluembætti Valíantsýslu. Hann var ekki sá eini þeirra bræðranna sex sem lagt hafði lögreglustörf fyrir sig en hann var sá eini þeirra sem gegndi embætti lögreglustjóra. Hann hafði alist upp í hættulegum og erfiðum heimi gengis sem faðir hans stýrði af mikilli hörku. Synir óbyggðanna var félagsskapur harðsvíraðra óeirðamanna sem áratugum saman hafði herjað á lítil bæjarsamfélög í suðurhluta Dakótafylkis... bæjarsamfélög á borð við Bluesteel. Honum til happs hafði hann varið fyrstu fimm árum lífsins á búgarði móðurömmu sinnar áður en móðir þeirra lét undan þrýstingi Ace Wyatt og fluttist með drengina þeirra til samtakanna. Fyrstu árin á eftir þekkti hann því muninn á réttu og röngu sem amma hans hafði innprentað þeim. Þegar bræðurnir fæddust síðan einn af öðrum inn í samtökin áttaði hann sig betur og betur á að hann varð að ná þeim þaðan í burtu. Hann hafði því flúið með þá einn af öðrum á búgarð móðurömmu þeirra í útjaðri Vaíanthéraðs.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Undir smásjá
Ellý Brannon annaðist útvarpsþátt sem tók við símtölum frá hlustendum í beinni útsendingu. Síðustu þrjú kvöld hafði hún fengið óljós og óskýr símtöl frá nafnlausum hlustanda. Sambandið var mjög lélegt svo hún heyrði varla rödd hans, hvað þá það sem hann hafði að segja. En það var eitthvað ógnvekjandi við tímasetningu þessara símtala og undirtóninn sem skynja mátti með öllum hljóðtruflununum. Ellý sat í öruggu skjóli hljóðstofunnar sem var fullkomlega hljóðeinangruð. Yfirleitt naut hún þess að hlusta á óvenjulegar og skringilegar frásagnir hlustenda sinna. Umræðuefnin voru alls konar. Allt frá yfirnáttúrulegum viðburðum til alls kyns samsæra í stjórnmálum. En ólíkt flestu öðru útvarpsfólki sem stjórnaði spjallþáttum þá neitað Ellý að notast við útsendingarstjóra jafnvel þótt að þættinum hennar, Miðnætti við Echo Lake, væri nú útvarpað á sextíu útvarpsstöðvum vítt og breitt um landið. Ellý hagræddi hljóðnemanum, leit á klukkuna á veggnum og þrýsti svo á hnapp og heilsaði næsta hlustanda. Enn á ný mátti heyra truflanir. –Gott kvöld, þú ert í beinni hjá Ellý Brannon. Skyndilega hurfu truflanirnar og þá mátti greinilega heyra kvenmannsrödd hvísla. –Hann er að koma… Ellý reyndi að láta þetta ekki raska ró sinni. –Það eru svo miklar truflanir á línunni. Getur þú fært þig fjær útvarpstækinu? Röddin dó smám saman út og aftur heyrðist ekkert nema truflanir. Ellý reyndi að stilla tækin og útiloka truflanirnar. –Ertu þarna ennþá? Ekkert. Aðeins dauðaþögn. Hendur Ellýjar nötruðu og hún vissi ekki almennilega hvers
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Græðgi
Nikki Dresden var fegin að hafa ekki bara tekið með sér töskuna sína, heldur einnig vöðlurnar. Líkið flaut á maganum skammt frá bakkanum. Hún reyndi að hugsa sem minnst um krókódílana og snákana sem leyndust inni á milli dúnhamranna sem uxu upp úr grunnu vatninu.
Rotnunarþefur barst að vitum hennar er hún óð út í vatnið og hún þakkaði sínum sæla fyrir að vera með tösku í bílnum sem innihélt föt til skiptanna og strigaskó. Hún var ekki feimin við að afklæðast. Samfestingurinn, sem hún var í þessa stundina, yrði settur í sorpsekk og síðan í loftþéttar umbúðir áður en hann yrði annaðhvort fluttur í þvottahúsið á rannsóknarstofunni eða settur í öflugu þvottavélina hennar á pallinum. Nikki hafði snemma lært í starfi sínu sem réttarmeinafræðingur og líkskoðari Nancesýslu að ef þefur dauðans komst inn í ökutæki var hann þar dögum og jafnvel vikum saman. Nú gerði hún varúðarráðstafanir varðandi alla þætti vinnu sinnar.
Þess vegna hafði hún einmitt varið nokkrum mínútum í að skrifa hjá sér athugasemdir og teikna umhverfið þegar hún kom á staðinn, áður en hún klæddi sig í vinnufötin. Blæbrigði skiptu máli og ekki á minnið treystandi. Jafnvel ljósmyndir gátu gefið villandi hugmynd.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sporlaust
Það var tunglmyrkvi yfir furuskógunum í austanverðu Texasríki kvöldið sem hvarfið átti sér stað. Gamla fólkið kallaði hann fyrirboða. Tom Brannon hafði litið á hann sem einskæra óheppni.
Hann hafði gleymt vasaljósinu sínu þegar hann þaut út úr húsinu og þrammaði meðfram stöðuvatninu í daufu skini
blóðmánans, í veikri von um að þegar hann kæmi heim væru telpurnar heilar á húfi í svefnherbergi systur hans.
Fimmtán ár voru liðin frá þessu afdrifaríka kvöldi, en enn fór hrollur um Tom þegar máninn roðnaði og furuilmur barst
með golunni af vatninu.
Hann stóð fyrir utan skrifstofur lögreglustjóraembættisins og horfði til himins. Hann ætti að gleyma tunglinu og fara aftur að vinna. Mörg knýjandi verkefni biðu hans, til að mynda niðurskurður og aukin glæpatíðni, auk kvartananna sem virtust margfaldast með degi hverjum.
Lögreglustjórar í dreifbýlinu höfðu nóg að gera.
Honum varð hugsað til Ellie, systur sinnar, aleinnar á Bergmálsvatni. Marga kílómetra frá bænum. Marga kílómetra
frá næstu mannabyggð. Einu sinni hafði hann spurt hana hvort hún yrði aldrei einmana, en hún hafði hnussað og sagt að einangrunin héldi sér heilli á geði. Þar að auki væri aðeins tuttugu mínútna akstur í bæinn, þar sem hún fengi allan þann félagsskap sem hún vildi.
Hún virtist vera sátt við lífið þessa dagana, en Tom velti því fyrir sér hvort hún fengi enn martraðir. Hvort hún lægi undirEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eldsvoði
Fyrir fimm árum, í Whistler í Norður-Karólínu.
Sjúkrahúsið stóð í björtu báli.
Skelfingaróp heyrðust. Slökkviliðsmenn og bráðatæknar þustu að til að slökkva logana og aðstoða særða og veika og koma þeim í öruggt skjól. Þeir höfðu verið við vinnu sína í hálftíma, alveg síðan viðvörunarbjallan gall.
Hjúkrunarfræðingurinn Peyton Weiss fylgdi síðasta sjúklingnum út af bráðamóttökunni. –Komdu, ljúfan, sagði hún og hjálpaði rosknu konunni að setjast í hjólastól. –Við þurfum að hafa hraðan á.
Litla konan var grátandi og ringluð og hendur hennar skulfu, en Peyton hvíslaði að henni hughreystingarorðum meðan hún ýtti stólnum út um neyðarútganginn. Grasflötin var full af sjúklingum,
áhyggjufullum ættingjum og starfsfólki spítalans, auk fjölmiðlamanna. Hún var hálfgert jarðsprengjusvæði, þakið skelfdu og særðu fólki.
Hjartað sló ört er hún skildi gömlu konuna eftir í höndum bráðatæknis og svipaðist um eftir móður sinni. Margaret Weiss hafði verið lögð inn með lungnabólgu fyrir viku.
Sama dag hafði kona Barrys Inman dáið á bráðadeildinni.
Skelfingu lostin þaut Peyton yfir flötina og kannaði rúm, hjólastóla og börur. Enda þótt starfsfólk spítalans hefði reynt að koma öllum út á skipulegan hátt hafði hálfgerð ringulreið tekið við þegar eldurinn breiddist út.
Hana sveið í augum af völdum reykjarins.
Tvennt hafði þegar fengið alvarleg brunasár.
Kona nokkur öskraði hástöfum. Hún fann ekki barnið sitt.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hefndarslóð
Hún setti derhúfuna á höfuðið og gerði hvað hún gat til þess að halda sig í skugganum. Gekk svo út í bíl og ók í burtu frá bensínstöðinni. Stór og þrekvaxinn maður í hettupeysu fylgdist með henni þar sem hann stóð við eina bensíndæluna.
Hún fékk hnút í magann. Hafði Robert borgað einhverjum fyrir að elta hana?
Kuldahrollur hríslaðist um hana svo hún steig ákveðið á bensíngjöfina og þaut út á hraðbrautina. Í öngum sínum leit hún í spegilinn til þess að athuga hvort maðurinn væri á hæla hennar en svo var ekki sem betur fór.
En þrátt fyrir þetta bærðust alls kyns tilfinningar í brjósti hennar, ótti og jafnvel örvænting. Hún hafði yfirgefið íbúðina sína, pakkað öllu í skyndi og drifið sig burt. Hún hafði ekki minnstu hugmynd um hvernig hún ætlaði að fara að því að hefja nýtt líf en fyrst varð hún að komast burt frá honum.
Nálgunarbannið sem hún hafði fengið hafði engin áhrif á hann.
Hann hafði einfaldlega leitt það hjá sér og haldið áfram að hóta henni. Hann hafði lofað henni því að hún myndi fá að gjalda fyrir það ef hún færi frá honum.
Síðan hafði hann bundið hana fasta og skilið hana eftir allsnakta og aleina. Hann hafði horfst í augu við hana og sagt
henni að hún yrði að læra að vera almennileg eiginkona.
Þau voru ekki gift. Hún hafði hafnað bónorði hans og gert nokkrar tilraunir til þess að ljúka þessu sambandi.
Hann hafði þverneitað að fallast á það að þessu væri lokið.
Loks þegar henni hafði tekist að losna úr fjötrunum hafði hún drifið sig í burt og gist á ódýru hóteli við hraðbrautina. Hún var skelfingu lostin og vissi í raun ekki hvert hún var að fara. Lögreglan hafði sagt henni að hún gæti ekki aðstoðað hana nema hann skaðaði hanaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Nær dauða en lífi
Hún snerist í hringi og leitaði að skilti sem vísaði að veginum.
Ekkert nema fleiri tré og rísandi fjallið fyrir framan hana.
Það brakaði í snjónum þegar hún gekk og allt í einu brotnaði grein og féll fyrir framan hana. Hún datt um hana, hún reyndi að grípa í eitthvað til að minnka fallið. Hún greip í grófan börkinn á eikartré og rispaði á sér lófana. Hnén sukku niður í djúpan snjóinn og fötin hennar voru rök og köld.
Hún var ekki í úlpu, ekki með húfu né vettlinga.
Hún skalf og leit í kringum sig, leitaði að stað. Einhverjum stað þar sem hún gæti falið sig fyrir honum.
Skyndilega heyrði hún djúpa rödd. –Þetta er búið! Þú sleppur ekki.
Nei... öskraði hún innra með sér. Hún varð að komast undan.
Eitthvað sagði henni að hann myndi drepa hana ef hann næði henni.
Klakinn festist við fötin hennar þegar hún reyndi að klöngrast áfram í gegnum snjóinn. Eitt skref. Annað skref. Hún sá stíg fyrir framan sig, kannski myndi hann leiða hana að veginum.
Eða alla vega eitthvert skjól. Stað til að fela sig á.
Hún heyrði dýrahljóð í fjarska. Sléttuúlfur? Villiköttur?
Það voru örugglega birnir í þessum fjöllum.
Annað skref og annað. Hún festi stígvélið í gróðri. Hún riðaði og greip í eitthvað til að halda í. Neglurnar grófust inn í
börkinn á litlu tré. Hún faðmaði það og tók andköfEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Dularfullt brottnám
Litla dóttir hennar var fullkomin.
Hún lagði á minnið hvert einasta smáatriði í andlitsdráttum hennar, örsmátt nefið og spékoppana og líka fingur og tær.
–Hún er fegursta barn sem ég hef nokkurn tíma séð, hvíslaði hún.
–Hún er eins og engill, muldraði Drew.
Cora brosti. Hún var þakklát fyrir það að hann virtist líka hamingjusamur. Þegar hún hafði fyrst sagt honum að hún væri ólétt hafði hann ekki tekið því vel. Hann óttaðist að þau hefðu ekki efni á að eignast barn og svo hafði hann áhuga á að gerast meðeigandi í lögfræðifyrirtæki. Hún hafði fullvissað hann um að þau réðu við að eignast barn en hann var engu að síður áhyggjufullur yfir fjárhagnum.
Síminn hans hringdi. Hann leit afsakandi til hennar. –Fyrirgefðu, ég verð að svara þessu.
Hann hraðaði sér út úr stofunni og Cora kyssti Alice á kinnina og strauk henni blíðlega.
Fáeinum mínútum síðar birtist Lisa, hjúkrunarfræðingurinn sem hafði aðstoðað við fæðinguna.
–Við verðum að taka hana og skoða hana ögn nánar. Hún klappaði Coru á annan fótlegginn. –Ég kem aftur með hana eftir augnablik. Þú ættir að reyna að hvílast.
Cora hélt Alice þétt að sér áður en Lisa tók við henni. Hún var svo spennt að það hvarflaði ekki að henni að hún myndi
festa svefn en engu að síður var hún steinsofnuð um leið og Lisa lokaði á eftir sér.
Hana dreymdi að hún væri á leið inn í barnaherbergið með Alice í fanginu þegar hún vaknaði skyndilega við reykjarlykt.
Augnabliki síðar fór brunavarnarkerfi í gang, dyrnar voru rifnar upp á gátt og Lisa þaut inn fyrir.
–Drífðu þig, við verðum að fara útEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Árásin
Veröld Shaye Griest hafði alltaf verið full af demöntum og perlum og hún hafði aldrei þurft að hugsa um eitthvað sem hún átti ekki... starfsfólkið sá um allt fyrir hana og hana hafði aldrei skort hluti. Pabbi hennar var forsætisráðherra Alsír og landið var auðugt af olíu og gasi. Þegar hún var 5 ára hafði hún fengið gullsleginn Rolls Royce að gjöf frá forseta Nígeríu sem sagði kæruleysislega, –handa þér þegar þú getur farið að keyra bíl.
15 árum síðar stóð bíllinn í bílskúr í felustað föður hennar í Alsír... og hún myndi aldrei sjá hann aftur og pabba sinn ekki heldur.
Í sannleika sagt hafði hún aldrei verið hrifin af bílnum eða manninum sem gaf henni hann eða af pabba sínum sem geymdi bílinn hjá sér. Gott að vera laus við þá alla.
Hún dró kragann á kápunni betur saman um hálsinn meðan hún gekk að Combine matsölunni í Mystery, Montana. Það var farið að hvessa og desemberkuldinn varð ennþá naprari við það.
Úti var 12 stiga frost en henni leið eins og hún væri komin á dimma hlutann á tunglinu. Hún gæti alveg eins verið þar því pabbi hennar myndi frekar leita að henni þar en hérna í Montana.
Eða það vonaði hún að minnsta kosti. Mannfjandinn fann alltaf einhverja leið til að finna hana.
Skiltið utan við matsöluna skrölti í keðjunum sem það hékk í og hljómaði eins og vofa liðinna jóla. Hljóðið bergmálaði í
snævi þöktu umhverfinu og minnti hana á sáran einmanaleika sinn.
Hún vissi hvernig kuldi var því hún hafði ferðast mikið en hafði ekki reiknað með einmanaleikatilfinningunni sem fylgdi
svona ískulda.
Hún hefði átt að flýja á heitari stað. Tahítí var fínn staður áEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.