Sjúkrasögur

Dýrahvíslarinn
Dýrahvíslarinn

Dýrahvíslarinn

Published Desember 2021
Vörunúmer 405
Höfundur Becky Wicks
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Líkamshiti, öndun... hvoru tveggja fullkomið. Þetta eru einmitt fréttirnar sem við vildum þennan morguninn, litli minn. Jodie Everleigh setti fjórleggjaða sjúklinginn þeirra eins beinan og hún gat á borðið fyrir framan sig. Marlow var mikið meira á iði en hann hafði verið þegar eigandinn kom með hann í gær, sem var góðs viti. Vesalings litli labradorhvolpurinn hafði verið á West Bow dýraspítalanum yfir nótt með vökva í æð, vegna óútskýrðra uppkasta á eldhúsgólf eiganda síns fyrir fjórum dögum síðan. –Hann er líka loksins farinn að borða vel, sagði Aileen starfsfélagi hennar, þar sem hún mjakaði sér inn á skoðunarstofuna með tvo kaffibolla. Jodie tók við koffínskammtinum sínum, svart kaffi eins og vanalega, og fylgdist með Aileen ýfa mjúkan og gylltan feld hvolpsins við eyru hans, hvatti hann til að reyna að sleikja andlitið á sér frá borðinu. –Var ég búin að segja þér hversu þakklát ég er fyrir að þú ert jafn góð í að vita hvenær ég þarf kaffi eins og þú ert með dýrin? sagði Jodie við hana, leit út um gluggann og tók eftir að það var aftur farið að rigna á gráleit stræti Edinborgar. Aileen gaf henni báða þumla upp vegna hvolpsins og Jodie brosti, bældi niður geispa. Þær höfðu byggt þennan spítala upp saman frá grunni og starfsfólkið þeirra var orðið hennar önnur fjölskylda

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is