Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og óvissa
-
Byssubrandur
–Tilvonandi fyrrverandi eiginmaður þinn valdi sennilega þennan stað af því að hann veit að hér myndirðu aldrei borða, sagði Darren.
–Þú telur hitaeiningarnar, ekki síst núna þegar þú þarft að endurheimta línurnar. Fötin hennar voru enn sömu stærðar og þau sem hún hafði klæðst þegar þau hlupust á brott fyrir átta mánuðum. Raunar hafði hún verið í þessum fötum í óopinberu brúðkaupsferðinni þeirra til Parísar. –Það ætti enginn að geta neytt Sissy Jorgenson til að koma á svona stað, sagði Janna. –Þú ættir að biðja lögregluna um að sækja dótið þitt... og jafnvel köttinn. Pabbi Xanders á lögregluna. Fór það í taugarnar á henni að þau skyldu tala eins og þau skildu hvernig lífi hún hafði
lifað áður en hún giftist? Hún hafði verið fyrirsæta á unglingsárunum og síðan gift inn í glæpaklíku. Þau gátu ekki gert sér það í hugarlund. Þeim þótti heillandi að skipta um stað í hverri viku, dvelja á hverju hótelinu á fætur öðru, ferðast og skemmta sér sýknt og heilagt. Jafnvel gleðskapurinn varð leiðigjarn. Sömu fésin kvöld eftir kvöld. Engir afslöppunardagar fyrir framan sjónvarpið, enginn lærdómur, engin skyndipöntun á pitsu og bjór. Engin stökk út í búð að kaupa mjólk og brauð, sem voru hvort eð er aldrei á matseðlinum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vernd
Hægri handar högg, undir höku, tvö högg í rifbeinin. Hann varðist þeim öllum og hörfaði. Hann var óvopnaður, hafði farið í einkaveisluna sem einn af þjónunum. Hvar voru öryggisverðirnir eða mennirnir á neðri hæðinni? Hafði enginn heyrt skotin? Fleiri öskur. Gegnum lokuðu hurðina við stigapallinn. Hann velti sér á þykku gólfteppinu, barðist við að losa sig. Hann hafði verið á leiðinni í þetta herbergi með sangria á bakka þegar hann heyrði skotunum hleypt af innar í húsinu. Hann hafði sent yfirmanni sínum skilaboð um skotin. Hann hafði engan með sér núna en hvar voru menn Tenoreno? Glösin þrjú voru mölbrotin á hvíta gólfteppinu og rauðir blettir í kring. Ef hann kæmist til dyra... –Heyrðu maður, það er einhver í vandræðum. Af hverju vildi þessi öryggisvörður ekki leyfa honum að komast til kvennanna? Hann náði að slæma hnénu upp undir hökuna á manninum. Augun ranghvolfdust og maðurinn hneig niður. Spark í kjálkann tryggði að hann var meðvitundarlaus. Tvö skothljóð bak við lokuðu hurðina. Nístandi óp. Hann leitaði að vopni á manninum á gólfinu. Ekkert. Lykill að hurðinni í síðasta vasanum. Hann stakk lyklinum í skrána, sneri og ruddist inn.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Varðliðinn
Texas varðliðinn Mitchell Striker hafði unnið að leynilegu verkefni sem bifvélavirki þarna í Marfa síðustu sex mánuðina. Einum of langur tími að eigin áliti en enginn hafði spurt hann álits. Hann sá ekki nokkurn skapaðan hlut í þessari stellingu og einbeitti sér því að hljóðunum í kringum sig. Fótatak einhvers sem dró fæturna. Pappír sem féll í gólfið. Andardráttur. Spenna lá í loftinu. Hann skildi ekki hvernig á því stóð að hann hafði dottið... sem var sennilega vegna þess að hann hafði ekki dottið. Hann hafði verið barinn í höfuðið. Stóll stall í gólfinu og æstar raddir heyrðust í kjölfarið. −Þú þurftir ekki að berja hann með skrúflyklinum. Mitch stirðnaði þegar hann heyrði röddina. Þetta var dóttir Ryland, eiganda verkstæðisins. Hvernig stóð á því að hún var ekki heima hjá syni sínum svona seint um kvöld? −Hvað ef hann hefur slasast alvarlega? −Það væri ágætt. Við sögðum þér að halda honum frá verkstæðinu um hríð. Hvað er hann líka að vilja hingað um miðja nótt? Hefur þú kannski farið á bak við okkur allan tímann? Karlmannsrödd með svolitlum Norður ríkjahreim. Þessi náungi var allavega hvorki frá Texas né annars staðar héðan að sunnan. −Hann starfar sem bifvélavirki hérna á verkstæðinu og sefur í bakherberginu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Búgarðseigandinn
−Þú þarft ekki lengur á honum að halda, félagi. Náunginn hélt byssuhlaupinu þétt við gagnauga hans og sló fast í bakið á Nick. Nick hafði ekki séð þá sem tóku þau til fanga almennilega fyrr en núna. Hvar í fjáranum er Beth? Ef fulltrúi eiturlyfjaeftirlitsins hafði dottið aftur af baki, þá væri honum allteins trúandi til að brjálast. Eða mögulega verða drepinn. Hvað ef hún var slösuð eða eitthvað enn verra? Guð forði honum frá hvorutveggja. –Hvað er í gangi? spurði hann og reyndi að hljóma kæruleysislega. −Er þér eitthvað brátt um að drepast? −Það er ekki eins og það sé í fyrsta skipti. Endur batinn er mun erfiðara ferli. −Svo þú hefur áður orðið fyrir skoti? Hvernig náunginn dró i-ið benti til þess að hann ætti ættir að rekja til Suðurríkjanna. Náunginn tvísté og byssuhlaupið rakst harkalega í gagnauga Nick. –Hlustaðu nú vel á það sem ég segi. Núna fylgir þú mér að hrossinu þínu og vísar mér leiðina í burtu frá þessum guðsvolaða stað. Er það skilið? Að öðrum kosti kála ég þér strax. Þrýstingnum við gagnaugað létti hvergi og Nick fann hvernig náunginn andaði niður í hálsmál hans þegar hann leit um öxl sem hann gerði reglulega. Hverjum var hann að svipast eftir? Beth eða félaga sjálfs sín? Þau Beth höfðu veitt eftirför í það minnsta tveim hestum frá búðum smyglaranna sem þau höfðu rekist á af tilviljun. Rykskýið lengra uppeftir gilinu var sennilega eftir félaga náungans.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Smyglhringurinn
Henni fannst yfirleitt hundleiðinlegt að heyra um rannsóknir á Marfa-ljósunum. Fjölmargir ferðamenn höfðu skrifað pósta um að þeir hefðu séð eitthvað en enginn sem mark var á takandi hafði vottað neitt. Ferðamenn voru sífellt að pósta einhverju. Vissu þeir ekki að þetta var fyrirbæri sem var ekki ósvipað norðurljósunum? Það höfðu allir heyrt um norðurljósin, var það ekki? Háskólanemendurnir, sem voru að skoða fyrirbærið frá McDonald stjörnuskoðunarstöðinni, urðu æstir og heimtuðu að komast að til að horfa á himininn þar sem ekkert var að gerast. Eftir þrjár kvöldskoðanir í viðbót án þess að nokkuð gerðist, yrðu allir vissir um að ljósin sem sáust hefðu verið afturljós á bílum á þjóðveginum og myndu vilja taka sér frí um helgina til að djamma. Henni leiddist. Kvöldið í kvöld var ekkert öðruvísi en önnur kvöld. Það gerðist ekkert í eyðimörkinni í vesturTexas nema það að þar var hægt að horfa á stjörnur. Hún naut þess meira en hún saknaði vina og fjölskyldu. Meira að segja pabbi hennar, geimfarinn, skildi ekki þessa ánægju hennar af því að horfa upp í heiðan næturhiminn. Andrea hefði ekki átt að vera að stara gegnum sjónauka á fjarlægan alheim en Sharon, samstarfskona hennar, hafði beðið hana um að leysa sig af í rannsókn háskólanemanna. Sharon langaði að eiga frí til að fara á sjóðheitt stefnumót með kærastanum Logan. Sharon hafði reyndar verið hérna í þrjár nætur í röð því það var hluti af verkefni hennar í skólanum. Andreu var sama. Hún þurfti hvort eð var að breyta svefnmynstrinu og sofa á daginn.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Játningar
Beckett Alcorn, öðru nafni mannræninginn frá Mason Ridge og alræmdasti glæpamaður í sögu Mason Ridge, sat í fangelsi, þar sem hann átti heima. Þar með hefði fimmtán ára hremmingum íbúa bæjarins átt að vera lokið. En þá hafði Alcorn sagt til félaga síns gegn því að sér yrði sýnd mildi. Þeir Jordan Sprigs höfðu stýrt barnaránshring í Texas síðastliðin fimmtán ár. Sprigs var talinn vera í felum utan ríkisins. Bæjarbúar hefðu átt að geta sofið rótt, en sú var ekki raunin. Kallað hafði verið eftir aðstoð alríkislögreglunnar við leitina að Sprigs. Afar ólíkleg var að hann skyti upp kollinum þarna. En engum var rótt. Þessu máli virtist aldrei ætla að ljúka. Ef til vill var það þess vegna, sem Dawson var viss um að ekki væru öll kurl komin til grafar. Alcorn var í fangelsi, Sprigs hundeltur og lífið í bænum ætti að ganga sinn vanagang á ný. En ennþá voru undarlegir hlutir að gerast og skuggaverur að læðast meðfram húsum. Foreldrar Melanie, fyrrverandi starfsmenn póstþjónustunnar, voru á ferðalagi á húsbílnum sínum og hún því ein heima. Þess vegna leist Dawson ekki á þessar mannaferðir og laumaðist út um bakdyrnar til að kanna málið. Ef hann gægðist inn um glugga og yrði ekki var við nein vandræði gæti hann sofið rólegur. Sofið? Við lá að hann skellti upp úr. Það var ekki beinlínis róandi til þess að vita að Melanie væri ein heima og alræmdur glæpamaður léki lausum hala. En ef hann gengi úr skugga um að Melanie væri óhult gæti hann vonandi fest svefn. Auk þess þurfti hann að sjá hana, en það var aukaatriði.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Myrkt Leyndarmál
Lisa Moore vaknaði með andfælum. Hún reyndi að setjast upp, en þá var eins og þúsund naglar væru reknir í hana og höfuðið hlutað sundur. Skær flúrljós blinduðu hana. Hún missti jafnvægið og skall aftur niður á stífa dýnuna. –Hana nú, farðu varlega. Áður en hún gat gert aðra tilraun til að setjast upp kraup Ryan Hunt hjá henni. Návist hans róaði hana mjög. –Hvað ertu að gera hér? spurði hún. Er hún leit í kringum sig sá hún að hún var á spítala. –Og hvað er ég að gera hér? –Ég kom um leið og hringt var í mig, sagði Ryan með sinni lágu, dimmu og heillandi rödd. Hún sá votta fyrir einhverri tilfinningu í augum hans sem hún áttaði sig ekki á. Ryan var hávaxinn maður og stæltur. Hann var ekkert lamb að leika sér við. Var það ekki áreiðanlega bara þess vegna sem henni fannst svona notalegt að hafa hann þarna? En hvað hafði eiginlega komið fyrir? Skyndilega mundi hún það og um hana fór heiftarlegur hrollur. Beckett Alcorn, sonur voldugasta mannsins í bænum, hafði ráðist á hana. Faðir hans hafði nýlega verið handtekinn, grunaður um þátttöku í barnsráni sem hafði skekið bæinn Mason Ridge í Texas fyrir fimmtán árum. Frést hafði að Charles Alcorn hefði tekist að flýja áður en yfirheyrslur byrjuðu og mikil leit væri gerð að honum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Ógnvaldurinn
Undanfarið ár hafði verið Dylan Jacobs erfitt, svo ekki væri dýpra í árinni tekið. Hann hafði ekki einasta komist að því að hann ætti barn, heldur að móðirin, sem hafði leynt hann barninu, lægi fyrir dauðanum. Hann langaði til að vera henni reiður fyrir hvort tveggja, en gremjan hafði fjarað út á leiðinni að spítalanum þar sem hún lá banaleguna. Og um leið og hann horfði í grænu augun dóttur sinnar, sem voru nákvæmlega eins og augun hans, bráðnaði hann fyrir henni.
Það hafði verið auðvelt að heillast af Maribel. Hún var rjóð í kinnum, dökka hárið var liðað og hláturinn yndislegri en sólargeisli.
Hins vegar hafði herþjónusta hans í Afganistan verið barnaleikur miðað við það að ala upp og annast tveggja ára telpu sem hafði nýlega misst allt sem hún átti.
Eitt ár gat svo sannarlega skipt sköpum.
Dylan settist á hækjur sér við enda gangsins, rétt utan sjónmáls, og hlustaði á hljóðið í rafmagnstannburstanum hennar Maribel uns það þagnaði. Næst heyrði hann létt fótatak hennar á bambusgólfinu á ganginum. Hann kannaðist við leikinn, enda höfðu þau farið í hann á hverjum morgni síðan hún fluttist til hans í
Mason Ridge. HúnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Seiður Hrafnanna
Hann var að fela sig og hímdi úti í horni þar sem fólkið, sem hann var að fela sig fyrir sá hann ekki og hann sá það varla vegna reykjarins.
Maðurinn kreppti hnefann í sífellu. Konan gekk í kringum lítinn eld og muldraði eitthvað.
Tvær þrumur kváðu við og um leið hvarf maðurinn. Aðeins konan varð eftir í reyknum.
Það gat ekki boðað gott. McVey svipaðist örvæntingarfullur um eftir útgönguleið frá þessum torkennilega stað áður en konan sæi hann og léti hann innbyrða svarta, leðjukennda efnið sem hún hafði gefið manninum.
Augu konunnar voru lokuð, hárið og fötin í óreiðu. Hún tautaði og riðaði og andaði að sér kæfandi reyknum. Svo stirðnaði hún allt í einu. Í næsta eldingarleiftri leit hún hægt og rólega, eins og vofa í lélegri hryllingsmynd, í áttina að felustað McVeys. Hann heyrði að svarti hluturinn, sem hún hélt á, datt í gólfið.
Hún benti á hann. Eitthvað lak niður af fingrum hennar.
–Þú, sagði hún hásum, ásakandi rómi. –Þú sást hvað gerðist milli mín og mannsins sem hún vildi að þú kallaðir föður.
Ja, hérna. McVey varð sleginn ótta. Þetta var stór skammtur í einu. Skammtur sem hann hvorki skildi né kærði sig um að skilja.
–Þú hefur ekkert hér að gera, barn, bætti hún við og kom nær honum. –Veistu ekki að ég er brjáluð?
Brjáluð? Það var og. Af hverju gat hann ekki hreyft... Hann rak í rogastans. Hvað hafði hún sagt? Barn?
Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds er hann leit niður fyrir sig og sá að hann var í skínandi gúmmístígvélum.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Mannaveiðar
Rebecca Hughes bar höfuðið hátt og hafði augun hjá sér þar sem hún ýtti innkaupakerrunni áfram í hitanum í Norður Texas. Hún deplaði augunum og reyndi að hlífa augunum við sólskininu.
Sendiferðabíll stóð við hliðina á bílnum hennar á bílastæði matvöruverslunarinnar og það fékk hárin til að rísa aftan á hálsinum á henni. Rúðurnar voru skyggðar svo hún sá ekki bílstjórann eða nokkuð annað sem gæti leynst í bílnum. Viðvör unarbjöllur glumdu í huga hennar þegar hún nálgaðist bílinn sinn.
Það voru nákvæmlega fimmtán ár frá því að henni og yngri bróður hennar hafði verið rænt og dagsetningin gerði hana alltaf hvekkta. Þau höfðu verið lokuð inni í sitt hvorum skúrnum. Þegar tækifæri gafst, tókst Rebeccu að sleppa og taldi sig geta sótt hjálp. Þess í stað villtist hún í skóginum og sá litla bróður sinn aldrei aftur.
Hún hélt kerrunni í miðri gönguleiðinni og gætti þess að enginn gæti komið sér á óvart. Axlirnar spenntust og minningarnar komu af krafti.
Þrjátíu og sex tíma kvalir áður en hún slapp, án bróður síns. Hryllingurinn og hvarf Shanes myndi ásækja hana allt hennar líf.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr.