Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og óvissa
-
Saman á ný
Engin ljós? Af hverju?
Íbúð vinnuveitanda hennar var aðliggjandi herbergi Lauru og hún tók kunnugleg skrefin í flýti,
hjartað sló hratt af áhyggjum út af frú Priestly. Gamla
konan var ekki góð til heilsunnar og það var ómögulegt að vita hvað hafði gerst eftir álag kvöldsins.
Það leit út fyrir að rúmið væri mannlaust. Laura
hafði áhyggjur af hjartaáfalli eða mjaðmabeinsbroti
og horfði yfir persnesku motturnar. –Frú Priestly?
Röddin svaraði og það vottaði fyrir streitu.
–Hérna, við gluggann.
Laura sá loksins í rýran líkama frú Priestly sem
sat í stól með útsýni yfir garðinn bak við húsið sem
stóð nálægt ánni. Í dagsbirtu var útsýnið í miklu
uppáhaldi hjá frú Priestly.
En þetta var um miðja nótt og ekki heldur dæmigerða haustnótt, ekki einu sinni fyrir Idaho. Það
hafði hvesst fyrr um kvöldið og það eina sem sást nú
út um gluggann voru iðandi skuggar af greinum og
runnum sem vindurinn feykti til. –Þú hefðir ekki átt
að fara á fætur án þess að kalla á mig til að hjálpa
þér, sagði Laura mjúklega. –Til þess er ég hérna.
Frú Priestly greip í handlegginn á Lauru. –Ég
held að ég hafi séð morð.
–Hvað segirðu! Hvar?
Gamla konan benti með hnýttum fingri á gluggann. –Þarna úti, við gosbrunninn. Sérðu lík?
Laura rýndi út í nóttina en skuggarnir voru of
dimmir. –Nei. Sérð þú það?
Frú Priestly teygði fram álkuna en hristi loks
höfuðið. –Nei, ekki núna.
–Segðu mér frá því sem gerðist, sagði Laura hvetjandi, vonaði að frú Priestly myndi sannfærast um að
þetta hefði verið martröð ef hún segði frá atburðum.
–Jæja, ég gat bara ekki sofið. Þú veist hvernig
það er þegar hugurinn er endalaust á ferð og flugi og
maður óskar þess að hafa ekki sagt þetta eða hitt?
–Ó já, sagði Laura og kraup með erfiðismunum
við hliðina á stól gömlu konunnar. –Já, ég þekki
tilfinninguna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brögð í tafli
Munnvikin á Lonnie sigu. –Hvað áttu við með hvað
er þetta? Þetta eru listmunir.
–Er einkasamsafnið þitt haugur af gömlum, brotnum
leirpottum? spurði annar mannanna háðslega. Nú var
Lonnie að verða reiður. Eftir öll þessi ár hafði hann loks
ákveðið að segja frá safninu sínu og voru þetta viðbrögðin? Hann benti á ferkantaða fígúru í glerkassa.
–Þetta er sjaldgæf eftirlíking af manni frá Mið-Ameríku. Næstum því 5000 dollara virði. Hann benti á
annan kassa. –Og þessi drykkjarflaska er frá Anasazimenningarþjóðinni í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Ég
borgaði þrjú þúsund fyrir hana. Kassinn þarna er fullur
af gripum frá Mississippi Indíánum. Hvaða safn sem er
myndi vilja fá hvaða hlut sem er af þessu.
–Hvar fékkstu þá?
Þetta kom frá besta vini hans í hópnum sem horfði á
Lonnie eins og hann væri svikahrappur.
–Hér og þar.
–Á svarta markaðnum?
Lonnie yppti öxlum.
–Hvað um þetta?
Lonnie sneri sér við til að dást að forsögulegri, útskorinni steinskál. Handfangið var grófgerð eftirlíking
af mannshöfði sem vísaði frá skálinni sjálfri, hauskúpan
var þakin þunnu lagi af gulli.
–Þetta eru nýjustu innkaupin mín, sagði Lonnie
hróðugur. –Staðbundin, héðan frá Wyoming. Enginn
veit frá hvaða ættbálki en hún er gömul. Forsöguleg. Ég
borgaði líka fúlgu fyrir hana.
–Var það einhver heimamaður sem seldi þér hana?
Hver?
Lonnie hristi höfuðið. –Nei, nei, ég segi ekki frá því.
Hann lofaði mér samt fleiri gripum. Sagðist ætla dýpra,
hvað sem það þýðir.
Það var eins og það kólnaði snögglega í herberginu,
eins og norðlægur vindur hefði allt í einu blásið yfir snævi
þakinn tind Klettafjalla. Lonnie leit af öðrum mann inum á
hinn. Augnaráð hvorugs þeirra lét nokkuð uppi.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Heim á búgarðinn
Cody Westin hélt um símtólið með vinstri
hendinni um leið og hann settist við skrifborðið.
–Segðu mér nákvæmlega hvar þú fannst
hana, sagði hann og hlustaði á upplýsingarnar
frá einkaspæjaranum.
–Já, ég kem, sagði Cody og beindi dökkum
augum sínum að stóra glugganum sem veitti útsýni yfir fjallstindana í Wyoming. Hann leit á
veggklukkuna. –Ég fer innan klukkustundar.
Ég hitti þig þar. Svo hnyklaði hann brýrnar.
–Smyth? Ekki týna henni.
Hann sleit símtalinu og reis á fætur. Eftir að
hafa staðið kyrr í smástund gekk hann að hliðarborði og hellti sér dálitlu viskíi í glas, skellti því
í sig í einum sopa og lokaði augunum þegar
vökvinn brenndi hálsinn á leiðinni niður.
Adam, bróðir hans, sem vann á búgarðinum
með Cody og föður þeirra, var á Hawaii í gönguferð um óbyggðirnar og ekki hægt að ná í hann í
síma. Það þýddi að Cody yrði að tala við hinn
bróður sinn, Pierce. Símtal einkaspæjarans hefði
ekki getað komið á verri tíma... verið var að undirbúa allt fyrir kýrburð, sem hæfist eftir mánuð.
–Fjölskyldan gengur fyrir, tautaði hann. Það
hentaði illa þegar maður bjó á búgarði. Hjörðin
þurfti líka að ganga fyrir.
Pierce átti helming í fyrirtæki og vann núna
erlendis. Hann gæti tekið sér frí vegna neyðartilfellis ef hann vildi. Það var vandamálið. Vildi
hann það?
Hann varð að gera það. Einhver varð að
stjórna þar sem faðir þeirra gat það ekki. Búgarð urinn rak sig ekki sjálfur.
Blautt trýni snerti höndina á honum svo hann
vissi að Bonnie var komin inn á skrifstofuna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Leikur örlaganna
Wyatt McCabe lögreglufulltrúi stillti kíkinn og
fylgdist með konunni. Lyla Pearson. Hún teymdi
rauða meri inn í hlöðu rétt fyrir aftan litla sveitabýlið og honum sýndist hún vera að tala við
hrossið. Jafnvel eins og hún væri að syngja fyrir
það.
Hún líktist ekki manneskju sem var við það að
fara að fremja glæp.
Ekki enn í það minnsta.
En eitt var víst... hann hafði aldrei hitt hana.
Wyatt var nokkuð viss um að hann hefði munað
eftir því þó að það væri ekki margt sem vakti sérstaka athygli í fari hennar.
Hún var um 175 cm á hæð. Meðalstór. Brúnt
hár bundið í tagl.
Hún var í gallabuxum og snjáðum leðurjakka...
sem var eiginlega einkennisbúningur þeirra sem
unnu með hesta. Það var nokkuð sem hann þekkti
svolítið til þar sem hann hafði unnið á búgarði
fjölskyldunnar.
Wyatt leit á úrið. Klukkan var rétt rúmlega sjö
að morgni sem þýddi að fröken Pearson myndi
fljótlega skipta úr kúrekastelpugallanum yfir í
fötin sem hentuðu aðstoðarforstjóra rannsóknardeildar lögreglunnar í San Antonio. Hann ætlaði
að elta hana þangað líka. Reyndar ætlaði hann
ekki að líta af henni fyrr en hann væri búinn að
átta sig á því hvað væri í gangi.
Hann ætlaði að fá svör við spurningum sínum.
Og þessar spurningar vörðuðu barnið sem hún
bar undir belti.
Það var engin sýnileg kúla á mVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Makleg málagjöld
Hún bar fingur að vörum, gaf honum merki um
að hafa hljótt.
Hver fjandinn?
Til að gera þetta enn furðulegra, gaf hún hon-
um merki um að koma nær.
Declan velti því fyrir sér. Hann velti líka fyrir
sér að kalla til hennar en hún hristi höfuðið ákaft
og gaf honum aftur merki um að hafa hljóð.
Hann reyndi að sjá hvort hún væri vopnuð en
gat ekki verið viss. En þar sem hún hafði haft gott
tækifæri til að skjóta á hann án þess að gera það,
ákvað Declan að taka áhættu. Hann stakk byss-
unni ekki í slíðrið en gekk nær.
Já, þetta var kona. Um það bil 165 sentímetrar
á hæð. Nokkur hár höfðu sloppið undan derhúf-
unni og honum sýndist hún vera dökkhærð.
–Inn, hvíslaði hún og kinkaði kolli að bakdyr-
unum. –Gerðu það, bætti hún við.
Ef hún var glæpamaður var hún kurteis glæpa-
maður, svo mikið var víst. Síðustu orðin höfðu
engin áhrif á Declan en annað mátti segja um ótt-
ann sem hann heyrði í rödd hennar. Eða eitthvað.
Það var eitthvað sem sagði honum að hún væri
ekki morðingi.
Líklega ekki.
Hann hafði áður haft rangt fyrir sér. Og var
með ör á bringunni til að sanna það.
En stöðvaði það hann?
Honum til vanþóknunar, stöðvaði það hann
ekki. Hann hafði aldrei verið varkár maður og þótt
þetta virtist vera góður tími til að byrja á því, gekk
Declan enn nær og leitaði enn að merkjum um að
hún væri vopnuð.
Allt í lagi, hún var vopnuð.
Dularfulli gesturinn færði jakkann til hliðar og í
ljós kom skammbyssa... Glock... í axlarhulstri. Þar
sem hún gerði enga tilraun til að draga byssuna
upp, gekk Declan enn nær, upp hliðartröppurnar.
Hann benti líkVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Barn í hættu
Hún hikaði aftur en hvessti augun reglulega á
hann. –Allt í lagi. Nei. Þú þarft ekki að koma en
það væri góð hugmynd að einn fulltrúa þinna kæmi
heim og svipaðist um. Þakka þér fyrir, fógeti.
Strax og hún sleit símtalinu, virti Maya hann
fyrir sér, sérstaklega augun. –Fógetinn staðfesti
hver þú værir. Hann vissi að þú værir að koma í
bæinn. Hann hafði þegar skilið eftir skilaboð á símsvaranum mínum heima og nú er maður á leiðinni
heim til að ganga úr skugga um að enginn sé þar.
–Gott, tautaði Slade. En hann treysti heimamönnum ekki. Ef og þegar hann kæmi að húsinu
hennar Mayu, færi hann sjálfur yfir allt þar.
–Fógetinn sagði að ég gæti beðið hérna uns
hann hefur gengið úr skugga um að allt sé í lagi
heima, bætti hún við. Hún starði aðeins lengur á
hann, hnussaði og færði sig svo í farþegasætið svo
hann gæti sest við stýrið.
–Takk. En Slade var nokkuð viss um að hann
hljómaði ekki einlægur, sérstaklega þar sem hann
var bara að þakka henni fyrir að komast að sannVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í faðmi laganna
Hann hreyfði sig ekki. Gaf ekki frá sér neitt hljóð.
Hann vildi sjá hvort óboðni gesturinn væri vopnaður,
en gat ekki verið viss.
–Upp með hendur, urraði Harlan og rauf þögnina.
Óboðni gesturinn greip andann á lofti og sneri sér
við, eins og til að leggja á flótta. Það léti Harlan ekki
gerast. Hann ætlaði að sjá hver væri svo djarfur eða
vitlaus að brjótast inn til löggæslumanns um miðja
nótt. Hann kastaði sér á þrjótinn og skellti honum að
veggnum.
En þetta var ekki hann.
Harlan fann það fljótt því bringan á honum lenti á
brjóstum hennar.
–Þetta er ég, sagði konan og andaði ört.
Harlan þekkti röddina strax og teygði aftur
höndina til að kveikja ljósið á ganginum.
Caitlyn Barnes.
Það voru nokkur ár síðan hann sá hana síðast en
andlitið var auðþekkjanlegt.
Og líkaminn.
Harlan þekkti vel brjóstin sem þrýstust að honum.
Og þótt sú góða minning hefði skapast fyrir mörgum
árum, voru ekki margar nýlegar góðar minningar
þegar kom að konunni sjálfri.
Hann tók skref aftur á bak og leit í blá augu
hennar, sá kvíðann í þeim áður en hún lyfti höfðinu
ögrandi upp. Hann vissi að hún reyndi að virðast
vera öruggari en hún var. Það var af því að hann
sjálfur var tæpir 190 sentímetrar á hæð, einum
fimmtán sentímetrum hærri en hún, og líklega fjöru
tíu kílóum þyngri. Hann var stór maður og enginnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Nætureinvígi
Eða kannski var líðan hans bara vegna heim
sóknar Lenoru Whitaker.
Þar til kvöldið áður hafði hann ekki heyrt frá
henni síðan... jæja, bara síðan.Tæpir tveir mán
uðir voru liðnir og Clayton hafði búist við að
þannig yrði það áfram.
–Er allt í lagi? spurði Harlan McKinney.
Vinnufélagi hans og fósturbróðir sat í horni her
bergisins, sem var fullt af skrifborðum. Harlan
var að skoða skýrslur en miðað við áhyggjusvip
inn á andliti hans hafði hann einnig veitt Clayton
athygli.
Þá áttaði Clayton sig á því að hann hafði fært
höndina að byssunni í leðurslíðrinu við mittið.
Gamall vani.
Stundum væri óskandi að geta slökkt á löggu
kerfinu í heilanum, en hann hafði verið alríkis
fulltrúi í tæpan áratug. Of lengi til að geta slökkt
á kerfinu. Eða fá góðan nætursvefn.
–Ég veit ekki hvort allt sé í lagi, sagði Clayton.
–Ég er með slæma tilfinningu fyrir þessu.
Það fékk Harlan til að koma að glugganum.
Clayton beið, horfði á þurrkublöðin reka
regn dropana af framrúðu pallbílsins. Þetta var
engin þægileg aprílskúr. Frekar úrhelli. Innan
skamms heyrði hann fótatak frá stiganum. Ekki
dæmigert fótatak.
Háir hælar.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Glæpur fortíðar
Dallas Walker alríkisfulltrúi virti fyrir sér mennina
þrjá sem voru fyrir framan kirkjuna í Maverick
Springs. Allir voru í svörtum jakkafötum en bungurnar
undir jökkunum gáfu til kynna að þeir væru
vopnaðir.
Hvað voru vopnaðir gestir að gera í brúðkaupi?
Brúðkaupinu hennar Joelle.
Þessi þrjú orð fengu maga hans til að herpast
saman og að sjá vopnuðu mennina gerði hnútinn
bara verri.
Eitthvað var að hérna... á mörgum sviðum.
Dallas færði höndina að Glock .22 skammbyssunni
í slíðrinu og gekk upp hellulagða stíginn að
dyrunum. Eins og við mátti búast fékk hann
athygli mannanna þriggja. Þeir sneru sér að honum
og einn þeirra hvíslaði eitthvað í lítinn
hljóðnema sem hann hafði festan við úlnliðinn.
Sá stærsti þeirra, sköllóttur náungi sem var
vaxinn eins og varnarmaður í amerískum fótbolta,
steig í veg fyrir Dallas. –Ertu gestur brúðarinnar
eða brúðgumans? spurði hann, ekkert sérstaklega
vinalega.
Dallas velti svarinu fyrir sér í eitt augnablik og
ákvað að velja það svar sem kæmi honum sem
fyrst inn í kirkjuna, án vandræða.
Ef það var mögulegt.
Hann benti á skjöldinn sem festur var við
beltið. –Ég heiti Dallas Walker og er alríkisfulltrúi.
Færðu þig eða ég færi þig.
Ekki sérlega vinalegt af hans hálfu en hann
hafði þó gefið þeim valkosti. Svona nokkurn veginn.
Á einn eða annan hátt, skyldu þeir færa sig.
Kjálki mannsins varð að járni og hann leit á
manninn með hljóðnemann. Sá bar úlnliðinn aftur
að munninum og ætlaði eflaust að segja eitthvað
sem yrði til þess að hann þyrfti að kljást við þessa
rudda og einnig brúðgumann. En hátt ískur og
hreyfing fyrir aftan þá fékk þá alla til að teygja sig
í vopnin.
Engin hætta.
Hljóðið kom frá glugga sem var opnaður í aldar
gömlu kirkjunni. Og þarna var hún.
Joelle.
Hún leit út til hans. Enginn brúðarkjóll en hún
var í hvítum slopp og aprílgolan reyndi að krækja
í ljóst hárið sem hún hafði tekið upp. Hún hvessti
augun á þá alla.
SérstaklegaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Óboðinn gestur
Hún stansaði rétt fyrir innan dyrnar til að svipast
um í íbúðinni og tryggja að hún hefði ekki
gleymt einhverju. Hér var ekkert með tilfinningalegt
gildi, ekki frekar en annar staðar þar
sem hún hafði búið. Og þannig yrði það ekki
heldur á næsta stað, hugsaði hún. Hún hafði
lært fyrir löngu síðan að tengjast engu.
Barið var að dyrum og hún hrökk í kút. Hún
fraus, gætti þess að gefa ekki frá sér neitt hljóð.
Var þetta eigandinn, herra McNally, að reyna að
fá leiguskuldina greidda? Hún hefði átt að fara
fyrr.
Aftur var bankað. Hún velti fyrir sér að bíða
bara þar til hann gæfist upp en leigubíllinn
hennar var þegar að bíða niðri. Hún yrði að tala
sér leið út úr byggingunni. Það var ekki eins og
þetta væri í fyrsta skipti sem hún lenti í
klemmu.
Hún opnaði dyrnar, tilbúin að gera hvað sem
þyrfti til að komast út í leigubílinn.
Þetta var ekki herra McNally.
Sendill stóð þarna með brúnt umslag,
klemmuspjald og penna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.