Stórar snjóflygsur liðu niður frá miðnæturbláum vetrarhimni. Tanner Tag Cardwell stansaði og sneri andlitinu mót himninum. Það var langt síðan hann hafði lent í svona snjókomu. Jólaljósin skinu í gluggum allra fyrirtækjanna í neðra þorpinu í Big Sky og hann heyrði White Christmas óma út úr einni skíðabúðinni. En það var annars konar tónlist sem kallaði til hans í kvöld, þegar hann gekk í gegnum snjóinn að Canyon-barnum. Þegar hann ýtti á hurðina skall ylurinn á honum, ásamt lykt af bjór og kunnuglegri kántrýtónlist. Hann brosti þegar hljómsveitin fór að spila gamlan slagara, lag sem hann hafði lært á hné pabba síns. Tag lét dyrnar lokast á eftir sér og hristi snjóinn af nýja skíðajakkanum á meðan hann svipaðist um. Hann hafði þurft að kaupa sér jakkann því hann hafði búið fyrir sunnan í tuttugu og eitt ár. Þetta var föstudagskvöld nokkrum dögum fyrir jól
Vindurinn ýtti við greinum aspartrjánna og lét gullin laufin dansa þegar Jordan Cardwell gekk upp brekkuna að grafreitnum. Hann var með strá- hatt á höfðinu sem hann hafði fundið á snaga við bakdyr búgarðshússins.
Hann hafði ekki verið með kúrekahatt á höfðinu síðan hann hafði farið frá Montana fyrir tutt- ugu árum, en þessi nægði til að sólin brenndi hann ekki. Það var auðveldara að brenna hér hátt uppi, mun auðveldara en í New York.
Zane Chisholm varð hissa þegar barið var að dyr- um. Hann hafði eytt hlýjum sumardeginum á hestbaki, að smala nautgripum. Nú vildi hann bara komast úr stígvélunum og fara snemma í háttinn. Síst af öllu vildi hann félagsskap.
En sá sem bankaði virtist ekki ætla að hætta því í bráð. Þar sem hann bjó á enda moldarvegs fékk hann sjaldan óboðna gesti... nema bræður
sína fimm. Það þrengir hringinn, hugsaði hann þegar hann gekk að glugganum og leit út.
Bíllinn sem stóð fyrir utan var lítill, límónu- grænn og með númeraplötu merktri ríkisháskól- anum í Montana. Greinilega ekki einn bræðra hans, hugsaði hann og glotti. Enginn af Chisholm-karlmönnunum léti sjá sig í svona stelpulegum bíl. Sérstaklega ekki límónugræn- um.
Skrýtnara var þó að sjá ungu ljóskuna sem barði að dyrum. Hún hlaut að vera villt og í leit að leiðbeiningum. Eða að selja eitthvað.
Forvitni hans var vakin og hann fór til dyra. Þegar dyrnar opnuðust sá hann að augu hennar voru blá og andlitið gullfallegt. Hún var í rauðum, þröngum kjól sem féll yfir líkamann eins og vatn. Konan var glæsileg.
Þegar hann heyrði tónlistina, nam hann staðar. Gangurinn í vél Harleyhjólsins hans var taktfastur eins og hrynjandin í sveitatónlistinni sem barst frá kránni. Hann kunni vel við sig á krá þar sem hann gat hlustað á góða sveitatónlist. Hann hafði verið á leiðinni á hótelið, en skipti um skoðun þegar hann heyrði tónlistina. Hann lagði mótorhjólinu og gekk inn í rökkvaða krána.
Alexa? Alexa, vaknaðu. Fimm ára stelpan vaknaði og sá móður sína við rúmið. Hjartað sló hratt í litla brjóstinu. Hvað er að, mamma? spurði hún og röddin brast. Það eitt að sjá móður sína við rúmið um miðja nótt fyllti hana kvíða. Hún barðist við að vakna almennilega. Hafði hún verið að öskra í svefni, hafði hún fengið aðra martröð?
Dawson Chisholm stöðvaði hestinn til að líta aftur á húsin í fjarska. Þetta var útsýnið sem hann hélt mest upp á á Chisholm-búgarðinum. Hann hafði alltaf verið stoltur af veldinu sem faðir hans hafði byggt. En í dag fann hann fyrir ábyrgðinni á búgarðinum og óttaðist um föður sinn... og framtíðina. Einhver vildi ekki bara eyðileggja það sem Hoyt Chisholm hafði byggt, heldur líka Hoyt sjálfan.
Ljósin birtust í myrkrinu eins og vin í eyðimörk. Billie Rae leit í baksýnisspegilinn á gamla pallbílnum, svo á bensínmælinn. Hún hafði ekki séð neinn bíl í langan tíma en hún vogaði sér ekki að hægja ferðina. Það heyrðist hátt í vél pallbílsins, hún keyrði á tæplega hundrað og fimmtíu en það var bensínmælirinn sem olli henni áhyggjum. Hún var næstum orðin bensínlaus. Sem þýddi að hún var að verða búin með heppnina.
Emma Chisholm heyrði lætin inn í eldhúsið, sem var aftast í búgarðshúsinu. Hún þurrkaði sér um hendurnar á svuntunni og gekk í gegnum stórt húsið til að sjá út í garðinn fyrir framan hús. Eftir hratt samband og hjónaband, hafði hún ekki verið viðbúin þessu nýja heimili. Hoyt hafði varað hana við, hafði sagt að búgarðurinn væri langt frá nokkru öðru í Montana. Samt hafði hún ekki getað ímyndað sér neitt svona afskekkt eða svona stórt
TD Waters ýtti með tánni við manninum á jörðinni. Engin viðbrögð og hann leit til sjóndeildarhringsins. Hinn maðurinn var að fara yfir hæð, kominn úr skotfæri og of langt til að eftirför gerði eitthvert gagn. Waters bölvaði, ýtti kúrekahattinum ofar á höfuðið og slíðraði vopnið á meðan hann horfði á manninn komast undan með hálfa milljón dollara. Hann hafði misst peningana... og látið annan komast undan. Hvar eru peningar
Jace Dennison sá konuna stara þegar hann settist niður til að bíða eftir fluginu til Montana. Hann opnaði strax bókina sem hann hafði keypt til að komast hjá því að tala við nokkurn mann. En við það féll bréfið frá móður hans úr bókinni. Jace fann fyrir sektarkennd í bland við sorg þegar hann beygði sig til að taka bréfið upp. Ef hann bara hefði lesið það og getað farið aftur til Montana áður en það varð um seinan