Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og óvissa
-
Hrafnadalur
Henni var veitt eftirför.
Myrkrið ólgaði af blóðþorsta ofstækismannanna sem voru þarna einhvers staðar fyrir aftan hana. Hún kom ekki auga á þá... sá einungis glitta í þá á milli skugga trjánna hvert sem litið var. Andlit þeirra voru falin í skuggunum en
fótatak þeirra í skógarbotninum var vísbending um að þeir nálguðust.
Gamalkunnugt nafn endurómaði í huga hennar þar sem hún flúði dýpra inn í skóginn.
Nola Bellam. Kona sem hafði verið henni nákomin en sem núna var látin.
Óttinn sat sem steinn í brjósti hennar og hamlaði rökréttri hugsun. Trén urðu sífellt lágvaxnari en jafnframt kræklóttari og skógarbotn inn sífellt ósléttari og erfiðari yfirferðar. Vindhviðurnar læstu klónum í yfirhöfnina hennar.
Hún hafði margoft áður flúið þessa sömu ofstækismenn í draumi, jafnt í eigin persónu og sem einhver formæðra hennar. Hún hljóp hratt en þessa nótt hlupu þeir hraðar.
Ezekiel Blume hafði nauðgað Nolu Bellem, eiginkonu bróður síns. Nola hafði í kjölfarið flúið með barn sitt en ekki komist með það í öruggt skjól. Það var ekki til neitt öruggt skjól í Hrafnadal. Ezekiel hafði verið staðráðinn í að
leita hana uppi áður en bróðir hans sneri heim aftur... staðráðinn í að myrða hana til að koma
í veg fyrir að sannleikurinn kæmi fram í dagsljósið.
Fáfræði var öflugast allra vopna og í örvæntingu sinni hafði hann því gripið til þess ráðs að brennimerkja hana sem norn og hafði sent óttaslegna bæjarbúa í hópum á eftir henni. Fyrir það hafði hann látið lífið. Fyrir það höfðu þeir bæjarbúar sem eltu hana einnig látið lífið.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skíðahótelið
Ef hinn níutíu og tveggja ára skjólstæðingur
og stórlax, Virgil P. Westfield, hefði ekki dáið
kvöldið áður við grunsamlegar kringumstæður
hefði Söshu Campbell, aðstoðarmanni lögmanns, aldrei verið treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni í Arcadia í Colorado, sem var
að verða vinsæll ferðamannabær. Hún lagði
klæðapokann yfir stólbak og gekk þvert yfir
þykka teppið í nýtískulegu, rúmgóðu og spánnýju íbúðinni sem var í eigu vinnuveitanda
hennar, lögmannsstofunnar Samuels, Sorenson og Smith. Stofan var stundum kölluð 3S,
eða jafnvel Þrír asnar. Það fór eftir afstöðu
manna til hennar. Þessa stundina var hún í
náðinni hjá fyrirtækinu, ekki síst yfirmanni
sínum, Damien Loughlin, lögmanni og trúnaðarvini hennar í Denver. Hún hugðist halda
því þannig. Með því að leysa þetta verkefni
gæti hún sannað að hún væri fagmaður og
verðskuldaði stöðuhækkun. Einn góðan veðurdag hugðist hún afla sér meiri þjálfunar og
gerast sáttasemjari.
–Hvar á ég að setja ferðatöskuna? spurði
Alex, bróðir hennar. Hann var lágt settur lögfræðingur á 3S og hafði ekið henni hingað frá
Denver. Hann bar farangurVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Leyndarmál í Louisiana
Murray Cho hafði alltaf lagt hart að sér, ekki
bara þegar hann var drengur í Víetnam heldur
einnig þegar hann missti foreldra sína í Bandaríkjunum. Land tækifæranna var ekki réttnefni
að því er varðaði fátækan innflytjanda frá
Víetnam. En að lokum tókst honum að kaupa
rækjubát í litlum bæ við Bayou Bonne Chance í
Louisiana og afla nægra tekna til að eignast
eiginkonu og son.
En þegar Patrick var fimm ára stakk kona
Murrays af og skildi hann eftir einan með soninn. Þeim Patrick hafði vegnað vel þar til fyrir
tveimur máuðum, þegar vopnasmyglarar földu
varning sinn í rækjuskemmu Murrays og sköð
uðu mannorð hans. Þess vegna fluttu þeir feðgar
rækjubátinn sinn að höfn skammt frá Gulfport.
Fyrstu vikurnar hafði Murray talið að flutningurinn væri þjóðráð. En þá hafði óhugnanleg
rödd í símanum kollvarpað friðsælli tilveru fiskimannsins. Röddin sagðist myndu gera Patrick
mein ef hann hlýddi ekki fyrirmælum hennar
vafningalaust.
Ekki var erfitt að ímynda sér af hverju
mennirnir höfðu valið hann. Hann var þekktur
meðal íbúa Bonne Chance, en einnig tortryggð
ur. Það hafði skaðað mannorð hans þegar hann
dró upp byssu, beindi henni að smyglurunum
sem höfðu notað skemmuna hans sem geymslu
fyrir ólögleg vopn og hótaði þeim öllu illu.
Það hafði verið lítið mál að stela fartölvu af
heimili Tristans DuChaud eftir að Patrick hafði
kennt honum að slá viðvörunarkerfið út. HannVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Skuggaleikur
Það var loksins hætt að rigna. Zachary Winter
slökkti á rúðuþurrkunum á bílaleigubílnum um
leið og hann keyrði framhjá skiltinu sem markaði jaðar bæjarins Bonne Chance, Louisiana. Nú
var sólin farin að skína og gufa reis upp frá
svörtu malbikinu og loddi við framrúðuna eins
og úði. Hann setti þurrkurnar aftur af stað, á
minni hraða en áður. Rigningin í suðurhluta
Louisiana veitti sjaldan svala, sama hvaða árstíð
var. Jafnvel í apríl, þegar flestir landshlutar
fengu vorveður, gæti síðdegisskúr kælt heita
vegina svo mikið að gufa reis upp frá þeim, en
heitt og rakt loftið virtist aldrei breytast.
Síðast hafði hann verið hér, í gamla heimabæ
sínum, fyrir meira en tíu árum síðan. Bonne
Chance var franska og þýddi Gangi þér vel.
Hæðnissvipur kom á andlit hans. Hafði dapurlegi heimabærinn hans einhvern tímann veitt
nokkrum gæfu? Hann hafði vissulega aldrei ætlað að koma aftur.
Hann keyrði framhjá tveimur verslunum sem
tilheyrðu stórum keðjum og Walmartbúð.
–Jæja, Bonne Chance, tautaði hann. –Þú ert
orðin eitthvað fyrst Walmart er komin.
Þegar hann beygði á Parish Road 1991, sem
oftast var kallaður kirkjugarðsvegurinn, fylltist
hann blöndu af kvíða, sorg og ótta. Hann hafði
ætlað að fara í bæinn áður en kæmi að jarðarför
Tristans DuChaud. Tristan hafði verið besti vinur hans síðan í fyrsta bekk.
Þegar hann ók fyrir beygju sá hann dökkgrænt tjald yfir brúnum legsteinunum. Úr
þessari fjarlægð gat hann ekki lesið hvítu stafina
en hann vissi hvað stóð á því. Carver-útfarar-
þjónustan, þjónusta við Bonne Chance í meira
en fjörutíu ár.
Hann lagði á vegaröxlinni, leit á úrið sitt og
renndi svo hliðarrúðunni niður. Loftið sem fyllti
bílinn var kæfandi og kunnuglegt, funheitt og
mettað af regninu.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Draumaprinsinn
Jimmy tók fastar um stýrið er hann hugsaði
um varnarlausu konuna í höndum drukkins
manns með byssu. Hann sveigði inn á slóð sem
hann vissi að lá að bústað Sheri.
Við bústaðinn fallega stóð guli pallbíllinn
hennar, en engir aðrir bílar. Jimmy fór út úr
bílnum og gekk að húsinu, reiðubúinn að grípa
til vopna ef með þyrfti. Hann bankaði, en enginn kom til dyra. –Sheri? Þetta er Carmani
rannsóknarlögregluþjónn.
–Ég er hérna baka til, kallaði hún. Engin
streita var í röddinni, en hann var þó enn við
öllu búinn er hann gekk meðfram húsinu.
Þegar hann kom fyrir hornið stirðnaði hann.
Sheri stóð með haglabyssu og miðaði á Travis
Brooks, sem stóð skelfdur í skógarjaðrinum
með hendurnar á lofti.
–Guði sé lof að þú ert loksins kominn, hrópaði Travis upp yfir sig. –Hún er orðin snarbrjáluð. Hún hefur miðað á mig haglabyssu í tuttugu
mínútur og segist skjóta ef ég hreyfi mig.
Jimmy kinkaði kolli til Travis og virti litlu,
grannvöxnu byssukonuna fyrir sér. Hún var
klædd þröngum gallabuxum og svörtum stuttermabol með merki verslunarinnar við þjóðveginn, sem hún átti.
Það kom honum verulega á óvart að sjá að
hún var greinilega þaulvön skotvopnum. Við
hlið hennar stóð stór, svartur blendingshundur.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Hugarangur
Hún ríghélt sér í handriðið neðst í stiganum.
Blóð. Það var svo mikið blóð. Sársaukinn
var svo mikill að hún gat varla hugsað skýrt.
Nei, öskraði heilinn í henni. Þetta gat ekki verið að gerast. Hún var í þann mund að missa
takið á handriðinu sem kom í veg fyrir að hún
skylli í gólfið.
Blóð. Það var of mikið blóð. Hún gerði örvæntingarfulla tilraun til að halda aftur af sársaukaópinu, en það slapp út, fyrst sem lág stuna
og síðan svo hátt öskur að það hefði getað vakið látinn mann.
Marlene Marcoli settist snöggt upp í rúminu.
Hjartað sló allt hvað af tók. Smám saman
komst hún út úr martröðinni, sem orðin var
býsna kunnugleg. Sólin skein inn um gluggann
í litla svefnherberginu hennar og þegar hún leit
á klukkuna sá hún að hún var farin að ganga
níu.
Að ganga níu! Hún var komin hálfa leið
fram úr þegar hún mundi að það var ekki lengur í hennar verkahring að vakna eldsnemma,
keyra að mannlausu íbúðinni hennar Liz,
móðursystur sinnar, og baka þar kökur og bökur, kanilsnúða og annað sem Roxy, systir hennar, þurfti á að halda á vinsæla veitingastaðnumVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Dúkkuhúsið
Í fyrsta sinn í þrjú og hálft ár var Liz frænka sein fyrir. Roxy Marcoli leit á úrið sitt í þriðja skipti á fimm mínútum og reyndi að æðrast ekki.
Roskna konan hafði aldrei fyrr komið of seint með brauðið og kökurnar sem Dúkkuhúsið bauð viðskiptavinum sínum upp á daglega. Hún kom ævinlega klukkan hálfsjö, hálftíma áður en Roxy opnaði veitingahúsið.
Klukkan átti nú eftir fjórðung í sjö og ekkert bólaði á Liz frænku. Roxy hafði þegar hringt tvisvar heim til hennar en enginn svarað. Hún hafði líka reynt að hringja í farsímann.
–Kannski hefur hún tafist í umferðinni, sagði framkvæmdastjórinn hennar Roxy, Josephine Landers, og kannaði stöðuna á bökunum í ofninum.
–Já, umferðarteppur eru nefnilega svo algengar í Wolf Creek í Pennsylvaníu, sagði Roxy þurrlega. Hún minntist þess ekki að hafa heyrt um öngveiti í umferðinni í litla ferðamannabænum í fjöllunum um þrjátíu kílómetra frá borginni Hershey.
–Hún svarar aldrei í símann ef hún er að keyra. Hún kemur ábyggilega á hverri stundu, sagði Josie og lét óstundvísi Liz sér auðheyrilega í léttu rúmi liggja.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Veiðimaðurinn
Það var fullt starf að hreinsa lauf af stígunum í
kringum tjaldsvæðið við Appalasíuveginn.
Svo vildi til að Autumn Reed hafði kapp nógan
tíma. Henni hafði ekki tekist að leigja út bústað
svo vikum skipti, ekki síðan það fréttist
að raðmorðingi sæti um göngukonur á veginum.
Henni svipaði til fórnarlamba hans svo að
sjálfri var henni ekki um sel heldur.
Hún hafði frestað verkinu fram eftir degi og
nú, þegar sólin lækkaði á lofti, óskaði hún
þess að hafa farið út fyrr. Eftir sólsetur ríkti
niðamyrkur á veginum og hún vissi að það var
óráðlegt að vera þar á ferli þá.
Autumn kallaði á seppann sinn, hann Thor.
Henni leið betur með hann sér við hlið. Hann
var þyngri en hún og svo myndarlegur á velli
að sá sem hugðist vinna henni mein myndi
hugsa sig um tvisvar. Hann var eini, fasti
punkt urinn í tilveru hennar. Hún gat alltaf reitt
sig á Thor.
Thor var tíu metra frá henni og leit á hana,
en hlýddi ekki. Vindurinn lék sér að haustlaufunum
og yfirleitt þótti henni hljóðið notalegt,
en nú óttaðist hún að það kynni að yfirgnæfa
fótatak. Hún litaðist um. Þau Thor voru ein.
Hún kallaði aftur á hundinn. Það var ólíkt
honum að hlýða ekki, en ef til vill hafði hann
bara komið auga á íkorna eða kanínu.
–Thor, komdu, sagði hún hvasst.
Thor lét sem hann heyrði ekki í henni.
Athygli hans beindist að skóginum. Hann stóð
kyrr og hárin risu. Hvað sá hann? Göngumann?
Enginn hafði farið um veginn svo vikum
skipti. Kannski var þetta björn, þó að þeir
kæmu sjaldan svona langt niður í fjallshlíðarnar.
Björn yrði ekki í vandræðum með að afgreiða
Thor í einu vetfangiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Endatafl
hafði verið með bundið fyrir augun í margar klukkustundir að henni fannst en hafði samt glatað öllu
tíma skyni og verið leidd gegnum víti.
Gróðurinn varð sífellt þéttari eftir því sem hún
gekk lengra. Þyrnar stungust í fætur hennar. Sólin
hafði brennt hörundið. Ökklarnir voru þaktir maurabitum.
Maður sem þeir kölluðu Dueño hafði skipað
mönn unum að breyta útliti hennar. Þeir höfðu skorið
af henni hárið og hellt einhverju yfir það sem lyktaði
eins og bleikiefni. Hún bjóst við að þeir hefðu gert
þetta svo hún passaði ekki lengur við lýsinguna á
kon unni sem orlofsstaður hennar myndi tilkynna að
væri horfin. Ó guð, hún fékk í magann við að hugsa
um að hún væri horfin.
Hún hafði lesið um að bandarískum ferðamönnum
hefði verið rænt í fríum en kom svona lagað ekki
fyrir annað fólk? Ríkt fólk?
Ekki skráningarfulltrúa, sem átti enga fjölskyldu,
en hafði safnað og nurlað saman í þrjú ár til að komast í þessa ferð.
Mennirnir fyrir framan hana lengdu bilið á milli
sín og hún sá litlar tjaldbúðir framundan. Hún titraði
um leið og siggróin hönd lagðist á öxl hennar.
–Niður! Hann ýtti henni niður á fjóra fætur.
Dueño, leiðtogi þeirra, stóð yfir henni. Hann var
örlítið hærri en hinir og vel klæddur. Hann huldi andlitið svo hún hefði ekki getað bent á hann í sakbendingu þó að hún hefði viljað. –Viltu fara heim frk.
Baker?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Eðlishvöt
Hver yrði næsta fórnarlamb hans. Hvers vegna ætti
hann að breyta út af venjunni?
Ein ástæða kom upp í hugann. Reiði. Bob var
nákvæmur og vandvirkur. Julie hafði truflað
hann við morðathöfnina, sem hann lýsti sem
kyn örvandi fremur en kynlífstengdri. Ef til vill
hafði það nægt til að kalla á breytingu.
Luke gat þó ekki útilokað þann möguleika að
um hermikráku væri að ræða. Mynd af Julie
hafði birst víða í fréttum og á Netinu. Ekki varð
hins vegar framhjá því litið að Julie var svarthærð, eins og öll fórnarlömb Robs.
Hann virti fallegu, hallandi rithöndina fyrir
sér. Hún myndi gefa fleiri vísbendingar um
persónuleika Robs. Það vissi hann líka, enda var
hann bráðsnjall, og því var stóra D-ið í heiti
djöfulsins enn þýðingarmeira en ella. –Sá sem
skrifaði þetta tók sér góðan tíma.
Luke tók gagnapoka úr hanskahólfinu og
benti á miðann. –Ég sendi þetta í greiningu.
Lögregluþjónarnir kinkuðu kolli.
–Getið þið séð af einum einkennisklæddum í
nótt? Ég vil gjarnan að hann standi vaktina í
sundinu á bak við húsið hennar.
–Ekkert mál, sagði Wells. –Ég skráði hjá mér
punkta eftir að ég talaði við ungfrú Davis. ViltuVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.