Ást og óvissa

Játningar
Játningar

Játningar

Published Nóvember 2016
Vörunúmer 11. tbl. 2016
Höfundur Barb Han
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Beckett Alcorn, öðru nafni mannræninginn frá Mason Ridge og alræmdasti glæpamaður í sögu Mason Ridge, sat í fangelsi, þar sem hann átti heima. Þar með hefði fimmtán ára hremmingum íbúa bæjarins átt að vera lokið. En þá hafði Alcorn sagt til félaga síns gegn því að sér yrði sýnd mildi. Þeir Jordan Sprigs höfðu stýrt barnaránshring í Texas síðastliðin fimmtán ár. Sprigs var talinn vera í felum utan ríkisins. Bæjarbúar hefðu átt að geta sofið rótt, en sú var ekki raunin. Kallað hafði verið eftir aðstoð alríkislögreglunnar við leitina að Sprigs. Afar ólíkleg var að hann skyti upp kollinum þarna. En engum var rótt. Þessu máli virtist aldrei ætla að ljúka. Ef til vill var það þess vegna, sem Dawson var viss um að ekki væru öll kurl komin til grafar. Alcorn var í fangelsi, Sprigs hundeltur og lífið í bænum ætti að ganga sinn vanagang á ný. En ennþá voru undarlegir hlutir að gerast og skuggaverur að læðast meðfram húsum. Foreldrar Melanie, fyrrverandi starfsmenn póstþjónustunnar, voru á ferðalagi á húsbílnum sínum og hún því ein heima. Þess vegna leist Dawson ekki á þessar mannaferðir og laumaðist út um bakdyrnar til að kanna málið. Ef hann gægðist inn um glugga og yrði ekki var við nein vandræði gæti hann sofið rólegur. Sofið? Við lá að hann skellti upp úr. Það var ekki beinlínis róandi til þess að vita að Melanie væri ein heima og alræmdur glæpamaður léki lausum hala. En ef hann gengi úr skugga um að Melanie væri óhult gæti hann vonandi fest svefn. Auk þess þurfti hann að sjá hana, en það var aukaatriði.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is