Ást og óvissa

Hrafnadalur
Hrafnadalur

Hrafnadalur

Published Júní 2016
Vörunúmer 6. tbl. 2016
Höfundur Jenna Ryan
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Henni var veitt eftirför.
Myrkrið ólgaði af blóðþorsta ofstækismannanna sem voru þarna einhvers staðar fyrir aftan hana. Hún kom ekki auga á þá... sá einungis glitta í þá á milli skugga trjánna hvert sem litið  var. Andlit þeirra voru falin í skuggunum en
fótatak þeirra í skógarbotninum var vísbending um að þeir nálguðust.
Gamalkunnugt nafn endurómaði í huga hennar þar sem hún flúði dýpra inn í skóginn.
Nola Bellam. Kona sem hafði verið henni nákomin en sem núna var látin.
Óttinn sat sem steinn í brjósti hennar og hamlaði rökréttri hugsun. Trén urðu sífellt lágvaxnari en jafnframt kræklóttari og skógarbotn inn sífellt ósléttari og erfiðari yfirferðar. Vindhviðurnar læstu klónum í yfirhöfnina hennar.
Hún hafði margoft áður flúið þessa sömu ofstækismenn í draumi, jafnt í eigin persónu og sem einhver formæðra hennar. Hún hljóp hratt en þessa nótt hlupu þeir hraðar.
Ezekiel Blume hafði nauðgað Nolu Bellem, eiginkonu bróður síns. Nola hafði í kjölfarið flúið með barn sitt en ekki komist með það í öruggt skjól. Það var ekki til neitt öruggt skjól í Hrafnadal. Ezekiel hafði verið staðráðinn í að leita hana uppi áður en bróðir hans sneri heim aftur... staðráðinn í að myrða hana til að koma í veg fyrir að sannleikurinn kæmi fram í dagsljósið.
Fáfræði var öflugast allra vopna og í örvæntingu sinni hafði hann því gripið til þess ráðs að brennimerkja hana sem norn og
hafði sent óttaslegna bæjarbúa í hópum á eftir henni. Fyrir það hafði hann látið lífið. Fyrir það höfðu þeir bæjarbúar sem eltu hana einniglátið lífið.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is