Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og óvissa
-
Innbrotsþjófurinn
Hann kunni sannarlega að meta gestrisnina á Cardwell-búgarðinum en vildi samt hafa sinn eigin samastað vegna þess hve oft hann var í Montana. Það var fjölskyldan sem hafði laðað bræður hans hingað aftur, en nú var það ástin og grillmaturinn sem hélt í þá.
Merkilegt hvernig þetta hafði alltsaman byrjað með grillinu, sem var það eina sem allir fimm bræðurnir kunnu.
Þeir höfðu stofnað lítinn grillstað skammt frá Houston og merkilegt nokk hafði reksturinn skotgengið og útibú sprottið upp. Fyrr en varði var litla útigrillið sem þeir höfðu byrjað með orðið að margra milljóna dollara fyrirtæki.
Það hafði verið bróðir hans, Tanner (Tag) Cardwell, sem stakk upp á því að opna fyrsta Montana-útibúið þeirra í Big Sky. Þeim hafði ekki öllum litist á þá hugmynd, en hún hafði reynst góð. Nú voru bræður hans farnir að ræða að opna fleiri staði í Montana. Allir bræður hans fjórir höfðu snúið heim til Montana, en Laramie átti heima í Texas og sagði sjálfum sér að hann hefði engan áhuga á að koma hingað í óbyggðirnar, að minnsta kosti ekki fyrir fullt og allt.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vetrarástir
Veðrið virtist vera að versna. Hann sá ekki nema nokkra metra fram fyrir húddið á bílaleigubílnum. Áður hafði hann komið auga á Gallatinfljótið vinstra megin við sig. Hægra megin voru háir hamraveggir þar sem vegurinn lá í gegnum fjallaskarðið. Hér var lítið annað en dökk, snævi þakin barrtré, þverhníptir klettar, frosið fljótið og glerháll vegurinn.
–Velkomin á norðurhjara veraldar, sagði hann við sjálfan sig og rýndi út um framrúðuna til að reyna að sjá veginn og halda sig á honum. Hann kenndi bræðrum sínum um, ekki um veðrið heldur um að hann þyrfti að vera hérna. Þeir höfðu krafist þess að hann kæmi til Montana til að vera við opnun fyrsta Texasbræðra grillhússins í Montana. Þeir höfðu frestað viðhafnaropnuninni þangað til hann var orðinn nægilega hress til að komast.
Þó opnunin væri ekki fyrr en 1. janúar hafði frænka hans, Dana, beðið hann að koma og verja jólunum á búgarðinum.
Þú verður að koma, Austin, hafði hún sagt. Ég lofa að þú sérð ekki eftir því.
Það urgaði í honum núna. Hann hafði ekki komið til Montana síðan foreldrar hans skildu og móðir hans fór með hann og bræður hans til Texas. Hann hafði verið of ungur til að muna mikið eftir þessu. En hann gat ekki neitað Dönu.
Hann hafði heyrt of margt gott um hana frá bræðrum sínum.
Auk þess átti hann ekki annars úrkosti eftir að hafa misst af brúðkaupi bróður síns, Tags, í júlí.
Þegar hann hægði enn meira á sér í enn einni beygjunni skók vindurinn bílaleigubílinn hans og snjór þyrlaðist fyrir framrúðuna. Í augnablik sá hann ekkert. Enn verra var að honum fannst hann fara of hratt í beygjuna. En hann var hræddur við að stíga á bremsuna því það var það eina sem Tag, bróðir hans, hafði varað hann við að gera.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Brúðkaupið á búgarðinum
Drew hafði verið himnasending. Hún hefði ekki getað án hans verið, hugsaði hún með sér er hún dró teygju upp úr vasa sínum og setti síða, ljósa hárið í tagl.
Nick hafði hnussað þegar hún minntist á það skömmu eftir giftinguna hvað Drew væri ágætur.
–Vertu bara fegin að hann kann vel við þig.
Það gera engir aðrir í fjölskyldunni.
Svo hafði hann hlegið.
–Á ég ekki að hjálpa þér með þetta? spurði Drew og kom nær. Hann hleypti brúnum þegar hann sá pottinn og innihaldsefnin sem hún hafði raðað upp á bekknum. –Hélstu pottinum?
Mamma hans hafði auðheyrilega sagt honum frá atvikinu.
Hann hlýtur að halda, eins og mamma hans, að ég sé að missa vitið.
Því miður óttaðist hún að þau hefðu rétt fyrir sér.
Allie leit á stóra, þunga pottinn með lokinu.
Hönd hennar skalf þegar hún seildist í hölduna.
Minningin um það þegar hún opnaði pottinn síðast og sá hvað í honum var olli því að hún hryllti sig.
Potturinn, sem var með hvítri glerungshúð að innan og rauðri að utan, hafði verið brúðargjöf frá tengdafólkinu hennar.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Við illan leik
Núna var svæðið í skugga, alveg eins og hann vildi hafa það. Hann efaðist um að hún myndi taka eftir ljósleysinu, eða honum sjálfum þegar hann lét lítið fyrir sér fara og þóttist koma vörum fyrir í skottinu á stóra, dýra bílnum sínum.
Konur voru síður hræddar við menn sem virtust eiga peninga.
Þegar hann heyrði fótatak hennar nálgast átti hann bágt með að kíkja ekki á hana. Þolinmæði.
Þetta er sú rétta, sagði hann við sjálfan sig. Honum fannst strax hann þekkja hana og gat auð veldlega giskað á sögu hennar. Hún hafði unnið fram eftir fyrst hún var ennþá í sömu fötunum og um morguninn, á háum hælum. Hún var ekki
með innkaupakerru svo hún var ekki að versla fyrir stóra fjölskyldu.
Þvert á móti, var hún líklega einhleyp og bjó ein, ábyggilega í flottri íbúð fyrst hún átti nýlegan, dýran bíl, eins og sjálfstæðar, framakonur yfirleitt. Af fótatakinu að dæma hélt hún á einum litlum innkaupapoka. Hann gat nú þegar
ímyndað sér hendur sínar um háls hennar.
Fótatakið kom nær.
Hann hafði lært fyrir löngu að fara ekki eftirEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lögreglukonan
–Þú þurftir ekki að ganga svo langt að fá í þig kúlu til þess að fá mig í heimsókn til þín, sagði Austin O‘Brien glettnislega við Tommy Johnson þegar hann gekk inn í stofu 119 á sjúkrahúsinu í Bluff.
Tommy var eiginlega einn úr fjölskyldunni og hafði alist upp með bræðrunum sex á O‘Brien-búgarðinum. Hann var einn áttatíu og þrír á hæð, skolhærður og brúneygur, og ekki ólíkur bræðrunum í útliti.
–Ef ég hefði vitað að ekki þyrfti meira til hefði ég gert þetta fyrir löngu, svaraði Tommy.
Hann hafði orðið fyrir skoti við skyldustörf nokkrum dögum áður. Eftir tveggja tíma aðgerð var hann á góðum batavegi. Kímnigáfan var að minnsta kosti á sínum stað. Það var góðs viti.
Einhver O‘Brien-bræðranna hafði verið við sjúkrabeð Tommys frá því að atvikið átti sér stað. Þeir höfðu skipst á og gengið úr skugga um að hann vanhagaði ekki um neitt.
–Mér datt í hug að þú værir kannski orðinn leiður á spítalamat, sagði Austin, opnaði dall með heimagerðu pasta, lagði það á borðið við rúmið og færði það svo að Tommy gæti bjargað sér. –Kjaftaðu bara ekki í hjúkkurnar.
–Eldaði Janis þetta? spurði Tommy og brosti.
Janis hafði starfað á búgarðinum í fjöldamörg ár. Hún var í raun fremur fjölskyldumeðlimur en starfsmaður og strákarnir höfðu samþykkt að gefa henni ofurlítinn hlut í búgarðinum þegar þeir tóku við honum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mannvonska
Colin O‘Brien krosslagði hendurnar og reyndi eftir bestu getu að leyna því hvaða áhrif það hafði á hann að sjá Melissu Roark, sem nú hét Melissa Rancic, aftur. Colin var fjórði í röðinni af sex sonum hinna auðugu O‘Brienhjóna og hafði ekki orðið fyrir mikilli höfnun um ævina, enda heillandi maður og glæsilegur á velli. En Melissa hafði hafnað honum.
–Hvernig slapp nafnið hennar í gegnum skoðun öryggisvarðanna? spurði hann.
–Hún bað um að koma sem gestur Carolinu Jordan og fyrst hún var ekki á lista yfir hugsanlega ógnvalda samþykktu þeir hana, svaraði Cynthia og fórnaði höndum af áhyggjum.
Hún hafði unnið á búinu í rúm fimm ár, var orðin nátengd fjölskyldunni og vissi að það mátti ekki tala um Melissu. –Ég hélt að hún hefði flust burt fyrir ári. Ég vissi ekki að hún hefði skotið upp kollinum aftur.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ættardeilur
Hvers vegna fann hann þá fyrir henni þar sem hann gekk í áttina til hennar? Hann kærði sig ekki um að taka eftir löngu leggjunum, stígvélunum, hvíta kjólnum eða síða, jarpa hárinu.
Það hafði ekki verið hans val að binda enda á ástarsamband þeirra. Hann hafði einfaldlega brennt sig á henni. Þegar hann hugsaði um það hversu auðvelt hún hafði átt með að binda enda á sambandið hleypti hann brúnum og fann fyrir reiði.
–Hvað ert þú að gera hér? hreytti hann út úr sér.
–Ég kom til að finna þig, svaraði hún og krosslagði hendurnar. Það gerði hún gjarnan þegar hún var svolítið taugaóstyrk en vildi leyna því.
–Ég á ekkert vantalað við þig, sagði hann og gnísti tönnum. Hann var vissulega reiður.
Sambandi þeirra hafði lokið fyrir fáeinum mánuðum og hann var enn ekki búinn að jafna sig eftir slitin. Hún leit vel út og það bætti vara gráu ofan á svart í hans augum.
–En ég þarf að tala við þig, sagði hún.
–Hvað er að? Hvar er nýi kærastinn? Ryder nam staðar. –Þú ert að sóa tíma þínum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Á bláþræði
Tyler var meinilla við slys og óhöpp.
Bræðurnir sex höfðu erft nautgripabúgarðinn tveimur mánuðum eftir að foreldrar þeirra höfðu beðið bana í „slysi“. Nýjar vísbendingar höfðu orðið til þess að lögreglustjórinn hóf rannsókn málsins á ný, enda benti margt til þess að um morð hefði verið að ræða.
–Ertu ómeiddur? kallaði hann og vonaðist eftir svari þó að hann byggist ekki við því.
Líkaminn var fastur undir hjólinu. Tyler sá hann ekki vel, en hafði nógu oft orðið vitni að svona atburðum til að gera sér grein fyrir því við hverju mátti búast.
Ekkert farsímasamband var á þessum hluta jarðarinnar svo að hann gat hvorki hringt á sjúkrabíl né lögreglu. Labbrabbtækið hafði hann skilið eftir á geldingnum sínum, honum Digby. Flestir stórbændur notuðu fjórhjól og
pallbíla til að kanna ástand girðinga, ekki sístþegar jarðirnar voru jafn stórar og Nautabú.
Tyler hafði hins vegar talið að hestinum veittiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vonarglæta
Nöpur hviða nísti Dallas er hann sté út úr pallbílnum sínum og lokaði á eftir sér. Hann bretti upp ermarnar á yfirhöfninni. Umferðin var lítil og hann hafði því komist í búðina á mettíma. Yfirleitt var búið að opna hana á
þessum tíma, en Jessie hafði oft verið seinn fyrir á morgnana síðan þau hjónin eignuðust tvíbura snemma í mánuðinum á undan.
Bíll ók yfir planið. Var þetta Kate Williams, hinn stolti eigandi súpueldhússins Matverks?
Dallas hafði ekki hitt hana enn, enda hafði hann haft nóg fyrir stafni á búgarðinum frá því að foreldrar hans dóu.
Kona kom út úr bílnum og opnaði afturdyrnar. Hún var lágvaxin, klædd þykkum, bláum jakka og með trefil. Hann hló innra með sér. Konunni var greinilega jafn illa við kulda og honum.
Honum sýndist hún vera í bláum gallabuxum og loðfóðruðum stígvélum. Þetta voru dýr föt ef þess var gætt að konan rak súpueldhús.
Og hún byrjaði bersýnilega snemma að vinna, því að klukkan var ekki nema hálfsex.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Óveður
Planið hennar í kvöld var að finna einkatölvu James Wynter og hala innihaldi hennar niður á minnislykil. Hún hafði læðst úr afmælisveislunni sem haldin var fyrir einn af æðstu yfirmönnum í Wyntersamsteypunni. Gestirnir höfðu hellt í sig kampavíni og dáðust hástöfum að útsýninu yfir Golden Gatebrúna sem bar við næturhimininn. Sumir höfðu kvartað yfir að hafa þurft að láta frá sér farsímann sinn og Emily var sammála því. Það hefði verið gott að geta tekið myndir af háttsettum stjórnmálamönnum að skemmta sér með óþokkum Wynters.
Undir þiljum gekk hún að annarri hurð til hægri. Henni hafði verið sagt að þetta væri skrifstofa James Wynters. Fægður látúnshúnninn snérist auðveldlega í hönd hennar. Engin þörf á að dírka upp lásinn.
Hjarta hennar barðist hratt þegar hún fór inn.
Það var slökkt á skrifborðslampanum en í tunglskininu sem barst inn um kýraugað, greindi hún opna fartölvuna. Það tæki ekki nema nokkrar mínútur að færa gögn Wynters yfir á minnislykilinn og þá væri hún loksins með sönnunargögnin sem hún þurfti fyrir mansalsgreinina sína.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.