Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og óvissa
-
Veiðimaðurinn
Það var fullt starf að hreinsa lauf af stígunum í
kringum tjaldsvæðið við Appalasíuveginn.
Svo vildi til að Autumn Reed hafði kapp nógan
tíma. Henni hafði ekki tekist að leigja út bústað
svo vikum skipti, ekki síðan það fréttist
að raðmorðingi sæti um göngukonur á veginum.
Henni svipaði til fórnarlamba hans svo að
sjálfri var henni ekki um sel heldur.
Hún hafði frestað verkinu fram eftir degi og
nú, þegar sólin lækkaði á lofti, óskaði hún
þess að hafa farið út fyrr. Eftir sólsetur ríkti
niðamyrkur á veginum og hún vissi að það var
óráðlegt að vera þar á ferli þá.
Autumn kallaði á seppann sinn, hann Thor.
Henni leið betur með hann sér við hlið. Hann
var þyngri en hún og svo myndarlegur á velli
að sá sem hugðist vinna henni mein myndi
hugsa sig um tvisvar. Hann var eini, fasti
punkt urinn í tilveru hennar. Hún gat alltaf reitt
sig á Thor.
Thor var tíu metra frá henni og leit á hana,
en hlýddi ekki. Vindurinn lék sér að haustlaufunum
og yfirleitt þótti henni hljóðið notalegt,
en nú óttaðist hún að það kynni að yfirgnæfa
fótatak. Hún litaðist um. Þau Thor voru ein.
Hún kallaði aftur á hundinn. Það var ólíkt
honum að hlýða ekki, en ef til vill hafði hann
bara komið auga á íkorna eða kanínu.
–Thor, komdu, sagði hún hvasst.
Thor lét sem hann heyrði ekki í henni.
Athygli hans beindist að skóginum. Hann stóð
kyrr og hárin risu. Hvað sá hann? Göngumann?
Enginn hafði farið um veginn svo vikum
skipti. Kannski var þetta björn, þó að þeir
kæmu sjaldan svona langt niður í fjallshlíðarnar.
Björn yrði ekki í vandræðum með að afgreiða
Thor í einu vetfangiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Endatafl
hafði verið með bundið fyrir augun í margar klukkustundir að henni fannst en hafði samt glatað öllu
tíma skyni og verið leidd gegnum víti.
Gróðurinn varð sífellt þéttari eftir því sem hún
gekk lengra. Þyrnar stungust í fætur hennar. Sólin
hafði brennt hörundið. Ökklarnir voru þaktir maurabitum.
Maður sem þeir kölluðu Dueño hafði skipað
mönn unum að breyta útliti hennar. Þeir höfðu skorið
af henni hárið og hellt einhverju yfir það sem lyktaði
eins og bleikiefni. Hún bjóst við að þeir hefðu gert
þetta svo hún passaði ekki lengur við lýsinguna á
kon unni sem orlofsstaður hennar myndi tilkynna að
væri horfin. Ó guð, hún fékk í magann við að hugsa
um að hún væri horfin.
Hún hafði lesið um að bandarískum ferðamönnum
hefði verið rænt í fríum en kom svona lagað ekki
fyrir annað fólk? Ríkt fólk?
Ekki skráningarfulltrúa, sem átti enga fjölskyldu,
en hafði safnað og nurlað saman í þrjú ár til að komast í þessa ferð.
Mennirnir fyrir framan hana lengdu bilið á milli
sín og hún sá litlar tjaldbúðir framundan. Hún titraði
um leið og siggróin hönd lagðist á öxl hennar.
–Niður! Hann ýtti henni niður á fjóra fætur.
Dueño, leiðtogi þeirra, stóð yfir henni. Hann var
örlítið hærri en hinir og vel klæddur. Hann huldi andlitið svo hún hefði ekki getað bent á hann í sakbendingu þó að hún hefði viljað. –Viltu fara heim frk.
Baker?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Eðlishvöt
Hver yrði næsta fórnarlamb hans. Hvers vegna ætti
hann að breyta út af venjunni?
Ein ástæða kom upp í hugann. Reiði. Bob var
nákvæmur og vandvirkur. Julie hafði truflað
hann við morðathöfnina, sem hann lýsti sem
kyn örvandi fremur en kynlífstengdri. Ef til vill
hafði það nægt til að kalla á breytingu.
Luke gat þó ekki útilokað þann möguleika að
um hermikráku væri að ræða. Mynd af Julie
hafði birst víða í fréttum og á Netinu. Ekki varð
hins vegar framhjá því litið að Julie var svarthærð, eins og öll fórnarlömb Robs.
Hann virti fallegu, hallandi rithöndina fyrir
sér. Hún myndi gefa fleiri vísbendingar um
persónuleika Robs. Það vissi hann líka, enda var
hann bráðsnjall, og því var stóra D-ið í heiti
djöfulsins enn þýðingarmeira en ella. –Sá sem
skrifaði þetta tók sér góðan tíma.
Luke tók gagnapoka úr hanskahólfinu og
benti á miðann. –Ég sendi þetta í greiningu.
Lögregluþjónarnir kinkuðu kolli.
–Getið þið séð af einum einkennisklæddum í
nótt? Ég vil gjarnan að hann standi vaktina í
sundinu á bak við húsið hennar.
–Ekkert mál, sagði Wells. –Ég skráði hjá mér
punkta eftir að ég talaði við ungfrú Davis. ViltuVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Vitni í hættu
–Bara við tvö erum svo vitlaus að vera á fótum, sagði hún við tveggja ára gamla hundinn
sinn, Boomer, og neyddi sig til að anda rólega.
Boomer opnaði ekki augun. –Og ég held að það
eigi bara við um mig.
Að vinna á meðan aðrir sváfu hentaði Sadie
ágætlega. Hún hafði litla þörf fyrir dagsbirtu og
fólk eftir að henni hafði verið rænt, fyrir tveimur
árum.
Já, hún kipptist enn til við minnsta hljóð. Leit
stöðugt um öxl. En hún var alltaf tilbúin. Átti
alltaf von á því versta. Var alltaf á verði. Samt
hafði síðasta árið verið friðsælt. Það var engin
ástæða til að ætla að nokkuð breyttist, þrátt fyrir
að eðlisávísunin segði annað.
Að vera stöðugt á verði var svona svipað og
að leggja bíl en skilja eftir kveikt á háu ljósunum. Innan skamms yrði hún straumlaus.
Boomer ýlfraði aðeins í svefni. Verndari
hennar? Það var fyndið. Hún hafði valið stóran
hund í athvarfinu sér til verndar. Þessi golden
retriever hennar var hins vegar álíka hugrakkur
og Scooby Doo. Hann vildi bara éta og gæti ekki
einu sinni rekið burt kött. Hins vegar hafði hann
hátt og geltið gat verið ógnvekjandi. Sadie bjóst
við að það nægði til að láta menn hugsa sig
tvisvar um.
Þegar hún beygði sig niður til að taka hveitipokann upp, heyrði hún annað hljóð sem fékk
hárin til að rísa á höfði hennar. Boomer hallaði
líka undir flatt þegar smellur heyrðist í lás.
Hjartað barðist í brjósti hennar.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Kúreki til bjargar
–Við vitum það. Ef þú talar við lögregluna,
deyr hann, sagði annar maðurinn. –Við höfum
samband.
Noah öskraði á hana. Hún heyrði skelfinguna
í rödd hans. Vonleysið fyllti hana á meðan hún
barðist við gaddavírinn, horfði á mennina hverfa
inn í skóginn með frænda hennar. Nei. Almáttugur,
nei.
–Hann er veikur. Hann þarf lyf, kallaði hún.
Þeir hurfu án þess að líta um öxl.
Sársaukastingir þutu upp fótlegginn. Óttinn
greip hana. Trén voru allt um kring. Noah hafði
verið rænt og hún var föst. Hjálparlaus.
–Gerið það. Einhver.
Hófadynur heyrðist í fjarska. Hún greip andann á lofti og leit í kringum sig. Voru fleiri á
ferli?
Allt hafði gerst svo hratt. Hve lengi höfðu þeir
dregið hana? Hve langt inn í skóginn var hún
komin?
Allt sem minnti á graskersakur var horfið.
Engin opin svæði eða heybaggar. Ekkert appelsínugult. Engin lykt af dýrafeldi og yl. Það var
ekkert kunnuglegt í kringum hana núna.
Miðað við blóðið sem hún sá og sársaukann,
átti henni eftir að blæða út.
Nei. Hún mátti ekki deyja. Noah þarfnaðist
hennar.
Reiðin kraumaði innra með henni og henni
hitnaði allri. Katherine varð að bjarga honum.
Hann átti engan annan að. Líklega var hann
skelfingu lostinn, sem gæti leitt til astmakasts.
Án pústsins eða lyfsins, gætiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ljótur leikur
Almáttugur.
Hjartað í Sawyer herti ofurlítið á slættinum
og hann þreifaði ósjálfrátt eftir Glock-byssunni sinni sem jakkinn huldi. Það var sorglegt að hann skyldi ósjálfrátt fálma eftir byssunni í brúðkaupsveislu bróður síns. En hann hafði verið nógu lengi í alríkislögreglunni og orðið fyrir skoti nógu oft til að vita að allur var varinn góður.
Betra var líf en dauði.
Sawyer var ekki sá eini sem veitti konunni athygli. Síður en svo. Josh, bróðir hans, og sex frændur af Ryland-ætt voru laganna verðir í Silver Creek. Sawyer tók eftir því að sumir
þeirra fálmuðu eftir vopnum sínum líka.
Hún nam staðar í miðri hlöðunni, sem var skreytt ljósum og blómum, og enda þótt hún væri með sólgleraugu taldi Sawyer víst að hún væri að litast um. Hún hætti því hins vegar þegar hún kom auga á hann.
–Sawyer, sagði hún.
Vegna skvaldursins í gestunum og fiðluleikara sem lék blús og sveitatónlist heyrði Sawyer hana ekki segja nafnið, heldur sá
það bara á skjálfandi vörum hennar. Svo tók hún af sér sólgleraugun og þau horfðust í augu.
Þá bölvaði hann hraustlega.
Hann nennti fjandakornið ekki að standa í þessu í dag. Raunar gilti það um alla daga.
–Cassidy O‘Neal, muldraði hann.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Athvarf í Montana
Julie Chilton strauk rökum lófunum við pilsið
sitt og dró andann djúpt að sér. Þegar hún talaði,
titraði röddin töluvert. –Ég þarf að segja þér
nokkuð.
Yfirmaður hennar, James Killigrew prófessor,
benti á stól fyrir framan glerskrifborðið sitt. –Þú
virðist vera í uppnámi, Julie. Fáðu þér sæti.
Hann var hár maður og undirstrikaði útlit
menntamannsins með tvídjökkum og gleraugum. Hátt ennið teygði sig upp í hvítt og úfið hár
en það var röddin, framar öllu, sem krafðist
athygli. Eðalvín gat búið yfir sól, ávöxtum og
jörð. Rödd hans bjó yfir visku, öryggi og
forvitni. Engin furða að hann ætti auðvelt með
að auka tekjurnar fyrir kennslu í stjórnmálavísindum, með fyrirlestrum og sjónvarpsþáttum.
Það var sá hluti lífs hans sem Julie hafði verið
ráðin til að sinna og hún elskaði starfið. Jæja,
hafði elskað það þar til fyrir tveimur vikum...
–Ég veit ekki hvar ég á að byrja, viðurkenndi
hún.
Hann spennti greipar og brosti hvetjandi til
hennar. Hún hefði gefið nær hvað sem er til að
forðast þessa stund, en það var ekki um neitt að
velja. Hættu að tefja.
–Fyrir tveimur vikum settist maður við hlið
mér í strætó á leiðinni heim, sagði hún. –Hann
sýndi mér skilríki og fór að tala, röddin var svo
lág að ég þurfti að leggja mig fram til að heyra
hana. Það var ljóst að hann vissi hver ég var og
fyrir hvern ég vann.
–Strætó? En sérstakt. Hvað sagði hann?
–Hann sagðist vera alríkisfulltrúi sem stýrði
sérstakri deild sem sérhæfði sig í að rannsaka
pen ingabrask.
Hvítar augabrúnir Killigrews skutust upp á
ennið. –Hvað sagðirðu?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Býlið
Það var nóg af þeim. Fjórir fulltrúanna voru
líka frændur Josh. Og ef Grayson hefði búist við
að mæta manni með árásarriffil í þessu hefðbundna útkalli, hefði hann örugglega komið með
hina en ekki Josh.
–Þú gerðir mig að fógetafulltrúa, áminnti Josh
hann. –Þetta er hluti af starfinu.
Það hljómaði vel. Eins og eitthvað sem fógetafulltrúi í smábæ segði við yfirmann sinn.
En það var lygi.
Sannleikurinn var sá að Josh hafði komið aftur
heim eftir að hafa farið í leyfi frá FBI til að forðast byssumenn. Árásarriffla. Kúlur í bringuna.
Og blóðugu minningaflækjuna sem hann reyndi
að halda frá sér.
Sú áætlun hafði ekki gengið upp.
Josh notaði sjónaukann til að horfa á byssumanninn ganga fram og aftur á verönd tveggja
hæða búgarðshússins. Maðurinn var greinilega á
verði.
En af hverju?
Verst að Josh gat ímyndað sér nokkrar ástæður
fyrir því af hverju einhver á búgarði gæti þurft
vörð með árásarriffil og engin af ástæðunum
tengdist nokkru löglegu.
Josh rétti Grayson kíkinn svo hann gæti líka
litið á. –Heldurðu að þeir séu að fela fíkniefni í
húsinu?
–Fíkniefni eða byssur, kannski.
Hvort sem það var, hafði umferðin verið mikil
því það var mikið af hjólförum á heimreiðinni.
Það var þessi óvenjulega umferð sem hafði
fengið einhvern til að hringja nafnlaust á fógetaskrifstofuna. Það bætti ekki úr skák að enginnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Svikráð
Skylar Pope tók járnhliðið við bakdyrnar að listhúsi frænku sinnar úr lás og opnaði það. Þetta
hafði hún gert flesta morgna síðustu sex vikur.
Næst kom röðin að glerhurðinni og viðvörunarkerfinu. Síðan fór hún inn. Það glumdi í nýbónuðu viðargólfinu er hún gekk á hælaskónum
gegn um vinnustofuna og inn í sjálft galleríið og
kveikti ljósin í leiðinni.
Hún gekk rakleiðis að aðaldyrunum og tók þær
úr lás. Svo fór hún út á gangstéttina í Traterg með
felliskilti þar sem afgreiðslutími listhússins var
auglýstur. Hún skalf er kaldur vetrarvindurinn
næddi um fæturna á henni og upp undir pilsið.
Að þessu loknu fór hún aftur inn á vinnustofuna, fór úr yfirhöfninni og setti hana og hliðartöskuna sína í læstan skáp. Hún greiddi sér og
lagaði fjólubláa og gula kjólinn, sem hún hafði
lokið við að sauma kvöldið áður. Flíkina hafði
hún hannað sjálf og var ánægð með árangurinn.
Skylar saumaði næstum öll föt sín sjálf. Eleanor
frænka hennar hafði ekki beðið hana um að klæðast skárri fötum í vinnunni. Það eitt var skýrt
merki þess hversu veik hún var orðin.
Næst opnaði Skylar fjárhirsluna og tók út
skeljar, prýddar gimsteinum, sem hún stillti upp í
glugganum ásamt nokkrum glerstyttum og fáeinum öðrum verðmætum munum. Hún dáðist að
ljóma þeirra og gæðum.
Vel sterkt kaffi að hætti heimamanna í
Kanistan, sem var lítið ríki á Balkanskaga, var
næst á dagskrá. Meðan það var að renna á könnuna opnaði Skylar bleiku pappaöskjuna sem hún
hafði komið með úr bakarínu. Hún innihélt smákökur með sultufyllingu, sem voru skreyttar
gulln um og rauðum blómum. ÞVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ógnir fjallanna
Hann var í jakkafötum, en sat á grýttum árbakka
þar sem áin rann í sjóinn. Hún flæddi yfir fætur
hans, en þeir voru svo dofnir að hann fann ekki fyrir
því. Hann dró fæturna á þurrt og litaðist um.
Hann sá fjöll og tré, kletta og vatn. Sólin var
lágt á lofti. Hvar var hann? Hvernig komst hann
hingað? Hann leit upp með ánni og sá foss. Síðan
leit hann á rifnu jakkafötin sín, sárin og skrámurnar
á húðinni.
Hafði hann fallið fram af fossbrúninni?
Hver var hann? Hvað hét hann?
Hann hlaut að vera með einhvers konar skilríki á
sér.
Í blautum vösunum fann hann ekkert annað en
smámynt. En undir jakkanum kom í ljós axlarslíður
og í því var hálfsjálfvirk byssa.
Hvað var hann að gera með skammbyssu þarna
úti á víðavangi? Ósjálfrátt kannaði hann byssuna.
Hún var hlaðin og tilbúin fyrir...
Tilbúin fyrir hvað?
Hann mundaði vopnið og horfði niður eftir
ströndinni. Lítill fugl tyllti sér á stein. Hann kom
auga á lítinn rekaviðardrumb og miðaði á hann.
Þegar hann hleypti af flaug fuglinn upp, felmtri
sleginn. Drumburinn splundraðist.
Byssan var í lagi.
Hvellurinn bergmálaði upp með ánni og hann
hrökk við er hann uppgötvaði að hann hafði gefið
upp staðsetningu sína mjög nákvæmlega, líkt og um
ögrun eða áskorun væri að ræða. Hárin risu á höfði
hans. Oft var í holti heyrandi nær.
Hann svimaði þegar hann stóðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.