Jack hafði ekki séð hræðu í langan tíma þegar hann kom auga á konuna við veginn. Hann keyrði eftir þjóðvegi 191, á leið norður í strjálbýlasta hluta Montana, þegar hann sá hana. Í fyrstu deplaði hann augunum og taldi sér missýnast, þar sem hann hafði ekki séð neinn annan bíl tímunum saman. En þarna var hún, stóð við veginn, hélt þumlinum út, með sítt og rautt hár sem féll niður fyrir axlirnar, klædd í þröngar gallabuxur sem smellpössuðu yfir laglegan bakhluta og ótrúlega langa leggi.
Þegar Cyrus Winchester opnaði augun, botnaði hann ekki neitt í neinu. Hann virtist vera á spítala og kannaðist ekki við sig. Hann lá í sjúkrarúmi og heyrði í sjónvarpinu frammi á ganginum þar sem verið var að auglýsa síðustu haustútsölurnar. Hann hlaut að vera að dreyma. Hann hafði verið á leiðinni til Montana til að verja fjórða júlí með ömmu sinni, sem hann hafði ekki séð í tuttugu og sjö ár.
Tilhugsunin nægði til að magi hans herptist saman. Hvað í fjandanum var hann að gera hérna? Whitehorse, Montana, var sá staður á jörðinni sem hann vildi síst vera á. Hann langaði ekkert að hitta ömmu sína. Hafði enga löngun til að fara aftur á búgarðinn og reyna að rifja upp góðar minningar. Í huga hans hlaut bölvun að hafa verið lögð á búgarðinn. Cordell hafði verið með slæma tilfinningu fyrir þessu frá byrjun. Þess vegna hafði hann ekki viljað láta Cyrus fara þangað einan. Cyrus virtist alltaf geta fundið vandræði
Vindurinn ýlfraði í gljúfrinu þegar fógetafulltrúinn McCall Winchester potaði með kúrekastígvélatá í nokkuð sem virtist vera moldarköggull. Þrumuveðrinu um nóttina hafði fylgt hellirigning. Þegar moldin færðist aðeins til sá hún að það sem var neðst í gljúfrinu var hvorki mold né steinn. –Sagði ég ekki? McCall leit á manninn sem stóð skammt frá. Rocky Harrison var heimamaður og steinasafnari.
Allar taugar í líkama Dede Chamberlain voru þandar þegar hún lagðist á mjótt rúmið í læstu herberginu. Hún hlustaði á hljóðin í kringum sig þetta kvöld... grátur heyrðist, stöku öskur, marr frá stól við borð hjúkrunarkvennanna neðar á ganginum. Dede vissi betur en að sofna. Hún hafði heyrt að nýr sjúkraliði hefði verið ráðinn og hún vissi hvað það þýddi. Hún hafði enn ekki séð hann en hafði heyrt hina sjúklingana hvísla um hann. Stóran náunga með ljósgrá augu og ör á vinstri vanganum. Claude
Það hljóta að vera einhver mistök. Dulcie Hughes ók sér til í sætinu og vildi helst flýja burt af skrifstofu lögfræðingsins. –Við höfum farið yfir allt sem foreldrar mínir arfleiddu mig að. Ekki þennan tiltekna hluta arfs þíns, sagði hann og ræskti sig. Árum saman hafði Lawrence Brooks eldri verið lögfræðingur foreldra hennar en þegar maðurinn lést hafði yngsti sonur hans, Herbert, tekið við lögfræðistofu föður síns.
–Geturðu þagað yfir leyndarmáli? Hvísl hennar heyrist í myrkrinu. Hann andar að sér lykt hennar, lykt af svita og kynlífi. Svo brosir hann í myrkrinu, í hálfgerðri vímu vegna líkama hennar, raddarinnar og brossins. Fingur strýkur niður bringu hans. Neglurnar eru langar og blóðrauðar. –Geturðu það? –Auðvitað, hvíslar hann á móti og augnlokin síga eins og honum hafði verið gefið deyfilyf.
Sögur segja að bærinn Lost Creek hafi orðið fyrir bölvun. Aðeins nokkrar byggingar standa enn við bakka Missouri-árinnar í afskekktum hluta Montana. Sagan sem hefur verið sögð í gegnum árin er sú að hópur útlaga hafi riðið inn í litla bæinn og drepið móður og barn á
Jerilyn Larch fraus með annan fótinn á gólfinu. Earl Ray Pitts muldraði eitthvað úr signu mótelrúminu en hélt svo áfram að hrjóta hátt. Jerilyn varp öndinni og smeygði sér fram úr rúminu, vissi að nú hafði þetta staðið of tæpt. Hún tíndi fötin sín upp af gólfinu og tiplaði inn á baðherbergið til að klæða sig.Jerilyn Larch hafði ekki bara átt erfiða tíma. Hún hafði lent á botninum. Eitt sinn hafði Larchnafnið staðið fyrir eitthvað í Arizona en nú var það einskis virði.
Charlotte Evans var á leiðinni til læknisins og var þegar orðin of sein þegar hún tók eftir silfurgráum jeppa, sem stóð á miðjum veginum og neyddist því til að hægja ferðina.Vélarhlífin var opin og ökumaðurinn var hvergi sjáanlegur. –Aldeilis frábært, tautaði Charlotte fyrir munni sér og hemlaði.