Ást og óvissa

Hugarangur
Hugarangur

Hugarangur

Published Janúar 2016
Vörunúmer 1. tbl. 2016
Höfundur Carla Cassidy
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

 Hún ríghélt sér í handriðið neðst í stiganum.
Blóð. Það var svo mikið blóð. Sársaukinn
var svo mikill að hún gat varla hugsað skýrt.
Nei, öskraði heilinn í henni. Þetta gat ekki verið að gerast. Hún var í þann mund að missa
takið á handriðinu sem kom í veg fyrir að hún
skylli í gólfið.
Blóð. Það var of mikið blóð. Hún gerði örvæntingarfulla tilraun til að halda aftur af sársaukaópinu, en það slapp út, fyrst sem lág stuna
og síðan svo hátt öskur að það hefði getað vakið látinn mann.
Marlene Marcoli settist snöggt upp í rúminu.
Hjartað sló allt hvað af tók. Smám saman
komst hún út úr martröðinni, sem orðin var
býsna kunnugleg. Sólin skein inn um gluggann
í litla svefnherberginu hennar og þegar hún leit
á klukkuna sá hún að hún var farin að ganga
níu.
Að ganga níu! Hún var komin hálfa leið
fram úr þegar hún mundi að það var ekki lengur í hennar verkahring að vakna eldsnemma,
keyra að mannlausu íbúðinni hennar Liz,
móðursystur sinnar, og baka þar kökur og bökur, kanilsnúða og annað sem Roxy, systir hennar, þurfti á að halda á vinsæla veitingastaðnum

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is