Ást og óvissa

Byssubrandur
Byssubrandur

Byssubrandur

Published Maí 2017
Vörunúmer 5. tbl. 2017
Höfundur Angi Morgan
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Tilvonandi fyrrverandi eiginmaður þinn valdi sennilega þennan stað af því að hann veit að hér myndirðu aldrei borða, sagði Darren.
 –Þú telur hitaeiningarnar, ekki síst núna þegar þú þarft að endurheimta línurnar. Fötin hennar voru enn sömu stærðar og þau sem hún hafði klæðst þegar þau hlupust á brott fyrir átta mánuðum. Raunar hafði hún verið í þessum fötum í óopinberu brúðkaupsferðinni þeirra til Parísar. –Það ætti enginn að geta neytt Sissy Jorgenson til að koma á svona stað, sagði Janna. –Þú ættir að biðja lögregluna um að sækja dótið þitt... og jafnvel köttinn. Pabbi Xanders á lögregluna. Fór það í taugarnar á henni að þau skyldu tala eins og þau skildu hvernig lífi hún hafði
 lifað áður en hún giftist? Hún hafði verið fyrirsæta á unglingsárunum og síðan gift inn í glæpaklíku. Þau gátu ekki gert sér það í hugarlund. Þeim þótti heillandi að skipta um stað í hverri viku, dvelja á hverju hótelinu á fætur öðru, ferðast og skemmta sér sýknt og heilagt. Jafnvel gleðskapurinn varð leiðigjarn. Sömu fésin kvöld eftir kvöld. Engir afslöppunardagar fyrir framan sjónvarpið, enginn lærdómur, engin skyndipöntun á pitsu og bjór. Engin stökk út í búð að kaupa mjólk og brauð, sem voru hvort eð er aldrei á matseðlinum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is