Ást og óvissa

Ógn framtíðar
Ógn framtíðar

Ógn framtíðar

Published September 2017
Vörunúmer 9. tbl 2017
Höfundur Delores Fossen
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Drury stöðvaði bílinn, dró upp byssuna og reyndi að sjá náungann í gegnum myrkrið og regnið. Ekkert sást. En Drury vissi að hann var þarna.
–Ég er Drury Ryland, lögreglufulltrúi, kallaði hann. –Gakktu fram svo að ég geti séð þig.
Það gerði náunginn ekki, heldur hleypti hann af einu skoti. Áður en Drury gat brugðist við hafði kúlan hæft framrúðuna.
Næstu tvö skot fóru beint í bílvélina. Annað þeirra hlaut að hafa hitt vatnskassann, þar sem gufa tók að stíga upp í loftið.
Drury bölvaði. Þar fór útgönguleiðin. Ef hann hefði viljað flýja, sem hann gerði ekki. Hann vildi finna þennan hálfvita og láta hann borga fyrir stofna til skotbardaga á landareign sinni.
Þar sem skothljóðin höfðu eflaust vakið frændfólk hans og bræður sendi Drury fljótleg textaskilaboð til eins af frændum sínum, Grayson Ryland lögreglustjóra, og bað um hjálp. Hins vegar vonaði Drury að hann myndi klára málið löngu áður en
hjálpin myndi berast.
Drury reif upp bílhurðina og notaði hana til að skýla sér á meðan hann miðaði á skuggaveruna, sem gægðist annað veifið fyrir hornið á bílskúrnum.
Hann varð að ná góðu skoti, því að Drury vildi ekki að skotið endurkastaðist og hitti hugsanlega vinnumann á búgarðinum eða einhvern í nálægum húsum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is