Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og undirferli
-
Örlögin ráða
Julie Webb ýtti þessum minningum frá sér og óskaði þess í hljóði að jafn auðvelt væri að leggja fortíðina að baki. Hún tók fastar um stýrið og gaut augunum á ljósa röndina á baugfingri vinstri handar þar sem demantshringurinn hafði
áður setið. Þú þarft ekki lengur að vera hrædd.
Hann getur ekki lengur unnið þér mein. Það er kominn tími til að halda lífinu áfram.
Til allrar óhamingju hafði rétturinn í Nashville ekki enn tekið málið fyrir og að halda lífi áfram þýddi því að hún varð að fara huldu höfði í litla sveitabænum Destiny í Tennesseefylki. Með sín takmörkuðu fjárráð hafði hún valið skárri kostinn
af tveimur álíka slæmum sem í boði voru en sá kostur var ævagamalt búgarðshús sem staðið hafði mannlaust svo lengi að hún réði við uppsett leiguverð. Það var önnur tveggja ástæðna fyrir því að Julie hafði valið þennan kost... hin var sú
staðreynd að smábærinn Destiny var í ríflega þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Nashville. Það þýddi að ólíklegt væri að hún rækist á einhver sem hún þekkti í einu matvöruverslun bæjarins.
Bílflaut fékk Julie til að líta í baksýnisspegilinn. Stórri sendibifreið hafði verið ekið út í kant á afleggjaranum frá húsunum tveimur og ökumaðurinn beið þess núna að hún bakkaði út úr heimreiðinni svo að hann gæti bakkað sendibifreiðinni að húsinu. Það yrði himneskt að þurfa ekki að sofa á gólfinu í nótt. Julie skellti í bakkgír en dokaði aðeins með að styðja fætinum á bensíngjöfina þegar nágranni hennar gekk út á verönd hússins við hliðina. Hann var hávaxinn, grannur og myndarlegur þannig að erfitt var að hunsa hann... en þó ekki ómögulegt. Hún hafði áður kynnst þessari manngerð og hafði ekki áhuga á að endurtaka þau mistök.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stórhríð
En allan tímann beið hann og lét svo til skarar skríða þegar tækifæri gafst. Greindin var ekki síður vopn hans en vöðvarnir. Konan sem lá fyrir framan hann núna var mjög gott dæmi um það. Hún hafði ekki hikað við að stansa þegar hann stöðvaði hana á þjóðveginum. Hann var bara ökumaður sem þurfti á hjálp að halda. Hann var myndarlegur og
gæddur miklum persónutöfrum. Hvaða kona myndi ekki vilja aðstoða hann?
Þegar hún loksins skildi hvað hann ætlaðist fyrir var það um seinan. Hún hafði vanmetið hann eins og löggæslumennirnir sem leituðu hans. Þeir töldu ólíklegt að hann gæti unnið traust fórnarlambanna og báru lotningu fyrir drápshraða hans og hæfileikum til að forðast að skilja eftir sig vísbendingar og ummerki.
Hann lyfti líki konunnar upp og kom því fyrir eins og sýningargrip í sætinu. Ekki hafði blætt mikið og í bílnum var ekki vottur af blóði. Fingraför fyndu lögreglustjórinn og menn hans ekki. Þeir myndu leita og skoða og rannsaka, taka ljósmyndir og spyrja mann og annan, en ekki finna nokkurn skapaðan hlut.
Hann lokaði bíldyrunum og þrammaði burt.
Það var farið að snjóa meira og mjöllin huldi nú blóðflekkina í vegkantinum, fótspor hans og öll merki um átök.
Morðinginn skaust á bak við ruðning og í hvarf frá tómum veginum. Skafrenningurinn olli því að snjór festist við lambhúshettuna. En morðinginn fann varla fyrir kuldanum, svo niðursokkinn var hann í að fara yfir nýjastaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ófærð
–Donna! kallaði Jamie aftur, ákveðin.
Donna leit upp. –Ég er að koma! hrópaði hún og tók á rás.
–Ekki hlaupa. Þú dettur bara og meiðir þig, sagði Jamie og gekk til móts við systur sína, en hafði ekki farið langt þegar Donna hrasaði og datt kylliflöt.
Jamie hljóp óðara til hennar, en fór svo sem ekki hratt yfir í snjónum. –Meiddirðu þig?
Donna leit upp og tárin streymdu niður búlduleitt andlitið. –Ég er blaut, snökti hún.
–Komdu, ég skal hjálpa þér á fætur, sagði
Jamie og tók um handlegginn á Donnu. –Bíllinn er ekki langt í burtu.
Þó að Downs-heilkennið hefði heft þroska Donnu var hún næstum því jafn há og Jamie og um tíu kílóum þyngri. Það var því ekkert áhlaupaverk fyrir Jamie að hífa hana á fætur, enda voru þær báðar kappklæddar og í kuldaskóm. Hundarnir sýndu því sem um var að vera mikla athygli og flýttu ekki beinlínis fyrir.
Þegar Donna var loksins staðin upp voru báðar systurnar holdvotar og þreyttar.
Þegar Jamie var sannfærð um að Donna gæti bjargað sér ein og óstudd tók hún í tauminn á Sjeyenne og hinum hundunum tveimur. En í sama bili heyrðist einhver hávaði í lággróðrinum vinstra megin við þær.
Targa gelti, reif sig lausa og æddi af staðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Veðurteppt
Löggur. Hún var ekki hrifin af þeim heldur og var á leiðinni á heimili sem var fullt af löggum. Ef Lacy Milligan væri ekki ein af bestu vinkonum hennar í öllum heiminum hefði hún snúið bílnum við og ekið rakleiðis aftur til Denver en Lacy var vinkona hennar og það var ekki á hverjum degi sem vinkonur giftu sig. Svo að ekki sé minnst á að það var mikið mál að sjá um veitingarnar í þessu brúðkaupi. Lacy var vel þekkt í Colorado og fjölmiðlar áttu örugglega eftir að fjalla um brúðkaup hennar og Travis Walker lögreglustjóra. Fjölmiðlar höfðu slefað yfir kaldhæðninni í þessu... Lacy ætlaði að giftast manninum sem hafði átt þátt í að koma henni í fangelsi fyrir morð sem hún framdi ekki.
Lögreglustjórinn hafði bætt fyrir það með því að hjálpa til við að fá Lacy látna lausa og þetta allt saman var saga sem fjölmiðlar fengu ekki nóg af.
Þetta gæti verið stóra tækifærið sem Bette þurfi að fá til að koma veitingaþjónustu sinni á kortið. Hvað var smávegis snjór í samanburði við að hjálpa vinkonu sinni og koma starfsframanum betur af stað? Hún hafði þurft að fást við
erfiðari aðstæður en þetta. Hún hafði ekki alltaf valið vel áður fyrr en nú var hún breytt manneskja og í þetta skipti ætlaði hún að láta þetta heppnast.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Innilokun
–Hvað eru þetta orðin mörg skipti, Alton? spurði Ryder og virti ökumanninn fyrir sér.
–Fyrsta í ár, fjórða í allt. Alton horfði á bílinn.
–Ég lenti ansi djúpt núna. Mér sýnist að þetta ár verði slæmt með tilliti til snjóflóða.
–Veðurfréttamaðurinn sagði að það myndi snjóa mikið í ár. Ryder horfði til himins, á skýin sem sátu neðarlega og líktust mest skítugri bómull. –Þetta er í annað skiptið sem við þurfum að loka þjóðveginum í þessari viku. Það er ekki víst að hann opnist aftur fyrr en eftir nokkra daga ef veðrið heldur svona áfram.
–Þið ættuð að vera vön þessu hérna, sagði Alton, –það gerist nógu oft til þess. Ég get samt ekki sagt að mig langi til að vera lokaður frá umheiminum á þennan hátt.
–Bara fjórir dagar síðasta vetur, sagði Ryder.
–Og hvað, þrjár vikur þar á undan?
–Fyrir þremur árum, en já. Ryder yppti öxlum. –Þetta er það sem við borgum fyrir að búa í paradís. Þannig litu flestir íbúar Eagle Mountain á bæinn, litla fallega bæinn sem fylltist af ferðamönnum á sumrin og haustin. Það var ekki nema
ein leið inn og út úr bænum sem lokaðist stundum í snjóflóðum á veturna en það jók bara á að dráttaraflið fyrir suma.
–Ég þarf greinilega að finna gistingu í bænum þangað til veðrinu slotar, sagði Alton og horfði á snjóbreiðuna yfir veginum fyrir framan þá.
–Hefur þér dottið í hug að biðja um að fá annað svæði? spurði Ryder. –Svæði þar sem snjó flóð eru ekki svona tíð?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gistihúsið
Á göngu sinni eftir stígnum upp á Dakótahrygg sagði Paige Riddell við sjálfa sig að það, sem hún hygðist fyrir, væri ekki ólöglegt.
Ekki var víst að vinur hennar, lögreglufulltrúinn Gage Walker, væri henni sammála, en hún hafði ekki leitað álits hans. Larry Rowe, bæjarstjóri í Arnarfjöllum, myndi hreyfa mótmælum, en Larry tók hvort eð var ævinlega afstöðu með fyrirtækjum og félögum gegn fólki eins og Paige, og ekki síst Paige sjálfri.
En hún vissi að hún hafði rétt fyrir sér.
CNG-byggingafélagið var að brjóta lög og í vasanum var hún með afrit af dómsúrskurði sem sannaði það.
Það glamraði í verkfærunum þegar hún arkaði upp skógarstíginn. Hún hafði fengið lánaða járnsög hjá nágranna sínum. Klippurnar hafði hún keypt í byggingavöruverslun í næsta bæ. Það hafði verið spennandi að skipuleggja þennan leiðangur og góð tilbreyting frá venjubundnu tilverunni hennar á gistiheimilinu Bjarnarhíði, sem hún stýrði, og
sjálfboðastörfum af ýmsu tagi.
Hún nam staðar til að kasta mæðinni og lagfæra ólarnar á bakinu. Svöl vindhviða feykti nokkrum fölnuðum asparlaufum yfir stíginn og bar með sér furuilm. Eftir viku eða svo yrði kominn snjór uppi á hryggnum, sem
blasti við í fjarska hægra megin við hana.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Staðfastur vörður
Gult var alltof glaðlegur litur fyrir morðhótun.
Brenda Stenson starði á blaðið sem lá á borðinu fyrir framan hana. Fjörleg teikning af blómum var neðst á blaðinu svo að orðin sem skrifuð voru á það með kolsvörtu bleki hljómuðu næstum eins og brandari. En það var samt ekkert fyndið við skilaboðin, öll með stórum stöfum.
BRENNDU BÓKINA EF ÞÚ VILT HALDA LÍFI.
Þessi stuttu skilaboð á þessu fjörlega blaði höfuðu verið í samskonar gulu umslagi sem var límt á hurð aðalinngangsins á Sögusafni Eagle Mountain. Brenda kom auga á það er hún mætti til vinnu á mánudagsmorgni og gladdist yfir því
að einhver vinkvenna hennar væri áreiðanlega að senda henni fyrirfram afmæliskveðju. Það voru að vísu tíu dagar í afmælið hennar en eins og Lacy, besta vinkona hennar, hafði bent á fyrir tveim dögum var þrítugsafmæli svo stór áfangi að því bar að fagna í heilan mánuð.
Skilaboðin komu henni svo sannarlega á óvart, en ekki ánægjulega. Fyrst þegar Brenda las þau varð hún ringluð eins og um væri að ræða orð á útlensku eða fornmál. Þegar hún áttaði sig á hvers kyns var fann hún til ógleði og svima. Sá sem sendi svonalagað gat ekki verið með öllum mjalla. Hvað átti þetta eiginlega að þýða? Hún hafði aldrei gert flugu mein, og átti þetta alls ekki skilið.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Á refilstigu
Gage Walker taldi sig ekki vera hjátrúarfullan mann, en hann hann vildi samt ekki storka örlögunum. Ekki monta sig af ríkidæmi því að þá var eins víst að kæmi að skuldadögum og allt færi í súginn. Ekki ætla í veiðitúr í apríl og skilja regnfötin eftir heima af því að það var sólskin þegar lagt var af stað. Ekki kvarta undan ekkert væri að gera í vinnunni því að þá var eins víst að krafist yrði yfirvinnu út næstu viku.
Ef maður vann sem lögreglufulltrúi í fáfarinni sveit var gott að ekkert væri að gera og hann minnti alltaf nýliða og varamenn á það.
Ef ekkert var að gera var lítið um afbrot og allir voru ánægðir. Það gæti látið tímann líða hraðar og verið spennandi ef alvöru glæpir voru framdir, en það þýddi líka að einhver beið tjón eða meiddist. Í versta falli væri þá einhver dáinn.
Maðurinn og konan á tjaldstæðinu upp undir Dakotaási voru svo sannarlega dáin. Hvort um sig hafði verið skotið í hnakkann eins og um aftöku hefði verið að ræða. Bæði voru á fertugsaldri og að öllum líkindum verið fallegt
par áður en einhver hafði bundið hendur þeirra fyrir aftan bak og skotið þau í höfuðið. Samkvæmt ökuskírteininu í veski mannsins var þetta Greg Hood, búsettur í Denver.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Klækjabrögð
Lacy Milligan gretti sig þegar þunga stálhurðin skall að stöfum fyrir aftan hana. Eftir tæplega þriggja ára vist fékk hún enn hroll er hún heyrði hljóðið. En framvegis þyrfti hún aldrei að heyra það. Frá og með þessum degi var hún frjáls kona.
Hún elti vörðinn eftir flísalögðum ganginum. Sterk lykt af sótthreinsiefnum réðst á vit hennar.
Við dyrnar að móttökuherberginu fremst í byggingunni nam hún staðar og beið meðan annar vörður opnaði þær.
Handan dyranna beið Anisha Cook, lögmaður hennar, og ljómaði öll. Hún faðmaði Lacy að sér.
Lacy stirðnaði. Þetta var eitt af því sem hún yrði að venjast. Hún var fyrir löngu orðin óvön allri snertingu, sem var bönnuð í fangelsinu. Snerting á borð við faðmlag gat leitt til líkamsleitar og jafnvel refsingar.
En þær reglur giltu ekki um hana lengur.
Þess vegna endurgalt hún faðmlagið eftir bestu getu.
Þá tók hún eftir því að í herberginu var fleira fólk, svo sem fangelsisstjórinn, blaðamenn og foreldrar hennar.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stundin er runnin upp
–Náðu í gulu miðana þína, bjáni, muldraði hún með sjálfri sér. –Taktu þér taki.
Hún hafði uppgötvað þetta bragð á öðru árinu sem „látin“ manneskja. Henni hafði loksins tekist að stöðva hringferðirnar með því að festa gula miða á glugga og hurðir eftir að tryggt hundrað prósent að hver og einn inngöngumöguleiki væri harðlokaður og læstur. Þannig fullvissaði hún sig um að hafa ekki gleymt neinum þeirra. Án gulu miðanna hefði hún líklega haldið hringferðum sínum áfam í hið óendanlega.
Natalie náði í blokk með gulum miðum og hóf hringferð sína um húsið. Kannaði allar dyr enn og aftur og síðan hvern einasta glugga enn og aftur. Gulu miðarnir veittu ákveðna öryggiskennd en þrátt fyrir það þurfti hún að beita sjálfa sig hörðu til að fara ekki aðra hringferð og tryggja að allt væri tryggilega lokað og læst.
Hún hafði ekki þurft á gulu miðunum að halda um nokkra hríð. Pínulitla íbúðin hennar var í innri hluta bílskúrs og samanstóð einungis af einu litlu herbergi auk enn smærra baðherbergis og því einungis tveir gluggar og einar
dyr. Það hafði því ekki þurft mikið af gulum miðum til að veita henni öryggiskennd þar.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.