Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og undirferli
-
Hryðjuverk
Þar skall hurð nærri hælum.
Til allrar lukku voru engir gangandi vegfarendur nálægt húsaröðinni. Fáir heiðvirðir borgarar höfðu ástæðu til að vera á ferli í þessum hluta vestanverðrar Fíladelfíu. Þeir lítt heiðvirðu höfðu horfið þegar Derek og félagar birtust og skothríðin hófst.
–Hvaða upplýsingar fékkstu nú aftur um þennan stað, Derek? spurði Jon Hatton, sem líka skýldi sér á bak við bíl skammt frá. Jon var þrautþjálfaður í bardögum og meðferð vopna eins og allir viðbragðsfulltrúarnir hjá Ómega, en starfaði þó aðallega sem atferlisfræðingur í áfalladeildinni.
–Hvað er að, Jon? Manstu ekki hvernig á að nota byssuna? Eru allar greiningarnar farnar að bitna á bardagagleðinni? sagði Liam Goetz, félagi þeirra, sem skellti í góm og glotti. Liam var liðsmaður gíslabjörgunarsveitar Ómega og engum datt í hug að spyrja hann hvort hann kynni að fara með vopn. Liam hafði nánast fæðst með skammbyssu í hendinni.
–Ég var bara að velta því fyrir mér hvort einhver áætlun væri fyrir hendi, önnur en sú að liggja í felum á bak við bíla þangað til vondu karlarnir verða skotfæralausir, svaraði Jon.
–Mér heyrist þeir reyndar eiga nóg eitthvað fram í næstu viku.
Skothríðin var ekki alveg eins linnulaus og áður. Fólkið í húsinu hugðist greinilega ekki ætla að drepa Derek og félaga, heldur bara halda
þeim óvirkum. Derek var hins vegar tekinn að þreytast nokkuð á þessu og orðinn gramur.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Óvild
–Þú hlýtur að vera að spauga.
Nikki Waters leit upp frá tölvuskjánum, horfði á manninn sem stóð andspænis henni og hristi höfuðið.
–Þú sagðir að þessi maður væri svolítið óheflaður. Ég hélt að þú meintir að hann væri óháttvís eða kannski með úfið og sítt hár, bætti hún við og benti á skjáinn. –En svo er hann með sakaskrá sem nær yfir margar blaðsíður.
Maðurinn í dyrunum hló og yppti öxlum.
–Hárið á honum er reyndar svolítið úfið.
Jonathan Carmichael var að reyna að vera fyndinn, en Nikki hafði ekki tíma fyrir spaugsemi hans. Ekki í kvöld.
Í kvöld hafði hún dálítið á prjónunum, aldrei þessu vant.
–Hann lenti nokkrum sinnum í slagsmálum á fylliríi þegar hann var ungur og vitlaus, bætti Jonathan við. –Engin stórmál.
Nikki fann að hún var að fá höfuðverk. Hún hafði gaman af vinnunni og henni þótti vænt um hávaxna, dökkhærða manninn sem stóð í dyrunum, en streitan í sambandi við fyrirætlanir hennar og maðurinn sem Jonathan reyndi að ota að henni voru ávísun á vanlíðan.
–Þú veist að ég treysti þér, en ég rek öryggi þjónustu, sagði hún. –Skjólstæðingar okkar koma í leit að vernd og reikna með að starfsmenn okkar séu afbragðsfólk. Af upplýsingunum frá þér að dæma er þessi náungi skapbráður og hvatvís einfari. Það er því ólíklegt að hann henti okkur hér hjá Óríon.
Nikki spennti greipar á borðinu. Meðan hún talaði fann hún að hún breyttist úr vinkonunni Nikki í yfirmanninn Nikki. Jonathan og nokkrir félaga hans, sem einnig voru góðir vinir hennar, göntuðust stundum með þessa umbreytingu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Loka verkefnið
Jonathan Carmichael ætlaði ekki að segja neinum hversu litlu hafði mátt muna að bardaginn hefði farið á annan veg.
Höggið sem hann fékk á kjálkann hafði næstum rotað hann. Sársaukinn var ógurlegur.
Hann riðaði og eitt andartak gældi hann við hugmyndina um að draga sig í hlé.
Eða jafnvel missa meðvitund. Sortinn sótti nefnilega á hann.
En Jonathan var ekki auðsigraður.
Hann settist á hækjur sér og sveiflaði fætinum. Árásarmaðurinn var ekki nógu snar í snúningum til að forðast höggið og skall svo harkalega á jörðina að hann náði varla andanum.
Jonathan var ekki í alveg nógu góðu líkamlegu formi og hann var eftir sig eftir hnefahöggið, en vissi að leiguhrottinn myndi ekki liggja kyrr og játa sig sigraðan. Auk þess þurfti hann að vernda tiltekna manneskju.
Út undan sér sá Jonathan að dyrnar fyrir aftan hann og vinstra megin voru enn lokaðar.
Skyldi Martin hafa læst hurðinni eins og honum hafði verið sagt að gera?
–Þú færð þetta borgað, stundi hrottinn, en Jonathan hafði engan tíma til að hlusta á ræðuhöld. Hann snerist á hæli og gaf náunganum einn á glannann. Hrottinn missti þegar rænuna. Höfuðið skall í gólfið og líkaminn varð máttvana.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sannur faðir
–Þetta er eitthvað skrítið.
Kelli Crane leit á eiginmann sinn og dæsti.
–Þú hefur ekkert uppúr því að gera grín að mér, Victor, sagði hún. –Ekki pota í birnuna.
–Af því að hún gæti potað á móti?
Hann kom inn í svefnherbergið í bústaðnum, þar sem hún hafði látið fara vel um sig með bók, og settist á rúmið. Victor Crane var að nálgast fertugt en hafði ekki átt í neinum vandkvæðum með að halda strákslegu útliti sínu. Hávaxinn og grannur, með ljósrautt hár sem framlengdi sólargeislana sem skinu inn um gluggana, og augu sem minntu á bláma
himinsins. Kelli gat stært sig af sömu birtunni, en á annan hátt–með ljósbrúnt hár, grágræn augu og sólbrúna húð. En stundum þegar hún horfði á Victor fannst henni sín eigin fegurð fölna. Þau höfðu verið gift í hálft annað ár og hún velti því fyrir sér hvernig börnin þeirra myndu líta út.
–Ef þú ætlar að halda áfram að gera grín að því að ég vilji tryggja öryggi þitt skal ég
svo sannarlega pota í þig.
Victor fórnaði höndum. –Þú ræður þessu alveg, ástin mín.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Einkalífvörðurinn
–Þetta var bara misskilningur.
Darling Smith stóð innan við rimlana í öðrum fangaklefanum í Mulligan, Maine, og var alls ekki skemmt.
Derrick Arrington lögreglumanni var hins vegar skemmt. Kannski vegna þess að árið áður höfðu þau farið á stefnumót af og til án þess að það endaði með einhverju. Þau voru yfirleitt kurteis hvort við annað og vingjarnleg en Darling var viss um að það væri ekki á hverjum degi sem Derrick fengi tækifæri til að handtaka konu sem hann hefði verið í vinfengi við. Hún
hugsaði til baka.
Ó já, hún hefði elskað að stinga tilteknum manni úr fortíðinni í steininn og henda lyklinum.
–Það ætti að flúra þetta á ennið á þér, Darling. –Þetta var bara misskilningur, löggi.
Ég er of sæt til að ætla mér að gera eitthvað af mér. Hann glotti.
–Arrington lögreglumaður, varstu að segja að ég væri sæt? spurði hún sykursætri röddu.
Hann benti á hana og hló. –Sko, þetta er það sem ég var að tala um.
–Láttu ekki svona, Derrick. Darling lét sykursæta málróminn lönd og leið. Hún var þreytt. –Við vitum bæði að George Hanley brást of harkalega við. Það var nóg að nefna vörðinn við hliðið á nafn, þá reiddist hún. Hann hafði látið eins og hann væri í leyniþjónustunni og Darling stofnaði öryggi ríkisins í voða.
–Hann var að vinna vinnuna sína. George sá grunsamlega manneskju að snuðra á einkaeign.
Hann leit á Darling, beið eftir að hún játaði.
Hann fengi að bíða lengi. –Það sem meira er, þessi grunsamlega manneskja sást fara að bílskúr vinnuveitanda hans.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Í klóm hryðjuverkamanns
Hann lokaði augunum og hvíldi höfuðið við svala málmhlífina yfir vinnuborðinu. Formúlur birtust fyrir hugskotssjónum hans eins og afspyrnuleiðinleg bíómynd, flóknir útreikningar á orkuflutningi og kjarnasamruna, blaðsíður úr námsbókum sem hann hafði lesið fyrir langa löngu og lagt á minnið, brot úr vísindagreinum sem hann hafði ýmist skrifað sjálfur eða lesið
og heilu dálkarnir með útreikningum sem höfðu hreiðrað um sig í heila hans líkt og aðrir mundu símanúmer eða geymdu minningar um kvöldstund yfir góðum mat. Hann bjó yfir ljósmyndaminni á tölur og útreikninga, nokkuð sem hafði fleytt honum fyrirhafnarlaust í gegnum háskólanámið og auðveldað honum rannsóknirnar sem höfðu skilað honum svolítilli frægð og meira að segja komið honum í nokkrar álnir.
Ekkert af þessu skipti hins vegar máli nú þegar eiginkonan var dáin og dóttirin óralangt í burtu. Amanda var fjögurra ára þegar hann sá hana síðast. Núna var hún orðin fimm ára, hann hafði misst af stórum kafla í lífi hennar.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Tómarúm
Reynslan hafði kennt Andreu McNeil að treysta fyrstu hughrifum þegar hún hitti karlmann. Hún hafði lært að lesa skaplyndi og tilhneigingar úr líkamsburði og augum. Þögnin sagði jafn mikið um þá og orðin, hvort sem þeir voru hetjur eða stórglæpamenn.
Af manninum, sem nú stóð fyrir framan hana, geisluðu styrkur og kvíði. Herðarnar voru breiðar og báru vitni um þrjósku. Festuleg hakan sömuleiðis. Ljósa hárið var stuttklippt og vel snyrt, andlitið nauðrakað og líkamsstaðan teinrétt, enda þótt hann væri klæddur gallabuxum, gönguskóm og skyrtu en ekki hermannabúningi. Hann hreyfði sig á þokkafullan hátt eins og veiðimaður og þegar hún horfði í brúnu augun sá hún stolt, hugrekki og mikla sorg.
–Ég vil bara að þú hjálpir mér að muna andlitið á manninum sem drap vin minn, sagði hann áður en hún hafði boðið honum
sæti á sófanum andspænis stólnum hennar á litlu skrifstofunni skammt frá aðalstrætinu í
bænum Durango í Coloradó.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eldraun í óbyggðum
–Hér koma konan og ökumaðurinn hennar, sagði Luke, –af hverju ætli hún hafi ekki farið með þeim.
–Kannski er hún að fara að versla eða láta laga á sér hárið. Travis reyndi að láta spennuna
ekki heyrast í röddinni um leið og hann lyfti sjónaukanum aftur til að virða fyrir sér fólksbílinn sem hafði stoppað neðan við innkeyrsluna. Hann sá glitta í karlmann undir stýri og konu við hlið hans en þurfti engan sjónauka til að vita hvernig konan leit út. Leah Carlisle var 27 ára gömul með dökkt liðað hár sem hún var vön að slétta. Augun voru brún á litinn, eins og
gott kaffi með mjólk, og hún gat sýnt margvíslegar tilfinningar með augnaráðinu einu og sér.
Hún var vel vaxin, mittið mjótt og afturendinn stinnur, brjóstin lítil og stinn og dásamlega næm. Hún naut kynlífs og þau höfðu passað svo vel saman...Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sérsveitin
Hann bægði kunnuglegum óróleikanum frá sér og fór yfir smáatriðin í verkefni dagsins. Ungur, hvítur maður, líklega á miðjum þrítugsaldri, grannvaxinn, íþróttamannslegur, um 1,70 cm á hæð. Á myndunum af honum sem hann hafði fengið úr öryggismyndavélunum frá Scotland Yard í London var hann vel rakaður og brúnt hárið stuttklippt. En Luke myndi þekkja hann þótt hann hefði látið sér vaxa skegg og litað hárið. Hann var góður í því.
Þess vegna hafði FBI ráðið hann og hans líka til sín, hermt eftir aðferð sem Bretar höfðu notað, að safna saman hópi manna sem átti auðvelt með að þekkja andlit og láta þá leita uppi sakamenn áður en þeir frömdu fleiri glæpi.
Annar maður sem Luke vonaðist til að koma auga á var maður á fimmtugsaldri, dökkur yfirlitum með stálgrátt liðað hár, og enn annar, þéttur, krúnurakaður Asíumaður með ör við annað augað.
Ef hann kæmi auga á einhvern þeirra átti hann að fá þá inn til yfirheyrslu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Yfirbót
Hann leiddi fólkið hjá sér, eða reyndi það að minnsta kosti, og beygði sig undir lögregluborðann við endann á innkeyrslunni.
–Eruð þið búin að finna líkið af henni? kallaði blaðamaður. Jared var ekki að horfa í áttina til hans en þekkti gervilega djúpa rödd Kyle Smith og var ekki hissa á að maðurinn hefði birst þarna. Þessi sjálfumglaði maður lét sér ekki nægja að segja fréttir heldur reyndi að láta þær snúast um sig að hluta, að minnsta kosti þessa frétt, þetta mál. Hann var bæði vægðarlaus og hranalegur.
Jared gretti sig við spurninguna, þoldi ekki tilhugsunina um sársaukann sem hún myndi valda fjölskyldu horfnu stúlkunnar sem hefði heyrt spurninguna eða átti eftir að heyra hana síðar í fréttatímanum.
–Fannstu einhvern tímann líkið af Lexi Drummond? kallaði annar fréttamaður? –Það eru fimm ár liðin.
Sex. Lexi hafði verið fyrsta fórnarlamb raðmorðingjans. Nei, lík hennar hafði aldrei fundist.
Fjölskyldan beið ennþá eftir að geta lokið málinu en hann hafði ekkert að bjóða þeim. Ekkert lík, engan grunaðan, engar vísbendingar.
Nú hafði morðinginn tekið aðra stúlku. Annað fórnarlamb.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.