Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og undirferli
-
Þjóðgarðsmorðin
Remi sté út úr slóðinni og lagði við hlustir þegar hún lét sem hún væri að skoða tré. Hún gerði það meðvitað að stinga höndunum í jakkavasana til að líta út fyrir að vera berskjölduð, varnarlaus og fullkomlega ómeðvituð um yfirvofandi hættu ef sá sem veitti henni eftirför skyldi vera nægilega nálægur til þess að sjá hana. Því fór þó fjarri að hún væri varnarlaus. Hægri hönd hennar hélt þéttingsfast um skaftið á fullhlaðinni 9 mm SIG Sauer skammbyssu sem hún faldi í jakkavasa sínum. Byssan var gjöf frá föður hennar á átjánda afmælisdaginn hennar og nafnið hennar var grafið með
skrautstöfum í skaftið. Þá hafði hann verið mjög veikur svo mánuðum skipti og vissi áreiðanlega að hann ætti ekki langt eftir. Tilgangur gjafarinnar var augljós að mati Remi...
að gera sitt til að tryggja öryggi einu dóttur sinnar sem var enn á lífi.
Hafði hún ímyndað sér fótatakið áðan eða hafði þetta verið bergmál af hennar eigin fótataki í kyrrð fjallanna? Ímyndaði hún sér það eða reyndi sá sem veitti henni eftirför að ganga í takt við fótatak hennar svo að hún yrði hans ekki vör? Remi bræddi þetta með sér um stund og komst að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki ímyndarveik... og það þýddi að einhver veitti henni eftirför.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuför í fjöllunum
–Þetta er McKenzie, landvörður, staddur á göngustígnum að Sugarland fjalli. Hann næstum hvíslaði þessi orð. –Það er einhver hálfviti hérna með byssu, um það bil hálfan kílómetra frá vegamótunum við Appalachian gönguleiðina.
Ég þarf hjálp. Skipti.
Ekkert svar, aðeins steinþögn. Hann leit á skjáinn á senditækinu og þrýsti svo aftur á hljóðnemann eftir að hafa athugað með rafhlöð una og bylgjulengdina.
–McKenzie, landvörður, ég þarf hjálp, skipti.
Aftur beið hann og aftur var dauðaþögn. Ekki var auðvelt að nota farsíma í Smoky fjöllunum og gilti þá einu hvort maður var Tennessee megin, eins og Adam var núna, eða á gönguleiðinni frá landamærunum við Norður Karólínu.
Það var engin leið að treysta á farsíma á þessum slóðum. Punktur. Þetta var ástæða þess að landverðirnir hér notuðust við gamaldags talstöðvar sem virkuðu alls staðar í þjóðgarðinum.
Á því var þó ein undantekning.
Gönguleiðin í átt að Sugarland fjalli þar sem stjórnlausir skógareldar höfðu eyðilagt sendinn efst í Strompfjöllum.
Niðurskurður á fjárframlögum þýddi að ekki var enn búið að endurnýja þennan sendi. Fjármunum var eytt í annað, eins og til dæmis bætta aðstöðu til afþreyingar, þjónustumiðstöðina og
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Umsátur
Sérsveitarfulltrúinn Blake Sullivan stóð á bak við mosavaxna trjábolina og fylgdist grannt með gráu, niðurníddu hlöðunni í gegnum riffilkíkinn.
Skotmarkið var lítið annað en skuggi í gluggaopinu á hlöðuloftinu sem líklega hafði verið glerlaust frá því löngu áður en Blake fæddist.
Hvernig í ósköpunum meintum árásarmanni hafði tekist að koma sér upp á hlöðuloftið án þess að gegnummorkinn stiginn þangað upp molnaði undan honum var ofvaxið skilningi Blake. Það var eiginlega mesta furða að þessi
niðurnídda bygging skyldi ekki vera löngu hrunin í vindhviðunum sem algengt var að blésu niður úr fjöllunum á þessu svæði. Mildur andvarinn þessa stundina skapaði hinsvegar fullkomnar aðstæður til þess að ná góðu skoti.
Blake færði fingurinn hægt og rólega eftir köldu riffilskaftinu og tók um gikkinn en á sama andartaki heyrðist hávært tíst og síðan hvellt blísturshljóð skammt frá. Þetta hljómaði vissulega eins og kornhæna sem var algeng tegund
hér í fjöllunum og Tennesseefylki almennt en Blake vissi þó betur. Hljóðið kom frá foringja sérsveitarinnar, Dillon Gray, sem vildi greinilega ná athygli hans. Blake gat hinsvegar ekki litið af riffilkíkinum því það gæti þýtt að hann missti sjónar á meintum afbrotamanni uppi á hlöðuloftinu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lífshætta í óbyggðum
Piper hallaði sér fyrir hornið á tjaldinu sem reist hafði verið sem bráðabirgða hesthús. Hún hélt fast um vasahníf sinn. Framundan og til vinstri voru önnur risastór tjöld sem að hluta til huldu stóran, freðinn akur sem notaður var sem bílastæði fyrir gesti vetrarhátíðarinnar. Og auðvitað voru pallbíllinn og hestakerran sem hún hafði mestan áhuga á að sjá í þeim hluta bílastæðisins sem var hulinn sjónum hennar. Var Palmer enn að reyna að komast að því hvað hún hafði gert við pallbílinn hans? Eða hafði hann lagað þetta strax og hann opnaði vélarhlífina? Kannski ætti hún að laumast til
baka og gá hvort þetta bragð hefði lukkast.
Nei. Of áhættusamt. Ef hann kæmi auga á hana væri öllu lokið. Hún varð að treysta eigin áætlun, gefa sér eina mínútu í viðbót til þess að vera viss um að hann myndi ekki snúa til baka. Þá myndi hún snara sér inn fyrir og sækja það sem sannarlega var hennar eign.
Svæðið fyrir framan hestatjöldin var að mestu mannlaust utan tveggja flækinga sem enn voru að þvælast við matsöluvagnana. Flestir gestirnir sátu á áhorfendabekkjum um eitt hundrað metra í burtu, en þeim hafði verið stillt upp í tilefni af þessari sjö daga vetrarhátíð í útjaðri bæjarins Destiny í Tennessee ríki.
Allur íbúafjöldi þessa litla bæjar, og jafnvel margfalt fleiri, hefðu komist fyrir á Rolex reiðvellinum heima í Kentucky. Destiny var lítill bær við rætur Smoky fjallanna, nákvæmlega í miðri Blount sýslu.
Piper ímyndaði sér að einmitt þess vegna væri þessi vetrarhátíð haldin hér því fólk alls staðar að úr ríkinu átti auðvelt með að komast hingað.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eltihrellir
Hún bar höfuðið hátt og skaut öxlunum aftur, fyllti körfuna sína eins hratt og hún gat og þóttist ekki taka eftir fólkinu sem hvíslaðist á þegar hún gekk framhjá. Héldu þau virkilega að hún vissi ekki að þau voru að slúðra um hana? Hún gat vel ímyndað sér hvað þau voru að tala um.
Er þetta sú sem ég held? Hvað er langt síðan, 10 ár? Af hverju er hún komin aftur í bæinn?
Varstu ekki búin að frétta það? Mamma hennar dó, ég frétti að hún hefði dáið af því að hjartað í henni brast af því að dóttir hennar heimsótti hana aldrei eftir að hún var rekin úr bænum.
Heldur þú að Thornton lögreglustjóri handtaki hana í þetta skiptið?
Fyrnast morð einhvern tímann?
–Gaman að sjá þig í dag frk. Kane. Hr. Dawson
brosti einlægu og hlýlegu brosi bak við afgreiðsluborðið í sælkerahorninu. –Ég var að vonast til að sjá framan í þig að minnsta kosti einu sinni enn áður en þú ferð frá Destiny. Viltu hádegismat? Við erum með nýja sendingu af niðursoðnum svínalöppum.
Hann skellti stoltur stórri krukku á afgreiðsluborðið en innihaldið líktist mest vísindatilraun sem hafði misheppnast hrapallega.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Örlögin ráða
Julie Webb ýtti þessum minningum frá sér og óskaði þess í hljóði að jafn auðvelt væri að leggja fortíðina að baki. Hún tók fastar um stýrið og gaut augunum á ljósa röndina á baugfingri vinstri handar þar sem demantshringurinn hafði
áður setið. Þú þarft ekki lengur að vera hrædd.
Hann getur ekki lengur unnið þér mein. Það er kominn tími til að halda lífinu áfram.
Til allrar óhamingju hafði rétturinn í Nashville ekki enn tekið málið fyrir og að halda lífi áfram þýddi því að hún varð að fara huldu höfði í litla sveitabænum Destiny í Tennesseefylki. Með sín takmörkuðu fjárráð hafði hún valið skárri kostinn
af tveimur álíka slæmum sem í boði voru en sá kostur var ævagamalt búgarðshús sem staðið hafði mannlaust svo lengi að hún réði við uppsett leiguverð. Það var önnur tveggja ástæðna fyrir því að Julie hafði valið þennan kost... hin var sú
staðreynd að smábærinn Destiny var í ríflega þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Nashville. Það þýddi að ólíklegt væri að hún rækist á einhver sem hún þekkti í einu matvöruverslun bæjarins.
Bílflaut fékk Julie til að líta í baksýnisspegilinn. Stórri sendibifreið hafði verið ekið út í kant á afleggjaranum frá húsunum tveimur og ökumaðurinn beið þess núna að hún bakkaði út úr heimreiðinni svo að hann gæti bakkað sendibifreiðinni að húsinu. Það yrði himneskt að þurfa ekki að sofa á gólfinu í nótt. Julie skellti í bakkgír en dokaði aðeins með að styðja fætinum á bensíngjöfina þegar nágranni hennar gekk út á verönd hússins við hliðina. Hann var hávaxinn, grannur og myndarlegur þannig að erfitt var að hunsa hann... en þó ekki ómögulegt. Hún hafði áður kynnst þessari manngerð og hafði ekki áhuga á að endurtaka þau mistök.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stórhríð
En allan tímann beið hann og lét svo til skarar skríða þegar tækifæri gafst. Greindin var ekki síður vopn hans en vöðvarnir. Konan sem lá fyrir framan hann núna var mjög gott dæmi um það. Hún hafði ekki hikað við að stansa þegar hann stöðvaði hana á þjóðveginum. Hann var bara ökumaður sem þurfti á hjálp að halda. Hann var myndarlegur og
gæddur miklum persónutöfrum. Hvaða kona myndi ekki vilja aðstoða hann?
Þegar hún loksins skildi hvað hann ætlaðist fyrir var það um seinan. Hún hafði vanmetið hann eins og löggæslumennirnir sem leituðu hans. Þeir töldu ólíklegt að hann gæti unnið traust fórnarlambanna og báru lotningu fyrir drápshraða hans og hæfileikum til að forðast að skilja eftir sig vísbendingar og ummerki.
Hann lyfti líki konunnar upp og kom því fyrir eins og sýningargrip í sætinu. Ekki hafði blætt mikið og í bílnum var ekki vottur af blóði. Fingraför fyndu lögreglustjórinn og menn hans ekki. Þeir myndu leita og skoða og rannsaka, taka ljósmyndir og spyrja mann og annan, en ekki finna nokkurn skapaðan hlut.
Hann lokaði bíldyrunum og þrammaði burt.
Það var farið að snjóa meira og mjöllin huldi nú blóðflekkina í vegkantinum, fótspor hans og öll merki um átök.
Morðinginn skaust á bak við ruðning og í hvarf frá tómum veginum. Skafrenningurinn olli því að snjór festist við lambhúshettuna. En morðinginn fann varla fyrir kuldanum, svo niðursokkinn var hann í að fara yfir nýjastaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ófærð
–Donna! kallaði Jamie aftur, ákveðin.
Donna leit upp. –Ég er að koma! hrópaði hún og tók á rás.
–Ekki hlaupa. Þú dettur bara og meiðir þig, sagði Jamie og gekk til móts við systur sína, en hafði ekki farið langt þegar Donna hrasaði og datt kylliflöt.
Jamie hljóp óðara til hennar, en fór svo sem ekki hratt yfir í snjónum. –Meiddirðu þig?
Donna leit upp og tárin streymdu niður búlduleitt andlitið. –Ég er blaut, snökti hún.
–Komdu, ég skal hjálpa þér á fætur, sagði
Jamie og tók um handlegginn á Donnu. –Bíllinn er ekki langt í burtu.
Þó að Downs-heilkennið hefði heft þroska Donnu var hún næstum því jafn há og Jamie og um tíu kílóum þyngri. Það var því ekkert áhlaupaverk fyrir Jamie að hífa hana á fætur, enda voru þær báðar kappklæddar og í kuldaskóm. Hundarnir sýndu því sem um var að vera mikla athygli og flýttu ekki beinlínis fyrir.
Þegar Donna var loksins staðin upp voru báðar systurnar holdvotar og þreyttar.
Þegar Jamie var sannfærð um að Donna gæti bjargað sér ein og óstudd tók hún í tauminn á Sjeyenne og hinum hundunum tveimur. En í sama bili heyrðist einhver hávaði í lággróðrinum vinstra megin við þær.
Targa gelti, reif sig lausa og æddi af staðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Veðurteppt
Löggur. Hún var ekki hrifin af þeim heldur og var á leiðinni á heimili sem var fullt af löggum. Ef Lacy Milligan væri ekki ein af bestu vinkonum hennar í öllum heiminum hefði hún snúið bílnum við og ekið rakleiðis aftur til Denver en Lacy var vinkona hennar og það var ekki á hverjum degi sem vinkonur giftu sig. Svo að ekki sé minnst á að það var mikið mál að sjá um veitingarnar í þessu brúðkaupi. Lacy var vel þekkt í Colorado og fjölmiðlar áttu örugglega eftir að fjalla um brúðkaup hennar og Travis Walker lögreglustjóra. Fjölmiðlar höfðu slefað yfir kaldhæðninni í þessu... Lacy ætlaði að giftast manninum sem hafði átt þátt í að koma henni í fangelsi fyrir morð sem hún framdi ekki.
Lögreglustjórinn hafði bætt fyrir það með því að hjálpa til við að fá Lacy látna lausa og þetta allt saman var saga sem fjölmiðlar fengu ekki nóg af.
Þetta gæti verið stóra tækifærið sem Bette þurfi að fá til að koma veitingaþjónustu sinni á kortið. Hvað var smávegis snjór í samanburði við að hjálpa vinkonu sinni og koma starfsframanum betur af stað? Hún hafði þurft að fást við
erfiðari aðstæður en þetta. Hún hafði ekki alltaf valið vel áður fyrr en nú var hún breytt manneskja og í þetta skipti ætlaði hún að láta þetta heppnast.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Innilokun
–Hvað eru þetta orðin mörg skipti, Alton? spurði Ryder og virti ökumanninn fyrir sér.
–Fyrsta í ár, fjórða í allt. Alton horfði á bílinn.
–Ég lenti ansi djúpt núna. Mér sýnist að þetta ár verði slæmt með tilliti til snjóflóða.
–Veðurfréttamaðurinn sagði að það myndi snjóa mikið í ár. Ryder horfði til himins, á skýin sem sátu neðarlega og líktust mest skítugri bómull. –Þetta er í annað skiptið sem við þurfum að loka þjóðveginum í þessari viku. Það er ekki víst að hann opnist aftur fyrr en eftir nokkra daga ef veðrið heldur svona áfram.
–Þið ættuð að vera vön þessu hérna, sagði Alton, –það gerist nógu oft til þess. Ég get samt ekki sagt að mig langi til að vera lokaður frá umheiminum á þennan hátt.
–Bara fjórir dagar síðasta vetur, sagði Ryder.
–Og hvað, þrjár vikur þar á undan?
–Fyrir þremur árum, en já. Ryder yppti öxlum. –Þetta er það sem við borgum fyrir að búa í paradís. Þannig litu flestir íbúar Eagle Mountain á bæinn, litla fallega bæinn sem fylltist af ferðamönnum á sumrin og haustin. Það var ekki nema
ein leið inn og út úr bænum sem lokaðist stundum í snjóflóðum á veturna en það jók bara á að dráttaraflið fyrir suma.
–Ég þarf greinilega að finna gistingu í bænum þangað til veðrinu slotar, sagði Alton og horfði á snjóbreiðuna yfir veginum fyrir framan þá.
–Hefur þér dottið í hug að biðja um að fá annað svæði? spurði Ryder. –Svæði þar sem snjó flóð eru ekki svona tíð?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.