Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og undirferli
-
Nágranninn
–Nei. Hún kom til hans og kyssti hann. –Ég átti leið hjá og datt í hug að við gætum orðið samferða.
–Það er fínt. Það er bara einn stuttur fundur eftir hjá mér.
Það var bankað. Fjandinn. Hann yrði brátt að setja einkalífið í forgang.
Jo blikkaði hann. –Ég bíð í móttökunni.
–Takk. Hann horfði á eftir henni, þakklátur fyrir að hafa fengið annað tækifæri með konunni sem skipti hann máli, konunni sem skildi mikilvægi starfs hans.
Jo var fagleg og sagði ekkert við manninn í gráu jakkafötunum sem gekk inn þegar hún gekk út.
–Lokaðu dyrunum, sagði Thomas við gestinn. –Og fáðu þér sæti.
Riley O‘Brien sérfræðingur hlýddi.
Thomas leit af myndinni af lögreglustjóranum í Belclare og á manninn sem sat þolinmóður og beið.
–Takk fyrir að bregðast svona fljótt við.
–Já, herra.
Thomas hikaði. Enn eitt merki um það að ákvörðunin um að fara á eftirlaun var rétt. Maður í hans stöðu mátti ekki sjá eftir verkefnunum sem hann útdeildi en það sem hann þurfti að biðja O‘Brien um var ekkert smáræði.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Vogarafl
Það var svo sem dæmigert fyrir Burgamy.
Hins vegar var Dylan svo heppinn að þurfa ekki að hlusta á hann lengur. Burgamy var ekki lengur yfirmaður hans.
Að lokum þagnaði Burgamy. –Ertu þarna, Branson?
–Já. Dylan sat á pallinum við hús sitt þetta kvöld og virti fyrir sér ljósbleika sólina sem var lágt á lofti yfir Blue Ridge fjöllunum sem umkringdu hann á þrjá vegu. Fjöllin höfðu verið það eina sem megnaði að færa honum frið síðan konan hans dó fyrir nokkrum árum og nú reyndi hann að finna þá friðsæld á ný. En það bar ekki árangur. –Ertu búinn að gleyma því að ég vinn ekki lengur fyrir þig, Burgamy?
Maðurinn í símanum stundi þungan.
Burgamy og Branson-systkinin voru ekki beinlínis bestu vinir. Systir Dylans og bræður hans tveir voru virkir njósnarar hjá Ómega og öll höfðu þau lent í útistöðum við Burgamy oftar en einu sinni.
–Þú ert leiguflugmaður núna, Dylan, sagði Burgamy. –Ég er bara viðskiptavinur að falast eftir þjónustu þinni.
Það var satt. Í fjögur ár hafði Dylan flogið með fólk og varning á Cessnunni sinni um allaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Í bæli ljónsins
Evan Karcz vaknaði á sama hátt og hann hafði vaknað alla daga síðasta eitt og hálfa árið...
með óttasleginn grát Juliet Branson að óma í huganum eftir draumana.
Evan spratt ekki á fætur og greip skammbyssuna eins og hann hafði gert í fyrstu. Hann þurfti
ekki heldur að hlaupa inn á baðherbergið og kasta upp.
Nú andaði hann rólega, lét hægjast á hjartanu og starði upp í loftið. Hann ýtti af sér sænginni í
von um að kólna, jafnvel þótt þetta væri snemma vors og enn væri svalt hér í Maryland, nálægt
Washington, DC. Evan þurrkaði svitann af enninu með lófanum.
Hann lá ekki lengi. Klukkan var ekki einu sinni orðin fimm að morgni en það kom ekki til
greina að sofna aftur. Hann gæti allt eins komið sér á fætur og byrjað daginn. Hann klæddi sig í
stuttbuxur og íþróttaföt, setti föt fyrir daginn í íþróttatöskuna.
Hann ætlaði að fara í höfuðstöðvar Omega Sector og taka æfingu áður en dagurinn byrjaði.
Æfing sem flóttaleið, hugsaði Evan og brosti þurrlega. Allt var betra en að liggja í rúminu og
hafa ekkert hjá sér nema sektarkenndina.
Erfiður dagur beið hans og hann ætti ekki að vera hissa á að draumurinn skyldi koma aftur og
vera afar lifandi. Í dag gæti hann ekki komist hjá því að sjá persónuna í óþægilegum draumum
sínum... fyrrverandi félaga sinn, Juliet Branson.
Reyndar var ekki rétt að tala um að komast hjá því. Evan reyndi aldrei að forðast að sjá Juliet.
Þvert á móti, reyndar. Hann hafði reynt að tala við hana í átján mánuði en ekki tekist það. Í dag
gæti Juliet ekki forðast að sjá hann.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Lykillinn
–Gaur, ég er bara að segja að fyrst þú vildir
ekki fá ömurlegt verkefni hefðirðu ekki átt að
kýla yfirmann þinn.
Sawyer Branson ranghvolfdi í sér augunum og hélt áfram för sinni eftir ganginum í
byggingunni sem hýsti aðalstöðvar Ómega.
–Láttu ekki svona, Evan, sagði Sawyer við
félaga sinn, ég kýldi hann ekki. Ég hrasaði.
–Já, þú hrasaðir og dast af slysni beint á
kjammann á Burgamy, sagði Evan og gat ekki
annað en hlegið.
Reyndar hlógu allir í Ómega þegar minnst
var á þetta.
Sawyer nam staðar við skrifborðið sitt og
leitaði að hálsbindi í skúffunum. Vissulega
hafði hann slegið yfirmann sinn fyrir hálfum
mánuði, en um neyðartilvik hafði verið að
ræða og Cameron, bróðir hans, hafði ætlað að
gera dálítið enn verra. Hann hafði ætlað að
miða byssu á yfirmanninn.
Þess vegna hafði Sawyer hrasað og dottið
af slysni beint á hökuna á Dennis Burgamy.
En var það Sawyer að kenna þótt Burgamy
hnigi í gólfið eins og tuskudúkka við svo létt
högg?
En með slysinu höfðu þeir Cameron
bjargað lífi unnustu hans, handtekið nokkra
afar vonda karla og í rauninni bjargað heiminum. Að launum fékk Sawyer tveggja vikna
launalaust leyfi frá störfum, takk fyrir kærlega.
Sawyer rótaði í skúffunni. Hvar var árans
bindið? Þetta var fyrsti dagurinn hans í vinnunni og hann gat ekki farið bindislaus inn á
skrifstofu Burgamys, enda þótt snyrtilegur
klæðnaður væri ekki efst á forgangslistanum
í Ómega.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Hættuspil
–Jæja, ég hef litlar áhyggjur af reglum þessa
stundina. Nú vil ég ná þrjótnum sem drap
Jason.
Tom andvarpaði og fletti blaðinu, án þess að
líta í áttina til Camerons. –Þú hefur verið lengi í
þessu hlutverki, Cam. Og þú misstir af tveimur
síðustu fundum. Ég get ekki falið staðreyndirnar
endalaust fyrir yfirmönnunum.
–Það er ekki alltaf auðvelt að komast burt frá
óþokkunum til að spjalla við þig, sagði Cameron
þurrlega. Hann vissi að hann hafði enga ástæðu
til að vera reiður við Tom en gat ekki haldið
aftur af gremjunni. Hann vildi bara koma sér
aftur að verki.
–Allir vita hve mikilvægt hlutverk þitt hjá
DS-13 er fyrir okkur og þig persónulega. En við
verðum að fylgja reglunum.
Cameron andvarpaði en sagði ekki það sem
hann hugsaði... að líklega hefði félagi Camerons
verið drepinn af því að hann fylgdi reglunum.
–Allt í lagi. Fyrirgefðu. Ég reyni að standa
mig betur. Cameron trúði næstum sjálfum sér
þegar hann sagði þetta.
–Er allt í lagi fyrir kaup morgundagsins?
–Já. Þau ættu að ganga snurðulaust. Gættu
þess bara að vöruhúsið sé öruggt.
–Cameron, ég þurfti að tala við þig af annarri
ástæðu. Tom lokaði dagblaðinu og opnaði það
aftur. Hann virtist hika. Cameron vissi að það
var slæmt. Hann hafði aldrei séð tengilið sinn
orðlausan. –Hlutverkið þitt hefur breyst.
Fjandinn. –Hvernig þá?
–Að handtaka meðlimi og leiðtoga DS-13 er
ekki lengur helsta markmiðið. Hvorki fyrir starfsemi þeirra á svarta markaðnum né ætlaða sök
þeirra á dauða félaga þíns.
–Fjandinn, Tom...
–Ég veit, Cameron. En nýlegar upplýsingarVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Illska
Conner Perigo alríkisfulltrúi vissi mæta vel að
það væri barnalegt af honum að fleygja skýrslunni á gólfið og skilaði honum auk þess ná
kvæmlega engu öðru en drasli sem hann þyrfti
sjálfur að hreinsa upp. Samt sem áður freistaðist
hann og það verulega.
Tíu mánuðir.
Í heila tíu mánuði höfðu þeir verið á hælum
þessa brjálæðings. Í heila tíu mánuði en ávallt
tveimur skrefum á eftir og því neyðst til að
horfa hjálparvana upp á hverja konuna á fætur
annarri myrta. Það heyrði ekki til starfshlutverka Conners að sækja jarðarfarir ókunnugra
kvenna en þó hafði hann sótt eina slíka í liðinni
viku... og þremur vikum fyrir þann tíma... og
einum og hálfum mánuði fyrir þann tíma. Í
hvert skipti varð hann staðráðnari í að koma
þessu skrímsli á bak við lás og slá.
Fimm konur á tíu mánuðum. Flestar í innan
við hundrað kílómetra radíus frá miðborg San
Francisco og þetta hélt borginni vissulega í heljargreipum.
−Ég tíni ekki upp eftir þig, svo láttu þig ekki
dreyma um að fleygja þessu á gólfið, sagði fé
lagi og vinur Conners, Seth Harrington, án þess
þó að líta upp frá skrifborðinu.
Connor leit á skýrsluna í hönd sér og lagði
hana síðan rólega á skrifborðið. Fljúgandi
pappírar bættu kannski líðanina þar og þá en
voru ekki erfiðisins virði. Hann stundi þungan.
–Þetta fjandans mál, Seth. Ég sver að ég er að
missa mig yfir þessu.
−Segi það sama, féVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Réttlætið sigrar
Hún herti sig gegn kuldanum, mætti alvarlegum
augum systur sinnar og tók svo upp fimm ára
gömlu frænku sína. Laurel hélt Molly þétt að sér.
Stelpan var að jafna sig eftir hálsbólgu og hafði
krafist þess að fá að veifa bless. Ivy veifaði á móti
og kvíðinn var greinilegur í augum hennar. Og það
voru ekki venjulegar áhyggjur móður af yngstu
dóttur sinni.
Laurel virti fyrir sér umhverfi hússins, sem var
staðsett nokkuð fyrir utan næsta bæ. Það var ekki
hægt að hrópa til næsta nágranna og því ætti að
vera rólegt þarna. Og öruggt. Laurel var kannski
bara gagnagreinir hjá CIA en hún hafði farið í
gegnum sömu þjálfun og vettvangsfulltrúar. Hún
vissi hverju hún átti að svipast eftir.
Ekkert virtist óeðlilegt, samt gat hún ekki hunsað spennuna sem var í hverjum vöðva og safnaðist
saman í maganum. Systir hennar og mágur neituðu
að láta óttann skemma jólin fyrir börnunum en
Laurel hafði þekkt álagið í augum systur sinnar,
áhyggjurnar í svip mannsins hennar. Of margar
slæmar tilfinningar voru undir yfirborðinu þegar
systir hennar leit á hana.
Laurel snerti silkimjúkt ljóst hárið á frænku
sinni.
Molly horfði á eftir foreldrum sínum, bróður og
systur. Blá barnsaugun fylltust af tárum. –Þetta er
ekki sanngjarnt. Ég vil fara með á sýninguna. Ég
átti að vera engill.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Afhjúpun
Keith Christiani starði á símann og lét hann
hringja þrisvar. Síðan tók hann svo fast um
tólið að hnúarnir hvítnuðu. Aðeins fáeinir útvaldir höfðu beina númerið á skrifstofuna hans.
Hann vissi hver var að hringja. –Christiani.
Keith heyrði grunnan og hryglukenndan
andardrátt. Loks tók hrjúf, kuldaleg rödd til
máls. –Settirðu pakkann í póst?
Keith leit á vogina á skrifborðinu sínu. Þetta
var glerkúla með snjókomu í, jólagjöf frá afastelpunni hans, henni Emily litlu. Sársaukastingur nísti hann og hann lokaði augunum.
Eftir aðeins fáeinar klukkustundir yrði þessu
lokið. Hann myndi fljúga með fjölskylduna
sína í öruggt skjól og síðan segja yfirvöldunum
hvar þau gætu nálgast lykilinn. –Hví spyrðu?
Ég veit að ánarnir þínir voru að elta mig í allan
dag.
–Ég er líka með menn á mínum snærum sem
vakta heimili þitt. Það er eins gott að þetta hafi
verið pakkinn til mín, sem þú póstlagðir.
Annars verður afastelpan þín komin á líkbörurVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Hættuleg ást
–Ósýnileg eftir þrjár... tvær... eina... núna!
Orðin ómuðu í litla heyrnartækinu í eyranu á Maggie Delacorte og félagi hennar í sérsveitinni steig frá snyrtilega gatinu sem hann hafði gert á rúð una. Fyrir aftan hana ríkti algjör þögn í myrkrinu, rétt fyrir dögun. En það yrði ekki lengi.
FBI hafði frétt af því að eftirlýstur flóttamaður væri í felum í þessu klíkuhverfi í DC, vopnaður AK-47 og með hóp af stuðningsmönnum sér við hlið. Maggie og félagar hennar voru hér til að tryggja að flótta mannsins lyki hér og nú.
Hún hreyfði sig hratt og henti leiftursprengju inn um gluggann. Heimurinn fyrir framan hana hvarf í hvítu ljósi og hár hvellur heyrðist þegar sprengjan lenti. Reykur þyrlaðist upp og veitti skjól.
–Áfram, áfram, áfram! öskraði Grant Larkin með djúpu röddinni sem lét hana alltaf fá gæsahúð um leið og hann braut niður hurðina.
Maggie þaut fyrir hornið um leið og hurðin þeyttist inn í einnar hæðar húsið. Grant fór fyrstur inn og til hægri, eins og vaninn var, svo tveir liðsfélagar þeirra.
Maggie hélt MP-5 byssunni uppi og tók varla eftir aukaþyngdinni frá 25 kílóum af búnaði sem hún bar þegar hún skaust inn um dyrnar.
Kúla þau framhjá eyranu á henni. Kúlan kom frá vinstri en hún sneri ekki höfðinu. Það var svæði sem félagi hennar sá um. Hann tæki á hættunni. Svæðið hennar Maggie var beint framundan og hún hélt einbeitt í gegnum gráan reykinn.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Leyniskyttan
Júní á síðasta ári:
Scott Delacorte var lánsamur maður.
Honum hafði ætíð veist auðvelt að kynnast
konum. Hann hafði fyrir löngu fullkomnað látlausu persónutöfrana sem löðuðu að sér kvenfólk.
Einu konurnar, sem ekki komu til greina, voru
samstarfskonur hans og þær sem voru giftar.
Í gærkvöldi hafði hann brotið fyrri regluna.
Scott bylti sér í rúminu, enn í skýjunum yfir
nóttinni með nýja samningamanninum. Chelsie
Russell. Þessi hávaxna, ljóshærða og bláeyga
kona minnti meira á ofurfyrirsætu en alríkislögregluþjón, en brosið var þó það sem hafði heillað Scott. Það var stórt og smitandi og bar með
sér að hún var mikill mannþekkjari og óhrædd
við að standa uppi í hárinu á félögum sínum, ef
með þyrfti.
Hann hafði hitt hana áður. Hún hafði gengið
til liðs við FBI um leið og Maggie, systir hans,
og Ella, vinkona þeirra. Hann hafði stundum
séð hana með þeim, en aldrei talað við hana að
ráði fyrr en í gærkvöldi.
Hún hafði birst á Shields-kránni þegar hann
var að fara. Hann var nýbúinn að kveðja félaga
sína í gíslabjörgunarsveitinni, en þegar hún kom
inn, brosandi og glöð, kynnti hann sig fyrir
henni og bauð henni svo upp á drykk þegar hún
sagðist vera að halda upp á það að hún væri
orðinn samningamaður alríkislögreglunnar.
Hann hafði spjallað við hana við barinn, en
verið viss um að hún myndi segja kurteislega
nei ef hann byði henni heim. Þess í stað hafðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.